20.09.2023 Views

Omega-Frettabref

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

<strong>Omega</strong><br />

Fréttabréf<br />

Ágæti vinur,<br />

Ég sendi þér bestu kveðjur frá Sjónvarpsstöðinni <strong>Omega</strong>.<br />

Ég hef góðar fréttir að færa. Við erum að gefa út blað með vitnisburðum frá fólki<br />

sem hefur eignast lifandi trú á Jesú Krist og uppbyggilegum trúarstyrkjandi greinum.<br />

Fyrir nokkum árum gaf <strong>Omega</strong> út blað sem hét Betra land. Blaðinu var dreift inn á<br />

hvert einasta heimili í landinu. Við erum Guði ævinlega þakklát fyrir þá sem hjálpuðu<br />

til með þá öflugu boðun inn á heimili landsmanna Guði til dýrðar.<br />

Nú erum við enn á ný að hefjast handa og væntanlega kemur blaðið út í ágúst n.k. Í<br />

blaðinu verður kynning á Sjónvarpsstöðinni <strong>Omega</strong> og þeim mikilvæga boðskap sem<br />

þar er til staðar.<br />

Það eru einstök forréttindi að geta átt hlutdeild í því að miðla fagnaðarerindinu til<br />

íslensku þjóðarinnar. Við viljum hvetja alla vini okkar, til að biðja fyrir þessu<br />

mikilvæga útbreiðslustarfi.<br />

Það er augljóst mál að við lifum á síðustu tímum þar sem við væntum þess að<br />

Jesús komi til baka. Öll tákn benda til þess að tíminn sé stuttur.<br />

Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að ná til þjóðarinnar með<br />

góðan og heilbrigðan boðskap, sem færir fólk nær Guði og hjálpar því að eignast<br />

lifandi trú á Jesú Krist.<br />

Baráttan hefur oft verið hörð. Í morgun þá las ég gott og uppbyggilegt orð sem ég<br />

vil miðla mér þér. Það segir í Jakobsbréfi:<br />

“Sæll er sá maður sem stenst freistingu og reynist hæfur. Guð mun veita honum<br />

kórónu lífsins sem Hann hefur heitið þeim er elska Hann.“<br />

Margoft lesum við í orði Guðs vers, þar sem Guð er að hvetja okkur til dáða. Guð<br />

hvetur okkur til að treysta Honum og halda áfram því verki sem Hann hefur kallað<br />

okkur til.<br />

Það besta sem við getum gert er að sækja fram og gefa ekkert eftir.<br />

Guð blessi þig og launi þér ríkulega fyrir hlutdeild þína í þessu mikilvæga<br />

útbreiðslustarfi.<br />

Vinarkveðja,

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!