23.11.2023 Views

Kraftaverk - Tímarit Omega - 1 tölublað nóvember 2023

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Námserfiðleikarnir<br />

Magnús segist hafa eignast lifandi trú þegar hann var 15 ára.<br />

„Ég sem ungur maður var mjög leitandi eftir svari um tilgang<br />

lífsins. Ég sá í raun og veru engan tilgang í lífinu. Mér gekk ekki vel<br />

í skóla, glímdi við ýmsa námserfiðleika sem gerðu það að verkum<br />

að ég passaði hvergi inn og náð illa að fóta mig í skólaumhverfinu.<br />

Ég er mjög hvatvís og virkur í eðli mínu og ég komst að því á<br />

fullorðinsárum að ég er meðal annars með ADHD og lesblindu.<br />

Við það að fá þessa greiningu hjálpaði mér gríðarlega mikið.“<br />

Magnús segist hafa upplifað kvíða og vanlíðan í grunnskóla.<br />

Talar um að hann hafi verið kallaður út úr bekk og látinn fara í<br />

lestrarkennslu. „Ég trúi því að kennarar og kerfið vilji gera<br />

vel en þetta var ákveðin auðmýking og maður fékk ákveðinn<br />

stimpil. Ef maður var látinn lesa upphátt þá var hlegið að manni.“<br />

Magnús trúir því að það hafa verið margir aðrir að glíma við<br />

samskonar námserfiðleika í skólakerfi sem hafi ekki haft þekkingu<br />

á að takast á við vandann. Hann segist ekki hafa upplifað einelti<br />

en segir: „Það var þessi krakkahæðni sem var til staðar.“<br />

Þegar ég eignaðist lifandi trú þá fann ég tilgang lífsins og þá<br />

virkjaðist þessi orka innra með mér á jákvæðan hátt og hún nýttist<br />

til uppbyggingar í lífi mínu.<br />

Fékk styrk frá Guði<br />

„Ég man að ég átti trú í hjarta mínu og ég bað til Guðs. En svo<br />

man ég að ég sagði einu sinni við Guð: „Ég veit að þú ert til,<br />

viltu koma inn í líf mitt.“ Þannig bað ég til Guðs. Ég sagði: „Ég<br />

þrái að fá að upplifa þig, ég þrái að kynnast þér og þekkja þig.“<br />

Ég man alltaf eftir þessari bæn; stuttu eftir þetta varð ákveðinn<br />

vendipunktur í lífi mínu, ákveðin umbreyting á mínu lifi þar sem<br />

ég tók á móti Jesú Kristi í hjarta mitt. Við þetta breyttist líf mitt.<br />

Ég man að ég fylltist af lífskrafti og auknu sjálfstrausti, nú vissi<br />

hver tilgangur lífsins. Þessi reynsla gaf mér kraft til þess að halda<br />

áfram í lífinu, ég fór að lesa Biblíuna og ég fór að biðja og tala við<br />

Guð, ég fór á allar þær samkomur sem ég gat mögulega farið á.<br />

Þetta var og er enn í dag<br />

minn drifkraftur í lífinu.<br />

Ég er 57 ára gamall og allt það sem ég hef gert í lífinu þá hef ég<br />

haft Drottinn í forgangi. Ég hef unnið hin ýmsu störf í lífinu og<br />

komið að safnaðarstarfi bæði hér heima og erlendis.<br />

Í lok árs 2009 var ég beðinn um að taka við sem forstöðumaður<br />

Betaníu ásamt eiginkonu minni Halldóru Magnúsdóttur.<br />

„Ég trúi því að á Íslandi sé fólk sem þráir að eignast lifandi trú. Ég<br />

hitti reglulega fólk og finnst mörgum áhugavert að tala um trúna.<br />

Það eru margir sem hafa einhvern tímann á lífsleiðinni upplifað<br />

eitthvað sem tengist trú eða tengingu við Guð, einhver reynsla<br />

sem fólk á. Ég hitti oft fólk sem biður mig um að biðja fyrir sér.<br />

Það er fólk sem kemur á samkomu sem biður um fyrirbæn og<br />

þráir samfélag við lifandi Guð. Á samkomum okkar í Betaníu<br />

upplifir fólk kraft og nærveru Guðs. Það er mjög mikilvægt fyrir<br />

mig sem forstöðumaður og sem kristinn einstaklingur að segja<br />

öðrum frá því sem Jesús Kristur getur gert í lífi mannsins.<br />

Ég hvet alla til þess að lesa Biblíuna, þegar við lesum Biblíuna og<br />

hugleiðum orð Guðs þá verðum við fyrir Guðlegum áhrifum í sálu<br />

og anda okkar.<br />

Þetta er minn vitnisburður um lifandi trú sem ég á í Jesú Kristi.<br />

Ég hvet alla til þess að biðja á einlægan hátt til Guðs, Hann svarar<br />

bænum okkar.<br />

Ég hvet alla þá sem þrá lifandi trú að taka á móti Jesú Kristi í<br />

hjarta sitt.<br />

Við förum með þessa einföldu frelsisbæn:<br />

Himneski faðir ég kem til þín.<br />

Ég tek á móti Drottni Jesú Kristi sem mínum persónulega frelsara.<br />

Ég bið þig um að fyrirgefa mér syndir mínar.<br />

Ég bið þig um frelsa mig frá refsingu synda minna.<br />

Ég vil taka á móti þér í hjarta mitt, ég vil taka á móti þér sem<br />

frelsara mínum.<br />

Himneski faðir ég þakka þér fyrir Drottin Jesú Krist þinn eingetna<br />

son, nú er ég þitt barn.<br />

Bænastund í upphafi samkomu í Betaníu (Magnús stendur við púltið)<br />

39

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!