18.09.2023 Views

Vonarljós - 2009

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Formáli<br />

Eiríkur Einarsson,<br />

ritstjóri<br />

Ó, þjóð mín, þjóð! Hlýðið á<br />

og gefið því gaum. Því Guð<br />

vill vitja þessarar þjóðar!<br />

Fyrir þremur árum eða<br />

svo, man ég eftir því að við<br />

félagarnir vorum farnir að<br />

gantast með það, þó grafalvarlegt<br />

mál sé, að það<br />

þyrfti að koma efnahagskreppa<br />

yfir þetta land til<br />

að fólk færi að átta sig á<br />

þessari taumlausu blindu<br />

sem þjóðin var alþakin af,<br />

svo hún kæmist til andlegrar<br />

meðvitundar. En ekki<br />

grunaði okkur hið minnsta<br />

að þetta yrði svona svakalegt.<br />

Nú gerast hlutirnir hratt og eru ýmis teikn á lofti um<br />

það sem koma skal samkvæmt fyrirheitum Guðs.<br />

Það var fyrir röskum tveimur árum að við fórum að tala<br />

um að gefa út kristilegan prentmiðil í mikilli útbreiðslu, til<br />

að ná til þjóðarinnar með boðskap trúarinnar og það sem<br />

Guð vildi tala til Íslendinga. Aftur fórum við að tala um<br />

þetta fyrir ári síðan, en það virtist eins og það væri ekki<br />

enn kominn tími á það. Það var svo í ár að við fundum<br />

það svo sterkt að nú væri hagkvæm tíð og lá það í hjörtum<br />

okkar að það væri akkúrat núna sem Guð vildi að við<br />

létum verða af þessu. Það væri eitthvað sem Guð vildi tala<br />

til þjóðarinnar. Eitthvað sem Guð hafði áformað að gera til<br />

að mæta þjóðinni á þessari stundu. Núna er landið í brotum<br />

þegar litið er á þær fallvöltu stoðir sem það reiddi sig<br />

á en hafa brugðist. Þær stoðir sem að blekkja menn með<br />

tálsýnum og villandi gildum sem bera engan varanlegan<br />

ávöxt heldur skila mönnum enn frekar í andlega vegleysu<br />

og aftra mönnum frá því að sjá sannleikann og ljósið og<br />

hefur aftrað fólki frá því að taka á móti hjálpræðinu og<br />

lífinu. Nú er tími hinna fallvöltu gilda liðinn og látum þau<br />

ekki lengur troða okkur um tær. Nú er lag að við tökum<br />

háttaskiptum og hættum að byggja hús okkar á sandi. Því<br />

til er steinn sem byggja má á, hin trausti klettur sem er<br />

frelsisbjarg, hin trausta stoð sem yfirvinnur allt hvað sem<br />

dynur á. Sælir eru þeir sem að þiggja að byggja á þessum<br />

stein, þeir láta ekkert fyrir sér liggja, með áformin hrein og<br />

bein. Þessi steinn er Jesús Kristur, sem elskar þjóð okkar<br />

og vill mæta henni og blessa hana. Því Hann á fullt af fólki<br />

í þessu landi og hefur ófáum sinnum verið bornir fram<br />

spádómar um það að Ísland eigi eftir að verða mörgum<br />

þjóðum til blessunar. Að Guð ætli að blessa þessa þjóð svo<br />

ríkulega, vekja okkur af værum blundi, til að við getum<br />

stígið fram og tekið á móti flæðandi blessunum Hans svo<br />

að Hann geti notað Ísland sem flæðandi barmafullan bikar<br />

mörgum til blessunar. Rennið eigi huga til hins umliðna<br />

og gefið eigi gætur að því er áður var. Sjá, nú hefi ég nýtt<br />

fyrir stafni, það tekur þegar að votta fyrir því – sjáið þér<br />

það ekki? Ég gjöri veg um eyðimörkina og leiði ár um<br />

öræfin. Dýr merkurinnar, sjakalar og strútsfuglar skulu<br />

vegsama mig, því að ég leiði vatn um eyðimörkina og ár<br />

um öræfin til þess að svala lýð mínum, mínum útvalda.<br />

Sá lýður, sem ég hefi skapað mér til handa, skal víðfrægja<br />

lof mitt (Jes. 43:18-21). Kæru Íslendingar, hlustum<br />

á það sem Guð vill tala til okkar, og tökum á móti því sem<br />

Hann hefur í hyggju með okkur.<br />

Drottinn blessi þig! Drottinn blessi Ísland!<br />

<strong>Vonarljós</strong><br />

Útgefandi Hugmyndahúsið ehf. í samstarfi við Omega<br />

Ritstjóri Eiríkur Einarsson<br />

Blaðamenn Eiríkur Einarsson og Jón Birgir Pétursson<br />

Ljósmyndir Jóhannes Á. Eiríksson, Eiríkur Einarsson o.fl.<br />

Forsíðumynd Jóhannes Á. Eiríksson<br />

Prófarkalestur Jón Valur Jensson<br />

Umbrot Frum ehf.<br />

Prentun Landsprent<br />

Dreifing Morgunblaðið<br />

Netfang eikie@mi.is<br />

<br />

Efnisyfirlit<br />

Ástarbréf Föðurins .................................................................. 3<br />

Gleðilega páska, - eftir Karl Sigurbjörnsson biskup ................. 4<br />

Sæl er sú þjóð - eftir Anne Marie Reinholdtsen ...................... 4<br />

Í dag er hjálpræðisdagur<br />

– viðtal við Vörð Leví Traustason forstöðumann Fíladelfíu... 5<br />

Rétti skeifur í lífinu eins og afi gerði forðum<br />

– viðtal við Eirík Sigurbjörnson sjónvarpsstjóra Omega........ 6<br />

Guð er góður Guð - Ulf Ekman ............................................... 8<br />

Ábendingar háskólarektors - eftir Friðrik Schram................... 11<br />

Trúin hefur verið rauði þráðurinn í lífi mínu<br />

– viðtal við Ómar Kristjánsson ........................................... 12<br />

Lögleysi og kærleikur - eftir Gunnar Þorsteinsson ................ 13<br />

Þú litla þjóð, örvænt eigi, því lausnin kemur frá Drottni<br />

– eftir Kolbein Sigurðsson .................................................. 14<br />

Kærleiki Krists knýr oss - viðtal við Baldur F. Einarsson........ 16<br />

Sagan af Betty Baxter............................................................ 18<br />

Hittust við lífsins lind - viðtal við Hebba og Begga ............... 20<br />

Yfirgaf öryggið fyrir sálarfriðinn - viðtal við Eirík Magnússon.. 21<br />

Hvað gerðist á Golgata? - Billy Graham ................................ 22<br />

Ég sá það svo kristaltært ...................................................... 23<br />

Hið góða líf - eftir Anne Marie Reinholdtsen ......................... 24<br />

Áhugaverðir netmiðlar .......................................................... 25<br />

Útvarpsstöðin Lindin boðar blessun ..................................... 25<br />

Endurkoma Jesú Krists! - eftir Snorra Óskarsson .................. 26<br />

Verið í Kristi - Andrew Murray ............................................... 27<br />

Hann elskar þig eins og þú ert - eftir Jóhannes Hinriksson.... 28<br />

Vertu ekki hrædd - eftir Sr. Maríu Ágústsdóttur ..................... 28<br />

Hver er ég? - Billy Graham .................................................... 29<br />

Um trúna og tilveruna - viðtal við Friðrik Schram .................. 30<br />

Fríkirkjan Kefas ..................................................................... 30<br />

Dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Omega ................................ 31<br />

Persónuleg trúarjátning ......................................................... 32<br />

Frelsisbæn ............................................................................ 32<br />

Nýr páskasálmur<br />

eftir Sigurbjörn Einarsson<br />

Nú máttu´ ekki, María, gráta<br />

Nú máttu´ ekki, María, gráta,<br />

meistarinn er ekki hér,<br />

þar sem þú grúfir og grætur<br />

gröfin og myrkrið er.<br />

Líttu til annarrar áttar,<br />

upp frá harmi og gröf:<br />

Ljóminn af lífsins sigri<br />

leiftrar um jörð og höf.<br />

Sjá, já, nú sérðu, María,<br />

sjálfur er Jesús hjá þér<br />

upprisinn, ætlar að fæða<br />

allt til nýs lífs með sér.<br />

Syng því í sigurgleði.<br />

Syng fyrir hvern sem er:<br />

Kærleikans sól hefur sigrað,<br />

sjálfur er Kristur hjá þér.<br />

Ylva Eggehorn 1970 – Sigurbjörn Einarsson 2008 (í júlí).<br />

Lag: D. Helldén 1972.<br />

Sænska sálmabókin nr. 463: Gråt inte mer, Maria.<br />

FRJÁLST FRAMLAG TIL VONARLJÓSS • Bænalína – 800 9120<br />

Framlag þitt er ómetanleg hjálp fyrir <strong>Vonarljós</strong>.<br />

Banki: 0113-26-25707 - Kt.: 630890 - 1019<br />

Ps. Fyrir hvert framlag færðu sendan GULLKROSS


Ástarbréf Föðurins<br />

Hróp Föðurhjarta Guðs frá 1. Mósebók til Opinberunarbókarinnar.<br />

Barnið mitt…<br />

Þú þekkir mig kannski ekki, en ég veit allt um þig… Sálm. 139:1-2. Ég veit hvenær þú situr og hvenær þú<br />

stendur… Sálm. 139:1. Ég gjörþekki alla vegu þína… Sálm. 139:3. Ég hef jafnvel tölu á höfuðhárum<br />

þínum… Matt. 10:29-31. Ég skapaði þig í minni mynd… 1. Móse. 1:27. Og í mér lifir, hrærist og ert þú… Post.<br />

17:28. Þú ert minnar ættar… Post. 17:28. Ég þekkti þig jafnvel áður en þú varst myndað í móðurlífi…<br />

Jer.1:4-5. Ég valdi þig þegar ég ráðgerði sköpun heimsins… Efes. 1:11-12. Þú ert ekki mistök, því að allir dagar þínir eru<br />

skráðir í bókina mína… Sálm. 139:15-16. Ég ákvað nákvæmlega hvenær þú áttir að fæðast og hvar þú myndir búa… Post.<br />

17:26. Þú ert undursamlega skapað… Sálm. 139:14. Því ég óf þig í móðurlífi…Sálm. 139:13. Og hef verndað þig frá því þú<br />

fæddist… Sálm. 71:6. Mér hefur verið ranglega lýst af þeim sem ekki þekkja mig… Jóh. 8:41-44. En ég er hvorki fjarlægur eða<br />

reiður, ég er fullkominn kærleikur…1. Jóh. 4:16. Og það er þrá mín að úthella kærleika mínum yfir þíg… 1. Jóh. 3:1. Einfaldlega<br />

vegna þess að þú ert barnið mitt og ég er faðir þinn… 1. Jóh. 3:1. Ég hef meira að gefa þér en jarðneskur faðir þinn getur<br />

nokkurn tíma boðið þér… Matt. 7:11. Því ég er hinn fullkomni faðir… Matt. 5:48. Sérhver góð gjöf kemur frá mér… Jak. 1:17.<br />

Því ég sé fyrir þér og uppfylli allar þarfir þínar… Matt. 6:31-33. Ég hef þá áætlun að veita þér vonarríka framtíð… Jer. 29:11.<br />

Því ég elska þig með ævarandi elsku… Jer. 31:3. Hugsanir mínar til þín eru fleiri en sandkorn á sjávarströndu… Sálm. 139:17-<br />

18. Og ég fagna yfir þér með gleðisöng… Sef. 3:17. Ég mun aldrei hætta að gera þér gott…… Jer. 32:40. Því þú ert dýrmæt<br />

eign mín… 2. Móse. 19:5. Af öllu hjarta gef ég þér staðfestu og stöðuglyndi… Jer. 32:41. Og ég vil opinbera þér mikla hluti og<br />

leyndardómsfulla… Jer. 33:3. Þú munt finna mig ef þú leitar mín af öllu hjarta… 5. Móse. 4:29. Gleðstu yfir mér og ég mun veita<br />

þér það sem hjarta þitt þráir… Sálm. 37:4. Því ég gaf þér þessar langanir… Fil 2:13. Ég get gert meira fyrir þig en þú getur gert<br />

þér í hugarlund… Efes. 3:20. Því ég er sá sem uppörvar þig… 2. Þess. 2:16-17. Ég er líka faðirinn sem hughreystir þig á erfiðum<br />

stundum… 2. Kor. 1:3-4. Ég er nálægur þegar þú ert niðurbrotinn… Sálm. 34:19. Og eins og hirðir ber sauði sína hef ég borið<br />

þig í faðmi mínum… Jes. 40:11. Dag einn mun ég þerra burt öll tárin þín… Opinb. 21:4. Ég mun taka burt allar þær þjáningar<br />

sem þú hefur þolað á þessari jörð… Opinb. 21: 4. Ég er faðir þinn og ég elska þig jafnmikið og ég elska son minn, Jesú… Jóh.<br />

17:23. Því í Jesú opinberast ást mín til þín… Jóh. 17:26. Hann sýnir þér hver ég er… Heb. 1:3. Hann kom til að sýna þér að ég<br />

er með þér en ekki á móti þér… Róm. 8:31. Og segja þér að ég tel ekki syndir þínar… 2. Kor. 5:18-19. Jesús dó til þess að þú<br />

gætir lifað í sátt við mig… 2. Kor. 5:18-19. Dauði Hans sýnir þér fullkomlega hversu mikið ég elska þig… 1. Jóh. 4:10. Ég gaf<br />

allt til þess að ég gæti fengið ást þína… Róm. 8:31-32. Þú meðtekur mig ef þú meðtekur Jesú sem gjöf mína… 1. Jóh. 2:23. Og<br />

ekkert mun gera þig aftur viðskila við kærleika minn… Róm. 8:38-39. Komdu heim og ég mun halda stærstu veislu sem himinninn<br />

hefur séð… Lúk. 15:7. Ég hef alltaf verið faðir og mun alltaf vera faðir… Efes. 3:14-15. Spurning mín er þessi… Vilt þú vera<br />

barnið mitt?… Jóh. 1:12-13. Ég bíð eftir þér… Lúk. 15:11-32.<br />

Ástarkveðjur, þinn pabbi<br />

Almáttugur Guð<br />

Ástarbréf föðurins er þýtt með leyfi frá Father Heart Communications Copyright 1999-2006<br />

www.FathersLoveLetter.com


Herra Karl Sigurbjörnsson biskup skrifar<br />

Gleðilega páska, upprisuhátíð frelsarans Jesú Krists<br />

Karl<br />

Sigurbjörnsson.<br />

Upprisa hins krossfesta<br />

Jesú er gleðifregn<br />

páskanna og boðskapur<br />

vonar inn í vonbrigði<br />

og sorg okkar hér og<br />

nú. Upprisa hins krossfesta<br />

er sigur kærleika,<br />

fyrirgefningar, friðar<br />

og réttlætis. Upprisa<br />

hins krossfesta sýnir<br />

að útlitið er ekki vonlaust,<br />

engar aðstæður<br />

eru vonlausar. Upprisa hins krossfesta Jesú<br />

sýnir og sannar að baráttan og viðleitnin í<br />

þágu hins góða er aldrei árangurslaus og<br />

til einskis. Við þurfum sannarlega á því<br />

að halda nú í vonbrigðum og vonleysi öllu<br />

andspænis efnahagshruni og hamförum,<br />

sem yfir ganga, þegar við sjáum framtíð<br />

barna okkar og niðja ógnað af manna völdum,<br />

þegar við sjáum framtíð lífs á jörðu<br />

ógnað, af manna völdum, af völdum græðgi<br />

og hroka fólks, sem sást ekki fyrir.<br />

Það gengur dómur yfir þennan heim og<br />

snertir okkur öll með einum eða öðrum<br />

hætti. Öll þurfum við að horfa í eigin barm<br />

og endurmeta lífsstíl ágengni og sóunar og<br />

temja okkur lífsstíl hófsemi og hógværðar.<br />

Við þurfum öll að horfast í augu við að<br />

draumar og framtíðarsýnir okkar heimshluta<br />

og menningar hafa að svo miklu leyti<br />

verið byggðar á kolröngum forsendum.<br />

Áherslan á endalausar framfarir, sívaxandi<br />

auð og velsæld, á mátt hins hrausta, sterka<br />

og stælta, var byggð á goðsögn og er tál. Sú<br />

goðsögn er hrunin. Á móti kröfum hátækni<br />

og háhraða og hámörkun afkasta þarf að<br />

koma vægi alúðar og umhyggju fyrir lífinu,<br />

landinu, náunganum, ungviðinu veika og<br />

brothætta. Það kennir meistarinn, sem dó<br />

á krossi og reis af gröf, frelsari heimsins,<br />

frelsari þinn. Páskarnir segja að sá málstaður,<br />

að málstaður hans er máttugri en allt<br />

sem ógnar honum og vill þagga hann niður<br />

eða deyða. Þess vegna eiga páskarnir erindi<br />

við okkur öll sem þráum að sjá þessi góðu,<br />

heilnæmu gildi dafna og móta samfélag og<br />

menningu.<br />

Upprisutrúin, sem reiðir sig á návist<br />

frelsarans, treystir á dóm og náð Guðs og<br />

trúir á upprisusigur hins góða hefur leitt<br />

margan gegnum erfiðleika og raunir, reist<br />

upp og gefið þolgæði í mótlæti, huggun í<br />

sorg, styrk í neyð, og gleðinni dýpt gæfu og<br />

náðar. Upprisutrúin hefur gefið afl og djörfung<br />

til að rísa gegn ranglætinu og mannvonskunni<br />

og láta góðvild, mannúð og<br />

mildi stýra hugsunum sínum og gjörðum.<br />

Guð gefi þér þá trú, gleðiríka, vonarríka<br />

páskatrú í frelsarans Jesú nafni.<br />

Sæl er sú þjóð ...<br />

Trúarhjálpin<br />

Það er kreppa í landinu. Fjármálakreppa.<br />

Á nokkrum dögum varð heil þjóð lömuð<br />

gagnvart verslun og markaði og á vikunum<br />

sem fylgdu í kjölfarið hafa margir upplifað<br />

alvarlegar afleiðingar af hruni einkabankanna.<br />

Kreppa. Ég hef ekki lært kínversku, en<br />

einhvern tíma var mér sagt að kínverska<br />

táknið fyrir kreppu sé samansett úr tveimur<br />

táknum sem hvort um sig þýðir „hætta”<br />

og „tækifæri”. Þannig er kreppa ekki bara<br />

neikvæð.<br />

Af skiljanlegum ástæðum er talað um<br />

kreppu með meiri áherslu á hætturnar en<br />

möguleikana. Hver getur ástæðan verið? Er<br />

það vegna þess að óttinn við sársaukann<br />

við að missa gerir okkur blind fyrir því að<br />

átakanlegar breytingar í lífinu opna á ný<br />

tækifæri?<br />

Kreppan særir. Og hún getur verið krefjandi<br />

á svo margan hátt. Það getur verið<br />

sársaukinn við missi, breytingaferlið – það<br />

að aðlagast öðrum skilyrðum, upplifa vanmátt<br />

og óréttlæti, allar tilfinningarnar sem<br />

vilja ná yfirhendinni. Allt er þetta meira<br />

eða minna óhjákvæmilegt þegar kreppan<br />

er yfir okkur.<br />

Kreppa. Margt fólk upplifir persónulega<br />

kreppu óháð því sem annars gerist í þjóðfélaginu.<br />

Aftur og aftur heyrum við sömu<br />

orðin frá fólki sem hefur tekist á við slíka<br />

kreppu: Þá urðum við upptekin af því sem<br />

hafði raunverulega þýðingu.<br />

Það sem hefur raunverulega þýðingu.<br />

Hvað er það sem hefur raunverulega<br />

þýðingu og engin kreppa getur tekið frá<br />

okkur?<br />

Ef við hugsum hugsunina til enda og ætlum<br />

okkur að gefa eitt svar sem nær yfir alla<br />

spurninguna þá er bara eitt að segja:<br />

Trúin!<br />

Auðvitað eru margir aðrir hlutir sem<br />

hafa óendanlega mikla þýðingu fyrir okkur:<br />

Fjölskylda, vinir, hús og heimili, velferðarþjóðfélagið<br />

og margt, margt fleira.<br />

En um leið vitum við að á einu augabragði<br />

getum við misst allt. Við reiknum<br />

ekki með því að það hendi okkur, en við<br />

vitum að það gerist á hverjum einasta degi<br />

víðs vegar um heim, nær og fjær.<br />

Trúin. Trúin á Jesú sem gaf líf sitt svo við<br />

gætum fengið að lifa. „Enginn getur slitið<br />

<br />

Carl<br />

Gränz<br />

rafvirki<br />

Hver er þessi Jesús?<br />

Ég var líklega sjö ára þegar<br />

öll sú veröld sem ég þekkti<br />

breyttist. Pabbi kom heim og sagðist<br />

vera frelsaður og við fjölskyldan<br />

rákum upp stór augu. Frel...<br />

hvað var pabbi eiginlega að tala<br />

um, ég gat ekki beðið eftir því að<br />

fá nánari skýringar. Pabbi fór að<br />

segja okkur að hann hefði tekið<br />

á móti Jesú í hjarta sitt og gert<br />

hann að leiðtoga lífs síns. Pabbi<br />

útskýrði að hann hefði beðið Jesú<br />

að fyrirgefa sér syndir sínar og<br />

þá úr minni hendi” - sagði Jesús um þá sem<br />

vildu treysta honum.<br />

„Því að ég er þess fullviss að hvorki dauði<br />

né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi<br />

né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né<br />

dýpt né nokkuð annað skapað muni geta<br />

gert okkur viðskila við kærleika Guðs sem<br />

birtist í Kristi Jesú, Drottni vorum.”<br />

Svo kröftuglega tekur Páll til orða í<br />

Rómverjabréfinu, 8. kafla, versum 38-39.<br />

Það er sorglegt til þess að hugsa að<br />

einmitt trúnni skuli sífellt vera boðinn lakari<br />

og lakari kostur í okkar heimshluta.<br />

Í opinberu samhengi er henni meira og<br />

minna útrýmt. Trúin hefur líka orðið fyrir<br />

barðinu á einkavæðingu – nokkuð sem<br />

stjórnvöld ættu ekki að hafa á stefnuskrá<br />

sinni.<br />

Kerfi hafa riðað til falls í gegnum tíðina.<br />

Fall Rómaveldis er eitt tákn þessa.<br />

En það hófst löngu fyrr. Þegar menn hafa<br />

gert sjálfa sig að guðum og upphafið sig til<br />

hæstu tinda, hefur það alltaf leitt til falls.<br />

Guð lætur ekki að sér hæða, það sem<br />

maðurinn sáir mun hann uppskera.<br />

Ef þagga á niður í boðskapnum um trúna<br />

á Guð og hjálpræðisverk hans í skólum<br />

landsins og öðrum opinberum stofnunum,<br />

þá höfum við fengið kreppu sem er enn<br />

alvarlegri en fjármálakreppur og stjórnmálakreppur<br />

samanlagt. Því „í honum<br />

lifum, hrærumst og erum við.”<br />

Það er talað um það í dag að ríkir menn<br />

hafi stungið af til útlanda með mikil verðmæti.<br />

Það er átakanlegt í sjálfu sér og<br />

getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir komandi<br />

kynslóðir. En það er ekki síður átakanlegt,<br />

ef kjörnir fulltrúar okkar sjá ekki<br />

verðmæti þess að komandi kynslóðir fái<br />

fræðslu í kristinni trú og siðfræði og sjái til<br />

þess að allir fái tækifæri til þess að tileinka<br />

sér þessi verðmæti.<br />

Það er kreppa í landinu. En kreppa þýðir<br />

ný tækifæri. Ný tækifæri fyrir einstaklinginn,<br />

fyrir þjóðina, fyrir trúna!<br />

Sæl er sú þjóð sem kann að hylla þig,<br />

Drottinn, sem gengur í ljóma auglitis þíns,<br />

fagnar yfir nafni þínu hvern dag og gleðst<br />

yfir réttlæti þínu. (Sálmur 89, 16-17)<br />

Anne Marie Reinholdtsen<br />

Yfirforingi Hjálpræðishersins á Íslandi.<br />

koma í hjarta sitt og það<br />

var allt sem þurfti. Pabbi<br />

sem var bara venjulegur<br />

maður og drakk á köflum<br />

helst til mikið áfengi. Gleðin<br />

sem skein úr augum hans<br />

og þetta breytta yfirbragð<br />

var eitthvað sem hreif mig þarna<br />

á staðnum. Ég vissi að þetta væri<br />

eitthvað sem ég þráði að yrði hluti<br />

af mínu lífi. Núna 32 árum seinna<br />

legg ég enn traust mitt á þann<br />

grunn sem faðir minn lagði fyrir<br />

mig. Þessi kynni af Jesú eru enn<br />

grundvöllur lífs míns og nú minna<br />

barna. Ég vil hvetja þig sem lest<br />

þetta að prófa Jesú einu sinni og<br />

hann mun gefa lífi þínu tilgang.<br />

GERUM FRIÐÞÆGINGUNA AÐ RAUNVERULEIKA Í LÍFI OKKAR<br />

Eftir Jim Kaseman - Þýðandi Ásmundur Magnússon<br />

Margt kristið fólk er SJÚKT, FÁTÆKT og SIGRAÐ á mörgum, ef ekki öllum sviðum lífs<br />

síns, þrátt fyrir allt það, sem Drottinn Jesús Kristur gerði fyrir það á krossinum á Golgata,<br />

þar sem Guð veitti ÖLLU MANNKYNI friðþægingu. FRIÐÞÆGINGU frá SYND, FÁTÆKT,<br />

SJÚKDÓMI og DAUÐA!<br />

Guðs orð opinberar, að endurfætt trúað fólk er ný sköpun í Jesú Kristi (II.Kor 5:17) með<br />

eilíft líf og eigið eðli Guðs (I.Jóh 5:10-13). Og sem trúaðir einstaklingar HAFA ÞEIR VERIÐ<br />

FRELSAÐIR frá valdi Satans og fluttir inn í ríki Guðs. (Kól 1:12-14).<br />

Sé þetta satt, hvernig stendur þá á því, að svo margir kristnir líta ekki út fyrir, framkvæma<br />

eða tala eins og þeir væru í ríki Guðs? Það stafar af því, að friðþægingin er ekki raunveruleiki<br />

í lífi þeirra.<br />

JÁTNINGAR OKKAR STJÓRNA OKKUR<br />

ANDLEGT LÖGMÁL, sem fátt fólk skilur, er að JÁTNINGAR OKKAR STJÓRNA OKKUR!<br />

Þú nærð aldrei lengra en játning þín - frelsaður eða ófrelsaður. Í Mark 11:23 segir Jesús að<br />

allt sem við segjum muni gerast, svo fremi að við efumst ekki í hjarta (anda) okkar, heldur<br />

trúum í hjarta (anda) okkar og játum það með munni okkar. Hann SAGÐI EKKI: trúðu<br />

með HÖFÐI þínu og játaðu með MUNNI þínum. Hann SAGÐI: trúðu í HJARTA þínu (anda<br />

þínum) og játaðu með munni þínum.<br />

Þetta er ástæðan fyrir því, að svo margir eru kirkjumeðlimir alla ævi, hafa heilmikla þekkingu<br />

um Biblíuna í höfðinu, en hafna samt sem áður í helvíti, vegna þess að þeir hafa ekki<br />

hlýtt Guðs orði um hjálpræðið, sem lýst er í Róm 10:9-10: „Ef þú játar með munni þínum:<br />

Jesús er Drottinn, og TRÚIR (efast ekki) í HJARTA þínu (ekki höfði), að Guð hafi uppvakið<br />

hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. Með HJARTANU (ekki höfðinu) er trúað til réttlætis,<br />

en með munninum er játað til hjálpræðis.“<br />

JÁTNING VERKAR Í ÖLLU<br />

Lögmálið um játningu verkar ekki aðeins hvað varðar hjálpræðið, heldur allt í lífinu - GOTT<br />

eða SLÆMT. Í Mark 11:23 segir Jesús: „... og efar ekki í hjarta sínu, heldur trúir að svo fari,<br />

sem hann mælir, honum mun verða að því.“ Til dæmis hafa sumir meiri trú á Satan en<br />

Guði. Þeir trúa af öllu hjarta og segja með munni sínum: „Ég fæ alltaf flensuna þegar hún<br />

gengur hérna.“ Og vegna þess að þeir trúa því og segja það, fá þeir flensuna. Í stað þess<br />

að trúa í hjarta sínu og segja með munninum: „Jesús tók á sig mein mín og bar sjúkdóma<br />

mína samkvæmt Matt 8:17. Þess vegna meina ég sérhverjum sjúkdómi aðgang að líkama<br />

mínum!“ Athugaðu að Orðskviðirnir 6:2 segja okkur, að við ánetjumst með orðum munns<br />

okkar. Játaðu sjúkdóm og fátækt og það verður þitt. Játaðu heilbrigði og velgengni og þú<br />

færð það. VALIÐ ER ÞITT!<br />

ÞRÓAÐU TRÚ ÞÍNA<br />

Vitnisburður eða játning er mikilvægur þáttur í trúarlífinu. Viljirðu þróa með þér sterka<br />

trú, játaðu þá stöðugt hvað Drottinn er að gera fyrir þig og hvað Guðs orð segir um þig.<br />

Því meir sem þú talar um hann, þeim mun raunverulegri verður Jesús fyrir þér. Því minna<br />

sem þú talar um Jesú, þeim mun óraunverulegri verður hann þér.<br />

Játaðu það sem Guðs orð segir um þig og aðstæður þínar, jafnvel þótt þú trúir því ekki<br />

samstundis, vegna þess, að „trúin kemur af boðuninni“ („því sem þú heyrir“, í ensku býð.),<br />

en boðunin byggist á orði Krists (Róm 10:17). Játaðu það nógu oft og fyrr eða síðar vaknar<br />

trú í hjarta þínu, þegar þú heyrir Guðs orð af þínum eigin vörum.<br />

Þú munt öðlast allt það, sem þú trúir í hjarta þínu og játar með munni þínum (Mark<br />

11:23).<br />

JÁTNING TRÚARINNAR SKAPAR STAÐREYNDIR<br />

Athugaðu að játning trúarinnar skapar staðreyndir. Hvað Guð varðar, þá er allt sem þú<br />

hefur eða ert „í Kristi“ raunverulegt. Hann hefur séð til þess. öll loforð Biblíunnar tilheyra<br />

okkur lagalega séð.<br />

Biblían er lagalegt skjal, innsiglað með blóði Jesú Krists. En það er trú þín og játning<br />

orðsins, sem gerir það að staðreynd eða veruleika í lífi þínu. Guð vill að við njótum af og<br />

þekkjum til raunveruleika þess sem hann hefur undirbúið fyrir okkur - og hvernig við<br />

eigum að fara að, það hefur hann þegar sagt okkur í orði sínu.<br />

Því skaltu fara í gegnum ritninguna, sérstaklega Nýja testamentið, og finna vers með: „í<br />

Kristi“, „í honum“, „í hverjum“, „fyrir hann“ („gegnum hann“, e.þýð.) o.s.frv. Byrjaðu að<br />

gera þau persónuleg og játaðu þau með munni þínum. Segðu: „Þetta er mitt, þetta er ég í<br />

Kristi, þetta er það sem ég hef í Kristi, þetta er það sem ég get gert í Kristi.“ Þá mun endurlausn<br />

þín, friðþægingin í Jesú Kristi, verða að raunveruleika fyrir þér.<br />

Hún er nú þegar veruleiki í hinum andlega heimi. En það sem við viljum er að hún verði<br />

einnig raunveruleg í hinum efnislega heimi, þar sem ég lifi í líkamanum. Ég þarfnast hennar<br />

nú. Ég þarfnast ekki líkamlegrar lækningar þegar ég kem til himins, ég þarfnast hennar<br />

nú. Ég þarfnast ekki peninga þegar ég kem til himins, ég þarfnast þeirra nú. Ég þarfnast<br />

ekki lausnar frá böndum Satans í himninum, ég þarfnast hennar nú, meðan ég dvelst á<br />

jörðinni, þar sem ég lifi í dag!<br />

BYRJAÐU NÚNA, JÁTAÐU DAGLEGA!<br />

Gerðu friðþæginguna að raunveruleika í lífi þínu, byrjaðu að gera Guðs orð persónulegt,<br />

játaðu það daglega með munninum, trúðu því í hjartanu (ekki höfðinu) og byrjaðu að lifa<br />

eins og Guðs orð sé satt.<br />

GERÐU ÞAÐ OG ÞÚ MUNT LIFA Í SIGRI!


Það þarf ekki að líta langt til<br />

að sjá hvað hefur átt sér stað<br />

í íslensku þjóðlífi og á þetta<br />

líka miklum hraða. Það er<br />

ekki lengra síðan en þetta að<br />

menn héldu að allt væri í himnalagi á<br />

Íslandi og ekkert nema bjartir tímar<br />

og rjómi framundan. En allt hefur sinn<br />

undanfara og það sem var sáð í gær er<br />

það sem uppskeran býður upp á í dag.<br />

Það hafa verið í gangi miklar bollaleggingar<br />

um það hvað orsakar tíðarfarið<br />

eins og það blasir við okkur núna.<br />

Hefur íslenska þjóðin brugðist Guði<br />

og farið af veginum með Honum og<br />

er hún komin í tóma vegleysu? Hafa<br />

hjörtun okkar og eyru verið lokuð fyrir<br />

leiðsögn Guðs og brugðist daufdumb<br />

við Hans aðvörunum og ráðleggingum?<br />

Var þetta í áætlun Guðs að bjóða fram<br />

efnahagslega kreppu til að vekja þjóðina<br />

til andlegs ríkidæmis? Þannig mætti<br />

lengi spyrja. En eitt er víst að fyrirheiti<br />

Guðs bregst aldrei og sæl er sú þjóð<br />

sem gerir hinn æðsta að athvarfi sínu<br />

og lætur Hann vera leiðsögn sína og<br />

hirði. Þá þjóð mun ekkert bresta. Ég<br />

fór á fund Varðar Leví Traustasonar,<br />

safnaðarhirðis í Hvítasunnukirkjunni<br />

og Fíladelfíu, og leitaði frétta hvernig<br />

fólk í landinu hafi brugðist við aðstæðunum.<br />

Hafið þið orðið vör við það í kjölfar<br />

ástandsins að fólk í auknum mæli leiti til<br />

Hvítasunnukirkjunnar um allt land til að<br />

fá hjálp og lausn?<br />

„Já, við höfum svo sannarlega orðið vör<br />

við það að fólk komi mikið til okkar og leiti<br />

vonar og hjálpar í öllu þessu vonleysi sem<br />

dunið hefur yfir þjóðina. Hins vegar áttum<br />

við alveg eins von á því að það yrði meira,<br />

en kannski að fólk sé ennþá svo dofið og<br />

sé ekki ennþá búið að gera sér almennilega<br />

grein fyrir stöðu mála. En það eru ýmis<br />

teikn á lofti og fólk mikið að koma til okkar<br />

með alls konar nýtilkominn vandamál,<br />

hvort sem er í fjármálunum, hjónabandinu,<br />

ótti, kvíði og vonleysi og að leita sér huggunar<br />

og ráða. En það sem skiptir mestu<br />

máli í öllu saman er að fólk sjái hvert hið<br />

eina sanna hjálpræði er, sjálf frelsunin til<br />

lífsins og endurlausnin og að það geri sér<br />

grein fyrir hver sé hin sanna staða mála<br />

gagnvart Guði og lífinu og þá um leið hvar<br />

hina sönnu endurlausn er að finna. Sé ekki<br />

að hengja sig á einhverjar gervilausnir og<br />

blekkja sig á þeim í leiðinni. Eins og stendur<br />

í Postulasögunni 4:12 þá er Jesús hið<br />

eina sanna hjálpræði og ekki er hjálpræðið<br />

í neinum öðrum og ekkert annað nafn er<br />

mönnum gefið um víða veröld, sem getur<br />

frelsað okkur. Við upplifum það núna að<br />

fólk sé miklu tilbúnara og opnara að tala<br />

um Guð og hjálpræðið en oft áður, það er<br />

allt öðruvísi sjónarhorn og gildi sem er í<br />

gangi núna. Grunnurinn mammón brást og<br />

ekkert hægt að treysta á hans fölsku stoðir.<br />

Í stað þess að byggja líf sitt á sandi þá er<br />

fólk farið að sjá hið trausta bjarg sem það á<br />

kost á í Kristi, hið trausta frelsisbjarg sem<br />

yfirvinnur allt, hvað sem dynur á,“ segir<br />

Vörður Leví Traustason, safnaðarhirðir<br />

Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu.<br />

Fólk er að komast í auknum mæli til<br />

andlegrar meðvitundar og farið að leita<br />

til Guðs og það má búast við því að það<br />

verði mikil andleg vakning á Íslandi í<br />

kjölfar kringumstæðnanna. En eruð þið<br />

í Hvítasunnukirkjunni tilbúin að taka á<br />

móti öllum þeim mikla fjölda sem mun<br />

leita til Drottins á næstu mánuðum og<br />

snúa vegum sínum til Hans?<br />

„Við höfum gert okkar ráðstafanir og hvatt<br />

okkar fólk til að vera tilbúið að ganga í þau<br />

verk sem þarf að gera þegar straumurinn<br />

fer að koma. Gera fólkinu okkar grein fyrir<br />

því að það séu miklir hlutir sem Guð ætlar<br />

að gera til að mæta þessari þjóð og að það<br />

sé tilbúið að leggja mikið á sig til að sinna<br />

öllu því fólki sem Guð mun leiða til okkar.<br />

Við t.d. auglýstum eftir fólki um daginn til<br />

að taka að sér þjónustu við áfallahjálp og<br />

var mikil svörun í því. Þannig að við erum<br />

ágætlega tilbúin að svara kalli Guðs og taka<br />

á móti öllum þeim sem til okkar leita. Svo<br />

er þetta náttúrlega alltaf spurningin um það<br />

hvenær við erum algjörlega tilbúin, þegar<br />

virkilega á reynir þá gefur Guð okkur allan<br />

styrk og allt til alls til að mæta hverjum<br />

kringumstæðum hverju sinni. Guð er okkar<br />

styrkur og skjöldur sem veitir okkur það<br />

sem þarf til að geta sinnt aðkallandi hjálparbeiðni<br />

fólks hverju sinni. Það er okkar<br />

trú. Þá þegar í október s.l. þegar áfallið<br />

skall yfir íslensku þjóðina gerðum við okkar<br />

Í dag er hjálpræðisdagur<br />

ráðstafanir og höfðum opið hús hérna hjá<br />

okkur í Fíladelfíu og áttum saman bæna- og<br />

hvíldarstund í hádeginu. Kom mikið af fólki<br />

þessar fyrstu vikur, leitaði Guðs, styrktar<br />

Hans og friðar. Á þessum samverustundum<br />

veittum við hvert öðru andlegan styrk, uppörvun<br />

og blessun. Óskar spilaði á píanóið,<br />

fólk átti hljóðar stundir, lesin voru ritningarvers<br />

og hvatningarorð og menn uppörvuðust<br />

saman. Þetta var í gangi hjá okkur á<br />

hverjum degi allt fram í desember,“ segir<br />

Vörður.<br />

Í beinu framhaldi af því fórum við<br />

Vörður að tala um hvernig þróun mála<br />

hefur verið í kjölfar hrunsins, um reiðina<br />

– Viðtal við Vörð Leví Traustason í Fíladelfíu<br />

allt til góðs. Það hefur verið í bænum okkar<br />

fyrir íslensku þjóðinni síðustu árin að fólk<br />

snúi sér frá sínum vondu vegum, hreinsi það<br />

sem hreinsa þarf og geri það sem gera þarf<br />

til að ganga hin sanna veg með Guði. Það<br />

var orðin mikil spilling í íslensku þjóðlífi,<br />

maður fann það greinilega, þannig að það<br />

þurfti að koma eitthvað á yfirborðið og leiða<br />

það fram sem var að spilla þjóðinni og leiða<br />

hana í gegndarlaust myrkur, en að spillingin<br />

hafi verið orðin svona mikil var nokkuð sem<br />

engan óraði fyrir og er að koma í ljós núna.<br />

Ég er alveg sannfærður um það að þessi<br />

kreppa verður landinu okkar til góðs og sé<br />

eitthvað sem þurfti að gerast til að leiða<br />

Það er búið að afmá skuldabréf þjóðarinnar í eitt skipti fyrir öll, það gerði<br />

Kristur á krossinum, nú er það bara okkar að gera okkur grein fyrir þessu<br />

og taka á móti skuldaraflausninni og ganga veg blessunarinnar til allra<br />

hluta í því hjálpræði sem Kristur hefur gefið okkur í sér.<br />

í samfélaginu, að fólk er upptekið af því að<br />

finna blóraböggla, reiði út í bankana, útrásarvíkingana<br />

og stjórnmálamennina. Hvort<br />

þetta hafi ekki verið meira og minna okkur<br />

öllum að kenna í þessu kaupæði okkar og<br />

hvernig lífsýn okkar og gildi stýrðust af<br />

röngum þáttum. Mikilvægi þess að einblína<br />

ekki um of á allan þann vanda sem blasir<br />

við íslensku þjóðinni, heldur miklu frekar<br />

vera upptekin af því hver vonin er, hver sé<br />

lausnin og hjálpræðið sem fólkið í landinu<br />

á kost á í endurlausnarverki Jesú Krists.<br />

Og nú er hjálpræðisdagur, Vörður?<br />

„Já, mikið rétt, en við höfum einmitt verið<br />

að nota prédikunarstólinn að benda fólki<br />

á hvert fagnaðarerindið er og að í dag sé<br />

hjálpræðisdagur. Einblína frekar á hjálpræðið<br />

og endurlausnina frekar en að láta reiðina,<br />

vonleysið og kringumstæðurnar stjórna<br />

málunum. Yfirvinna þetta allt saman sem<br />

sigurvegarar í því hjálpræði sem við eigum<br />

í Jesú Kristi. Og það er einmitt í dag sem<br />

hjálpræðisdagurinn er. Ekki vera upptekin<br />

af fortíðinni og velta sér upp úr henni, heldur<br />

sjá vonina og nú er lag að taka á móti<br />

voninni og hjálpræðinu og móta framtíðina á<br />

henni. Við höfum hvatt fólk mikið til þess að<br />

sjá björtu hliðarnar og ekki láta neitt blinda<br />

okkur fyrir þeirri von sem við eigum akkúrat<br />

í dag. Ég trúi því að þetta samverkist<br />

fólkið í landinu til blessunar. Og þá um leið<br />

að tryggja að það sé ekkert sem skyggi á<br />

eða aftri því að Guðs blessanir og fyrirætlanir<br />

Hans með þetta land nái fram að ganga.<br />

Fólk er farið að hugsa öðruvísi og leggja allt<br />

annað mat á hlutina,“ segir Vörður. „Og því<br />

ber að fagna.“<br />

Segðu mér Vörður, er það eitthvað sem<br />

Guð hefur sérstaklega lagt á þitt hjarta á<br />

þessum tímapunkti?<br />

„Það sem Guð hefur lagt mjög á hjarta<br />

mitt er það að íslenska þjóðin fái að upplifa<br />

vonina, að hún sjái hver virkilega vonin<br />

er. Að þjóðin fái að upplifa þann frið og<br />

þá von sem hún á í Kristi og hvernig hann<br />

þráir að mæta þjóðinni og hún beini vegum<br />

sínum til Hans. Og að fólk fái að upplifa hið<br />

eina sanna frelsi sem Guð hefur fyrirbúið<br />

okkur í Kristi í sinni ævarandi elsku. Að<br />

fólk taki á móti þessu frelsi, friði og hjálpræði<br />

og fari ekki á mis við það. Sjái það<br />

sem Guð vill gera til að mæta þessari þjóð<br />

í þeim kringumstæðum sem hún er í og að<br />

hún taki á móti því eilífa frelsi sem stendur<br />

henni til boða í dag. Að íslenska þjóðin<br />

verði kristin þjóð í orðsins fyllstu merkingu,“<br />

segir Vörður með mikilli áherslu.<br />

Það var ekki laust við að 100.<br />

Davíðssálmur færi að hljóma í huga mínum<br />

í kjölfar þessara orða Varðar. Þar sem<br />

segir: Vitið, að Drottinn er Guð, hann hefur<br />

skapað oss, og hans erum vér ... gangið inn<br />

um hlið hans með lofsöng ... því Drottinn<br />

er góður, miskunn hans varir að eilífu og<br />

trúfesti hans frá kyni til kyns.<br />

„Fólk er leitandi og við höfum orðið vör<br />

við það að fólk komi til kirknanna í auknum<br />

mæli. Fólk er að leita að hinu eina<br />

sanna hjálpræði, það er orðið langþreytt<br />

á þessum loforðum sem bregðast og vill<br />

fara að sjá hina einu sönnu lausn. Fólk er<br />

tilbúnara og opnara í dag til að leita hins<br />

sanna svars. Það hefur skapast mikil og<br />

góð eining á meðal kristinna safnaða og<br />

kirkjudeilda til að snúa bökum saman og<br />

ganga fram í því að kynna íslensku þjóðina<br />

fyrir fagnaðarerindinu og hjálpræðinu<br />

sem allir menn eiga kost á í Jesú Kristi.<br />

Við leiðtogar og prestar á höfuborgarsvæðinu<br />

t.d. hittumst alltaf einu sinni í viku í<br />

Friðrikskapellunni á Hlíðarenda og eigum<br />

saman bænastundir og lyftum upp Íslandi<br />

og fólkinu í landinu í bænum okkur. Það<br />

er kall okkar til íslensku þjóðarinnar að<br />

hún geri iðrun og yfirbót. Eins og Pétur<br />

postuli gerði á hvítasunnudag og á það svo<br />

sannarlega við í dag. Það er svo mikilvægt<br />

fyrir okkur sem þjóð að við gerum okkur<br />

grein fyrir því að við höfum snúið baki við<br />

Guði og ekki gengið á Hans vegum. Að við<br />

iðrumst fyrir hönd þjóðar okkar, viðurkennum<br />

brot okkar og snúum högum okkar til<br />

Drottins. Við hljótum að spyrja okkur sjálf í<br />

kjölfar kringumstæðnanna, hvað veldur því<br />

að íslenska þjóðin er komin í þetta ástand?<br />

Höfum við snúið baki við Guði? Hefur Guð<br />

tekið burtu blessun sína yfir þjóðinni? Eins<br />

og þegar Ísraelsþjóðin sneri baki við Guði<br />

þá gat Hann ekki blessað þjóðina. Það<br />

hefur ýmislegt gengið á í íslensku þjóðlífi<br />

undanfarin ár, t.d. hafa verið samþykkt<br />

ýmis lög á alþingi sem algjörlega stangast<br />

á við Guðs orð, má þar nefna að taka<br />

út kristinfræði úr skólunum, og erum við<br />

að uppskera út frá því. Guð elskar Ísland<br />

og vill svo sannarlega að íslenska þjóðin<br />

meðtaki elsku sína og blessun og að við<br />

séum í því hjálpræði sem Hann hefur fyrirbúið<br />

landi okkar og þjóð. Það er búið að<br />

afmá skuldabréf þjóðarinnar í eitt skipti<br />

fyrir öll, það gerði Kristur á krossinum, nú<br />

er það bara okkar að gera okkur grein fyrir<br />

þessu og taka á móti skuldaraflausninni og<br />

ganga veg blessunarinnar til allra hluta í því<br />

hjálpræði sem Kristur hefur gefið okkur í<br />

sér,“ segir Vörður að lokum.


