23.11.2023 Views

Kraftaverk - Tímarit Omega - 1 tölublað nóvember 2023

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

Greinar og vitnisburðir um kristna trú og kraftaverk.

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Sigríður Guðnadóttir, Sigga Guðna, fæddist og ólst upp í Hafnarfirði<br />

og er yngst átta systkina og þar af er ein hálfsystir sem er elst.<br />

„Ég átti rosalega góða æsku og á bara góðar minningar frá því<br />

ég ólst upp. Pabbi og mamma voru með sælgætisgerð sem hét<br />

Valsa og var mamma heimavinnandi. Hún var lærður kennari en<br />

fór að hugsa um börn og bú. Pabbi dó þegar ég var sex ára. Það<br />

var rosalegt högg fyrir fjölskylduna. Hann var mikill pabbi og hélt<br />

vel utan um allt og allt í einu þurfti mamma að fara að vinna úti,<br />

en hún seldi verksmiðjuna, og þurfti hún oftast að vera í fleiri en<br />

einu starfi til þesss að halda þessu öllu gangandi enda með fimm<br />

börn heima þegar pabbi dó. Mamma var duglegasta, öflugasta og<br />

kærleiksríkasta kona sem ég hef nokkurn tíma hitt á minni ævi og<br />

stóð hún sig eins og hetja við að halda öllu gangandi. Aldrei skorti<br />

okkur neitt.“<br />

Sigga er spurð um sorgina. Sorg lítillar stelpu.<br />

„Ég held ég hafi ekki gert mér grein fyrir sorginni þá en ég gerði<br />

mér grein fyrir henni seinna í lífinu. Ég vann aldrei úr því þegar<br />

pabbi dó og fór kannski að treysta á fólk sem var ekki treystandi.<br />

Karlímyndir í mínu lífi brugðust mér af því að ég var að reyna að<br />

leita að þessari pabbaímynd, öryggi, þegar ég var krakki. Og ég<br />

finn að ég er ennþá svolítið að díla við það; það er ekkert langt<br />

síðan ég fór í rauninni að díla við þessa sorg. Það eru kannski<br />

10 - 12 ár síðan og ég finn það alveg að þetta er mesta sjokk sem<br />

barn getur orðið fyrir. Ég var mikil pabbastelpa og allt í einu hvarf<br />

ein mikilvægasta manneskja úr lífi mínu og maður situr eftir með<br />

tómleikann. Til að vinna í svona sorg þarf að feisa það og í mínu<br />

tilfelli hef ég verið að vinna í því með Guðs hjálp og góðra manna.<br />

Það hefur hjálpað mér að vera trúuð.“<br />

Hún segist hafa upplifað höfnunartilfinningu í gegnum tíðina og<br />

tengir það við föðurmissinn. „Ég held ég hafi upplifað alls konar<br />

höfnunartilfinningar í gegnum lífið á svolítið sterkari hátt en þeir<br />

sem hafa ekki upplifað missi svona ungir.“<br />

Hún fór ekki í jarðarförina.<br />

„Ég var ofboðslega mikil skotta og það gustaði af mér þannig að<br />

mér var ekki treyst til þess að fara í jarðarförina. Ég var mjög<br />

aktívt barn.“<br />

Hún talaði um að karlímyndir í lífinu hafi brugðist sér.<br />

„Barn var að leita að viðurkenningu hjá karlímyndum. Þá varð<br />

maður uppáþrengjandi. Það er enginn sem getur fyllt skarð pabba<br />

manns sem deyr. Ég leitaði eftir öryggi hjá körlum í fjölskyldunni<br />

sem þeir gátu ekki veitt mér. Það voru allir yndislegir við mig en<br />

það var ekkert skarð fyllt, enda gat það enginn. Litla stelpan var<br />

bara að öskra á athygli. Ég held ég hafi oft farið yfir strikið með<br />

athyglissýkina á þessum tíma. Ég er með athyglissýki í dag en er<br />

meira „down to earth“,“ segir Sigga og hlær.<br />

Hana fór snemma að dreyma um að verða söngkona eða<br />

fjölmiðlakona.<br />

„Ég held að hluti af því að vilja verða söngkona tengist<br />

föðurmissinum af því að mér fannst gott að fá athyglina og að<br />

fólk væri að hrósa mér. „Vá hvað þú syngur vel.“ Maður var alltaf<br />

að leita eftir viðurkenningu. Ég hef oft hugsað um hvort þessi<br />

þörf fyrir athygli sé hluti af því.“<br />

Allt öðruvísi en hinir krakkarnir<br />

Hún segist hafa verið alin upp í trúnni.<br />

„Ég ólst upp í þessu alveg frá blautu barnsbeini.“<br />

Sigga fylgdi foreldrum sínum í Fíladelfíu og síðar móður á<br />

samkomur í Krossinum en móðir hennar var einn af stofnendum<br />

Krossins sem var stofnaður þegar Sigga var níu ára.<br />

„Ég var ekkert að spekúlera. Þetta var bara minn veruleiki. Ég<br />

man lítið eftir Fíladelfíu-tímabilinu. Ég var það ung. Að mörgu<br />

leyti var mjög gott að vera í Krossinum. Þetta var mjög verndað<br />

samfélag þannig og þess vegna eru margir af mínum bestu vinum<br />

í dag fólk úr Krossinum.<br />

14<br />

Á þessum tíma gengu konur í Krossinum í pilsi, voru ómálaðar<br />

og voru með sítt hár með fullri virðingu fyrir öllu því og það var<br />

ekkert flókið fyrir mig. Og ef fólk er að gera hlutina fyrir Guð<br />

þá ber ég fulla virðingu fyrir því. En það var mjög erfitt fyrir mig<br />

þegar ég mætti í skólann í pilsi. Ég varð ekki fyrir hörðu einelti<br />

en það var einelti að vissu leyti ef maður fer að horfa til baka. Ég<br />

er bara þannig týpa að mér er alveg sama hvað fólk segir um mig<br />

svona oftast þannig að ég var ekki að taka þetta mjög mikið inn á<br />

mig. En það voru einhverjar stelpur og einhver hópur sem gerði

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!