23.11.2023 Views

Kraftaverk - Tímarit Omega - 1 tölublað nóvember 2023

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Málið á bak við<br />

málið<br />

Pétur er spurður<br />

hvaða máli húmorinn<br />

skipti hann. „Stundum<br />

er miklu auðveldara að<br />

fyrirgefa ef húmorinn<br />

er notaður. Fólk,<br />

sem er létt í lund,<br />

gefur meira af sér til<br />

náungans. Því líður<br />

betur og á auðveldara<br />

með að sá gleði og<br />

glensi í kringum sig.<br />

Því skiptir húmorinn<br />

afarhreint miklu<br />

máli í mannlegum<br />

samskiptum.“<br />

Hvað er húmor?<br />

„Viðvera fyrir<br />

ofan mínus 273<br />

gráður á Celsius<br />

sem er alkyrrumark<br />

mólekúlanna. Sumir<br />

eru fæddir fimmtugir<br />

og eru hundrað ára<br />

í hugsun. Það er nú<br />

ekki skemmtilegasta<br />

fólkið sem er<br />

umgengist. Þess vegna<br />

er það mikilvægt að<br />

reyna að létta lund<br />

fólksins, láta það<br />

upplifa kirkjuna sem<br />

gleðistað en ekki enn<br />

eina eilífa jarðarför.<br />

Sumir erlendir spyrja<br />

hvernig jarðarfarir<br />

séu hjá okkur á Íslandi<br />

úr því að messurnar<br />

eru svona daprar og<br />

þungar.“<br />

Pétur er oft í grínstuði<br />

einn með sjálfum<br />

sér. „Þegar ég er einn Á Musterishæðinni.<br />

með sjálfum mér þá<br />

er ég oft í huganum að útbúa og semja ræðu sem á að flytja<br />

í næstu messu. Ég flyt þær blaðalaust, en ég stend niðri og<br />

nær fólkinu en ekki uppi í predikunarstólnum, og þá er gott<br />

að geta uppbyggt ræðuna þannig að léttleikinn sé í fyrirrúmi.<br />

Orðin í Pétrískunni verða oft þannig til að það er málið á bak<br />

við málið sem fólki finnst vera hlægilegt. Þess vegna vakna<br />

hugrenningatengsl við merkingu orðsins, sem er almennt, en<br />

nýja merkingin gefur oftar en ekki gríninu gaum.“<br />

Húmoristinn í Óháða söfnuðinum segir að frumatriði fyrir<br />

heilsuna og andlega líðan sé að vera með húmor. „Í Fyrra<br />

heftinu er minnst á að dapurt geð skrælni beinin. Þess vegna<br />

er gleðin ein af frumforsendum þess að þér líði vel sem og<br />

þakklæti.“<br />

Jarðarfjör<br />

Pétur segir að í „dauðadeildinni“ hafi sér tekist á seinni árum<br />

að láta fólk sleppa staðreyndastaglinu um hinn látna; ekki hafa<br />

þetta upplestur á ferilskrá<br />

viðkomandi. „Hann er<br />

nægur í svarta letrinu sem<br />

birtist í kringum hausinn<br />

í minningargreinunum<br />

í Blaði allra eftirlifandi<br />

landsmanna. Þegar ég hef<br />

útskýrt þetta fyrir fólki þá<br />

er það miklu frekar til í að<br />

segja mér grínsögur sem<br />

aðeins hinir nánustu hafa<br />

vitað um; undarleg tilsvör,<br />

óheppilegar aðstæður eða<br />

hvað annað sem gleður<br />

kirkjugestina þar sem þeir<br />

hafa aldrei heyrt á þessar<br />

frásagnir minnst áður. Þá<br />

er þetta ekki jarðarför<br />

heldur jarðarfjör þar sem<br />

það má segja frá þessu<br />

í ræðunni. Jákvæðustu<br />

viðbrögðin hef ég fengið í<br />

svona ræðum þar sem JJkristindómsfólkið<br />

er komið<br />

til að fara – nennir ekki<br />

að vera lengi í kirkjunni<br />

- og komast í kaffið og<br />

kransæðakíttiskökurnar í<br />

erfiðisdrykkjunni þar sem<br />

það er oft erfitt að greiða<br />

jarðarfararkostnaðinn. Ef<br />

viðkomandi var tilbúinn<br />

undir tréverk á efri árum,<br />

saddur lífdaga, búinn að<br />

ákveða hvort hann yrði<br />

grillaður eða grafinn og<br />

hvar búkarest yrði þá<br />

gefur maður í og jafnvel<br />

bætir við, leikur hluta af<br />

ræðunni og ég kem þá<br />

með tæki og tól til að<br />

leggja áherslu á eitthvað.<br />

Ég hef sungið í ræðu,<br />

dansað, hoppað, klappað<br />

og bankað á kistuna, verið<br />

með sjónhverfingar, eins<br />

og eru í galdramessunum<br />

hjá okkur, og þá er gerlegt<br />

að koma með eitthvað þaðan. Þannig er hægt að auka á<br />

léttleikann.“<br />

Gamanmenni<br />

Pétur segist leggja áherslu á að vera einlægur. „Fólk sér það fljótt<br />

hvort um svo sé að ræða. Alls ekki vil ég meiða neinn eða særa.<br />

Á lokasprettinum í starfinu þá býst fólk við einhverju af manni í<br />

þessa veruna af því að það er farið að þekkja safnaðarprestinn og<br />

hvernig persóna hann er.“<br />

Það eru ekki allir með húmor og kannski sérstaklega ekki þegar<br />

viðkomandi er í jarðarför þar sem presturinn grínast. Hefur<br />

fólk móðgast og fundist safnaðarpresturinn ganga of langt?<br />

„Eflaust hefur fólki fundist ég fara yfir mörkin einhvern tímann<br />

og einkum þeir sem hafa aldrei komið í jarðarfjör áður. Einn<br />

af eitt hundrað segir eflaust að ég sé klikkaður. Stundum kalla<br />

ég sjálfan mig Klikkklerkinn. En á meðan 99 eru sáttir þá er<br />

ég sáttur og vel það. Enginn hefur komið til mín og sagt sig úr<br />

Óháða söfnuðinum út af þannig ræðu. Þvert á móti þá muna<br />

menn eftir ræðum sem ég var búinn að gleyma. Einmitt þá vitna<br />

50

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!