18.09.2023 Views

Betra land - 3 Tbl. febrúar 2016

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Steven L. Shelley biður fyrir sjúkum<br />

og predikar í beinni útsendingu á Sjónvarpsstöðinni OMEGA<br />

15., 16. og 17. <strong>febrúar</strong> n.k. kl. 20:00 alla dagana.<br />

Prentað í 85 þúsund eintökum<br />

<strong>Betra</strong> <strong>land</strong><br />

2. árgangur 1. tölublað <strong>febrúar</strong> <strong>2016</strong><br />

Sjö ára bað hann<br />

fyrst fyrir sjúkum<br />

og þeir fengu lækningu<br />

Steven L. Shelley<br />

Yfirnáttúruleg<br />

köllun<br />

Ísrael - lykilhlutverk<br />

Ís<strong>land</strong>s<br />

„Hvernig gat það gerst, að litla<br />

eyjan okkar ætti eftir að hafa svo<br />

afgerandi áhrif á sögu Ísraels.> 12<br />

Bæklað barn<br />

borið í kirkju<br />

Og guðsþjónustan sem hann<br />

hafði lokið, var að yrkja sálm:<br />

„Ég kveiki á kertum mínum.“ > 10<br />

Kærleikur byrjar<br />

í fjölskyldunni<br />

„Jesús biður okkur að leggja á okkur<br />

fórnarverk. Það gerði hin blessaða<br />

mær María.“ > 15<br />

Drengur reistur<br />

upp frá dauðum<br />

Kraftaverk í heimsókn<br />

Branhamhópsins til Finn<strong>land</strong>s<br />

árið 1950. > 6


Leiðari<br />

Þetta má ekki láta ósagt<br />

nokkrum einasta manni!<br />

<strong>Betra</strong> <strong>land</strong> er blað sem við viljum að<br />

berist inn á heimili <strong>land</strong>smanna.<br />

Tilgangurinn er að efla Kristindóminn<br />

í <strong>land</strong>inu, enda trúum við því<br />

að velferð <strong>land</strong>smanna hvíli á þeim grundvelli<br />

sem lagður var, þegar þjóðin gerðist<br />

Kristin árið 1000. Sigurbjörn Einarsson<br />

biskup sagði eitt sinn í ræðu: „Allir menn<br />

þurfa að fá tækifæri til þess að kynnast Jesú<br />

Kristi, sem kom úr ljóssins heimi og varð<br />

ljós mannanna. Allir þurfa að þekkja þann<br />

kærleika sem græddi menn og vakti vonir<br />

sem ekki bregðast og Hann lét ekki staðar<br />

numið á morðtóli krossins, heldur sigraði<br />

dauðann og dró til sín fallna syni og dætur<br />

föður okkar allra og leiddi í óslitinni sigurför<br />

héðan og til eilífðar Guðs. Þetta má ekki<br />

láta ósagt nokkrum einasta manni.“<br />

Útgefandi: Sjónvarpsstöðin Omega Ritstjóri: Guðmundur Örn Ragnarsson Ábyrgðarmaður: Eiríkur Sigurbjörnsson Prentun: Landsprent Upplag: 85.000<br />

Steven L. Shelley<br />

Steven L. Shelley predikar og biður fyrir sjúkum<br />

í beinni útsendingu á Sjónvarpsstöðinni OMEGA<br />

15., 16. og 17. <strong>febrúar</strong> n.k. kl. 20:00 alla dagana.<br />

Markmið okkar er að halda áfram að gefa út blaðið <strong>Betra</strong> <strong>land</strong> með<br />

trúarstyrkjandi og uppörvandi greinum til blessunar fyrir <strong>land</strong> og þjóð.<br />

Við hvetjum alla<br />

þá sem vilja leggja hönd<br />

á plóginn að senda inn<br />

stuðning:<br />

Reikn. 0113-26-25707<br />

Kt. 630890-1019<br />

Einnig er hægt að hringja<br />

í síma 800 9700<br />

2 betra <strong>land</strong> <strong>febrúar</strong> <strong>2016</strong><br />

Þátttaka þín er ómetanleg!


Sjö ára<br />

bað hann fyrst fyrir sjúkum<br />

og þeir fengu lækningu<br />

Lækningapredikarinn Steven L.<br />

Shelley fæddist árið 1968. Foreldrar<br />

hans áttu þá ekki biblíulega trú. Það<br />

var í gegnum kennslu og kærleik föðurömmu<br />

hans sem hann lærði sannleikann<br />

um Jesú Krist og að dauði<br />

Hans á krossinum tæki í burt syndir<br />

þeirra sem á hann treysta.<br />

Strax frá bernsku hafði Steven óvenjulega<br />

þrá eftir að heyra Orð Guðs. Þegar<br />

hann var þriggja ára birtist Jesús honum<br />

í svefnherbergi hans. Hér eru hans<br />

eigin orð um það sem gerðist: „Þegar Jesús birtist<br />

þetta kvöld var ég þriggja ára gamall. Hann<br />

var ‚á lofti‘ yfir gólfinu rétt við dyrnar. Það greip<br />

mig mikill ótti og óttinn var svo raunverulegur<br />

að ég fann blóðbragð í munninum. Ég snéri<br />

mér yfir á magann og gróf andlit mitt í koddann.<br />

Hann lenti, ég get ekki lýst því öðruvísi, og ég<br />

heyrði fætur Hans snerta gólfið mjúklega. Þá<br />

heyrði ég fótatak Hans þegar Hann gekk yfir<br />

gólfdúkinn á gólfinu. Gólfdúkurinn var svolítið<br />

klístraður og ég heyrði fætur Hans límast<br />

aðeins við gólfið þegar Hann gekk. Allt í einu<br />

heyrði ég ekkert hljóð og áttaði mig á því, í litla<br />

þriggja ára huganum, að Hann væri að ganga<br />

yfir gulu gólfmottuna. Áður en Hann kom að<br />

rúminu heyrði ég svo þrjú til fjögur límkennd<br />

fótatök þegar Hann steig af gulu gólfmottunni<br />

og gekk yfir gólfdúkinn.<br />

Ég snéri mér skjálfandi við og sá andlit Hans.<br />

Þegar ég gerði það, stóð Hann hægra megin<br />

við rúmið mitt. Þegar ég leit upp á andlit Hans<br />

var ekki mögulegt að vera hræddur lengur.<br />

Allur ótti var horfinn. Hann rétti út hönd sína<br />

Steven og Stacy Shelley.<br />

og snerti mig aftan á hálsinn. Þetta var ekki<br />

draumur eða sýn, ég var glaðvakandi og fann<br />

þunga handar Hans og hvernig Hann tók utan<br />

um háls minn aftanverðan. Allur ótti og kvíði<br />

var horfinn. Þetta virtist í framhaldinu eitt hið<br />

eðlilegasta sem hafði gerst í lífi mínu. Svo sagði<br />

Hann mér frá hlutum sem væru framundan í<br />

lífi mínu. Að faðir minn myndi skilja við móð-<br />

betra <strong>land</strong> <strong>febrúar</strong> <strong>2016</strong><br />

3


ur mína. Hann sagði mér að ég yrði kallaður af<br />

Guði til þjóða heimsins og hver þjónusta mín<br />

yrði. Sumt af því sem hann sagði mér hef ég<br />

aldrei talað um við nokkurn mann vegna þess<br />

að það myndi ekki þjóna miklum tilgangi. En<br />

þessi kynni mín af Guði settu stefnuna fyrir allt<br />

líf mitt.“<br />

Þessu næst fór Steven litli að hlusta tímunum<br />

saman á ræður predikara og lærði loks að<br />

lesa Biblíuna sjálfur. Oft heyrðist til drengsins<br />

biðja af sérstakri innlifun, þroska og trú. Fljótlega<br />

fór öll fjölskylda hans að njóta blessunar<br />

af bænheyrslum sem hann fékk. Hann var aðeins<br />

sjö ára þegar hann fylltist heilögum anda<br />

og eldi. Móður sinni og fjölskyldu til mikillar<br />

undrunar, byrjaði hann að prédika og biðja<br />

fyrir sjúkum í kirkjunni sem föðuramma hans<br />

veitti forstöðu. Margir frelsuðust og læknuðust<br />

þegar í upphafi. Beiðnir tóku að streyma inn<br />

frá nágrannakirkjum um að hann kæmi með<br />

þjónustu sína til þeirra. Jafnvel kirkjur í öðrum<br />

fylkjum Bandaríkjanna báðu um að drengurinn<br />

kæmi í heimsóknir til þeirra. Hinn sjö ára<br />

gamli Steven þurfti að hafa meðferðis stóran<br />

trékassa til þess að standa á við ræðupúltin.<br />

Steven L. Shelley sem nú er staddur hér<br />

á <strong>land</strong>i, er kristinn forstöðumaður frá<br />

Alabama í Bandaríkjunum. Hann predikar<br />

og biður fyrir sjúkum í beinni útsendingu<br />

á Sjónvarpsstöðinni OMEGA 15., 16., og 17.<br />

<strong>febrúar</strong> n.k. kl. 20:00 alla dagana.<br />

Steven varð forstöðumaður í hvítasunnukirkju<br />

aðeins sautján ára gamall. Hann þjónaði<br />

sem trúboði á unglingsárum sínum, um<br />

gjörvalla austurströnd Bandaríkjanna, í kirkjum<br />

og á tjaldsamkomum.<br />

Í fjörutíu ára þjónustu (frá sjö ára aldri) hefur<br />

hann séð kraftaverk í þeim mæli, sem fáir<br />

af hans kynslóð geta persónulega vitnað um<br />

að hafa séð. Meðal þess sem hefur gerst, er<br />

að krabbameinsæxli hverfa úr líkama fólks,<br />

blindir fá sýn, heyrnarlausir fá heyrn, alnæmissjúklingar<br />

læknast algjörlega og hljóta<br />

endurreisn, fólk losnar undan valdi illra anda<br />

og dauðir rísa upp til lífs. Það kann að vera að<br />

þessi kraftaverk gerist ekki í jafn miklum mæli<br />

nú og áður var, en bróðir Shelley trúir því að<br />

við séum að ganga inn í tímabil, á þessari öld,<br />

þar sem kraftur Guðs verður sýnilegur á öflugan<br />

hátt til að frelsa og lækna svo að sálir<br />

megi verða hólpnar.<br />

Maður rís upp úr hjólastól<br />

Hér er vitnisburður um þjónustu Steven með<br />

hans eigin orðum: „Ég hafði lokið vakningasamkomum<br />

í ‚Church of Living Waters‘ (Kirkju<br />

lifandi vatns), spænskri kirkju í Naples á Flórída,<br />

þar sem hundruð manna sóttu samkomur<br />

í tjaldi svo vikum skipti. Nú var ég að þjóna í<br />

tjaldi í Fort Myers á Flórída. Á meðan ég var að<br />

prédika eitt kvöldið kom sendibíll akandi að<br />

tjaldsvæðinu og út úr honum kom kona sem fór<br />

4 betra <strong>land</strong> <strong>febrúar</strong> <strong>2016</strong><br />

