23.11.2023 Views

Kraftaverk - Tímarit Omega - 1 tölublað nóvember 2023

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Magnús Gunnarsson, Eiríkur Sigurbjörnsson, Bishop Simon frá London.<br />

konar biblíukennslu eins og á miðvikudögum en fyrir<br />

enskumælandi. Samkoma okkar á sunnudögum fer fram bæði<br />

á íslensku og ensku. Það er virkt barnastarf í kirkjunni og er<br />

sunnudagaskóli fyrir börnin meðan orð Guðs er predikað á<br />

sunnudögum. Þetta er hið almenna safnaðarstarf og leggjum við<br />

áherslu á að einstaklingar skoði og nemi orð Guðs. Við styðjum við<br />

almennan framgang kristinnar trúar á Íslandi. Við vinnum í<br />

samvinnu með öðrum söfnuðum og er Betanía hluti af<br />

samstarfsnefnd kristinna trúfélaga. Við erum reglulega með orð<br />

dagsins á útvarpsstöðinni Lindinni og erum við einnig virk í að koma í<br />

viðtöl á <strong>Omega</strong>; bæði ég sem forstöðumaður og safnaðarmeðlimir.“<br />

Alþjóðleg kirkja<br />

Í stjórn Betaníu eru fimm einstaklingar að forstöðumanni<br />

meðtöldum.<br />

Forstöðumaður ber ábyrgð á daglegum rekstri kirkjunnar<br />

og er opinber fulltrúi kirkjunnar. Honum til aðstoðar<br />

er aðstoðarforstöðumaður sem tekur virkan þátt í öllu<br />

safnaðarstarfinu.<br />

Almennir safnaðarmeðlimir eru virkir og taka þátt í<br />

safnaðarstarfinu; eins og tónlistarfólk, starfsmenn barnastarfs,<br />

samkomuþjónar og fleira. Samkomuþjónar (djáknar) hjálpa<br />

okkur að halda utan um samkomurnar, eins og að taka á<br />

móti fólki, aðstoða til sætis ef þess er þörf og gæta þess að<br />

safnaðarmeðlimir eða gestir fylgi þeim reglum sem settar eru<br />

varðandi umgengni í kirkjunni.<br />

Fjórir til sex virkir kennarar skipta með sér kennslunni sem er á<br />

miðvikudögum og í sunnudagaskólanum á sunnudagsmorgnum<br />

fyrir enskumælandi.<br />

Í dag er kirkjan okkar alþjóðleg kirkja. Fyrir um það bil fimm<br />

árum voru meðlimir hennar nánast eingöngu Íslendingar eða um<br />

níutíu prósent en í dag samanstendur kirkjan af fólki víða að úr<br />

heiminum, þar á meðal frá öðrum Evrópulöndum, Bandaríkjunum<br />

og Afríku.<br />

38

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!