Viðtal við Eirík Sigurbjörnsson sjónvarpsstjóra OMEGA<br />

– Hugsjónin um stóra og öfluga kristilega sjónvarpsstarfsemi hefur ræst<br />

Rétti skeifur í lífinu<br />

eins og afi gerði forðum<br />

Stundum rætast stórar sýnir og hugsjónir.<br />

Það sannaðist á ungum Reykvíkingi árið<br />

1974. Hann átti sér þann óvenjulega draum<br />

að flytja Guðsorð um himingeiminn inn<br />

á heimili fólks, með sjónvarpstækninni.<br />

Þessi ungi maður var nýlega risinn upp<br />

úr mikilli óreglu, hafði frelsast á kristilegri<br />

samkomu og eignast lifandi trú á Jesú<br />

Krist. Fólk hristi góðlátlega höfuðið þegar<br />

hann viðraði hugmyndir sínar. Árin hafa<br />

liðið – og draumurinn hefur ræst. Eiríkur<br />

Sigurbjörnsson er sjónvarpsstjóri Omega,<br />

en kristilega sjónvarpsstöðin nær í dag<br />

um stóran hluta landsins og erlenda systurstöðin<br />

Gospel Channel nær til meira en<br />

80 þjóða. Orðið nær því til þjóða þar sem<br />

hundruð milljóna manna búa. Draumur<br />

Eiríks um sjónvarpsstöð helgaða Kristi<br />

rættist og gott betur. Útbreiddasta sjónvarpsstöð<br />

Íslands varð til, stöð á heimsvísu<br />

og stórkostlegt ævintýri.<br />

<br />

Sogaðist inn í hringiðu óreglu<br />

„Ég hafði sem drengur alltaf farið með faðirvorið<br />

og haft mína trú. Þegar ég fermdist<br />

var ég virkilega ánægður með að geta<br />

staðfest trú mína og gerast kristinn maður.<br />

Það er svo önnur saga að mér tókst ekki<br />

að lifa í takt við trú mína og boðskap<br />

Ritningarinnar. Það var ekkert auðvelt<br />

að hafa stjórn á mér. Í mér blundaði einhver<br />

ævintýraþrá, ég vildi kanna heiminn.<br />

Heimurinn hafði margt upp á að bjóða<br />

sem var óhollt fyrir sál og líkama. Ég sogaðist<br />

inn í hringiðu óreglunnar. Ég var<br />

kominn í ógöngur sem ég gat ekki losnað<br />

úr. Tómarúmið hjá mér var mikið og ég<br />

sá ekki hver tilgangur lífsins var,“ segir<br />

Eiríkur Sigurbjörnsson sjónvarpsstjóri<br />

Omega í viðtali.<br />

Sjöundi áratugurinn bauð ungu fólki upp<br />

á hættulega „menningu“, mikið hömluleysi.<br />

Fíkniefni, áfengi og kynlíf í óhófi<br />

ásamt mannskemmandi tónlist. Þeir sem<br />

ekki höfðu næga ístöðu og létu leiðast<br />

út í skemmtanafíknina og dáðleysið urðu<br />

margir fyrir lífstíðar skemmdum á lífi sínu.<br />

Eiríkur segir að hann hafi á þessum árum<br />

verið í stórkostlegri hættu. Hann hafi viljað<br />

hætta á þessari óheillabraut, en tókst það<br />

ekki þrátt fyrir ótal tilraunir.<br />

Rammir að afli og góðgjarnir<br />

„Hjá minni góðu fjölskyldu var upplausn<br />

á þessum tíma, pabbi og mamma voru að<br />

skilja, þetta góða fólk. En ég eignaðist yndislega<br />

fósturforeldra, Gróu og Sverri, því<br />

bæði eignuðust foreldrar mínir góða maka.<br />

Það var mikill kærleikur og elska allt í<br />

kringum mig. Pabbi var athafnasamur og<br />

dugmikill maður og gaf mér frjálsan tíma<br />

til að sinna því sem ég vildi. Ég sá ekki<br />

nokkra ástæðu til að sækja skólann, sofnaði<br />

yfir bókunum og sá engan tilgang í að<br />

læra algebru eða landafræði eða neitt af<br />

fögunum. Árangurinn var því ömurlegur og<br />

13 ára gamall yfirgaf ég skólann feginn að<br />

vera laus við þessa kvöð. Við tók byggingavinna,”<br />

segir Eiríkur þegar hann rifjar<br />

þetta upp.<br />

Eiríkur átti sem barn sumarathvarf<br />

hjá afa sínum og ömmu á Gestsstöðum í<br />

Fáskrúðsfirði, Eiríki og Guðrúnu, sem voru<br />

mikil sómahjón. Eiríkur afi var heldur hlédrægur<br />

maður og sýndi helst engum hversu<br />

sterkur hann var. Eitt sinn birtist hann úti<br />

á túni í slættinum með hendur fyrir aftan<br />

bak, réttir fram aðra höndina og sýnir lítt<br />

gengna skeifu, sem hann hélt á. „Á ég að<br />

rétta skeifuna fyrir þig,“ sagði hann við<br />

konu sína. Þá sagði Guðrún amma á sínu<br />

kjarngóða máli: „Þótt þú sért nú sterkur,<br />

Eiríkur, þá réttirðu ekki úr skeifunni þeirri<br />

arna.“ Þá tekur bóndi hennar á skeifunni<br />

og réttir hana, án þess að taka nein ósköp<br />

á. Ekki er að efa að Eiríkur bóndi hefur<br />

ráðið yfir miklu innra þreki og trú á því<br />

sem hann var að gera.<br />

Bræðurnir frá Gestsstöðum, synir Eiríks<br />

afa, voru rammir að afli og mikil góðmenni.<br />

Margir fóru á fund Sigurbjörns föður míns<br />

í Glaumbæ með vandræði sín og fengu<br />

oftar en ekki úrlausn. Um þetta ræddi hann<br />

aldrei við aðra, og ekki krafðist hann greiða<br />

í greiða stað.<br />

Frelsaðist á samkomu í Fíladelfíu<br />

Eiríkur Sigurbjörnsson hefur áreiðanlega<br />

erft sitt af hverju frá forfeðrum sínum, andlegan<br />

styrk og trú á verkefnin sem hann<br />

vinnur að hverju sinni. Það má segja að<br />

Eiríki hafi tekist að rétta ýmsar skeifur í lífinu.<br />

Ella væri sjónvarpsstöðin Omega ekki<br />

til í dag.<br />

Eiríkur var eins og fyrr sagði í heldur<br />

vafasömum félagsskap fólks sem dýrkaði<br />

Bakkus og leitaði uppi læknadóp. En tilraunir<br />

Eiríks til að láta af líferni, sem hann<br />

hafði innst inni illan bifur á, tókust að<br />

lokum með Guðs hjálp. Eiríkur segir að<br />

enginn sé það langt leiddur í óreglu að<br />

hann geti ekki náð sér á strik. Við spyrjum<br />

hann hvernig það bar til að hann leitaði til<br />

Guðs.<br />

„Vinur minn í óreglunni, strákur sem ég<br />

leit talsvert upp til, hafði oft setið inni í<br />

fangelsum vegna afbrota, hann var eins<br />

konar leiðtogi okkar hóps. Eina nóttina<br />

segir hann við mig að trúin á Jesú Krist<br />

væri alveg nauðsynleg. Ég var alveg undrandi<br />

á orðum þessa hrausta stráks, Axels,<br />

sem mörgum stóð reyndar stuggur af, því<br />

hann gat verið harður í horn að taka. Axel<br />

hafði séð kunningja sinn öðlast lifandi trú<br />

á Jesú Kristi, en það var hann Georg Viðar.<br />

Mér fannst Axel ólíklegasti maðurinn til að<br />

impra á þessu við mig, en áreiðanlega hafa<br />

máttarvöldin talað gegnum hann. Georg<br />

Viðar var laus úr vítahringnum með Guðs<br />

hjálp og byrjaður að predika um hinn eina<br />

sanna veg. Nú skoraði Axel á mig að koma<br />

á samkomu með sér. Ég lenti á samkomu<br />

hjá Fíladelfíu í neðri salnum að Hátúni 2. Ég<br />

beið eftir Axel vini mínum fyrir utan kirkjuna<br />

eins og um hafði verið rætt. Inni fékk<br />

ég í hendur sálmabók. Við fengum okkur<br />

sæti og þegar söngurinn ómaði fann ég að<br />

birti til, það var léttleiki yfir þessu. Það var<br />

sungið af innlifun og hljómurinn var fagur.<br />

Þarna stóð rauðbirkinn víkingur sem talaði<br />

til okkar blaðlaust. Þetta var öflug ræða<br />

hjá Einari J. Gíslasyni. Ég gleymdi stað og<br />

stund. Allt í einu heyrði ég eitthvað sem ég<br />

hafði ekki heyrt áður, að Jesús hefði allt<br />

vald á himni og jörðu. Ég fann allt í einu að<br />

hjá mér vaknaði von, ég var á réttum stað.<br />

Í lok samkomunnar var kallað fram að þeir<br />

sem vildu taka af skarið og taka á móti Jesú<br />

Kristi og hjálpræðinu skyldu koma upp. Ég<br />

ríghélt mér í bekkinn fyrir framan mig, mér<br />

fannst eins og væri togað í mig. Þá gaf Axel<br />

kunningi minn mér olnbogaskot og sagði að<br />

nú væri tími kominn að fara fram. Ég sagðist<br />

ekki vera tilbúinn. Þá var mér enn gefið<br />

merki um að koma fram og nú varð ekkert<br />

undan því komist. Mér fannst öll augu hvíla<br />

á mér þegar ég gekk fram ganginn. Fleiri<br />

komu fram og krupu og öldungar safnaðarins<br />

komu og báðu fyrir okkur. Aldrei á<br />

ævinni hafði ég kropið frammi fyrir Guði<br />

og beðið um hjálp. Ég stóð upp. Ég var í<br />

uppnámi og hélt helst að ég hefði orðið<br />

til skammar. Eftir samkomuna var okkur<br />

boðið í kaffi heim til Einars J. Gíslasonar,<br />

þar sátu prúðbúnir gestir við uppdekkað<br />

hringborð, hlaðið krásum. Einar, þessi mikli<br />

guðsmaður, sat við borðið og bað hvern og<br />

einn að þakka Guði. Ég gat ekki skorast<br />

undan og flutti stutta þakkarbæn.“<br />

Frelsaður<br />

„Kominn heim gat ég ekki merkt neina<br />

skýra breytingu á mér. Ég hafði enn ekki<br />

eignast nýtt líf né fundið þessa snertingu<br />

sem aðrir voru að tala um. Ég hafði að<br />

vísu tekið fyrsta skrefið. Ég hélt áfram að


sækja samkomur, en var með annan fótinn<br />

í heiminum, hinn í Guðs ríki. Ég náði<br />

því ekki árangri til betrunar. Svo gerist það<br />

að dóttir Einars spyr mig að því hvort ég<br />

væri frelsaður. Þá sagði ég í vandræðum<br />

mínum að ég bara viti það ekki. Þá segir<br />

hún: „Veistu það ekki, þú verður að trúa<br />

því!“ Þá segi ég sem svo: „Ég er frelsaður,<br />

ég hef tekið á móti Jesú Kristi.““<br />

Þá fóru hlutirnir að gerast, ég fékk sannfæringarkraftinn.<br />

Svo var það eftir margar<br />

samkomur að á einni samkomunni fór ég<br />

að hugsa um að þetta væri allt sefjun, ég<br />

ætti ekki að taka þetta svona alvarlega,<br />

raunveruleikinn væri ekki þessi. Ég vildi<br />

eitthvað áþreifanlegt – sannleikann. Ég varð<br />

að þreifa á Jesú Kristi, einhverju ekta. Ég<br />

hugðist labba út. En bekkurinn var þétt setinn<br />

og erfitt um vik að yfirgefa kirkjuna til<br />

að detta í það og gleyma þessu, það var efst<br />

í huga mér þarna. Ég sat eirðarlaus áfram.<br />

Þá gerist það allt í einu að einhver í<br />

miðjum sal stendur upp og byrjar að tala<br />

framandi og hljómfagurt tungumál, og<br />

þá skildi ég að þetta væri tungutalið sem<br />

Biblían talar um. Síðan dettur allt í dúnalogn.<br />

Því næst kom annar með túlkun á<br />

þessu. Hún var frá orði til orðs allt það sem<br />

ég hafði verið að hugsa. Þarna talaði Guð<br />

til mín persónulega, það gat enginn þekkt<br />

mig á þennan hátt annar en Guð, hann vissi<br />

hvað ég var að berjast við í mínu persónulega<br />

lífi. Guð talaði við mig og álasaði mér<br />

fyrir vantrú,“ segir Eiríkur.<br />

„Svo gerist það að ég fer í fyrirtæki<br />

á Laugavegi, Faco, og ræði<br />

við Eystein Arason. Hann var<br />

umboðsmaður fyrir JVC. Hann<br />

sýndi mér bæklinga með upplýsingum<br />

um myndbandstækni, upptökutæki<br />

og búnað til að klippa<br />

og laga dagskrárefni. Ég sá að<br />

þetta voru draumatæki og góð<br />

byrjun. Ég fór til kunningjafólks<br />

míns, Kristins Ásgrímssonar og<br />

konu hans í Keflavík. Við skoðuðum<br />

bæklinginn saman og lögðum<br />

þetta fram sem bænarefni – að<br />

Drottinn mundi opna okkur dyr<br />

að þessum tæknibúnaði þannig<br />

að við gætum farið að framleiða<br />

kristilegt efni. Svo líður<br />

tíminn og þá gerist það að mikill<br />

vinur pabba, sem ég þekkti ekki<br />

fyrir, Sverrir Sverrisson, fyrrum<br />

skólastjóri á Akranesi, verður á<br />

vegi mínum. Sverrir var einstakur<br />

gæðamaður, framúrskarandi heiðarlegur<br />

guðsmaður og jákvæður<br />

gagnvart þessari hugmynd. Hann<br />

var til í að starfa með mér, stofna<br />

fyrirtæki og kaupa búnað til að<br />

hefja útsendingar. Við vorum auðvitað<br />

taldir hálfgerðir skýjaglópar<br />

að ætla okkur í sjónvarpsrekstur,“<br />

segir Eiríkur þegar hann rifjar upp<br />

árin 1982 og 1983, þegar þessar hugmyndir<br />

voru farnar að hreyfast.<br />

„Ég sat við skrifborð með gluggatjöld bak við mig og blómavasa á<br />

borðinu. Þetta var eins frumstætt eins og verða mátti. Menn spáðu<br />

þessu ekki vel og sögðu að stöðinni yrði fljótt lokað. En starfið hélt<br />

áfram þrátt fyrir bölspár.“<br />

Þetta sama kvöld vissi Eiríkur að hann<br />

mundi upplifa Jesú ef hann stigi skrefið til<br />

fulls. „Ég var spenntur meðan ég beið eftir<br />

þessu tækifæri. Ég var í litlum, mannlausum<br />

hliðarsal og var að krjúpa niður þegar<br />

nærvera Guðs kom yfir mig. Ég datt aftur<br />

fyrir mig og um leið skynja ég nærveru<br />

Jesú sem talaði við mig persónulega. Hann<br />

ávarpaði mig og sagðist ætla að hjálpa mér<br />

úr öllum mínum ógöngum. Allur þessi þungi<br />

og allar byrðar margra ára hurfu mér. Ég<br />

var eins og blindur maður sem fær sjónina,<br />

ég sá veröldina í alveg nýju ljósi. Ég hafði<br />

fengið tilgang fyrir líf mitt og fór að taka<br />

virkan þátt í kristilegu starfi. Frá þessum<br />

degi var eins og ég fengi vernd yfir mínu<br />

lífi. Báðir afar mínir voru lifandi trúaðir<br />

menn, afi í Fáskrúðsfirði fór með bænirnar<br />

með mér á hverju einasta kvöldi þegar ég<br />

var í sveit hjá afa og ömmu. En núna skildi<br />

ég að mér var ætlað að vinna fyrir Guð við<br />

útbreiðslu fagnaðarerindisins, það var tilgangurinn.<br />

Og mér fannst þá strax að besta<br />

leiðin til að útbreiða fagnaðarerindið væri<br />

í gegnum fjölmiðla. Ég trúi að Guð hafi frá<br />

upphafi lagt mér það á hjarta.<br />

Frelsaður maður<br />

með hugsjón – fjölmiðlun<br />

Eiríkur kom nú frelsaður út í lífið, nýr<br />

maður, innblásinn og átti sér nýjan tilgang.<br />

Hann átti þá hugsjón að senda Guðs orð<br />

hringinn í kringum landið og ná til fólksins.<br />

Hann var 23 ára, með lágmarksmenntun, og<br />

fór strax að kíkja á tæki og upptökubúnað.<br />

Myndbandstæki voru að ryðja sér til rúms<br />

en verðið var himinhátt og fjárráðin lítil.<br />

Alfa útvarpsstöðin vakti úlfúð<br />

Þeir Sverrir og Eiríkur komu á fót kristilegu<br />

útvarpsstöðinni Alfa. „Þetta var<br />

fyrsta skrefið, það var léttara að koma<br />

á fót útvarpsstöð fyrst. Ég hélt að allir<br />

mundu fagna kristilegri útvarpsstöð, en<br />

því miður var það öðru nær. Nú byrjuðu<br />

hremmingarnar, ofsóknir og læti. Margir<br />

vildu komast yfir útvarpsstöðina og hafa<br />

hana undir sínum verndarvæng. Ég fékk<br />

engan fjárhagslegan stuðning frá kirkjunni<br />

eða söfnuðum. Við vorum eins og rekald,<br />

en Guð gaf okkur trúfasta stuðningsmenn<br />

úr hinum og þessum kristnu samfélögum<br />

sem höfðu óbilandi trú á starfi okkar og<br />

studdu okkur með mánaðarlegum framlögum.<br />

Þetta útvarpsævintýri var það erfið<br />

reynsla fyrir mig að ég ákvað að aldrei á<br />

ævinni mundi ég leggja út í rekstur á kristilegri<br />

sjónvarpsstöð. Þetta virtist vera grýttur<br />

jarðvegur. Þess í stað vildi ég einbeita<br />

mér að því að senda orð Guðs með öflugri<br />

stuttbylgjustöð til Evrópu og þaðan um<br />

allan heim. Slík stöð var engin smásmíði,<br />

500 KW útvarpssendar, gríðarleg möstur<br />

og annar búnaður. Menn höfðu ekki trú á<br />

þessu verkefni og eftir að ég hafði skoðað<br />

málið í Bandaríkjunum og dvalist þar um<br />

hríð, hafði það gerst hér heima að samfélögin<br />

höfðu tekið Alfa yfir og breytt nafni<br />

stöðvarinnar í Stjörnuna.<br />

Sverrir vinur minn var sérstaklega vel<br />

máli farinn og hjálpaði mér að skrifa fréttabréf<br />

og kynningu. Einn daginn kom til<br />

mín ný, sterk sannfæring að þetta muni<br />

allt uppfyllast, það yrði til kristileg sjón-<br />

varpsstöð, en ekki væri víst að Sverrir<br />

lifði það því hann var ekki heilsuhraustur.<br />

Erfiðleikar okkar voru skelfilegir, við<br />

vorum í ógöngum með fjármálin. Sverrir<br />

var kallaður heim til Drottins rétt rúmlega<br />

sjötugur vorið 1989.“<br />

Eftir að Eiríkur kom heim með fjölskylduna<br />

frá Bandaríkjunum setti hann á fót<br />

teppahreinsunarfyrirtæki, vann eins og<br />

berserkur í 2–3 ár og safnaðist fé. En gamla<br />

hugsjónin lét hann ekki í friði.<br />

Lagt upp í sjónvarpsævintýrið<br />

„Það var að morgni dags þann 8. nóvember<br />

1991 að það kemur til mín sterk<br />

köllun frá Guði, eins og skipun um að<br />

stofna sjónvarpsstöð. Þegar ég fór af stað<br />

til að fá upplýsingar um tíðni og annað<br />

hjá Landssímanum þá fannst þeim eins og<br />

geggjaður maður væri á línunni. En upplýsingarnar<br />

streymdu inn og í kjölfarið<br />

fékk ég lítinn 10 watta sendi frá Austfirska<br />

sjónvarpsfélaginu sem Ágúst Ólafsson rak<br />

í samstarfi við Stöð 2. Ágúst var til í að<br />

leigja okkur annan sendinn sem hann var<br />

með. Í ljós kom að við sendinn vantaði<br />

tækjabúnað. Þessi búnaður kostaði peninga<br />

sem auðvitað voru ekki til. Alltaf lagðist<br />

okkur eitthvað til. Þegar öll sund virtust<br />

lokuð, barst hjálpin úr hinum ýmsu<br />

áttum. Söfnuðir virtust ekki vilja styðja við<br />

bakið á hugmyndinni, en það vildi Ómar<br />

Kristjánsson forstjóri og annar maður til.<br />

Landssíminn fékk peningana á borðið fyrir<br />

þetta tæki, en tæknimenn sögðu okkur að<br />

það væri í raun engin trygging fyrir því að<br />

sendirinn kæmi að gagni,“ segir Eiríkur.<br />

Viku seinna var Eiríkur boðaður til<br />

fundar hjá Landssímanum. Hann hljóp út<br />

í gamla Citroen-bílinn sinn, sem lyfti sér<br />

tignarlega að þessu sinni, og ók í loftköstum<br />

niður á Sölvhólsgötu þar sem hann<br />

fékk vondar fréttir – það var of mikil bjögun<br />

í sendinum, hann var ónothæfur.<br />

„Ég hélt heim alveg niðurbrotinn og ræddi<br />

þetta við konuna mína. En viti menn, eftir<br />

hálftíma hringir síminn. Þá er ég boðaður<br />

á annan fund. Þar er mér sagt að ég hlyti<br />

að hafa verið að biðja fyrir verkefninu og<br />

verið bænheyrður. Það væri nefnilega allt í<br />

lagi, ég gæti notað sendinn.”<br />

OMEGA fer í loftið<br />

Það var 28. júlí 1992 klukkan 16:45 sem<br />

fyrsta íslenska kristilega sjónvarpsstöðin<br />

fór í loftið. Sent var út á UHF-bylgju<br />

með 10 watta sendi. Það var engin stöð<br />

fyrir á þessu tíðnisviði nema OMEGA.<br />

Útsendingarbúnaðurinn var í Bolholti 6 á<br />

fimmtu hæð. Dagskrárefnið var á spólu<br />

sem entist í 3 klukkutíma, en þá hófst sama<br />

dagskrá að nýju. Þannig varð Omega fyrsta<br />

sjónvarpsstöðin hér á landi sem sjónvarpaði<br />

allan sólarhringinn.<br />

„Við settum símanúmer neðst á skjáinn<br />

og brátt fór fólk hringja og spyrjast<br />

fyrir. Fyrsta sjónvarpsefnið var gospeltónlist,<br />

skemmtileg dagskrá sem fólki líkaði<br />

greinilega vel. Fljótlega fór ég að flytja<br />

sunnudagsræður í beinni útsendingu. Ég<br />

sat við skrifborð með gluggatjöld bak við<br />

mig og blómavasa á borðinu. Þetta var<br />

eins frumstætt og verða mátti. Menn spáðu<br />

þessu ekki vel og sögðu að stöðinni yrði<br />

fljótt lokað. En starfið hélt áfram þrátt<br />

fyrir bölspár,“ segir Eiríkur og viðurkennir<br />

að rekstur Omega hafi tekið talsvert á<br />

þessi 17 ár sem stöðin hefur starfað, en<br />

ævinlega hafi Guð komið og verndað starfið.<br />

Stöðin hafi notið mikillar blessunar og<br />

orðið til góðs.<br />

Stærsta sjónvarpskerfi landsins<br />

„Omega var minnsta sjónvarpsstöðin fyrir<br />

17 árum, núna er hún með langstærstu<br />

útbreiðsluna. Við sendum um alla Evrópu<br />

og áhorfið er gríðarlega mikið. Fjármagnið<br />

sem við höfum fengið hefur nýst fullkomlega.<br />

Við höfum ekki haft neina fasta<br />

styrki frá söfnuðum, kristniboðssjóðum,<br />

ríkinu eða stórfyrirtækjum. Allt eru<br />

það einstaklingar sem styðja við bakið á<br />

okkur, fólk víða um heim,“ segir Eiríkur<br />

Sigurbjörnsson.<br />

Omega í dag er mun stærra fyrirtæki<br />

en þegar útsendingin hófst úr Bolholtinu<br />

á tíunda áratugnum. Á Grensásvegi 8 er<br />

rúmgott húsnæði þar sem fjölbreytt starfsemi<br />

fer fram. Starfsfólk er á annan tuginn<br />

og annast fjölbreytt verkefni. Með árunum<br />

tókst Omega að fá sýningarrétt á ýmsum<br />

trúarlegum sjónvarpsþáttum bestu predikara<br />

heims. Má þar nefna Billy Graham,<br />

Benny Hinn, Jimmy Swaggart, Robert<br />

Schuller, David Wilkerson og Maríusystur<br />

svo einhverjir séu nefndir. Þá hefur innlend<br />

dagskrárgerð aukist, og þar koma fram<br />

góðir spyrlar, t.d. Ragnar Gunnarsson sem<br />

athygli vekur fyrir fagleg vinnubrögð. Þá<br />

eru þættir Ólafs Jóhannssonar, Ísrael í dag,<br />

mjög athyglisverðir.<br />

Það fer ekki milli mála að Omega flytur<br />

fólki betri tíðindi en almennt gerist á sjónvarpsstöðvum.<br />

Eiríkur segir að stöðin sé<br />

í góðu sambandi við áhorfendur og fái<br />

góð viðbrögð. Ein kona sem kom á stöðina<br />

sagði frá því að stöðin hefði bjargað<br />

lífi sínu. Þannig starfar Guð stöðugt<br />

í gegnum sjónvarpsstöðina Omega. Þessi<br />

stúlka var nýlega fráskilin, full af beiskju<br />

og vonleysi. Hún gekk með þá hugmynd<br />

að svipta sig lífi þegar hún fann engan tilgang<br />

í lífinu. Hún sagði að hún hefði verið<br />

að taka til á stofuborðinu og rak óvart<br />

höndina í fjarstýringu sem lá á borðinu.<br />

Við það breytir um stöð og Omega birtist<br />

á skjánum. Stúlkan horfir þar á aðra<br />

unga konu sem er að vitna. Hún segir frá<br />

svipaðri sögu og því hvernig trúin bjargaði<br />

lífi hennar. Þessi atburður varð til þess að<br />

konan fékk nýja sýn og tókst að rétta af<br />

kúrsinn í lífi sínu. Margar sögur af þessu<br />

tagi kunna þeir hjá Omega, alltaf er fólk<br />

að upplifa góða hluti með því að fylgjast<br />

með stöðinni. Slíkt er mikil hvatning bæði<br />

fyrir starfsfólk og stuðningsmenn.<br />

„Þessi rekstur er þannig að maður sér<br />

aldrei hvernig næsti mánuður kemur til<br />

með að verða, en alltaf rætist úr. Það er<br />

Guð sem kemur og hjálpar okkur á einn<br />

eða annan hátt og ég veit að hann mun<br />

gera það áfram. Sama fólkið styður okkur<br />

ár eftir ár. Það eru mörg hundruð manns<br />

sem sjá til þess að Guðs orð komist inn á<br />

heimili fólks hér á landi og í tugum annarra<br />

landa,“ sagði Eiríkur Sigurbjörnsson<br />

að lokum.


