23.11.2023 Views

Kraftaverk - Tímarit Omega - 1 tölublað nóvember 2023

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Fyrirgefningin<br />

Eiríkur segir að ef sá sem dóminn hlaut hefði komið til sín og<br />

beðist fyrirgefningar og sagst ætla að taka sig á og ganga á réttri<br />

braut þá hefði hann verið fyrsti maður til að rétta honum<br />

hendina.<br />

„Ég hefði sagst ætla að verða stoð hans og stytta og hjálpa<br />

honum að ganga réttan veg og horfa fram á við; það væru nýir<br />

tímar og nýtt líf. Og fyrirgefningin er það stærsta og<br />

mikilvægasta í lífi allra. Ef einhver ber kala eða hatur í brjósti þá er<br />

hann bara að skemma fyrir sjálfum sér. Fyrirgefningin er<br />

lykilatriðið, enda snýst fagnaðarerindið fyrst og fremst um<br />

fyrirgefninguna og sátt við Guð. Það er svo undir sjálfri<br />

manneskjunni komið hvort hún leitast eftir því að fá fyrirgefningu<br />

og snúa við og ganga á réttri braut. Boltinn er hjá mönnunum. Og<br />

ég veit það að Daníel var til í að fyrirgefa og gleyma og vildi vera<br />

sáttur við alla menn. Það dýrmætasta sem hægt er að eiga í sínu<br />

lífi er að vera sáttur við Guð og menn.“<br />

Já, Eiríkur hefur fyrirgefið manninum sem fékk dóminn. „Það<br />

væri ekki á það bætandi að vera með heift og hatur út í einhverja<br />

manneskju. Mér finnst ekkert erfitt að fyrirgefa svona manni<br />

vegna þess að hann gerði þetta kannski ekki af ásetningi eða<br />

viljandi. Þetta var klúður og ég tel að þetta hafi verið slys. Ef<br />

hann kæmi til mín þá yrði ég mjög glaður að taka í hendina á<br />

honum og hjálpa honum inn í betra líf og setja traust sitt á Guð<br />

og byrja að lifa góðu lífi. Það væri mikill sigur fyrir okkur öll ef<br />

hann kæmist til lifandi trúar á Jesú Krist.<br />

Hann kom aldrei til mín en ég veit og reikna með því að honum<br />

hafi liðið illa og þótt hann hafi ekki náð því að koma til okkar og<br />

biðja okkur fyrirgefningar þá bið ég fyrir honum. Ég ber engan<br />

kala til hans. Þetta er drengur sem er frá öðru landi sem hefur<br />

örugglega lent í einhverju. Ég veit að hann hefði aldrei gert þetta<br />

ef hann hefði verið á réttri braut. Ég hef enga ástæðu aðra nema<br />

að óska honum alls hins besta og fyrirgefa honum. Ég veit það<br />

svo sannarlega að hann iðrast og sér eftir þessu. Ég tók eftir því<br />

að hann var kominn með kross og þá hugsaði ég með mér að<br />

þetta væri allavega maður sem vill setja traust sitt á Jesú Krist.<br />

Þannig að ég var mjög þakklátur þegar ég vissi að hann var að<br />

reyna að ná einhverjum tökum á lífinu.“<br />

o o o<br />

34

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!