að hlið bílsins þar sem lyfta lét hjólastól síga<br />

niður. Í hjólastólnum var fjölfatlaður maður.<br />

Við höfðum leigt færanleg salerni og þau<br />

höfðu séð þau frá veginum og numið staðar til<br />

þess að tæma stómapokann hans. Hann gat<br />

hvorki notað hendur né fætur og höfuð hans<br />

hallaði til hliðar en hann ók hjólastólnum með<br />

því að blása í rör sem stjórnaði hreyfingum<br />

stólsins.<br />

Síðar komst ég að því að hann hafði sagt við<br />

konuna sína: ‚Það er eitthvað sem dregur mig<br />

að þessari samkomu. Hvers vegna förum við<br />

ekki bara inn og komum okkur fyrir aftast?<br />

Hvers vegna förum við ekki að útjaðri tjaldsins?<br />

Mig langar til að heyra hvað er um að vera<br />

þarna inni.‘<br />

Konuna langaði ekki til þess. Það var kvöld,<br />

hún var þreytt og átti ennþá eftir að aka í átta<br />

til tíu tíma en samþykkti þó að gera þetta. Hún<br />

sagði mér seinna: ‚Eitthvað í hjarta mínu sagði<br />

að það væri betra að láta eftir þessari bón hans.‘<br />

Hún sagðist hafa talið á þessum tíma að hún<br />

Þannig að ég ákvað að<br />

það væri eins gott að gera<br />

eitthvað í því og ég bauð<br />

Jesú inn í hjarta mitt þegar<br />

ég lá þarna.‘ Hann sagði<br />

við Jesú: ‚Drottinn, ég skal<br />

þjóna þér það sem eftir er<br />

lífs míns.<br />

væri að missa hann vegna þess að líffæri hans<br />

væru að gefa sig og hún vildi ekki valda neinni<br />

streitu á milli þeirra þannig að hún fór með<br />

honum inn.<br />

Ég var þarna að prédika og hjólastóllinn kom<br />

inn aftast í tjaldið. Maðurinn gat talað en lömunin<br />

hafði þau áhrif að rödd hans var mjög<br />

óskýr og á meðan ég var að prédika hrópaði<br />

hann eitthvað sem við gátum ekki heyrt greinilega.<br />

Forstöðumaður kirkjunnar og eiginkona<br />

hans voru hrædd um að maðurinn myndi<br />

trufla samkomuna en eitthvað í hjarta mínu<br />

sagði mér að hann væri ekki þarna til að valda<br />

truflun. Ég gerði þá hlé á prédikun minni og<br />

hlustaði vandlega á hann og heyrði hann segja:<br />

‚Ég sé Jesú.‘ Systir sem ég þekkti á samkomunni<br />

sagði: ‚Bróðir Shelley, hann sagðist sjá Jesú.‘<br />

Ég sagði: ‚Herra minn, sagðist þú hafa séð<br />

Jesú?‘<br />

‚Já,‘ svaraði hann, ‚Jesús stendur beint fyrir<br />

aftan þig.‘ Þegar hann sagði þetta blés hann í<br />

rörið og ók hjólastólnum inn í tjaldið. Svo nam<br />

hann allt í einu staðar á miðri leið og hrópaði<br />

allan tímann: ‚Ég sé Jesú. Ég sé hann standa<br />

beint fyrir aftan þig. Hann sagði mér að koma<br />

til sín.‘<br />

Svo byrjaði hann að tala við Jesú. Ég snéri<br />

mér við til að sjá hvort ég sæi Drottin. Ég sá<br />

hann ekki en var með gæsahúð um mig allan<br />

þannig að ég vissi að Jesús væri vissulega nálægt<br />

mér.<br />

Hann sagði: ‚Jesús, ég kem,‘ og svo stóð hann<br />

upp. Konan hans datt yfir stólinn og einhver<br />

flýtti sér að hjálpa henni á fætur og hún byrjaði<br />

að öskra. ‚Þetta getur ekki verið, þetta getur<br />

ekki verið. Hann getur ekki staðið, hann getur<br />

ekki staðið.‘ Allan tímann stóð hann þarna á<br />

rafknúna hjólastólnum og skalf.<br />

Ég byrjaði að tala við hann og spurði: ‚Hvað<br />

sagði Jesús?‘<br />

Hann sagði: ‚Hann sagði mér að koma til sín.<br />

Hann ætlaði að lækna mig.‘<br />

Ég sagði: ‚Komdu þá,‘ og benti honum að<br />

koma. Hann steig af farartækinu og byrjaði<br />

að taka óstöðug skref. Ég sá að hendur hans<br />

skulfu. Svo sá ég hann ná meira og meira jafnvægi<br />

og hann hélt út hönd sinni og ég sá hana<br />

opnast.<br />

Það næsta sem ég man er að ég horfði yfir<br />

hópinn. Ég hafði gleymt að ég væri á samkomu,<br />

hafði gleymt því hvar ég var. Ég gleymdi því að<br />

þarna væri nokkur nema hann, ég og Jesús og<br />

eiginkona mannsins, sem lá á gólfinu. Það var<br />

verið að hjálpa henni á fætur.<br />

Allt í einu tók ég eftir því að klappstólar flugu<br />

um loftið þegar fólk stökk á fætur og hrópaði<br />

í undrun, hoppaði, dansaði og kallaði. Fólk<br />

henti bara stólunum í allar áttir. Sumir misstu<br />

af þessu öllu saman vegna þess að þeir voru<br />

svo uppnumdir af stundinni.<br />

Svo byrjar hann að ganga í átt til mín. Guð<br />

læknaði og leysti manninn á undraverðan hátt.<br />

Við báðum hann að vera um nóttina og koma<br />

aftur daginn eftir til að sjá hvað Jesú gerði<br />

fyrir hann. Það var farið með hann á hótel og<br />

morguninn eftir kom hann gangandi inn á<br />

samkomuna. Fagnaðarlæti brutust út aftur. Ég<br />

sagði við hann: ‚Viltu koma og deila einhverju<br />

með okkur áður en við förum í Orðið?‘<br />

Hann sagðist vilja gera það.<br />

Hann gekk upp án aðstoðar (gat notað bæði<br />

hendur og fætur), tók hljóðnemann og brast<br />

í grát. Svo sagði hann frá því hvernig hann<br />

hafði særst svo illa í Víetnamstríðinu að<br />

hann var nær hjálparvana á eftir. Hann sagði:<br />

‚Stundum fannst mér að það hefði verið betra<br />

ef ég hefði líka orðið heiladauður, vegna þess<br />

að þetta var svo mikil kvöl. Heilinn var það<br />

eina sem virkaði og kvöl þess að ekkert annað<br />

virkaði gerði mig nánast sturlaðan.‘<br />

Svo sagði hann: ‚Í morgun vaknaði ég fullkomlega<br />

læknaður.‘<br />

Það síðasta sem ég sagði við hann, þegar<br />

við settum dótið hans í bílinn kvöldið áður<br />

þegar við útveguðum þeim hótelherbergi,


Shelley fjölskyldan.<br />

var: ‚Óvinurinn (Satan) kemur aftur til þín<br />

og þegar hann gerir það, verður þú að vera<br />

sterkur.‘ Enginn hafði rætt við hann um það<br />

að vera kristinn. Enginn hafði spurt hann að<br />

því. Hann þjónaði ekki Drottni og hafði ekki<br />

verið að þjóna Drottni. Hann hafði verið fullur<br />

beiskju. Ég ræddi við hann um óvininn sem<br />

kæmi aftur og myndi reyna að ræna hann<br />

lækningunni.<br />

Hann sagði: ‚Ég fór í rúmið með mikinn<br />

ótta í hjarta mínu um að ég myndi vakna um<br />

morguninn og þetta væri allt búið og ég yrði<br />

kominn aftur í það ástand sem ég hafði verið<br />

í áður.‘<br />

Hann sagði: ‚Þannig að ég ákvað að það<br />

væri eins gott að gera eitthvað í því og ég bauð<br />

Jesú inn í hjarta mitt þegar ég lá þarna.‘ Hann<br />

sagði við Jesú: ‚Drottinn, ég skal þjóna þér það<br />

sem eftir er lífs míns.‘<br />

Svo sagði hann: ‚Ég fór að sofa í fullkomnum<br />

friði og svaf eins og barn. Þegar ég vaknaði<br />

um morguninn var allt í góðu lagi ennþá.‘<br />

Og hann sagði: ‚Ég fór niður, gekk niður í móttökuna<br />

og borðaði morgunkorn með konunni<br />

minni. Ég tók skeiðina sjálfur og borðaði með<br />

henni.‘<br />

Og hann sagði: ‚Sjáið skyrtuna mína.<br />

Árum saman var ég með matarbletti framan<br />

á mér vegna þess að þegar konan mín reyndi<br />

að mata mig gat ég ekki alltaf beitt munninum<br />

rétt til þess að maturinn kæmist inn.<br />

Þess vegna var ég alltaf með matarslettur á<br />

mér eftir morgunmat, hádegismat og kvöldmat.<br />

En sjáið núna, ég sullaði engu niður á<br />

mig. Ég borðaði sjálfur.‘ Bati hans hélt svo<br />

áfram. Þau voru hjá okkur næstu vikur á<br />

tjaldsamkomunum og margir bættust í hópinn<br />

vegna þessa kraftaverks. Það voru einnig<br />

fleiri kraftaverk sem áttu sér stað á þessum<br />

samkomum.“<br />

Köllun fyrir Ís<strong>land</strong><br />

Fyrir mörgum árum síðan heyrði Steven um<br />

bróður sem boðaði fagnaðarerindið á Ís<strong>land</strong>i,<br />

og hefði sýn um að ná til annarra þjóða í gegnum<br />

kristilegt sjónvarp. Steven fékk strax mikinn<br />

áhuga á að hitta Eirík Sigurbjörnsson. Það<br />