Guð er góður Guð<br />

Eftir: Ulf Ekman - Þýðandi: Sigrún Einarsdóttir<br />

<br />

Guð er faðir þinn<br />

Guð vill að þú vitir djúpt í hjarta þínu<br />

að hann er góður. Trúfesti hans er óhagganleg<br />

og mun aldrei bregðast þér. Hann<br />

segir okkur í Jakobsbréfinu 1.17: „Sérhver<br />

góð gjöf og sérhver fullkomin gáfa er<br />

ofan að.“ Aðeins gott kemur frá Guði. Það<br />

koma ekki illir hlutir frá honum. Þú þarft<br />

að eiga hreina opinberun á þessu í hjarta<br />

þínu. Það er ekki nóg að hafa þetta aðeins<br />

í huga. Þetta verður að vera þér eðlilegt<br />

og skýrt. GUÐ ER GÓÐUR!<br />

Þú getur ekki gert kraftaverk en Guð<br />

getur það! Hann ætlast ekki til þess að þú<br />

sért fullkominn. Hann vill aðeins að þú<br />

treystir honum. Þú þarft ekki að sanna fyrir<br />

honum hversu andlegur þú ert eða sannfæra<br />

hann um hæfileika þína sem fyrirbiðjandi<br />

eða fullkominn prédikari. Þú þarft<br />

ekki að sanna neitt fyrir Guði! Frelsið er<br />

ekki verðlaun fyrir að halda lögmálið, heldur<br />

byggist það á miskunn Guðs. Frelsið<br />

kemur þegar þú segir: „Drottinn, ég get<br />

þetta ekki en þú getur það! Ég skil þetta<br />

ekki en þú skilur það. Ég ræð ekki við<br />

þetta en þú gerir það!“<br />

Þegar einhver getur ekki meira, þá annað<br />

hvort gefst hann upp í hjarta sínu eða finnur<br />

Guð. Þá dregur hann sig í hlé frá lífinu eða<br />

ákveður að trúa á Guð af öllu sínu hjarta.<br />

En áður en fólk kemur að þessu marki<br />

mætir það oft földu stolti sem einfaldlega<br />

felst í því að treysta á sjálfan sig. Fólk<br />

reiðir sig oft á eigin gáfur, eigin afrakstur,<br />

peninga sína eða sambönd. Aðrir, sem eru<br />

trúræknari, treysta reynslu sinni eða biblíuþekkingu.<br />

En Guð vill að þú treystir engu<br />

og engum nema Jesú frá Nasaret!<br />

Blessun himinsins er fyrir þig<br />

Stolt og hugarvíl er tvennt sem hver kristinn<br />

maður ætti að forðast. Hvort tveggja er<br />

afleiðing þess að treysta á eitthvað annað<br />

en Guð. Stoltið trúir því að það geti lagað<br />

allt sjálft. Hugarvíl heldur að ekkert gangi<br />

upp vegna þess að það finnur sig minni<br />

máttar. Komdu þér upp úr þessari gryfju og<br />

stígðu fram í trú. Treystu Guði og hlýddu<br />

honum í staðinn. Þá kemst þú að því að<br />

blessanir himinsins eru fyrir þig!<br />

Þeir sem gefast auðveldlega upp þegar<br />

þeir verða fyrir vonbrigðum gera sér ekki<br />

grein fyrir því hve góður Guð er. Gerir þú<br />

þér grein fyrir því hvað „Guð er góður“<br />

þýðir? Hann er fullkomlega góður. Aðeins<br />

góðir hlutir koma frá Guði. Auðvitað vill<br />

óvinurinn ekki að þú uppgötvir þetta og því<br />

kyndir hann stanslaust undir þér.<br />

Opinberunin um gæsku Guðs er ótrúlega<br />

einföld. Hún er svo einföld að við hrösum<br />

næstum því um hana. Eitt nauðsynlegasta<br />

grundvallaratriði lífsins er samband barns<br />

við föður sinn. Samband þitt við jarðneskan<br />

föður þinn gæti verið erfitt, en þú<br />

getur átt yndislegt samfélag við himneskan<br />

föður þinn. Þegar þú öðlast skilning á<br />

þessu, breytist líf þitt algerlega og þú eignast<br />

þessa djúpu öryggistilfinningu sem Guð<br />

vill að þú eigir.<br />

Láttu ekkert raska trausti þínu til hans<br />

Hvað gerðist þegar þú frelsaðist? Þá öðlaðist<br />

þú heilagan anda. Í Rómverjabréfinu<br />

8.15 er hann nefndur „andi, sem gefur<br />

yður barnarétt.“ Þegar þú frelsaðist fékkst<br />

þú ekki guðfræðilegt fræðirit eða handbók<br />

um trúarkenningar. Þú fékkst heilagan<br />

anda. Í þeim anda kallar þú „Abba, Faðir!“<br />

Láttu ekkert gera lítið úr trausti þínu til<br />

þíns himneska föður. Ef þér finnst þinn<br />

jarðneski faðir hafa brugðist þér, fyrirgefðu<br />

honum. Enginn venjulegur faðir er fullkominn<br />

og ekki börnin hans heldur! Fólk er<br />

orðið sérfræðingar í að afsaka sjálft sig,<br />

hvítþvo eigin syndir og sverta aðra.<br />

Láttu óvininn ekki reka fleyg á milli þín<br />

og Guðs. Guð er ekki óvinur þinn. Hann er<br />

vinur þinn. Hann er uppspretta alls góðs.<br />

Í Sálmi 73.25 er okkur sagt að þegar við<br />

eigum Guð, þá þurfum við ekkert annað<br />

hér á jörðu. Davíð ríkti sem voldugur konungur<br />

vegna þess að hann var sterkur og<br />

öruggur í samfélagi sínu við Guð. Eina uppsprettulind<br />

hans – réttlæti, viska og sigur<br />

– var Guð sjálfur. Guð er allt sem þú átt og<br />

hann nægir!<br />

Traust þitt á félaga þinn gæti verið fallvalt.<br />

Ef til vill skortir á traust milli þín og<br />

einhvers sem er í kirkjunni þinni eða á milli<br />

þín og maka þíns. Þú reynir að vera góður<br />

Himnarnir kunngera dýrð Drottins. Ljósmynd: www.johannes.tv<br />

og skilningsríkur en ert samt óánægður<br />

vegna einhvers sem hinn sagði.<br />

Eins reynir djöfullinn að rýra traust þitt á<br />

Guði. Hann vill að þú verðir reiður og vonsvikinn<br />

með Guð. Hann vill að þú fyllist beiskju út<br />

í Guð og gefur þér ástæður til þess! Því miður<br />

er þetta algengt meðal kristinna manna. Við<br />

upplifum öll vandamál í lífinu en bætum ekki<br />

úr málum með einhverju hugarvíli um að lífið<br />

sé ekki réttlátt.<br />

Ekkert ætti að gera lítið úr trausti okkar<br />

til Guðs. Ritningin segir líka skýrt:<br />

„Villist ekki, bræður mínir elskaðir!<br />

Sérhver góð gjöf og sérhver fullkomin gáfa<br />

er ofan að og kemur niður frá föður ljósanna.<br />

Hjá honum er engin umbreyting né<br />

skuggar, sem koma og fara“ (Jak. 1.16-17).<br />

Orð Guðs<br />

er alltaf satt<br />

„Þakkið Drottni, því að hann er góður,<br />

því að miskunn hans varir að eilífu“<br />

(Sálmur 107.1).<br />

Orð eins og þessi má finna víðs vegar í<br />

Biblíunni. Náð Guðs, miskunn hans, gæska<br />

og trúfesti vara að eilífu. Engin furða þó að<br />

djöfullinn hafi stöðugt reynt að eyðileggja<br />

þessa opinberun! Í gegnum tíðina hefur<br />

hann notað fólk sem fellst á nokkur atriði<br />

boðskaparins en hefur ákveðið í hjarta<br />

sínu að Guð sé ekki góður. Það segir það<br />

ekki upphátt en það liggur hulið í hugsun<br />

þess og gegnsýrir eins og súrdeig. Þú þarft<br />

ekki að vera þannig! Ýmislegt slæmt gæti<br />

hafa hent þig – en Orð Guðs er samt sem<br />

áður hið sama. Þú gætir átt hræðilega lífsreynslu<br />

að baki en Guð er samt sem áður<br />

góður. Því verri sem fortíð þín er, því meira<br />

þarft þú af opinberun himinsins um náð<br />

Guðs og gæsku. Með náð sinni hefur Guð<br />

gefið okkur vopnin, fyrirheitin, blessanirnar<br />

og heilagan anda. Þetta eru allt gjafir til<br />

að kenna okkur hvernig við eigum að lifa<br />

sem sigurvegarar og taka á móti blessunum<br />

hans. Þó að það séu enn einhverjir ósigrar<br />

í lífi þínu máttu ekki kenna Guði um þá.<br />

Þetta eru þínar veiku hliðar. Ekki nota þær<br />

til að ásaka frelsara þinn. Hann er til staðar<br />

til að hjálpa þér og styrkja þig, svo að þú<br />

getir eignast sigur yfir þessu.<br />

Hvað sem gerist – þá er Guð alltaf Guð<br />

Ganga þín með Guði er ekki jafn sýnileg<br />

þegar allt gengur vel. En hún er auðsæ<br />

þegar á móti blæs! Það er þá sem eiginleikar<br />

göngu þinnar með Guði sjást.<br />

Spámaðurinn Habakkuk sagði: „Þá skal ég<br />

þó gleðjast í Drottni, fagna yfir Guði<br />

hjálpræðis míns“ (Habak. 3.18). Þegar<br />

þú færð opinberunina um gæsku Guðs í<br />

lífi þínu, fyllist þú öryggi og fullvissu. Það<br />

versta sem hægt er að gera í erfiðleikum er<br />

að hafna fullvissunni og segja: „Guð hefur<br />

brugðist mér,“ og þramma inn í heiminn. Ef<br />

þú gerir það, sýnir þú einfaldlega afstöðu<br />

hjarta þíns.<br />

Svo má einnig draga frelsi þitt í efa<br />

vegna þess að þú hefur sýnt honum svo<br />

litla tryggð. Þú hefur kannski endurfæðst,<br />

en gafst þú þig hans skilmálum eða þínum<br />

eigin?<br />

Guð vill leiða fólk til iðrunar með því að<br />

sýna því gæsku sína. Rómverjabréfið 2.4<br />

staðfestir þetta: „Það er gæska Guðs sem<br />

leiðir þig til iðrunar“ og þetta er yndislegasta<br />

upplifun lífsins! Þegar þú hefur séð<br />

þetta, skiptir ekki máli hvað gerist eftir<br />

það. Guð elskar þig og stendur með þér.<br />

Þetta þýðir ekki að þú verðir kærulaus eða<br />

hættir að biðja. Nei, þetta þýðir að Guð er<br />

með þér í þínum kringumstæðum og þú<br />

veist það. Þú gefst aldrei upp! Þú fyllist<br />

ekki eftirsjá og situr heldur ekki í marga<br />

klukkutíma fyrir framan sjónvarpið! Þú<br />

fyllist heilögum anda, elskar Jesú innilega<br />

og gengur í gegnum lífið með honum.<br />

Guð er fyrir þig<br />

„Hvað eigum vér þá að segja við þessu?<br />

Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss?<br />

Hann sem þyrmdi ekki sínum eigin syni,<br />

heldur framseldi hann fyrir oss alla, hví<br />

skyldi hann ekki líka gefa oss allt með<br />

honum?“ (Róm. 8.31-32).<br />

Guð hefur gefið þér miklu meira en þú<br />

getur nokkurn tíma áttað þig á. Himinninn<br />

er opinn þér! Hjarta Guðs er opið þér! Það<br />

er hluti af eðli hans að vilja hjálpa þér.<br />

Þegar þú þekkir eðli föðurins verður lífið<br />

einn gleðibrunnur. Þú vinnur sigra, finnur<br />

fyrir öryggi, fyllist hugrekki og trú þín<br />

eykst. Umfram allt veist þú að hann mun<br />

aldrei valda þér vonbrigðum.<br />

Þetta eiga sumir erfitt með að skilja. Þeir<br />

halda að Guð vilji ekki hjálpa þeim og sjá<br />

hann sem ófúsan og óáreiðanlegan. Þeir<br />

hafa ranga hugmynd um Guð! Þegar þeir<br />

biðja eru þeir ekki vissir um að hann svari<br />

þeim. Þess í stað óttast þeir refsingu frá<br />

Guði og eru sannfærðir um að hann noti þá<br />

aldrei! Svona viðhorf og hugmyndir koma<br />

algerlega í veg fyrir það að þeir nálgist heilagleika<br />

Guðs. Varpaðu slíku viðhorfi frá<br />

þér ef þú vilt nálgast Guð.<br />

Ætíð trúfastur<br />

„Hver skyldi ásaka Guðs útvöldu? Guð<br />

sýknar. Hver sakfellir? Kristur Jesús er sá,<br />

sem dáinn er. Og meira en það: Hann er<br />

upprisinn, hann er við hægri hönd Guðs<br />

og hann biður fyrir oss“ (Róm. 8.33-34).<br />

Margt kristið fólk veit ekki hver Guð<br />

raunverulega er eða hvernig hann er. Þar<br />

af leiðandi gengur þetta fólk undir skugga<br />

fordæmingar. Það heldur að honum líki<br />

hvort sem er ekki við það og vilji því ekki<br />

gera neitt fyrir það. Þetta er ekki sá Guð<br />

sem Biblían opinberar. Guð Biblíunnar vill<br />

að þú eigir öryggi, hamingju, ánægju og<br />

mikla trú. Hann vill traust þitt. Ef þú átt trú<br />

verður þú að trúa á Guð! Vissulega hlýtur<br />

Skapari himins og jarðar að geta hjálpað<br />

þér.<br />

Já, Guð er góður. Hann er fyrir þig og<br />

þráir að hjálpa þér. Ekki fyllast öfund<br />

þegar hann blessar aðra. Við erum öll eftirlæti<br />

hans og hann er góður við okkur öll.<br />

Í sögunni um synina tvo í Lúkasarguðspjalli<br />

15.25-32 sýnir Jesús okkur að eldri bróðirinn<br />

hafði ekki hugmynd um hvað það<br />

þýddi að eiga raunverulegt samfélag við<br />

föður sinn. Hann var meðvitaður um skyldu<br />

sína en vissi ekki hvernig hann átti að<br />

beina athyglinni frá sjálfum sér og lifa fyrir<br />

föður sinn.<br />

Guð gefur okkur blessanir til þess að<br />

við getum lifað og blessað aðra. Þegar við<br />

gerum það sjáum við að Guð er alltaf trúfastur.<br />

Það eina sem getur aðskilið okkur frá<br />

trúfesti Guðs eru syndir okkar. Því fyrr sem<br />

við uppgötvum þetta, því fyrr endurreisir<br />

hann okkur og því fyrr sjáum við að við<br />

getum alltaf treyst á hann.<br />

Guð vill sanna vakningu<br />

Enginn hefur afsökun fyrir því að vera<br />

vonsvikinn eða reiður við Guð því Guð<br />

er góður Guð. Í öllum aðstæðum getur<br />

þú sagt: „Þakka þér, Drottinn. Þú ert svo<br />

góður og miskunn þín varir að eilífu!“ En<br />

þú verður að auðmýkja þig eins og við<br />

lesum í Jakobsbréfinu 4.7: „Gefið yður því<br />

Guði á vald, standið gegn djöflinum, og<br />

þá mun hann flýja yður.“<br />

Við höfum oft misskilið þetta vers og<br />

álitið það nóg að standa gegn djöflinum til<br />

að senda hann á flótta. En Biblían segir að<br />

við verðum fyrst að gefa okkur Guði á vald<br />

til þess að geta staðið gegn djöflinum.<br />

Í framtíðinni munum við sjá tvenns<br />

konar strauma í því sem fólk kallar „vakningu“.<br />

Það verða þeir sem halda áfram að<br />

kalla á Guð og gleðjast í honum og hinir<br />

sem segjast hafa „þroskast“ og hljóðna. Í<br />

raun hafa þeir snúið sér aftur til heimsins<br />

og fallið frá á laun á meðan þeir kalla sig<br />

„endurnýjaða“.<br />

Guð vill meira en svokallaða vakningu<br />

og fjörugar kristilegar samkomur. Hann<br />

vill raunverulega vakningu! Djöfullinn mun<br />

æða um og heimurinn skiptast í fylkingar.<br />

Þú munt ganga í gegnum átök í sálu þinni<br />

meðan þrýstingurinn eykst og vegurinn<br />

þrengist. Sumir elska þig og aðrir hata þig.<br />

Samt sem áður ert þú allan tímann að<br />

umbreytast og endurnýjast í sálu þinni og<br />

Guð fær að nota þig í æ ríkari mæli.<br />

Kristindómurinn verður róttækari á allan<br />

hátt. Sumir reynast trúfastir á meðan aðrir<br />

falla frá. En þú getur staðið stöðugur. Þú<br />

veist að Guð fullkomnar verk sitt og fylgir<br />

honum af heilu hjarta. Heilagur andi starfar<br />

í þér og tekur ýmislegt úr lífi þínu, þó að<br />

það geti verið erfitt meðan á því stendur.<br />

Þú verður hamingjusamari, léttari og trúrri<br />

honum en áður.<br />

Guði sé lof fyrir gæsku hans<br />

„Þá skal ég þó gleðjast í Drottni, fagna<br />

yfir Guði hjálpræðis míns. Drottinn Guð<br />

er styrkur minn! Hann gjörir fætur mína<br />

sem hindanna og lætur mig ganga eftir<br />

hæðunum“ (Habak. 3.18-19).<br />

Guð vill að þú eigir öryggi og fullvissu í<br />

honum. Hann vill að þú berir höfuðið hátt,<br />

ekki í hroka, heldur í þeirri fullvissu að<br />

Guð verndi, annist, hjálpi og sjái fyrir þér.<br />

Þú kemur oft til með að fyllast örvæntingu.<br />

Það er gott. Í örvæntingu þinni finnur<br />

þú Jesú bíða eftir þér – og þá getur hann<br />

hjálpað þér.<br />

Þú verður að gleðjast í Guði. Lofaðu hann<br />

í öllum aðstæðum og verðu tíma í að njóta<br />

nærveru hans. Mundu að þakka honum<br />

vegna þess að hann er góður og miskunn<br />

hans varir að eilífu! Ef þetta er djúpt í<br />

hjarta þínu kemur þú til með að eignast


hamingjuríkara líf. Vandamálin eiga enn<br />

eftir að skjóta upp kollinum, en þú sigrast<br />

æ oftar á þeim! Þú eignast hvíldarstað ef<br />

þú lærir að lofa Guð og lifa daglega í þeirri<br />

opinberun að hann sé uppspretta alls góðs.<br />

Þá munt þú lofa hann. Ekki aðeins þegar<br />

hann hefur svarað þér, heldur áður en þú<br />

hefur öðlast svarið. Gættu þess að þakka<br />

Drottni fyrir það að hann er góður og<br />

miskunn hans varir að eilífu. Þakkaðu<br />

Drottni fyrir kærleika hans sem flæðir frá<br />

himninum – til þín persónulega.<br />

Vandamál? Gæska Guðs leysir þau<br />

Móse stóð við rætur Hórebfjalls með öllu<br />

því fólki sem hafði yfirgefið Egyptaland.<br />

Hann átti fljótlega eftir að sjá að<br />

Egyptaland hafði ekki horfið úr huga fólksins!<br />

Kvartandi og kveinandi sagðist það<br />

vilja snúa aftur til landsins sem hafði haldið<br />

því í þrældómi. Skyndilega fann Móse<br />

köllun sína breytast úr kröftugum prédikara<br />

yfir í hjartahlýjan hirði. Þungi nýrrar<br />

ábyrgðar gerði þó fljótlega vart við sig<br />

og þá sagði Guð við Móse: „Auglit mitt<br />

mun fara með þér.“ Þá sagði Móse fullur<br />

ákafa: „Lát mig sjá dýrð þína.“ Svo segir í<br />

33. kafla 2. Mósebókar hvernig ljómi Guðs<br />

leið framhjá Móse, breytti aðstæðunum og<br />

hreinsaði andrúmsloftið. Skyndilega voru<br />

öll vandamál Móse leyst!<br />

Vissir þú að Guð hefur líka þarfir? Hann<br />

þarf að opinbera dýrð sína. Hann þarfnast<br />

þess að þú takir á móti kærleika hans<br />

– og elskir hann á móti. Ef þú vilt halda<br />

áfram með Guði verður þú að skilja þetta.<br />

Þú verður að eiga opinberun um Drottin<br />

sem segir: „Ég vil láta alla gæsku mína<br />

streyma til þín. Gæska mín vill leiða þig<br />

til iðrunar. Svo getur þú fylgt mér allt þitt<br />

líf og sagt: „Þakka þér Drottinn, þú ert svo<br />

góður. Miskunn þín varir svo sannarlega að<br />

eilífu!“<br />

Sáttmálinn – Gæska Guðs til þín<br />

„En nú hefur Jesús fengið þeim mun<br />

ágætari helgiþjónustu sem hann er meðalgangari<br />

betri sáttmála, sem byggist á<br />

betri fyrirheitum... Ekki fór hann með<br />

blóð hafra og kálfa, heldur með eigið blóð,<br />

inn í hið heilaga í eitt skipti fyrir öll og<br />

aflaði eilífrar lausnar. Ef blóð hafra og<br />

nauta og askan af kvígu, stráð á menn,<br />

er óhreinir hafa gjörst, helgar til ytri<br />

hreinleika, hve miklu fremur mun þá blóð<br />

Krists hreinsa samvisku vora frá dauðum<br />

verkum, til að þjóna Guði lifanda,<br />

þar sem Kristur fyrir eilífan anda bar<br />

fram sjálfan sig sem lýtalausa fórn fyrir<br />

Guði. Þess vegna er hann meðalgangari<br />

nýs sáttmála. Hann dó og bætti að fullu<br />

fyrir afbrotin undir fyrri sáttmálanum,<br />

til þess að hinir kölluðu mættu öðlast<br />

hina eilífu arfleifð, sem heitið var“ (Hebr.<br />

8.6, 9.12-15).<br />

Guð vill að þú skiljir og kunnir að meta<br />

rétt þinn í þessum sáttmála og krefjist þess<br />

réttar af honum. Hann vill að þú sjáir dýpt<br />

og breidd staðfastrar gæsku hans vegna<br />

þess að hann segist vera „Guð sem heldur<br />

sáttmála.“ Þú þekkir kannski þessi orð en<br />

heilagur andi vill opinbera þau persónulega<br />

fyrir þínum innri manni.<br />

Guð er góður og vegna þess að hann er<br />

Guð sáttmálans er hann ekkert að skipta<br />

um skoðun. Ef þú áttar þig á þessum sannleika<br />

og opnar anda þinn fyrir honum mun<br />

líf þitt snúast í kringum Guð en ekki sjálfan<br />

þig. Í stað þess að þú, frami þinn, hugsanir<br />

og síbreytilegar tilfinningar séu miðja alls,<br />

þá verður Guð þungamiðja lífs þíns.<br />

Fólk sem hugsar aðeins um sjálft sig er<br />

óhamingjusamt. Það er líka óáreiðanlegt<br />

vegna þess að mannleg hugsun, vilji og tilfinningar<br />

eru óáreiðanlegar. Við verðum að<br />

hafa annan grunn, aðra ábyrgð og annað<br />

öryggi í lífinu. Það er enginn áreiðanlegri<br />

en Guð, Guð sáttmálans. Við verðum að<br />

byggja allt á honum.<br />

Þú ert félagi Guðs<br />

„Er Abram var níutíu og níu ára gamall,<br />

birtist Drottinn honum og sagði: Ég<br />

er Almáttugur Guð. Gakk þú fyrir mínu<br />

augliti og ver grandvar, þá vil ég gjöra<br />

sáttmála milli mín og þín, og margfalda<br />

þig mikillega... Sjá, það er ég, sem hefi<br />

gjört við þig sáttmála“ (1. Mós. 17.1-2,4).<br />

Ætlun Guðs var að blessa allt mannkynið.<br />

Þess vegna opinberaði hann sig fyrir<br />

Abraham og sagði: „Ég vil gjöra sáttmála<br />

milli mín og þín.“ Það er ekkert kröftugra<br />

en sáttmálasamband. Þegar Guð vildi endurnýja<br />

sambandið á milli hans og mannsins,<br />

þá valdi hann að gera sáttmála. Í þessum<br />

sáttmála felast allar blessanirnar sem<br />

hann hefur ætlað mönnunum.<br />

Þetta er það sem Guð hefur gert fyrir þig,<br />

ekki það sem hold þitt eða hugur hafa framkvæmt.<br />

Svona er Guð! Þetta er það sem<br />

hann hefur áætlað og það sem hann hefur<br />

ákveðið. Allt byrjar og endar á honum.<br />

Hann er Guð almáttugur. Það er hann sem<br />

hefur tekið frumkvæðið að því að endurnýja<br />

sambandið við manninn. Hann sýnir<br />

ekki aðeins blessanirnar sem bíða mannsins,<br />

heldur sér hann líka til þess að þær nái<br />

fram að ganga með öruggum hætti.<br />

Guð hefur aldrei séð manninn fyrir sér<br />

sem samanhnipraðan þræl. Hann hrópar<br />

ekki: „Undirgefni!“ og nuddar nefinu á þér<br />

í moldina. Guð er að leita að félaga sem<br />

hann getur starfað með. Til þess að starfa<br />

með Drottni verðum við að vera honum<br />

undirgefin. Þetta er ekki þrælsleg undirgefni,<br />

heldur sjálfgefin undirgefni sem er<br />

tvennt ólíkt.<br />

Guð kom og talaði við Abraham um dóminn<br />

yfir Sódómu og Gómorru. Dómur Guðs<br />

var yfirvofandi, en fyrst vildi hann ræða<br />

málið við Abraham. Abraham var vinur<br />

hans; þeir voru félagar.<br />

Þetta er það samfélag sem Guð vill eiga<br />

með okkur, en við getum aðeins eignast<br />

það fyrir Jesú blóð. Aðeins fyrir það sem<br />

hann framkvæmdi á krossinum á Golgata<br />

og með upprisunni þremur dögum síðar.<br />

Þar eyddi hann valdi Satans yfir mannkyninu<br />

til þess að við gætum verið frjáls<br />

og endurnýjuð í honum. Hann reisti okkur<br />

þannig að við getum átt samfélag við Guð.<br />

Við getum starfað með honum. Guð segir<br />

við okkur: „Komið, vinir. Komið börnin<br />

mín, eftirbreytendur mínir og fulltrúar.<br />

Starfið með mér!“<br />

Margvíslegar þarfir<br />

Guð skapaði manninn með margvíslegar<br />

þarfir, fleiri þarfir en við kannski gerum<br />

okkur grein fyrir. Maðurinn þráir fullnægju<br />

á mörgum sviðum. Hann þarf félagsskap,<br />

gleði, tilgang, kærleika, forsjá, fæði og<br />

klæði, húsaskjól, ferðamáta, peninga og<br />

vinnu. Hann þarf vörn gegn árásum, sjúkdómum,<br />

slysum, þjófnaði, misnotkun og<br />

ótímabærum dauða. Hann þarf styrk, heilsu<br />

og lífsþrótt. Maðurinn þarf leiðsögn, þekkingu,<br />

visku, ráðgjöf og innsýn.<br />

Guð einn getur uppfyllt þessar þarfir, en<br />

því miður virðumst við ekki sjá það. Þess<br />

í stað leitum við til heimsins, til hefða<br />

okkar, reynslu eða vitsmuna. Ein mesta<br />

ógæfa mannsins er veraldarhyggja hans<br />

og trúrækni. Þetta eru eingöngu vélabrögð<br />

djöfulsins til að blekkja manninn svo hann<br />

reyni að mæta dýpstu þörfum sínum – án<br />

Guðs. Ráðstöfun Guðs var þó sú að hann<br />

uppfyllti allar þessar þarfir.<br />

Hvert vandamál lífsins á ýmist rætur að<br />

rekja til þess að við þekkjum ekki þörfina<br />

fyrir Guð eða reynum að mæta henni á<br />

rangan hátt. Sumir ganga oft þvert á vilja<br />

Guðs! Þeir lifa í uppreisn.<br />

Guð þekkir þarfir þínar<br />

Fólk sem reynir að uppfylla þarfir sínar<br />

án Guðs endar í vandræðum. Ritningin<br />

segir: „Allar uppsprettur mínar eru í þér“<br />

(Sálm. 87.7). Stundum erum við þröngsýn<br />

og hugsum: „Uppspretta biblíulestrar míns<br />

Hjartað er akur Guðs.<br />

er í Guði, uppspretta bænalífs míns er í<br />

Guði og uppspretta kirkjugöngu minnar er<br />

í Guði. Á öllum öðrum sviðum er ég eins og<br />

allir aðrir.“ Ef við hugsum svona erum við<br />

ekkert öðruvísi en heimurinn. Við hugsum<br />

eins og heimurinn og högum okkur eins og<br />

heimurinn – nema við sækjum kirkju!<br />

Þetta er ekki vilji Guðs! Hann vill að við<br />

finnum allar uppsprettur okkar í honum.<br />

Það á ekki að vera gleðigjafi okkar að<br />

liggja fyrir framan sjónvarpið á föstudagskvöldi<br />

og horfa á vafasama mynd. Ánægja<br />

okkar á að koma frá Guði!<br />

Stundum fer fólk eins nálægt syndinni<br />

og það getur. Syndin er alltaf full af losta<br />

og löngun og býður örvandi tímabundna<br />

ánægju. En Guð segir: „Það er til annað<br />

betra. Finnið og sjáið að Drottinn er góður!“<br />

Guð veit hvað þið þurfið til að vera ánægð.<br />

Hann veit að þið þurfið að starfa fyrir hann<br />

og njóta kærleiksríks sambands við annað<br />

fólk. Hann veit að það er ekki gott að vera<br />

einn og einangraður. Guð veit hverjar þarfir<br />

ykkar eru og hann er sá eini sem getur<br />

mettað ykkur. Treystið honum!<br />

Á hvað treystir þú?<br />

Sáttmálasamband þitt við Guð er traustur<br />

grundvöllur. Það sem ætti að gleðja okkur<br />

sem kristna menn, er sú staðreynd að Guð<br />

hefur gert sáttmála við okkur.<br />

„Guð er ekki maður, að hann ljúgi, né<br />

sonur manns, að hann sjái sig um hönd.“<br />

(4. Mós. 23.19).<br />

Það er mikilvægt að skilja þetta. Guð<br />

segir: „Þú getur treyst á mig!“ Sumir segja<br />

að við séum að ganga í gegnum „vakningarerfiðleika“<br />

en ég er því ekki sammála.<br />

Þetta eru „traust-erfiðleikar“. Ef við aðeins<br />

trúum því að Guð sé sá sem hann segist<br />

vera, þá kemur vakning. Ef þið þorið ekki<br />

að treysta honum, verðið þið að treysta á<br />

bankann, viðskiptin eða heilann í staðinn.<br />

Þetta er það sama og að setja upp hjágoð<br />

og setja traust sitt á þau. Hjágoðin eru<br />

aumir guðir. Hér eru orð Jeremía:<br />

„Þeir hafa yfirgefið mig, uppsprettu<br />

hins lifandi vatns, til þess að grafa sér<br />

brunna, brunna með sprungum, sem ekki<br />

halda vatni“ (Jer. 2.13).<br />

Einn brunnur er betri en nokkur annar<br />

hér í heimi. Vatn hans er tærara og uppspretta<br />

hans er lifandi. Ef þú ferð að þeim<br />

brunni, þvær hann allt ranglæti og allar<br />

þínar syndir burt. Af þessum brunni getur<br />

þú drukkið vatn gleðinnar. Þetta er brunnur<br />

hjálpræðisins!<br />

Guð er þér trúr!<br />

Grundvöllur hins kristna lífs er sá að<br />

Guð er þér algerlega trúr á grundvelli sáttmála<br />

síns. Auðvitað eigum við líka að vera<br />

Guði trú, en við stöndumst lítið samanburð<br />

við tryggð hans gagnvart okkur. Tryggð þín<br />

við Guð er mikilvæg, en mikilvægari eru<br />

viðbrögð þín við þeirri tryggð sem Guð<br />

sýnir þér með sáttmála sínum. Grundvöllur<br />

lífs okkar sést best þegar við lendum í erfiðleikum.<br />

Er hann óhagganlegur?<br />

Til þess að skilja þennan sannleika verður<br />

þú að eiga opinberun um það hvað sáttmálasamband<br />

felur í sér. Ef þú skilur hversu<br />

yfirgripsmikill sáttmáli Guðs er, þarft þú<br />

Ljósmynd: www.johannes.tv<br />

aldrei að vera ráðvilltur. Hversu oft sem<br />

þér verður á, eða hversu illa sem þér verður<br />

á, getur þú samt fengið leiðsögn Guðs,<br />

umhyggju, vernd og blessanir – allt vegna<br />

sáttmála hans við þig.<br />

Stundum hleypur stoltið með okkur í<br />

gönur. Þá höldum við fram sakleysi okkar<br />

og kennum Guði um þegar okkur verður<br />

á. Ef við göngum á ljósastaur kvörtum við:<br />

„Hver setti þennan ljósastaur þarna? Guð<br />

sagði mér að fara þessa leið svo þetta<br />

hlýtur að vera í ábyrgð Guðs.“ En Guð<br />

setti staurinn ekki þarna og ætlaðist heldur<br />

ekki til þess að þú gengir á hann. Þú þarft<br />

heldur aldrei að spyrja Guð hvert hann hafi<br />

farið. Hann er á sínum stað þó að þú farir<br />

frá honum!<br />

Hvers vegna eigum við svo erfitt með að<br />

auðmýkja okkur þegar við hrösum? Vegna<br />

þess að þegar við hittum fólk á eftir er<br />

alltaf einhver sem spyr hvers vegna við<br />

séum með plástur á nefinu og það getur<br />

verið vandræðalegt að útskýra það. Samt<br />

er miklu betra að viðurkenna hrösunina,<br />

hrista af sér rykið, ganga áfram og lofa<br />

Guð. Ritningin segir að ef við auðmýkjum<br />

okkur muni Guð upphefja okkur (1. Pét.<br />

5.6).<br />

Ef þú aðmýkir hjarta þitt þegar þú gerir<br />

mistök finnur þú að Guð er þér trúfastur.<br />

Hann er Guð sem heldur sáttmála sinn og<br />

hann lýgur ekki. Þú getur verið viss um<br />

trúfesti hans. Hann hefur gefið þér fyrirheit<br />

og heldur sáttmála sinn.<br />

Óhagganlegt fyrirheit<br />

Heilagur andi vill að þú þakkir fyrir þann<br />

sannleika að Guð er óhagganlegur. Hann er<br />

þér algerlega trúr. Í Hebreabréfinu lesum<br />

við um fyrirheitið sem Guð gaf Abraham:<br />

„Þegar Guð gaf Abraham fyrirheitið, þá<br />

sór hann við sjálfan sig, þar sem hann<br />

hafði við engan æðri að sverja, og sagði:<br />

Sannlega mun ég ríkulega blessa þig og<br />

stórum margfalda kyn þitt. Og Abraham<br />

öðlaðist það, sem Guð hafði heitið honum<br />

er hann hafði beðið þess með stöðuglyndi.<br />

Menn sverja eið við þann, sem æðri er,<br />

eiðurinn er þeim staðfesting og bindur<br />

enda á öll andmæli“ (Hebr. 6.13-16).<br />

Fólk sór eið frammi fyrir Guði orðum<br />

sínum til staðfestingar. Það óttaðist Guð<br />

og lagði nafn hans ekki við hégóma. Þegar<br />

það sór frammi fyrir Guði að eitthvað væri<br />

satt, trúði andstæðingurinn því og ekki var<br />

þrætt meira um það.<br />

Sjálfur Guð gat ekki svarið við neinn<br />

meiri en sjálfan sig. Þegar hann gaf<br />

Abraham fyrirheitið um blessunina, bætti<br />

hann eiði sínum þar við til þess að fyrirheitið<br />

yrði óhagganlegt.<br />

Sáttmálinn er eilífur<br />

„En nú hefur Jesús fengið þeim mun<br />

ágætari helgiþjónustu sem hann er meðalgangari<br />

betri sáttmála, sem byggist á<br />

betri fyrirheitum“ (Heb. 8.6).<br />

Gamli sáttmálinn var góður en sá nýi<br />

er betri vegna þess að þar er Jesús meðalgangari.<br />

Nýi sáttmálinn kostaði Guð<br />

miklu meira. Hann er grundvallaður á betri<br />

fyrirheitum og hefur betri ábyrgðarmann.<br />

framhald á síðu 10


Leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Ljósmynd: www.johannes.tv<br />

framhald af síðu 9<br />

Þar að auki talar Orð hans um tvær óraskanlegar<br />

athafnir (fyrst fyrirheit og svo<br />

staðfestingareið) þar sem óhugsandi er að<br />

Guð fari með lygi (Hebr. 6.18).<br />

Í dag trúir fólk því ekki að Guð standi við<br />

orð sín. En Guð er Guð sáttmálans og það<br />

er óhugsandi að hann ljúgi. Hann stendur<br />

við fyrirheit sín vegna þess að hann er<br />

trúr í eðli sínu og vegna þess að hann er<br />

Guð sem heldur sáttmála. Þetta þýðir það<br />

að „þótt vér séum ótrúir, þá verður<br />

hann samt trúr, því að ekki getur<br />

hann afneitað sjálfum sér“ (2. Tím.<br />

2.13). Hann getur ekki breytt Orði sínu sem<br />

segir okkur: „Allt sem ég á, allt sem ég get<br />

gert og allt sem ég er hef ég gefið ykkur.<br />

Ég hef gefið ykkur það í formi sáttmála þar<br />

sem tveir koma saman og verða eitt.“<br />

Sáttmálinn er víðtækur. Þetta er ekki<br />

aðeins spurning um tvo félaga sem eru<br />

sammála um að gera það sama eða ganga<br />

sömu leið. Þetta eru tveir félagar sem verða<br />

eitt, fyrir blóðið, fyrir persónulega tryggð,<br />

fyrir blessun og fyrir sameiginlega eignaraðild.<br />

Sáttmálinn gildir einnig frá kynslóð<br />

til kynslóðar.<br />

Blóðsáttmálinn er meira en biblíurannsókn<br />

eða námsefni í biblíuskóla.<br />

Blóðsáttmálinn er mikilvægasta stofnun<br />

Guðs og verður að vera okkur opinberun<br />

og lífsmáti.<br />

Guð vill blessa þig<br />

Heilagur andi vill að þú skiljir allt sem Guð<br />

hefur gefið þér í sáttmála sínum. Hann vill<br />

að þú sjáir hversu rík náð hans er og hvaða<br />

kraft og blessun hann hefur gefið þér. Þegar<br />

þú sérð það, hverfur vanþakklæti þitt og<br />

synd! Glansyfirborð þitt og grátt innra borð<br />

hverfur, og þú verður ekta! Eitthvað gerist<br />

innra með þér sem þú getur aldrei sleppt.<br />

Þegar óvinurinn lætur þig efast um að þú<br />

fáir bænasvör, þá veist þú samt að svarið<br />

er á leiðinni. Þú sigrast á Satan fyrir blóð<br />

Lambsins sem hefur staðfest nýja sáttmálann<br />

og fyrir orð vitnisburðar þíns sem<br />

segir að Guð sé trúfastur (Opinb. 12.11).<br />

Þá byggist líf þitt ekki á tilfinningalegum<br />

upplifunum á samkomum eða á bók sem<br />

þú hefur lesið. Þess í stað byggist það á<br />

stöðu þinni í nýja sáttmálanum, í Kristi<br />

Jesú. Þú hefur öðlast rétta stöðu frammi<br />

fyrir augliti Guðs sem hefur dregið þig upp<br />

úr glötunargröfinni og sett fætur þína á<br />

klettinn. Söngur er í hjarta þínu og þú getur<br />

sungið: „Hallelúja, Guð er góður við mig!“<br />

Guð fagnar því að vera þinn Guð. Hann vill<br />

blessa þig og mæta hverri þörf þinni.<br />

Guð er þinn hirðir<br />

„Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert<br />

bresta. Á grænum grundum lætur hann<br />

mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar<br />

sem ég má næðis njóta. Hann hressir<br />

sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir<br />

sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um<br />

dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að<br />

þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur<br />

hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir<br />

fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með<br />

olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa<br />

og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í<br />

húsi Drottins bý ég langa ævi“ (Sálm. 23).<br />

Guð þráir að sjá þig glaðan og ánægðan<br />

Trúarhjálpin<br />

TIL LEIÐSAGNAR OG VISKU (JÁTAÐU DAGLEGA)<br />

Andi sannleikans býr í mér og kennir mér allt. Hann leiðir mig í allan sannleikann.<br />

Ég hef nægilega þekkingu í hvaða aðstæðum sem ég lendi í. Jóh 14:26 og 16:13.<br />

Ég treysti Drottni af öllu hjarta og reiði mig ekki á eigið hyggjuvit. Orðskv 3:5.<br />

Ég minnist hans á öllum vegum mínum, og hann gerir vegu mína slétta. Orðskv 3:6.<br />

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegi mínum. Sálm 119:105.<br />

Drottinn mun koma öllu vel til vegar fyrir mig! Sálm 138:8.<br />

Ég læt orð Krists búa ríkulega hjá mér með allri speki. Kól 3:16.<br />

Ég fylgi góða hirðinum, því að ég þekki raust hans, ég fylgi ekki raust ókunnugra.<br />

Jóh 10:3-5.<br />

Ég hegða mér ekki eftir öld þessari (þessari veröld), heldur tek háttaskiptum, með því<br />

