23.11.2023 Views

Kraftaverk - Tímarit Omega - 1 tölublað nóvember 2023

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

og var ótal sinnum búinn að undirbúa björgun mína löngu áður<br />

en ég lenti í vandræðunum. Ég er óendanlega þakklát fyrir þessa<br />

hnattferð því hún gjörbreytti sambandi mínu við Guð. Í henni<br />

fæddist fullkomið traust á Guð og einnig hugsjónin sem ég átti<br />

eftir að starfa að í 27 ár.“<br />

ABC hjálparstarf<br />

Planið var að stoppa þrjá til fjóra mánuði á Íslandi og vinna sem<br />

hjúkrunarfræðingur og fara síðan aftur til Mið-Ameríku og kenna<br />

ólæsu fólki að lesa og skrifa og gefa því Biblíur. „En Guð var með<br />

aðra og miklu betri áætlun og sýndi mér með mjög skýrum hætti<br />

að ég ætti ekki að fara. Þess í stað gaf hann mér mann þrátt fyrir<br />

ákvörðun mína um að giftast aldrei aftur né vera á Íslandi.<br />

Við tók tími þar sem ég var með fullt af spurningum. Hvað með<br />

þessa hugsjón? Átti ég ekkert að gera með hana? Og hvert er<br />

mitt hlutverk? Ég var búin að reyna og sjá allt of mikið til að geta<br />

bara lifað venjulegu lífi og ekki orðið að liði. En hvað átti ég að<br />

gera? Ég gat ekki bara gleymt hugsjóninni.“<br />

Ári eftir að Guðrún Margrét kom úr ferðinni var hún spurð<br />

hvort hún vildi vera með tveimur öðrum í að stofna hjálparstarf.<br />

„Ég hélt nú það og sá að nú gæti hugsjónin fengið farveg. Það<br />

kom strax til mín að það ætti að heita ABC hjálparstarf því við<br />

myndum gefa ólæsu fólki kost á að læra að lesa og skrifa. Við<br />

fengum fimm til viðbótar í stofnhópinn og í júní 1988 var ABC<br />

hjálparstarf formlega skráð sem sjálfseignarstofnun og þá hófst<br />

nýtt ævintýri.<br />

Einn úr hópnum hafði staðið fyrir útgáfu hljómplötu með<br />

ýmsum tónlistarmönnum og gáfu þeir ABC-plötuna sem gaf<br />

hana út til styrktar starfinu. Við byrjuðum á að kosta prentun<br />

lestrarkennslubóka og lestrarnámskeið fyrir tvo indíánaþjóðflokka<br />

í Mexíkó og síðar einnig á Fílabeinsströndinni. Ég sá strax að plan<br />

Guðs með ABC var miklu árangursríkara heldur en mitt plan<br />

hefði orðið með því að fara sjálf og reyna að gera eitthvað. Við<br />

gátum gert helling. Næsta verkefni var að styðja hundrað börn<br />

til náms á Filippseyjum í gegnum Norrænu barnahjálpina. Fljótt<br />

bættust við verkefnin og börnunum fjölgaði sem fengu hjálp með<br />

skólagöngu, mat og í sumum tilfellum heimilum eða heimavistum.<br />

Við fórum að hjálpa börnum á Indlandi, í Kambódíu, Bangladess,<br />

Pakistan, Úganda, Kenýa, Líberíu, Senegal og Búrkína Faso auk<br />

Filippseyja. Barnahópurinn stækkaði og þegar mest var vorum við<br />

með um tólf þúsund börn á framfæri sem við studdum til náms.<br />

Þarfirnar voru mismunandi og knúðu mismikið á og við byggðum<br />

25

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!