03.01.2013 Views

Sælureitur - Húsasmiðjan

Sælureitur - Húsasmiðjan

Sælureitur - Húsasmiðjan

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Hreinsun á gráma, sveppagróðri og<br />

óhreinindum af timbri<br />

Veðurfar á norðlægum slóðum fer ómildum höndum um trépalla, skjólveggi og önnur mannvirki sem<br />

við smíðum úr timbri. Vetrarveðrin skilja einnig eftir óhreinindi sem auka á mislitun yfirborðsins. Sterkir<br />

útfjólubláir geislar sólarinnar ganga nærri yfirborðinu og ná ekki aðeins að upplita viðinn og gera hann<br />

gráan, því sólargeislarnir losa einnig um efsta lag trefjanna í viðnum og það byrjar að leysast upp.<br />

Þetta sést oft best á því hvernig æðarnar í viðnum verða meira áberandi samhliða því að viðurinn<br />

upplitast.<br />

En hvernig getum við borið okkur að við hreinsun á sólpallinum og hvaða efni á<br />

að nota?<br />

Fyrst skal nota sérstakt hreinsiefni sem borið er á samkvæmt leiðbeiningum og síðan sérstakt<br />

bleikingarefni ef ekki næst allur grámi með hreinsiefninu.<br />

Hafið í huga:<br />

• Pallaolía á að ganga inn í viðinn og ekki að mynda filmu á yfirborðinu<br />

• Varist að bera á í sterku sólarljósi<br />

• Varist að bera á í röku veðri og við lágt hitastig<br />

• Lágt hitastig og mikill loftraki eykur þann tíma sem tekur efnin að þorna.<br />

• Hafið í huga á vorin og haustin sest oft dögg á tréverk þegar hitastig er lágt.<br />

• Jotun Terrassebeis þarf að vera orðin þurr áður en hún fær á sig raka. Athugið veðurspár hvort líkur<br />

séu á rigningu fyrsta sólarhringinn eftir að efnið er borið á.<br />

• Fylgið leiðbeiningum um notkun vandlega.<br />

Rétt er að benda á að í Áhaldaleigu Húsasmiðjunnar er hægt að leigja sérhæft tæki til að hreinsa<br />

viðarpalla og stéttar.<br />

100<br />

Jotun Terrasserens er kröftugt hreinsiefni sem hreinsar upp<br />

viðarfleti og fjarlægir sveppagróður, sót, grillolíur, ryk o.fl. Vætið fyrst<br />

flötinn með köldu vatni. Berið efnið á óþynnt með rúllu eða pensli á<br />

flötinn. Skrúbbið svo létt yfir þannig að efnið dreifist vel. Látið liggja<br />

á í 15 - 20 mín. Gætið að væta flötinn með vatni á meðan svo efnið<br />

þorni ekki, spúlið svo af með hreinu vatni. Eftir að viðurinn er orðinn<br />

þurr, er hægt að bera á Jotun Treolje eða Trebitt Terrassebeis.<br />

ATH! Jotun Terrasserens lýsir einnig upp viðinn og ber að varast að<br />

hann fari á aðra fleti en unnið er með.<br />

Jotun Terrassebleker er lífrænt hreinsiefni sem frískar upp<br />

viðarfleti og fjarlægir viðargráma. Skal nota eftir hreinsun með Jotun<br />

Terrasserens. Sé þörf á að lýsa viðinn enn frekar berið efnið óþynnt<br />

með rúllu eða moppu á flötinn. Látið svo liggja á í 15 - 30 mín. Gætið<br />

að væta flötinn með vatni á meðan svo efnið þorni ekki, spúlið svo af<br />

með hreinu vatni. Athugið að efnið hentar ekki á eik eða tekk Eftir að<br />

viðurinn er orðinn þurr, er hægt að bera á Jotun Treolje eða Trebitt<br />

Terrassebeis.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!