03.01.2013 Views

Sælureitur - Húsasmiðjan

Sælureitur - Húsasmiðjan

Sælureitur - Húsasmiðjan

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

110<br />

Randers Tegl í Danmörku:<br />

Múrsteinn úr brenndum leir þolir vel veður og vinda og þarfnast ekki viðhalds<br />

Það er engin tilviljun að múrsteinn úr brenndum leir hefur verið eitt helsta byggingarefni á<br />

Norðurlöndum, fyrir utan timbur, í mjög langan tíma. Meginástæðan er sú að hús úr múrsteini þola<br />

vel álag veðurs og vinda án þess að kalla á mikið viðhald. Hjá Húsasmiðjunni er boðið upp á múrstein<br />

úr brenndum leir frá Randers Tegl í Danmörku, sem er einn af stærstu framleiðendum múrsteins í<br />

Norður-Evrópu, með mjög breitt úrval sem framleitt er í tæknilega háþróuðum verksmiðjum, og eru<br />

múrsteinar frá þeim seldir um öll Norðurlöndin ásamt Þýskalandi.<br />

Múrsteinninn þolir vel raka, er fljótur að losa sig við yfirborðsraka og hann fúnar ekki.<br />

Útfjólubláir geislar sólar og súrt regn getur farið illa með málað og fúavarið yfirborð á tré, en<br />

múrsteinninn hvorki upplitast né rýrnar.<br />

Múrsteinn úr brenndum leir þolir vel frost og eyðist ekki af völdum veðurs né vinda. Í staðinn fær<br />

múrsteinninn fallega áferð í áranna rás.<br />

Múrsteinn er vissulega dýrari valkostur sem utanhúsklæðning en hafa verður í huga sparnaðinn af því<br />

að þurfa ekki að mála að fúaverja á þriggja eða fjögurra ára fresti.<br />

Röben – þýskt fjölskyldufyrirtæki sem byggir á gamalli hefð:<br />

Steyptur þýskur hleðslumúrsteinn sem er fáanlegur í ýmsum litum<br />

Annar valkostur fyrir þá sem vilja klæða húsið með klassísku efni eins og steyptum múrsteini er<br />

brenndur steypur múrsteinn frá þýska fyrirtækinu Röben, fjölskyldufyrirtæki sem framleitt hefur<br />

múrstein í meira en 150 ár og starfrækir í dag 16 verksmiðjur i Evrópu og Ameríku.<br />

Novabrik:<br />

Veggklæðning úr steyptum steinum sem hentar jafn á ný og eldri hús<br />

Önnur gerð úrsteinsklæðningar sem rutt hefur sér rúms á undanförnum árum og þykir henta mjög vel<br />

hér á landi er Novabrik, veggjaklæðning úr steyptum steinum, sem eru skrúfaðir á trégrind, og henta<br />

þannig jafnt á ný sem og eldri hús.<br />

NOVABRIK INTERNATIONAL INC. er með aðalstöðvar í Montreal í Kanada, og er með framleiðslu í<br />

Kanada, Bandaríkjunum, Bretlandi, Tékklandi, Suður-Kóreu og í Japan. Novabrik-veggjasteinninn hjá<br />

Húsasmiðjunni kemur frá verksmiðjum Novabrik í Tékklandi.<br />

Múrsteinarnir eru með gróp sem grípur í grindina sem heldur steinunum að veggnum og næsta röð<br />

leggst síðan vel yfir og myndar góða vörn gagnvart veðri og vindum. Steinarnir eru skrúfaðir fastir á<br />

trégrindina með jöfnu millibili.<br />

Novabrik er mjög góður kostur sem veggjaklæðning fyrir ný og eldri hús, allur frágangur í kring um<br />

glugga og á hornum er einfaldur því Novabrik býður upp á fjölda valkosta hvað varðar frágangssteina,<br />

inn- og úthorn og gluggaáfellur.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!