var þó ekki fyrr en að hann hitti bróður Ólaf Jóhannsson<br />

í Jerúsalem, og heyrði um Sjónvarpsstöðina<br />

Omega og Gospel Channel á Ís<strong>land</strong>i<br />

sem nær um allan heim, að Shelley byrjaði að<br />

biðja og leita Guðs að ef það væri Hans vilji, þá<br />

myndi hann koma á tengingu á milli þeirra Eiríks.<br />

Þegar hann segir frá fyrstu samskiptum<br />

þeirra, minnist Shelley á að hann hafi beðið í<br />

rúm tvö ár eftir því að þessari bæn yrði svarað.<br />

Hann segir einnig að þegar símtalið barst<br />

loks um boð til Ís<strong>land</strong>s í fyrsta sinn, í júlí 2005,<br />

hafi hann sagt: „Sæll, ég hef beðið þessa símtals<br />

lengi.“<br />

New Hope Revival kirkjan<br />

Fjölmargar sálir hafa verið leiddar til frelsis<br />

vegna þjónustu Steven Shelley. Miðstöð kirkjunnar<br />

(New Hope Revival Ministries) hefur<br />

skráð þúsundir vitnisburða frá fólki sem hefur<br />

upplifað breytingu á lífi sínu í gegnum líkamlega<br />

og andlega lækningu og yfirnáttúruleg<br />

kraftaverk. Margir, þar á meðal forstöðumenn<br />

og leiðtogar, hafa hlotið hvatningu og uppörvun<br />

í trúnni til að fylgja köllun sinni eftir, Guði til<br />

dýrðar. Kirkjan er einnig með starf í Jerúsalem,<br />

sem heitir „Jerusalem Revival.“ Frá árinu 2003<br />

hefur Steven varið vikum og stundum nokkrum<br />

mánuðum í einu, í Jerúsalem og þjónað þar.<br />

Starf Steven Shelley hefur breiðst út um<br />

heiminn og nú hefur hann þjónað persónulega<br />

í nærri sjötíu löndum.<br />

betra <strong>land</strong> <strong>febrúar</strong> <strong>2016</strong><br />

5


Drengur reistur<br />

upp frá dauðum<br />

William Branham lenti í Helsinki í<br />

Finn<strong>land</strong>i, 14. apríl árið 1950. Nokkur<br />

fjöldi guðsþjóna var samankominn til<br />

að bjóða hann velkominn, þar á meðal<br />

Manninen forstöðumaður, sem hafði<br />

sent Bill fyrsta heimboðið og ungfrú<br />

May Isaacson, sem var finnsk-amerísk<br />

og ætlaði að vera túlkur Bill.<br />

Samkomurnar hófust það sama kvöld í<br />

stærsta samkomusal í Helsinki, Messuhalli<br />

salnum, sem tók um 25.000 manns<br />

í sæti. Fyrsta kvöldið komu aðeins um<br />

sjö þúsund manns. En það fór ekki hjá því að<br />

lækningarundrin sem menn urðu vitni að, höfðu<br />

mikil áhrif á þá sem tóku þátt í samkomunni þetta<br />

fyrsta kvöld. Vegna þess eins, að maður talaði við<br />

mann, þrefaldaðist áheyrendafjöldinn næsta<br />

kvöld.<br />

Bill var hissa á því hve frábrugðið Finn<strong>land</strong><br />

var Ameríku. Seinni heimsstyrjöldinni hafði lokið<br />

fyrir fimm árum, en efnahagur Finn<strong>land</strong>s var<br />

ekki enn búinn að ná sér á strik. Fólkið var fátækt.<br />

Það var lítið um mat. Það eftirtektarverðasta af<br />

öllu var að bílana vantaði. Þótt 20 þúsund manns<br />

fylltu Messuhalli salinn, þá taldi Bill aðeins tíu<br />

bíla á bílastæðinu fyrir utan. Fólkið kom fótgangandi<br />

eða á hjólum.<br />

Því miður varð fimm daga hlé á samkomunum,<br />

þar sem Messuhalli salurinn hafði þegar verið<br />

leigður út til annars.<br />

Meðan á þessu hléi stóð, fór Branhamhópurinn<br />

með gamalli lest til Kuopio, 350 km norður af<br />

Helsinki. Hún er borg, ekki langt frá norðurheimskautsbaug.<br />

Föstudaginn 21. apríl, annan dag Bill í Kuopio<br />

buðu prédikararnir, sem skipulögðu ferðina, honum<br />

í hádegisverð á veitingastað uppi á hinni háu<br />

Puijohæð. Vegna hinnar hörðu andlegu baráttu<br />

sem hann hafði háð kvöldið áður á fyrstu<br />

6 betra <strong>land</strong> <strong>febrúar</strong> <strong>2016</strong><br />

Á flugvellinum í Finn<strong>land</strong>i.<br />

samkomunni í Kuopio, var Bill að fasta, til að líkami<br />

hans mætti vera í nánara samfélagi við Guð<br />

fyrir samkomuna um kvöldið. Gegnum túlk sinn,<br />

May Isaacson, átti Bill ekki í neinum vandræðum<br />

með að hlusta og ræða við hina 30 prédikara sem<br />

sátu umhverfis veisluborðið. Borgarstjóri Kuopio<br />

var þar einnig og aðrir háttsettir fulltrúar borgarinnar.<br />

Gordon Lindsey hvatti Bill til að borða.<br />

„Nei, bróðir Lindsey, ég vil ekki borða fyrr en<br />

klukkan sex. En ég vil segja þetta. Eitthvað er um<br />

það bil að gerast. Ég veit ekki hvað það er, en ég<br />

finn það í anda mínum. Eitthvað andlegt er um<br />

það bil að eiga sér stað.“<br />

Hádegisverðinum lauk klukkan þrjú. Áður en<br />

þeir héldu aftur til Kuopio, klifu Bill og nokkrir<br />

aðrir stigann upp í útsýnisturn, til að skoða umhverfið.<br />

Fyrir utan borgina sáu þeir mörg vötn<br />

og greniskóga, sem breiddu úr sér svo langt sem<br />

augað eygði. Bill leit í kringum sig og sá að eitthvað<br />

var um að vera fyrir neðan Pouijohæðina.<br />

Það leit út fyrir að bíll hefði lent ofan í skurði. Fólk<br />

kom hlaupandi í áttina að bílnum, en Bill var of<br />

langt í burtu til að sjá hvað hefði gerst. Frá þessu<br />

sjónarhorni séð leit fólkið út eins og maurar, sem<br />

sveimuðu í kringum leikfang. Það voru aðeins<br />

tveir bílar uppi á Pouijohæðinni. Flestir prédikararnir<br />

höfðu komið með leigubílum, sem dregnir<br />

voru af hestum. Bill steig inn í einn af þeim ásamt<br />

Gordon Lindsey, Jack Moore, May Isaacson og<br />

finnska forstöðumanninum, Vilho Soininen. Það<br />

tók þá að minnsta kosti tuttugu mínútur að komast<br />

niður að rótum hæðarinnar. Þegar þeir komu<br />

að staðnum sem allt umstangið snerist um, þá var<br />

bíllinn, sem Bill hafði séð ofan í skurðinum, farinn.<br />

Hinum megin við veginn stóð hópur manna<br />

umhverfis litla veru, sem lá með útbreidda arma<br />

í grasinu.<br />

„Það lítur út fyrir að hér hafi orðið slys,“ sagði<br />

Soininen forstöðumaður. „Ef til vill getum við<br />

hjálpað til.“ Þeir stöðvuðu bílinn og Vilho Souininen<br />

fór út til að aðgæta hvað hefði gerst. Ungfrú<br />

Isaacson fór á eftir honum. Þegar þau komu<br />

til baka, sagði ungfrú Isaacson söguna. Það hafði<br />

verið keyrt á tvo litla drengi, sem voru á leið heim<br />

úr skólanum. Þar sem svo fáir bílar voru í Finn<strong>land</strong>i,<br />

voru drengirnir ekki vanir hraðri umferð.<br />

Þeir höfðu gleymt að líta í kringum sig, þegar þeir<br />

fóru yfir veginn og bíll hafði komið þeim að óvörum.<br />

Drengirnir hlupu í sitt hvora áttina, annar til<br />

suðurs en hinn til norðurs. Maðurinn í bílnum<br />

reyndi að sveigja hjá þeim og beygði í norður og<br />

steig á bremsurnar. Til allrar óhamingju missti<br />

fótur hans af bremsunni og steig á bensíngjöfina<br />

í staðinn.<br />

Drengirnir tveir áttu enga möguleika. Drengurinn<br />

sem hljóp til suðurs lenti á framstuðaranum<br />

og kastaðist yfir veginn og lenti með höfuðið á tré.<br />

Þótt hann væri alvarlega slasaður, var hann enn<br />

á lífi svo þeir höfðu hraðað sér með hann í bílnum<br />

á næsta sjúkrahús. Hinn drengurinn, sá sem<br />

hljóp til norðurs, fyrir honum fór enn verr. Bíllinn<br />

sem skrensaði til, hafði lent beint á honum og<br />

drengurinn dróst undir bílinn. Hann lenti undir<br />

afturdekkinu, sem þeytti honum hátt upp í loft.<br />

Hann hafði látist samstundis.<br />

Lögin í Finn<strong>land</strong>i leyfðu ekki að dáni drengurinn<br />

yrði fluttur burt án leyfis foreldranna, þannig<br />

að einhver hafði farið til að ná í þau frá vinnu<br />

sinni á akrinum. Núna beið fólkið eftir að foreldrarnir<br />

kæmu.<br />

Lindsey og Moore fóru út til að líta á drenginn.


Branhamhópurinn uppi á Pouijohæðinni. Kari Holma – reistur upp frá dauðum. Bill og Vera Ihalainen.<br />