að endurnýja hugarfar mitt með orði Guðs. Róm 12:2.<br />

á allan hátt. Þá getur þú sagt eins og Davíð:<br />

„Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert<br />

bresta.“ Þetta er stórkostlegur sálmur.<br />

Margt kristið fólk gleðst yfir honum, þó<br />

að margir hafi ekki lesið hann nógu vel.<br />

Skoðum hvað 23. Sálmur hefur að segja:<br />

„Drottinn er minn hirðir, mig mun<br />

ekkert bresta…“<br />

Guð sér ekki eftir því sem hann gefur!<br />

Hann hefur séð til þess að ekkert muni<br />

skorta, hvorki í anda þínum, sálu þinni, né<br />

í líkama þínum.<br />

„Á grænum grundum lætur hann mig<br />

hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem<br />

ég má næðis njóta. Hann hressir sál<br />

mína…“<br />

Í heilögum anda munt þú finna hvíld fyrir<br />

sálu þína og Guð vill að þú njótir þess. Ef<br />

þig þyrstir, hefur hann læki lifandi vatns<br />

fyrir þig. Hann vill alltaf hressa og endurnýja<br />

sál þína.<br />

„Hann leiðir mig um rétta vegu fyrir<br />

sakir nafns síns …“<br />

Það er alveg skýrt að þú þarft ekki að<br />

fara ranga leið, hvað sem hver segir. Þráin<br />

í hjarta þínu er frá Guði. Hann hefur gefið<br />

þér löngun á öllum sviðum lífsins. Guð er<br />

faðir þinn og gleðst yfir því að sjá börn sín<br />

ánægð þegar allt gengur vel sem þau taka<br />

sér fyrir hendur.<br />

Sálmur 23 heldur áfram: „Sakir nafns<br />

síns …“ Hvaða nafns? „Drottinn sér fyrir<br />

okkur!“ „Drottinn nægir mér!“ „Drottinn,<br />

hirðir okkar!“ „Drottinn, græðari okkar!“<br />

Hann leiðir þig um réttan veg nafni sínu til<br />

dýrðar! Í Jóhannesarguðspjalli 15.8 segir:<br />

„Með því vegsamast faðir minn, að þér<br />

berið mikinn ávöxt, og verðið lærisveinar<br />

mínir.“ Guð er gerður dýrðlegur þegar<br />

þú gengur á réttum vegum hans og gerir<br />

það sem gleður hann í framtakssemi og<br />

árangri.<br />

Gæska Guðs laðar hina ófrelsuðu að sér!<br />

„Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,<br />

óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér,<br />

sproti þinn og stafur hugga mig …“<br />

Hvað getur skugginn gert þér? Ekkert!<br />

Ekki óttast skuggana. Jafnvel þótt þú farir<br />

um dimman dal sem skyggður er dauðans<br />

skugga, þarft þú ekkert að óttast. Þú þekkir<br />

þann sem hefur brotið vald dauðans.<br />

Jesús lifir í þér og lögmál lífsins anda hefur<br />

frelsað þig frá lögmáli syndar og dauða<br />

(Róm. 8.2).<br />

Í Jesaja 54.17 segir Guð: „Engin vopn,<br />

sem smíðuð verða móti þér, skulu verða<br />

sigurvænleg.“<br />

Dalur er svæði á milli tveggja fjalla.<br />

Þegar Jesús talaði um fjöll, sagði hann að<br />

við ættum að varpa þeim í sjóinn. En fyrst<br />

Anna Sigurbjörg<br />

Þórisdóttir<br />

Hárgreiðslumeistari<br />

Fyrir um 12 árum kynntist<br />

ég Guði sem persónulegum<br />

frelsara mínum. Áður hafði ég spjallað<br />

við hann sem fjarlægan Guð á<br />

himnum sem ég var ekki alveg viss<br />

um að heyrði í mér. Ég hafði líka<br />

leitað til miðla og spákvenna til að<br />

fá svör við þeim mörgu spurningum<br />

sem ég hafði í kollinum um<br />

lífið og tilveruna. En eftir að hafa<br />

farið á nokkrar kristilegar samkomur<br />

fór Guð að opna andleg augu mín<br />

fyrir því að spíritisminn væri alls ekki<br />

frá honum kominn. Að það væru<br />

öfl í þessum heimi sem við þyrftum<br />

að varast. Ég fékk opinberun um<br />

krossdauða Jesú Krists, hvers vegna<br />

hann hafði dáið á krossinum fyrir<br />

verðum við að yfirstíga óttann við skugga<br />

þeirra. Guð er með okkur hvort sem við<br />

hvílum á grænum grundum eða göngum í<br />

gegnum dimman dal þar sem skuggi dauðans<br />

liggur.<br />

„Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum<br />

mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu,<br />

bikar minn er barmafullur …“<br />

Guð þráir að blessa þig – í augsýn óvina<br />

þinna. Ríkulegt líf hans virkar alls staðar,<br />

ekki aðeins á himnum eða á himneskum<br />

samkomum. Það virkar í heiminum, meðal<br />

fólks sem skilur ekki hvers vegna þér líður<br />

svona vel. Því meira sem þú borðar af borðinu<br />

sem Drottinn hefur búið þér, því meira<br />

mun það horfa til þín og sjá hvað það er að<br />

missa af miklu! Þegar dýrð og gæska Guðs<br />

er yfir okkur sér fólk hvað við eigum og<br />

það dregur fólkið nær Guði.<br />

Engin furða þótt djöfullinn reyni að<br />

blekkja þig til að hafna öllu því góða sem<br />

Guð vill veita þér. Ef þú tekur ekki á móti<br />

því sem hann býður þér, hvernig getur þá<br />

dýrð Drottins sést eins og hann ætlar henni<br />

að sjást?<br />

Já, gæfa og náð …<br />

„Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga<br />

mína, og í húsi Drottins bý ég langa<br />

ævi.“<br />

Kristið fólk hefur lesið þetta vers ótal<br />

sinnum án þess að skilja það til fullnustu.<br />

Aðeins gott kemur frá Drottni. Þetta er<br />

ekki bara skáldskapur eða fallegur málsháttur<br />

til að sauma út og hengja upp á vegg<br />

– þetta er lifandi veruleiki! Þetta er sáttmáli<br />

Orðs Guðs við okkur. Í Hebreabréfinu<br />

13.5-6 segir:<br />

„Guð hefur sjálfur sagt: Ég mun ekki<br />

sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig.<br />

Því getum vér öruggir sagt: Drottinn er<br />

minn hjálpari, eigi mun ég óttast. Hvað<br />

geta mennirnir gjört mér?“<br />

Sjálfur Guð hefur sagt allt sem þú lest í<br />

23. Sálmi. Þú getur því sagt með djörfung:<br />

„Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert<br />

bresta!“<br />

Trúin snýst um þetta. Þú segir það sama<br />

og Guð og skammast þín ekki fyrir það. Ef<br />

Guð segir að hann vilji gera eitthvað gott<br />

fyrir þjóna sína, þá veist þú nákvæmlega<br />

hvað hann á við. Þess vegna getur þú kinnroðalaust<br />

notið blessunar hans.<br />

Gæfa, miskunn, blessanir og líf í fullri<br />

gnægð mun fylgja þér alla þína daga. Hvers<br />

vegna? Vegna þess að Guð er þinn góði<br />

hirðir og þegar þú fylgir honum, mun þig<br />

ekkert bresta!<br />

(Tekið úr bókinni Guð er góður Guð,<br />

með leyfi útgefanda.)<br />

allar mínar syndir og sjúkdóma(og<br />

ég sem hafði ekki<br />

hugmynd um að ég væri einhver<br />

syndari). Ég byrjaði að<br />

upplifa þennan mikla kærleika<br />

sem hann bar til mín.<br />

Eftir langa leit fannst mér ég loksins<br />

vera komin heim. Það varð ekki aftur<br />

snúið – því betur sem ég kynnist<br />

Guði því betur geri ég mér grein fyrir<br />

því hvað ég þarf mikið á honum að<br />

halda. Ég hef lært að þekkja sjálfa<br />

mig betur og elska annað fólk með<br />

þeim djúpa kærleika sem hann ber<br />

til allra manna. Öryggi mitt felst nú<br />

í Kristi, sem gefur ríkulega af sínum<br />

nægtarbrunni, sem er: kærleikur,<br />

friður, gleði, langlyndi, trúfesti, hógværð,<br />

bindindi, gæska og góðvild.<br />

Já, það er óendanlega dýrmætt að<br />

fá að lifa með þeim sem elskar mig<br />

svona rosalega heitt. Amen.<br />

FRJÁLST FRAMLAG TIL VONARLJÓSS • Bænalína – 800 9120<br />

Framlag þitt er ómetanleg hjálp fyrir <strong>Vonarljós</strong>.<br />

Banki: 0113-26-25707 - Kt.: 630890 - 1019<br />

Ps. Fyrir hvert framlag færðu sendan GULLKROSS<br />

10


Kæru samlandar, hvað er til ráða?<br />

Ábendingar háskólarektors<br />

Friðrik<br />

Schram<br />

Nú þegar við leitum<br />

leiða til að skapa „hið<br />

nýja“ Ísland koma<br />

í hug þau orð Páls<br />

Skúlasonar, fyrrverandi<br />

háskólarektors,<br />

að sjálfstæðið, efnahagurinn<br />

og trúin séu<br />

meginstoðir menningarinnar.<br />

Um þessa hluti<br />

skrifar hann í bók sinni<br />

Pælingar (í kaflanum:<br />

Eru Íslendingar kristnir?, bls. 255 o.n.).<br />

Hann vill meina að bresti í einni þeirra, þá<br />

hrikti í hinum tveimur. Síðan segir hann<br />

orðrétt: „Af þessum þremur stoðum höfum<br />

við að undanförnu langt langminnsta rækt<br />

við trúna, hina andlegu vídd. … Hin andlega<br />

eða trúarlega stoð menningar okkar<br />

hefur verið vanrækt og vanmetin – jafnvel<br />

talin aukaatriði eða yfirborðsfyrirbæri með<br />

tilliti til hinna tveggja meginþátta menningarinnar.<br />

Ég óttast að við gerum okkur ekki<br />

enn nægilega grein fyrir því hvað af þessu<br />

getur hlotist.“<br />

Nú er komið í ljós, 20 árum síðar, hverjar<br />

afleiðingarnar urðu: Efnahagslegt hrun.<br />

Vanræksla trúar-stoðarinnar leiddi til<br />

bókstaflegs hruns hinnar fjárhagslegu.<br />

Í lok kaflans „Eru Íslendingar kristnir?“<br />

segir Páll: „Hvort eða hvenær til þess<br />

kemur að Íslendingar taki trúarlíf sitt til<br />

rækilegrar endurskoðunar skal engu spáð<br />

um, þaðan af síður hver yrði niðurstaða<br />

þeirrar skoðunar. En slík endurskoðun er<br />

okkur nauðsyn ef við viljum þekkja sjálf<br />

okkur og vera við sjálf. Og til hvers lifum<br />

við, hvaða gagn gerum við heiminum, ef<br />

við vitum ekki hver við sjálf erum?“ (bls.<br />

263). Ég er þessu sammála, fullviss um að<br />

ekki má lengur dragast að við Íslendingar<br />

tökum trúarlíf okkar til rækilegrar endurskoðunar<br />

eins og segir í tilvitnuninni. En<br />

hvernig? Og hvað eigum við að skoða?<br />

Ef við erum sanngjörn og höfum hugleitt<br />

hlutina af einlægni, þá held ég að<br />

flestir geti verið sammála um að boðskapur<br />

Jesú Krists sé slíkur að upp úr honum<br />

geti vaxið heilbrigt og fagurt mannlíf. Hér<br />

má ekki rugla saman orðum og gjörðum<br />

Jesú sjálfs og mistækum verkum kristinnar<br />

kirkju gegnum aldirnar. Kirkjan fetaði alls<br />

ekki alltaf í fótspor meistara síns. Fyrir þær<br />

sakir hafa margir hafnað kristinni trú. Það<br />

er miður. Horfum því ekki fyrst til kirkjunnar<br />

heldur Jesú sjálfs. Gefum orðum hans<br />

tækifæri til að sanna gildi sitt! En hvað<br />

sagði hann? Ýmsir mætir menn hafa velt<br />

því fyrir sér, m.a. Njörður P. Njarðvík rithöfundur,<br />

en hann las guðspjöllin og safnaði<br />

þaðan öllum orðum Jesú saman í bók<br />

sem út kom fyrir nokkrum árum og hét Orð<br />

Krists.<br />

En hvað sagði Jesús Kristur?<br />

Jesús var ávallt hreinskilinn og einlægur.<br />

Hann talaði enga tæpitungu. Flest ummæli<br />

hans eru slík að allir ættu að geta skilið þau<br />

ef þeir vilja. Hann sagði t.d.: „Allt sem þér<br />

viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð<br />

þér og þeim gjöra“… og: „Safnið yður ekki<br />

fjársjóðum á jörðu þar sem mölur og ryð<br />

eyðir og þjófar brjótast inn og stela.“ Hann<br />

benti þess í stað á andleg verðmæti. Ef<br />

útrásarmennirnir íslensku og stjórnendur<br />

Lehman Brothers-banka í Bandaríkjunum<br />

hefðu farið eftir þessum orðum hefði<br />

sennilega ekkert hrun orðið. En Jesús sagði<br />

fleira, m.a.: „Vertu skjótur til sátta…“ og<br />

þetta: „Þegar þér talið, þá sé já yðar já og<br />

nei sé nei,“ og þetta: „Gef þeim sem biður<br />

þig og snú ekki baki við þeim sem vill fá<br />

lán hjá þér.“ Og: „Elskið óvini yðar og biðjið<br />

fyrir þeim sem ofsækja yður.“ Líka þetta:<br />

„Þegar þú gefur ölmusu, viti vinstri höndin<br />

þín ekki hvað sú hægri gjörir.“ – Við hins<br />

vegar viljum láta birta myndir af okkur í fjölmiðlum<br />

ef við réttum öðrum hjálparhönd!<br />

Hann sagði líka: „Fyrirgefið mönnum misgjörðir<br />

þeirra“ og: „Verið miskunnsamir eins<br />

og yðar himneski faðir er miskunnsamur.“<br />

Líka þetta: „Þér getið ekki þjónað Guði<br />

og mammón.“ Og: „Hafið ekki áhyggjur af<br />

morgundeginum.“ Þetta eru aðeins fá dæmi<br />

um orð Jesú í Fjallræðunni en hann sagði<br />

margt fleira, m.a. um trúmennsku, hreint<br />

líferni, hjónabandið og heilbrigt fjölskyldulíf,<br />

réttláta meðferð fjármuna og kærleika<br />

í mannlegum samskiptum svo fátt eitt sé<br />

nefnt. Hvað líst ykkur, kæru lesendur, hvar<br />

er betri leiðsögn að finna?<br />

Lestur, bæn og samfélag<br />

Að gera það að venju sinni að lesa Guðs<br />

orð er gott og þar leggjum við góðan grunn<br />

að betri framtíð. En bænin er líka ómissandi<br />

þáttur hvað trúna varðar. Jesús kenndi<br />

lærisveinum sínum bænina Faðir vor. Hana<br />

þekkja flestir. Notum hana. En bæn er ekki<br />

bara það að tala við Guð, hún er líka samtal<br />

við Guð. Í því felst að við þurfum líka<br />

að hlusta. Þá leyfum við Guði að vekja með<br />

okkur hugsanir og veita leiðsögn hvað líf<br />

okkar varðar.<br />

Sumir álíta trúna einkamál og óþarfa að<br />

sækja kirkju. Segðu mér: Af hverju fara<br />

menn á völlinn, sitja þétt saman og hrópa<br />

og kalla? Af því að þeir eru saman um<br />

spennuna og fjörið. Eins þurfum við að<br />

vera saman um iðkun trúarinnar. Til þess<br />

er kristið samfélag. Það styrkir einstaklinginn<br />

og heildina. Um þetta segir fyrrnefndur<br />

háskólarektor, Páll Skúlason: „Trúarlíf<br />

sitt fær enginn ræktað og þroskað nema í<br />

samfélagi þar sem menn deila sannfæringu<br />

sinni með öðrum og gangast undir ákveðna<br />

siði og reglur sem leggja þeim skyldur á<br />

herðar. Kirkjan er slíkt samfélag kristinna<br />

manna og það er því einungis með því að<br />

taka þátt í lífi hennar og starfi sem mönnum<br />

er unnt að rækta kristna trú sína.“<br />

(Pælingar, s. 262)<br />

Nú ættum við hvert og eitt að taka<br />

ákvörðun um að gera eitthvað í því að efla<br />

hinn trúarlega þátt lífs okkar, bæði sem<br />

einstaklingar og þjóð. Með fullri virðingu<br />

fyrir þér, kæri lesandi, þá spyr ég, hvar og<br />

hvenær ætlar þú að byrja?<br />

Upplausn síðustu áratuga<br />

Okkur svíður öllum það ófremdarástand<br />

sem nú ríkir hér á landi. Ég þori að fullyrða<br />

að minnkandi áhrif kristins siðgæðis<br />

með þjóðinni er aðalástæða þess hvernig<br />

fór. Á tíma 68-kynslóðarinnar var mörgum<br />

góðum siðferðisgildum og hollum lífsreglum<br />

varpað fyrir róða. Það olli miklu<br />

rótleysi. Alls konar tilraunastarfsemi upphófst<br />

hvað varðar lífsstíl og lífsgildi. Hver<br />

gerði það sem honum þóknaðist. Sú kynslóð,<br />

68-kynslóðin, veitti sjaldnast börnum<br />

sínum kristið uppeldi. Í stað þess að fara<br />

með börnin sín í sunnudagaskólana létu<br />

flestir foreldrar þau sitja við sjónvarpið<br />

og horfa á afþreyingarefni. Aðrir foreldrar<br />

óku sínum börnum á íþróttaæfingar og<br />

það á sunnudagsmorgnum, einmitt þegar<br />

barnastarfið var í kirkjunum! Þannig<br />

Okkur svíður öllum það ófremdarástand sem nú ríkir hér á landi.<br />

afkristnaðist nýja kynslóðin að stórum<br />

hluta á stuttum tíma. Áherslur á það hvað<br />

varðar gott og fagurt mannlíf, áherslur<br />

sem maður kynntist sem barn hjá séra<br />

Friðriki Friðrikssyni og samstarfsmönnum<br />

hans í KFUM, heyrðust æ sjaldnar. Nú<br />

skyldi hver vera sjálfum sér næstur, njóta<br />

lífsins og hafa það gott.<br />

Þegar þeir sem farið hafa á mis við kristið<br />

trúaruppeldi taka við völdum í fyrirtækjum<br />

og stjórnkerfinu, þá er ekki von á góðu.<br />

Þá er hætt við að spilling verði ekki lengur<br />

gagnrýnd, enda „umburðarlyndi“ talið<br />

aðalsmerki upplýstra manna. Við slíkar<br />

aðstæður má helst ekki vara við. Viðhorfið<br />

er þetta: Einn getur ekki fundið að við<br />

annan, enda hefur hann ekkert frekar rétt<br />

fyrir sér.<br />

Það er þörf á hugarfarsbreytingu meðal<br />

okkar allra, en hugarfarsbreyting er ekki<br />

nóg ef breyttur lífsstíll fylgir ekki í kjölfarið.<br />

Mín reynsla er sú að kristin trú og<br />

siðgæði hafa veitt mér og fjölskyldu minni<br />

mikla hamingju. En árangurinn kom ekki<br />

af sjálfu sér. Við einsettum okkur að leitast<br />

við að lifa eftir leiðsögn Jesú Krists. Við<br />

höfum ekki séð eftir því. Það er ekki hallærislegt<br />

eða gamaldags að fara eftir því<br />

sem vel hefur reynst fyrri kynslóðum. Af<br />

hverju að hafna kristnum lífsviðhorfum ef<br />

annað reynist ekki vel? Af hverju að taka<br />

upp eitthvað nýtt bara til að hafna hinu<br />

gamla, sem þó hefur reynst mætavel? Við<br />

þurfum að hafa kjark til að vera við sjálf<br />

og ekki láta hrekja okkur af hamingjuleiðinni.<br />

Þörf á leiðtogum<br />

með mikið siðferðisþrek<br />

Þekktur viðskiptaráðgjafi, Richard Barret,<br />

heimsótti Ísland í ágúst 2008. Hann taldi<br />

lykilvanda íslensks þjóðfélags felast í<br />

leiðtogaskorti, bæði í stjórnmálum og viðskiptalífi,<br />

og áleit þáverandi leiðtoga of<br />

upptekna af eigin hag. Könnun, byggð á<br />

aðferðafræði Barrets, sem gerð var hér á<br />

landi um svipað leyti, leiddi í ljós að fólk<br />

vildi sjá meiri áherslu á ábyrgðartilfinningu,<br />

fjölskyldugildi, fjárhagslegt öryggi og<br />

bjartsýni. Þessi könnun styrkir þá skoðun<br />

margra að það sem íslensk þjóð þarfnast<br />

nú sé góðir og ábyrgir leiðtogar, bæði í<br />

stjórnum fyrirtækja og stofnana og ekki<br />

síst forystuembættum á sviði stjónmálanna.<br />

Þeir leiðtogar þurfa að byggja á traustum<br />

og góðum kristnum siðferðisgildum, sýna<br />

sjálfir gott fordæmi hvað varðar eigin fjölskyldulíf<br />

og hugsa ekki bara um sinn hag,<br />

heldur allra.<br />

Mörgum finnst sorglegt hvernig við<br />

höfum fjarlægst kristin lífsviðhorf hvað<br />

varðar umhyggju fyrir náunganum, ráðdeild<br />

í peningamálum, heiðarleika, tryggð<br />

í hjónabandi karls og konu og vernd hins<br />

ófædda barns svo eitthvað sé nefnt. Ef við<br />

hefjum ekki þessi grunngildi mannkærleika<br />

og heiðarleika aftur til vegs og virðingar, þá<br />

mun spillingin halda áfram í viðskiptum og<br />

stjórnmálum og fjölskyldulífi. Taka verður<br />

á rótum vandans og þær rætur sitja oft<br />

djúpt í hjörtum okkar hvers og eins.<br />

Ekki „púkó“ og gamaldags<br />

Það er ekki „púkó“ og gamaldags að vera<br />

kristinn. Það er besta leiðin til heilbrigðs<br />

þjóðfélags, hagkvæms fyrirtækjareksturs<br />

og farsæls fjölskyldulífs. Menn hafa<br />

reynt að lifa eftir frelsishugmyndum 68-<br />

kynslóðarinnar en lent í ógöngum. Óheft<br />

frelsi leiðir til ógæfu hvar sem því er beitt.<br />

Upplausnin í dag er vegna agaleysis og<br />

fráhvarfs frá bestu gildunum. Mér finnst<br />

menn oft vera að reyna að skafa bólurnar<br />

af í stað þess að greina og síðan fjarlægja<br />

rætur meinsins.<br />

Ég vil hvetja þjóð okkar til hugararsbreytingar.<br />

Snúum aftur að því sem reynist<br />

best: kenningu og leiðsögn Jesú Krists.<br />

Taktu fram Biblíuna þína eða Nýja testamentið<br />

og lestu Fjallræðuna sem ég vitnaði<br />

til hér á undan. Hana finnur þú í 5.-7. kafla<br />

Matteusarguðspjalls. Þar er skýr boðskapur<br />

og hin besta leiðsögn fyrir okkur öll.<br />

Um þessar mundir höldum við páska. Í<br />

tengslum við þá er gott að minnast þess að<br />

séra Hallgrímur Pétursson benti á það í 35.<br />

Passíusálmi að boðskapur Krists væri helst<br />

til blessunar lýði og byggðum þessa lands.<br />

Tökum þau orð til okkar og snúum okkur<br />

aftur að hinum sígilda boðskap Jesú Krists.<br />

Þannig styrkjum við hina trúarlegu stoð<br />

þjóðfélags okkar og um leið hinar tvær,<br />

sjálfstæðið og efnahaginn.<br />

Höfundur er guðfræðingur og prestur<br />

Íslensku Kristskirkjunnar,<br />

Fossaleyni 14, Reykjavík.<br />

Trúarhjálpin<br />

ÞAÐ SEM ÉG ER Í KRISTI (JÁTAÐU DAGLEGA)<br />

Ég er ný sköpun í Jesú Kristi. Andi minn er skapaður í Guðs mynd. II. Kor 5:17.<br />

Ég er heill í Jesú Kristi (enska þýð.). Kól 2:9-10.<br />

Ég er réttlátur í Kristi Jesú. Ég hef rétta stöðu frammi fyrir Guði, eins og ég hafi aldrei<br />

gert neitt rangt. II. Kor 5:21.<br />

Ég er keyptur undan bölvun lögmálsins (fátækt, sjúkdómi og andlegum dauða). Gal<br />

3:13 og V. Mós 28. kafli.<br />

Ég er Guðs barn og samarfi Krists. Róm 8:16-17.<br />

Gerða<br />

Halldórsdóttir<br />

nemi<br />

Frá því ég frelsaðist í apríl<br />

2007 hefur líf mitt bara<br />

farið upp á við. Ég var mjög<br />

týnd og illa farin og Guð kom<br />

á stórkostlegan hátt í lífið mitt<br />

og umbreytti mér. Nú í dag er<br />

ég í háskólanámi og lífið mitt<br />

hefur aldrei að vera betra.<br />

Kærleikurinn sem fylgir því<br />

að vera í nánd við kristna,<br />

það er stórkostlegt, ég er<br />

búin að kynnast fullt af<br />

góðum vinum og sönnum.<br />

Ég þarf ekki að hafa neinar<br />

áhyggjur, ég veit hvað Guð er<br />

raunverulegur og hann sér algerlega<br />

um mig því ég er dóttir hans<br />

og hann elskar mig.<br />

11


Ómar Kristjánsson hefur allt frá unga aldri<br />

starfað í viðskiptalífinu. Hann hefur oft sýnt<br />

og sannað að hann hefur næma framtíðarsýn<br />

og framtak í góðu magni. Og eins og<br />

mönnum í viðskiptalífinu er títt, þá hefur<br />

hann átt misjöfnu gengi að fagna. Ómar segir<br />

í viðtali við blaðið að eitt hafi gengið eins og<br />

rauður þráður í gegnum allt hans líf, - trúin<br />

á Jesú Krist. Viðskiptajöfrar eru eflaust mismunandi<br />

í trúarstyrk sínum, en Ómar viðurkennir<br />

þörf sína fyrir trúarlíf. Aldrei hefur<br />

hann verið svo önnum kafinn að hann ætti<br />

ekki tíma fyrir trú sína.<br />

Frá skrifstofu Ómars við Grensásveg og<br />

Miklubraut má líta iðandi og dálítið óþolinmóða<br />

umferð föstudagseftirmiðdagsins.<br />

Fólk er á þönum og heldur á vit helgarinnar<br />

í faðmi fjölskyldnanna. Smáíbúðahverfið<br />

blasir við á aðra hönd baðað fyrstu vorgeislum<br />

sólar. Þetta eru æskuslóðir Ómars<br />

Kristjánssonar. Hann fæddist í Keflavík en<br />

flutti með fjölskyldu sinni barn að aldri til<br />

Reykjavíkur. Þar ólst hann upp í systkinahópi,<br />

þau voru sex systkinin, þar af eru<br />

3 hálfsystkini, öll harðdugleg. Foreldrarnir<br />

réðust í húsbyggingu við Hlíðargerði þrátt<br />

fyrir ómegðina og lítil efni þeirra tíma.<br />

Pabbinn fór hjólandi árla dags til vinnu<br />

sinnar.<br />

12<br />

Trúin hefur verið rauði þráðurinn í lífi mínu<br />

KFUM og Víkingur<br />

„Ég fór snemma í KFUM í Langagerðinu<br />

og æfði íþróttir í Víkingi, fótbolta og handbolta,“<br />

segir Ómar Kristjánsson í spjalli<br />

við blaðið. „Mín fyrsta trúarlega reynsla<br />

varð til á heimilinu, foreldrarnir fóru með<br />

bænirnar með mér, samt voru þau ekkert<br />

svo mjög trúað fólk, gerðu þetta meira af<br />

skyldurækni. En í kjallaranum bjó amma<br />

mín sem var mjög trúuð. Þar var mikil regla<br />

á hlutunum og af henni lærði ég margt,<br />

m.a. var farið yfir alla Passíusálmana á<br />

föstunni. Okkur Jósteini bróður fannst<br />

þetta nú kannski dálítið erfitt, tímafrekt og<br />

torskilið. En eftir Passíusálmana fengum<br />

við stundum að taka í spilamennsku,“ segir<br />

Ómar og hlær við.<br />

KFUM og Víkingur áttu eftir að eiga rými í<br />

hjarta Ómars um alla framtíð, en hann segir<br />

að KFUM hafi verið hans trúarlega heimili<br />

gegnum lífið. Ungur fór Ómar í flugnám og<br />

lauk prófi atvinnuflugmanns, en það hefur<br />

hann aldrei notað sér. Hann fékk vinnu hjá<br />

Sambandi íslenskra samvinnufélaga, SÍS. Í<br />

ljós kom að Ómar var gæddur ríkum hæfileikum<br />

í viðskiptum og var slyngur sölumaður.<br />

Hans fyrsta alvöru starf var þó að<br />

sendast kornungur á reiðhjóli með vörur<br />

fyrir Silla & Valda, en þeir voru helstu kaupmenn<br />

Reykjavíkurborgar og einkunnarorð<br />

þeirra kaupmannanna var úr Biblíunni, Af<br />

Ómar Kristjánsson athafnamaður í viðtali við <strong>Vonarljós</strong><br />

ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. Silli gaf<br />

hinum unga starfsmanni sínum hollráð sem<br />

áttu eftir að duga vel að sögn Ómars.<br />

Leitar daglega til trúarinnar<br />

„Trúin hefur alla tíð fylgt mér, hún er<br />

mér alvörumál og ég hef tekið hana mjög<br />

alvarlega. Ég er ekki þar með að segja að<br />

ég sé betri maður en aðrir, ekki get ég hælt<br />

mér af því. Ég hef reynt að vanda mig í trú<br />

minni og ég hef fullkomna trúarsannfæringu.<br />

Trúin er nokkuð sem þú getur ekki<br />

fært sönnur á, hún er fullvissan um það<br />

sem þú vonar, en getur e.t.v ekki alltaf<br />

sannað svo óyggjandi sé,“ segir Ómar í viðtali.<br />

Hann segir að aldrei hafi hann gleymt<br />

trúnni, hvort heldur honum gekk vel eða<br />

miður í lífsbaráttunni. „Trúin hefur verið<br />

rauði þráðurinn í lífi mínu,“ segir Ómar.<br />

Ómar leitar til trúarinnar daglega. Og<br />

hann leitar víða fanga. Flesta morgna les<br />

slíkar stöðvar, sem báðar gera gríðarlegt<br />

gagn. Ótrúlega margir hafa komist til trúar<br />

gegnum þessa fjölmiðla. Svo eru þeir með<br />

Gospel Channel sem flytur boðskapinn til<br />

80 - 90 landa. Þetta er algjörlega ómetanlegt<br />

starf sem verður að fá að lifa. Ég vil leggja<br />

mitt fram til að svo verði,“ segir Ómar.<br />

Þjóðkirkjan er fyrirmyndin<br />

„Í dag erum við í umhverfi efnahagsþrenginga og erfiðleika.<br />

Í mínum huga er ég sannfærður um að þetta er ekki eitthvað sem<br />

mennirnir hafa sjálfir sett á svið. Hér er Guð að verki. Hann er að taka<br />

til eftir mennina sem hafa skapað þetta ástand með hegðun sinni og<br />

framkomu, hann vill leiðrétta kompásinn.“<br />

hann stuttan texta í Biblíunni, annaðhvort<br />

valinn kafla eða að hann grípur niður þar<br />

sem hin helga bók opnast honum. Hann<br />

segir að Biblían geymi svör við flestum<br />

spurningum fólks ef að er gáð. Þá sækir<br />

Ómar mikið í kirkju og hann er þátttakandi<br />

í bænastarfi. Hann fer í Hallgrímskirkju á<br />

miðvikudagsmorgnum og í bænastundir í<br />

Friðrikskapellu í hádeginu þann sama dag.<br />

Hann sækir samkomur í KFUM á fimmtudögum<br />

og yfirleitt á sunnudögum líka. Þá<br />

er Ómar félagi í Gídeonfélaginu og er virkur<br />

í því starfi. Félagar þess fara í alla skóla<br />

landsins og dreifa Nýja testamentinu til<br />

10 ára barna. Ómar hefur styrkt kristilegt<br />

starf af ýmsu tagi af rausn í gegnum árin.<br />

Um það vill hann ekki mikið tala en segir:<br />

„Ég hef fengið alveg skýr skilaboð hvenær<br />

ég á að gera eitthvað og hvenær ekki.“<br />

Kristniboð Omega víða um veröld<br />

Ómar er mikill áhugamaður um útbreiðslu<br />

orðsins í útvarpi og sjónvarpi og dáist að<br />

dugnaði og elju þeirra manna sem að því<br />

standa.<br />

„Omega er algjört kraftaverk í kristilegu<br />

starfi,“ segir Ómar og aðdáun hans á því<br />

starfi leynir sér ekki. „Það er ekkert til sem<br />

er sambærilegt við Omega og Lindina. Það<br />

er mikil náðargjöf fyrir þessa þjóð að eiga<br />

hverju tagi og þá er nauðsynlegt að hafa<br />

trúna. Auðvitað er ekkert víst að trúaðir<br />

menn bregðist betur við mótlætinu en<br />

aðrir, en þegar verulega á reynir, þá hafa<br />

þeir trúna sem flytur fjöll. Bænastarf gefur<br />

mönnum mikinn styrk og frið. Það er<br />

tvímælalaust. Ég hef fundið þetta á sjálfum<br />

mér og þetta þekkja kristnir menn og<br />

konur,“ segir Ómar.<br />

Eitt hornið á vegg skrifstofu Ómars er<br />

tileinkað Maríusystrum sem búa í klaustri<br />

í Þýskalandi. Þær búa í Darmstadt og er<br />

Ómar í miklu vinfengi við systurnar, þær<br />

eru hans trúnaðarvinkonur og svo hefur<br />

lengi verið. „Af því að við vorum að ræða<br />

bænirnar og mátt þeirra, þá get ég sagt þér<br />

frá því að ég hef sent margar bænabeiðnir<br />

til þeirra og það hafa allir sem sent<br />

hafa erindi þangað fengið bænasvar. Það er<br />

alveg undantekningarlaust. Systurnar eru<br />

lútherskar og kallast systur en ekki nunnur,<br />

þær eru margar þarna, líklega um 200<br />

talsins,“ segir Ómar sem heimsækir systurnar<br />

hvenær sem hann kemur því við, en<br />

hann er iðulega á ferðinni í Þýskalandi í<br />

viðskiptaerindum og kýs að dvelja hjá þeim<br />

ef hann er á ferðinni um helgar. Sú dvöl<br />

hafi alltaf verið ómetanleg.<br />

„Margir merkir trúmenn hafa orðið mín<br />

fyrirmynd gegnum árin. Það er vandi að<br />

„Ég er þeirrar skoðunar að Þjóðkirkjan<br />

sé grunnurinn að öllu kristilegu starfi í<br />

landinu. Ég tel hana til fyrirmyndar í nánast<br />

öllu sem hún gerir. Ég vil ekki gagnrýna<br />

hana á nokkurn hátt. Ég vil hvetja<br />

alla Íslendinga að standa að baki foringja<br />

Þjóðkirkjunnar, biskupnum. Við eigum að<br />

sameinast með og um foringjann,“ segir<br />

Ómar sem telur að boðun trúarinnar sé<br />

ævinlega af hinu góða, hver svo sem söfnuðurinn<br />

er.<br />

„Enginn dagur er án mótlætis af eintelja<br />

upp, en ég get nefnt séra Friðrik<br />

Friðriksson, séra Jónas Gíslason, vígslubiskup<br />

í Skálholti, herra Sigurbjörn<br />

Einarsson, biskup og Maríusystur. Það var<br />

gott að tala við þetta fólk og með þeim átti<br />

ég góðar stundir. Fleiri mætti telja, fólk<br />

sem hefur gefið mér mikið.“<br />

Útrásin og græðgin<br />

Græðgi og níska eru lestir sem um hefur<br />

verið fjallað í kjölfarið á brotlendingu<br />

útrásarvíkinganna. Ómar er örlátur á fé og<br />

hefur ekki látið stjórnast af græðgi. Hann<br />

segist alla tíð eftir að hann fór úr foreldrahúsum<br />

búið við góðan hag og haft<br />

allt til alls. En hann var alinn upp í fátækt<br />

eins og títt var á þessum tímum. Það var<br />

nóg að borða, en ungir krakkar þurftu að<br />

vinna og leggja sitt til heimilisins. Kristján<br />

faðir hans fór hjólandi hvernig sem viðraði<br />

úr Hlíðargerðinu vestur í Héðin, vestast í<br />

Vesturbænum, en þar var hann verkstjóri<br />

og rennismiður, strangheiðarlegur maður<br />

sem aldrei skuldaði neinum neitt.<br />

„Í dag erum við í umhverfi efnahagsþrenginga<br />

og erfiðleika. Í mínum huga er<br />

ég sannfærður um að þetta er ekki eitthvað<br />

sem mennirnir hafa sjálfir sett á svið. Hér<br />

er Guð að verki. Hann er að taka til eftir<br />

mennina sem hafa skapað þetta ástand með<br />

hegðun sinni og framkomu, hann vill leiðrétta<br />

kompásinn,“ segir Ómar Kristjánsson<br />

um ástandið í nútímanum á Íslandi og víðar<br />

um lönd. Það er sannfæring mín, að Guð<br />

hafi leitt Geir Haarde, forsætisráðherra í<br />

gegnum erfiðasta tímabilið, enda stóð hann<br />

sig frábærlega og var sannkölluð hetja og<br />

þjóðinni til mikils sóma.<br />

Ómar og kona hans til fjörutíu ára eiga<br />

fjögur börn og tvö barnabörn. Börnin fengu<br />

trúarlegt uppeldi, það uppeldi sem hæfir<br />

kristilegu heimili, við öryggi og reglusemi.<br />

Ómar viðurkennir að hafa tottað pípu af<br />

og til. Þann löst hafi hann lagt til hliðar<br />

þegar synir hans komu úr skóla og sögðu<br />

að þeim leiddist að eiga pabba sem væri<br />

reykingamaður. Fjölskyldan býr í dag á<br />

einum fegursta stað á höfuðborgarsvæðinu,<br />

við Elliðavatn í Kópavogi.<br />

Hvernig væri lífið án kristninnar?<br />

„Það væri súrt og sárt held ég að deyja<br />

og þykjast vita að ekkert væri framhaldið.<br />

Kristnir menn vita að þeir eiga framhaldslíf,<br />

þeir eiga fyrirheit um eilíft líf í dýrðarríki<br />

drottins. Það er sannfæring sem gerir líf og<br />

dauða nátengd. Við sem erum komin á efri<br />

ár vitum að þetta líður svo hratt að engu<br />

tali tekur. Það er gott að hafa vitneskju um<br />

framhaldið,“ segir Ómar Kristjánsson að<br />

lokum.


Lögleysi og kærleikur<br />

Gunnar<br />

Þorsteinsson<br />

Miklar breytingar hafa<br />

orðið á íslensku samfélagi<br />

á liðnum misserum.<br />

Það má öllum<br />

vera ljóst. Á einhverjum<br />

tímapunkti tóku<br />

ýmis mál ranga stefnu<br />

og enn hefur ekki tekist<br />

að snúa þeim ferli við.<br />

Margt hefur orðið<br />

ógæfu þjóðarinnar að<br />

vopni og rof hafa orðið á mörgum sviðum.<br />

Íslenskt þjóðfélag er ekki hið sama og það<br />

var fyrir misseri og verður ekki. Virðing og<br />

traust er nokkuð sem virðist skorta mjög<br />

á þessa dagana. Þorri manna býr við kvíða<br />

og óvissu.<br />

Það er ekki annað að sjá en að óvandaðir<br />

menn hafi látið greipar sópa um þjóðarauðinn<br />

og skilið þjóðina eftir á köldum klaka,<br />

ef svo má segja.<br />

Alls staðar þar sem fjármunir hafa skipt um<br />

hendur hafa gírugir menn reynt að komast<br />

að og hrifsað til sín allt, bæði laust og fast,<br />

og komið því undir sjálfa sig eða glutrað<br />

því niður í ævintýralegum viðskiptum.<br />

Ekki er að sjá að réttbær yfirvöld hafi náð<br />

að stemma stigu við þessu ástandi eða að<br />

koma lögum yfir menn.<br />

Búsáhaldabyltingin svokallaða er ein<br />

myndbirting viðbragða við þessu ástandi.<br />

Fólk safnaðist saman á götum og torgum<br />

og barði búsáhöld til að leggja áherslu á<br />

óánægju sína. Menn leituðu syndahafurs<br />

og vildi hefna ófara þjóðarinnar í kjölfar<br />

bankahrunsins.<br />

Menn hafa fullyrt að þessi atgangur hafi<br />

valdið því að ríkisstjórn Sjálfstæðismanna<br />

og Samfylkingarinnar hafi hrokkið frá völdum<br />

og minnihlutastjórn sú er nú situr við<br />

völd var mynduð.<br />

Mikil óreiða og óvissa er í landinu. Svo er<br />

að sjá sem stjórnvöld eigi fullt í fangi með<br />

að ná tökum á ástandinu og marka þjóðinni<br />

stefnu til nýrra tíma.<br />

Ef við eigum að lýsa þessu ástandi má nota<br />

orðið „lögleysi“.<br />

Lögleysi er hugtak sem er lýsandi fyrir það<br />

ástand sem verður ráðandi á þeim dögum<br />

sem framundan eru.<br />

Jesús fjallar um þetta sjálfur í tuttugasta og<br />

fjórða kaflanum í Matteusi. En Hann segir<br />

þar í versi númer tólf:<br />

Og vegna þess að lögleysi magnast, mun<br />

kærleikur flestra kólna.<br />

Aðdragandi þess að Jesús fjallar um lögleysið<br />

með þessum hætti er spurning lærisveinanna<br />

í þriðja versi:<br />

Þá er hann sat á Olíufjallinu, gengu lærisveinarnir<br />

til hans og spurðu hann einslega:<br />

„Seg þú oss, hvenær verður þetta? Og<br />

hvert mun tákn komu þinnar og endaloka<br />

veraldar?“<br />

Þeir vildu skyggnast í þennan mikla leyndardóm<br />

sem endalok þessarar heimsmyndar<br />

er. Reyndar hljóta allir menn að spyrja<br />

þessa.<br />

Hann gerir þeim grein fyrir að menn<br />

munu reyna þá tíma er lögleysið verður<br />

ríkjandi. Mér verður hugsað til átakanna<br />

á Austurvelli og svipsins á Geir Jóni<br />

Þórissyni, okkar ástsæla lögregluforingja,<br />

er hann mæddist við að verja eigur almennings<br />

fyrir átroðningi lögleysingja sem sumir<br />

hverjir höfðu á sér yfirbragð þess að vera<br />

andsetnir.<br />

Reyndar er það fleira sem Drottinn segir í<br />

þessu samhengi og er rétt að tilgreina það<br />

hér. En sem svar við spurningu lærisveinanna<br />

segir Hann:<br />

Varist að láta nokkurn leiða yður í villu.<br />

Margir munu koma í mínu nafni og segja:<br />

„Ég er Kristur!“ og marga munu þeir leiða<br />

í villu.<br />

Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi.<br />

Gætið þess að skelfast ekki. Þetta á að<br />

verða, en endirinn er ekki þar með kominn.<br />

Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki,<br />

þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum<br />

stöðum.<br />

Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna.<br />

Þá munu menn framselja yður til pyndinga<br />

og taka af lífi, og allar þjóðir munu hata<br />

yður vegna nafns míns.<br />

Margir munu þá falla frá og framselja hver<br />

annan og hata.<br />

Fram munu koma margir falsspámenn og<br />

leiða marga í villu.<br />

Og vegna þess að lögleysi magnast, mun<br />

kærleikur flestra kólna.<br />

En sá, sem staðfastur er allt til enda, mun<br />

hólpinn verða.<br />

Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður<br />

prédikað um alla heimsbyggðina öllum<br />

þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn<br />

koma.<br />

Þegar lögleysið mun magnast mun og kærleikur<br />

flestra kólna. Þessi heimsmynd mun<br />

í auknum mæli blasa við okkur: Lögleysi og<br />

skortur á kærleika.<br />

Við gerum okkur ljóst að Guð er fyrst og<br />

fremst kærleikur. Samfélag Guðs og manns<br />

byggir á kærleika. Það þekkjum við gjörla<br />

úr litlu Biblíunni:<br />

Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann<br />

gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem<br />

á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft<br />

líf.<br />

Vinir, sú heimsmynd sem hér er dregin upp<br />

er ekki geðfelld. Reyndar er óttalegt að<br />

hugsa til þess að lögleysi og kólnandi kærleikur<br />

verði okkar daglega brauð. Það þarf<br />

reyndar ekki að vera þannig, því að önnur<br />

lögmál gilda fyrir ríki Guðs og ríki Guðs er<br />

komið yfir þann sem lifir í trú sinni.<br />

Vinir, til að losna undan valdi lögleysisins<br />

og kólnandi kærleika er aðeins ein leið,<br />

einn vegur. Jesús er vegurinn, sannleikurinn<br />

og lífið.<br />

Ríki Guðs er ríki kærleikans. Þar er ekki<br />

lögleysi, heldur gildir hið fullkomna lögmál<br />

frelsisins:<br />

En sá sem skyggnist inn í hið fullkomna<br />

lögmál frelsisins og heldur sér við það og<br />

gleymir ekki því, sem hann heyrir, heldur<br />

framkvæmir það, hann mun sæll verða í<br />

verkum sínum.<br />

Þrátt fyrir dökkt útlit og slæmar horfur í<br />

bráð, er birta og blessun þegar horft er til<br />

lengri framtíðar.<br />

Ef menn hefðu ekki þekkingu á þeirri<br />

atburðarás sem við erum að ganga í gegnum<br />

þessa dagana væri nagandi ótti augljóst<br />

hlutskipti. En okkur er kunnugt um að öll<br />

framvinda er í áætlun Guðs og Hann heldur<br />

styrkri hendi um hvern og einn sem það<br />

vill þiggja.<br />

Guð er kærleikur og Hann elskar þig.<br />

Trúarhjálpin<br />

HVAR ÉG ER Í KRISTI (JÁTAÐU DAGLEGA)<br />

Ég hef verið fluttur úr ríki Satans og er nú í Guðs ríki. Kól 1:13-14.<br />

Gunnar Þorsteinsson<br />

Ég er hluti af líkama Krists, og Satan hefur ekkert vald yfir mér. I. Kor 12:14-27, Lúk 9:1<br />

og Lúk 10:19.<br />

Ég hef fengið sæti með Kristi í himinhæðum. Ef 2:4-6.<br />

Ég hef fengið sæti í himinhæðum, hátt yfir öllu valdi myrkursins og í Jesú Kristi er allt<br />

