03.01.2013 Views

Sælureitur - Húsasmiðjan

Sælureitur - Húsasmiðjan

Sælureitur - Húsasmiðjan

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Demidekk Oljedekkbeis<br />

Olíubundin þekjandi viðarvörn með kröftugum sveppaeyðandi<br />

efnum. Myndar endingargóða filmu. Með “tixotropiska”<br />

eiginleika og slettist því ekki. Myndar vatnsfráhrindandi filmu<br />

og gefur húsinu sérstakt yfirbragð þar sem viðaræðarnar fá<br />

að njóta sín.<br />

Visir er glær grunnviðarvörn til notkunar á allt tréverk<br />

utanhúss. Byggð á alkýðolíu ásamt zinkoktati og styrkt með<br />

kínverskri tréolíu.<br />

Skrapa sem er hentug til að fjarlægja málningu. Tvö blöð í<br />

hverri skröpu sem snúið er við þegar það eyðist. Best er að<br />

draga að sér skröpuna til að ná sem bestum árangri.<br />

Skápensill til notkunar í málningu utanhúss. Er með<br />

blönduðum hárum og sérstaklega hentugur í olíu og<br />

vatnsþynnta viðarvörn og málningu. Hefur mikla upptöku<br />

(tekur mikla málningu í sig) og er með þægilegt handfang.<br />

Hægt að setja á framlengingarskaft frá Anza.<br />

Pensill til notkunar í málningu utanhúss. Er með blönduðum<br />

hárum og sérstaklega hentugur í olíu og vatnsþynnta<br />

viðarvörn og málningu. Hefur mikla upptöku (tekur mikla<br />

málningu í sig) og er með þægilegt handfang. Hægt að setja<br />

á framlengingarskaft frá Anza.<br />

104<br />

Þakið<br />

Það fer alfarið eftir byggingarlagi hússins og hæð<br />

hvort húseigandinn getur sjálfur annast viðhald<br />

á þaki og þakrennum. Á hinn bóginn geta flestir<br />

húseigendur skoðað ástand þaksins og gengið úr<br />

skugga um hvort þörf er á viðhaldi.<br />

Fyrsta skrefið er að skoða ástand þaksins.<br />

Meirihluti eldri húsa er með þakjárn úr<br />

galvanhúðuðu bárujárni sem hefur verið málað. Á<br />

slíkum þökum þarf að skoða vel yfirborðið, hvort<br />

málningin er farin að flagna, eða hreinlega eyðast<br />

þannig að byrjað er að skína í járnið í gegn. Í<br />

slíkum tilfellum kemur eyðing málningarinnar<br />

fram sem tæring eða ryðlitur í lágbáru þar sem<br />

vatn getur legið. Einnig þarf að athuga vel hvort<br />

naglahausar séu byrjaðir að ganga upp, þannig<br />

að bil sé farið að myndast frá naglahausnum að<br />

yfirborði á járninu.<br />

Ef allt er eðlilegt á að nægja að slá niður einstaka<br />

naglahaus, bursta yfir járnið með vírbursta, eða<br />

nota bárujárnssköfu, og mála síðan yfir.<br />

Ef slit eða tæring er komin í ljós þarf að<br />

bursta slíka fleti vel með vírbursta, mála yfir<br />

fletina með ryðvarnarmálningu eða menju,<br />

þið fáið upplýsingar um viðeigandi efni í<br />

málningardeildum Húsasmiðjunnar. Sama á við<br />

um naglahausana, þá þarf að bursta vel og mála<br />

með ryðvarnarmálningu eða menju. Skiptið um<br />

nagla ef þeir eru byrjaðir að tærast mikið. Þegar<br />

þessi grunnmálning hefur þornað er hægt að<br />

mála þakið á hefðbundinn hátt.<br />

Notkun á þakklæðningu úr alusink eða með<br />

innbrenndum lit hefur færst í aukana á síðari<br />

árum. Þessi þök þarfnast líka eftirlits og viðhalds.<br />

Þakklæðningu úr alsusink er vel hægt að mála og<br />

gilda leiðbeiningar um hefðbundið þakjárn við um<br />

það. Nýrri gerðir þakklæðningar eru festar niður<br />

með nöglum, eða þakskrúfum, sem eru með<br />

þéttihring undir naglahausunum. Gæta verður<br />

vel að því að naglahausinn og þéttingin hvíli vel<br />

á járninu, því ella getur lekið með gatinu, og los<br />

á milli járns og naglahauss getur kallað fram<br />

tæringu með tímanum vegna hreyfingar á járninu<br />

sem þá nuddast við naglann.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!