23.11.2023 Views

Kraftaverk - Tímarit Omega - 1 tölublað nóvember 2023

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Billy Graham og<br />

Albert Einstein<br />

Billy Graham þjáðist af Parkinsonsveiki á efri árum. Í janúar,<br />

mánuði fyrir 93 ára afmæli hans, buðu leiðtogar bæjarins<br />

Charlotte í Norður-Karólínu frægasta íbúanum, Billy Graham,<br />

til hádegisverðar honum til heiðurs.<br />

Billy hikaði í fyrstu við að þiggja boðið vegna sjúkdómsins. En<br />

leiðtogar Charlotte sögðu: „Við búumst ekki við meiriháttar<br />

ávarpi. Komdu og leyfðu okkur að heiðra þig.“ Svo hann lét til<br />

leiðast.<br />

Eftir að dásamlegir hlutir höfðu verið sagðir um hann, gekk<br />

Dr. Graham að ræðupúltinu, horfði á mannfjöldann og sagði:<br />

„Í dag minnist ég Albert Einstein, hins mikla eðlisfræðings sem<br />

í þessum mánuði var heiðraður af tímaritinu Time sem maður<br />

aldarinnar. Einstein var eitt sinn að ferðast frá Princeton í lest,<br />

þegar lestarvörðurinn kom niður ganginn og gataði farmiða<br />

allra farþega. Þegar hann kom til Einstein teygði Einstein sig í<br />

vestisvasann. Hann fann ekki farmiđann sinn svo hann athugaði<br />

buxnavasana. Miðinn var ekki þar. Hann leitaði í skjalatöskunni<br />

sinni en fann hann ekki. Síðan leit hann í sætið við hliðina á sér<br />

en farmiðann fann hann ekki.<br />

Lestarvörðurinn sagði: ‚Dr. Einstein, ég veit hver þú ert.<br />

Við vitum öll hver þú ert. Þú hefur örugglega keypt miđa.<br />

Ekki hafa áhyggjur af því.‘ Einstein kinkaði kolli þakklátur.<br />

Lestarvörðurinn hélt áfram niður ganginn og gataði farmiða<br />

farþeganna. Þegar hann var tilbúinn að fara í næsta vagn sneri<br />

hann sér við og sá hinn mikla eðlisfræðing skríða á gólfinu að<br />

leita undir sæti sínu eftir farmiðanum.<br />

Lestarvörðurinn hljóp til baka og sagði: ‚Dr. Einstein, Dr.<br />

Einstein, ekki hafa áhyggjur, ég veit hver þú ert. Ekkert mál.<br />

Þú þarft ekki miða. Ég er viss um að þú hefur keypt einn.‘<br />

Einstein leit á hann og sagði: ‚Ungi maður, ég veit líka hver ég<br />

er. Það sem ég veit ekki er hvert ég er að fara.‘<br />

Að þessu sögðu hélt Billy Graham áfram: ‚Sérðu jakkafötin<br />

sem ég klæðist? Þetta eru glæný jakkaföt. Börnin mín og<br />

barnabörnin segja mér að ég hafi orðið svolítið sjúskaður til<br />

fara í ellinni. Ég var áður aðeins vandlátari. Svo ég fór út og<br />

keypti ný jakkaföt fyrir þennan hádegisverð og eitt tilefni enn.<br />

Veistu hvert tilefnið er? Ég verð grafinn í þessum fötum. En<br />

þegar þú heyrir að ég er farinn úr þessum heimi þá vil ég að<br />

þú munir ekki eingöngu eftir fötunum sem ég klæddist. Ég vil<br />

að þú munir þetta: Ég veit ekki aðeins hver ég er. Ég veit líka<br />

hvert ég er að fara. Megi erfiðleikar þínir vera minni, blessanir<br />

þínar meiri, og megi ekkert nema hamingja, koma inn um dyr<br />

þínar. Lífið án Guðs er eins og óyddaður blýantur – það hefur<br />

engan tilgang.‘<br />

Megi hvert og eitt okkar hafa lifað lífinu með þeim hætti, að<br />

þegar síðasti farmiðinn okkar er gataður þurfum við ekki að<br />

hafa áhyggjur af því hvert við erum að fara.“<br />

54

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!