03.01.2013 Views

Sælureitur - Húsasmiðjan

Sælureitur - Húsasmiðjan

Sælureitur - Húsasmiðjan

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Útgefandi: Húsasmi›jan hf © 2010<br />

Umsjón: Jóhannes Reykdal<br />

Hönnun og umbrot: Ásta Þóris - FÍT og Hrönn Magnúsdóttir - FÍT<br />

Teikningar: Ragnhildur Skarphéðinsdóttir og Stanislas Bohic<br />

Prentun: Oddi<br />

Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara<br />

um prentvillur og myndavíxl.<br />

Ágæti lesandi,<br />

Líkt og koma farfuglanna gefur útgáfa á Sælureit Húsasmiðjunnar<br />

2010 til kynna að vorið sé komið og sumarið sé framundan. Þetta<br />

glæsilega rit sem fjallar um margvíslega hluti sem koma að gagni<br />

við að fegra og bæta umhverfið, hefur þegar áunnið sér sess meðal<br />

allra þeirra sem hyggja á framkvæmdir, hvort sem er við heimili,<br />

sumarbústaði eða önnur frístundahús.<br />

Að þessu sinni hefur efni Sælureits verið komið fyrir á þann veg að<br />

það nýtist sem best, efnisröðun verið hnikað til og innihaldið gert<br />

aðgengilegra. Það er trú okkar að með þessu nýtist <strong>Sælureitur</strong>inn<br />

betur sem handbók til að fegra umhverfi heimilis eða sumarhúss.<br />

Enn sem fyrr er mikið lagt upp úr því að sýna notkun á fúavörðu<br />

timbri við fegrun garða og umhverfis. Leiðbeiningar um smíði<br />

sólpalla, skjólveggja og girðinga. Sérstakur kafli er um viðhald, þar<br />

sem fjallað er um helstu viðhaldsþætti, hvernig hægt er að fylgjast<br />

með viðhaldsþörf og til hvaða ráða á að grípa.<br />

Við viljum vekja sérstaka athygli á notagildi heimasíðu<br />

Húsasmiðjunnar, www.husa.is, en þar er að finna mikinn fróðleik<br />

og upplýsingar. Á heimasíðunni er að finna eina stærstu rafrænu<br />

vöruskrá á Íslandi, og þar er hægt að skoða upplýsingar um vörur,<br />

verð, mynd af mörgum vörum og einnig í hvaða verslunum vara er<br />

fáanleg. Til viðbótar er að finna margvíslegar leiðbeiningar varðandi<br />

smíðar og viðgerðir, verkfæri, málningu, gólfefni, sólpallinn og<br />

garðinn. Fyrir þá sem vilja fegra umhverfið með gróðri bendum<br />

við á heimasíðu Blómavals, www.blomaval.is en þar er að finna<br />

margvíslegar upplýsingar um blóm og gróður, myndir af helstu<br />

blómum og garðjurtum, og nytsamar leiðbeiningar.<br />

Við hönnun garða og næsta umhverfis húsa er leitast við að skapa<br />

fallegt og þægilegt umhverfi, sem veitir ánægju og slökun í erli<br />

dagsins, en nýtist jafnframt til útiveru og leikja. Tengja saman ánægju<br />

og notagildi. Það er því von okkar að <strong>Sælureitur</strong>inn nýtist lesendum<br />

vel og verði sem fyrr uppspretta að hugmyndum og endurbótum,<br />

sem gerir næsta umhverfi heimilisins, sumarbústaðarins eða<br />

frístundahússins að þeim sælureit sem það á að vera.<br />

Með kveðju,<br />

Starfsfólk Húsasmiðjunnar og Blómavals

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!