23.11.2023 Views

Kraftaverk - Tímarit Omega - 1 tölublað nóvember 2023

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur segist vera<br />

þakklát fyrir að hafa fengið að alast upp á heimili þar sem trúin<br />

á Guð var forgangsatriði. „Ég efaðist aldrei um að Guð væri til.<br />

Ég fór í sunnudagaskóla í Fíladelfíu og í kristilegar sumarbúðir í<br />

Vindáshlíð. Ég sótti einnig í framhaldi af því samkomur KFUK.<br />

Á þessum stöðum heyrði ég um Guð og svo voru bænir heima.<br />

Pabbi fór alltaf með borðbæn og svo lærði ég morgun- og<br />

kvöldbænir hjá mömmu. Gídeonfélagið gaf okkur krökkunum<br />

í skólanum Nýja-Testamentið og eitthvað las ég í því og svo<br />

var kristinfræði í skólanum. Allt þetta voru lítil fræ en þau voru<br />

samt ekki nóg til þess að ég tæki einhverja ákvörðun með Guð.“<br />

Þrettán ára gömul fór Guðrún Margrét á samkomu í Fíladelfíu.<br />

Þar sem hún sat í salnum og hlustaði skildi hún út á hvað trúin á<br />

Guð gekk og tók ákvörðun um að fylgja Jesú. Viku síðar lét hún<br />

skírast til að staðfesta þá ákvörðun.<br />

Hverjar voru hugmyndir Guðrúnar Margrétar um Guð og Jesú á<br />

þessum tíma?<br />

„Guð var í mínum huga ofar öllu, almáttugur, góður og<br />

kærleiksríkur og persónulegur Guð sem lét sér annt um alla.<br />

Jesús var enn nær, sonur Guðs, frelsari, bróðir okkar og vinur<br />

sem var alltaf til staðar.“<br />

Náði tökum á lífi sínu<br />

Hún segist hafa sótt allar samkomur, Biblíulestra, heimahópa og<br />

bænastundir sem voru í boði og hún elskaði að lesa Biblíuna.<br />

„Ég upplifði ýmiss konar trúarreynslu sem styrkti trú mína til<br />

muna. Ég vissi alltaf að Guð væri til en að fá að upplifa það á<br />

eigin skinni var enn áhrifaríkara.“<br />

Guðrún Margrét gifti sig 19 ára gömul og entist hjónabandið í<br />

fjögur ár. „Ég gerði mörg mistök í kjölfar skilnaðarins sem ég<br />

átti erfitt með að fyrirgefa mér og mér fannst ég vera komin á<br />

endastöð með lífið og trúargönguna. Ég ákvað að fara burt frá<br />

Íslandi, eins langt og ég kæmist og vera eins lengi og ég gæti.<br />

Niðurstaðan var hnattferð; opinn miði í ár kringum hnöttinn. Ég<br />

yrði að ná tökum á lífi mínu á nýjan leik. Og það tókst.<br />

Ég hef sjálfsagt aldrei verið nær Guði en einmitt þetta ár. Eftir<br />

fáeina mánuði af mjög svo viðburðaríku ferðalagi þá gekk ég fram<br />

á hóp af ungu fólki sem var að halda útisamkomu í El Paso í Texas.<br />

Og þar úti á götu gaf ég Guði líf mitt aftur. Við þennan litla<br />

gjörning gjörbreyttist öll ferðin. Nú var kominn friður í hjartað<br />

og tilgangur með ferðinni. Ég upplifði hvernig Guð vakti yfir mér<br />

24

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!