23.11.2023 Views

Kraftaverk - Tímarit Omega - 1 tölublað nóvember 2023

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Fjölskyldan.<br />

Hjónin Sigga og Júníus Guðni Erlendsson. Um ástina segir hún: „Fyrst er<br />

hún fiðringur og svo er hún öryggi og virðing og vera að stefna að sama<br />

markmiði.“<br />

Bænin það sterkasta<br />

Sigga er spurð hvað Guð sé í huga hennar.<br />

„Í mínum huga er Guð skapari himins og jarðar. Ég veit að það er<br />

ekki „in“ í dag að segja það; ég trúi náttúrlega á Jesú og ég trúi<br />

að hann hafi dáið á krossinum og risið upp aftur. Ég trúi þessum<br />

hlutum. Kannski finnst fólki maður vera „naiv“; en ég hef upplifað<br />

þannig hluti og það getur enginn tekið það frá mér. Ég er ekki í<br />

neinu samfélagi í dag og ég fer ekki á samkomur,“ segir Sigga sem<br />

gekk úr Krossinum á sínum tíma. „Þetta er bara mín trú og ég ól<br />

barnið mitt upp í þessu og hann tekur svo ákvörðun um hverju<br />

hann vill trúa. Fyrir mér er Guð eitthvað sem ég leita til. Fyrir<br />

mér er Guð bara alheimurinn. Guð er það góða í heiminum.“<br />

Var Jesús eingetinn?<br />

„Já, ég trúi því að hann hafi verið getinn af Guði. Það er mín trú.<br />

Fólk verður að meta sjálft hverju það trúir en fyrir mér er þetta<br />

mjög einfalt dæmi. Ég bara trúi þessu og ef ég hef rangt fyrir mér<br />

þa hef ég bara rangt fyrir mér.“<br />

Sigga hefur gengið í gegnum ýmis áföll og þá hefur trúin hjálpað.<br />

„Bænin er það sterkasta í mínu lífi. Mér finnst ég alltaf ná að<br />

núllstilla mig þegar ég sest niður og bið. Sumir fara í innhverfa<br />

íhugun. Og ég geri það að vissu leyti en með trúna að vopni.<br />

Fólk leitar í alls konar hluti en trúin er bara kjarninn í mér. Ég<br />

hef alveg rifið kjaft við Guð og verið ósátt við ýmislegt. En mér<br />

líður aldrei þannig að ég geti ekki talað við hann. Auðvitað hefði<br />

ég verið til í að sleppa sumu en það hefur líka gert mig ótrúlega<br />

sterkan einstakling að lenda í þessum hlutum. Og í raun og veru<br />

er ég þakklát fyrir þessa hluti í dag. En ég myndi ekki velja að<br />

ganga í gegnum þessa hluti en er samt þakklát fyrir reynsluna<br />

þegar upp er staðið. Ég held að ef fólk nær að vinna úr, nær að<br />

hreinsa sár sín og glíma við það þá held ég að það nái því að verða<br />

hamingjusamt. Við getum ekki alltaf verið í baksýnisspeglinum;<br />

ég var þar lengi og það var ógeðslega vont og gerði allt verra og í<br />

dag reyni ég að horfast í augu við erfiðar tilfinningar. Ef við erum<br />

alltaf að hanga í sársaukanum þá náum við ekki að lifa í núinu.<br />

Ég hafði ekkert val; ég gat ekki komið í veg fyrir að pabbi minn<br />

dæi og ég hef ekkert val um það hvernig aðrir koma fram við mig<br />

en ég hef vald yfir því hvernig ég tek á því. Ég var ekki þannig<br />

en ég er þannig í dag. Ég segi mína skoðun og ég læt hana í ljós.<br />

Ef einhver fer yfir strikið þá nenni ég ekki að vera í einhverjum<br />

særindum og leiðindum. Ég bara segi mína skoðun og þá veit fólk<br />

hvar það hefur mig.“<br />

Ástin<br />

Sigríður Guðnadóttir er frú. Er gift. Eiginmaðurinn er Júníus<br />

Guðni Erlendsson og eiga þau einn son. Fyrir átti Júníus tvær<br />

dætur. Sigga segir að Júníus hafi verið stoð sín og stytta í gegnum<br />

öll sín erfiðu mál.<br />

„Við kynntumst fyrir 24 árum. Ég var að syngja og hann fór<br />

að spjalla við mig. Ég heillaðist af frekjuskarðinu.“ Hlátur. „Svo<br />

fórum við að vera saman. Hann er yndislegur og góður maður<br />

sem hefur gefið mér það besta sem ég á lífinu, son okkar og<br />

stelpurnar okkar.“ Dæturnar eiga menn og eru barnabörnin tvö.<br />

„Ég lifi rosalega fínu og hamingjusömu fjölskyldulífi í dag.“<br />

Hvað er ástin?<br />

„Fyrst er hún fiðringur og svo er hún öryggi og virðing og vera<br />

að stefna að sama markmiði. Ástin; það er ekki alltaf allt á bleiku<br />

skýi. Það eru alls konar hlutir sem ganga á í lífinu eins og gerist<br />

og gengur. Hversdagsleikinn og allt þetta. Þannig að stundum er<br />

ástin val og stundum er hún öryggi og það að byggja upp heimili<br />

18

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!