23.11.2023 Views

Kraftaverk - Tímarit Omega - 1 tölublað nóvember 2023

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Sagan af<br />

Betty Baxter<br />

Sagan stórkostlega sem þú getur ekki hætt að lesa<br />

Þessu kraftaverki er hægt að líkja við hin stærstu kraftaverk<br />

Biblíunnar, t.d. lamaða manninn við Fögrudyr, sem læknaðist<br />

gegnum Pétur og Jóhannes. Það er mikil huggun að vita að Jesús<br />

frá Nazaret er hinn sami í dag.<br />

Eins langt aftur í tímann og ég man eftir mér hafði ég ekki verið<br />

heilbrigð eins og önnur börn. Líkami minn var allur skakkur og<br />

vanskapaður. Ég get aldrei gleymt þessari hræðilegu tilfinningu,<br />

að ekki væri nokkur von um bata. Ég veit hvernig það er þegar<br />

heimilislæknirinn horfir í augu manns og segir: „Betty það er<br />

engin von,“ og að vera ekið frá einu sjúkrahúsinu í annað og sjá<br />

sérfræðingana hrista höfuðið og segja að „í þessu tilfelli geta<br />

læknavísindin ekkert gert!“<br />

Ég fæddist með boginn hrygg. Hver einasti hryggjarliður var úr<br />

skorðum og beinin snúin hvert um annað. Eins og þú veist þá er<br />

miðstöð taugakerfisins í hryggnum. Röntgenmyndir sýndu að<br />

beinin voru snúin á alla vegu. Þess vegna var taugakerfi mitt í ólagi.<br />

Dag nokkurn þegar ég lá á sjúkrahúsinu í Minneapolis, tók ég að<br />

skjálfa um allan líkamann. Í fyrstu var það aðeins titringur, en brátt<br />

tók ég að skjálfa frá hvirfli til ilja.<br />

Ég skalf svo mikið að ég féll út úr rúminu. Læknirinn kom þjótandi<br />

og kom mér uppí rúmið. Hann sagði: „Þessu hafði ég búist við,<br />

nú er sjúkdómurinn kominn á það stig, að ekkert er hægt að gera<br />

annað en að senda hana heim.“<br />

Þeir tóku hvít bönd og bundu mig niður í rúmið. Það tók ekki fyrir<br />

skjálftann en hindraði að ég félli fram úr rúminu. Ég var bundin<br />

dag og nótt og var aðeins leyst þegar hjúkrunarkonan baðaði mig.<br />

Þegar böndin voru leyst hafi ég ekkert vald yfir líkama mínum.<br />

Ég veit hvað það er að þjást. Ég lifði í þjáningum. Læknarnir gáfu<br />

mér stöðugt deyfilyf, svo ég gæti afborið þjáningarnar. Þegar<br />

ég fæddist, var hjarta mitt veikt og vegna deyfilyfjanna varð ég<br />

stöðugt veikari.<br />

Að lokum var líkami minn svo vanur deyfilyfjunum, að þau hættu<br />

að virka. Ég varð að bíta í varirnar til þess að koma í veg fyrir að<br />

hljóða, og þegar kvölunum linnti ekki, hrópaði ég á meiri deyfilyf.<br />

Ekki fyrr en eftir 2–3 sprautur losnaði ég við þessar kveljandi<br />

þjáningar.<br />

Ég man eftir þeim degi, þegar læknirinn tók af mér deyfilyfin. Hann<br />

sagði við mömmu: „Frú Baxter, þetta kemur henni ekki að neinu<br />

gagni lengur.“ Líkami hennar er orðinn svo vanur þessu. Hann tók<br />

allt burt frá rúminu mínu og sagði: „Ég er mjög hryggur að geta<br />

ekki gefið þér lengur morfínsprautur. Það er það eina sem ég get<br />

sagt nú.“ Ég var aðeins 9 ára þá. Ó, hvað næturnar voru langar,<br />

þegar ég lá og barðist við kvalirnar. Oft bylti ég mér lengi í rúminu<br />

til að fá stundarhvíld og mér fannst ég vera alveg magnþrota. Á<br />

eftir lá ég meðvitundarlaus, klukkustundum saman.<br />

Ég var alin upp á trúuðu heimili. Mamma hafði kennt mér, alveg frá<br />

því ég man eftir mér, söguna um Jesú. Móðir mín trúði Biblíunni,<br />

og eins og hún sagði mér, væri Jesús hinn sami Frelsari í dag eins<br />

og forðum, þegar hann gekk um hér á jörðinni, og að hann læknaði<br />

einnig í dag, aðeins ef fólkið vildi trúa og setja traust sitt á hann.<br />

Þegar ég fékk kvalaköstin, voru bænir móður minnar eina huggun<br />

mín. Á dásamlegan hátt leiddi hún mig til Jesú og sagði mér, að sá<br />

dagur myndi koma að Jesús læknaði mig.<br />

Móðir mín elskaði Jesú mjög mikið, og ég held að hún hafi skilið<br />

Hann betur en ég gerði mér nokkurn tímann ljóst. Hún virtist alltaf<br />

bera skyn á að segja réttu hlutina um Hann við mig. Hún gerði<br />

Jesú svo lifandi fyrir hugskotssjónum mínum. Þegar ég var 9 ára<br />

gömul, einmitt á tíma hræðilegra þjáninga, leiddi mamma mig til<br />

Jesú og ég frelsaðist.<br />

Faðir minn hafði ekki trú á lækningu, en hann var mér góður faðir<br />

og aftraði mömmu aldrei frá því að biðja fyrir mér. Erfiðasti tíminn<br />

var, þegar mér var ekið á vagni eftir gangi sjúkrahússins og læknirinn<br />

stöðvaði vagninn og horfði niður niður á mig og sagði: „Betty,<br />

við höfum tekið myndir af bakinu á þér. Hver einasti liður er úr<br />

skorðum, beinin snúin hvert um annað, og svo þarftu að fá ný nýru.<br />

Svo lengi sem þú hefur þessi nýru, munt þú ekki hafa annað en<br />

kvalir.“<br />

Faðir minn sagði: „Ég skal gera allt sem í mínu valdi stendur, til<br />

þess að barnið mitt verði heilbrigt, en aldrei skal hnífur fá að koma<br />

nálægt henni.“<br />

62

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!