Þegar þeir sneru aftur til bílsins, var þeim brugðið.<br />

Jack Moore sagði: „Ég hef aldrei séð dreng svona<br />

illa leikinn. Ég get ekki annað en hugsað: ‚Hvað ef<br />

þetta væri drengurinn minn?‘ Bróðir Branham, þú<br />

ættir að fara og líta á þetta.“<br />

Bill varð hugsað til síns eigin sonar, Billy Paul<br />

sem nú var 14 ára gamall. Hvað ef það kæmi nú<br />

símskeyti um að hann hefði kramist til bana í<br />

bílslysi? Sú hugsun fékk Bill til að gera sér grein<br />

fyrir hvernig vesalings móðurinni myndi líða,<br />

þegar hún kæmi af akrinum og sæi elskulegan son<br />

sinn liggja þarna kaldan og stífan í grasinu, með<br />

frakka yfir andlitinu. Bill fór út úr bílnum og gekk<br />

til hópsins sem stóð umhverfis dána drenginn.<br />

Þegar fólkið sá hann fór það að hvíslast á sín á<br />

milli.<br />

Ungfrú Isaacson sagði: „Er þetta ekki hræðilegt?<br />

Þetta fólk segir: ‚Hér er þessi kraftaverkamaður<br />

frá Ameríku. Hvað skyldi hann geta gert í<br />

þessu tilviki?‘“<br />

Bill bandaði þessu frá sér sem einhverju sem<br />

skipti engu máli. „Þau skilja þetta bara ekki, það<br />

er allt og sumt.“<br />

Nokkrar konur, klæddar í þykk síðpils og þung<br />

vinnustígvél, grétu í sorg sinni. Einn mannanna<br />

kraup niður og fjarlægði frakkann, sem huldi<br />

dána drenginn eins og teppi. Barnið leit út fyrir<br />

að vera um átta til tíu ára gamalt. Andlit hans<br />

var marið og blóðugt. Munnur hans var opinn og<br />

tungan lafði út úr munninum. Það sást aðeins í<br />

hvítuna í augum hans. Hann var í hefðbundnum<br />

finnskum klæðnaði, hálfbuxum og hvítum sokkum.<br />

Slysið hafði valdið því að annar skórinn hafði<br />

dottið af fæti hans og tærnar stóðu fram úr sokknum.<br />

Þetta var aumkunarverð sjón, sérlega sársaukafull<br />

fyrir Lindsey og Moore, sem báðir áttu<br />

unga drengi. Gordon Lindsey titraði og skalf og<br />

grét með ekkasogum. Bill fannst hann vera að<br />

kafna. Hann sneri sér frá og gekk í áttina að bílnum.<br />

Allt í einu fannst honum sem ósýnileg hönd<br />

héldi aftur af sér. Bill sneri sér við til að sjá hver<br />

þetta væri. Þótt undarlegt mætti virðast, þá stóð<br />

enginn nógu nálægt honum, til að hann hefði getað<br />

gripið í hann. Hann sneri aftur í átt til bílsins<br />

og reyndi að stíga eitt skref áfram. Aftur hélt þessi<br />

ósýnilega hönd aftur af honum. Þegar Bill leit aftur<br />

fyrir sig á slysstaðinn, þá sleppti hin ósýnilega<br />

hönd honum. Nú heyrði Bill hvínandi hljóð, eins<br />

og í þyrilvindi. Engill Drottins var nærri. Þá gerði<br />

Bill sér grein fyrir að það hlaut að vera eitthvað<br />

mikilvægt við þetta slys. Hann leit aftur á dána<br />

drenginn. Eitthvað virtist kunnuglegt við hann.<br />

Bill sneri sér að ungfrú Isaacson. „Spurðu prédikarana,<br />

hvort þessi drengur hafi verið í bænaröðinni<br />

í gærkvöldi.“<br />

Nei, enginn af prédikurunum bar kennsl á<br />

drenginn.<br />

„Ég hef séð þennan dreng einhvers staðar, en ég<br />

man ekki hvar.“ Meðan Bill reyndi að muna, tóku<br />

augu hans eftir lagskiptri steinmyndun í <strong>land</strong>slaginu.<br />

Þá laust það hann eins og elding. Nú vissi<br />

hann hvar hann hafði séð þetta barn áður. Hann<br />

titraði af spenningi og kallaði til félaga sinna:<br />

„Bróðir Moore, bróðir Lindsey, munið þið eftir sýninni,<br />

sem ég sagði ykkur frá í Ameríku, um litla<br />

drenginn sem var reistur upp frá dauðum? Opnið<br />

Biblíurnar ykkar og lesið það sem stendur á saurblaðinu.“<br />

Jack Moore opnaði Biblíuna sína og las hratt,<br />

það sem hann hafði skrifað fyrir tveimur árum.<br />

„Brúnt hár, brún augu, átta til tíu ára gamall, fátæklega<br />

klæddur í útlend föt… afmyndaður vegna<br />

slyss… <strong>land</strong> með grenitrjám og lagskiptum steinmyndunum.“<br />

„Þetta er hann,“ sagði Bill. Hjarta hans sló hratt<br />

af spenningi, er hann minntist þess hver niðurstaða<br />

sýnarinnar var. „Svo segir Drottinn: ‚Þessi<br />

drengur mun lifna við á ný.‘“<br />

Gordon Lindsey gapti af undrun. „Ætlar þú að<br />

segja mér að þetta limlesta barn muni anda á ný?<br />

Hvernig getur það verið?“<br />

Bill fann fyrir straumi af sjálfstrausti fara gegnum<br />

sig. Það skipti ekki máli þótt drengurinn hefði<br />

verið dáinn í hálftíma. Sýnirnar höfðu aldrei<br />

brugðist. Hann gaf þessa djörfu yfirlýsingu: „Ef<br />

þessi drengur er ekki lifandi á ný eftir örfáar mínútur,<br />

þá getið þið sett skilti á bak mitt að ég sé falsspámaður.<br />

Athugið nú hvort þið getið ekki róað<br />

þessar konur niður.“<br />

Meðan ungfrú Isaacson bað konurnar á staðnum<br />

að hafa stjórn á sér, kraup Bill við hlið dána<br />

drengsins og gætti þess að gera allt eins og<br />

hann hafði séð það gerast í sýninni. Hann bað:<br />

„Himneski faðir. Ég minnist þess þegar sonur þinn<br />

Jesús, sagði við lærisveina sína: ‚Læknið sjúka,<br />

vekið upp dauða, hreinsið líkþráa, rekið út illa<br />

anda. Gefins hafið þér fengið, gefins skuluð þér<br />

láta í té.‘ (Matteus 10:8) Fyrir meira en tveimur<br />

árum sýndir þú mér þessa stund í sýn. Ég geng<br />

fram samkvæmt Orði þínu, bæði þínu ritaða Orði<br />

og þínu talaða Orði gegnum sýn. Ég segi við dauðann:<br />

‚Þú færð ekki haldið þessu barni lengur.<br />

Slepptu takinu á honum í nafni Jesú Krists‘.“<br />

Einhvers staðar á hinni dularfullu leið handan<br />

þessa lífs, nam sál staðar og sneri við. Brjóstkassi<br />

drengsins hófst þegar lungu hans fylltust af lofti.<br />

Augnalokin bærðust. Síðan opnuðust augu hans<br />

til heimsins á nýjan leik. Hann sneri höfðinu.<br />

Það breytti voli kvennanna í undrunaróp. Eftir<br />

augnablik í viðbót, settist drengurinn upp og<br />

gekkst undir skoðun. Ekki eitt bein í líkama hans<br />

var brotið. Drengurinn leit út fyrir að vera í fínu<br />

formi, fyrir utan einstaka skrámur og mar.<br />

Fréttirnar um kraftaverkið breiddust út um<br />

Kuopio, eins og skógareldur, sem kveikir í öllu<br />

á leið sinni. Það kvöld var áheyrendasalurinn<br />

í Kuopio fullsetinn. Trúin brann glatt í hjörtum<br />

manna og kraftaverkin voru fjölmörg. Næsta<br />

kvöld vildu svo margir komast inn í hina stóru<br />

byggingu, að sumir komust ekki inn. Það varð að<br />

læsa dyrunum snemma og mörg þúsund manns<br />

stóðu eftir úti á götu. Finnska ríkisstjórnin kallaði<br />

meira að segja út þjóðvarðliðið, til að halda uppi<br />

röð og reglu.<br />

Eftir samkomuna, var Bill um það bil að ganga<br />

inn um dyr hótels síns þegar ungt finnskt par, sem<br />

beið fyrir utan, henti sér yfir hann og þau töluðu<br />

betra <strong>land</strong> <strong>febrúar</strong> <strong>2016</strong><br />

7


8 betra <strong>land</strong> <strong>febrúar</strong> <strong>2016</strong><br />

