03.01.2013 Views

Sælureitur - Húsasmiðjan

Sælureitur - Húsasmiðjan

Sælureitur - Húsasmiðjan

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

morgunfrú (CalenDula oFFiCinalis).<br />

Sígild sumarblóm sem blómstrar stórum gulum eða<br />

appelsínugulum blómum seinni hluta sumars og<br />

stendur langt fram á haust.<br />

Flauelsblóm (tagetis patula) eru lágvaxnar,<br />

10-20 sm háar. Fallegar jurtir sem þurfa mikla sól<br />

og gott skjól. Blöðin og blómin eru æt og tilvalin í<br />

salat.<br />

Hádegisblóm (DorotHeantHus belliDiFormis).<br />

Lágvaxnar jurtir frá hálendisgresjum Suður-Afríku.<br />

Verða sjaldan hærri en 5-10 sm, en bæta það upp<br />

með því að vaxa á þverveginn og mynda allt að<br />

30cm breiða beðju. Blómin opnast aðeins í sólskini<br />

eða þurru, hlýju veðri og þekja þá plönturnar.<br />

stjúpblóm (Viola × WittroCKiana).<br />

Stjúpurnar eru sannkallaðar drottningar sumarblómanna.<br />

Harðgerð og ekkert sumarblóm kemst í<br />

hálfkvisti við þær hvað varðar fjölbreytni í lit. Það<br />

er hægt að rækta stjúpur næstum því hvar sem er.<br />

snædrífa (sutera CorData).<br />

Á síðustu árum hefur Snædrífa notið vaxandi vinsælda<br />

sem sumarblóm í hengikörfur, samplantanir,<br />

veggpotta og svalakassa. Hún þarf jafnan raka og<br />

skjólgóðan vaxtarstað.<br />

Hengilóbelía (lobelia ernuD Var. penDula) er<br />

vinsælt í hengipotta og körfur, einnig svalakassa<br />

og fæst í sömu litum og venjulegt Brúðarauga. Það<br />

stendur vel og lengi í næringaríkri mold og með<br />

jafnan raka.<br />

sólboðinn (osteospermum eClonis) er af<br />

Körfu-blómaætt. Hægt er að fá hann í fjölda<br />

litbrigða, hvítum, bleikum, gulum, rauðfjólubláum<br />

og fölfjólubláum. Sindrandi og djúpri silkiáferð<br />

slær á blómin og til eru afbrigði með skringilega<br />

pípukrýndum blómum sem minna á túrbínuhjól.<br />

Sólboðinn lokar sér í dimmviðri en slær blómunum<br />

út í sólskini og hlýviðri.<br />

Helstu sumarblómin<br />

sjá nánar á www.blomaval.is<br />

Fjólur (HornFJÓla, Viola Cornuta) eru<br />

náskyldar stjúpum, en smávaxnari og með smærri<br />

blómum. Ræktaðar á sama hátt. Fara afar vel í<br />

svalakerjum og samplöntunum með stórgerðari<br />

plöntum.<br />

tóbakshorn (petunia × HYbriDa)<br />

Þau hafa notið geysilegra vinsælda sem sumarblóm<br />

á síðustu árum, enda komast fáar tegundir með<br />

tærnar þar sem þær hafa hælana þegar um plöntur<br />

í hengipotta og svalakassa er að ræða.<br />

glæsitóbakshorn / súrfínur (petunia × super-<br />

HYbriDa ‘surFinia®’) eða „súrfíníurnar“ eru enn<br />

glæsilegri en „gömlu tóbakshornin“ að því leiti að<br />

blómin eru stærri og vaxtarlagið er byggt upp af<br />

löngum, liggjandi greinum sem njóta sín til fulls í<br />

hengipottum og blómakerjum.<br />

margarítur - eða möggubrár - (argYrantHemum<br />

FrutesCens) Blómin minna á baldursbrár, ýmist<br />

gulleit, hvít eða blek, fyllt eða ofkrýnd. Hérlendis<br />

eru þær ræktaðar sem sumarblóm. Þær þrífast<br />

best í svölu loftslagi og verða jafnvel mun þéttari<br />

og blómsælli hérlendis en í nágrannalöndunum.<br />

Haldið moldinni jafnrakri og gefið áburð einu sinni<br />

í viku.<br />

Garðverkin<br />

127

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!