23.11.2023 Views

Kraftaverk - Tímarit Omega - 1 tölublað nóvember 2023

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Uppáhaldsbænin<br />

Séra Pálmi Matthíasson<br />

Í mínum huga er bænin einhver mesta orkulind sem býðst<br />

í þessu lífi. Hún tengir okkur við mátt sem er okkur stærri<br />

og meiri. Bænheyrsla er gjöf sem aldrei verður fullþökkuð.<br />

Bænin er ekki heyrð á okkar forsendum þegar við viljum.<br />

Stundum finnst okkur hún gefa svar strax en í annan stað<br />

þurfum við að bíða, þangað til náðin verður okkar.<br />

Ég lærði ungur að signa mig út í sérhvern dag. Þannig legg<br />

ég daginn í Guðs hendur og þakka fyrir að fá að vakna út í<br />

daginn. Signingin tekur ekki langan tíma en hún er máttug<br />

og gefur tóninn fyrir daginn. Það er svo gott að mega heilsa<br />

deginum með þessum hætti og ganga út í hann með tilgang<br />

og trú í hjarta.<br />

Uppáhaldsbænin mín er Faðirvorið. Jafnvel þótt ég hafi<br />

ungur átt erfitt með að skilja öll orðin í því þá gáfu þau<br />

mér eitthvað sem erfitt er að útskýra. Bæninni fylgi friður<br />

og öryggi. Að segja Faðirvorið með öðrum er sérstök<br />

upplifun. Finna samhuginn og einlægnina. Sjálfur hef ég<br />

lent í erfiðum aðstæðum með félögum sem ég þekkti ekki<br />

þannig að ég vissi um trú þeirra. Mikið þótti mér gott þegar<br />

einn þeirra sagði: „Eigum við ekki að segja Faðirvorið<br />

saman meðan við erum allir hér?“ Og þarna stóðum við<br />

með lífið að veði og sögðum bænina saman.<br />

Aldrei hef ég fundið jafnsterkt og þá hvernig hvert orð<br />

bænarinnar gaf okkur styrk og róaði hugann. Bænin gerði<br />

okkur að einni sterkri heild sem tókst að finna leið til<br />

bjargar. Þá leið sáum við ekki áður en bænin var sögð. Þú<br />

mátt kalla þetta tilviljun eða hópefli en við, þessir félagar,<br />

köllum þetta bænheyrslu sem í raun gaf okkur líf.<br />

Þessi stund gerði okkur að vinum til lífstíðar og í hvert<br />

sinn sem við hittumst þurfum við að snerta hvern annan<br />

og látum snertinguna vera okkar orð. Við vitum hvað hún<br />

þýðir og hún minnir okkur á að lífið er ekki sjálfsagt heldur<br />

gjöf sem við eigum í dag og biðjum þess að það verði svo<br />

líka á morgun.<br />

40

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!