Bill og túlkur hans<br />

May Isaacson<br />

svo hratt á finnsku, að jafnvel ungfrú Isaacson gat<br />

ekki skilið þau. Þau virtust hamstola, sérstaklega<br />

unga konan, sem hékk á Bill eins og hún ætti lífið<br />

að leysa. Lindsey, Baxter og Moore urðu bókstaflega<br />

að draga Bill burt frá þessu hamstola fólki, til að<br />

hann kæmist örugglega inn á hótelið sitt. Bill glataði<br />

næstum því frakkanum sínum.<br />

Ungfrú Isaacson varð eftir, til að reyna að komast<br />

að því hvað hjónin vildu. Tíu mínútum seinna kom<br />

hún upp til þess að gefa skýrslu. „Þetta eru foreldrar<br />

hins litla drengsins sem lenti í bílslysinu. Sonur<br />

þeirra er ennþá í dái og læknarnir halda að hann<br />

muni ekki lifa af. Foreldrarnir vilja að þú komir á<br />

sjúkrahúsið til að biðja fyrir honum.“<br />

Móðirin og faðirinn litu út fyrir að vera á þrítugsaldri.<br />

Það var auðvelt að sjá það á fötum þeirra að<br />

þau voru fátæk. Móðirin, sem ennþá grét og var<br />

flumósa, fleipraði út ósk þeirra. Ungfrú Isaacson<br />

þýddi: „Komdu og læknaðu barnið okkar. Hann er<br />

ennþá meðvitundarlaus og læknirinn segir að hann<br />

sé að deyja.“<br />

Bill svaraði: „Mér þykir það leitt, en ég get ekki<br />

læknað barnið ykkar.“<br />

„Þú læknaðir hinn drenginn.“<br />

„Nei, Jesús Kristur læknaði hinn drenginn, ekki<br />

ég. Ég hafði ekkert með það að gera. Fyrir meira en<br />

tveimur árum sýndi Drottinn mér sýn um að hinn<br />

drengurinn yrði reistur upp frá dauðum. Hann<br />

sýndi mér aldrei neitt um þennan dreng.“<br />

„Sjáðu þá sýn um son okkar.“<br />

Bill hristi höfuðið. „Ég get ekki séð sýnir að eigin<br />

ósk. En ég mun biðja fyrir syni ykkar, að Guð lækni<br />

hann. Samt er það algerlega í Guðs vald sett og fer<br />

eftir trú ykkar. Eruð þið kristin?“<br />

Hvorugt þeirra var kristið. Bill útskýrði fagnaðarerindið<br />

í einföldu máli. „Vitið þið, að þið eruð að<br />

biðja Guð mikils með því að biðja Hann að lækna<br />

son ykkar, þegar hvorugt ykkar hefur gefið Honum<br />

líf sitt. Hugsið þetta svona, ef sonur ykkar deyr, þá<br />

mun Guð taka við honum inn í Guðsríki, af því hann<br />

er svo ungur, að hann ber ekki enn ábyrgð á lífi<br />

sínu. Ef þið deyið síðan sem syndarar, þá getið þið<br />

aldrei séð hann aftur. En ef þið takið við Jesú Kristi<br />

sem Frelsara ykkar, þá munið þið einhvern tíma sjá<br />

hann á himnum, þótt hann deyi núna, því kristnir<br />

fara þangað þegar þeir deyja. Af hverju gefið þið<br />

ekki Jesú Kristi líf ykkar á þessari stundu? Þegar<br />

þið eruð orðin kristin, getið þið farið til Guðs í trúartrausti<br />

og beðið Hann að lækna son ykkar. Ef til vill<br />

þyrmir Guð honum.“<br />

Þetta fannst ungu foreldrunum hljóma eins og tilboð<br />

sem þau gætu ekki tapað á. Þau krupu öll á gólfinu<br />

og Bill leiddi hjónin í einfaldri bæn, þar sem þau<br />

báðu Jesú Krist að verða Drottin í lífi sínu. Um leið<br />

og því var lokið stökk unga móðirin á fætur. Hún var<br />

óðamála og taugatrekkt: „Sjáðu nú sýn fyrir mig.“<br />

„Ég sagði þér, að ég get ekki látið Guð sýna mér<br />

sýn. Ef Hann gerir það ekki, þá gerir Hann það ekki.<br />

Ef Hann gerir það, þá skal ég samstundis láta ykkur<br />

vita af því. Skiljið eftir símanúmer, þar sem ég get<br />

náð í ykkur.“<br />

Það var ekki nógu gott fyrir hina örvæntingarfullu<br />

móður. Næsta dag, sunnudaginn 23. apríl, hringdi<br />

hún á hótelið á fimmtán mínútna fresti, til að<br />

spyrja ungfrú Isaacson: „Er hann búinn að sjá sýnina?“<br />

Þegar hér er komið sögu, voru liðnir þrír dagar<br />

síðan dáni drengurinn var reistur upp. Fréttirnar<br />

höfðu borist alla leið til Lapp<strong>land</strong>s. Fólk hafði<br />

streymt inn í Kuopio alls staðar að úr héraðinu<br />

og um miðjan dag, var samkomusalurinn orðinn<br />

fullur. Þegar tími var kominn fyrir Bill að láta sjá<br />

sig, þá komst hann að því að hann komst ekki að<br />

húsinu án hjálpar. Sýslumaðurinn hafði fengið<br />

þjóðvarðliða sér til aðstoðar. Þessir menn slógu<br />

hring um trúboðann og þrömmuðu áfram með<br />

reiddum sverðum. Mannfjöldinn opnaði þeim<br />

leiðina með virðingu.<br />

Verðirnir leiddu Bill inn á fyrstu hæð áheyrendasalarins<br />

og læstu dyrunum á eftir honum. Aðalhópurinn<br />

varð eftir fyrir utan, meðan fjórir verðir,<br />

tveir fyrir framan og tveir fyrir aftan urðu eftir hjá<br />

Bill, til að fullvissa sig um að hann kæmist alla leið<br />

upp á sviðið. Stór kjallarinn var næstum tómur, fyrir<br />

utan örfáa einstaklinga, sem biðu í röð eftir að<br />

komast á salernin. Tónlistin barst niður til þeirra frá<br />

salnum fyrir ofan. Finnsk sálmalög sungin í tregakenndri<br />

tóntegund. Bill gekk yfir að stigaganginum.<br />

Hann var ekki langt kominn, þegar dyrnar að<br />

kvennasalerninu opnuðust og bækluð stúlka haltraði<br />

út á hækjum. Hún var um það bil tíu ára gömul.<br />

Slitið og ójafnt hár hennar hékk niður fyrir herðar.<br />

Það leit út fyrir að hún hefði sjálf klippt það með<br />

skærum. Kjóllinn var gatslitinn fyrir neðan hné.<br />

En það sem fékk Bill til að nema staðar og stara á<br />

hana, voru spelkur hennar. Hann hafði aldrei áður<br />

séð barn sem var jafn illa bæklað, en gat samt staðið<br />

á tveimur fótum og hreyft sig. Annar fótleggurinn<br />

var sterkur og heill, hinn var máttlaus og gagnslaus,<br />

nokkrum sentímetrum of stuttur. Á þessum fæti var<br />

þykkbotnaður skór. Fótleggur hennar var íklæddur<br />

þungum spelkum sem var haldið uppi með málmhring,<br />

sem var utan um mittið. Þarna var einnig<br />

annað, sem Bill skildi ekki. Strengur var festur í<br />

tána á skónum og lá yfir öxlina og niður bakið og<br />

var að lokum festur í málmhringinn, sem var utan<br />

um mittið.<br />

Um leið og stúlkan sá að Bill var að horfa á hana,<br />

laut hún höfði og tárin runnu niður kinnar hennar.<br />

Það glitraði á þau undir sterku rafmagnsljósinu<br />

í loftinu. Bill var viss um að þessi stúlka vissi hver<br />

hann var og hann hafði það á tilfinningunni að<br />

hana langaði að koma til hans, en væri hrædd um<br />

að það væri óviðeigandi.<br />

Hermennirnir fyrir framan Bill staðnæmdust og<br />

litu aftur fyrir sig, til að aðgæta hvers vegna hann<br />

héldi ekki áfram. Hermennirnir tveir fyrir aftan<br />

hann ýttu á hann að halda áfram. Þar sem enginn<br />

af þessum fjórum hermönnum talaði ensku, þá<br />

gaf Bill merki með höfðinu að hann vildi bíða um<br />

stund. Þegar stúlkan leit aftur upp, benti Bill henni<br />

að hann vildi að hún kæmi til sín. Hún haltraði í<br />

áttina til hans. Nú sá Bill hvaða tilgangi strengurinn<br />

þjónaði sem var festur í skótána og lá yfir öxlina.<br />

Fyrst setti hún báðar hækjurnar fyrir framan<br />

sig, síðan hallaði hún sér fram á hækjurnar og lyfti<br />

annarri öxlinni. Það ýtti fæti hennar áfram. Þetta<br />

virtist klunnalegt, en það virkaði. Bill fann hjarta<br />

sitt bráðna af samúð.<br />

Þegar þessi bæklaða stúlka komst alla leið til<br />

hans, tók hún upp frakkalaf Bill, lyfti því upp að<br />

andliti sínu, kyssti það og lét það síðan falla á sinn<br />

stað. Tárin streymdu úr bláum augum hennar. Hún<br />

laut höfði og tókst einhvern vegin að hneigja sig,<br />

meðan hún tók í pils sitt. Hún þakkaði vandræðalega<br />

fyrir sig á finnsku.<br />

Bill sá skugga fyrir ofan höfuð hennar, sem<br />

dofnaði og breyttist í mynd stúlkunnar, þar sem<br />

hún gekk í loftinu á tveimur jafngóðum fótleggjum.<br />

„Vina,“ sagði hann spenntur. „Þú getur tekið þessar<br />

spelkur af þér núna. Guð er búinn að lækna þig.“<br />

Auðvitað skildi hún ekki ensku og þar sem<br />

enginn var þarna sem gæti túlkað, þá höfðu orð<br />

hans enga þýðingu í hennar eyrum. Verðirnir fyrir<br />

aftan hann ákváðu að hann væri búinn að taka<br />

nógu langan tíma og tóku að þrýsta honum í áttina<br />

að stigaganginum. Bill fékk ekki að gert og hugsaði:<br />

„Ó Guð, einhvern daginn mun hún skilja þetta.“<br />

Þegar þessir tötralegu Lappar sáu táknin, sem<br />

sannaði að Jesús Kristur lifir, þurftu mörg hundruð<br />

manns ekki að fara nærri fyrirbænaröðinni til að<br />

fá lækningu sína. Frá pallinum, gat Bill séð fólkið<br />

kasta frá sér hækjum og standa upp úr hjólastólum.<br />

Eftir að Bill hafði lokið við seinni bunkann af<br />

bænakortunum, lagði Howard hönd á öxl bróður<br />

síns og aðvaraði hann: „Þetta er líklega nóg í kvöld,<br />

Bill. Þú átt margar samkomur eftir í þessari ferð og<br />

við viljum ekki að þú ofgerir þér.“<br />

„Ég á enn einhvern mátt eftir, Howard. Við skulum<br />

kalla upp fleiri bænanúmer. Byrjum á númer 45.“<br />

Meðan Howard safnaði saman síðustu 10 sjúklingunum<br />

í bænaröðina, sneri Bill baki í áheyrendur<br />

og drakk vatnsglas. Hann heyrði hringla og skrölta í<br />

einhverju á bak við sig. Þegar hann sneri sér við, sá<br />

hann sömu bækluðu stúlkuna og hann hafði talað<br />

við í kjallaranum. Nú var hún að burðast við að komast<br />

upp á pallinn. Kortið hennar var númer 45.


