03.01.2013 Views

Sælureitur - Húsasmiðjan

Sælureitur - Húsasmiðjan

Sælureitur - Húsasmiðjan

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

garðagullregn (laburnum Watereri ‘Vossi’)<br />

Garðagullregn verður allt að tíu metra hár runni sem blómgast stórum, gulum blómklösum á sumrin. Plantan er harðgerð en þarf þó gott skjól af gömlum trjám<br />

eða húsum á meðan hún er smá til að vaxa hratt. ++++<br />

birki / ilmbjörk (betula pubesCens)<br />

Ilmbjörkin er einkennistré Íslands og myndar víða<br />

samfellt skóglendi eða kjarr. Birki dafnar best í dálítið<br />

grýttum jarðvegi þar sem raki er á hreyfingu.<br />

En framræstar mýrar henta því líka alveg prýðilega<br />

ef það þarf ekki að berjast við þéttan grassvörð.<br />

+++++<br />

gljámispill (Cotoneaster luCiDus)<br />

Lauffellandi runni. Gljámispill er með harðgerðari<br />

garðrunnum og hentar prýðilega í þéttar, limgirðingar<br />

sem ekki eiga að vera hærri en einn metri.<br />

++++<br />

128<br />

Tré og runnar<br />

sjá nánar á www.blomaval.is<br />

Þol: +++++ = Harðgerð á bersvæði um allt land. ++++= Harðgerð í skjólgóðum görðum. +++ = Harðgerð en<br />

getur kalið suma vetur. ++ = Viðkvæm en getur staðið úti á sumrin. += Viðkvæm, þarf að vera í gróðurskála allt árið.<br />

geislasópur (CYtisus purgans)<br />

Sígrænn runni. Geislasópur er harðgerður og dafnar<br />

ágætlega á grýttu og mögru þurrlendi þar sem sólar<br />

nýtur í ríkum mæli. Setjið gjarnan ögn af skeljasandi<br />

saman við jarðveginn áður en geislasópurinn<br />

er gróðursettur. ++++<br />

Fagursírena (sYringa × prestoniae) – Ýmis YrKi<br />

Fagursýrena er blendingur bogsýrenu og dúnsýrenu<br />

og eru til nokkur yrki sem eru næsta lík. Blómin<br />

eru fagurlega bleikfjólurauð, mörg saman í stórum<br />

skúfum. Þau standa lengi en lýsast með aldrinum.<br />

Plantan er mjög harðgerð og kelur aldrei. Þarf<br />

frjóa, hæfilega raka og kalkríka mold. ++++<br />

Himalajaeinir (Juniperus sQuamata<br />

‘blue Carpet’)<br />

Himalajaeinir er harðgerðasta einitegundin fyrir<br />

íslenska garða. Plantan þarf sólríkan stað, gott<br />

skjól og vel framræstan jarðveg, gjarnan nokkuð<br />

grýttan. Varist of sterkar áburðargjafir. +++++<br />

blátoppur (loniCera Caerulea)<br />

Rúmlega eins metra hár runni með mörgum grönnum<br />

greinum. Einhver besti runni sem völ er á í limgerði,<br />

hvort sem þau eru stífklippt árlega eða látin<br />

vaxa frjálst með hóflegri stýringu. Mjög harðger.<br />

Laufgast oft svo snemma að laufin kelur í vorhretum.<br />

En ný lauf spretta út í tæka tíð í maí. Dafnar<br />

mjög vel um allt land, innan garða sem utan. +++++

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!