23.11.2023 Views

Kraftaverk - Tímarit Omega - 1 tölublað nóvember 2023

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Daníel Eiríksson, þrítugur sonur Eiríks Sigurbjörnsonar, stofnanda og sjónvarpsstjóra<br />

kristilegu sjónvarpsstöðvarinnar <strong>Omega</strong>, lést á voveiflegan hátt vorið 2021 og er<br />

talið að hann hafi dregist með bíl á ferð og að hann hafi dottið í götuna og hlotið<br />

höfuðáverka vegna þess sem síðan drógu hann til dauða. Maðurinn í bílnum fékk dóm<br />

sem síðar var mildaður. Eiríkur og fjölskylda syrgja.<br />

Eiríkur Sigurbjörnsson er beðinn um að lýsa Daníel Eiríkssyni,<br />

syni sínum sem lést í hittifyrra.<br />

„Daníel var mjög fjörugur og skemmtilegur krakki og var hann<br />

mjög vinsæll og félagslyndur og átti góða vini. Mamma hans er frá<br />

Suður-Kóreu og átti hann svolítið á brattann að sækja og sagði<br />

hann mér seinna að hann hefði orðið fyrir smá áreitni. Ég man<br />

eftir vini hans og bekkjarfélaga sem var frá öðru landi sem talaði<br />

helst ensku af því að hann var ekki búinn að ná tökum á íslensku<br />

og varð hann fyrir smá aðkasti út af því. Daníel hafði sterkar<br />

kenndir varðandi það að taka aðra að sér og vera hlýr og<br />

notalegur og var eins og vörður í kringum þá sem minna máttu<br />

sín. Það var sterkt í honum að taka að sér þá sem voru svolítið<br />

lagðir í einelti. Hann var einstaklega ljúfur og góður.“<br />

Árin liðu og Daníel varð unglingur. Hann hafði mikinn áhuga á<br />

líkamsrækt. „Hann var mjög fróður um heilsusamlega hluti sem<br />

þurfti til þess að ná góðum líkamsstyrk og -byggingu. Hann var<br />

hraustur og sérstaklega vel byggður. Hann var myndarlegur og<br />

góður drengur.“<br />

Fíknin<br />

Freistingarnar og hætturnar leynast víða og ánetjaðist Daníel<br />

fíkniefnum.<br />

„Þetta var svo lúmskt að maður áttaði sig ekkert á því hvað var í<br />

gangi.“<br />

Fíknin varð sterk og það kom að því að ekki var hægt að leyna<br />

neyslunni. Daníel vildi feta beinni braut og fór nokkrum sinnum í<br />

meðferð en hann féll alltaf á milli meðferða.<br />

„Það var samt alltaf í honum að standa sig og vera heiðarlegur;<br />

hann var mjög ábyggilegur í öllu. Við fjölskyldan uðrum aldrei<br />

fyrir neinu ónæði frá einhverjum aðilum sem voru að selja<br />

eiturlyf og hefðu getað bankað upp á til að innheimta skuld hjá<br />

Daníel. Þetta kostaði mikla peninga en einhverra hluta vegna<br />

passaði hann sig á að standa í skilum og forða heimilinu frá öllu.<br />

Hann var mjög passasamur upp á að við myndum ekki dragast inn<br />

í eitthvað vandamál. Þótt hann hefði ekki peninga á milli<br />

handanna þá treystu menn honum fullkomlega. Hann stóð alltaf í<br />

skilum. Mér fannst vera til fyrirmyndar hvað hann var ábyrgur í<br />

öllu sem hann sagði. Hann stóð við allt. Við vorum miklir vinir og<br />

félagar og höfðum samskipti upp á hvern einasta dag. Hann var<br />

mjög ærlegur og ég spurði hann álits á hinum og þessum málum.<br />

Hann var alltaf sérstaklega ráðagóður og gaf hreinskilin svör. Ég<br />

gat alltaf leitað til hans vegna þess að ég vissi að Daníel sagði<br />

alltaf það sem hann meinti.“<br />

Kærleikurinn<br />

Trúin á Guð skiptir fjölskylduna miklu máli og segir Eiríkur að<br />

þegar börnin hafi verið yngri hafi þau aldrei farið í skólann nema<br />

að vera fyrst búin að draga spjald með ritningaversum, lesa og<br />

fara með bæn. „Ekkert er mikilvægara heldur en að kenna<br />

börnunum að fara með bænir og setja traust sitt á Guð og vita að<br />

hann er alltaf til staðar.“<br />

Eiríkur talar um bænina og siðgæði í tengslum við Daníel.<br />

„Ég man eftir því að þetta var mjög ríkur þáttur í honum og ég<br />

man sérstaklega að þegar það var erfitt vegna eineltisins þá kom<br />

hann kannski heim og var alltaf ljúfur og góður og við fórum alltaf<br />

saman með bæn. Mér fannst vera mikilvægt að hann ætti<br />

persónulegt samfélag við drottin.“<br />

Eiríkur segir að Daníel hafi talað um að hann myndi vilja<br />

persónulega upplifun tengda Guði. „Ég sagði við hann að hann<br />

væri búinn að sjá svo margt og hann þyrfti ekki að efast. En hann<br />

sagði við mig að hann þyrfti að upplifa eitthvað persónulegt. Svo<br />

gerðist það nokkrum mánuðum áður en hann kvaddi þetta líf að<br />

hann sagði mér að hann hafi ekki vitað hvort það hafi verið í vöku<br />

eða ekki um miðja nótt að Jesús hafi komið til hans. Hann<br />

sagðist hafa átt erfitt með að greina andlit hans þar sem það hafi<br />

verið svo mikil birta í kringum hann en að Jesús hafi gengið að<br />

honum og faðmað hann og hann fann svo mikinn kærleika; og<br />

hann fór að hágráta þessa nótt. Hann sagðist hafa sest upp við<br />

rúmgaflinn og að tárin hafi streymt niður. Þetta var svo mikil<br />

upplifun og mikill kærleikur sem hann fékk að upplifa þarna.<br />

Þarna hafði hann fengið að upplifa það sem hann hafði alltaf<br />

þráð. Nú vissi hann sannarlega að Jesús elskaði hann. Hann<br />

fylltist miklum hugmóð og fór að fara á samkomur og ganga á<br />

Guðs vegum.“<br />

30

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!