Hjarta Bill fylltist gleði. Hann sneri sér að ungfrú<br />

Isaacson og sagði: „Ég vil að þú endurtakir nákvæmlega<br />

það sem ég er að segja, jafnvel þótt þú<br />

skiljir ekki hvers vegna ég segi það.“ Stúlkan brosti<br />

meðan hún haltraði til hans. Hún hafði misst eina<br />

framtönnina. Bill sagði: „Þú ert stúlkan, sem ég<br />

hitti niðri áður en samkoman hófst, ekki satt?“<br />

„Jú,“ svaraði hún. „Ég heiti Vera Ihalainen. Ég er<br />

munaðarlaus eftir stríðið. Rússarnir drápu foreldra<br />

mína. Núna bý ég í tjaldi, hérna í Kuopio. Heldur<br />

þú að Jesús muni lækna mig?“<br />

„Jesús er þegar búinn að lækna þig, vina. Hann<br />

læknaði þig niðri, áður en samkoman hófst. Farðu<br />

og sestu hérna niður og biddu einhvern að hjálpa<br />

þér að taka af þér spelkurnar. Leyfðu mér síðan að<br />

sjá þig.“<br />

Meðan finnskur guðsþjónn var að leysa spelkurnar<br />

af Veru, gekk Bill í áttina að næsta sjúklingi.<br />

Skyndilega heyrðist skerandi óp og hér kom<br />

Vera. Hún hrópaði og hélt á spelkunni í annarri<br />

hendinni og hækjunum í hinni. Hún hljóp um. Berir<br />

fætur hennar þrömmuðu um trépallinn og hún<br />

hoppaði eins og ungt hreindýr. Rödd Bill bættist í<br />

hóp áheyrenda sem lofuðu Drottin hástöfum.<br />

Eftir samkomuna hjálpaði Howard, Bill að komast<br />

aftur heim á hótelið. Meðan þeir gengu í gegnum<br />

anddyri hótelsins, spjallaði Howard um daginn<br />

og veginn og reyndi að ná bróður sínum niður úr<br />

smurningunni og aftur inn í hinn jarðneska heim.<br />

„Bill, manstu þegar við vorum á Prins Albert hótelinu<br />

og þú borðaðir þennan hræðilega kanadíska<br />

brjóstsykur?“<br />

„Aha.“<br />

„Ef þér fannst hann vera vondur, þá ættirðu að<br />

bragða á sumu af þessu finnska sælgæti. Ég býst<br />

við að það sé skortur á sykri, eins og öllu öðru, svo<br />

þeir bæta það upp með mjölva. Prófaðu þetta.“<br />

Howard setti tvo mola í hönd bróður síns, en Bill<br />

borðaði þá ekki.<br />

Þeir fóru út úr lyftunni og fóru framhjá eina símanum<br />

fyrir þá hæð hótelsins. Hann var gamaldags.<br />

Það var handfang til að hringja í símstöðina og<br />

heyrnartól, sem leit út eins og bjalla á enda strengs.<br />

„Hinn drengurinn, sem lenti í bílslysinu, er ennþá<br />

í dái sagði ungfrú Isaacson. Móðir hans hefur<br />

hringt í hótelið á fimmtán mínútna fresti í allan<br />

dag, til að spyrja hvort þú sért búinn að sjá sýn.<br />

Ef hún heldur því áfram á morgun, þá mun það<br />

gera mig vitlausa.“ Ungfrú Isaacson skellti aftur<br />

hurðinni að herbergi sínu.<br />

„Drottinn hefur enn ekki sýnt mér neitt um<br />

hann,“ sagði Bill, þegar hann opnaði hurðina að<br />

herbergi sínu og fór inn.<br />

Bill lagði Biblíuna sína og sælgætismolana tvo<br />

á antikborð með marmaraplötu. Hann gekk yfir<br />

að glugganum. Hann leit til austurs, í áttina að<br />

Rúss<strong>land</strong>i. Þótt það væri um miðnæturbil, leit<br />

næturhimininn frekar út eins og það væri rökkur<br />

í Indíana. Það var nógu bjart til að lesa dagblaðið.<br />

Þetta var <strong>land</strong> miðnætursólarinnar, svo<br />

nærri norðurheimskautsbaug að í apríl seig sólin<br />

rétt eitt augnablik til viðar bak við sjóndeildarhringinn,<br />

áður en hún hélt aftur upp á við til að<br />

hefja næsta dag. Göturnar voru fullar af fólki,<br />

sem var að koma út úr samkomusalnum og<br />

spjallaði saman. Án efa brunnu á því þeir miklu<br />

atburðir, sem það hafði orðið vitni að á samkomunni<br />

þetta kvöld. Síðan fylgdist Bill agndofa með,<br />

þegar hópur af finnskum hermönnum faðmaði<br />

hóp af rússneskum hermönnum. Bill hugsaði:<br />

„Hvað sem getur fengið Finna til að klappa á öxl<br />

Rússa getur gert út um öll stríð á jörðinni. Já,<br />

Jesús Kristur er svarið.“<br />

Bill lyfti höndum í tilbeiðslu. „Himneski Faðir,<br />

þú ert dásamlegur. Hve ég elska þig fyrir að lækna<br />

þessa veslings munaðarlausu stúlku í kvöld. Ó,<br />

mikli Jehóva Guð, hve þú ert undursamlegur. Einhvern<br />

tíma munt þú sundurrífa þennan austurhimin<br />

og snúa aftur, í þetta skipti í dýrð. Mörg þúsund<br />

Finnar munu ganga fram til eilífs lífs vegna þeirrar<br />

ákvörðunar, sem þeir tóku í kvöld. Ó, Jesús Kristur,<br />

Meistari minn og Drottinn, hve ég dái þig, hve mér<br />

þykir vænt um að vinna fyrir þig.“<br />

Bill heyrði glamra í einhverju á bak við sig. Bill<br />

sneri sér við og brá við að sjá engil Drottins standa<br />

við hliðina á antikborðinu. Engillinn leit eins út<br />

og ávallt, hávaxinn, breiðvaxinn, skegglaus, húðin<br />

með ólívublæ og sítt svart hár sem féll niður á<br />

herðar. Hann var klæddur í hvítan kyrtil sem huldi<br />

ekki alveg bera fætur hans. Svipur hans var strangur,<br />

eins og venjulega. Fyrir ofan engilinn sveif ljósið<br />

sem ávallt var til staðar. Handleggir engilsins voru<br />

krosslagðir eins og ávallt, en hann hlaut að vera nýbúinn<br />

að krossleggja þá, vegna þess að á borðinu<br />

var vasi, sem hafði ekki verið þar áður. Hljóðið sem<br />

Bill heyrði hlaut að hafa komið, þegar engillinn<br />

setti vasann niður á marmaraplötuna. Bill vissi að<br />

þetta var ekki sýn. Engillinn og vasinn voru báðir<br />

jafn raunverulegir og hann sjálfur. Ef Bill hefði þorað<br />

það, vissi hann að hann hefði getað teygt sig og<br />

snert þá, en hann vogaði sér það ekki.<br />

Upp úr vasanum stóðu tvær gular páskaliljur.<br />

Önnur hallaðist til norðurs og hin til suðurs. Engillinn<br />

leit á blómin og spurði: „Hvað er þetta?“<br />

„Mér sýnist þetta vera páskaliljur,“ svaraði Bill.<br />

„Þessi blóm tákna drengina tvo, sem lentu í<br />

bílslysinu fyrir þremur dögum. Drengurinn sem féll<br />

í norðurátt dó samstundis, en honum var gefið lífið<br />

á ný. Drengurinn sem hentist til suðurs, er að deyja,<br />

jafnvel á þessari stundu.“<br />

Bill fylgdist með blóminu, sem hallaðist til<br />

suðurs, detta skyndilega á borðið, meðan það sem<br />

hallaðist til norðurs laut hægt niður, eins og annar<br />

vísir á klukku, sem sígur neðar við hvert tif.<br />

Engillinn spurði: „Hvað lét bróðir þinn þig fá?“<br />

„Tvo sælgætismola.“<br />

„Borðaðu þá.“<br />

Molarnir tveir lágu sitt hvoru megin við vasann<br />

samhliða blómunum. Bill tók upp annan molann<br />

og setti hann upp í munn sinn. Hann bragðaðist vel.<br />

Meðan Bill tuggði sælgætið, reisti páskaliljan sem lá<br />

niðurlút á borðinu, sig við og varð upprétt. En blómið<br />

sem var til suðurs hélt áfram að síga niður hægt<br />

og hægt. Tikk, tikk, tikk!<br />

„Borðaðu nú hinn molann,“ skipaði engillinn.<br />

Bill bar hinn sælgætismolann upp að munni<br />

sér og tók að tyggja. Hann bragðaðist hræðilega.<br />

Bragðið var svo einhæft og sterkjukennt, að Bill<br />

spýtti honum aftur í hönd sína.<br />

Engillinn varaði hann við: „Ef þú borðar ekki<br />

þennan mola, þá mun hinn drengurinn deyja.“<br />

Þegar hér var komið lá hin páskaliljan næstum<br />

á borðinu. Bill setti hinn molann upp í sig. Hann<br />

bragðaðist hræðilega, en hann tuggði hann samt<br />

sem áður upp til agna. Þegar hann hafði kyngt<br />

honum, spratt hið hnígandi blóm aftur upp og<br />

varð jafn beint og félagi þess. Engillinn hneigði<br />

höfuð sitt lítið eitt og tók upp blómavasann, síðan<br />

varð hann að móðu, sem gufaði upp í ljósið<br />

sem hringsnerist fyrir ofan hann og var horfinn.<br />

Í nokkrar mínútur stóð Bill hreyfingarlaus og<br />

fannst hann vera dofinn um allan skrokkinn. Að<br />

lokum staulaðist hann fram á gang og hrópaði:<br />

„Ungfrú Isaacson, komdu fljótt.“<br />

Ungfrú Isaacson hratt dyrum herbergis síns<br />

upp á gátt. „Bróðir Branham, hvað er það? Hvað<br />

hefur komið fyrir?“<br />

„Ég var að enda við að hitta engil Drottins í<br />

herberginu mínu og hann gaf mér orð um hinn<br />

drenginn sem lenti í slysinu. Ég vil að þú hringir<br />

í ungu móðurina og segir henni: Svo segir Drottinn:<br />

‚Sonur þinn mun lifa‘.“<br />

Ungfrú Isaacson hljóp að enda gangsins og<br />

tók símtólið af tækinu. Hún sneri handfanginu<br />

til að hringja í símavörðinn, sem hringdi síðan<br />

heim til foreldranna. Ungfrú Isaacson talaði<br />

stuttlega á finnsku, hlustaði og lagði síðan á.<br />

„Þetta var barnapían. Hjónin fóru á spítalann fyrir<br />

hálftíma síðan. Það lítur út fyrir að þau hafi<br />

fengið símtal og þeim verið sagt að drengurinn<br />

væri að deyja.“<br />

„Allt í lagi,“ sagði Bill. „Þá hringjum við í spítalann.<br />

Ég sagði henni að ég myndi hringja í hana<br />

um leið og Guð sýndi mér eitthvað.“<br />

Aftur hringdi ungfrú Isaacson í símavörðinn,<br />

sem tengdi hana við sjúkrahúsið. Brátt var hún<br />

að segja ungu móðurinni frá á finnsku. „Bróðir<br />

Branham segir: Svo segir Drottinn: ‚Sonur ykkar<br />

mun lifa og ekki deyja‘.“<br />

Ungfrú Isaacson hlustaði eitt andartak og leit<br />

síðan á Bill með undrunarbrosi. „Móðirin segir<br />

að hún viti það. Þegar þau komu á sjúkrahúsið<br />

var hjartsláttur barnsins að verða æ veikari. Þau<br />

stóðu yfir honum og biðu eftir að hann tæki síðustu<br />

andvörpin, þegar púlsinn varð allt í einu<br />

eins sterkur og nokkru sinni fyrr. Síðan opnaði<br />

hann augun og talaði við þau. Hugsun hans er<br />

skýr og það lítur út fyrir að allt sé í lagi með hann.<br />

Læknarnir eru furðu lostnir. Þeir segja að ef hann<br />

sé raunverulega jafn hress og hann líti út fyrir að<br />

vera, þá geti hann farið heim í fyrramálið.“<br />

Bill kinkaði ánægður kolli. „Segðu henni<br />

hve hamingjusöm við erum vegna drengsins.<br />

Og minntu hana á að það var ekki ég, né var<br />

það sýnin sem læknaði son hennar. Það var trú<br />

hennar á Jesú Krist, sem gerði út um málið.“<br />

betra <strong>land</strong> <strong>febrúar</strong> <strong>2016</strong><br />

9


Bæklað barn<br />

borið í kirkju<br />

Á heldur litlu hóteli skammt fyrir utan<br />

Osló, höfuðborg Noregs, sitja allmargir<br />

gestir. Enda var páskahelgin í<br />

hönd og gott að vera þarna á kyrrlátum<br />

stað, borið saman við ys og þys<br />

stórborgarinnar.<br />

Það var kominn föstudagurinn langi.<br />

Þótt meira en 19 aldir væru liðnar síðan<br />

sá atburður gerðist, er gefur deginum<br />

nafn og merkingu, er máttur<br />

boðskaparins svo mikill, að hann getur kallað<br />

konur og karla til djúprar hugleiðingar enn<br />

þann dag í dag. Gegnum aldanna rás renna<br />

áhrifin máttug og þung enn til allra hugsandi<br />

manna. Um stund verður öldungurinn hljóður<br />

frammi fyrir þeim harmræna atburði, sem<br />

dagurinn minnir á. Jafnvel barnið er ekki<br />

ósnortið af þýðingu dagsins. Næm sál þess<br />

greinir það jafnvel skýrar en hinn fullorðni,<br />

hvað dimmt var á Golgata þann dag og það<br />

skynjar gegnum hamarshöggin, sem þaðan<br />

berast, að sá sem er að deyja er „vinur barnanna“<br />

í altækari merkingu en allir aðrir.<br />

Á hótelinu í Lillehammer er komið fast að<br />

morgunverði. Hljómur borðklukkunnar smýgur<br />

inn í herbergi gestanna og boðar þeim: Nú er<br />

árbítur. Innan stundar eru allir sestir við borð.<br />

Meðal gestanna var móðir með bæklað barn,<br />

sem ekki gat gengið. Eftir morgunverðinn fer<br />

barnið að biðja mömmu sína að lofa sér að<br />

fara í kirkju þennan dag. Þegar móðirin tekur<br />

bæn barnsins heldur fálega, segir barnið:<br />

„Mamma það er föstudagurinn langi í dag og<br />

mig langar í kirkju. Viltu ekki lofa mér að fara?“<br />

10 betra <strong>land</strong> <strong>febrúar</strong> <strong>2016</strong><br />

