23.11.2023 Views

Kraftaverk - Tímarit Omega - 1 tölublað nóvember 2023

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Drengur læknaðist<br />

Hafði 26 alvarlega fæðingargalla<br />

R. W. Schambach var vitni að afdrifaríkri lækningu á samkomu<br />

hjá predikaranum A. A. Allen:<br />

hóteli og borðað á veitingahúsum alla vikuna. Ég hef farið<br />

á allar samkomurnar og ég á aðeins tuttugu dollara eftir.<br />

Fimm dollara fyrir bensíni og fimmtán dollara fyrir lækninn á<br />

mánudaginn.” Hún var utanbæjarmanneskja og hafði aðeins<br />

nægilega peninga til að kaupa bensín og fara heim. Þetta var<br />

á þeim tímum þegar bensínið kostaði 18 sent gallonið. Fimm<br />

dollarar rétt nægðu henni fyrir heimferðinni frá Birmingham<br />

til Knoxville.<br />

„Hafir þú efni á því er engin trú í því!”<br />

R W Schambach<br />

Mesta kraftaverk sem ég hef séð með eigin augum gerðist<br />

árið 1958. Kona kom á samkomu með son sinn sem hafði 26<br />

alvarlega fæðingargalla. Hann fæddist blindur, augu hans voru<br />

hvítleit og enginn vissi hvernig þau ættu í rauninni að vera á<br />

litinn. Báðir fótleggirnir voru vanskapaðir.<br />

Þetta voru aðeins hinir sýnilegu fæðingargallar þessa litla<br />

drengs. Lungu hans voru einnig vansköpuð, nýrun hjartað og<br />

fleira... 26 alvarlegir gallar.<br />

Ég mun aldrei gleyma konunni. Hún kom með drenginn til<br />

Birmingham í Alabama, þar sem samkoman var haldin og dvaldi<br />

í eina viku. Ég var að prédika á eftirmiðdagssamkomunni og<br />

reyndi að byggja upp trú hennar. Á þessari samkomu var dreift<br />

bænaspjöldum til þeirra sem þurftu á lækningu að halda, en<br />

bænaspjald hennar hafði ekki enn verið kallað upp. Guð starfar<br />

á margvíslegan hátt og þessa viku sýndi Guð þjóni sínum<br />

nokkuð nýtt fyrir Heilagan anda.<br />

Ég fékk sérstaka umhyggju fyrir drengnum, hann varð mér<br />

hjartfólginn og ég þráði að fá að sjá hann upplifa sérstakt<br />

kraftaverk. Þessi kæra móðir kom til mín eftir hádegi á<br />

sunnudeginum og sagði: „Ég er búin að vera hér alla vikuna.”<br />

Ég sagði, „ég veit það.” „Heldurðu að spjaldið mitt verði ekki<br />

kallað upp í kvöld?” spurði hún. „Ég veit það ekki,” svaraði ég.<br />

„Mun guðsmaðurinn kalla upp spjaldið mitt?” Aftur svaraði ég:<br />

„Ég veit það ekki.”<br />

Hún sagði: „Ég er búin með peningana mína. Ég hef búið á<br />

Ég mun aldrei gleyma því, þegar guðsmaðurinn steig út á<br />

ræðupallinn síðasta samkomukvöldið. Hann sagði nokkuð sem<br />

ég hafði aldrei heyrt hann segja áður. Hann sagði, „ég vil koma<br />

samskotunum frá, því ég trúi því að Guð ætli að gera eitthvað<br />

stórkostlegt.” Hann sagði við fólkið, „í kvöld vil ég að þú gefir<br />

Guði trúarfórn. Ef þú veist ekki hvað það merkir, þá þýðir það<br />

að gefa Guði eitthvað sem þú hefur ekki efni á að gefa. Hafir<br />

þú efni á því, er engin trú í því!”<br />

Á sömu stundu og hann sagði þetta, leit ég á konuna sem sat<br />

aftarlega með drenginn sinn, fjögurra ára, en læknirinn hafði<br />

sagt henni að hann mundi alls ekki geta náð að lifa í eitt ár.<br />

Hún tók barnið, rétti það konu sem var við hlið hennar og<br />

hljóp fram ganginn. Hún varð fyrst til að ná til gjafakörfunnar<br />

og hún fleygði einhverju í hana.<br />

Ég var á pallinum og stökk upp og leit í körfuna. Þennan sama<br />

dag hafði hún sagt mér hve mikla peninga hún ætti. Þegar<br />

ég leit í körfuna, gettu hvað ég sá? Tuttugu dollara seðil. Ég<br />

flýtti mér baksviðs og grét eins og barn. Ég sagði: „Drottinn<br />

ég hef reynt alla vikuna að kenna þessari konu um trú. Jesús,<br />

viltu gefa mér trú eins og ég hef séð þessa konu sýna.” Ég veit<br />

ekki hvort ég hefði getað gert þetta. Og þú veist ekki heldur<br />

hvort þú hefðir getað gert það, nema þú værir í svipuðum<br />

kringumstæðum.<br />

„Kona, Guð ætlar að gefa þér 26 kraftaverk!”<br />

Guðsmaðurinn byrjaði að predika. Eftir tuttugu mínútur sagði<br />

hann: „Ég hef verið hrifinn burt í Andanum.”<br />

Ég hugsaði: „Nú ætlar hann með okkur í enn eina ferðina!” Ég<br />

var að hugsa um litla barnið sem mundi enn verða útundan.<br />

Guðsmaðurinn sagði: „Ég kem að stórri byggingu, ég fer<br />

inn í hana, það er sjúkrahús og ég heyri barnsgrát. Það er<br />

fæðingardeild. Barn er nýfætt. Barnið er drengur fæddur með<br />

12, 14 ... 26 alvarlega galla!”<br />

Þegar hann sagði þetta, þá mátt þú trúa að ég lifnaði allur við<br />

og sagði við sjálfan mig: „Þetta er kvöld litla drengsins.”<br />

52

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!