03.01.2013 Views

Sælureitur - Húsasmiðjan

Sælureitur - Húsasmiðjan

Sælureitur - Húsasmiðjan

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Steyptir útveggir<br />

Flestir húseigendur fylgjast vel með útliti hússins<br />

síns og sjá því fljótt hvort þörf er á viðhaldi.<br />

Almenna reglan varðandi steinsteypt hús er að<br />

mála húsin með ákveðnu millibili, sem fer eftir<br />

gerð þeirrar málningar sem notuð hefur verið.<br />

Ef engar skemmdir eru sjáanlegar er nægilegt<br />

að skafa lausa málningu í burtu, bursta með<br />

vírbursta og mála síðan yfir. Leitið eftir ráðgjöf<br />

í málningardeild Húsasmiðjunnar, og þá er gott<br />

að vita hvaða málning er á húsinu fyrir, því það<br />

auðveldar starfsmönnum málningardeildar<br />

ráðgjöfina.<br />

Leitið aðstoðar fagmanna ef þörf er á<br />

Ef skemmdir eru hinsvegar sjáanlegar á yfirborðið<br />

steypunnar, svo ekki sé talað um sprungur, er<br />

ráðlegt að kalla til sérfræðing og athuga málið.<br />

Sprunguviðgerðir í steinsteypu eru yfirleitt ekki á<br />

færi leikmanna og kalla á aðstoð iðnaðarmanna.<br />

Að fenginni ráðgjöf getur húseigandinn síðan<br />

ákveðið framhaldið, hvort hann málar sjálfur eða<br />

fær aðstoð til þess hæfra manna.<br />

Plastmo, danskar plast þakrennur, mjög harðar og sterkar,<br />

enda límdar á samskeytum. Til í gráu og hvítu, hægt að<br />

sérpanta svartar og brúnar.<br />

Reiknivél fyrir Plastmo<br />

þakrennur á www.husa.is<br />

Reiknaðu efnisþörfina fyrir þakrennur og<br />

fáðu tilboð í efnið á www.husa.is.<br />

Þakrennureiknivélin er einföld, þú slærð inn<br />

lengd á þakbrún og reiknivélin kemur með<br />

tillögu að efnismagni sem þú þarft í verkið.<br />

Tréverk<br />

Þótt stærra hlutfall íbúðarhúsnæðis sé úr<br />

steinsteypu hér á landi, þá hefur orðið mikil<br />

aukning í notkun á ýmiskonar tréverki á útveggjum<br />

með steypunni. Þá eru heilu fletirnir klæddir með<br />

viðarklæðningu, ýmist úr harðviði eða öðrum<br />

viðartegundum, sem þá eru varðir með olíu eða<br />

viðarvörn.<br />

Mjög ítarlega er fjallað um meðhöndlun á slíkum<br />

viðarklæðningum hér framar í þessu riti, en<br />

almenna reglan er sú að þessi fletir þarfnast<br />

viðhalds með svipuðu millibili og gluggarnir.<br />

Þakrennur<br />

Góðar þakrennur sem eru í lagi veita ekki aðeins<br />

vatni sem fellur á þökin í niðurföll, því þær vernda<br />

útveggi hússins fyrir því vatni sem ella myndi<br />

streyma af þakinu í votviðri.<br />

Þakrennur eru að miklum hlut blikkrennur sem<br />

tærst og ryðga með tímanum fái þær ekki<br />

viðeigandi viðhald. Á síðari árum hefur því færst<br />

mjög í vöxt að nota þakrennur úr plastefnum sem<br />

ekki kalla á jafn mikið viðhald, eða blikkrennur<br />

sem eru plasthúðaðar eða með innbrenndum<br />

lit sem eru með meiri endingu en hefðbundnar<br />

blikkrennur.<br />

Mikilvægt að hreinsa úr rennum<br />

Mikilvægasti þátturinn í viðhaldi á þakrennum<br />

er að hreinsa óhreinindi og rusl úr þakrennum.<br />

Rusl sem sest í þakrennur veldur því að vatnið á<br />

ekki lengur greiða leið úr rennunnum, sest í polla<br />

og þar sem vatnið liggur hraðar það tæringu og<br />

ryðmyndun.<br />

Þess vegna er mikilvægt að hreinsa rennurnar<br />

vandlega vor og haust, og skoða vel hvort<br />

einhver tæring eða ryðmyndun er til staðar. Ef<br />

svo er þarf að bursta ryðið vel og grunna síðan<br />

með ryðvarnargrunni áður en málað er yfir með<br />

heppilegri málningu. Ef tæringin er orðin svo mikil<br />

að gat er komið í gegn er annað hvort nauðsynlegt<br />

að skipta um rennur eða ef skemmdin er aðeins<br />

á litlu svæði er hægt að fá sérstaka límborða frá<br />

Soudal, sem eru límdir yfir skemmdina í rennunni<br />

og síðan málað vandlega yfir. Borðinn er skorinn í<br />

rétta stærð og lagður með hitabyssu.<br />

Skoða þarf vel allar rennufestingar, hvort þær eru<br />

farnar að tærast og ef svo er þarf að bursta þær<br />

upp, grunna og mála síðan yfir.<br />

Isola, norskar kanntaðar PVC rennur, til í hvítu og svörtu.<br />

Henta öllum byggingum, einföld samsetning. Kraginn á<br />

rennunum er tvöfaldur, sem gefur meiri styrk og gerir þær<br />

stöðugari.<br />

Viðhald<br />

105

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!