23.11.2023 Views

Kraftaverk - Tímarit Omega - 1 tölublað nóvember 2023

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Brúðarvöndurinn. (Mynd: Tinna Björt.)<br />

saman og ganga í gegnum alls konar hluti saman. Þó það hafi<br />

stundum verið upp og niður þá stöndum við sterk í dag. Það segir<br />

ýmislegt að við ákváðum að gifta okkur eftir 23 ára samband;<br />

það hlýtur eitthvað að vera í lagi,“ segir Sigga og hlær en hún<br />

og Júníus giftu sig í fyrrasumar í félagsheimilnu Félagslundi í<br />

Flóanum. „Fjölskylda mannsins míns er öll þaðan og við erum<br />

þar oft í bústað; tengdó á bústaðinn og við erum með hjólhýsið<br />

okkar fyrir utan. Og við ákváðum að þar sem við erum svo mikið<br />

þarna á sumrin að halda veisluna í félagsheimilinu.<br />

Þetta var stuð frá fyrstu mínútu. Við gengum saman inn og<br />

vinir okkar, hljómsveitargaurarnir, voru uppi á sviði og spiluðu<br />

og frændi minn Páll Rósinkranz, Biggi í Gildrunni, Grétar Matt<br />

og Villi Hendrik, frændi minn, sungu. Það var hlegið eiginlega<br />

alla athöfnina og alla veisluna enda gaf Gummi Kalli, prestur í<br />

Lindakirkju, okkur saman og hann var algjörlega frábær. Veislunni<br />

var stjórnað af Bryndísi, vikonu minni, sem sló í gegn. Þetta var<br />

stuð.“<br />

Brúðurin hélt á fallegum brúðarvendi. Svolítið sérstökum<br />

brúðarvendi.<br />

„Vinkona mín gerði brúðarvönd úr villtum blómum og héngu litlir<br />

rammar með myndum af mömmu og pabba í honum.“ Móðir<br />

Sigríðar lést árið 2019. „Vinkona mín hafði sagt að ég mætti ekki<br />

fara að gráta þegar ég sæi brúðarvöndinn og ég hugsaði með<br />

mér að ég hefði oft séð blóm og að ég færi ekki að grenja út af<br />

einhverjum blómum. Þegar ég sá vöndinn þá þurfti ég að taka<br />

mig taki þar sem ég var nú nýkomin úr förðun.“<br />

Sigga hefur unnið sem fasteignasali í 19 ár og alltaf undir merkjum<br />

RE/MAX.<br />

„Mér gengur rosalega vel sem fasteignasali þannig að mér líður<br />

mjög vel í þessu starfi, enda vinn ég með frábæru fólki sem mér<br />

þykir vænt um. Starfið hentar mér vel, enda á ég gott með að<br />

tala við fólk sem ég þarf að gera mikið af í þessu starfi.“<br />

Hún er spurð hvað einkenni góðan fasteignasala.<br />

„Hann þarf að vera með þjónustulund og hann þarf að stundum<br />

að vera hálfgerður sálfræðingur þar sem hann er að vinna fyrir<br />

fólk í alls konar aðstæðum; það getur verið dauði í fjölskyldunni<br />

eða skilnaður. Þetta geta verið mjög erfiðar aðstæður og hann<br />

þarf að sýna fólki virðingu og vera á tánum. Markaðurinn er<br />

misjafn. Stundum gengur vel að selja en stundum þarf að vera á<br />

tánum ef það eru niðursveiflur á fasteignamarkaðnum.“<br />

20

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!