03.01.2013 Views

Sælureitur - Húsasmiðjan

Sælureitur - Húsasmiðjan

Sælureitur - Húsasmiðjan

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Demidekk Maling<br />

er þekjandi akrýlviðarvörn með kröftugum sveppaeyðandi<br />

efnum á allt timbur grunnað með Visir. Myndar endingargóða<br />

filmu.<br />

102<br />

Tryggðu fjárfestinguna með<br />

góðu viðhaldi<br />

Stærsta fjárfesting hverrar fjölskyldu er bundin í húsnæði, hvort sem um er að ræða<br />

íbúðarhúsnæði í þéttbýli eða frístundahús í sveitinni. Allt húsnæði þarfnast viðhalds og<br />

ein besta tryggingin sem hægt er að fá gagnvart því að þessi fjárfesting haldi verðgildi<br />

sínu er að sjá til þess að viðhald sé í góðu lagi.<br />

Í raun má skipta viðhaldi í tvo flokka. Annars vegar það viðhald sem húseigandinn getur framkvæmt<br />

sjálfur með góðu móti og hinsvegar það viðhald sem kallar á aðstoð iðnaðarmanna og sérfræðinga.<br />

Það skal undirstrikað hér að ef einhver vafi leikur á um framkvæmd viðhalds á að kalla eftir aðstoð<br />

sérfræðinga eða iðnaðarmanna á því sviði sem viðhaldið nær yfir, annað hvort til að fá ráðgjöf varðandi<br />

framkvæmdina eða til að annast viðhaldið.<br />

Viðhald húsa byggist að miklu leyti á því að eigendur og umráðamenn húsnæðis séu vakandi fyrir<br />

því að fylgjast með ástandi húseignarinnar og grípa strax til aðgerða ef þörf krefur. Ef það er gert er<br />

næsta víst að kostnaður við viðhaldið verður miklu minni en þegar framkvæmdir eru dregnar of lengi.<br />

Hér á næstu síðum verður fjallað lítillega um helstu viðhaldsþætti, hvernig hægt er að fylgjast<br />

með viðhaldsþörf og til hvaða ráða á að grípa. Aðeins er tæpt á helstu þáttum og upplýsingar sem<br />

þessar verða aldrei tæmandi, því viðhald húseignar er fjölþætt og getur verið mjög mismunandi eftir<br />

byggingarefnum og staðsetningu hússins ásamt álagi veðurs og vinda.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!