lagt undir fætur mér. Ef 1:20-23.<br />

Guðni Már<br />

Henningsson,<br />

útvarpsmaður<br />

Ég heiti Guðni Már<br />

Henningsson og er barn<br />

Guðs einsog við öll. Ég hef verið<br />

trúaður allt mitt líf, fór sjaldan með<br />

bænir, aldrei í kirkju og mundi sjaldan<br />

eftir Guði, hvað þá frelsara mínum<br />

Jesú Kristi. Ég kunni þó faðirvorið og<br />

hlustaði á heimsumból og táraðist yfir<br />

því og visareikningnum á aðfangadagskvöld.<br />

Þannig var ég trúaður<br />

maður… innan gæsalappa… En eins<br />

og Megas segir, þótt þú gleymir Guði,<br />

þá gleymir Guð ekki þér. Og hann<br />

bankaði upp á harðlæstar dyrnar hjá<br />

mér fyrir nokkrum árum og hann<br />

notaði Samhjálp til þess. Mín elskulega<br />

systir var farin að venja komur<br />

sínar í Samhjálp og einhvern veginn í<br />

innilokun minni og erfiðleikum komst<br />

Guð að mér, þó veggirnir væru þykkir<br />

og að ég hélt traustir. Síðar komst ég<br />

að því að stórir og miklir varnarmúrar<br />

væru bara „peanuts“ fyrir Guði,<br />

þeir voru jú gríðarstórir múrarnir sem<br />

hrundu hérna um árið í Jeríkó. Ég<br />

semsagt var búinn að loka mig af,<br />

kom heim úr vinnunni þreyttur og<br />

kvíðinn, gaf dóttur minni að borða,<br />

hreytti einhverjum ónotum í<br />

sambýliskonuna mína þáverandi,<br />

fór inn í herbergið mitt,<br />

tók símann úr sambandi og<br />

lagðist upp í rúm. Þegar dóttir<br />

mín átti að fara í háttinn sá ég<br />

um það og fór síðan aftur inn í herbergið<br />

mitt, klappaði þessum fínu og<br />

fallegu varnarmúrum sem ég átti og<br />

tók síðan svefnpillur. Góða nótt… eða<br />

hitt þó heldur… Svona gekk þetta<br />

eins lengi og ég vildi. Og ég get sagt<br />

ykkur það í trúnaði að svona vildi<br />

ég hafa þetta. Það var visst öryggi í<br />

eymdinni, ég vissi og ég þekkti þetta<br />

ástand. Ég var ekki maður til að rífa<br />

mig út úr mínu eigin byrgi. En ég<br />

átti bandamann á himnum. Ég fór á<br />

samkomu hjá Samhjálp og ég hélt<br />

að ég væri kominn í kristilega líkamsrækt.<br />

Setjast, standa upp, setjast,<br />

standa upp, veifa höndum og kalla<br />

einsog konurnar sem stjórna erobikkinu<br />

í sjónvarpinu, hei hopp hei<br />

hopp Jesú; setjast, standa upp, veifa<br />

höndum… en… ég fór að skynja<br />

eitthvað annað, þó ég væri orðinn<br />

þreyttur í fótunum og bakinu, eitthvað<br />

annað en leikfimi var í gangi.<br />

Ég sá fólk brosandi út í eitt… ekki<br />

gat það verið útaf líkamsræktinni…<br />

varla… kannski var það tónlistin, sem<br />

mér fannst fín… kannski textarnir við<br />

lögin og kannski vitnisburðurinn sem<br />

ég heyrði. Kannski prédikunin, ég<br />

veit það ekki. Og þó, ég veit það<br />

núna. Heilagur andi var í salnum<br />

og var farinn að hjálpa mér að rífa<br />

niður veggina mína. Smá-glufa var<br />

að myndast og ferskur andvarinn<br />

var farinn að leika um mig.<br />

Eitt veit ég, mér hafði sjaldan liðið<br />

betur. Ég söng í bílnum á leiðinni<br />

heim einhvern hallelújakórinn sem<br />

ég hafði heyrt á samkomunni. Sem<br />

betur fer var enginn í bílnum nema<br />

ég og Jesús og hann fyrirgefur meiri<br />

syndir en lagleysi mitt. Daginn eftir<br />

fannst mér heil eilífð þangað til<br />

næsti fimmtudagur kæmi. Mig þyrsti<br />

í meira… jafnvel líka í að setjast,<br />

standa upp, setjast, standa upp...en<br />

einkum og sér í lagi langaði mig í<br />

meira af Guðs orði. Og af því fékk<br />

ég nóg á næstu fimmtudögum. Ég<br />

fór eitt sinn fram til fyrirbæna og<br />

vinur minn Theódór Birgisson bað<br />

fyrir mér. Það leið ekki á löngu þar til<br />

við vorum komnir bæði í jitterbug og<br />

djæf...gott ef ekki líka í diskódans…<br />

hann þrumaði yfir hausamótunum<br />

á mér einhver orð sem við hvorugur<br />

heyrðum, við hoppuðum saman<br />

alvöru hallelújahopp! Frá þeim degi<br />

hef ég álitið mig frelsaðan mann og<br />

víla það ekki lengur fyrir mér að setjast,<br />

standa upp, setjast, standa upp.<br />

Á þessum sjö árum sem Guð hefur<br />

gengið með mér án þess að ég reki<br />

hann frá mér, höfum við í sameiningu,<br />

ég og Guð tekið hvern múrsteininn<br />

af öðrum úr vegghleðslunni.<br />

Ekki eru þó allir steinarnir horfnir,<br />

enda ég syndugur maður sem bið<br />

Guð minn á hverjum degi um að<br />

vera mér líknsamur. En þeir tínast<br />

burt, einn og einn.<br />

Nú á ég bara einn alvöru hjálpara,<br />

Jesú Krist. Og þó að mér skriki fótur<br />

öðru hvoru get ég sæst við sjálfan<br />

mig og Guð, því Jesú sagði eitt sinn:<br />

Mínir sauðir heyra raust mína, og ég<br />

þekki þá, og þeir fylgja mér. Ég gef<br />

þeim eilíft líf, og þeir skulu aldrei að<br />

eilífu glatast, og enginn skal slíta þá<br />

úr hendi minni… Fyrir það er ég<br />

þakklátur. Og ég er þakklátur fyrir<br />

margt. Það er gott að þakka Guði og<br />

ég þakka honum fyrir dóttur mína,<br />

eiginkonu mína, heimili mitt, starfið<br />

mitt, vini mína, Samhjálp og síðast<br />

en ekki síst fyrir að senda okkur<br />

son sinn svo við glötumst ekki. Megi<br />

góður Guð vera okkur öllum syndugum<br />

náðugur.<br />

13


Ljósmynd: www.johannes.tv<br />

Þú litla þjóð, örvænt eigi, því lausnin kemur frá Drottni<br />

14<br />

Kolbeinn<br />

Sigurðsson<br />

Þjóð í kreppu<br />

Eftir hina örlagríku<br />

haustdaga árið 2008<br />

verður Ísland ekki eins<br />

á ný. Bankar Íslands<br />

urðu undir í efnahagskreppu<br />

heimsins.<br />

Margir sjá fram á erfiða<br />

tíma vegna þess að<br />

það er búið að fjötra<br />

þjóðina í skuldafeni.<br />

Upp hefur risið mikil reiði og hrópað var<br />

meðal annars: „Vanhæf ríkisstjórn” þar til<br />

hún sagði af sér. Miðað við vandræðagang<br />

og ráðaleysi ráðamanna er óvíst að þessi<br />

rödd sé búin að segja sitt síðasta. Fólk<br />

vill uppgjör við fortíðina og sjá réttlætinu<br />

framfylgt. Veröldin er öll í kreppu, Ísland er<br />

í vondum málum og þú getur verið í slæmum<br />

málum fjárhagslega. Eitt er víst að það<br />

er enginn kreppa í Guðsríkinu og Drottinn<br />

er ekki að fara á taugum yfir ástandinu.<br />

Hann er með áætlun, það er bara spurning<br />

hvort þú ætlir að vera með í henni.<br />

Lausn sem dugði fyrir Rúanda<br />

Mér verður hugsað til Rúanda í Afríku<br />

sem gekk í gegnum miklar hörmungar árið<br />

1994 þegar Hútúar frömdu á þjóðarmorð á<br />

Tútsum og drápu nálægt milljón manns á<br />

100 dögum. Eftir þjóðarmorðin var þjóðin<br />

í sárum og þurfti uppgjör við fortíðina.<br />

Margir af þeim sem fóru fyrir þjóðarmorðunum<br />

voru handteknir og dæmdir í fangelsi.<br />

Stór hópur af þeim flýði til Austur-<br />

Kongó og hélt ódæðisverkum sínum áfram<br />

þar. En stærsti hópurinn var enn þá eftir<br />

í landinu og lifði á meðal Tútsana sem<br />

lifðu af þjóðarmorðin. Réttarkerfi Rúanda<br />

réð ekki við svo stórt verkefni að draga<br />

alla fyrir dómstóla vegna þjóðarmorðanna.<br />

Fyrir tilstuðlan hina kristnu í Rúanda komu<br />

Hútúar og Tútsar saman á stórum leikvangi<br />

þar sem unnið var að sáttargjörð á milli<br />

þessara ættbálka. Fulltrúi fyrir Hútúa baðst<br />

afsökunar á þjóðarmorðunum og fulltrúi<br />

fyrir Tútsa baðst afsökunar á því að hata<br />

Hútúana. Fyrirgefningin og sáttargjörðin<br />

voru stór skref fyrir endurreisn landsins<br />

og sem uppgjör við fortíðina. Ég hef komið<br />

nokkrum sinnum til Rúanda og orðið vitni<br />

að því að Hútúar og Tútsar lifa hlið við<br />

hlið. Þeir sækja sömu kirkju og lofa Drottin<br />

í einingu saman með fögnuði og þakklæti<br />

í hjarta. Þeir hafa reist upp nýtt Rúanda<br />

og tala um eina Rúandaþjóð en skilgreina<br />

sig ekki lengur sem Tútsa eða Hútúa.<br />

Af Afríkuríkjunum er mesti hagvöxtur í<br />

Rúanda og Kigali, höfuðborg landsins, er<br />

sögð öruggasta borg Afríku.<br />

Nýja Ísland með nýjum gildum<br />

Ef Drottinn kom með lausn fyrirgefningar<br />

í svo miklum harmleik eins og hjá<br />

Rúanda, þá getur hann endurreist Ísland.<br />

Menn eru sammála um að græðgin hafi átt<br />

stóran hlut að máli að það fór svona fyrir<br />

landinu okkar. Því þarf algjöra hugarfarsbreytingu<br />

og ný gildi til að snúa við og<br />

endurreisa Ísland. Kristur skildi eftir fyrir<br />

okkur frábæran sannleika og góð gildi sem<br />

falla aldrei úr gildi. Heiðarleiki, auðmýkt,<br />

sáttargjörð og kærleikur eru ósigrandi lífsviðhorf<br />

ef við klæðum okkum með þeim, en<br />

aðeins í gegnum höfund lífsins Drottin Jesú<br />

getum við íklæðst þessum góðum gildum.<br />

Í Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands, æðstu<br />

lögum landsins, sem öll önnur lög lands<br />

okkar verða að hlíta, er lagður grunnur<br />

réttarheimildar til góðs siðferðis og góðra<br />

gilda.<br />

Íslendingar kristin þjóð í 1000 ár<br />

Íslendingar hafa verið kristin þjóð í<br />

meira en 1000 ár og þessi kristna arfleifð<br />

hefur mótað sögu okkar. Það var Þorgeir<br />

Ljósvetningagoði Þorkelsson lögsögumaður<br />

sem batt enda á deilu heiðinga og hinna<br />

kristnu á Alþingi Íslendinga á Þingvöllum<br />

árið 1000. Hallur Þorsteinsson (Síðu-Hallur)<br />

var í forsvari fyrir hina kristnu og hann<br />

samdi við Þorgeir um að leggja fram lög<br />

sem allir gætu fellt sig við. Eins og frægt er<br />

orðið þegar Þorgeir hafði legið undir feldi,<br />

bauð hann mönnum að ganga til Lögbergs<br />

og þar hóf hann upp raust sína og kvað:<br />

„En nú þykir mér það ráð, að vér látim<br />

og eigi þá ráða, er mest vilja í gegn gangast,<br />

og miðlum svo mál á milli þeirra, að<br />

hvorirtveggju hafi nokkuð síns máls, og<br />

höfum allir ein lög og einn sið. Það mun<br />

verða satt, er vér slítum í sundur lögin,<br />

að vér munum slíta og friðinn.“<br />

Við það urðu Íslendingar að lögum<br />

kristnir og það má segja með sanni að<br />

Ísland hefur verið friðarríki vegna þessar<br />

atburðar. Við höfum ekki átt okkar eigin<br />

her og hér hefur aldrei verið stríð og það<br />

er mikil blessun, góðir Íslendingar. Þessi<br />

kristna arfleið okkar hefur verið okkur til<br />

blessunar og góð lífsgildi falla aldrei úr<br />

gildi.<br />

Íslendingar hafa verið mikil bókaþjóð<br />

í gegnum aldirnar. Nýja testamentið var<br />

fyrsta bókin sem var prentuð á íslensku.<br />

Oddur Gottskálksson þýddi Guðs orðið úti<br />

í fjósi og kom það út þann 12. apríl 1540.<br />

Guðbrandsbiblía kom í kjölfarið sem fyrsta<br />

heildarútgáfa Biblíunnar á íslensku, prentuð<br />

á Hólum í Hjaltadal 1584 og kennd<br />

við Guðbrand Þorláksson biskup þar.<br />

Það hefur að margra mati varðveitt hina<br />

íslensku tungu okkar að hafa fengið þessar<br />

þýðingar á Guðsorði.<br />

En það þarf meira til, að verða kristinn í<br />

hjarta sínu, en að hafa rykfallna Biblíu uppi<br />

í hillu. Eins og Jesús sagði sjálfur: „Enginn<br />

getur séð Guðs ríki, nema hann fæðist að<br />

nýju“ (Jóhannes 3:3). Það er ekki hægt að<br />

fæðast að nýju andlega talað nema með<br />

því að taka á móti Jesú Kristi inn í hjarta<br />

sitt. Þá byrjar nýtt upphaf fyrir þig og andleg<br />

endurfæðing á sér stað. Jesús Kristur<br />

sem er Sannleikurinn mun valda byltingu í<br />

lífi þínu, en ávöxtur þess er meðal annars<br />

kærleikur, gleði og friður. Hvernig tekur<br />

þú á móti Jesú inn í líf þitt? Það er gert<br />

með einfaldri bæn, segðu í einlægni upphátt<br />

og með hjarta þínu: Fyrirgefðu mér<br />

allar syndir mínar, Drottinn Jesú. Ég trúi<br />

því að þú sért sonur Guðs sem dóst fyrir<br />

syndir mínar á krossinum og reist upp á<br />

þriðja degi. Ég tek á móti þér inn í hjarta<br />

mitt og trúi því að frá þessari stundu er ég<br />

Guðsbarn og ný sköpun í Kristi.<br />

Hver er arfleifð okkar Íslendinga<br />

og hvert er hlutverk Íslands í sögunni?<br />

Við sjáum í gegnum söguna að þjóðir hafa<br />

risið og fallið. En sterk arfleifð þjóða hefur<br />

mótandi áhrif á framtíð þeirra. Íslendingar<br />

hafa verið mikil fiskveiðiþjóð, enda hefur<br />

það gert okkur meðal fremstu þjóða á því<br />

sviði. Hér hefur búið friðsöm þjóð í gegnum<br />

aldirnar og því ekki algjör tilviljun að<br />

leiðtogafundur stórveldanna var hér á landi<br />

í Höfða sem markaði upphaf að endalokum<br />

kalda stríðsins og falli járntjaldsins.<br />

Með framsöguræðu sinni 29. nóvember<br />

1947 á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna<br />

opnaði Thor Thors, sendiherra Íslands, leið<br />

fyrir kosningu um að skipta Palestínu í<br />

tvö sjálfstæð ríki og það gerði fæðingu<br />

Ísrael að veruleika á einum degi þann 14.<br />

maí 1948. Allsherjarþingið samþykkti, að<br />

Palestínu skyldi skipt í tvö sjálfstæð ríki,<br />

ríki Araba og ríki Gyðinga. Var sú samþykkt<br />

gerð með 33 atkvæðum gegn 13, en<br />

10 sátu hjá. Ísland greiddi atkvæði með<br />

skiptingu landsins.<br />

Guð gaf Abraham fyrirheit: „Ég mun<br />

gjöra þig að mikilli þjóð og blessa þig og<br />

gjöra nafn þitt mikið, og blessun skalt þú<br />

vera. Ég mun blessa þá sem þig blessa, en<br />

bölva þeim, sem þér formælir, og af þér<br />

skulu allar ættkvíslir blessun hljóta“ (1.<br />

Mós. 12.2-3). Ef þetta fyrirheiti er enn í<br />

fullu gildi, sem það er samkvæmt heilagri<br />

ritningu, þá mun engin manneskja, enginn<br />

hópur fólks og engin þjóð nokkurn tíma<br />

geta ómerkt þessi blessunarorð Guðs. Eftir<br />

að Ísland veitti stofnun Ísraels brautargengi<br />

1947 reis landið okkar úr fátæku bændasamfélagi<br />

og þjóðin varð ein af ríkustu<br />

þjóðum heims. Síðan þegar nýjar áherslur<br />

urðu hjá ríkisstjórn Íslands í afstöðu hennar<br />

til Ísraels, þá líður ekki á löngu þar til<br />

allt hrynur hér á Íslandi.<br />

Ef Íslandi er ætlað að vinna stórt hlutverk<br />

við stórviðburði í framtíðinni, þá þurfum<br />

við að vera með góð gildi og byrja á<br />

Alþingi með góðu fordæmi. Ísland er þekkt<br />

fyrir eld og ís sem getur staðið fyrir ljós<br />

og auðmýkt. Ef við sem þjóð eigum að<br />

verða til blessunar fyrir þjóðirnar og fyrir<br />

okkur sjálf þurfum við í auðmýkt að beina<br />

ljósi Guðs inn í hina myrku veröld. Orð<br />

sannleika Guðs er eins og ljós sem brunar<br />

fram til þjóðanna sem frelsarinn kenndi<br />

í fjallræðunni heiðarleika, hógværð, miskunnsemi,<br />

réttlæti og sáttargjörð. Er það<br />

kannski okkar hlutverk að sætta stríðandi<br />

fylkingar í Mið-Austurlöndum?<br />

Ég trúi því að Ísland sé kallað til að<br />

vera blessun fyrir þjóðirnar. Ísland á að<br />

vera höfuð en ekki hali í andlegum málum.<br />

Þegar Drottinn kallar einhverja þjóð er það<br />

til vinna eitthvert ákveðið verk og hann<br />

gefur líka allt sem þarf til þess að klára<br />

verkið. Ef við sem þjóð snúum okkur til<br />

Drottins og gjörum iðrun, þá mun hann<br />

græða landið okkar og lækna öll sár.<br />

Endurreisn Íslands verður þá sönn andleg<br />

vakning og útrásin verður til að miðla visku<br />

Guðs til þjóðanna.<br />

Spádómar um Ísland<br />

Margir spádómar hafa komið um Ísland<br />

síðustu ár frá mismunandi spámönnum frá<br />

öllum heimsálfum. Stór hluti af þessum<br />

spádómum hefur verið með eftirfarandi<br />

boðskap: Það er á leiðinni andleg bylting<br />

eða vakning sem mun fara eins og eldur<br />

út um allt land, bæ úr bæ, um alla strandlengju<br />

landsins, þar til allt landið er einn<br />

eldur og því mun fylgja gleði, friður og<br />

lofgjörð til Drottins. Eldurinn mun fara út<br />

um allan heim frá Íslandi og landið mun<br />

verða þekkt fyrir lofgjörð til Drottins sem<br />

leysir fólk. Þessi litla þjóð mun verða eins<br />

og andlegur risi sem mun hafa áhrif á þjóðirnar.<br />

Vitjun Guðs mun koma með nýja<br />

sýn á lífsgildunum og þjóðirnar munu líta<br />

til Íslands sem fyrirmyndar fyrir andlega<br />

vakningu og mikla blessun.<br />

Í Jesajabók, 24. kafla. eru spádómar<br />

sem fjalla um kreppu og erfiðleika sem<br />

koma yfir heimsbyggðina, en síðan er sagt<br />

frá þjóð sem mitt í þrengingunum lofar<br />

Drottinn. Hér fyrir neðan er þýðing úr<br />

frumtextanum frá Jesaja 24:14-16.<br />

Þeir hefja upp raust sína og syngja fyrir<br />

hátign Drottins. Frá hafinu í vestri hrópa


Trúboðar við landamæri Rúanda og Kongó á leið til Austur-Kongó.<br />

Dóttir mín Elísabet Anna í Rúanda<br />

þeir hástöfum. Vegsamið þess vegna<br />

Drottin í landi eldanna, nafn Drottins,<br />

Ísraels guðs, á ströndum eyjanna. Frá<br />

ystu mörkum jarðarinnar heyrum vér<br />

lofsöngva: Dýrð sé hinum réttláta!<br />

Þessi þjóð, sem lofar Drottin og lætur<br />

þakkargjörð hljóma innan um þjáningar<br />

heimsins, mun koma frá eyju í vesturhafi,<br />

í landi eldanna og er á ystu mörkum jarðarinnar,<br />

er tvímælalaust Ísland. Hér er<br />

áskorun til okkar allra að í stað þess að<br />

bölva skulum við blessa.<br />

Köllun Íslands að lofa Drottin<br />

til að gefa lausn fyrir þjóðirnar?<br />

Þegar Páll og Sílas voru húðstrýktir, settir<br />

í gapastokk og vistaðir í fangelsinu í<br />

Filippí, hefði ekki verið upplagt að væla<br />

og kvarta (Postulasagan, 16. kafli)? Þeir<br />

Ó, guð vors lands! Ó, lands vors Guð!<br />

Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!<br />

Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans<br />

þínir herskarar, tímanna safn.<br />

Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár<br />

og þúsund ár dagur, ei meir:<br />

eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,<br />

sem tilbiður guð sinn og deyr.<br />

:; Íslands þúsund ár, ;:<br />

eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,<br />

sem tilbiður Guð sinn og deyr.<br />

Davíð sem varð konungur Ísraels um 1000<br />

f. Krist gekk í gegnum miklar hrakfarir<br />

áður en hann tók við konungdómi. Hann<br />

þurfti að flýja Sál konung út í eyðimörkina<br />

og faldi sig í helli með um 400 manns.<br />

Þeim sem voru með honum var útskúfað úr<br />

samfélagi Ísraels, þeir voru óánægðir og í<br />

skuldum (hljómar eins og staða Íslendinga).<br />

En eftir að hafa verið með Davíð, sem<br />

lofaði og leitaði stöðugt Guðs, urðu þeir<br />

hinir mestu kappar Davíðs og sumir urðu<br />

jafnvel jafnokar hans. Þegar Davíð tók við<br />

völdum í Ísrael fór hann með sáttmálsörkina,<br />

sem er táknmynd um nærveru Guðs<br />

og lögmálið, inn í Jerúsalem. Hann setti<br />

bæna- og lofgjörðavaktir í tjaldbúð Davíðs<br />

þar sem örkin var staðsett. Þessi bænaog<br />

lofgjörðarstund í spámannlegum anda,<br />

sem var stöðug frammi fyrir örk Guðs,<br />

markaði upphaf að gullaldarskeiði fyrir<br />

endur Drottins eru stöðugt á vaktinni. Árið<br />

2006 var stofnað bænahús á Íslandi með<br />

það að markmiði að biðja fyrir Íslandi og<br />

láta lofgjörð hljóma frá Íslandi til Drottins.<br />

Bænahúsið hefur þá hugsjón að reisa<br />

bænahús þar sem allir hópar hinna kristnu<br />

geta átt tíma frammi fyrir Guði í lofgjörð og<br />

bæn. Sé nærvera Guðs dregin niður með<br />

lofgjörð okkar allan sólarhringinn mun það<br />

verða til mikillar blessunar fyrir íslensku<br />

þjóðina og sú blessun mun tvímælalaust ná<br />

út fyrir landsteinana.<br />

Náð Guðs er yfirfljótandi fyrir Ísland<br />

Það sem allir eru í raun að leita að er náð.<br />

Náðin gefur okkur eitthvað sem við eigum<br />

ekki skilið. Náðin fyrirgefur allt og kemur<br />

stöðugt með nýja hluti inn í líf okkar.<br />

Náð á grísku er charis og þýðir: „Guðleg<br />

Matteusarguðspjall 12:20.<br />

Brákaðan reyr brýtur hann ekki, og rjúkandi<br />

hörkveik mun hann ekki slökkva,<br />

uns hann hefur leitt réttinn til sigurs.<br />

Náð Guðs er ný á hverjum degi og hana<br />

þrýtur ekki. Við getum gengið með djörfung<br />

að hásæti náðarinnar og fengið orð<br />

frá Guði sem gefur okkur kraft til að halda<br />

áfram að framfylgja köllun Guðs sem fylgir<br />

okkur sem einstaklingi og okkur sem þjóð.<br />

Harmljóðin 3:22-23.<br />

Náð Drottins er ekki þrotin, miskunn<br />

hans ekki á enda, hún er ný á hverjum<br />

morgni, mikil er trúfesti þín!<br />

Örstutt saga frá Spáni af föður sem vildi<br />

fyrirgefa syni sínum. Sonur hans hafði<br />

hlaupist burt af heimili sínu í Madríd.<br />

Faðirinn setti auglýsingu í El Liberal-dagblaðið<br />

svohljóðandi: Paco, hittu mig á hótel<br />

Grjótmulningsmenn í Úganda við vinnu sína.<br />

Fólk í Mulenge að hlusta á Guðsorð í rigningu.<br />

fóru að syngja lofsöngva um Drottin og það<br />

hrærði við hjarta Guðs. Á miðnætti varð<br />

landskjálfti og fjötrarnir féllu af föngunum<br />

og dyr fangelsins opnuðust. Þegar við<br />

lofum Drottin mun þakklæti okkar opna<br />

dyr og leysa fjötra af okkur.<br />

Meira að segja þjóðsöngur okkar<br />

Íslendinga er lofsöngur til Drottins. Ef<br />

þú veist ekki hvernig þú átt að lofa Guð,<br />

þá geturðu byrjað á því að lyfta upp nafni<br />

Drottins með því að fara með þjóðsönginn<br />

okkar.<br />

Ísrael. Þegar Davíð afhenti arfleifðina til<br />

Salómons konungs, þá fékk Salómon allt<br />

sem hann þurfti til að byggja musterið<br />

utan um örk Drottins. Þegar Salómon hafði<br />

lokið við þetta dýrlega musteri, sem var tíu<br />

sinnum stærra en tjaldbúð Móse, fyllti dýrð<br />

Drottins musterið svo enginn maður gat<br />

gengið inn.<br />

Hið náttúrlega fyrirmyndar hið andlega,<br />

því þurfum við okkar andlegu Jerúsalem á<br />

Íslandi þar sem nærvera og dýrð Drottins<br />

verður fjötruð vegna þess að sannir tilbið-<br />

áhrif á hjartað og endurspeglun þess í lífinu<br />

með þakklæti.“ Virk náð í lífum okkar nær<br />

inn í innstu veru hjarta okkar. Síðan brýst<br />

hún út með mismunandi hætti í okkar tilfinningum,<br />

en allir finna nýja von og þakklæti.<br />

Þegar náðin nær tökum á hjarta okkar<br />

langar okkur öll til að gera eitthvað fyrir<br />

Drottin.<br />

Við sjáum hve náðin er mikilvæg því<br />

Páll postuli notaði í upphafi og endi bréfa<br />

sinna kveðju sem þessa: „Náð sé með yður<br />

og friður frá Guði föður vorum og Drottni<br />

Jesú Kristi.“ Postularnir Pétur og Jóhannes<br />

notuðu það líka í kveðjum sínum. Síðasta<br />

vers Biblíunnar er: „Náðin Drottins Jesú sé<br />

með öllum.“<br />

Vanþakklæti er í raun stærsta vandamálið<br />

í lífum okkar, það er að við teljum<br />

okkur eiga eitthvað betra skilið. Allar syndir<br />

mannsins eiga uppruna í vanþakklæti.<br />

Þakklæti mun klæða okkur dýrð Drottins<br />

og mun hræra hönd Guðs til að opna nýjar<br />

dyr. Þegar náðin og blóð Drottins verka í<br />

okkur fyllumst við þakklæti og lofgjörð, þá<br />

eigum við auðvelt með að biðja Drottin um<br />

blessun og nýja náð.<br />

Við eigum að vera þakklát fyrir allt líf,<br />

eins og Jesús er þakklátur fyrir allt líf. Ekki<br />

fyrirlíta hið smáa sem aðrir eiga eða það<br />

smáa sem Guð gefur okkur.<br />

Montana á þriðjudaginn kl. 12:00, það er<br />

allt fyrirgefið. Paco er vinsælt nafn á Spáni<br />

og þegar faðirinn fer á hótelið á settum<br />

tíma bíða um nokkur hundruð ungir drengir<br />

eftir föður sínum þar. Þessi stutta saga<br />

sýnir okkur berlega hve heitt við þráum<br />

náðina eða fyrirgefingu.<br />

Síðasti hluturinn í tjaldbúð Móse var náðarstóllinn<br />

eða miskunnarstóllinn sem var í<br />

hinu allra heilagasta. Frá náðarstólnum talaði<br />

Guð til Ísraelsmanna og það er eins í<br />

dag. Þegar við meðtökum náð Guðs með<br />

þakklæti, þá heyrum við blíða röddu Guðs<br />

tala inn í anda okkar og gefa okkur lykilinn<br />

að því hvernig við eigum að komast nær<br />

Honum.<br />

Hebreabréfið 4:16<br />

Göngum því með djörfung að hásæti náðarinnar,<br />

til þess að við öðlumst miskunn<br />

og hljótum náð til hjálpar á hagkvæmum<br />

tíma.<br />

Íslendingar, látum ekki hugfallast á erfiðum<br />

stundum heldur sækjum fram og<br />

byggjum nýja Ísland með þakklæti í<br />

hjörtum okkar.<br />

Náðin Drottins Jesú sé með öllum!<br />

Kolbeinn Sigurðsson,<br />

forstöðumaður og trúboði Bænahússins.<br />

15


Kærleiki Krists knýr oss<br />

Baldur Freyr Einarsson, eða Baldur Örn<br />

eins og hann er kallaður í dag, þekkir tímana<br />

tvenna. Hann veit hvað það er að vera<br />

í greipum heljar í öllu svartasta myrkri<br />

undirheimanna með öllum sínum þrældómi,<br />

dópi, vændi, glæpum, slagsmálum,<br />

togstreitum og þannig mætti lengi telja.<br />

En hann þekkir líka hvað það er að vera<br />

umvafinn í bak og fyrir af kærleika Krists<br />

og upplifa hve kærleikur Hans er algjörlega<br />

sannur – að frelsast frá því að vera í þjónustu<br />

myrkursins og gerast lærisveinn í þjónustu<br />

hins Hæsta. Það er ekki lengra síðan<br />

en fyrir tæpum tveimur árum að þvílík<br />

umskipti urðu á hans lífi. Byrjaði hann með<br />

Kærleikann í Ármúlanum sumarið 2007 í<br />

sama húsnæði og hann hafði rekið vændishús<br />

og verið með ötul fíknefnaviðskipti.<br />

Fyrsta kvöldið fylltist húsið og undur og<br />

tákn byrjuðu að gerast.<br />

„Þetta var mjög frjálst og opið hjá okkur<br />

og einhvern veginn fékk Heilagur Andi að<br />

starfa eins og Hann vildi. Engar hömlur<br />

eða ákveðin formgerð, heldur algert frelsi<br />

í Andanum og hlutirnir fóru að gerast.<br />

Við hittumst í húsnæði sem ég er með<br />

í Ármúlanum en þar hafði ég áður verið<br />

með vændishús og alls konar starfsemi<br />

í kringum það. Svo sannarlega umskipti<br />

sem urðu á vettvangi og starfsemi þess<br />

húsnæðis á augabragði. Þetta gerðist allt<br />

mjög hratt, en ég var svo blessaður í náð<br />

Guðs sem umbreytti öllu mínu lífi og lífsstíl<br />

á mjög skjótan hátt. Það var svo um<br />

Verslunarmannahelgina 2007 á móti í<br />

Kirkjulækjarkoti sem ég gekk í gegnum<br />

þvílík umskipti. Ég hafði verið viðriðinn<br />

undirheimana og dópsöluna um árabil, var<br />

að vísu hættur allri neyslu sjálfur en var<br />

ennþá eitthvað að selja. En á þessu móti<br />

snerti Guð all-rækilega við mér og talaði<br />

svo sterkt til mín að láta af allri sölu og<br />

tengingu við dópheiminn. Sagði mér það<br />

svo skýrt að ég yrði að velja á milli þess á<br />

hvorum steininum ég ætlaði að byggja mitt<br />

líf á. Ég heyrði rödd Drottins sem talaði til<br />

mín og sagði mér að Hann ætlaði að nota<br />

mig til að leysa fólk sem var af sama meiði<br />

og ég – ná til þess með frelsunina og fagnaðarerindið.<br />

Ég man að ég brotnaði algjörlega<br />

niður og sá hversu heitt Guð elskaði<br />

mig. Ég valdi Jesú og upp frá því hætti ég<br />

allri sölu fíkniefna og byggði allt á frelsun,<br />

endurlausn og elsku Krists,“ segir Baldur.<br />

Fyrstu kynnin af Jesú<br />

Baldur var búinn að kynnast trúnni svolítið<br />

á árum áður. Fyrsta skiptið sem hann<br />

– með elsku Guðs að leiðarljósi – viðtal við Baldur Einarsson<br />

fékk snertingu Jesú inn<br />

í sitt líf var þegar hann<br />

var 6 ára gamall. Þá var<br />

hann nýbúinn að lenda<br />

í miklu áfalli á heimili<br />

sínu og ofbeldi sem hann<br />

þurfti að horfa upp á. Var<br />

þá maður einn í Keflavík<br />

sem kenndi ungum strákum<br />

karate, hann var í<br />

Veginum á þessum tíma<br />

og laumaði alltaf Jesú inn<br />

í karatekennsluna og náði<br />

þannig að kynna strákunum<br />

Hann aðeins.<br />

„Í gegnum það fæ ég<br />

svona ákveðna innsýn inn<br />

í það hver Jesús er. Ég<br />

frelsaðist kannski ekki<br />

beint á þessum tíma á<br />

þessum aldri, en ég fékk<br />

ákveðna fræðslu sem<br />

verður til þess að ég byrja<br />

að biðja og hefja mitt<br />

bænalíf. Þar eignaðist<br />

ég mína barnatrú og fór alltaf staðfastlega<br />

með Faðirvorið og fleiri bænir. Ég hef upp<br />

frá þessu alltaf trúað á Guð. Það var síðan<br />

ekki fyrr en 1997 að ég varð fyrir annarri<br />

upplifun og frelsun þegar ég fór að stunda<br />

Krossinn í Kópavogi, en þangað fór ég eftir<br />

að hafa verið í algjöru myrkri um árabil.<br />

Það byrjaði reyndar með því að ég fór inn<br />

á Vog í meðferð, ég var ekki enn orðinn<br />

tvítugur en var algjörlega búinn á því og<br />

klúðraði öllu í lífinu. Þar kynnist ég manni<br />

sem sýndi mér frelsisbænina á blaði og<br />

sagði mér að það væri lausnin fyrir mig. Ég<br />

fór inn í kapelluna á Vogi og lokaði á eftir<br />

mér, fór á hnén og las þessa bæn. Um leið<br />

og ég var búinn að fara með frelsisbænina<br />

þá kemur svona sterk vindhviða inn í herbergið.<br />

Ég sný mér við og sé að það er enginn<br />

gluggi inni í herberginu og fór að velta<br />

því fyrir mér hvað þetta væri eiginlega? En<br />

þá kom upp sú hugsun, sem er nátengd<br />

efanum, sem sagði við mig að þetta væru<br />

bara einhver fráhvörf í mér. Um leið og<br />

ég hugsaði þetta þá springur ein peran í<br />

ljósinu í kapellunni og í kjölfarið fer allt<br />

rafmagnið af húsinu. Ég varð svo snertur<br />

af Guði þarna á þessari stundu að ég svaf<br />

ekki í þrjá daga. Ég fann svo sterklega fyrir<br />

krafti Guðs innra með mér og ég var farinn<br />

að leggja hendur yfir sjúka þarna á Vogi og<br />

fólk læknaðist þarna á staðnum. Ef fólk var<br />

með einhverja verki eða mein í líkamanum<br />

þá kom ég bara og lagði hendur yfir það og<br />

bað fyrir því og það læknaðist þegar í stað.<br />

Ég var í sjálfu sér ekkert búinn að heyra<br />

um það að þessi tákn myndu fylgja þeim<br />

sem trúa á nafn Jesú, eins og Hann boðaði<br />

lærisveinunum sínum rétt áður en Hann<br />

steig til himins. Þetta bara flæddi fram og<br />

var bara eitthvað svo skýrt fyrir mér,“ segir<br />

Baldur.<br />

Hrikaleg lífsreynsla<br />

Það átti ýmislegt eftir að gerast í lífi<br />

Baldurs árin eftir þetta. Í fyrstu gekk allt<br />

saman mjög vel og var hann að starfa að<br />

ýmsum kristilegum málefnum. Stofnaði<br />

m.a. Nálaraugað með öðrum kristnum vini<br />

sínum sem hafði það að markmiði að senda<br />

Biblíur til Víetnam. Þegar árin liðu lenti<br />

hann í togstreitu við sjálfan sig og aðra sem<br />

varð undanfari þess að hann rataði á veg<br />

glötunarinnar á ný og upplifði sína skelfilegustu<br />

lífreynslu allra tíma í kjölfarið með<br />

öllum sínum afleiðingum. Byrjaði að dópa<br />

og drekka, fór aftur inn á Vog, sprautaður<br />

niður af morfíni, var næstum dáinn af einhverjum<br />

krampa í fráhvörfunum, fer síðan<br />

strax aftur út og fer að sprauta sig. Var<br />

orðinn fastur í þessum heimi og myrkri.<br />

Á þeim tímapunkti ákvað Baldur bara að<br />

fara út í þennan heim, gerast fíknefnasali<br />

og vera bara góður í því. Var í mótsögn við<br />

sjálfan sig og í ákveðinni uppreisn. Byrjaði<br />

að lemja fólk og rukka og taka þátt í öllu<br />

því ógeðslega sem þrífst í þessum heimi<br />

og varð algjörlega stjórnlaus. Hugsaði bara<br />

um sjálfan sig, skildi fjölskylduna og allt<br />

eftir, vildi bara komast á toppinn í allri<br />

þessari iðju. Leiðin þangað upp var mjög<br />

blóðug og slæm á allan hátt. Það gerist<br />

síðan 1999-2000 að hann kynnist stelpu og<br />

verður svo innilega ástfanginn, en mamma<br />

hennar setti það sem algjört skilyrði, ef<br />

hann ætlaði að vera með henni, að hann<br />

yrði að fá sér vinnu eða setjast á skólabekk.<br />

Hætti Baldur að dópa um tíma og fór<br />

í skóla en þar kemst hann að því að hann<br />

getur alveg lært eins og hver annar. Í skólanum<br />

kynntist hann þeirri miklu ábyrgð hjá<br />

þeim sem kenna og tala yfir nemendunum,<br />

en Baldur hafði alla tíð fengið það óþvegið<br />

að hann gæti ekki neitt og það yrði aldrei<br />

neitt út honum. Hafði þetta setið í honum<br />

allan þennan tíma. Þegar hann fór í Tölvuog<br />

viðskiptaskólann mætti hann breyttu<br />

viðhorfi. Þar kynnist Baldur kennara sem<br />

skilur hann og kemur honum í skilning um<br />

allt það sem skiptir máli til uppbyggingar,<br />

tengir hann við viðfangsefnið á aðgengilegan<br />

hátt og kennir Baldri að virkja hæfileika<br />

sína í því sem hann getur gert. Uppörvaði<br />

kennarinn Baldur mikið og munaði ekki<br />

nema 0,2 að hann hefði útskrifast sem dúx.<br />

Var Baldur með rúmlega 9 í meðaleinkunn<br />

fyrsta árið. Seinna árið<br />

var hann með um 8 í<br />

meðaleinkunn, en hann<br />

var farinn að fikta við<br />

neysluna aftur. Í kjölfarið<br />

hætti stelpan með honum<br />

en það hafði farið í vaskinn<br />

út af neyslu Baldurs<br />

með öllu sem því fylgir.<br />

Fjórum mánuðum seinna,<br />

árið 2002, var Baldur farinn<br />

að nota stera í fyrsta<br />

skiptið. Tveim vikum<br />

seinna er hann búinn að<br />

senda mann á gjörgæslu<br />

með höfuðkúpubrot og<br />

næstum dáinn. Baldur<br />

man að hann sagði við<br />

sjálfan sig eftir þetta að<br />

hann ætlaði sér aldrei<br />

aftur að nota þessa stera<br />

eða lemja nokkurn eða<br />

gera nokkuð því tengt<br />

af sér framar. Nokkrum<br />

vikum seinna var Baldur kominn í gæsluvarðhald<br />

fyrir að hafa orðið manni að bana.<br />

Það var mikið niðurbrot í lífi Baldurs. Það<br />

fyrsta sem hann leitaði að var Guð. Fyrsta<br />

árið í fangelsinu var hann edrú og í Guði,<br />

en það entist ekki lengur en það og var<br />

hann farinn að taka þátt í öllu brjálæðinu<br />

innan múranna og fór að dópa. Var á Litla<br />

Hrauni, en það er hrikalegur staður að vera<br />

á, segir Baldur. Var þar í heil 6 ár samtals.<br />

Þegar líða fór á vistina þar fór eitthvað að<br />

gerast innra með honum, fann svo sterkt<br />

hvernig Guð var farinn að eiga við hjartað<br />

á sér. Hann segist muna eftir því að hann<br />

var farinn að fá tár í augun við að horfa á<br />

einhverjar bíómyndir og upplifa eitthvað<br />

nýtt sem hann hafði ekki hugmynd um<br />

hvað var, eitthvað nýtt og ókannað svið<br />

sem hann hafði farið á mis við í öll þessi<br />

ár. Eftir að hann kom út úr fangelsinu<br />

var hann ekki enn sloppinn úr klóm undirheimanna,<br />

fór aftur að selja dóp og hélt<br />

að hann væri nú aldeilis búin að meika það<br />

og komast á toppinn í þeim geira. Með nóg<br />

af peningum og allt til alls, útlitlega séð var<br />

hann eins og hann væri á toppnum en innra<br />

með honum var algjör tómleiki.<br />

„Mér leið eins hamstri á hlaupahjóli eltandi<br />

einhverja glansmynd sem var síðan<br />

ekki neitt þegar öllu var á botninn hvolft.<br />

Var það ákveðinn áfangi að komast þarna<br />

á toppinn og sjá það að þetta var algjörlega<br />

ekki neitt og eftirsókn eftir vindi, svo að<br />

ég væri ekki lengur fangaður af þessari<br />

blekkingu sem þessi tálmynd hafði dregið<br />

mig með og fjötrað öll þessi ár. Ég sá hvers<br />

konar algjör skítaheimur þetta væri og svo<br />

sannarlega ekkert til að sækjast eftir og alls<br />

