23.11.2023 Views

Kraftaverk - Tímarit Omega - 1 tölublað nóvember 2023

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

leit að „samkomulagi.“ Ef ákvörðunin væri skýr og vel rökstudd, þá<br />

væri von til þess að hún mundi síðar leiða til samkomulags.<br />

Það var eingöngu vegna þess að allir möguleikar á samkomulagi<br />

höfðu verið reyndir til þrautar, á þrjátíu ára ferli umboðsstjórnar<br />

Breta í Palestínu, að málið var nú komið til Allsherjarþings<br />

Sameinuðu þjóðanna. Hann mundi halda því fram, að ef<br />

Allsherjarþingið ætlaði ekki að gera neina skýra tillögu, þá væri<br />

það að bregðast skyldu sinni og þar með væri það að slökkva<br />

sumar af kærustu vonum mannkynsins.<br />

Ég hélt til aðalstöðva Allsherjarþingsins, en þar var mikil spenna.<br />

Blaðamenn, sjónvarps- og útvarps-fréttamenn víðs vegar að<br />

úr heiminum höfðu safnast saman í hliðarsölunum, meðan sæti<br />

fulltrúanna og áhorfendabekkirnir voru troðfullir, meira en nokkru<br />

sinni áður. Hinar Sameinuðu þjóðir, voru að horfast í augu við<br />

gríðarstórt tækifæri snemma á ferli sínum. Á sviðinu, sátu þeir fölir<br />

og alvarlegir, forseti þingsins Oswaldo Aranha, framkvæmdastjórinn<br />

Trygve Lie og hinn ákaflega holdugi aðstoðarframkvæmdastjóri,<br />

Andrew Cordier. Aranha setti fundinn og bauð fulltrúa Íslands að<br />

stíga í ræðustól.<br />

Abba Eban<br />

San Fransisco, þar sem hann átti bókað far með skipinu Matsonia<br />

heim til Ástralíu.<br />

Talið er að ástæða þess að Dr. Evatt, yfirgaf þingið hafi verið sú,<br />

að hann hafi ekki viljað styggja fulltrúa Arabaríkjanna meira en<br />

orðið var, þar sem hann hafi þá þegar verið farinn að undirbúa<br />

framboð sitt til embættis forseta Allsherjarþingsins árið eftir.<br />

Það var enn nokkur uggur meðal fólks hjá Gyðinga-stofnuninni<br />

(Jewish Agency), sérstaklega ef Allsherjarþingið fengi ekki jákvæð<br />

skilaboð gagnvart skiptingu frá íslenska fulltrúanum, þá yrði<br />

atkvæðagreiðslu um tillöguna frestað og menn færu enn að leita<br />

að ímyndaðri samkomulagsleið.<br />

Hvað sem því leið, þá mundi Thor Thors verða fyrsti ræðumaðurinn<br />

þennan sögulega dag og það virtist mikilvægt að hann setti<br />

jákvæða umræðu af stað. Þess vegna, byrjaði ég daginn þann 29.<br />

<strong>nóvember</strong> á því að heimsækja hann á Barclay-hótelið. Mér fannst<br />

