03.01.2013 Views

Sælureitur - Húsasmiðjan

Sælureitur - Húsasmiðjan

Sælureitur - Húsasmiðjan

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

6<br />

Sólpallurinn eykur lífsgæðin<br />

Sólpallur við húsið eða sumarbústaðinn nýtist vel, stækkar íverustað fjölskyldunnar og<br />

býður upp á fjölbreytta möguleika auk þess að auka verðgildi húseignarinnar.<br />

Þetta á sérstaklega við þegar hægt er að ganga beint út á pallinn. Við byggingu frístundahúsa er<br />

pallurinn oftast óaðskiljanlegur hluti hússins með beint aðgengi, oftar en ekki frá fleiri en einum stað.<br />

Smíði sólpalla við eldri hús í þéttbýli kallar oft á rækilega skoðun á aðstæðum, einkum hvað varðar<br />

aðgengi, hvernig pallurinn snýr við sól og ríkjandi vindátt.<br />

Hér á næstu síðum er fjallað um skjólgirðingar og pallasmíði, sem gefa örugglega nokkrar hugmyndir<br />

um hvernig hægt er að smíða pall og skapa skjól á sem bestan hátt.<br />

Reiknivél sem hjálpar þér við að reikna út hvað sólpallurinn kostar er til staðar á heimasíðu<br />

Húsasmiðjunnar, www.husa.is, (Þjónusta/Ekkert mál – sjálfshjálp/Sólpallurinn) og það kemur<br />

örugglega á óvart að það er ekki eins dýrt og margir halda að smíða lítinn sólpall við heimilið eða<br />

frístundahúsið. Þar er einnig að finna ráðleggingar hvernig hreinsa má pallinn og bera á hann<br />

viðarvörn.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!