ekki það sem ég vildi. Upplifði ég eins og<br />

ég fengi samviskulega ráðstöfun frá Guði<br />

og byrjaði að vera svo hræddur án þess að<br />

vita við hvað ég væri hræddur. Ég man eftir<br />

því að á nóttunni, í öllum hræðsluköstunum,<br />

var ég farinn að vekja fyrrverandi<br />

kærustuna mína og bað hana ákaft um að<br />

biðja fyrir mér. Hún sem var ekki trúuð á<br />

þessum tíma,“ segir Baldur.<br />

Algjör umskipti<br />

Baldur hafði í gegnum allt ávallt beðið<br />

bænirnar sínar og gat ekki farið að sofa<br />

án þess að hafa fyrst beðið. Hafði alltaf<br />

sína barnatrú og vissi alltaf að Guð væri<br />

til. Hann hafi bara verið orðinn svo fangaður<br />

og hlekkjaður af þessum heimi sem<br />

hann hafði komið sér í. Baldur var búinn<br />

að afplána alla sína dóma árið 2006. Var á<br />

fullu í dópheiminum og rak sitt vændishús í<br />

Ármúlanum, en í mars 2007 þá hellist þessi<br />

svakalegi ótti yfir hann. Akkúrat á sama<br />

tíma var stödd hér á landi trúuð bandarísk<br />

kona sem var ásamt öðrum að biðja fyrir<br />

landinu. Þegar hún keyrði um Ármúlann<br />

hefði hún farið að biðja Guð um að gefa<br />

landinu einhvern ákveðinn einstakling sem<br />

væri af öðru bergi brotinn en þessir trúræknu,<br />

til að snúa við allri þeirri trúrækni<br />

sem henni fannst vera mikið viðhöfð á<br />

Íslandi á meðal hinna trúuðu. Byrjaði hún<br />

að biðja þetta út á fullu og gríðarlegur ótti<br />

helltist yfir Baldur. Þetta virkaði heldur<br />

betur og Guð bænheyrði konuna og hlutirnir<br />

fóru að gerast. Baldur varð skíthræddur<br />

án þess að vita við hvað. Hættir í byrjun<br />

apríl að nota fíkniefni og fer að iðka trúna<br />

á fullu, en skilur ekki út af hverju óttinn fer<br />

ekki. Það var ekki fyrr en í Kirkjulækjarkoti<br />

á móti um Verslunarmannahelgina að það<br />

verður þvílíkt gegnumbrot hjá honum, hann<br />

gefur allt upp til Guðs, hættir að selja dóp<br />

og gengur í þá smurningu sem Guð hafði<br />

FRJÁLST FRAMLAG TIL VONARLJÓSS • Bænalína – 800 9120<br />

Framlag þitt er ómetanleg hjálp fyrir <strong>Vonarljós</strong>.<br />

Banki: 0113-26-25707 - Kt.: 630890 - 1019<br />

Ps. Fyrir hvert framlag færðu sendan GULLKROSS<br />

16


fyrirbúið honum. Þá rann það upp fyrir<br />

Baldri að allan þennan tíma hefði Heilagur<br />

Andi verið að eiga við sig og sannfæra sig<br />

um synd, réttlæti og dóm. Á þessum tímapunkti<br />

umturnaðist allt. Í Ármúlanum hafði<br />

Baldur verið með tvær íbúðir, en mömmu<br />

hans dreymdi draum þar sem hún sér að<br />

veggirnir á milli íbúðanna eigi ekki að vera<br />

þarna. Baldur fer sama dag að sækja teikningarnar<br />

af húsnæðinu, þar sem hann hafði<br />

í hyggju að setja upp svalir sem höfðu verið<br />

samþykktar og hann þurfti því að hafa<br />

teikningarnar. Þegar hann rúllar teikningunum<br />

upp sér hann að þetta er ekki teiknað<br />

sem íbúðir heldur íbúð og salur, og á teikningunni<br />

stendur safnaðarheimili. Brutu þau<br />

niður veggina og úr varð samkomusalur.<br />

Fóru þau að halda reglulega samkomur<br />

þarna í byrjun ágúst 2007 og salurinn fylltist<br />

af fólki, undur og stórmerki fóru að<br />

gerast, mikið gegnumbrot í andanum og<br />

margir sem komust til lifandi trúar.<br />

„Það var algjört frelsi, engin trúrækni<br />

þar sem enginn af þeim sem kom þarna var<br />

með það á hreinu hvernig þetta ætti að fara<br />

fram, heldur fékk Heilagur Andi að flæða<br />

eins og Hann vildi án nokkurra formgerða<br />

eða takmarkana. Við lásum saman Biblíuna<br />

þar sem við sáum hvernig kristnir leikmenn<br />

gengu fram í að gera vilja Guðs, þar sem<br />

þeir m.a. skipuðu að fólk myndi læknast<br />

og það gerðist. Við gerðum það sama og<br />

undur og tákn fóru að gerast. Þetta var allt<br />

saman gert í veikum mætti þar sem við<br />

höfðum ekkert annað að gefa en trú okkar<br />

og Guð svo sannarlega mætti og fékk að<br />

starfa hindrunarlaust þar sem opin hjörtu<br />

full af trú voru tilbúin og bjuggust við öllu<br />

af Guði. Við hittumst nær daglega þarna<br />

í Ármúlanum og héldum reglulega samkomur<br />

og alltaf bætti Guð við í hópinn hjá<br />

okkur. Allt gerðist svo hratt og svo mikið<br />

um að vera,“ segir Baldur.<br />

Að upplifa sanna elsku Guðs<br />

„Það sem átti sér síðan stað hjá mér<br />

persónulega, þegar líða fór á árið, var að ég<br />

fór í það hugarástand að minna mig stöðugt<br />

á þetta gamla og allt það sem ég hafði<br />

gert af mér og þar af leiðandi væri ég ekki<br />

verður þess að fá svona mikið frá Guði. Að<br />

ég sjálfur þyrfti að vinna mér þetta inn með<br />

starfi og stöðugri þjónustu. En við vitum að<br />

það er ekkert sem þú getur gert til að vinna<br />

þér inn elsku Guðs. Ég gerði mér ekki grein<br />

fyrir því strax og var á fullu þessa mánuði<br />

með svipuna á mér, að ég þyrfti að starfa<br />

og ávinna mér elsku Guðs og bæta fyrir allt<br />

það sem ég hafði gert af mér fyrr á tíðum.<br />

Við fórum út um allt, m.a. í menntaskólana<br />

þar sem hundruð frelsuðust og gáfu Jesú líf<br />

sitt. Svo fór ég af stað með bænagöngu, en<br />

Guð gaf mér hugsjón í beinni útsendingu á<br />

Omega að Hann vildi að ég gerði út bænagöngu<br />

og talaði ég það óvart út í útsendingunni<br />

þannig að þarna var það komið í loftið<br />

og ekki aftur snúið. Það voru síðan um<br />

3000 manns sem komu saman í miðbænum<br />

og tóku þátt í þessari bænagöngu sem<br />

var farin í nóvember 2007 og svo aftur ári<br />

seinna. Verður þetta framvegis árlegur viðburður.<br />

En það var ekki alveg komið í gegn<br />

hjá mér á þessum tíma hvað varðar elsku<br />

Guðs til mín, ég var ennþá í þeim gírnum<br />

að ég þyrfti að gera svo mikið til að Guð<br />

elskaði mig. Í janúar 2008 var mér boðið út<br />

til Toronto. Á þeim tíma var ég orðinn mjög<br />

þreyttur, það var farið að minnka svolítið á<br />

samkomunum hjá okkur og ég var kominn<br />

í þá stöðu að reyna vera eitthvert númer<br />

í þessu öllu saman sem þyrfti að gera svo<br />

mikið svo Guð yrði ánægður með mig. Mér<br />

var boðið þangað út af mjög góðum systkinum<br />

mínum í trúnni. Ég fer þarna út í<br />

þriggja vikna skóla sem breytti mér algjörlega.<br />

Ég tók á móti því að Guð faðir elskar<br />

mig eins og ég er og fékk ég stórkostlega<br />

opinberun, snertingu og fullvissu í mitt<br />

hjarta um það að ég er algjörlega elskaður<br />

af Guði sem föður mínum, skilyrðislausri<br />

elsku í kærleika Krists. Og þá skiptir ekki<br />

máli hvað ég hef gert eða geri. Guð elskar<br />

mig með sinni ævarandi elsku og getur ekki<br />

elskað mig neitt meira eða minna, þetta er<br />

algjör elska sem er óbreytanleg. Þetta er<br />

ekki spurning hversu slæmur ég er heldur<br />

hversu góður Guð er. Ég man svo sterklega<br />

hvernig þetta kom yfir mig og Guð snerti<br />

við mér og opinberaði mér þetta, og ég sá<br />

að þetta snýst ekki um mig, heldur kærleika<br />

Krists,“ segir Baldur.<br />

Innri lækning kærleikans<br />

Baldur upplifði líka mikla innri lækningu<br />

í skólanum þar sem tekið var á málunum<br />

frá rótunum. Fann hann hvernig margar<br />

þær slæmu rætur, sem höfðu tekið sér<br />

bólfestu í sálu hans og náð<br />

að blómstra þar í gegnum<br />

árin, væru teknar upp á<br />

staðnum og málin afgreidd<br />

frá grunni. Eins og stendur<br />

í 1. Pétursbréfi 1:9: „þegar<br />

þér eruð að ná takmarki<br />

trúar yðar, frelsun sálna<br />

yðar.“ En í endurlausninni<br />

eru allar rætur illgresisins<br />

að engu gjörðar og<br />

eru ekki lengur til staðar<br />

til að bera þann neikvæða<br />

ávöxt sem spillir fyrir<br />

sönnum ávexti Andans,<br />

þar sem Jesús er vínviðurinn<br />

en við greinarnar<br />

sem fáum alla næringuna<br />

frá Honum. Allir kvistirnir<br />

og útbrunnu greinar gamla<br />

mannsins teknar í burtu<br />

þannig að þær trufla ekki<br />

lengur að greinin góða<br />

sem er ný sköpun í Kristi<br />

beri ríkulegan ávöxt.<br />

„Ég man alltaf eftir því<br />

að ég átti við hina ýmsu vankanta að stríða<br />

eins og ofvirkni, athyglisbrest og lesblindu,<br />

en þetta var gjörsamlega allt tekið af mér<br />

og ég læknaður. Ég gat setið rólegur, hugsað<br />

skýrt, verið staðfastur og öruggur undir<br />

vernd Drottins og þjáðist ekki lengur af lesblindu,<br />

gat lesið eins og ekkert væri. Þetta<br />

umturnaði öllu hjá mér og lagði þvílíkan<br />

grunn að því sem ég byggi á í dag. Ég verð<br />

aldrei samur maður aftur, en það er einmitt<br />

þetta sem kristindómurinn og frelsunin<br />

snýst um, að Guð er algjörlega elskandi<br />

Guð, algjör kærleikur, Hann elskar, af því<br />

að Hann elskar af því að Hann elskar.<br />

Það mikilvægasta sem hægt er að segja<br />

fólki og gera því kunnugt um er að Guð<br />

elskar það og það fái í beinu framhaldi af<br />

því að upplifa það í raun og veru hvaða<br />

elsku við erum að tala um. Við getum stöðugt<br />

verið að segja hvað er rangt í fari fólks<br />

og verið upptekin af því alla daga, en ef við<br />

erum sífellt að segja fólki neikvæða hluti<br />

þá gefum við neikvæða og ranga mynd af<br />

Guði. Auðvitað er Guð Guð allrar reglu<br />

og aga, og syndin er Honum andstyggð.<br />

En framar öllu elskaði Guð heiminn svo<br />

að Hann gaf son sinn eingetinn til þess að<br />

hvers sem á Hann trúir glatist ekki heldur<br />

hafi eilíft líf. Kærleikur Guðs er syndinni<br />

yfirsterkari. Jesús kom ekki í heiminn til að<br />

dæma hann, heldur til að frelsa hann. Það<br />

er svo mikilvægt að leyfa fólki að komast á<br />

þann stað sjálft að upplifa og vita hve kærleikur<br />

Krists er víður, langur, hár og djúpur.<br />

Fólk verður að fá að upplifa miskunn Guðs<br />

og kærleika og fá þannig hina réttu mynd<br />

af Honum. En margir hafa mjög skrýtnar<br />

hugmyndir um hver Guð er og margar ranghugmyndir<br />

almennt um Hann. Hafa fengið<br />

þetta í rangri uppfræðslu um Guð. Fólk<br />

veit að það er syndugt og veit að það er að<br />

gera ranga hluti og þurfi að gera iðrun og<br />

þarfnist Guðs og hjálpræðisins. Heilagur<br />

Andi sannfærir það um sekt, synd og dóm.<br />

Það er svo mikilvægt að fólk skynji það og<br />

skilji að Guð elskar það og vill endurleysa<br />

það, fyrirgefa og gefa því eilíft líf, að það<br />

sé kallað til að lifa og ríkja með Honum að<br />

eilífu í öllu hjálpræði Krists í því sem Hann<br />

gerði fyrir okkur á krossinum. Þar talar<br />

elska og kærleikur Krists. Að vinna fólkið<br />

til lifandi trúar og lífs með elsku Jesú að<br />

leiðarljósi. Að ávinna fólkið með gæsku<br />

Guðs og draga fram gullið hið innra með<br />

því sem það á kost á í Jesú og er skapað og<br />

kallað til að vera. Guð hefur sett gull sitt í<br />

alla menn og er sérhver maður ómetanlega<br />

dýrmætur í Hans augum. Þar fer Guð ekki í<br />

manngreinarálit,“ segir Baldur.<br />

Að elska til lífsins<br />

Það hafa margir komið til Baldurs og<br />

þeirra í Kærleikanum og fengið að upplifa<br />

kærleika og endurlausn Guðs á stórkostlegan<br />

hátt, en heimili hans stendur öllum<br />

opið og hann vill gefa af því sem Guð hefur<br />

sett í hjarta hans. Miðla því til fólksins og<br />

að það fái að upplifa þá elsku sem Guð<br />

svo sannarlega ber til þess. Hafa margir<br />

gamlir félagar Baldurs komið í þvílíkum<br />

fráhvörfum úr neyslu, að þeir hafa haldið<br />

að þeir væru að deyja, en Guð hefur snert<br />

við þeim og læknað fráhvörfin samstundis<br />

á undursamlegan hátt. Eftir að Baldur kom<br />

frá Toronto fóru málin heldur betur að<br />

flæða og nýr uppgangur hófst í starfinu. Ný<br />

afstaða til Guðs fékk að flæða og Heilagur<br />

Andi gerði mikla hluti á meðal þeirra. Fór<br />

Baldur sérstaklega að flæða í þeirri smurningu<br />

sem mætti kalla: „svo sannarlega elskaður<br />

af Guði,“ og veit hver hann er í Kristi<br />

á nýjan og raunverulegan hátt. Hugsjón<br />

Baldurs er að elska til lífs. Talar hann um<br />

að vaxa í þessu spámannlega með Guði og<br />

leyfa Heilögum Anda að starfa með undrum,<br />

táknum og kraftaverkum. Það þurfi<br />

ekkert annað en að vera algjörlega gefin<br />

Guði, setja alla sína trú og allt sitt traust<br />

á Hann, ekki láta af að leita Guðs, nálægja<br />

sig Honum og þrýsta sér nær Honum. Það<br />

er allt opið og alla sigra eigum við nú þegar<br />

í Kristi. Það er bara að opna sig fyrir því,<br />

taka á móti því og ekki láta Guð í friði.<br />

Baldur hefur sterka trú á því að Ísland<br />

eigi eftir að frelsast eins og það leggur sig<br />

og miklir hlutir eigi eftir að gerast í þessu<br />

landi. Þessi kreppa sem dunið hefur yfir<br />

landið séu fæðingahríðir alls þess sem á<br />

eftir að gerast í þessu landi. Á samkomur<br />

þeirra í Kærleikanum kemur fullt af nýju<br />

fólki á öllum aldri, allt frá 15 ára unglingum<br />

og upp úr, og taka á móti hjálpræðinu.<br />

„Unga fólkið í menntaskólunum hefur<br />

tekið á móti boðskapnum alveg rosalega<br />

vel, er mjög opið. Ég spyr t.d. alltaf hversu<br />

margir trúa á Guð og er það alltaf mikill<br />

meirihluti sem lyftir upp hönd. Fólk trúir á<br />

Guð, það þarf bara að læra að þekkja Guð<br />

eins og Hann er. Þarf að vita að Guð er<br />

ekki fjarlægur, heldur nálægur. Guð er ekki<br />

reiður, Hann er góður,“ segir Baldur.<br />

Mér leið eins hamstri á hlaupahjóli eltandi einhverja glansmynd sem<br />

var síðan ekki neitt þegar öllu var á botninn hvolft.<br />

Gjörið alla að lærisveinum<br />

Fór Baldur svo að tala um hversu mikilvægt<br />

það er að halda utan um allt það<br />

fólk sem kemst til trúar – að það sé mikið<br />

af fólki sem hefur frelsast en vandamálið<br />

sé að halda fólkinu í kirkjunni – um mikilvægi<br />

þess að hlúa að fólkinu og gera það<br />

að lærisveinum.<br />

„Vandamál kirkjunnar í dag er að fólk er<br />

svo upptekið af því að byggja kirkjuna, en<br />

Kristur sagði okkur aldrei að byggja kirkjurnar.<br />

Það er Hann sjálfur sem gerir það.<br />

Hann sagði aldrei við okkur: Farið og byggið<br />

kirkju mína. Heldur sagði Hann: Farið<br />

út og gerið alla að lærisveinum mínum.<br />

Hversu margir kristnir í dag eru að ganga<br />

fram í þessari kristniboðskipun, þ.e. að<br />

gera einhvern að lærisveini Krists, taka einhvern<br />

að sér sem þarfnast aðhlynningar og<br />

hjálpar? Þegar ég var einu sinni spurður<br />

að því hversu marga ég væri að gera að<br />

lærisveinum Krists, með því að sinna þeim,<br />

taka þá að mér og hlúa að þeim, þá gat ég<br />

ekki beint svarað því. Gerði þessi spurning<br />

það að verkum að hún ögraði mér og vakti<br />

mig til umhugsunar. Ég er alls staðar að<br />

sjá fólk frelsast en ég sé ekki mikið af því<br />

að fólk sé að búa til lærisveina. Þetta er<br />

það sem ég vil leggja mig fram um að gera,<br />

ganga út í að byggja upp lærisveina og<br />

þá mun Jesús byggja upp kirkju sína sem<br />

hlið heljar muni ekki ná að standast gegn.<br />

Sjáið hvað Jesús gerði, Hann tók að sér<br />

lærisveinana tólf, uppfræddi þá og var með<br />

þeim meirihluta síns tíma þegar Hann var í<br />

þjónustunni hér á jörðu. Eigum við ekki að<br />

gera það sama, fara í fótspor Hans og taka<br />

að okkur lærisveina? Ef ég sjálfur ætla að<br />

fara að eyða orku minni í það að byggja<br />

upp kirkjuna með þeim afleiðingum að fólk<br />

helst ekki innan kirkjunnar þá er ég ekki að<br />

sinna mínu hlutverki. Það er svo mikilvægt<br />

að við sem tökum á móti hinum nýfrelsuðu<br />

eða því fólki, sem er að leita Guðs, að við<br />

tökum afar vel á móti því með kærleika<br />

Krists í hvívetna, það er okkar hlutverk. Þá<br />

er ég að tala um að gefa sig í þetta og gefa<br />

sig að náunganum og gefa af sér til annarra.<br />

Fólk hefur sagt það, að þegar það hefur<br />

komið hérna inn til okkar og það er tekið<br />

á móti því með faðmlagi, hvernig það finnur<br />

hversu velkomið það er. Láta elskuna<br />

vera algjörlega í fyrirrúmi, vera upptekin<br />

af elsku Guðs, taka á móti henni, flæða í<br />

henni og deila henni með öðrum. Þegar<br />

það upplaukst fyrir mér hversu mikið Guð<br />

elskar mig og ég tók á móti þessari elsku<br />

Hans, þá byrjaði ég að hlýða Honum. Ég<br />

elskaði það að fá að hlýða Honum, halda<br />

Hans boðorð og gera Hans vilja. Þessu<br />

var ekki öfugt farið, að fyrst byrjaði ég að<br />

hlýða Honum og síðan þegar ég var orðinn<br />

nógu hlýðinn til að ég gæti farið að<br />

taka á móti elsku Hans. Fólk sem lendir í<br />

þessari trúrækni tekur litlum sem engum<br />

framförum í elskunni og helguninni. Þetta<br />

snýst allt um elsku Guðs, að vera í elsku<br />

Hans og framganga í henni. Ekki að berja<br />

fólk í höfuðið með Biblíunni og segja því<br />

endalaust til syndanna og þetta snýst jafnvel<br />

ekki einu sinni um það að vera alltaf að<br />

segja fólki frá Kristi, heldur miklu frekar að<br />

sýna fólki Jesú með lífi sínu og framkomu.<br />

Sýna fólki Krist, með lífi sínu og verkum,<br />

gera sömu verk og Hann. Að fólk sjái að<br />

það er eitthvað við okkur hina kristnu, eitthvað<br />

sem er svo spennandi og himneskt.<br />

Laða til okkar fólkið með kærleika Krists,<br />

því við erum lesin af fólki og það er miklu<br />

sterkari vitnisburður að sýna fólki Krist<br />

með lífi okkar heldur en að prédika yfir<br />

því og hafa síðan ekkert annað fram að<br />

færa. Hverjir voru það sem Jesús skammaði<br />

þegar Hann var hér á jörðinni? Jú,<br />

það voru Farísearnir, sem þóttust vera með<br />

þetta allt á hreinu og vissu allt og miklu<br />

betur en allir aðrir og þóttust vera miklu<br />

nær Guði. Jesús skammaði aldrei nokkurn<br />

tímann syndarann. Jesús elskaði syndarana<br />

og umvafði þá kærleika sínum. Það er það<br />

sem þetta snýst allt saman um, að elska<br />

Guð af öllu hjarta og elska náungann eins<br />

og sjálfan sig. Í öllu þessu hvílir allt, en við<br />

mennirnir erum að allaf að reyna að flækja<br />

þetta á svo margan hátt,“ segir Baldur.<br />

Guð er kærleikur og í kærleika sínum<br />

skapaði Hann okkur til að fá að deila kærleika<br />

sínum og elsku með okkur. Við fáum<br />

að taka á móti elsku Hans og ekki nóg með<br />

það, heldur fáum við að elska Hann af öllu<br />

okkar hjarta. Og þá er ekki allt upp talið,<br />

við fáum meira að segja að elska hvert<br />

annað! Þvílík foréttindi og þvílík gjöf. Það<br />

jafnast ekkert á við dýrðarfrelsi elskunnar í<br />

kærleika Krists. Algjört frelsi! Eru það orð<br />

að sönnu að vera knúin af kærleika Krists<br />

og upptekin af elsku Guðs og hafa hana að<br />

leiðarljósi, fyrst og fremst.<br />

„Samfélag trúaðra er mjög mikilvægt<br />

í allri uppbyggingunni fyrir hvert og eitt<br />

okkar. Jóhannes Hinriks, Sigga Helga og<br />

Guðbjartur í Eldinum hafa gefið mér mjög<br />

mikið. Má segja að þau hafi tekið mig að<br />

sér, uppörvað mig og umvandað fyrir mér<br />

í allri leiðréttingu og kærleika og eiga þau<br />

mikinn þátt í trúargöngu minni og því sem<br />

ég hef verið að upplifa síðustu árin. Hver<br />

dagur er ævintýri fyrir mig í göngunni með<br />

Kristi og alltaf eitthvað nýtt að gerast,“<br />

segir Baldur hress að lokum, fullur af gleði<br />

Drottins.<br />

17


Þessu kraftaverki er hægt að líkja við hin<br />

stærstu kraftaverk Biblíunnar, t.d. lamaða<br />

manninn við Fögrudyr, sem læknaðist<br />

gegnum Pétur og Jóhannes. Það er mikil<br />

huggun að vita að Jesús frá Nazaret er hinn<br />

sami í dag.<br />

Eins langt aftur í tímann og ég man eftir<br />

mér hafði ég ekki verið heilbrigð eins og<br />

önnur börn. Líkami minn var allur skakkur<br />

og vanskapaður. Ég get aldrei gleymt<br />

þessari hræðilegu tilfinningu, að ekki væri<br />

nokkur von um bata. Ég veit hvernig það<br />

er þegar heimilislæknirinn horfir í augu<br />

manns og segir: „Betty það er engin von,“<br />

og að vera ekið frá einu sjúkrahúsinu í<br />

annað og sjá sérfræðingana hrista höfuðið<br />

og segja að „í þessu tilfelli geta læknavísindin<br />

ekkert gert!“<br />

Ég fæddist með boginn hrygg. Hver einasti<br />

hryggjarliður var úr skorðum og beinin<br />

snúin hvert um annað. Eins og þú veist<br />

þá er miðstöð taugakerfisins í hryggnum.<br />

Röntgenmyndir sýndu að beinin voru snúin<br />

á alla vegu. Þess vegna var taugakerfi mitt<br />

í ólagi.<br />

Dag nokkurn þegar ég lá á sjúkrahúsinu í<br />

Minneapolis, tók ég að skjálfa um allan líkamann.<br />

Í fyrstu var það aðeins titringur, en<br />

brátt tók ég að skjálfa frá hvirfli til ilja.<br />

Ég skalf svo mikið að ég féll út úr rúminu.<br />

Læknirinn kom þjótandi og kom mér<br />

uppí rúmið. Hann sagði: „Þessu hafði ég<br />

búist við, nú er sjúkdómurinn kominn á<br />

það stig, að ekkert er hægt að gera annað<br />

en að senda hana heim.“<br />

Þeir tóku hvít bönd og bundu mig niður<br />

í rúmið. Það tók ekki fyrir skjálftann en<br />

hindraði að ég félli fram úr rúminu. Ég<br />

var bundin dag og nótt og var aðeins leyst<br />

þegar hjúkrunarkonan baðaði mig. Þegar<br />

böndin voru leyst hafi ég ekkert vald yfir<br />

líkama mínum.<br />

Ég veit hvað það er að þjást. Ég lifði<br />

í þjáningum. Læknarnir gáfu mér stöðugt<br />

deyfilyf, svo ég gæti afborið þjáningarnar.<br />

Þegar ég fæddist, var hjarta mitt veikt og<br />

vegna deyfilyfjanna varð ég stöðugt veikari.<br />

Að lokum var líkami minn svo vanur<br />

deyfilyfjunum, að þau hættu að virka. Ég<br />

varð að bíta í varirnar til þess að koma<br />

í veg fyrir að hljóða, og þegar kvölunum<br />

linnti ekki, hrópaði ég á meiri deyfilyf.<br />

Ekki fyrr en eftir 2–3 sprautur losnaði ég<br />

við þessar kveljandi þjáningar.<br />

Ég man eftir þeim degi, þegar læknirinn<br />

tók af mér deyfilyfin. Hann sagði við<br />

mömmu: „Frú Baxter, þetta kemur henni<br />

ekki að neinu gagni lengur.“ Líkami hennar<br />

er orðinn svo vanur þessu. Hann tók<br />

allt burt frá rúminu mínu og sagði: „Ég er<br />

mjög hryggur að geta ekki gefið þér lengur<br />

morfínsprautur. Það er það eina sem ég get<br />

sagt nú.“ Ég var aðeins 9 ára þá. Ó, hvað<br />

næturnar voru langar, þegar ég lá og barðist<br />

við kvalirnar. Oft bylti ég mér lengi í<br />

rúminu til að fá stundarhvíld og mér fannst<br />

ég vera alveg magnþrota. Á eftir lá ég meðvitundarlaus,<br />

klukkustundum saman.<br />

Ég var alin upp á trúuðu heimili. Mamma<br />

hafði kennt mér, alveg frá því ég man eftir<br />

mér, söguna um Jesú. Móðir mín trúði<br />

Biblíunni, og eins og hún sagði mér, væri<br />

Jesús hinn sami Frelsari í dag eins og forðum,<br />

þegar hann gekk um hér á jörðinni,<br />

og að hann læknaði einnig í dag, aðeins ef<br />

fólkið vildi trúa og setja traust sitt á hann.<br />

Þegar ég fékk kvalaköstin, voru bænir<br />

móður minnar eina huggun mín. Á dásamlegan<br />

hátt leiddi hún mig til Jesú og sagði<br />

mér, að sá dagur myndi koma að Jesús<br />

læknaði mig.<br />

Móðir mín elskaði Jesú mjög mikið, og<br />

ég held að hún hafi skilið Hann betur en ég<br />

gerði mér nokkurn tímann ljóst. Hún virtist<br />

alltaf bera skyn á að segja réttu hlutina um<br />

Hann við mig. Hún gerði Jesú svo lifandi<br />

fyrir hugskotssjónum mínum. Þegar ég<br />

var 9 ára gömul, einmitt á tíma hræðilegra<br />

þjáninga, leiddi mamma mig til Jesú og ég<br />

frelsaðist.<br />

Faðir minn hafði ekki trú á lækningu,<br />

en hann var mér góður faðir og aftraði<br />

mömmu aldrei frá því að biðja fyrir mér.<br />

Erfiðasti tíminn var, þegar mér var ekið<br />

á vagni eftir gangi sjúkrahússins og læknirinn<br />

stöðvaði vagninn og horfði niður<br />

niður á mig og sagði: „Betty, við höfum<br />

tekið myndir af bakinu á þér. Hver einasi<br />

18<br />

Sagan af Betty Baxter<br />

Sagan stórkostlega sem þú getur ekki hætt að lesa<br />

Margrét Guðnadóttir íslenskaði.<br />

liður er úr skorðum, beinin snúin hvert um<br />

annað, og svo þarftu að fá ný nýru. Svo<br />

lengi sem þú hefur þessi nýru, munt þú<br />

ekki hafa annað en kvalir.“<br />

Faðir minn sagði: „Ég skal gera allt sem<br />

í mínu valdi stendur, til þess að barnið mitt<br />

verði heilbrigt, en aldrei skal hnífur fá að<br />

koma nálægt henni.“<br />

Aldrei hefur hefur nein aðgerð verið gerð<br />

á mér, nema í þetta eina skipti, þegar Jesús<br />

læknaði mig. Og hann skildi ekki eftir nein<br />

ör. Hve undursamlegt er það ekki, þegar<br />

Jesús gerir eitthvað fyrir okkur. Það er alltaf<br />

fullkomið og hefur aldrei slæmar afleiðingar.<br />

„Jæja, hr. Baxter,“ sagði læknirinn, „við<br />

höfum enga von um að geta lagfært þennan<br />

beinarugling í líkama Bettyar. Farið með<br />

hana heim og reynið að gera henni lífið<br />

eins þolanlegt og hægt er.“<br />

Ég var 11 ára og hafði enga hugmynd um<br />

að læknarnir höfðu enga von og sendu mig<br />

heim til þess að deyja. Ég horfði á hann.<br />

„Já, hr. læknir, einhvern tímann mun Guð<br />

lækna mig, og þá verð ég sterk og heilbrigð!“<br />

Ég hafði trú þá, því mamma las mikið í<br />

Biblíunni og talaði um Jesú, svo trú mín<br />

var sterk. Tveir af eftirlætisritningarstöðum<br />

mömmu á þessum dögum voru: „Allt er<br />

mögulegt fyrir þann sem trúir“ og: „Guði er<br />

ekkert ómáttugt.“<br />

Þau fóru með mig heim, úr því að læknirinn<br />

hafði sagt, að ekkert væri eftir nema<br />

dauðinn.<br />

Af einhverri óþekktri orsök versnaði<br />

mér. Kvalirnar, sem ég hafði haft, urðu að<br />

engu í samanburði við þær, sem ég fékk<br />

nú, eftir að ég kom heim af sjúkrahúsinu.<br />

Og ég varð blind. Ég lá blind vikum saman.<br />

Síðan missti ég heyrnina og tungan lamaðist.<br />

Ég kom ekki upp nokkru orði. Mér<br />

fannst ég vera umkringd hræðilegu myrkrarvaldi,<br />

sem reyndi að yfirbuga mig. Síðan<br />

hvarf blindan og ég fékk einnig heyrnina og<br />

lömunin í tungunni hvarf.<br />

En á hverjum degi bað mamma með mér<br />

og sagði mér að Guð væri máttugur til þess<br />

að lækna líkama minn.<br />

Ég get ekki talið allar þær klukkustundir,<br />

sem ég lá dag eftir dag, án þess að sjá aðra<br />

en mömmu, pabba og lækninn. Þar sem<br />

ég lá öll þessi ár, einangruð frá heiminum,<br />

komst ég að raun um eitt. Læknarnir geta<br />

einangrað þig frá þínum nánustu, þeir geta<br />

bægt vinum þínum frá rúmi þínu, en þeir<br />

geta ekki einangrað þig frá Jesú, því hann<br />

hefur lofað: „Ég mun alls ekki sleppa þér<br />

og eigi heldur yfirgefa þig.“<br />

Það var á þessum sorgarárum sem ég<br />

kynntist Konungi konunganna. Margir hafa<br />

spurt: „Hvers vegna læknaði Guð þig ekki<br />

þegar þú varst lítið barn, þar sem þú hafðir<br />

svo mikla trú?“<br />

Ég veit það ekki. Vegir Guðs eru ekki<br />

okkar vegir. Guðs vegir eru hinir beztu. Eitt<br />

veit ég nú, að á þessum kvalafullu árum<br />

komst ég í lifandi, náið samband við Jesú.<br />

Mamma var vön að baða mig á morgnana<br />

og síðan yfirgaf hún mig. Stundum gat ég<br />

heyrt, að einhver gekk hljóðlega fram hjá<br />

rúminu, og þar sem ég lá og hlustaði, furðaði<br />

ég mig á því hvort þetta væri mamma.<br />

Þá heyrði ég milda rödd, sem ég hafði lært<br />

að þekkja. Þetta var ekki rödd pabba og<br />

ekki rödd mömmu. Það var heldur ekki<br />

rödd læknisins. Það var Jesús sem talaði<br />

við mig. Fyrsta skipti, sem þetta kom fyrir,<br />

kallaði hann nafn mitt mjög milt. Hann<br />

þekkir líka nafn þitt og veit hvar þú býrð.<br />

„Betty! Betty! Betty!“<br />

Hann kallaði þrisvar áður en ég svaraði.<br />

Ég sagði: „Já, Herra, vertu hjá mér<br />

og talaðu svolítið við mig, því ég er svo<br />

einmana.“<br />

Vildi Hann vera hjá mér og tala við mig?<br />

Já, Hann vildi það. Hann sagði margt, en<br />

einu mun ég ekki gleyma. Ég hygg að Hann<br />

hafi sagt einmitt þetta vegna þess að Hann<br />

vissi að það gladdi mig mest. Það var þetta<br />

sem Hann sagði: „Betty, ég elska þig.“ Jesús<br />

vildi af náð sinni líta til mín, sem var svo<br />

vansköpuð. Þegar pabbi reisti mig upp, var<br />

ég jafnhá og fjögurra ára gamall bróðir<br />

minn. Stórir hnútar höfðu vaxið út úr bakinu,<br />

sá efsti upp við hnakka og svo niður<br />

eftir öllu bakinu. Handleggirnir voru máttlausir<br />

alveg niður að úlnlið. Ég gat aðeins<br />

hreyft fingurna. Höfuð mitt var snúið og lá<br />

niður á brjóstið. Ég varð að drekka úr pela,<br />

því ég gat ekki lyft höfðinu. Svona var ég<br />

illa farin, þegar Jesús kom til mín og sagði<br />

að Hann elskaði mig. Ég sagði: „Jesú, hjálpaðu<br />

mér að vera þolinmóð, því ég veit að<br />

ég mun ekki gera neitt rangt svo lengi sem<br />

ég veit að þú elskar mig.“ Oft og mörgum<br />

sinnum hvíslaði Hann: „Mundu, barn, að ég<br />

mun aldrei gleyma þér og aldrei yfirgefa<br />

þig.“<br />

Kæri vinur, ég er viss um að Jesús elskaði<br />

mig eins mikið þegar ég var krypplingur<br />

eins og nú, þegar ég er heilbrigð og fær<br />

um að vinna fyrir Hann.<br />

Ég man þegar Jesús stóð við rúmið mitt,<br />

að ég sagði við Hann: „Jesú, veistu að læknarnir<br />

vilja ekki gefa mér meiri deyfilyf til<br />

þess að lina þjáningarnar. Ætli þú vitir hve<br />

miklar þjáningar ég hef í bakinu, þar sem<br />

hnútarnir eru?“<br />

Og Jesús sagði: „Ó, já, ég veit það! Manstu<br />

ekki daginn, þegar ég hékk milli himins og<br />

jarðar og bar allar þjáningar heimsins og<br />

sjúkdóma á líkama mínum?“<br />

Eftir því sem árin liðu, gaf ég upp alla<br />

von að verða heilbrigð með hjálp læknanna.<br />

Dag einn kom pabbi inn til mín, lyfti hinum<br />

vanskapaða líkama mínum í fang sér og<br />

settist á rúmstokkinn. Hann horfði á mig og<br />

stór tár runnu niður eftir hinu hrjúfa andliti<br />

hans. „Gullið mitt,“ sagði hann, „þú hefur<br />

enga hugmynd um peninga, en ég hef látið<br />

frá mér alla mína peninga og meira en það,<br />

til þess að þú yrðir heilbrigð. Betty, pabbi<br />

þinn hefur farið eins langt og hann getur.<br />

Nú er engin von lengur.“<br />

Hann tók upp vasaklútinn sinn og þurrkaði<br />

af sér tárin. Um leið og hann horfði á<br />

mig sagði hann: „Ég hygg að Jesús muni<br />

ekki láta þig þjást mikið lengur. Hann<br />

kemur bráðum og sækir þig, og þegar þú<br />

kemur hinum megin, þá gáðu vel að hverjum<br />

einstökum, sem kemur. Einn daginn<br />

munt þú sjá pabba þinn koma í gegnum<br />

perluhliðið.“ Ég vil um leið segja hér, að<br />

þótt ég hefði gefið upp alla von um hjálp<br />

frá mönnum, þá trúði ég enn á mátt Guðs.“<br />

Dag nokkurn, áður en sólin settist, fékk<br />

ég slíkar óþolandi kvalir, að ég missti meðvitundina.<br />

Þrem tímum seinna sá móðir<br />

mín, að ég var næstum hætt að anda. Hún<br />

sótti lækninn. Eftir að hafa rannsakað mig,<br />

sagði hann: „Nú fer að líða að leikslokum,<br />

hún mun tæplega fá meðvitund aftur.“<br />

Ég lá meðvitundarlaus í fjóra sólarhringa.<br />

Öll fjölskyldan kom og allar nauðsynlegar<br />

ráðstafanir voru gerðar.<br />

Á fimmta degi man ég að ég opnaði<br />

augun. Mamma hallaði sér yfir rúmið og<br />

lagði kalda höndina á hið brennandi enni<br />

mitt. Mér fannst ég brenna innvortis. Það<br />

voru eins og hnífseggjar í bakinu á mér.<br />

Mamma sagði: „Betty, þekkir þú mig? Það<br />

er mamma.“ Ég gat ekki talað, en brosti til<br />

hennar. Hún lyfti hendinni mót himnum og<br />

byrjaði að lofa Guð, því hún fann að Guð<br />

hafði svarað bænum hennar, gefið henni<br />

mig á ný.<br />

Þar sem ég lá og horfði á hana, hugsaði<br />

ég: „Hvort vildi ég nú heldur vera hjá<br />

mömmu og pabba, eða fara til þess staðar,<br />

sem mamma hafði lesið um fyrir mig, þar<br />

sem engar þjáningar eru?“<br />

Ég man að mamma var vön að segja:<br />

„Betty, það eru engir krypplingar á himnum.“<br />

Hún sagði, að á himnum væru engir<br />

sjúkdómar eða dauði og að Guð tæki sinn<br />

stóra vasaklút og þurrkaði burt öll tár frá<br />

augum okkar.<br />

Þennan dag bað ég bænar, sem ég hygg<br />

að margir hafi gert: „Jesú, ég er frelsuð, og<br />

ég er reiðubúin að fara til þín. Kæri Jesú,<br />

öll þessi ár hef ég beðið um lækningu, en<br />

mér hefur verið neitað. Drottinn minn, ég<br />

hef gengið veginn á enda, og ég veit ekki<br />

hvað þú vilt. Viltu koma og sækja mig<br />

núna.“ Þegar ég var að biðja kom mikið<br />

myrkur yfir mig. Ég fann að dauðakuldinn<br />

fór um líkama minn. Í eitt augnablik fannst<br />

mér ég vera köld og öll hulin myrkri. Sem<br />

barn hafði ég alltaf verið hrædd við myrkrið,<br />

svo ég byrjaði að hrópa: „Hvar er ég?<br />

Hvaða staður er þetta? Hvar er pabbi? Ég<br />

vil fá pabba!“<br />

En vinur minn, það kemur sá tími þegar<br />

faðir þinn getur ekki farið með þér. Það<br />

kemur sá tími sem móðir þín getur ekki<br />

farið með þér. Þau geta séð þegar þú dregur<br />

síðasta andardráttinn, en aðeins Jesús<br />

getur gengið veg dauðans með þér.<br />

Þegar myrkrið umkringdi mig, sá ég langan,<br />

dimman og þröngan dal. Ég gekk eftir<br />

þessum dal. Ég byrjaði að hrópa: „Hvar er<br />

ég? Hvaða staður er þetta?“ og langt í burtu<br />

heyrði ég mömmu segja lágt: „Jafnvel þótt<br />

ég fari um dimman dal dauðans, óttast ég<br />

ekkert illt, því að þú ert hjá mér.“<br />

Ég man að ég sagði: „Þetta hlýtur að vera<br />

dauðans dalur.“ Ég bað um að mega deyja,<br />

því að mig langaði til þess að vera hjá Jesú,<br />

en þá varð ég að ganga í gegnum þennan<br />

myrka dal.<br />

Vinur, eins víst og þú lifir nú, eins víst er<br />

það, að þú munt eitt sinn deyja, og þegar<br />

dauðinn kemur, þá verður þú að ganga í<br />

gegnum þennan dal.<br />

Ég er viss um að ef þú átt ekki Jesú, þá<br />

verður þú að ganga einn í gegnum þennan<br />

dauðans dimma dal.<br />

Ég var varla komin á enda þegar staðurinn<br />

var lýstur eins og um hábjartan daginn.<br />

Ég fann að eitthvað sterkt og fast tók<br />

í hönd mina. Ég þurfti ekki að gá að því<br />

hver þetta var. Ég vissi að þetta var hvorki<br />

hönd mömmu né pabba. Ég vissi að þetta<br />

var hönd Jesú, höndin með naglaförunum,<br />

sem hafði frelsað sál mína. Hann tók þétt<br />

í hönd mína og við héldum áfram eftir<br />

dalnum. Ég var ekki hrædd lengur. Ég<br />

var hamingjusöm, því nú var ég á leiðinni<br />

heim. Mamma hafði sagt mér, að á himnum<br />

myndi ég fá nýjan líkama, sem væri<br />

lýtalaus, í staðinn fyrir hinn vanskapaða.<br />

Að lokum heyrðum við söng í fjarska,<br />

hinn dásamlegasta söng sem ég hef nokkurn<br />

tíma heyrt. Við gengum hraðar. Við<br />

komum að breiðri á, sem aðskildi okkur frá<br />

þessu dásamlega landi. Ég leit yfir á hinn<br />