staða mín vera dálítið sérkennileg og mér þótti við hæfi að segja<br />

honum það hreint út. Gyðingaþjóðin stóð nú á tímamótum. Ef<br />

við næðum árangri, þá mundi þúsund ára draumur rætast. Ef<br />

okkur mistækist, þá gæti sá draumur slokknað í margar kynslóðir.<br />

Lykillinn að þessum vendipunkti, á fyrsta hluta fundarins hjá SÞ,<br />

yrði í höndum lítils eyríkis í miðju Atlantshafi með íbúafjölda<br />

innan við 175.000 manns. Það er einn eiginleiki fjölþjóðlegra<br />

diplómatískra samskipta, að ríkisstjórnir þurfa stundum að skera<br />

úr um stórmál, sem þær eru aðeins fjarlægur áhorfandi að, en er<br />

lífsspursmál fyrir þjóðir langt í burtu. Framtíð okkar sem þjóðar<br />

á einum mesta örlagadegi sögunnar, byggðist á því viðhorfi eða<br />

andrúmslofti sem skapað yrði á þinginu af fulltrúa Íslands. Ég<br />

bað ambassador Thor Thors um að velta fyrir sér þeim sögulegu<br />

tíðindum sem hér væru í uppsiglingu.<br />

Hann svaraði af mikilli tilfinningu. Hann sagði að Ísland stæði<br />

mun nær hlutskipti Gyðinga en ég héldi. Íslensk menning væri<br />

gegnsýrð af biblíulegum minnum. En það sem meira væri, á Íslandi<br />

væri bæði þrjóskt og fastheldið lýðræði og þjóð sem hefði öld eftir<br />

öld vandlega varðveitt þjóðararfinn, sem væri sérstakt tungumál<br />

og bókmenntir. Íslendingar sem væru harðákveðnir í að vera<br />

þeir sjálfir, hefðu ávallt hafnað því að yfirgefa þetta afskekkta,<br />

regnbarða eyland í skiptum fyrir hlýrra og blíðara veðurfar annars<br />

staðar. Slíku fólki væri hægt að treysta til að skilja þá þrautseigju<br />

sem Gyðingar hefðu sýnt við að halda í auðkenni sín, minningar<br />

og þjóðararf. Ambassador Thors var mér fullkomlega sammála um<br />

að það sem nú væri þörf á, væri „ákvörðun,“ en ekki tilgangslaus<br />

Mér til mikils léttis, þá var ræða Thor Thors stórkostleg. Hann<br />

sagði af miklum sannfæringarkrafti að þrátt fyrir að allar leiðir<br />

hefðu verið kannaðar, þá væri hann og nefnd hans sannfærð um<br />

að ómögulegt væri að ná samkomulagi fyrirfram. Eina vonin um<br />

frið, lægi í því að fella hér úrskurð og taka ákvörðun. Ef samfélag<br />

þjóðanna stæði þétt að baki skiptingu, þá mundi skiptingin verða<br />

að veruleika og þeir sem stæðu gegn henni núna, hefðu ekki annan<br />

kost en að láta sér það lynda.<br />

Frá þeirri stundu, fór umræðan óhjákvæmilega á okkar band.<br />

Tilraun sem Chamoun gerði til að fá frestun á málinu og fara<br />

að ræða tillögu um sambandsríki, var dæmd óhæf af Aranha og<br />

gegn henni stóðu Gromyko frá Sovétríkjunum og Hershel fulltrúi<br />

Bandaríkjanna með áhrifamikilli samstöðu. Nú voru Bandaríkin<br />

og Sovétríkin orðin þreytt á mörgum frestunaruppátækjum sem<br />

Allsherjarþingið hafði orðið að þola, bæði af hálfu Araba og Breta.<br />

Hér í fyrsta sinn frá stríðslokum, voru bæði risaveldin sammála um<br />

meiriháttar alþjóðamál, og lönd sem báru minni ábyrgð, þvældust<br />

fyrir því að vilji risaveldanna næði fram að ganga. Carlos Romulo<br />

hershöfðingi frá Filippseyjum, sem hafði talað gegn skiptingu<br />

tveimur dögum áður, var nú horfinn. Í staðinn var kominn nýr<br />

fulltrúi Filippseyja, sem mælti jafn ákaflega með skiptingu, eins<br />

og hinn hafði talað gegn henni. Líbería hafði einnig snúist á sveif<br />

með okkur. Mér til mikils léttis, þá höfðu ríki sem ég hafði verið í<br />

tengslum við — Benelux-löndin — nú lýst yfir einlægum ásetningi<br />

um að styðja skiptinguna. Það var enn ótti við að Frakkar mundu<br />

sitja hjá og breyta þessum horfum.<br />

Að endingu lauk ræðuflutningi og alvarleg þögn kom yfir salinn.<br />

Aranha lýsti því yfir að hann hygðist hafa atkvæðagreiðsluna í<br />

stafrófsröð. Sumir okkar sem voru viðstaddir, muna enn tóninn<br />

sem Cordier notaði þegar hann endurtók atkvæðin. „Argentína<br />

— situr hjá.“ „Afghanistan — nei.“ „Ástralía — já.“ „Belgía — já.“<br />

„Bólivía — já.“ „Hvítarússland — já.“ Og þannig hélt það áfram.<br />

Þegar Frakkland svaraði hátt „oui,“ þá braust út lófaklapp í salnum,<br />

sem Aranha stöðvaði stranglega. Þegar atkvæðagreiðslan var<br />

komin hálfa leið gegnum stafrófið, þá vissum við að málið var<br />

örugglega í höfn. Að lokum, eftir að Júgóslavía hafði setið hjá, þá<br />

heyrðum við þessi sögulegu orð: „Þrjátíu og þrjú með, þrettán á<br />

móti, tíu sitja hjá, ein fjarvera. Ályktunin er samþykkt.“<br />

Heimildir:<br />

Abba Eban, An Autobiography,1977<br />

og Daniel Mandel , H.V. Evatt and<br />

the Establishment of Israel 2004<br />

47

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!