23.11.2023 Views

Kraftaverk - Tímarit Omega - 1 tölublað nóvember 2023

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Ávarp biskups<br />

Hvað stoðar það manninn að<br />

eignast allan heiminn og glata<br />

sálu sinni?<br />

Kristin trú er samfélagstrú. Við komum saman í Jesú nafni og þar er Jesús mitt á meðal okkar eins og hann segir sjálfur:<br />

„Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra.“ Matt. 18:20.<br />

Þess vegna eru byggðar kirkjur. Þær eru flestar auðfundnar þar sem byggingarlag þeirra flestra bendir ekki til þess að<br />

þar búi fólk og vegna þess að á þeim flestum er kristinn kross. Krossinn er þannig að lárétti ásinn ber uppi lóðrétta ásinn<br />

sem er fyrir ofan miðju þess lárétta. Þessum krossi svipar til þess þegar maður réttir út hendur sínar til hliðanna. Krossinn<br />

bendir bæði upp til Guðs og út til náungans. Hann er sem útfærsla á orðum Ritningarinnar um að elska Drottin, Guð, af<br />

öllu hjarta, allri sálu, öllum huga og öllum mætti náungann eins og sjálfan sig. Þessi orð Jesú eru tilvitnun í Orð 4. og 5.<br />

Mósebókar og eru nefnd tvöfalda kærleiksboðorðið. Jakob postuli útfærir þetta boðorð í bréfi sínu þegar hann segir: „Eins<br />

og líkaminn er dauður án anda, eins er og trúin dauð án verka.“ Jak. 2:26<br />

Trú og verk fara saman. Við sýnum trú okkar í verki. En það er líka til fólk sem segist ekki vera trúað eða ekki kristið sem<br />

sýnir mikla góðmennsku í verki. Skiptir þá trúin einhverju máli í þessu samhengi? Og hvað er trú? Trú er að treysta. Treysta<br />

Guði fyrir sér og sínum. Treysta sjálfum sér til góðra verka. Treysta því að náunginn sé traustsins verður. En fyrst og fremst<br />

snýst trúin um að vera meðvituð/aður um að ég er barn þess Guðs sem Jesús birti og boðaði og að mér hafi verið ætlaður<br />

sá tilgangur í lífinu að ganga fram sem kristin manneskja með öllu því sem fylgir.<br />

Eins og lárétti ásinn ber uppi lóðrétta ás krossins fáum við allt sem við þurfum frá Guði. Við fáum lífið frá Guði og Guð<br />

tekur aftur líf okkar þegar okkar tími er kominn hér í heimi. Hið veraldlega getur aldrei verið slitið í samhengi þess andlega<br />

og hið andlega getur ekki verið slitið úr samhengi þess veraldlega. Þess vegna er gott að hugleiða orð Jesú. „Hvað stoðar<br />

það manninn að eignast allan heiminn og glata sálu sinni?“ Matt. 16:26<br />

Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands<br />

4

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!