23.11.2023 Views

Kraftaverk - Tímarit Omega - 1 tölublað nóvember 2023

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

marga skóla og heimavistir fyrir peningana sem skólabörn á Íslandi<br />

söfnuðu í bauka undir slagorðinu „Börn hjálpa börnum“.<br />

Það að vita að við vorum að gera þetta fyrir Guð og að hann<br />

elskaði þessi börn og vildi hjálpa þeim gaf mér viljann og kraftinn<br />

sem ég þurfti til að byggja starfið upp. Guð var sannarlega með<br />

í verki og þegar við stóðum frammi fyrir ókleifum fjöllum að<br />

okkar mati þá sýndi hann það og sannaði að hann er megnugur að<br />

breyta kringumstæðum og koma með þá lausn sem okkur skorti<br />

í hvert sinn. Ég lærði æ betur að treysta Guði. Staðan var oft slík<br />

að ég hefði bara legið í rúminu með breitt yfir höfuð ef ég hefði<br />

ekki haft vissuna um að Guð væri með okkur og hann myndi<br />

greiða okkur leið.“<br />

Elska hans er mögnuð<br />

Guðrún Margrét er spurð hvernig hún iðki trúna í dag.<br />

„Ég tala við Guð, ég næri anda minn á orði hans í Biblíunni og ég<br />

sæki Kirkju kærleikans sem hittist í safnaðarheimili Grensáskirkju<br />

á föstudagskvöldum og tek virkan þátt í starfinu þar. Svo er<br />

heimahópur vikulega heima hjá okkur þar sem við biðjum fyrir<br />

hvert öðru og fólki sem á erfitt, lesum saman og deilum lífinu.<br />

Ég reyni að vera að liði og sinna því sem Guð hefur falið mér að<br />

gera.“<br />

Hvað er Guð í huga hennar?<br />

„Guð er snillingur sem er ótrúlega magnaður, hann er kærleikur<br />

og ljós, persónulegur Guð sem er bæði lífgjafi okkar, skapari og<br />

faðir. Elska hans er mögnuð og hann er fær um að breyta hvaða<br />

kringumstæðum sem er, gefa fólki von og endurreisa þá sem eru<br />

brotnir og beygðir.“<br />

Hvað er Jesús í huga hennar?<br />

„Jesús er sonur Guðs sem kom til jarðar til að deyja á krossi til að<br />

greiða gjaldið fyrir syndir okkar. Hann er vegurinn, sannleikurinn<br />

og lífið sjálft. Ég sé alltaf betur og betur hvað hann er frábær.<br />

Þegar við biðjum hann um að fyrirgefa syndir okkar þá gerir hann<br />

það um leið, svo mikil er elska hans til okkar.“<br />

Trúin hefur gefið Guðrúnu Margréti mikið.<br />

„Ég er óendanlega þakklát fyrir að vera trúuð. Það hefur<br />

gefið mér djúpan frið sem haggast ekki þrátt fyrir mismunandi<br />

kringumstæður. Ég hef fullkomið traust á Guði og veit að hvað<br />

sem gerist þá get ég verið örugg. Ég hef tilgang í lífinu sem nær út<br />

yfir gröf og dauða. Það er magnað að geta þekkt Guð, talað við<br />

hann og verið örugg í elsku hans. Ekkert sem ég gæti mögulega<br />

átt gæti jafnast á við það að eiga þessa bjargföstu trú á Guð. Það<br />

er svo spennandi að ganga með Guði og það hefur gefið mér svo<br />

mikla innri gleði að ég myndi ekki vilja skipta á því og neinu öðru.“<br />

Bókaskrif<br />

Guðrún Margrét segist í dag reyna að breiða út boðskapinn um<br />

Guð en aðrir hafi nú tekið við ABC barnahjálp. „Ég hef setið<br />

við ritstörf að undanförnu. Vorið 2019 skrifaði ég pínulitla bók<br />

sem heitir: Hver er Jesús? Árið 2021 kom út önnur bók sem ég<br />

skrifaði á ensku og heitir The Understanding of Who Jesus Is: The<br />

Basic Difference Between Muslims and Christians. Hægt er að<br />

lesa hana frítt á vefsíðunni whojesus.is þar sem hún er á um það bil<br />

20 tungumálum í dag en verið er að þýða hana á mörg tungumál<br />

til viðbótar. Þriðja bókin er svo í deiglunni. Svo langar mig að sjá<br />

heimahópa breiðast út um allt land og þessa þjóð komast til trúar<br />

á Guð. Það væri hennar mesta gæfa.“<br />

26

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!