03.01.2013 Views

Sælureitur - Húsasmiðjan

Sælureitur - Húsasmiðjan

Sælureitur - Húsasmiðjan

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

112<br />

Báruál/bárustál:<br />

Algengasta klæðning á útveggi í 130 ár á Íslandi<br />

Algengasta klæðingarefni á Íslandi hefur verið galvanhúðað bárujárn. Fyrsta bárujárnið fluttist hingað<br />

til lands einhvern tímann á árunum 1870-1880.<br />

Á seinni árum hafa bæst við fleiri gerðir af klæðningum, s.s. ál, álsink og litaðar álplötur, í nokkrum<br />

litum. Færst hefur í vöxt að nota litað báruál/bárustál með öðrum efnum í útveggjaklæðningar, svo<br />

sem harðviði eða lituðum furuborðum, og þá er báruálið/stálið sett á þannig að bárur eru láréttar á<br />

veggjum.<br />

Séu hús klædd með þessum veggjaklæðningum nálæg sjó eða þar sem hætta er á seltu er frekar<br />

mælt með notkun á lituðu báruáli, en inn til landsins er allt eins hægt að nota litað bárustál, því þar er<br />

ryðhættan minni.<br />

Sléttar álklæðningar:<br />

Veður og álagsþolnar með litarhúð sem stenst sólaljós vel<br />

<strong>Húsasmiðjan</strong> selur sléttar áklæðningar frá Áltak ehf og BM Vallá.<br />

Áltak hefur undanfarinn áratug sérhæft sig í álklæðningum og undirkerfum fyrir álklæðningar, og<br />

selur Alcan-Novelis ál-klæðningarplötur sem eru margviðurkenndar fyrir einstök gæði í yfirborðslit.<br />

Yfirburðirnir felast í PVDF litarhúð sem er einstaklega veður- og álagsþolin auk þess sem liturinn þolir<br />

sólarljós einstaklega vel og heldur sér nánast óbreyttur í áratugi við erfiðustu aðstæður.<br />

Álplöturnar hnoðaðar á álundirkerfi í sléttum plötum. Beygt inn að gluggum og öll úthorn. Festingar<br />

sýnilegar. Mikið litaúrval.<br />

Í mörg ár hefur BM Vallá boðið ál til klæðningar á húsum hvort heldur litað eða ólitað. Þetta litaða ál<br />

hefur verið Polyesterhúðað og hefur margsannað sig fyrir gæði. BM Vallá býður einnig upp á PVDF<br />

litað ál frá Euromax, fyrirtæki sem hefur orð á sér fyrir einstaklega vandaða vöru. PVDF húðun er<br />

einhver sú besta yfirborðsmeðferð sem völ er á í klæðningum og sem tryggir enn betur þol gegn<br />

veðrun og sólarljósi.<br />

Álundirkerfin frá BM Vallá eru með THERMOSTOP einangrun sem hindrar rafleiðni milli málmfestinga.<br />

Eingöngu er boðið upp á upp á fyrsta flokks álblöndur sem þegar hafa sannað sig við erfiðar íslenskar<br />

aðstæður.<br />

Lituð fura getur verið falleg með öðrum gerðum veggjaklæðningar<br />

Annar valkostur er að nota litaða furuklæðningu sem mótvægi við slétt ál eða báruál á útveggjum.<br />

Furan er þá lituð í dökkbrúnum lit, sem í fjarlægð er þá svipuð harðviðarklæðningu, en kostar mun<br />

minna og með því að endurnýja viðarvörnina reglulega er þetta kostur sem endist árum saman og<br />

gefur húsinu fallegt yfirbragð.<br />

Á þessari mynd er Duropal - veggklæðning<br />

ásamt litaðri furu.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!