árbakkann og sá grænt gras, blóm í öllum<br />

litum, dásamleg blóm sem aldrei deyja. Ég<br />

sá móðu lífsvatnsins sem rann í gegnum<br />

borg Guðs. Á árbökkunum stóðu skarar<br />

sem voru endurleystir í hinu dýra blóði<br />

Lambsins og sungu Guði lof. Ég horfði<br />

á þá. Engin var vanskapaður, og andlitin<br />

báru ekki merki þjáninga. Ég sagði: „Eftir<br />

augnablik mun ég fara og sameinast hinum<br />

fagnandi skara, og á því augnabliki, sem ég<br />

verð þar, mun ég verða teinrétt.“<br />

Ég var ókvíðin að fara yfir. Ég vissi að<br />

ég myndi ekki fara ein yfir, því Jesús var<br />

með mér. En í þeirri andrá heyrði ég rödd<br />

Jesú, og ég hlustaði með eftirtekt eins og<br />

alltaf þegar ég heyri rödd Meistarans. Með<br />

mikilli blíðu og kærleika sagði Jesús: „Nei,<br />

Betty, það er ekki ennþá kominn þinn tími<br />

til að fara yfir vatnið.<br />

Farðu aftur og ljúktu því hlutverki, sem<br />

ég kallaði þig til þegar þú varst níu ára<br />

gömul. Farðu aftur, því þegar haustið<br />

kemur, þá mun ég lækna þig.“<br />

Þar sem ég stóð og hlustaði á Jesú, verð<br />

ég að viðurkenna, að ég var hrygg. Ég man<br />

að ég sagði, og tárin runnu niður kinnar<br />

mínar: „Jesú, hvers vegna neitarðu mér að<br />

koma núna, þar sem ég er svo nálægt hamingjunni<br />

og heilsunni? Ég sem hef ekki átt<br />

neinn sælan dag í lífi mínu. Hvers vegna<br />

má ég ekki koma núna, þegar ég er svo<br />

nálægt himninum?“<br />

Þá hugsaði ég: „Hvað er ég eiginlega að<br />

segja?“<br />

Um leið og ég sneri mér að Jesú, sagði<br />

ég: „Drottinn, ég er mjög hrygg, þinn vegur<br />

er betri en minn vegur. Ég vil fara aftur til<br />

baka.“<br />

Ég komst hægt og hægt til meðvitundar<br />

aftur. Þá sagði læknirinn að ég myndi<br />

ekki lifa nema yfir sumarmánuðina. Vikum<br />

saman gat ég ekki talað. Hnútarnir á bakinu<br />

uxu. Ég heyrði að mamma sagði: „Pabbi<br />

, sjáðu hnútana, þeir eru svo harðir, og þeir<br />

hafa vaxið. Hún hlýtur að þjást mikið.“<br />

Ég gat engum sagt frá, hvernig mér leið.<br />

Ég veit hvað það er að þjást svo mikið, að<br />

ég varð að bíta í varirnar, svo að mamma<br />

gæti sofið.<br />

Vorið kom. Allir í Martin County,<br />

Minnesota, vissu að litla dóttir<br />

Baxterhjónanna væri að deyja. Margir<br />

heimsóttu mig, en mestallan tíman var ég<br />

meðvitundarlaus. Þegar ég var með sjálfri<br />

mér, var mér klappað á öxlina og nokkur<br />

vingjarnleg orð voru sögð og síðan gengið<br />

hljóðlega út.<br />

Þegar ég var með meðvitund, missti ég<br />

aldrei vonina. Ég gat ekki talað hátt, en<br />

í hjarta mínu sagði ég: „Strax og haustið<br />

kemur, þá munt þú lækna mig, er það<br />

ekki Jesú?“ Ég efaðist ekki, því Jesús hefur<br />

aldrei svikið loforð. Jesús stendur við orð<br />

sín. Ég varðveitti þá trú, að Hann myndi<br />

lækna mig, þegar haustið kæmi.<br />

Það sama sumar, þann 14. ágúst, gat<br />

ég talað aftur. Ég hafði ekki talað vikum<br />

saman og ég sagði: „Mamma, hvaða dagur<br />

er í dag?“ Hún sagði, að það væri 14. ágúst.<br />

Pabbi kom til mín um kvöldið. Ég sagði:<br />

„Pabbi hvar er stóri stóllinn? Viltu vera svo<br />

vænn að setja kodda í hann og setja mig<br />

svo í hann?“ Ég gat ekki setið nema á einn<br />

veg, með höfuðið á hnjánum og handleggina<br />

hangandi niður. Ég sagði: „Pabbi, þegar<br />

þú ferð út, viltu þá loka dyrunum. Viltu


iðja mömmu að koma ekki strax, því mig<br />

langar til þess að vera ein.“ Ég heyrði að<br />

pabbi var grátandi þegar hann yfirgaf herbergið<br />

og spurði mig einskis. Hann vissi af<br />

hverju ég vildi vera ein. Ég ætlaði að tala<br />

við Jesú.<br />

Vinur minn, mig langar til að segja þér,<br />

að þú getur líka fengið að tala við Jesú. Á<br />

öllum tímum sólarhringsins er hann tilbúinn<br />

að tala við þig.<br />

Ég heyrði að pabbi lokaði dyrunum. Ég<br />

byrjaði að gráta. Ég vissi ekki hvernig ég<br />

átti að biðja. Það eina sem ég vissi, að ég<br />

gat gert, var að tala við Jesú. Ég sagði:<br />

„Herra, þú manst fyrir mörgum mánuðum,<br />

ég var næstum komin til himins, en þú vildir<br />

ekki leyfa mér að koma inn fyrir. Kæri<br />

Jesú, þú lofaðir þá, að ef ég færi til baka,<br />

þá myndir þú lækna mig þegar haustið<br />

kæmi. Ég spurði mömmu í morgun, hvaða<br />

mánaðardagur væri, og hún sagði að það<br />

væri 14. ágúst. Jesú, ég geri ráð fyrir, að<br />

þér finnist ekki vera komið haust vegna<br />

þess að það er svo heitt ennþá, en Herra,<br />

ætli þú viljir ekki kalla þetta haust, aðeins í<br />

þetta eina skipti og koma að lækna mig.<br />

Þjáningarnar eru svo miklar, Jesú. Ég hef<br />

farið eins langt og ég get. Ég get ekki afborið<br />

þjáningarnar lengur. Kæri Jesú, viltu ekki<br />

kalla þetta haust og koma og lækna mig?“<br />

Ég hlustaði. Allt var svo hljótt. En ég<br />

gafst ekki upp. Ég hygg að ég hafi beðið<br />

öðruvísi en aðrir. Ef ég heyri ekkert frá<br />

himnum, þá bið ég þangað til Jesús svarar<br />

mér. Ég hélt áfram að hlusta.<br />

Þegar ekkert svar kom, byrjaði ég að<br />

gráta á ný. Ég sagði: „Drottinn, ég skal<br />

segja þér hvað ég ætla að gera. Ég vil semja<br />

við þig. Ef þú vilt lækna mig og gjöra mig<br />

heila, bæði útvortis og innvortis, þá skal<br />

ég fara og boða Guðs orð á hverju kvöldi,<br />

þangað til ég verð 90 ára gömul.“<br />

Hlustaðu á mig, Guð vissi að ég var sönn.<br />

Ég bað aftur og aftur: „Drottinn, ég vil gera<br />

meira en það, ef þú vilt lækna mig svo að<br />

ég geti notað handleggi mína og orðið fullkomlega<br />

heilbrigð, þá skal ég gefa þér allt<br />

mitt líf. Það skal ekki lengur tilheyra Betty<br />

Baxter. Það skal algjörlega verða þín eign.“<br />

Ég hlustaði, eftir að hafa gefið þessi<br />

hátíðlegu loforð. Þetta skipti var mér launað.<br />

Ég heyrði rödd Jesú tala greinilega við<br />

mig. Hann sagði þessi orð: „Ég mun lækna<br />

þig algjörlega, sunnudaginn 24. ágúst kl. 3<br />

eftir hádegi.“<br />

Straumur vonar og eftirvæntingar fór í<br />

gegnum líkama minn og sál. Jesús hafði<br />

sagt mér dag og stund. Hann veit allt.<br />

Mín fyrsta hugsun var: Nú verður mamma<br />

glöð, þegar ég segi henni þetta. Hugsaðu<br />

þér hvað hún verður hamingjusöm, þegar<br />

ég segi henni, að ég viti dag og stund. Þá<br />

talaði Jesús aftur til mín og sagði: „Nei,<br />

segðu ekki þetta, fyrr en minn tími kemur.“<br />

Ég hugsaði: „Ég hef aldrei leynt mömmu<br />

neinu. Hvernig get ég varðveitt þetta leyndarmál?“<br />

Áður en ég læknaðist, reyndi ég<br />

ávallt að breyta rétt, til þess að ég hryggði<br />

ekki Guðs Anda. Ég óttaðist því að segja<br />

mömmu frá því, sem ég vissi.<br />

Eftir að Jesús sagði mér þetta, fannst<br />

mér ég vera sem ný manneskja. Ég gleymdi<br />

hinum hræðilegu kvölum og allt of tíðum<br />

hjartslætti. Ég vissi að, 24. ágúst myndi<br />

koma og ég verða heilbrigð. Ég heyrði að<br />

dyr voru opnaðar og mamma kom inn. Hún<br />

kraup við rúmið og horfði á andlit mitt. Ó,<br />

hve mig langaði til að segja henni, hvað<br />

Jesús hafði sagt við mig. Það var hið erfiðasta<br />

fyrir mig, að mega ekki segja henni<br />

það.<br />

Ég horfði á mömmu. Ég hugsaði: „Það<br />

hefur eitthvað komið fyrir hana. Hún var<br />

svo fögur og ungleg í dag.“ Þá datt mér<br />

í hug, að hún hlyti að líta svona vel út,<br />

vegna þess að ég vissi leyndarmálið um<br />

lækninguna næsta sunnudag. Ég leit aftur<br />

á hana, og var viss um að eitthvað hafði<br />

komið fyrir hana. Augu hennar höfðu höfðu<br />

aldrei haft slíkan glampa fyrr. Þá hallaði<br />

hún sér allt í einu að mér, strauk hárið frá<br />

enninu og sagði: „Elskan mín, veistu hvenær<br />

Jesús kemur að lækna þig?“ Ó, já, ég<br />

vissi það. En ég gat ekki sagt henni það.<br />

Ég gat ekki sagt: Nei, því þá hefði ég ekki<br />

sagt satt. Þá sagði ég: „Hvenær?“<br />

Mamma brosti og sagði: „Sunnudaginn<br />

24. ágúst kl. 3 eftir hádegi.“<br />

Ég sagði: „Mamma, hvernig veistu þetta?<br />

Hef ég óvart sagt þér það?“<br />

Hún sagði: „Nei, en hinn sami Guð, sem<br />

talar við þig, talar einnig við mig.“<br />

Þegar móðir mín sagði þetta, varð ég enn<br />

öruggari að Guð myndi lækna mig þann 24.<br />

ágúst.<br />

Ég sagði: „Mamma, heldur þú, að ég verði<br />

ekki stærri? Eru hnútarnir á bakinu farnir?“<br />

Hún horfði á mig og sagði: „Nei, Betty, með<br />

hverjum degi sem líður, verður þú bognari<br />

og hnútarnir hafa vaxið.“<br />

Ég sagði: „Trúir þú enn, að Guð muni<br />

lækna mig þann 24. ágúst?“ Hún sagði: „Ég<br />

er alveg viss, allt er mögulegt. Aðeins ef við<br />

trúum.“<br />

Nýr kjóll<br />

„Mamma, talaðu við mig,“ sagði ég. „Ég<br />

hef ekki verið í kjól síðan ég var lítið barn.<br />

Ég hef allt mitt líf verið í náttkjól. Ég hef<br />

aldrei komið í skó. Mamma, þegar Jesús<br />

læknar mig á sunnudaginn, þá ætla ég á<br />

samkomu um kvöldið. Búðirnar eru lokaðar<br />

á sunnudaginn. Mamma, ef þú í raun<br />

og veru trúir, að Jesús muni koma og lækna<br />

mig, viltu þá ekki fara til Fairmont í dag og<br />

kaupa ný föt hnda mér? Mamma, viltu það<br />

ekki?“<br />

Móðir mín sýndi trú sína í verki. „Já,<br />

barnið mitt, ég skal fara og kaupa föt,<br />

sem þú getur verið í á sunnudagskvöldið,“<br />

sagði hún. Þegar hún var að leggja af stað,<br />

þá kom pabbi og stöðvaði hana og spurði<br />

hana hvert hún væri að fara. „Ég ætla til<br />

bæjarins og kaupa nýja skó og nýjan kjól<br />

hnda Betty,“ sagði mamma. „Nei, mamma,<br />

við getum ekki keypt kjól handa henni,<br />

áður en hún fer frá okkur, og við skulum<br />

ekki hugsa um það fyrr en hún fer frá<br />

okkur og heldur ekki hugsa um það fyrr en<br />

það verður,“ sagði pabbi.<br />

„Ó, nei, Jesús hefur gefið henni loforð<br />

um að hann muni lækna hana sunnudaginn<br />

24. ágúst, og ég hef fengið það sama loforð.<br />

Nú fer ég til Fairmont, til þess að kaupa ný<br />

föt handa henni.“<br />

Móðir mín kom með þau heim og sýndi<br />

mér þau. Mér fannst þetta fallegasti kjóllinn,<br />

sem ég hafði nokkurn tíma séð. Skórnir<br />

voru úr góðu leðri og voru mjög fallegir.<br />

Nú liggur þessi gamli, blái kjóll ásamt<br />

öðru á botni gamallar kistu á heimili foreldra<br />

minna í Iowa.<br />

Eftir að ég læknaðist, var ég alltaf í<br />

honum, þangað til gat kom á hann, við<br />

að núa hann við prédikunarstólinn, þaðan<br />

sem ég talaði. „Mamma, heldurðu ekki að<br />

ég verði falleg, þegar ég er orðin bein og<br />

get verið í þessum fallega kjól og skóm?“<br />

sagði ég.<br />

Þegar einhver kom í heimsókn, var ég<br />

vön að segja:<br />

„Mamma, komdu hingað með kjólinn og<br />

skóna mína, og lofaðu vinum mínum að<br />

sjá.“ Þeir horfðu á mig, svo á kjólinn og<br />

síðan á mömmu. Ég vissi að þeir hugsuðu<br />

sitt um mig, en ég vissi nákvæmlega hvað<br />

átti að gerast 24. ágúst.<br />

Gamall nágranni okkar, sem var mikill<br />

drykkjumaður, kom í heimsókn. Ég bað<br />

mömmu að sýna honum kjólinn og skóna.<br />

Ég spurði hann, hvort hann hefði nokkurn<br />

tíma séð mig ganga. Hann kvað nei við<br />

því. „Langar þig ekki til þess?“ Jú, það vildi<br />

hann gjarnan. „Jæja, komdu þá hingað á<br />

sunnudaginn eftir hádegi, því að klukkan<br />

þrjú mun Jesús koma og lækna mig. Ef<br />

þú getur ekki komið hingað, þá farðu til<br />

Gospel Tabernacle um kvöldið, því ég ætla<br />

að vera þar.”<br />

Hann horfði á mig og sagði: „Ef sá dagur<br />

kemur, að ég sé þig ganga, þá mun ég<br />

ekki aðeins verða trúaður, heldur einnig<br />

Hvítasunnumaður.“<br />

Já, það er til fólk sem segir: „Ef ég sé<br />

kraftaverk, þá mun ég trúa.“ En ef þú trúir<br />

ekki fyrr, muntu einnig þá örugglega finna<br />

einhverja afsökun til þess að hafna Jesú.<br />

Þessi maður hefur séð mig ganga og einnig<br />

heyrt ævisögu mína, en hann hefur enn<br />

ekki tekið trú á Jesú.<br />

Laugardagurinn 23. ágúst rann upp.<br />

Móðir mín svaf alltaf inni hjá mér. Þetta<br />

kvöld, eftir að allir voru gengnir til náða,<br />

kom hún inn og ég sofnaði.<br />

Þegar áliðið var nætur, vaknaði ég.<br />

Tunglsljósið skein inn um gluggann minn<br />

og yfir rúmið. Ég heyrði einhvern tala, og<br />

ég hélt að það væri pabbi, sem væri að tala<br />

við mömmu. Þá sá ég í tunglsljósinu krjúpandi<br />

veru með upprétta handleggi. Það var<br />

mamma, og tárin runnu niður eftir kinnum<br />

hennar. Hún bað: „Kæri Jesú, ég hef reynt<br />

að vera Betty góð móðir. Ég hef gert það,<br />

sem ég hef getað til þess að kenna henni<br />

um þig. Kæri Jesú, ég hef aldrei vikið burt<br />

frá henni, en ef þú læknar hana, þá er ég<br />

fús til þess að láta hana fara hvert sem þú<br />

vilt, jafnvel yfir hið stormasama haf, vegna<br />

þess að þú munt gera það á morgun, sem<br />

enginn annar getur gert. Hún tilheyrir þér,<br />

Jesú. Á morgun er dagurinn. Þú munt gera<br />

hana frjálsa, er ekki svo, Jesú?“<br />

Ég sofnaði aftur. Ég gat ekki staðið upp<br />

til þess að biðja, en mamma var á verði<br />

fyrir mig. Vegna hennar trúar og bæna á ég<br />

lifandi trú á Guð í dag. Hann er sannarlega<br />

máttugur að lækna öll mein.<br />

Sunnudagurinn rann upp. Pabbi fór með<br />

bræður mína og systur í sunnudagaskólann.<br />

Við heyrðum að hann hafði beðið um<br />

fyrirbæn fyrir mig og sagt um leið alveg<br />

niðurbrotinn, að ég væri miklu verri og að<br />

ég myndi bráðum deyja, ef Guð gripi ekki<br />

inn í.<br />

Ég hafði beðið forstöðumann safnaðarins<br />

að vera viðstaddan klukkan 3:00, en<br />

hann gat ekki komið.<br />

Móðir mín bauð nokkrum vinum og bað<br />

þá að koma klukkan 2:30, því að klukkan<br />

3:00 mundi kraftaverkið eiga sér stað.<br />

Þeir komu klukkan 2:00 og sögðu: „Frú<br />

Baxter, við komum snemma, því við vitum<br />

að eitthvað mun gerast, og við viljum ekki<br />

missa af neinu.“ Það var þetta andrúmsloft,<br />

sem umkringdi mig, þegar ég tók á móti<br />

lækningunni.<br />

Fimmtán mínútum fyrir klukkan þrjú<br />

kom mamma til mín og ég spurði hana,<br />

hvað klukkan væri. „Það eru nákvæmlega<br />

fimmtán mínútur þangað til Jesús kemur<br />

að lækna þig,“ sagði hún. „Mamma, viltu<br />

setja mig í stóra stólinn?“ sagði ég. Hún<br />

bar mig og kom hinum vanskapaða líkama<br />

mínum fyrir í stólnum og studdi mig með<br />

koddum. Vinirnir krupu í kringum stólinn.<br />

Ég leit á yngsta bróður minn þar sem hann<br />

stóð. Hann var aðeins fjögurra ára og mér<br />

varð ljóst að ég var ekki stærri en hann.<br />

Hann kraup því næst við hlið mér, horfði á<br />

mig og sagði: „Betty, nú er ekki langt þangað<br />

til þú verður stærri en ég.“ Tíu mínútum<br />

fyrir þrjú spurði mamma mig, hvað ég vildi<br />

að þau gerðu. „Mamma, byrjaðu að biðja,<br />

ég vil vera biðjandi, þegar Jesús kemur.“<br />

Ég heyrði að hún grét og bað Jesú að koma<br />

og leysa mig og lækna.<br />

Hvernig Jesús kom<br />

Ég missti ekki meðvitund, en ég var hrifin<br />

burt í Anda. Ég sá tvö gömul tré við<br />

vegkant, þau voru há og bein. Þar sem ég<br />

horfði á þetta, tók annað þeirra að bogna,<br />

þangað til trjákrónan náði til jarðar. Ég<br />

undraðist mjög hvers vegna það bognaði<br />

þannig. Þá sá ég Jesú koma eftir veginum.<br />

Hann kom gangandi milli trjánna, og ég<br />

gladdist mjög, eins og ætíð, þegar ég sé<br />

Jesú. Hann kom og staðnæmdist við bogna<br />

tréð. Um leið og hann leit á mig, brosti<br />

hann og setti hönd sína á tréð. Með miklu<br />

braki rétti það úr sér og varð jafnhátt hinu.<br />

„Þannig mun verða með mig,“ sagði ég,<br />

„Jesús mun snerta líkama minn, og það<br />

mun braka í beinunum, og ég mun verða<br />

teinrétt.“<br />

Skyndilega heyrði ég þyt af miklum<br />

stormi. Ég heyrði hvininn í vindinum. Ég<br />

reyndi að tala gegnum storminn: „Hann<br />

kemur! Heyrið þið ekki í honum?“ Loks<br />

varð allt kyrrt og hljótt, og ég vissi að í<br />

þessari kyrrð myndi Jesús koma.<br />

Ég sat í stóra stólnum, hjálparvana<br />

krypplingur. Mig þyrsti svo að sjá hann!<br />

Þá sá ég myndast hvítt ský, en ég var að<br />

vonast eftir öðru en skýi. Þá kom Jesús út<br />

úr skýinu. Hann gekk hægt á móti mér, og<br />

ég starði á andlit hans. Það sem er áhrifamest<br />

við andlit Jesú eru augu hans. Hann<br />

var hár og herðabreiður, klæddur skínandi<br />

hvítum klæðum. Hárið var brúnt og skiptist<br />

í miðju. Það féll niður á axlirnar í mjúkum<br />

bylgjum. En ég mun aldrei gleyma augum<br />

hans. Oft þegar ég er mjög þreytt og er<br />

beðin að gera eitthvað fyrir Jesú, þá vildi<br />

ég gjarnan getað sagt nei. En þegar ég<br />

minnist augna frelsara míns, sem ég sá svo<br />

skýrt, þá er eins og augu hans neyði mig til<br />

að fara út á akurinn til þess að vinna fleiri<br />

sálir fyrir hann.<br />

Jesús kom hægt á móti mér með útbreiddan<br />

faðminn. Ég sá vel hin djúpu naglaför í<br />

höndum hans. Og eftir því sem hann kom<br />

nær mér sá naglaförin betur og betur. Þegar<br />

hann var kominn næstum alveg til mín,<br />

fannst mér ég svo ógnarlítil og óverðug.<br />

Ótti kom yfir mig. Ég var ekki annað en<br />

lítil stúlka, gleymd og vansköpuð. Þá brosti<br />

hann til mín og ég var ekki lengur hrædd.<br />

Hér var kominn frelsari minn. Við horfðumst<br />

í augu. Aldrei hef ég séð augu svo<br />

full af fegurð og meðaumkvun. Jesús kom<br />

og stóð við stólinn minn. Annað skikkjulaf<br />

kyrtils hans snerti stólinn, sem ég sat í. Og<br />

ef handleggir mínir hefðu ekki verið lamaðir<br />

hefði ég getað tekið í skikkjuna. Ég hafði<br />

alltaf hugsað mér að tala sjálf við hann og<br />

biðja hann að lækna mig. En ég gat ekki<br />

sagt eitt einasta orð. Ég gat aðeins horft á<br />

hann. Og ég festi augu mín á ástúðlegu andliti<br />

hans. Þannig reyndi ég að segja honum<br />

hversu mjög ég þarfnaðist hans. Jesús laut<br />

niður, horfði á mig og talaði lágt. Enn get<br />

ég heyrt hvert orð, því þau eru rituð í hjarta<br />

mitt. Hann sagði mjög blíðlega: „Betty, þú<br />

hefur verið þolinmóð og góð.“<br />

Þegar Jesús sagði þessi orð, fannst mér<br />

ég geta þjáðst í fimmtán ár í viðbót, ef ég<br />

mætti halda áfram að líta auglit hans og<br />

heyra hann tala til mín.<br />

„Ég lofaði þér heilbrigði, gleði og hamingju,“<br />

sagði hann. Ég sá að hann rétti út<br />

höndina og ég beið. Þá fann ég, að hann<br />

kom við hnútana sem voru á baki mínu.<br />

Margir hafa spurt mig: „Verður þú aldrei<br />

þreytt á að segja frá lækningu þinni?“ Nei,<br />

öðru nær, því að í hvert skipti sem ég segi<br />

frá því, finn ég á ný fyrir hendi hans.<br />

Jesús lagði lófa sinn á einn af stóru<br />

hnútunum á miðju baki mínu. Um leið<br />

fann ég fyrir mjög miklum hita, það var<br />

eins og eldur færi um allan líkama minn.<br />

Tvær hlýjar hendur gripu því næst um<br />

hjarta mitt og þrýstu það. Hendurnar<br />

komu hjarta mínu aftur fyrir á réttum stað<br />

og þá fór ég að geta andað eðlilega í fyrsta<br />

skipti í lífi mínu. Hendur Jesú struku mig<br />

yfir lífið og meltingarfærin og ég vissi að<br />

öll innri líffærin voru orðin heilbrigð. Nú<br />

þurfti ég ekki að fá ný nýru, og ég myndi<br />

verða fær um að melta allan mat, því<br />

Jesús hafði læknað mig. Þessi hitatilfinning<br />

fór um líkama minn. Ég horði á Jesú<br />

til þess að sjá hvort hann myndi yfirgefa<br />

mig nú, þegar hann hafði læknað mig innvortis.<br />

Jesús brosti og ég fann þrýsting af<br />

höndum hans á hnútunum. Þegar hendur<br />

hans fóru um bakið á mér var eins og rafstraumur<br />

færi í gegnum mig og ég stóð á<br />

fætur og gat þá staðið teinrétt eins og ég<br />

geri núna þegar ég tala til ykkar í kvöld.<br />

Ég hafði fengið lækningu, bæði innvortis<br />

og útvortis. Á tíu sekúndum hafði Jesús<br />

læknað mig fullkomlega. Hann geði það<br />

á andartaki, sem enginn læknir á jörðu<br />

hafði getað. En læknirinn mikli gerði það.<br />

Hann gerði það fullkomlega. Þú spyrð ef<br />

til vill: „Betty, hvernig fannst þér það vera,<br />

þegar þú hoppaðir niður úr stólnum?“ Þú<br />

munt aldrei skilja það nema þú hafir verið<br />

krypplingur. Ég hljóp til mömmu og sagði:<br />

„Mamma, eru hnútarnir horfnir?“ Hún<br />

þreifaði eftir öllu bakinu á mér og sagði:<br />

„Já, nú eru þeir horfnir! Ég heyrði að það<br />

brakaði í beinunum, Betty, þú ert læknuð.<br />

Þú ert læknuð! Lofaðu Guð!“<br />

Ég sneri mér við og leit á auða stólinn<br />

og tár runnu niður eftir kinnum mínum.<br />

Líkami minn var tilfinningalaus, vegna þess<br />

að nú hafði ég ekki lengur kvalir, en þær<br />

hafði ég alltaf haft.<br />

Mér fannst ég vera svo stór, því ég hafði<br />

næstum verið tvöföld, með höfuðið niður<br />

á brjósti. Ég lyfti upp handleggjunum og<br />

svo kleip ég í annan þeirra. Ég var búin að<br />

fá tilfinningu í handleggina, þeir voru ekki<br />

lengur máttlausir.<br />

Þá leit ég á litla bróður minn, sem stóð<br />

við stólinn. Stór tár runnu niður eftir kinnum<br />

hans. Um leið og hann leit upp heyrði<br />

ég að hann sagði: „Ég sá Betty hoppa niður<br />

út stólnum. Ég sá Jesú lækna hana.“ Hann<br />

var frá sér numinn af gleði. Rétt bak við<br />

bróður minn stóð Jesús enn. Hann horfði á<br />

mig frá hvirfli til ilja. Ég var teinrétt og heilbrigð.<br />

Um leið og hann horfði í augu mér<br />

fór hann að tala hægt og það vil ég segja<br />

ykkur hér í kvöld: „Þú munt aldrei gleyma<br />

því, Betty, ég hef uppfyllt bæn hjarta þíns<br />

og læknað þig.“<br />

Hann þagnaði eitt andartak og horfði<br />

rannsakandi augnaráði á mig. Hann hélt<br />

svo áfram og hin milda rödd hans talaði<br />

með valdi: „Mundu að gá að skýjunum á<br />

hverjum degi. Vertu vakandi. Næst þegar<br />

þú sérð mig koma, kem ég í skýjunum og<br />

þá mun ég ekki skilja þig eftir, því ég vil að<br />

þú verðir með mér um tíma og eilífð.”<br />

Kæri vinur, Jesús kemur skjótt!<br />

19


Beggi og Hebbi, miklir vinir í trúnni, koma úr sitt hvorri áttinni<br />

Hittust við lífsins lind<br />

Herbert Guðmundsson og Guðbergur<br />

Birkisson eru miklir mátar og lágu leiðir<br />

þeirra saman fljótlega eftir að Herbert<br />

komst til lifandi trúar. Herbert er okkur<br />

flestum kunnur og Guðbergur er mörgum<br />

kunnur fyrir fjölda viðtalsþátta sem sýndir<br />

hafa verið á sjónvarpsstöðinni Omega.<br />

Síðan þeir kynntust hafa þeir félagar starfað<br />

mikið saman á kristna akrinum við hin<br />

margvíslegustu málefni og má þar nefna að<br />

heimsækja fangelsin. Fara þeir reglulega í<br />

Kvennafangelsið í Kópavogi og fangelsið á<br />

Skólavörðustígnum. Þeir telja það mikil forréttindi<br />

að fá að heimsækja fangana og eiga<br />

við þá samfélag og deila með þeim Guðsorði.<br />

Oft hafa þetta verið mjög skemmtilegar<br />

stundir, þar sem Hebbi er með gítarinn og<br />

dregur alla í söng og lofgjörð og andinn fær<br />

að flæða á stórkostlegan hátt. Guðbergur<br />

eða Beggi, eins og hann er jafnan kallaður,<br />

hefur alltaf haft þann háttinn á að koma<br />

aldrei undirbúinn með neitt ákveðið orð,<br />

heldur leiðast bara af andanum. Því það er<br />

aldrei að vita hvernig stundin kemur til með<br />

að verða hverju sinni. Þeir hafa upplifað<br />

stórkostlega hluti í göngunni með Kristi,<br />

alltaf eitthvað nýtt að gerast svo ekki sé<br />

meira sagt. Það var því ekki úr vegi að hitta<br />

þá félaga og spjalla við þá og forvitnast<br />

aðeins um það sem hefur verið að gerast í<br />

lífi þeirra undanfarin misseri.<br />

Hebbi: Það er ekki annað hægt að<br />

segja en að líf mitt hafi heldur betur tekið<br />

stakkaskiptum síðustu tvö árin. Það varð<br />

ákveðinn vendipunktur hjá mér 1. júlí 2007<br />

þegar ég tók þá stóru ákvörðun að hætta<br />

að drekka, dópa og reykja. Fór ég að vinna<br />

mikið í gegnum sporin og varð í kjölfarið<br />

fyrir andlegri vakningu og það all-verulega.<br />

Það gerðist eina kvöldstund að ég fór<br />

með einum félaga mínum á bænastund hjá<br />

Kærleikanum í Ármúla að ég tók á móti<br />

Jesú inn í mitt líf og fór með frelsisbænina.<br />

Í kjölfarið fór ég að vera með þeim í<br />

Kærleikanum, en þetta var lítill hópur af<br />

ungu fólki, um 25 manns, sem var akkúrat<br />

þá að byrja sína starfsemi. Allt fólk innan<br />

við þrítugt og brennandi í andanum, þannig<br />

að ég var aldursforsetinn þarna. Ég man<br />

eftir því að innan hópsins voru þrjár stelpur<br />

frá Belgíu sem voru í heimsókn hérna á<br />

Íslandi í eins konar trúboði, að þær voru<br />

með leikrit eða drama þar sem þær sýndu<br />

síðustu klukkutíma Krists á krossinum.<br />

Þetta var alveg magnað hjá þeim, þar sem<br />

músík var spiluð undir og framsetningin<br />

í leikrænni tjáningu þar sem þær túlkuðu<br />

síðustu stundir Jesú á krossinum á magnaðan<br />

hátt. Ég sat á stól þarna og horfði á<br />

í rólegheitunum og áður en ég vissi af þá<br />

fór ég að fá svona rosalega mikla vellíðunartilfinningu<br />

aftan á hnakkann og fer<br />

að líða ofboðslega vel og í senn furðulega.<br />

Alveg rosaleg vellíðan, síðan leggur þessi<br />

vellíðunartilfinning niður alla hryggsúluna.<br />

Svo kom eins konar gegnumbrot og ég<br />

fylltist allur af friði og fögnuði, það varð<br />

20<br />

Beggi og Hebbi á góðri stund.<br />

eins konar logn innra með mér. Hafði mér<br />

liðið fram að þessu alltaf eins og úfnu hafi<br />

í allri ringulreið, en þarna varð vatnið spegilslétt<br />

og ég fylltist af þvílíkum friði sem<br />

ég hafði aldrei fundið áður og verður ekki<br />

með orðum lýst. Þetta var svo undursamlegt.<br />

Það var algjör himneskur friður innra<br />

með mér. Rosaleg vellíðan.<br />

Herbert hafði stundað búddatrú í meira<br />

en 20 ár án þess að það gæfi honum nokkuð<br />

í samanburði við þá upplifun og það gegnumbrot<br />

sem hann upplifði í Jesú Kristi. Er<br />

skemmst frá því að segja að þvílík straumhvörf<br />

urðu í hans lífi og veruleik, hvernig<br />

allt upplaukst fyrir honum og hann upplifði<br />

nýja sýn og algjöra frelsun í samfélaginu<br />

við Jesú Krist.<br />

Hebbi: Ég var alltaf með svona búddalíkneski<br />

í stofunni heima þar sem ég hafði<br />

setið og kyrjað ár eftir ár. Beggi vinur minn<br />

benti mér á hvers konar falsguðir þetta<br />

voru sem ég var að leita<br />

til og gáfu mér ekkert<br />

nema helsi og<br />

fjötra í<br />

öllum<br />

blekkingarleik<br />

sínum. Þegar<br />

ég svo upplifði<br />

frelsið í<br />

Jesú þá varð<br />

allt annað að<br />

engu í samanburði við þá yfirburði. Algjört<br />

frelsi og algjör endurlausn. Ég tók þá<br />

ákvörðun eftir þessa kvöldstund að pakka<br />

búddismanum saman. Það gekk að vísu<br />

ekki áreynslulaust; þó að það hafi ekki<br />

verið mikið mál að henda líkneskjunum út,<br />

þá komu miklar árásir frá andaheiminum<br />

í kjölfarið og það varð allt vitlaust innan<br />

fjölskyldunnar og víðar. Ég stóð kokhraustur<br />

og blessaður í undursamlegri náð og<br />

kærleika Krists og náði að fara í gegnum<br />

þetta sem meira en sigurvegari í Kristi. Ég<br />

eignaðist líka svo góða vini í trúnni, sem<br />

hjálpuðu mér mikið og studdu, menn eins<br />

og Beggi og fleiri. En Beggi hefur gengið<br />

með mér nær alveg frá upphafi frá því ég<br />

tók trúarskrefið og ákvað að fylgja Jesú<br />

Kristi. Hefur hann verið mér góður bróðir<br />

sem hefur hjálpað mér,<br />

stutt mig og styrkt – beðið<br />

með mér og útskýrt fyrir mér<br />

hina ýmsu hluti, í stuttu máli<br />

hjálpað mér á stórkostlegan<br />

hátt að eignast lifandi trú og<br />

samfélag við Drottin.<br />

Beggi: Ég komst til lifandi<br />

trúar fyrir 7 árum. Þó hafði<br />

ég alltaf haft trú á að það<br />

væri til Guð sem stæði á bak<br />

við þetta allt saman. Ég hef<br />

alltaf verið mjög andlega leitandi,<br />

en það var ekki fyrr en<br />

ég kynntist Guði persónulega<br />

og fyllist Heilögum Anda að<br />

þetta opinberaðist allt saman<br />

fyrir mér. Ég hafði haft mínar<br />

hugmyndir um Guð samkvæmt<br />

mínu hyggjuviti, en<br />

það var ekki fyrr en Heilagur<br />

Andi opinberaði mér Guð að<br />

það gjörbreyttist allt saman.<br />

Allar fyrri hugmyndirnar urðu<br />

að engu. Ég skildi t.d. ekki<br />

alveg hvað þurfti að blanda<br />

Jesú Kristi inn í allt dæmið og<br />

að hann væri einhver frelsari<br />

mannanna. Ég sá þetta með<br />

gleraugum trúarbragðanna, en trúin á Jesú<br />

Krist er ekki einhver trúarbrögð sem sköpuð<br />

eru af mönnum, Jesús er sannleikurinn.<br />

Að upplifa trúarbrögð er ekki sönn upplifun,<br />

það er bara eitthvað sem menn trúa á<br />

sem byggt er á mannasetningum, en menn<br />

geta trúað hverju sem er. En það er mikill<br />

munur á að iðka trúarbrögð eða upplifa lifandi<br />

trú á hinn eina sanna Guð sem allt er<br />

komið frá og allt hefur skapað. Það er trú<br />

sem er komin frá Guði og Guð gefur okkur<br />

fyrir náð sína og elsku.<br />

Hebbi: Ég hélt í fyrstu að Guð myndi bara<br />

birtast manni á einhvern óútskýranlegan<br />

hátt og ávarpa mann og<br />

segja; „Herbert!“ Ég<br />

hef orðið<br />

svo var<br />

við það<br />

hvernig<br />

Guð<br />

vinnur í<br />

gegnum<br />

fólk og er<br />

Beggi<br />

vinur minn sterkur vitnisburður um það.<br />

En markmiðið hjá Guði er að eiga persónulegt<br />

samfélag við okkur hvert og eitt,<br />

til þess erum við sköpuð. Er ég í auknum<br />

mæli farinn að finna fyrir undursamlegri<br />

náð Hans hið innra með mér þar sem ég<br />

heyri Hann tala til mín.<br />

Beggi: Áður en ég komst til lifandi trúar,<br />

lifði ég lífinu eins og hver annar Íslendingur,<br />

átti yndislega fjölskyldu, 5 börn, hús og bíl<br />

og allt þetta týpíska. Og að því er virtist<br />

þurfti ég ekki á neinu öðru að halda. Lifði<br />

reglusömu lífi, hafði ekki drukkið áfengi í<br />

15 ár, gekk ágætlega í viðskiptum, átti mitt<br />

bænarlíf og samfélag við Guð í gegnum<br />

bænina. Virtist ekki þurfa á neinu öðru að<br />

halda. En Guð hafði önnur markmið. Elsta<br />

dóttir mín fór að sækja samkomur í lifandi<br />

kirkju og bauð bræðrum sínum með<br />

sem voru þá að komast á unglingsárin. Mér<br />

fannst það frábært fyrir þau og hafði í sjálfu<br />

sér ekkert meira um það að segja. Sá að<br />

þetta hafði góð áhrif á þau og allt bara í<br />

góðu lagi og hvatti þau til að halda þessu<br />

áfram. Þau buðu mér á samkomu en mér<br />

fannst ég ekkert þurfa á því að halda. Enda<br />

sýn mín á þá sem sóttu svona samkomur,<br />

að það hlyti að vera svona fólk sem hefði<br />

farið utanveltu í samfélaginu. Þetta væri<br />

gott fyrir það en það væri sko alveg allt í<br />

lagi með mig. Það átti svoleiðis aldeilis eftir<br />

að breytast. Ég var ill-fáanlegur til að fara á<br />

þessar hallelújasamkomur. En elsta dóttir<br />

mín fékk þá vitjun að bjóða mér á Alfanámskeið,<br />

það þótti mér áhugavert og lét<br />

til leiðast. Það átti síðan eftir að gjörbreyta<br />

hugarfari mínu og sýn. Sá ég að mínar hugmyndir<br />

um Guð voru byggðar á kolröngum<br />

forsendum þar sem ég hrærði saman alls<br />

konar hugmyndum um hver Guð – að við<br />

gætum nálgast Hann í gegnum spíritisma<br />

og á alls konar annan hátt sem átti sér enga<br />

stoð í raunveruleikanum, sé tekið mið af<br />

orði Guðs. Ég hef stundum líkt þessu við,<br />

að orð Guðs eða Biblían væri landakort<br />

og henni væri ætlað að koma okkur á leiðarenda.<br />

En vegna eigin þrjósku og hugmynda<br />

þá taldi ég að ég þyrfti ekkert á<br />

þessu landakorti að halda, sjálfu landakorti<br />

sannleikans.<br />

Hebbi: Það er eins og stórri hulu hafi<br />

verið svipt frá augum mínum, eins og blindur<br />

maður hafi fengið sýn, síðan ég kynntist<br />

hinum sanna sannleika sem er að finna í<br />

Jesú Kristi. Þetta er engu líkt. Svo líka að<br />

upplifa hvað orð Guðs, Biblían, er kröftugt<br />

og máttugt og svo lifandi sannleikur. Og<br />

hvernig Guð mætir okkur á sinn persónulega<br />

hátt í sinni ævarandi elsku og kærleika<br />

í gegnum bænir okkar. Þetta er ekkert<br />

flóknara en það að Guð er aðeins einni<br />

bæn í burtu frá okkur og ef við leitum ríkis<br />

Hans og réttlætis og biðjum Hann að opinbera<br />

sig fyrir okkur, þá kemur Hann inn í líf<br />

okkar og umbreytir öllu. Guð elskar eitt og<br />

sérhvert okkar af öllu sínu hjarta og Hans<br />

er viljinn að verka og framkvæma í lífum<br />

okkar og leyfa okkur að njóta lífsins með<br />

sér. Jesús er búinn að gera þetta allt saman<br />

fyrir okkur, opnað leiðina til himinsins, lífsins<br />

og náðarinnar með lífi sínu, krossfestingu<br />

og upprisu. Nú er það bara okkar að<br />

taka við Honum og þiggja hjálpræðið og<br />

endurlausnina.<br />

Beggi: Við erum ekki nein tilviljun,<br />

heldur skapaði Guð okkur með markmið<br />

og tilgang. Tilgangur okkar er að<br />

finna Guð og eiga lifandi persónulegt<br />

samfélag við Hann. Það er ákveðið<br />

tómarúm í hjarta hvers manns, ákveðin<br />

hola sem gerir það að verkum að menn<br />

eru knúnir af þörf að leita þess sem vantar<br />

og það er einmitt þessi lífsneisti sem við<br />

eigum hjá Guði. Stundum eru menn að<br />

leita á röngum stöðum en menn finna ekki<br />

frið í hjarta sínu fyrr en þeir hafa fundið<br />

hina einu sönnu uppsprettulind lífsins sem<br />

er í Jesú Kristi. Það er hægt að líkja þessu<br />

við einstakling sem veit að hann á föður,<br />

en ef hann er ekki í sambandi við föður<br />

sinn og fer þannig á mis við kærleikssamfélagið<br />

við föðurinn, þá fer hann algjörlega<br />

á mis við ást hans. Að eiga lifandi trú og<br />

samfélag við föðurinn er allt annað mál.<br />

Þegar einstaklingur endurfæðist í Kristi þá<br />

eignast hann það sem hann hefur aldrei<br />

átt áður, virkilegt og innilegt kærleikssamfélag<br />

við föður sinn sem jafnframt er skaparinn<br />

hans og faðir alls lífsins. Það er sönn<br />

upplifun og tenging við lífið og hefur ekkert<br />

með trúarbrögð að gera. Það var algjör<br />

vendipunktur sem átti sér stað hjá mér<br />

þegar ég upplifði það að endurfæðast inn<br />

í Guðsríkið fyrir 7 árum. Ég eignaðist undursamlegt,<br />

lifandi og persónulegt samfélag<br />

við föður minn á himnum. Þetta var allt<br />

öðruvísi en að eiga bara einhverja trú á<br />

einhvern Guð án þess að skilja það neitt<br />

frekar og þá jafnframt að upplifa ekki náð<br />

Hans, kraft og dýrð. Það er mikill munur<br />

á steindauðri trú og lifandi, persónulegri<br />

trú á Drottin Guð og þá jafnframt að vera<br />

tengdur við uppsprettulindir lífsins, læki<br />

lifandi vatns.