Þarna var að minnsta kosti einn maður meðal<br />

gestanna, sem veitti þessu nána athygli og<br />

það var útlendingur. Það snerti hann djúpt,<br />

hvað bæn barnsins var innileg og það hjálparlaust<br />

og jafnframt hvað honum virtist móðirin<br />

vera lítið snortin af bæn barnsins. Þegar hann<br />

sá, að hún ætlaði ekkert að sinna barninu í<br />

þessu efni, fann hann mjög til með því. Hann<br />

gekk nú til móðurinnar og bauð henni að bera<br />

barnið til kirkjunnar í borginni, heldur en það<br />

gæti ekki fengið ósk sína uppfyllta.<br />

Móðurinni þótti ákaflega vænt um nærgætni<br />

þessa útlenda manns. Jafnframt skildi<br />

maðurinn, að ástæðan fyrir því að konan hafði<br />

ekki sinnt barninu betur í þessu efni, mundi<br />

fremur hafa stafað af úrræðaleysi en vöntun á<br />

kærleika.<br />

Þessi óþekkti útlendingur tók nú barnið<br />

í fang sér og bar það í kirkjuna og naut guðsþjónustunnar<br />

með því af heilum hug. Skyldi<br />

vera fjarri að álykta, að maður þessi hafi verið<br />

betur undirbúinn þessa guðsþjónustu en<br />

flestir aðrir, þegar bæklaða barnið er fráskilið,<br />

vegna þess að hann var genginn inn í þann<br />

fórnaranda, sem einkennir boðskap dagsins?<br />

Boðskapur kennimannsins var skýr og<br />

sannfærandi. Hann benti á Krist krossfestan<br />

fyrir syndir manna og hið mikla gjald, sem<br />

frelsarinn varð að gjalda fyrir sekt mannkyns.<br />

Bent var líka á, hver viðbrögð allra<br />

manna ættu með réttu að vera gagnvart þeim<br />

óumræðilega kærleika Guðs sonar, sem deyr<br />

saklaus fyrir seka. Eðlileg viðbrögð væru þau<br />

að „hvert barn, hvert ljóð sem lifir, skal lúta<br />

krossins mynd“.<br />

Eftir guðsþjónustuna bar útlendingurinn<br />

barnið heim aftur úr kirkjunni og færði það<br />

móður þess á hótelinu. Þegar hann hafði lokið<br />

þessari kærleiksþjónustu, vék hann einn til<br />

herbergja sinna og var þar lengi dags, án þess<br />

að b<strong>land</strong>a geði við nokkurn mann.<br />

Þegar hann kom aftur til gestanna á hótelinu,<br />

hafði hann lokið annarri guðsþjónustu<br />

og henni ekki síðri en presturinn hafði<br />

flutt í kirkjunni um morguninn, því að þessi<br />

guðsþjónusta, sem þarna fór fram á hótelherberginu,<br />

mun lengi varpa ljóma á nafn hans.<br />

Útlendingurinn sem þarna var að verki, var


Ég kveiki á kertum mínum<br />

við krossins helga tré.<br />

Í öllum sálmum sínum<br />

hinn seki beygir kné.<br />

Ég villtist oft af vegi.<br />

Ég vakti oft og bað.<br />

Nú hallar helgum degi<br />

á Hausaskeljastað.<br />

Í gegnum móðu’ og mistur<br />

ég mikil undur sé.<br />

Ég sé þig koma, Kristur,<br />

með krossins þunga tré.<br />

Af enni daggir drjúpa,<br />

og dýrð úr augum skín.<br />

Á klettinn vil ég krjúpa<br />

og kyssa sporin þín.<br />

Þín braut er þyrnum þakin,<br />

hver þyrnir falskur koss.<br />

Ég sé þig negldan nakinn<br />

sem níðing upp á kross.<br />

Ég sé þig hæddan hanga<br />

á Hausaskeljastað.-<br />

Þann lausnardaginn langa<br />

var líf þitt fullkomnað.<br />

Að kofa og konungshöllum<br />

þú kemur einn á ferð.<br />

Þú grætur yfir öllum<br />

og allra syndir berð.<br />

Þú veist er veikir kalla<br />

á vin að leiða sig.<br />

Þú sérð og elskar alla,<br />

þó allir svíki þig.<br />

íslendingur. Það var Davíð Stefánsson frá<br />

Fagraskógi. Og guðsþjónustan sem hann hafði<br />

lokið, var að yrkja hinn gullfallega sálm: „Ég<br />

kveiki á kertum mínum“.<br />

Þegar kristnir menn syngja þennan fagra<br />

sálm, þá mættu þeir minnast þess, að orsök þess<br />

að hann varð til, var að skáldið fann sárt til með<br />

ósjálfbjarga barni, og gerði byrðar þess að sínum<br />

og bar það í helgidóm Guðs á föstudaginn langa,<br />

til þess að barnið fengi að heyra söguna um<br />

Hann, sem dó fyrir það. Slík kærleiksþjónusta fer<br />

ekki fram hjá Guði, því að Kristur sagði: „Hver<br />

sem gefur yður bikar vatns að drekka, vegna<br />

þess að þér eruð Krists, sannlega segi ég yður,<br />

hann mun alls ekki missa af launum sínum.“<br />

Þarna komu launin, með því að skáldinu var gefinn<br />

andans innblástur til þess að hann gæti gefið<br />

íslensku þjóðinni, þessa ódauðlegu perlu.<br />

Heimild: Gimsteinar á götuslóðum -<br />

Ásmundur Eiríksson tók saman<br />

Ég fell að fótum þínum<br />

og faðma lífsins tré.<br />

Með innri augum mínum<br />

ég undur mikil sé.<br />

Þú stýrir vorsins veldi<br />

og verndar hverja rós.<br />

Frá þínum ástareldi<br />

fá allir heimar ljós.<br />

betra <strong>land</strong> <strong>febrúar</strong> <strong>2016</strong><br />

11


„Hvernig gat það gerst, að litla eyjan<br />

okkar ætti eftir að hafa svo afgerandi<br />

áhrif á sögu svo stórkostlegar þjóðar<br />

(Ísraels)?“ Frásögn Abba Eban ofl. af<br />

atburðum á þingi Sameinuðu þjóðanna<br />

í nóvember 1947<br />

12 betra <strong>land</strong> <strong>febrúar</strong> <strong>2016</strong><br />

Þegar Allsherjarþingið kom<br />

saman þann 27. nóvember árið<br />

1947, þá vorum við svartsýnir.<br />

Það voru öll líkindi til þess, að<br />

ef atkvæðagreiðsla færi fram,<br />

þá mundum við ekki ná tilskildum<br />

meirihluta, 2/3 atkvæða. Daginn áður, þá<br />

virtust líkindin vera okkur í hag. En nákvæmlega<br />

á þeirri stundu, hafði franski fulltrúinn,<br />

Alexandre Parodi, óskað eftir frestun á fundinum.<br />

Á þeim 24 tímum, sem síðan höfðu liðið,<br />

þá höfðum við misst fylgi. Fulltrúi Uruguay,<br />

Rodriguez Fabregat prófessor, hóf langan fyrirlestur<br />

sem við hlutum að túlka sem málþóf.<br />

Þegar mínúturnar liðu, virtist öll von vera úti.<br />

Það var þá, sem forseti þingsins, Ambassador<br />

Aranha, endurnýjaði vonir okkar. Hann hafði<br />

komist að því, að nú var orðið áliðið og mikilvæg<br />

ákvörðun lá fyrir þinginu og daginn<br />

eftir var frídagur í Bandaríkjunum, þakkargjörðardagurinn.<br />

Aranha frestaði fundinum<br />

með styrkri hendi, og hlustaði ekki á mótmæli<br />

Araba. Það var ljóst, að við mundum<br />

vita afdrif málsins hinn 29. nóvember og að<br />

28. nóvember yrði dagur mikillar vinnu.<br />

Við unnum aftur töluvert fylgi þennan<br />

þakkargjörðardag. Við höfðum nú góða<br />

ástæðu til að ætla, að við fengjum atkvæði<br />

Filippseyja og Líberíu. Fréttir frá Frakk<strong>land</strong>i<br />

voru af skornum skammti, en jákvæðari en<br />

áður. Samt vissum við að málið gæti orðið<br />

leiksoppur smávægilegra atvika á þinginu.<br />

Ekkert var tryggt, en sömuleiðis hafði ekkert<br />

tapast fyrir fullt og allt.<br />

Teningnum var kastað og það var afar lítið<br />

sem flestir okkar gátu gert, nema að biðja<br />

fyrir komandi atkvæðagreiðslu. Samt sem<br />

áður, þá voru nokkur atriði, sem þurfti að<br />

sinna svo ekki kæmu upp vandamál og úrslitin<br />

yrðu ótvíræð. Sendinefnd Araba, sem<br />

Chamille Chamoun veitti forstöðu, ákvað að<br />

setja upp leiksýningu, með því að bera fram<br />

miðlunartillögu, til þess að koma í veg fyrir<br />

að skiptingartillagan yrði samþykkt. Pólitíska<br />

nefndin, hafði þegar hún ákvað að<br />

leggja fram skiptingaráætlunina, sett á stofn<br />

nefnd þriggja ríkja sem átti að kanna hvort<br />

hægt væri að finna samkomulagsleið. Við<br />

vissum að þetta var ómögulegt. Ef samkomulagsleiðin<br />

hefði verið fær, þá væri engin þörf<br />

fyrir umræður á Allsherjarþinginu. Þeir meðlimir<br />

þingsins, sem útnefndir voru til að rannsaka<br />

samkomulagsleiðina, voru frá Ástralíu,<br />

Thai<strong>land</strong>i og Ís<strong>land</strong>i. Íslenski fulltrúinn,<br />

ambassador Thor Thors, átti að vera framsögumaður.<br />

Um morguninn hinn 29. nóvember, hafði<br />

thailenski fulltrúinn prins Subhasvasti tekið<br />

þá viturlegu ákvörðun að fara með skipinu<br />

Queen Mary, áleiðis til Bangkok, að því<br />

er virtist vegna uppreisnarástands heima fyrir,<br />

en í raun var það vegna þess að hann vildi<br />

forðast að þurfa að greiða atkvæði gegn skiptingu.<br />

Formaður nefndarinnar, Dr. Herbert V.<br />

Evatt hafði ákveðið að yfirgefa New York<br />

þann 27. nóvember og taka síðdegislestina<br />

til San Fransisco, þar sem hann átti bókað<br />

far með skipinu Matsonia heim til Ástralíu.<br />

Talið er að ástæða þess að Dr. Evatt, yfirgaf<br />

þingið hafi verið sú, að hann hafi ekki viljað<br />

styggja fulltrúa Arabaríkjanna meira en orðið<br />

var, þar sem hann hafi þá þegar verið farinn<br />

að undirbúa framboð sitt til embættis forseta<br />

Allsherjarþingsins árið eftir.


