23.11.2023 Views

Kraftaverk - Tímarit Omega - 1 tölublað nóvember 2023

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Lykilhlutverk Íslands<br />

við endurreisn Ísraelsríkis<br />

„Hvernig gat það gerst, að litla eyjan okkar ætti eftir að hafa svo afgerandi<br />

áhrif á sögu svo stórkostlegrar þjóðar (Ísraels)?“ Frásögn Abba Eban o.fl. af<br />

atburðum á þingi Sameinuðu þjóðanna í <strong>nóvember</strong> 1947<br />

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 1947<br />

Þegar Allsherjarþingið kom saman þann 27. <strong>nóvember</strong> árið 1947,<br />

þá vorum við svartsýnir.<br />

Það voru öll líkindi til þess, að ef atkvæðagreiðsla færi fram, þá<br />

mundum við ekki ná tilskildum meirihluta, 2/3 atkvæða. Daginn<br />

áður, þá virtust líkindin vera okkur í hag. En nákvæmlega á þeirri<br />

stundu, hafði franski fulltrúinn, Alexandre Parodi, óskað eftir<br />

frestun á fundinum. Á þeim 24 tímum, sem síðan höfðu liðið,<br />

þá höfðum við misst fylgi. Fulltrúi Úrúgvæ, Rodriguez Fabregat<br />

prófessor, hóf langan fyrirlestur sem við hlutum að túlka sem<br />

málþóf. Þegar mínúturnar liðu, virtist öll von vera úti. Það var<br />

þá, sem forseti þingsins, Ambassador Aranha, endurnýjaði<br />

vonir okkar. Hann hafði komist að því, að nú var orðið áliðið og<br />

mikilvæg ákvörðun lá fyrir þinginu og daginn eftir var frídagur í<br />

Bandaríkjunum, þakkargjörðardagurinn. Aranha frestaði fundinum<br />

með styrkri hendi, og hlustaði ekki á mótmæli Araba. Það var ljóst,<br />

að við mundum vita afdrif málsins hinn 29. <strong>nóvember</strong> og að 28.<br />

<strong>nóvember</strong> yrði dagur mikillar vinnu. Við unnum aftur töluvert<br />

fylgi þennan þakkargjörðardag. Við höfðum nú góða ástæðu til<br />

að ætla, að við fengjum atkvæði Filippseyja og Líberíu. Fréttir frá<br />

Frakklandi voru af skornum skammti, en jákvæðari en áður. Samt<br />

vissum við að málið gæti orðið leiksoppur smávægilegra atvika á<br />

þinginu.<br />

Ekkert var tryggt, en sömuleiðis hafði ekkert tapast fyrir fullt og<br />

allt.<br />

Teningnum var kastað og það var afar lítið sem flestir okkar gátu<br />

gert, nema að biðja fyrir komandi atkvæðagreiðslu. Samt sem<br />

áður, þá voru nokkur atriði, sem þurfti að sinna svo ekki kæmu<br />

upp vandamál og úrslitin yrðu ótvíræð. Sendinefnd Araba, sem<br />

Chamille Chamoun veitti forstöðu, ákvað að setja upp leiksýningu,<br />

með því að bera fram miðlunartillögu, til þess að koma í veg fyrir að<br />

skiptingartillagan yrði samþykkt. Pólitíska nefndin, hafði þegar hún<br />

ákvað að leggja fram skiptingaráætlunina, sett á stofn nefnd þriggja<br />

ríkja sem átti að kanna hvort hægt væri að finna samkomulagsleið.<br />

Við vissum að þetta var ómögulegt. Ef samkomulagsleiðin hefði<br />

verið fær, þá væri engin þörf fyrir umræður á Allsherjarþinginu.<br />

Þeir meðlimir þingsins, sem útnefndir voru til að rannsaka<br />

samkomulagsleiðina, voru frá Ástralíu, Taílandi og Íslandi. Íslenski<br />

fulltrúinn, ambassador Thor Thors, átti að vera framsögumaður.<br />

Um morguninn hinn 29. <strong>nóvember</strong>, hafði taílenski fulltrúinn,<br />

prins Subhasvasti, tekið þá viturlegu ákvörðun að fara með<br />

skipinu Queen Mary, áleiðis til Bangkok, að því er virtist vegna<br />

uppreisnarástands heima fyrir, en í raun var það vegna þess að<br />

hann vildi forðast að þurfa að greiða atkvæði gegn skiptingu.<br />

Formaður nefndarinnar, Dr. Herbert V. Evatt hafði ákveðið að<br />

yfirgefa New York þann 27. <strong>nóvember</strong> og taka síðdegislestina til<br />

46

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!