23.11.2023 Views

Kraftaverk - Tímarit Omega - 1 tölublað nóvember 2023

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Betty Baxter<br />

Aldrei hefur hefur nein aðgerð verið gerð á mér, nema í þetta eina<br />

skipti, þegar Jesús læknaði mig. Og hann skildi ekki eftir nein ör.<br />

Hve undursamlegt er það ekki, þegar Jesús gerir eitthvað fyrir<br />

okkur. Það er alltaf fullkomið og hefur aldrei slæmar afleiðingar.<br />

„Jæja, hr. Baxter,“ sagði læknirinn, „við höfum enga von um að<br />

geta lagfært þennan beinarugling í líkama Bettyar. Farið með hana<br />

heim og reynið að gera henni lífið eins þolanlegt og hægt er.“<br />

Ég var 11 ára og hafði enga hugmynd um að læknarnir höfðu enga<br />

von og sendu mig heim til þess að deyja. Ég horfði á hann. „Já, hr.<br />

læknir, einhvern tímann mun Guð lækna mig, og þá verð ég sterk og<br />

heilbrigð!“ Ég hafði trú þá, því mamma las mikið í Biblíunni og talaði<br />

um Jesú, svo trú mín var sterk. Tveir af eftirlætisritningarstöðum<br />

mömmu á þessum dögum voru: „Allt er mögulegt fyrir þann sem<br />

trúir“ og: „Guði er ekkert ómáttugt.“<br />

Þau fóru með mig heim, úr því að læknirinn hafði sagt, að ekkert<br />

væri eftir nema dauðinn.<br />

Mynd/Amazon.com<br />

Af einhverri óþekktri orsök versnaði mér. Kvalirnar, sem ég hafði<br />

haft, urðu að engu í samanburði við þær, sem ég fékk nú, eftir að<br />

ég kom heim af sjúkrahúsinu. Og ég varð blind. Ég lá blind vikum<br />

saman. Síðan missti ég heyrnina og tungan lamaðist.<br />

Ég kom ekki upp nokkru orði. Mér fannst ég vera umkringd<br />

hræðilegu myrkravaldi, sem reyndi að yfirbuga mig. Síðan hvarf<br />

blindan og ég fékk einnig heyrnina og lömunin í tungunni hvarf.<br />

En á hverjum degi bað mamma með mér og sagði mér að Guð<br />

væri máttugur til þess að lækna líkama minn. Ég get ekki talið allar<br />

þær klukkustundir, sem ég lá dag eftir dag, án þess að sjá aðra en<br />

mömmu, pabba og lækninn. Þar sem ég lá öll þessi ár, einangruð frá<br />

heiminum, komst ég að raun um eitt. Læknarnir geta einangrað þig<br />

frá þínum nánustu, þeir geta bægt vinum þínum frá rúmi þínu, en<br />

þeir geta ekki einangrað þig frá Jesú, því hann hefur lofað: „Ég mun<br />

alls ekki sleppa þér og eigi heldur yfirgefa þig.“<br />

Það var á þessum sorgarárum sem ég kynntist Konungi konunganna.<br />

63

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!