23.11.2023 Views

Kraftaverk - Tímarit Omega - 1 tölublað nóvember 2023

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

„Hann er yndislegur og góður maður sem hefur gefið mér það besta sem ég á lífinu, son okkar og stelpurnar okkar.“ (Mynd: Tinna Björt.)<br />

grín að mér sem er skiljanlegt þegar stelpa með sítt hár mætir í<br />

skólann í pilsi. Krakkar eru bara krakkar. En ég átti líka góða vini<br />

í skólanum. Ég var allt öðruvísi en hinir krakkarnir. Ég fermdist<br />

ekki, ég fór ekki á böll og ég fór í fyrsta skipti í bíó þegar ég var 21<br />

árs; með einni undantekningu þegar ég var 14 ára. Það var ekkert<br />

út af því að mamma væri að banna mér það. Ég var bara inni í<br />

þessu samfélagi og fólk var ekkert að gera þessa hluti. Ég upplifði<br />

aldrei eins og ég hefði misst af einhverju. Ég er að mörgu leyti<br />

fegin að ég var ekki að drekka mig fulla niðri í bæ á þessu tímabili<br />

þegar maður hafði engan þroska í það. Það var áfangaheimili sem<br />

Krossinn rak, og kynntist ég mörgum sem voru að koma sér út í<br />

lífið eftir neyslu og slíkt, og þar var strákur sem sagði að ef ég<br />

myndi prófa dóp þá yrði ég rosaleg. Ég held að þessi setning hafi<br />

haldið mér frá því. Ég var úti um allar trissur að syngja og það<br />

var mikið djamm í kringum það en ég prufaði aldrei neitt svona.<br />

Ef ég geri eitthvað þá geri ég það af fullum krafti og þegar fólk<br />

er brotið í sér þá er auðvelt að fara út í þetta. Maður skilur það.<br />

Það var svo mikið af frábæru og yndislegu fólki í Krossinum sem<br />

mér þykir svo ofboðslega vænt um. Ég verð pirruð þegar fólk<br />

spyr hvað ég hafi verið að spá og hvaða rugl þetta sé; þetta var<br />

ekki rugl fyrir okkur. Þetta var gert af heilu hjarta og heilum hug.<br />

En að sjálfsögðu komu tímabil í lífi mínu þegar mig langaði ekki<br />

til þess að vera í þessu lengur þannig að ég fór úr Krossinum eftir<br />

að mikið var búið að ganga á.“<br />

Sigga segist hafa orðið fyrir trúarreynslu á unglingsárunum. „Þá<br />

fannst mér ég upplifa nærveru einhvers æðra. Það var einhver<br />

tímapunktur þegar ég fattaði að ég tryði; það er erfitt að lýsa<br />

því þegar maður upplifir eitthvað svona andlegt. En ég fann það<br />

seinna eftir ýmis áföll í fjölskyldunni og var komin úr Krossinum<br />

að ég varð að finna trúna upp á nýtt. Mér fannst ég ekki vera<br />

trúlaus en ég vissi ekki hverju ég trúði. Þetta var um 10 ára tímabil<br />

en ég fann það svo aftur síðar meir að trúin fer ekkert frá mér. Ég<br />

held fast í hana og trúi af öllu hjarta.“<br />

15

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!