03.01.2013 Views

Sælureitur - Húsasmiðjan

Sælureitur - Húsasmiðjan

Sælureitur - Húsasmiðjan

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

gómsætra salatjurta, löngu eftir að næturfrostin<br />

hafa lagt dvala yfir hinn eiginlega matjurtagarð.<br />

Kryddjurtirnar geta jafnvel haldið sínum styrk í<br />

gróðurhúsinu fram að jólum.<br />

Svo má auðvitað hafa blómstrandi pottaplöntur<br />

og annan suðrænan skrautgróður í gróðurhúsinu<br />

sem litríka, róandi og framandi umgjörð um<br />

dálítinn setkrók þar sem er svo undurljúft að<br />

fá sér kaffisopa eða aðra hressingu, óháð<br />

veðurduttlungum náttúrunnar. Staður til að<br />

sökkva sér niður í rómantíska rómana í sumaryl<br />

innan um rósailm, enda þótt gusti svolítið um og<br />

þoka liggi yfir Esjunni!<br />

Sumir eru það hagsýnir að leggja hitalögn í<br />

gróðurhúsið til að geta haldið þar 10-12°C á<br />

veturna. Það gefur möguleika á að rækta kaktusa<br />

þannig að þeir blómgist á vorin! Og þá er líka<br />

hægt að hafa þar fjölærar skrautjurtir sem þola<br />

ekki vetrarfrostin. Með góðu skipulagi getur lítið<br />

gróðurhús verið uppspretta margvíslegrar og<br />

ómældrar ánægju árið um kring.<br />

Ræktaðu í eigin gróðurhúsi<br />

<strong>Húsasmiðjan</strong> selur forsniðnar ósamsettar einingar<br />

í lítill garðgróðurhús, sem henta einstaklingum,<br />

jafnt í húsagörðum og við frístundahús. Húsið<br />

er afgreitt með öllu efni og íhlutum sem þarf<br />

til smíðinnar, en undirstöður þarf að kaupa<br />

sérstaklega, enda fer val á þeim og fjöldi eftir<br />

staðsetningu hússins.<br />

Gróðurhúsið, vnr. 600265, er 7,4 fermetrar (L<br />

290 x Br 257 x H 233 sm) með grind úr fúavörðu<br />

timbri. Gólfgrindin er 98 x 98 mm, bogarnir úr 48<br />

x 98 mm og leiðarar úr 28 x 95 mm.<br />

Þak og veggir eru klæddir með trapisu-plasti en<br />

gaflar með 0,20 mm UV plasti. Hurð á gafli er 79<br />

x 177 sm og á mótstæðum gafli er opnanlegur<br />

gluggi, 79 x 70 sm.<br />

Botngrindin er úr 98 x 98 mm, sem gefur<br />

aukinn styrk en passar jafnframt í steypta<br />

undirstöðuhólka, sem eru einmitt með festingum<br />

sem passa fyrir þessa bita (sjá undirstöður og<br />

festinga á bls. 48). Með slíkum steypuhólkum<br />

undir á gróðurhúsið að standast vel íslenska<br />

veðráttu.<br />

Áður en gróðurhúsin eru klædd með plasti er<br />

hægt að mála grindina í þeim lit sem óskað er, og<br />

auka þannig jafnframt endingu viðarins.<br />

Frágangur gróðurhúss að innan getur verið með<br />

margvíslegum hætti. Það er gott að koma upp<br />

litlu borði þar sem hægt er að umpotta plöntur,<br />

sá í bakka og vinna við gróðurinn í húsinu.<br />

Margir helluleggja botninn í gróðurhúsum sem<br />

þessum, að hluta eða að öllu leyti, setja hillur<br />

fyrir potta og sáðbakka. Leitið ráða hjá starfsfólki<br />

Húsasmiðjunnar og Blómavals við val á þeim<br />

áhöldum og búnaði sem auðveldar notkun á<br />

svona gróðurhúsi.<br />

Safnkassi<br />

Fúavarinn, 100x100, hæð 70 sm<br />

Vnr. 604208<br />

Vermireitur<br />

L 140 x B 70 x H 28 sm. Hleypir sólarljósinu<br />

vel í gegn og veitir góða einangrun gagnvart<br />

kulda. Stillanlegt lok.<br />

Vnr. 604205<br />

Vinnuborð<br />

Í gróðurhús, 40x90x100 sm<br />

Vnr. 600270<br />

Lesið um grænmeti og kryddjurtir<br />

á heimasíðu Blómavals, www.blomaval.is og í handbók<br />

Blómavals um garðverkin: Vinnan í garðinum,<br />

frábærri garðyrkjubók fyrir íslenskar aðstæður sem þú færð<br />

í næstu verslun Húsasmiðjunnar og Blómvals<br />

Gróðurhús<br />

47

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!