Lykilhlutverk<br />

Ís<strong>land</strong>s<br />

við endurreisn Ísraelsríkis<br />

Það var enn nokkur uggur meðal fólks hjá<br />

Gyðingastofnuninni (Jewish Agency), sérstaklega<br />

ef Allsherjarþingið fengi ekki jákvæð<br />

skilaboð gagnvart skiptingu frá íslenska<br />

fulltrúanum, þá yrði atkvæðagreiðslu<br />

um tillöguna frestað og menn færu enn að<br />

leita að ímyndaðri samkomulagsleið.<br />

Hvað sem því leið, þá mundi Thor Thors<br />

verða fyrsti ræðumaðurinn þennan sögulega<br />

dag og það virtist mikilvægt að hann setti jákvæða<br />

umræðu af stað. Þess vegna, byrjaði ég<br />

daginn þann 29. nóvember á því að heimsækja<br />

hann á Barclay hótelið. Mér fannst staða mín<br />

vera dálítið sérkennileg og mér þótti við hæfi<br />

að segja honum það hreint út. Gyðingaþjóðin<br />

stóð nú á tímamótum. Ef við næðum árangri,<br />

þá mundi þúsund ára draumur rætast. Ef okkur<br />

mistækist, þá gæti sá draumur slokknað í<br />

margar kynslóðir. Lykillinn að þessum vendipunkti,<br />

á fyrsta hluta fundarins hjá SÞ, yrði í<br />

höndum lítils eyríkis í miðju Atlantshafi með<br />

íbúafjölda innan við 175.000 manns. Það er<br />

einn eiginleiki fjölþjóðlegra diplómatískra<br />

samskipta, að ríkisstjórnir þurfa stundum að<br />

skera úr um stórmál, sem þær eru aðeins fjarlægur<br />

áhorfandi að, en er lífsspursmál fyrir<br />

þjóðir langt í burtu. Framtíð okkar sem þjóðar<br />

á einum mesta örlagadegi sögunnar, byggðist<br />

á því viðhorfi eða andrúmslofti sem skapað<br />

yrði á þinginu af fulltrúa Ís<strong>land</strong>s. Ég bað<br />

ambassador Thor Thors um að velta fyrir sér<br />

þeim sögulegu tíðindum sem hér væru í uppsiglingu.<br />

Hann svaraði af mikilli tilfinningu. Hann<br />

sagði að Ís<strong>land</strong> stæði mun nær hlutskipti<br />

Gyðinga en ég héldi. Íslensk menning væri<br />

gegnsýrð af biblíulegum minnum. En það<br />

sem meira væri, á Ís<strong>land</strong>i væri bæði þrjóskt<br />

og fastheldið lýðræði og þjóð sem hefði öld<br />

betra <strong>land</strong> <strong>febrúar</strong> <strong>2016</strong><br />

13


Blaðamenn, sjónvarpsog<br />

útvarpsfréttamenn<br />

víðsvegar að úr heiminum<br />

höfðu safnast saman í<br />

hliðarsölunum, meðan<br />

sæti fulltrúanna og<br />

áhorfendabekkirnir voru<br />

troðfullir, meira en<br />

nokkru sinni áður.<br />

eftir öld vandlega varðveitt þjóðararfinn, sem<br />

væri sérstakt tungumál og bókmenntir. Íslendingar<br />

sem væru harðákveðnir í að vera<br />

þeir sjálfir, hefðu ávallt hafnað því að yfirgefa<br />

þetta afskekkta, regnbarða ey<strong>land</strong> í skiptum<br />

fyrir hlýrra og blíðara veðurfar annarsstaðar.<br />

Slíku fólki væri hægt að treysta til að skilja þá<br />

þrautseigju sem Gyðingar hefðu sýnt við að<br />

halda í auðkenni sín, minningar og þjóðararf.<br />

Ambassador Thors var mér fullkomlega<br />

sammála um að það sem nú væri þörf<br />

á, væri „ákvörðun,“ en ekki tilgangslaus leit<br />

að „samkomulagi.“ Ef ákvörðunin væri skýr<br />

og vel rökstudd, þá væri von til þess að hún<br />

mundi síðar leiða til samkomulags.<br />

Það var eingöngu vegna þess að allir<br />

möguleikar á samkomulagi höfðu verið<br />

reyndir til þrautar, á þrjátíu ára ferli umboðsstjórnar<br />

Breta í Palestínu, að málið var nú<br />

komið til Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.<br />

Hann mundi halda því fram, að ef Allsherjarþingið<br />

ætlaði ekki að gera neina skýra<br />

tillögu, þá væri það að bregðast skyldu sinni<br />

og þar með væri það að slökkva sumar af kærustu<br />

vonum mannkynsins.<br />

Ég hélt til aðalstöðva Allsherjarþingsins,<br />

en þar var mikil spenna. Blaðamenn, sjónvarps-<br />

og útvarpsfréttamenn víðsvegar að<br />

úr heiminum höfðu safnast saman í hliðarsölunum,<br />

meðan sæti fulltrúanna og áhorfendabekkirnir<br />

voru troðfullir, meira en<br />

nokkru sinni áður. Hinar Sameinuðu þjóðir,<br />

voru að horfast í augu við gríðarstórt<br />

tækifæri snemma á ferli sínum. Á sviðinu,<br />

sátu þeir fölir og alvarlegir, forseti þingsins<br />

Oswaldo Aranha, framkvæmdastjórinn Trygve<br />

Lie og hinn ákaflega holdugi aðstoðarframkvæmdastjóri,<br />

Andrew Cordier. Aranha setti<br />

fundinn og bauð fulltrúa Ís<strong>land</strong>s að stíga í<br />

ræðustól.<br />

Mér til mikils léttis, þá var ræða Thor Thors<br />

stórkostleg. Hann sagði af miklum sannfæringarkrafti<br />

að þrátt fyrir að allar leiðir hefðu<br />

verið kannaðar, þá væri hann og nefnd<br />

hans sannfærð um að ómögulegt væri að<br />

ná samkomulagi fyrirfram. Eina vonin um<br />

14 betra <strong>land</strong> <strong>febrúar</strong> <strong>2016</strong><br />

Thor Thors<br />

Abba Eban<br />

frið, lægi í því að fella hér úrskurð og taka<br />

ákvörðun. Ef samfélag þjóðanna stæði þétt<br />

að baki skiptingu, þá mundi skiptingin verða<br />

að veruleika og þeir sem stæðu gegn henni<br />

núna, hefðu ekki annan kost en að láta sér<br />

það lynda.<br />

Frá þeirri stundu, fór umræðan óhjákvæmilega<br />

á okkar band. Tilraun sem Chamoun<br />

gerði til að fá frestun á málinu og fara að ræða<br />

tillögu um sambandsríki, var dæmd óhæf af<br />

Aranha og gegn henni stóðu Gromyko frá Sovétríkjunum<br />

og Hershel fulltrúi Bandaríkjanna<br />

með áhrifamikilli samstöðu. Nú voru Bandaríkin<br />

og Sovétríkin orðin þreytt á mörgum<br />

frestunaruppátækjum sem Allsherjarþingið<br />

hafði orðið að þola, bæði af hálfu Araba og<br />

Breta. Hér í fyrsta sinn frá stríðslokum, voru<br />

bæði risaveldin sammála um meiriháttar alþjóðamál,<br />

og lönd sem báru minni ábyrgð,<br />

þvældust fyrir því að vilji risaveldanna næði<br />

fram að ganga. Carlos Romulo hershöfðingi<br />

frá Filippseyjum, sem hafði talað gegn skiptingu<br />

tveimur dögum áður, var nú horfinn. Í<br />

staðinn var kominn nýr fulltrúi Filippseyja,<br />

sem mælti jafn ákaflega með skiptingu, eins<br />

og hinn hafði talað gegn henni. Líbería hafði<br />

einnig snúist á sveif með okkur. Mér til mikils<br />

léttis, þá höfðu ríki sem ég hafði verið í tengslum<br />

við — Benelux-löndin — nú lýst yfir einlægum<br />

ásetningi um að styðja skiptinguna.<br />

Það var enn ótti við að Frakkar mundu sitja<br />

hjá og breyta þessum horfum.<br />

Að endingu lauk ræðuflutningi og alvarleg<br />

þögn kom yfir salinn. Aranha lýsti því yfir að<br />

hann hygðist hafa atkvæðagreiðsluna í stafrófsröð.<br />

Sumir okkar sem voru viðstaddir,<br />

muna enn tóninn sem Cordier notaði þegar<br />

hann endurtók atkvæðin.<br />

„Argentína — situr hjá.“ „Afghanistan —<br />

nei.“ „Ástralía — já.“ „Belgía — já.“ „Bólivía —<br />

já.“ „Hvítarúss<strong>land</strong> — já.“ Og þannig hélt það<br />

áfram. Þegar Frakk<strong>land</strong> svaraði hátt „oui,“<br />

þá braust út lófaklapp í salnum, sem Aranha<br />

stöðvaði stranglega. Þegar atkvæðagreiðslan<br />

var komin hálfa leið gegnum stafrófið, þá<br />

vissum við að málið var örugglega í höfn. Að<br />

lokum, eftir að Júgóslavía hafði setið hjá, þá<br />

heyrðum við þessi sögulegu orð: „Þrjátíu og<br />

þrjú með, þrettán á móti, tíu sitja hjá, ein fjarvera.<br />

Ályktunin er samþykkt.“<br />

Heimildir:<br />

Abba Eban, An Autobiography,1977<br />

og Daniel Mandel , H.V. Evatt and<br />

the Establishment of Israel 2004


Kærleikurinn byrjar í fjölskyldunni<br />

Úr ávarpi Móður Teresu til útifundar í Lundúnum<br />

„Jesús biður okkur að leggja á okkur<br />

fórnarverk. Það gerði hin blessaða mær<br />

María, þegar hún sagði: „Verði mér<br />

eftir vilja þínum.“ Hún skildi hvílík<br />

Guðsgjöf barnið er, og svar hennar til<br />

Guðs var „já“.<br />

Það er undursamlegt að hugsa til þess,<br />

að Guð sjálfur gerðist lítið barn og<br />

tók sér bústað í kviði Maríu, sem gjöf<br />

Guðs. Og hann kom til að bera okkur<br />

þau fagnaðarboð, að Guð er kærleikur. Hann<br />

elskar þig, og hann elskar mig, og hann vill að<br />

við elskum hvert annað, eins og hann elskar<br />

sérhvert okkar. Hve undursamlegt að hugsa sér,<br />

að þetta litla barn skuli hafa komið með þann<br />

mikla gleðiboðskap! María skildi þetta, því að<br />

hún flýtti sér að flytja öðrum tíðindin um nærveru<br />

litla barnsins. Þegar við lesum um heimsókn<br />

hennar til Elísabetar, þá er það okkur sérstök<br />

upplifun, að Guð skuli hafa kosið ófædda<br />

barnið til að boða návist Guðs sjálfs, Krists<br />

sem kemur til þessarar jarðar. Hann valdi ekki<br />

mikinn mann, heldur hið smáa — ófætt barn:<br />

barn sem var skapað eftir mynd Guðs, rétt eins<br />

og þú og ég. Og þetta barn veitti gleði og færði<br />

mönnum návist Guðs, jafnvel áður en það<br />

fæddist. Þess vegna lít ég svo á, að við eigum<br />

litla, ófædda barninu þakkarskuld að gjalda,<br />

vegna þess að það færði okkur gleðitíðindin,<br />

að Kristur væri kominn; og samt eru þessi litlu<br />

börn orðin nútímamönnum að skotspæni til að<br />

fremja manndráp!<br />

Þegar ég les Biblíuna, sé ég nokkuð, sem<br />

segir afar mikið um það, hvers virði líf okkar<br />

er Guði. Hann segir: „Jafnvel þótt móðir gæti<br />

gleymt barni sínu, gleymi ég þér ekki, því að ég<br />

hef rist þig á lófa mína. Ég hef kallað þig með<br />

nafni. Þú ert mér dýrmætur. Ég elska þig.“<br />

En nú gleymir móðirin ekki aðeins barni<br />

sínu; nú er algengt, að hún tortími því — láti<br />

drepa sitt eigið barn! Við hverju má þá búast af<br />

öðrum en að þeir drepi hver annan? Þegar við<br />

þess vegna lítum í kringum okkur og undrumst<br />

þá hræðilegu hluti, sem eiga sér stað í heiminum,<br />

þá skulum við muna þetta: Kærleikurinn<br />

byrjar í fjölskyldunni, og fósturdeyðing er upphafið<br />

að eyðileggingu fjölskyldulífsins. Biðjið<br />

þess vegna, að þið megið gefa fagurt fordæmi<br />

ástar og einingar í fjölskyldunni. Verjið hana<br />

með lífi ykkar; verndið fjölskylduna með bæninni,<br />

vegna þess að bænin hjálpar ykkur að<br />

eignast hreint hjarta. Ávöxtur bænar er alltaf<br />

dýpri trú, og ávöxtur trúarinnar er kærleikur,<br />

og ávöxtur kærleikans er svölun sálarinnar.<br />

Hefjið því bænalíf í fjölskyldu ykkar. Það mun<br />

hjálpa ykkur að læra að elska hvert annað, eins<br />

og Guð elskar sérhvert ykkar.“<br />

Þýðing: Jón Valur Jensson<br />

In Touch<br />

Ministries<br />

Dr. Charles Stanley<br />

Charles F. Stanley er stofnandi In Touch Ministries og hefur einnig skrifað bækur<br />

sem komist hafa á metsölulista New York Times. Kennsla hans nær til milljóna<br />

manna um heim allan. Hann er með hagnýta kennslu sem byggir á Kristi og<br />

biblíulegum grundvallaratriðum til daglegs lífs.<br />

Starfi Charles Stanley er best lýst með þeim orðum sem er að finna í Postulasögunni<br />

20.24: „En mér er líf mitt einskis virði, fái ég aðeins að fullna skeið<br />

mitt og þá þjónustu, sem Drottinn Jesús fól mér: Að bera vitni fagnaðarerindinu<br />

um Guðs náð.“ Hann segir allt byggja á Orði Guðs og verki Guðs sem<br />

breyti lífi fólks.<br />

Þættir dr. Charles Stanley eru á dagskrá Sjónvarpsstöðvarinnar Omega á<br />

eftirfarandi tímum:<br />

Mánudagur 08:00<br />

Þriðjudagur 20:30<br />

Miðvikudagur 11:30<br />

Fimmtudagur 03:30<br />

Föstudagur 05:00<br />

Föstudagur 19:00<br />

Laugardagur 09:30<br />

Sunnudagur 15:30<br />

betra <strong>land</strong> <strong>febrúar</strong> <strong>2016</strong><br />

15


Hentar vel stærri og smærri hópum og einstaklingum<br />

Margar stærðir herbergja<br />

Íþróttasalur<br />

Fundarsalur<br />

Frítt háhraða internet<br />

Í 20 km fjarlægð frá Selfossi

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!