23.11.2023 Views

Kraftaverk - Tímarit Omega - 1 tölublað nóvember 2023

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

David Tencer og Frans páfi.<br />

Svo varð David Reykjavíkurbiskup rómversk-kaþólsku kirkjunnar<br />

á Íslandi. Hvað þýðir það fyrir hann?<br />

„Fyrrverandi Reykjavíkurbiskup, Peter Bürcher, baðst leyfis frá<br />

störfum af heilsufarsástæðum og ég hlaut útnefningu frá Frans<br />

páfa að ég skyldi verða nýr Reykjavíkurbiskup. Fyrst og fremst<br />

var ég mjög hissa en í dag er ég mjög þakklátur fyrir það.“<br />

Reykjavíkurbiskupinn er spurður um áherslur í starfi.<br />

„Ég sé að kaþólskum fjölgar mjög mikið, einkum vegna<br />

innflytjenda, en til að hjálpa þeim að aðlagast samfélaginu getur<br />

kaþólska kirkjan hjálpað mikið. Sérstaklega við sem þjónum í<br />

kirkjunni þurfum fyrst og fremst að taka á móti landi og fólki eins<br />

og það er og hjálpa öðrum að aðlagast.“<br />

Rúmlega 15.000 manns<br />

David segir að stundum segi fólk að það að vera meðlimur<br />

samfélagsins á Íslandi sé ekki svo einfalt vegna trúarinnar.<br />

„Kaþólskir á Íslandi eru ekki svo margir og stundum er erfitt að<br />

nálgast kirkjuna, sækja messur og ná sambandi við presta. Því<br />

hugsum við mikið um það hvernig við getum bætt starf okkar í<br />

þágu fólks okkar og allra annarra hér á landi.“<br />

Hann segir að formlega séu rúmlega 15.000 manns skráðir í<br />

kaþólsku kirkjuna á Íslandi. „En ef allir sem eru kaþólskir lýstu því<br />

yfir að þeir séu kaþólskir þá gætu þeir verið nærri 40.000 til<br />

50.000 hér á landi. Formlega erum við í átta söfnuðum á<br />

landinu öllu og samkvæmt tölfræðinni gætum við verið frá fleiri<br />

en 100 löndum en það er í lagi vegna þess að „katholikos“ á<br />

grísku þýðir „almennur-“ eða „alþjóða-“.“<br />

David er spurður hvaða máli það skipti hann að þjóna á þennan<br />

hátt; að vera prestur og síðar biskup.<br />

„Að þjóna hér á landi er svolítið öðruvísi heldur en í Slóvakíu.<br />

Hversdagsleg samskipti á milli prests og sóknarbarna er miklu<br />

mikilvægara hér heldur en í Slóvakíu. Vægi orðanna er afstætt<br />

vegna þess að ekki tala allir íslensku og skilja hana. Við kaþólskir<br />

hér á landi erum ekki tengdir vegna tungumála, menntunar,<br />

menningar eða þjóðernis heldur einungis í okkar kaþólsku trú. Til<br />

að verða virkari verðum við að verða enn kaþólskari.“<br />

Hvað er Guð í huga hans?<br />

„Maðurinn veit ekki mikið um Guð en mikilvægara er að Guð<br />

veit allt um manninn. Þetta er fyrir mér grundvallaratriði í<br />

sambandi við Guð.“<br />

Hvað er svo trúin í huga hans?<br />

„Ég tek trúna ekki eins og kerfi takmarkana heldur er hún fremur<br />

eins og leiðarvísir sem sýnir mér hvað er gott og hvaða möguleika<br />

ég hef en hún lætur mig um að taka ákvarðanir í frelsi.“<br />

David lítur á starfið sem köllun. „Það þýðir að ég elska að vera<br />

munkur, prestur og biskup.“<br />

Tekur starfið eitthvað frá honum?<br />

„Ég lít ekki á það eins og ég verði að fórna einhverju af því að ég<br />

sé að Guð er svo gjafmildur við mig. Það sem ég þarf að fórna er<br />

bara „smápeningar“.“<br />

Kaþólskir prestar mega ekki eiga maka. Er einhver eftirsjá að hafa<br />

ekki eignast maka og jafnvel börn?<br />

„Já, þetta er hluti af lífsstíl rómversk-kaþólskra presta – til dæmis<br />

geta grísk-kaþólskir prestar kvænst – en maður á að vera<br />

meðvitaður um hvað maður er að fara að gera og að sjálfsögðu<br />

kostar það stundum eitthvað.“<br />

Adams æbler og Halldór Laxness<br />

Reykjavíkurbiskupinn á sér líf fyrir utan starfið. Köllunina.<br />

Embættið.<br />

8

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!