Eiríkur Magnússon starfaði sem lyfjafræðingur en ákvað að hætta því og fór að vinna fyrir Omega<br />

Yfirgaf öryggið fyrir sálarfriðinn<br />

Eiríkur Magnússon yfirgaf vel launað starf<br />

sem lyfjafræðingur við öflugt lyfjafyrirtæki<br />

árið 2000 og gekk til liðs við Omega. Margir<br />

undruðust þessa ákvörðun Eiríks og töldu<br />

hann fórna öryggi en velja óöryggi. Hann<br />

er ekki sammála því. Hann hafi öðlast bæði<br />

öryggi og sálarfrið í sínu nýja starfi.<br />

„Það er þannig að þegar Drottinn kallar,<br />

þá þýðir ekki annað en að hlýða og gera<br />

það sem um er beðið,“ segir Eiríkur í viðtali<br />

um átaka- og umbrotatíma í lífi hans,<br />

þegar hann kaus að þjóna kristilegu starfi.<br />

Bóklestur frekar en búfé<br />

Eiríkur er uppalinn í sveit fyrstu æviár sín,<br />

að Sumarliðabæ í Holtum, en ungur fluttist<br />

hann ásamt fjölskyldu sinni til Selfoss<br />

þar sem hann átti góð unglingsár og varð<br />

stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni.<br />

Eiríkur segir að í sjálfu sér hafi hann ekki<br />

saknað sveitarinnar. Hann hafi verið afar<br />

ólíkur föður sínum, ekki beinlínis búmannstýpan,<br />

en búskapurinn og skepnurnar hafi<br />

átt hug og hjarta föður hans. Eiríkur var<br />

meira gefinn fyrir bóklestur. Hann segist<br />

hafa verið bókaormur, las allt sem hann<br />

kom höndum yfir og naut góðs af stóru og<br />

góðu bókasafni föður síns.<br />

„Því fer víðs fjarri að ég hafi verið mjög<br />

kristinn í æsku og framan af ævi. Ég var<br />

í efasemdadeildinni og þóttist vera vísindamaður<br />

eða annað slíkt. Menn í þeim<br />

hópi eru efasemdarmenn og vilja sönnun<br />

fyrir hverjum hlut. Margir ráku því upp<br />

stór augu þegar þeir fréttu að Eiríkur<br />

Magnússon hefði frelsast.“<br />

–Þeir hafa haldið að þú hafir bilast, eða<br />

hvað?<br />

„Kannski héldu einhverjir að nokkrar<br />

skrúfur í kollinum á mér hafi losnað, en<br />

sögðu að þetta hefði verið það síðasta sem<br />

þeim hefði dottið í hug,“ segir Eiríkur og<br />

hlær við.<br />

–Var ekki erfitt að yfirgefa öryggið og alla<br />

peningana, eru ekki allir að keppast um<br />

að verða sem ríkastir?<br />

„Það fylgir því ákveðin óvissa að breyta<br />

til og takast á við ný verkefni. Ég var<br />

ókvæntur þannig að ég gat auðveldlega<br />

tekið ákvörðun um að hverfa frá minni<br />

starfsgrein. Eflaust hefur fjölskyldan orðið<br />

hissa, en það var samt ekki mikið rætt.“<br />

Hulan var skyndilega á bak og burt<br />

–Hvernig komu þessi miklu sinnaskipti<br />

til?<br />

„Þetta gerðist 1995. Það ár var ég svolítið<br />

lasinn, þurfti að vera heima í rúma tvo<br />

mánuði, var með nokkurs konar ofnæmi.<br />

Meðan á þessu stóð átti ég erfitt með að<br />

sofa á nóttunni. Ég hafði ekki margt fyrir<br />

stafni og fór að horfa meira á sjónvarp. Á<br />

þessum árum var ekki mikið af sjónvarpsefni<br />

í boði á nóttunni nema Omega eftir<br />

miðnættið. Það leiddi til þess að ég fór að<br />

kíkja á Omega á nóttunni og smám saman<br />

fór ég að fylgjast með. Manni fannst þetta<br />

kannski svolítið fjarlægt og sumt afar sérkennilegt<br />

í fyrstu. En ég fann samt að þetta<br />

fólk var einlægt í því sem það var að segja.<br />

Einn daginn kom síðan að vendipunkti hjá<br />

mér,“ segir Eiríkur.<br />

„Það gerðist að einhvern veginn féll þessi<br />

hula eða þessi þoka sem hylur manni sýn<br />

gagnvart trúnni. Skyndilega var hún á bak<br />

og burt. Drottinn hafði tekið hana burtu.<br />

Allt gerðist þetta á augnabliki, ég upplifði<br />

það að Guð er raunverulegur. Hann talaði,“<br />

segir Eiríkur.<br />

„Hafi einhver maður orðið hissa á þessum<br />

augnablikum þá var það ég,“ segir<br />

Eiríkur um þessa upplifun sína. „Ég sagði<br />

bara við Drottin að ég hefði ekki gert mér<br />

neina grein fyrir því að málið væri svona.<br />

Ég sagði honum að ég væri tilbúinn að<br />

út á hvað það gekk að ganga með Guði.“<br />

„Sjálfsagt hefur maður ekki verið mjög<br />

hugrakkur í byrjun en með tímanum jafnaði<br />

það sig,“ segir Eiríkur þegar hann er<br />

spurður hvort hann hafi verið feiminn við<br />

að gefa upp trú sína.<br />

Inn í nýja öld í nýju starfi<br />

Það gerðist um það leyti sem flestir töldu<br />

að ný öld væri að renna upp, um áramótin<br />

1999 til 2000 að Eiríkur tók þá ákvörðun að<br />

leggja til hliðar starf sitt sem lyfjafræðingur<br />

hjá Lyfjaverslun Íslands.<br />

„Á þessum tíma fann ég mjög greinilega<br />

að Drottinn var að kalla mig í það að snúa<br />

mér að því að hjálpa til á Omega. Það<br />

var ljóst að hann ætlaði mér þetta verk.<br />

Það var töluvert stór ákvörðun að kveðja<br />

starfið, en það endaði með að ég herti upp<br />

hugann í þessu máli og hóf að vinna sem<br />

fastur starfsmaður á Omega um mitt ár<br />

2000,“ segir Eiríkur.<br />

„Ég reikna með að margt fólk hafi undrast<br />

þessa ákvörðun mína,“ segir Eiríkur, en<br />

hann hafði hjálpað til á Omega við símsvörun,<br />

að taka niður bænarefni og ýmislegt<br />

smálegt. Það leiddi eitt af öðru og verkefnin<br />

fóru vaxandi.<br />

Þessi veröld sem við erum svo upptekin af var allt í einu orðin grá og<br />

lítið spennandi. Ég fann að mér leið öðruvísi, ég hafði eignast eitthvað<br />

nýtt sem var öllu öðru mikilvægara.<br />

fylgja honum og hans vilja þar sem hann<br />

væri raunverulegur.“<br />

Eftir það var hann ákveðinn í að helga<br />

líf sitt Guði. Hann segist hafa séð hlutina í<br />

nýju ljósi daginn eftir þegar hann vaknaði,<br />

hann hafi verið nánast eins og nýfætt barn.<br />

„Þessi veröld sem við erum svo upptekin<br />

af var allt í einu orðin grá og lítið spennandi.<br />

Ég fann að mér leið öðruvísi, ég hafði<br />

eignast eitthvað nýtt sem var öllu öðru<br />

mikilvægara,“ segir Eiríkur.<br />

Nokkrir mánuðir liðu áður en Eiríkur<br />

lagði í að heimsækja söfnuði. Hann segir<br />

að það hafi þó komið að því, að hann herti<br />

upp hugann og fór að sækja biblíulestra<br />

hjá söfnuði sem starfaði í Reykjavík á þessum<br />

tíma, Orði lífsins. Það hentaði betur í<br />

byrjuninni. Svo fór kjarkurinn að aukast og<br />

smám saman kynntist hann safnaðarlífinu<br />

og sótti samkomur af kappi.<br />

„Maður fór að átta sig meira á út á hvað<br />

kristið líf gekk. Ég uppfræddist smám<br />

saman í orði Guðs og öðlaðist skilning á<br />

Fólk í sálarneyð<br />

„Það er mikil neyð víða í þessu landi.<br />

Mikil sálarneyð og líka erfiðir líkamlegir<br />

sjúkdómar og ýmis andleg vandamál<br />

sem fólk er að berjast við. Fólk hringir<br />

til Omega og biður um fyrirbænir þannig<br />

að við kynnumst þessari hlið mála<br />

töluvert.“<br />

„Það gerist að fólk hefur samband við<br />

okkur sem er gjörsamlega ráðþrota, fólk<br />

sem er komið á ystu nöf í lífinu. Við reynum<br />

að sjálfsögðu að uppörva það fólk.<br />

Við segjum því að það sé til Drottinn,<br />

frelsari. Til hans sé hægt að snúa sér,<br />

hann hafi allt sem til þurfi í þetta líf.<br />

Margir hugsa sem svo að þeir hafi reynt<br />

allt annað, því þá ekki að reyna þetta. Í<br />

mörgum tilfellum hefur fólk eignast nýja<br />

von,“ segir Eiríkur Magnússon.<br />

–Kannski er Drottinn að lækna fleiri en<br />

læknar og lyfjafræðingar samanlagt?<br />

„Drottinn er sá læknir sem tekur við<br />

þegar læknarnir gefast upp og lyf mega<br />

sín lítils. Við leitum til lækna til að fá lausn<br />

frá kvillum okkar og allt gott um það að<br />

segja, en þegar ekki gengur lengur að leita<br />

til manna sem hafa gefist upp á lækningu<br />

sjúkdómsins, þá koma menn oft og leita til<br />

Drottins. Hann hefur alltaf svar, kannski<br />

ekki svarið sem við mundum ætla, en rétta<br />

svarið,“ segir Eiríkur Magnússon.<br />

Eiríkur segir að margir hafi samband við<br />

Omega til þakka fyrir efni stöðvarinnar.<br />

Svo virðist sem ýmsir fái sig fullsadda á<br />

sápufroðuþáttum sem dynja á fólki kvöld<br />

eftir kvöld og stilla á Omega til að eignast<br />

meiri frið í sálinni.<br />

Allir eru að leita að einhverju<br />

Eiríkur segir að þegar litið er á mannlífið<br />

megi sjá að allir eru að leita að einhverju.<br />

Eitthvað vantar úr því að leitin er svo víðtæk.<br />

Sjálfur segist hann hafa lokið sinni<br />

leit og sú staðreynd færi sér varanlegan<br />

frið.<br />

„Ég var síleitandi sem ungur maður. Í<br />

háskóla leitaði ég í allskonar speki, var<br />

áhugasamur um austurlenska heimspeki,<br />

jóga. Það fjaraði út smám saman. Við tók<br />

áhugi á stjarnvísindum. Ef þú ferð að skoða<br />

það sem við sjáum af alheiminum, þá lýkst<br />

upp fyrir þér hvílíkt sandkorn jörðin er og<br />

hvílík rykkorn við erum. Óravíddirnar og<br />

fjarlægðirnar eru slíkar að þær verða ekki<br />

skráðar með venjulegum hætti, þú átt ekki<br />

nógu langan pappír. Þegar maður skoðar<br />

þessi mál betur verður ljóst að það hlýtur<br />

að vera eitthvað að baki slíkri sköpun,“<br />

segir Eiríkur.<br />

„Það er sama hvert er litið, allir eru að<br />

leita að hamingju. Sumir menn leita eftir<br />

peningum, aðrir frægð og völdum, enn<br />

aðrir leita í áfengi eða eiturlyf. Það er eitthvað<br />

sem vantar innra með fólki, því er<br />

þessi æðisgengna leit stöðugt í gangi. Það<br />

er full vinna hjá mörgum að leita og reyna<br />

að uppfylla eitthvað sem þeir eru ekki klárir<br />

á hvað er. Það er ekki fyrr en menn taka<br />

á móti Jesú Kristi að leitin stöðvast,“ sagði<br />

Eiríkur.<br />

–En hvað breytist þegar menn fara að<br />

ganga með Guði?<br />

„Það er heilmargt sem breytist.<br />

Lífsviðhorfið breytist. Það snýst ekki lengur<br />

um hvað mér finnst, heldur: Hvað segir<br />

Guð í sínu orði? Menn eignast nýtt líf þegar<br />

þeir kynnast skapara sínum,“ sagði Eiríkur<br />

Magnússon að lokum.<br />

21


Billy Graham<br />

Hvað gerðist á Golgata?<br />

22<br />

Kross Krists<br />

Kjarni hins kristna fagnaðarerindis með<br />

holdtekjunni og friðþægingunni er í krossinum<br />

og upprisunni. Jesús fæddist til að<br />

deyja. Jesús gerði það fyrir manninn, sem<br />

maðurinn gat ekki gert fyrir sjálfan sig.<br />

Hann gerði það með krossinum og upprisunni.<br />

Nú á dögum leitum við að heimspekilegri<br />

allrameinabót sem menn hafi búið til.<br />

Umræður og kappræður eru í gangi á hverju<br />

lærdómssetri í leitinni að fjarlægri visku<br />

og hamingju þeirri sem af henni sprettur.<br />

Engin lausn hefur fundist. Við glímum<br />

enn við sömu heimspekilegu vandamálin<br />

sem þeir Platón og Aristóteles tókust á<br />

við. Við leitum að leið út úr vandræðum<br />

okkar, og alls staðar sjáum við sama merkið:<br />

„Enginn útgangur.“ En mitt í vandræðum<br />

okkar býður krossinn sig fram sem einu<br />

von okkar. Í krossinum sjáum við, að réttvísi<br />

Guðs er algerlega fullnægt — kærleikur<br />

Guðs nær út yfir sérhverja þörf okkar —<br />

kraftur Guðs nægir til að mæta sérhverjum<br />

óvæntum atburðum — dýrð Guðs handa<br />

sérhverju tækifæri. Hér er kraftur nægur til<br />

að umskapa mannlegt eðli. Hér er kraftur,<br />

nægur til að gerbreyta öllum heimi.<br />

Þúsundir manna þjást af sektarkennd.<br />

Nálega hver maður finnur, að það er eitthvað<br />

syndsamlegt við hann, svipað og litli<br />

drengurinn sem sagði: „Ég býst við að ég<br />

hafi bara fæðst syndsamlegur.“ Guð sagði<br />

frá krossinum: „Ég elska þig.“ Hann sagði<br />

líka: „Ég get fyrirgefið þér.“ Orðið, sem hrífur<br />

mest á hverju tungumáli og er dýrlegast,<br />

er „fyrirgefning.“ Guð í Kristi hafði undirstöðu<br />

að fyrirgefningu. Af því að Kristur<br />

dó, getur Guð réttlætt syndarann og haldið<br />

áfram að vera réttlátur.<br />

Dauði Krists á krossinum var meiri en<br />

dauði píslarvotts. Hann var meira en það,<br />

að Kristur væri að gefa góða fyrirmynd<br />

með því að fórna lífi sínu fyrir náunga sinn.<br />

Dauði hans var fórn sem Guð hafði ákveðið<br />

og tiltekið að yrði eina og aðeins eina fórnin<br />

fyrir synd. Ritningin segir: „Drottinn lét<br />

misgerð okkar allra koma niður á honum<br />

... Drottni þóknaðist að kremja hann með<br />

harmkvælum.“ (Jes. 53, 6, 10). Vegna þess<br />

að Guð hefur sjálfur sett Krist fram til að<br />

hylja mannlega sekt, getur Guð með engu<br />

móti útskúfað syndugum manni, sem veitir<br />

Jesú viðtöku sem frelsara sínum.<br />

Friðþæging Krists er fullnæg, af því að<br />

Guð hefur sagt, að hún er það. Ég veit<br />

að ég er syndari. Ég veit að ég hef brotið<br />

lög Guðs. Ég veit að ég hef móðgað Guð<br />

ótölulega oft. Hjarta mitt, hugur minn og<br />

samviska hafa verið skelfd. Þrátt fyrir það,<br />

þegar ég með trú horfi á krossinn, kemur<br />

friður og gleði, því að ég veit, að Guð var<br />

ánægður með fórn sonar síns. Synd mín var<br />

drýgð gegn Guði. Ef Guð er ánægður með<br />

það, sem Kristur hefur gert í staðinn fyrir<br />

mig, og er fús til að fyrirgefa mér, þá þarf<br />

ég engar áhyggjur að hafa út af synd minni<br />

framar. Ég er endurleystur. Ég er sættur<br />

við Guð. Mér er fyrirgefið. Ég er fullviss um<br />

að ég fer í himnaríki — ekki vegna neinnar<br />

gæsku eða góðra verka af minni hálfu. Það<br />

er eingöngu vegna kærleika og miskunnar<br />

Guðs í Kristi á krossinum að ég hef nokkurn<br />

rétt til þess að koma til himnaríkis. Það<br />

var Guð sem leyfði Kristi að deyja í staðinn<br />

fyrir mig. Það var Guð sem tók fórn Krists<br />

gilda þegar hann dó.<br />

Þegar Jesús kom í okkar stað, voru syndir<br />

okkar lagðar á hann. Syndir okkar geta<br />

ekki verið á tveimur stöðum samtímis.<br />

Allar mínar syndir voru lagðar á Krist. Mér<br />

tilreiknast ekki nokkur synd sem Guð muni<br />

krefjast að ég<br />

verði að borga. Synd mín varð byrði<br />

Krists. Hann hefur tekið hana af mér. Hann<br />

hefur orðið sá, sem bar synd mína. Öll<br />

skuld mín við Guð var yfirfærð á Krist.<br />

Hann greiddi allar mínar skuldir. Ég mun<br />

aldrei líða smán dóms-ins eða skelfingar<br />

helvítis. „Svo langt sem austrið er frá vestrinu,<br />

svo langt hefur hann fjarlægt afbrot<br />

okkar frá okkur.“ (Sálm. 103, 12).<br />

Þú getur sagt: „Ég skil ekki allt þetta.“<br />

Hvílík fjarstæða! Væri maður að drukkna<br />

og ég fleygði til hans björgunarbelti, mundi<br />

hann segja: „Ég vil ekki setja þetta björgunarbelti<br />

á mig fyrr en ég veit hvort það<br />

er úr gúmmí eða korki og hvort efnið er<br />

nógu sterkt til að halda mér uppi“? Maður<br />

að drukkna — og tala þannig? Þú, sem<br />

ert fyrir utan Krist megnar ekki að skilja<br />

leyndardóm krossins, meðan þú ert í óendurfæddu<br />

ástandi þínu. Þú veist nógu mikið<br />

nú til þess að það knýi þig að krossi Krists<br />

svo að þú fáir þar miskunn. Tak þú með<br />

trú á móti Jesú Kristi sem Drottni þínum<br />

og frelsara og krossinn mun verða þér dýrmætari<br />

öllu öðru í heiminum.<br />

Heimurinn er sekur<br />

Þegar við horfum á krossinn, ber okkur<br />

margt fyrir sjónir. Í fyrsta lagi, hann er<br />

skýrasta sönnunin fyrir sekt heimsins. Við<br />

kross Krists náði syndin hámarki sínu.<br />

Í hræðilegustu mynd sinni sást hún á<br />

Golgata. Aldrei var hún svartari né andstyggilegri.<br />

Þar sást mannshjartað nakið<br />

og spilling þess afhjúpuð. Sumt fólk hefur<br />

sagt, að heimurinn hafi batnað síðan. Ef<br />

Kristur kæmi nú aftur, mundi hann ekki<br />

verða krossfestur. Honum yrðu veittar dýrlegar<br />

viðtökur. Kristur kemur til okkar daglega.<br />

Hann kemur til okkar í mynd<br />

þeirrar Biblíu sem við lesum ekki, í mynd<br />

kirkjunnar sem við sækjum ekki, í mynd<br />

mannlegrar neyðar sem við göngum framhjá.<br />

Ég er sannfærður um það, að kæmi Kristur<br />

aftur nú á dögum, mundi hann fyrr verða<br />

krossfestur en hann var fyrir nálega tvö<br />

þúsund árum. Syndin batnar ekki fremur en<br />

banvænt krabbamein. Mannlegt eðli hefur<br />

ekkert breyst. Þegar við stöndum og störum<br />

á krossinn, sjáum við skýra sönnun þess að<br />

maðurinn er að eðlisfari syndugur, og við<br />

heyrum þann dómsúrskurð Guðs sjálfs sem<br />

ekki verður umflúinn: „Allir hafa syndgað og<br />

skortir Guðs dýrð.“ (Róm. 3, 23).<br />

Sönnun þess að Guð hatar synd<br />

Í öðru lagi, í krossinum sjáum við sterkustu<br />

sönnun þess að Guð hatar synd. Guð<br />

hefur mörgum sinnum sagt að sálin, sem<br />

syndgar, hún skal deyja. Ef við viljum fá<br />

skýran skilning á afstöðu Guðs gagnvart<br />

syndinni, þurfum við ekkert annað en að<br />

athuga tilgang dauða Krists. Ritningin segir:<br />

„Eigi fæst fyrirgefning synda án úthellingar<br />

blóðs“ (Hebr. 9, 22, skv. enskri þýð.).<br />

Hér er skýrt tekið fram, að fyrirgefning<br />

synda fæst ekki nema skuld okkar hafi<br />

verið greidd. Guð vill ekki umbera synd.<br />

Siðferðislögmálið sakfellir og heimtar að<br />

syndin sé borguð. Guð, sem er siðferðislegur<br />

dómari alheimsins, getur ekki slakað<br />

á kröfunum og haldið áfram að vera réttlátur.<br />

Heilagleiki hans og réttvísi krefjast<br />

hegningar fyrir lagabrot.<br />

Það er tilhneiging nútímans að finnast<br />

slík afstaða Guðs of hörð. Við stöndum<br />

sjálfa okkur að því að vera að búa til annað<br />

fagnaðarerindi (Gal. 1, 8). Þeir eru margir<br />

nú sem telja syndina sprottna af sálrænum<br />

orsökum. Margir segja að þeir beri ekki<br />

ábyrgð gerða sinna. En Guð segir að við<br />

séum ábyrgir. Þegar við horfum á krossinn<br />

sjáum við hve róttæk er meðferð Guðs á<br />

syndinni. Ritningin segir: „Hann, sem ekki<br />

þyrmdi sínum eigin syni, heldur framseldi<br />

hann fyrir okkur alla, hví skyldi hann ekki<br />

líka gefa okkur allt með honum?“ (Róm.<br />

8, 32). „Þann, sem þekkti ekki synd, gerði<br />

hann að synd okkar vegna“ (2. Kor. 5, 21).<br />

Fyrst Guð þurfti að senda einkason sinn til<br />

krossins til þess að taka út hegningu synda<br />

okkar, þá hlýtur syndin að vera í meira lagi<br />

svört í augum Guðs.<br />

Dýrð kærleika Guðs<br />

Í þriðja lagi, þegar við stöndum við krossinn,<br />

skoðum við dýrlega sýningu á kærleika<br />

Guðs. „Því að svo elskaði Guð heiminn að<br />

hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver<br />

sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi<br />

eilíft líf“ (Jóh. 3, 16). Páll ritaði kristnum<br />

mönnum í Róm: „Meðan við megnuðum<br />

ekki að bjarga okkur sjálfir, ... dó Kristur<br />

fyrir synduga menn. Samkvæmt mannlegri<br />

reynslu er það sjald-gæft, að maður<br />

gefi líf sitt fyrir annan mann, jafnvel þótt<br />

hinn síðarnefndi sé góður maður, samt<br />

hafa fáeinir haft hugrekki til þess. Eigi að<br />

síður er sönnunin fyrir undrunarverðum<br />

kærleika Guðs þessi: að „það var á meðan<br />

við enn vorum syndarar að Kristur dó fyrir<br />

okkur“ (Róm. 5, 6–8, enska Philips-þýðingin).<br />

Fögur, ung „stjarna“ í félagslífinu kom til<br />

að heimsækja konuna mína og mig. Hún<br />

hafði snúið sér til Krists í einni af krossferðum<br />

okkar og hún alveg ljómaði við<br />

gerbreytinguna sem orðin var á henni. Hún<br />

hafði þá þegar lært utanbókar marga tugi af<br />

Ritningargreinum og var svo fyllt af Kristi,<br />

að við sátum í tvær stundir og hlýddum á<br />

hjartnæman vitnisburð hennar. Hún sagði<br />

hvað eftir annað: „Ég get ekki skilið hvernig<br />

Guð gat fyrirgefið mér. Ég hef verið svo<br />

óguðlegur syndari. Ég get blátt áfram ekki<br />

skilið kærleika Guðs.“<br />

Undirstaða bróðernis<br />

Í fjórða lagi, þegar við stöndum við krossinn,<br />

sjáum við undirstöðu sannarlegs<br />

heims-brœðralags. Það er mikið talað um<br />

það nú að Guð sé faðir allra manna og að<br />

allir séu bræður. Meginþorri allra áskorana,<br />

sem gerðar eru vegna friðarins, eru reistar á<br />

grundvelli bræðralags-hugmyndar. Í vissum<br />

skilningi er Guð faðir okkar allra af því að<br />

hann hefur skapað okkur alla. En heimurinn<br />

virðist vera blindur fyrir þeirri staðreynd<br />

að menn verða að taka á móti Kristi<br />

sem eigin hjálpræði sínu, til þess að þeir<br />

geti kallað Guð andlegan föður sinn. Með<br />

því móti einu að taka á móti Kristi komumst<br />

við í fjölskyldu Guðs. Andlegt faðerni Guðs<br />

heyrir þeim einum til sem treysta Kristi.<br />

Biblían segir að Guð sér tvo flokka<br />

manna. Hann sér frelsaða menn og glataða<br />

menn, þá sem fara til himins og þá<br />

sem fara til helvítis. Jesús gerði þetta ljóst<br />

þegar hann sagði: „Gangið inn um þrönga<br />

hliðið, því að vítt er hliðið og breiður vegurinn<br />

sem liggur til glötunarinnar, og margir<br />

eru þeir, sern ganga inn um það, því að<br />

þröngt er hliðið og mjór vegurinn, er liggur<br />

til lífsins, og fáir eru þeir sem finna hann“<br />

(Matt. 7, 13—14).<br />

Þó er það svo að Biblían kennir okkur<br />

að til er dýrlegt bróðerni og faðerni vegna<br />

krossins. „Því að hann er okkar friður,<br />

hann hefur sameinað hvora tveggja og rifið<br />

niður<br />

millivegginn, sem skildi þá að, er hann<br />

afmáði í holdi sínu það, sem orsakaði fjandskapinn,<br />

lögmálið með boðorðum þess og<br />

skipunum, til þess síðan að skapa í sér úr<br />

báðum einn nýjan mann með friðarverki<br />

sínu.“ (Efes. 2, 14—15). Nýlega sagði<br />

háskólakennari nokkur: „Tvennt er það<br />

sem aldrei verður leyst, kynþáttavandamálið<br />

og stríð.“ Ég segi, að þessi vandamál og<br />

öll önnur vandamál er unnt að leysa, en<br />

aðeins við krossinn. Það er ekki einungis<br />

að kross Krists sé undirstaða friðar okkar<br />

og vonar, en hann er einnig verkfærið til<br />

eilífrar sáluhjálpar okkar. Utan við verk<br />

krossins er beiskja, umburðarleysi, uppreisn,<br />

illvilji, losti, ágirnd og hatur. Innan<br />

áhrifa krossins er kærleikur og samfélag,<br />

nýtt líf og nýtt bræðralag. Eina mannlega<br />

vonin um frið er tengd við kross Krists þar<br />

sem allir menn, hverrar þjóðar eða kynþáttar<br />

sem þeir eru, geta orðið nýtt bræðrasamfélag.<br />

Markmið krossins er meira en<br />

fullkomin og ókeypis fyrirgefning, það er<br />

einnig breytt mannlíf, lifað í samfélagi við<br />

Guð. Það er engin furða að Páll sagði: „Við<br />

prédikum Krist krossfestan.“ Þetta er boðskapur<br />

vonar, friðar og bræðralags. Þetta<br />

er það sem heimurinn kallar heimsku, en<br />

Guði hefur þóknast að kalla það speki.<br />

(Tekið úr bókinni Heimur í báli)


Ég sá<br />

það svo<br />

kristaltært<br />

Ég sá þetta svo skýrt fyrir mér þegar þetta opinberaðist mér á svo stórkostlegan<br />

hátt. Mér fannst ég vera staddur við kross Krists. Í sömu andrá fannst<br />

mér ég sjá tvo aðskilda heima. Annars vegar þann heim sem ég var staddur<br />

í og hins vegar þann heim sem blasti við handan við krossinn. Sá ég sjálfan<br />

mig í allt öðru ljósi og það upplaukst fyrir mér hver raunveruleg staða mín<br />

var þar sem ég var staddur. Ég var staddur í ríki dauðans og algjörlega vonlaus<br />

þar sem mín beið ekkert nema dómur og eilífur dauði. Þegar ég leit á<br />

krossinn og sá svo berlega það sem Jesús var að gera fyrir mig, brotnaði<br />

ég algjörlega niður. Ég var svo snertur af þvílíkum kærleika sem ég hafði<br />

aldrei kynnst áður. Ég sá hversu lítilmótlegur ég var í eigin mætti, í rauninni<br />

sá ég hversu „ekki neitt“ ég var, hvernig ég megnaði ekkert í sjálfum mér<br />

og hvernig ég var algjörlega upp á frelsara lífsins kominn á allan hátt. Ekki<br />

nóg með það, heldur sá ég svo skýrt hvað það er sem Hann býður okkur, að<br />

vera ný sköpun í sér. Ég sem hafði ekkert upp á að bjóða eða fram að færa,<br />

aumkunarverður, aðskilinn og vonlaus.<br />

Mitt í öllu þessu sá ég svo kristaltært dýpt kærleika Krists sem bauð mér<br />

svo innilega að taka á móti frelsuninni. Hversu ákaflega og algjörlega kærleikur<br />

Krists ávarpaði mig og sýndi mér líf mitt og hvað Hann þráði að ég<br />

myndi taka á móti lífinu í sér, hverfa frá þessu einskis nýta lífi í þeim heimi<br />

sem ég var staddur í, afklæðast því og koma inn í ríki sitt sem fullkomlega<br />

ný sköpun. Þegar ég horfði á líf mitt sá ég hversu skuldsett það var af alls<br />

konar ákærum og sektum sem orsakaði eilífan aðskilnað frá Föður lífsins.<br />

En ég sá líka hvernig Jesús kom fram fyrir Föðurinn og sagði að hann væri<br />

búinn að greiða fyrir allar skuldir mínar með því að ganga í minn stað. Nú<br />

væri allt fyrirbúið þannig að ég ætti allan kost á því að ganga út úr þessu<br />

ríki sem ég var staddur í og ganga inn í ríki lífsins. Skuldarbréfið mitt var<br />

neglt á krossinn og algjörlega að fullu greitt, þannig að ég þurfti ekki að<br />

vera aðskilinn frá Föðurnum að eilífu. Hvernig ég sá að þetta var algjörlega<br />

verk Krists í ævarandi elsku hans sem hann bar til mín og barna sinna. Hver<br />

munurinn var á því að lifa sjálfum mér eða að vera í Honum sem er vegurinn,<br />

sannleikurinn og lífið. Þetta var algjör endurlausn! Ég væri kallaður<br />

til að vera með Honum að eilífu, sem barn Hans sem Hann elskaði og mat<br />

mikils. Hann væri vitnisburður lífs míns og Hann hafi arfleitt mig af öllum<br />

himneskum blessunum í himinhæðum. Þvílík sýn og þvílík upplifun!<br />

Síðan fannst mér ég vera staddur í forstofu himinsins þar sem við mér<br />

blöstu dyr lífsins. Ég stóð við dyrnar og heyrði óm af dýrðlegri gleði, svo<br />

mikill fögnuður og svo mikið að gerast svo langt sem augað eygði. Ég<br />

heyrði rödd sem sagði við mig: Komdu yfir þröskuldinn, komdu inn í ríki<br />

lífsins og taktu þátt í ævarandi fögnuði Föður lífsins! Því skyldi ég ekki vilja<br />

taka við þessu boði?<br />

Trúin er brúin til lífsins.<br />

Ljósmynd: www.johannes.tv<br />

Andri Freyr Hólm<br />

Frá því að ég var lítill strákur<br />

hef ég alltaf átt erfitt með allt<br />

sem heitir ábyrgð, yfirvald<br />

og reglur. Ég var greindur<br />

mjög ungur með ofvirkni og athyglisbrest<br />

og eitthvað annað sem heitir<br />

„hegðunarröskun“. 11 ára gamall<br />

byrja ég að nota fíkniefni og hef<br />

frá 14 ára aldri gert margar tilraunir<br />

til að hætta með misgóðum<br />

árangri. Ég hef verið inni á mörgum<br />

stofnunum, verið hjá sálfræðingum<br />

og geðlæknum og heyrt alls konar<br />

útskýringar á mínu vandamáli<br />

sem hefur ekki hjálpað mér mikið.<br />

Um miðjan júlí á síðasta ári er ég<br />

mjög illa á mig kominn út<br />

af fíkniefnaneyslu og bið<br />

Jesú að hjálpa mér. Daginn<br />

eftir fæ ég kraft til að leita<br />

mér hjálpar og ég talaði við<br />

Baldur Frey í Kærleikanum<br />

og hann tekur mig inn á heimilið<br />

sitt. Hann tók mig með sér hvert<br />

sem hann fór og ég fylgdist með<br />

honum og ég lærði um Guð, hvernig<br />

ég ætti að leita hans og hvernig<br />

ég ætti að sýna öðru fólki kærleika.<br />

Jesús hefur tekið frá mér fíknina,<br />

óttann, kvíðann og reiðina og gefið<br />

mér frið í hjartað og sátt. Ég er<br />

kannski ekki fullkominn en Jesús<br />

hefur gefið mér kraft til að elska og<br />

hjálpa öðrum.<br />

Trúarhjálpin<br />

FYRIR FJÁRHAGSLEGUM 0G EFNAHAGSLEGUM ÞÖRFUM<br />

(JÁTAÐU DAGLEGA)<br />

Kristur keypti mig undan bölvun lögmálsins (fátækt, sjúkdómi og dauða). Gal 3:13 og<br />

V.MÓs 28. kafli .<br />

Í stað fátæktar hefur hann gefið mér auð. Í stað hungurs hefur hann gefið mér brauð.<br />

II. Kor 8:9.<br />

Ég treysti Drottni og gleðst yfir honum, og hann veitir mér það sem hjarta mitt girnist.<br />

Sálm 37:3-4.<br />

Ég hef gefið tíund og Guð hefur opnað flóðgáttir himinsins og úthellir yfir mig yfirgnæfanlegri<br />

blessun. Mal 3:10.<br />

Ég hef í öllu og ávallt allt sem ég þarfnast og get sjálfur veitt ríkulega til sérhvers góðs<br />

verks, því Guð veitir mér allar góðar gjafir ríkulega. II Kor 9:8.<br />

Ég líð engan skort, því að Guð minn uppfyllir sérhverja þörf mína samkvæmt auðlegð<br />

dýrðar sinnar í Kristi Jesú. Fil 4:19.<br />

Drottinn er minn hirðir, MIG MUN EKKERT BRESTA! Sálm 23:1.<br />

FRJÁLST FRAMLAG TIL VONARLJÓSS • Bænalína – 800 9120<br />

Framlag þitt er ómetanleg hjálp fyrir <strong>Vonarljós</strong>.<br />

Banki: 0113-26-25707 - Kt.: 630890 - 1019<br />

Ps. Fyrir hvert framlag færðu sendan GULLKROSS<br />

23


Ljósmynd: www.johannes.tv<br />

Guð opinberar sig í náttúrunni.<br />

Móðir Teresa mælti:<br />

Við skulum biðja hvert fyrir öðru. Mín sérstaka bæn er sú,<br />

að við megum elska heitt þessa Guðsgjöf, barnið, því að<br />

barnið er stærsta gjöf Guðs til heimsins og til<br />

fjölskyldunnar og til sérhvers okkar. Og biðjið, að fyrir<br />

hjálp þessa kærleika megið þið vaxa í heilögu líferni, því<br />

að heilagleiki er ekki eitthvað, sem aðeins fáum getur<br />

hlotnast; hann er blátt áfram skylda þín<br />

og skylda mín.<br />

Hið góða líf<br />

Símon<br />

Jóhannesson<br />

öryggisvörður<br />

Hæ hó. Ég heiti Símon<br />

Jóhannesson og hef vitnisburð<br />

að segja um hvað Guð<br />

hefur gert í lífi mínu. Ég er alinn<br />

upp í kristinni fjölskyldu og hef<br />

því verið mikið frá því ég fæddist<br />

í kristnu umhverfi. Ég mætti oft í<br />

messur í kirkjunni en var ástæðan<br />

oftast sú að foreldrar mínir tóku<br />

mig með sér á þessar messur. Ég<br />

fékk að kynnast Jesú þegar ég<br />

var strákur en gleymdi að rækta<br />

samfélagið við Hann. Ég hafði alltaf<br />

trú á Guð en ég hafði ekki lengur<br />

þetta persónulega samfélag við<br />

Jesú þegar ég var orðinn eldri,<br />

það er að segja í byrjun unglingsáranna.<br />

Þegar ég byrjaði í framhaldsskóla<br />

þá var forvitnin mikil<br />

hjá mér og ég prófaði að drekka<br />

og fannst það frekar spennandi.<br />

En þegar ég var búinn að vera ár<br />

í framhaldsskóla þá virkilega fann<br />

ég mikla neyð, að ég þurfti á Guði<br />

að halda, og trúi ég að Guð hafi<br />

eitthvað verið að pikka í hjarta<br />

mitt. Ég ákvað þá að gefa Guði<br />

líf mitt algjörlega og Hann kom<br />

og breytti því gjörsamlega. Þvílíkur<br />

kærleikur sem Guð er. Ég fann það<br />

sem allar manneskjur í heiminum<br />

þurfa á að halda og það er Jesús.<br />

Áður en ég gaf Guði líf mitt þá lifði<br />

ég því lífi sem margar manneskjur<br />

myndu segja að væri gott líf. Var<br />

umkringdur góðum vinum og átti<br />

frábæra fjölskyldu en samt vantaði<br />

eitthvað. Við verðum oft svo<br />

blind á það sem við þörfnumst<br />

því við höldum að ef við höfum<br />

það sem samfélagið segir að við<br />

þurfum að hafa séum við í góðum<br />

málum, eins og t.d. að eiga góða<br />

vini, góða fjölskyldu, og þá<br />

verðum við alsæl, en það<br />

er bara alls ekki nóg. Ekki<br />

misskilja mig. Þetta skiptir<br />

máli en þetta er ekki aðalatriðið.<br />

Guð skapaði okkur<br />

til að eiga samfélag við Sig og<br />

með því að gefa ekki Guði séns<br />

þá erum við að missa í rauninni af<br />

öllu, af tilgangi okkar. Guð þekkir<br />

okkur langbest enda skapaði<br />

Hann okkur. Ég vissi það áður en<br />

ég gaf Guði líf mitt að ef ég myndi<br />

ekki gefa honum það þá myndi<br />

ég ekki fara til himins. Það virðist<br />

eins og í dag megi varla tala<br />

um að það sé himnaríki og helvíti.<br />

Fólk reynir að blokka út að það<br />

sé til helvíti en það er samt til. Í<br />

Jóhannesarguðspjalli, 14. kafla og<br />

6 versi, stendur: – Jesús segir við<br />

hann: „Ég er vegurinn, sannleikurinn<br />

og lífið. Enginn kemur til föðurins<br />

nema fyrir mig. – Við komumst<br />

ekki til föðurins nema fyrir<br />

Jesú Krist. Ég gaf Guði líf mitt og<br />

er það besta ákvörðun sem ég hef<br />

nokkurn tímann tekið. Hann sýndi<br />

mér að Hann væri raunverulegur<br />

og líf mitt hefur aldrei verið eins<br />

spennandi eins og þegar ég kynntist<br />

Jesú Kristi. Munið það að við<br />

komumst ekki til himna á kirkjurækni.<br />

Það stendur ekki í Biblíunni<br />

að þú þurfir að mæta í það<br />

minnsta 43 sinnum á ári í kirkju<br />

og þá komist þú til himna. Nei, við<br />

þurfum að gera okkur grein fyrir<br />

því að maður verður ekki belja<br />

á því að fara í fjós. Að komast til<br />

himna er að gefa Jesú líf okkar og<br />

hvet ég þig, kæri lesandi, að gefa<br />

Jesú líf þitt og ég skal lofa þér því<br />

að þú munt ekki sjá eftir því, því<br />

að þessi ákvörðun er sú besta sem<br />

nokkur manneskja getur tekið. Guð<br />

blessi ykkur.<br />

Trúarhjálpin<br />

HAFIRÐU ÓTTA OG ÁHYGGJUR (JÁTAÐU DAGLEGA)<br />

Ég er í líkama Krists og Satan hefur ekkert vald yfir mér. I. Kor 12:14-27.<br />

Sá er meiri sem í mér er en sá sem er í heiminum. I. Jóh 4:4.<br />

Ég óttast ekkert illt, því að þú ert hjá mér, Drottinn, orð þitt og Andi hugga mig. Sálm<br />

23:4.<br />

Ég er fjarri ofríki, ótti og skelfing koma ekki nærri mér. Jes 54:14.<br />

Eltingaleikurinn við hið góða líf hefur<br />

varað eins lengi og maðurinn hefur verið<br />

uppi. Hvað er þá „hið góða líf”?<br />

Eitt sjónarmið er að hið góða líf sé ástand<br />

þar sem fólk getur lifað og tjáð sig óttalaust.<br />

Eitt þeirra verulega stóru vandamála sem<br />

mannkynið stendur frammi fyrir er tómleiki.<br />

Þá hugsa ég ekki fyrst og fremst um<br />

tómar matvörugeymslur. Það er reyndar<br />

vandamál sem hlutar heims berjast við,<br />

en hægt væri að leysa með auknu félagslegu<br />

réttlæti. Að sjálfsögðu er það alvarlegt<br />

þegar stórir hópar fólks upplifa hungur og<br />

vannæringu og okkur ber öllum skylda til<br />

að leggja okkar af mörkum til að jafnari<br />

skipting náist.<br />

En það sem ég fyrst og fremst á við er<br />

hinn innri tómleiki. Það að fólk finni að<br />

það skortir tilgang með lífinu og örugga<br />

festu. Hinn innri tómleiki verður eins og<br />

sjálfstætt afl sem leiðir í tilviljunarkenndar<br />

áttir og leiðir oft til þess að ytri áhrif<br />

og tíðarandinn stjórni þeim ákvörðunum<br />

sem við tökum. Tómleikinn segir nefnilega<br />

ekkert um gildin og þegar tómleikinn<br />

24<br />

er æpandi er hugurinn ekki upptekinn af<br />

afleiðingum og stærra samhengi.<br />

Tómleikinn gerir menn sjálfhverfa og<br />

það er óheilbrigt ástand sem til lengri tíma<br />

hefur í för með sér þjáningu bæði fyrir einstaklinginn<br />

og samfélagið.<br />

Guð vill frelsa okkur frá tómleikanum. Og<br />

hann hefur þegar gert það með því að<br />

senda Jesú í heiminn sem frelsara og drottin.<br />

Hann segir að „af náð hans höfum vér<br />

öll þegið, náð á náð ofan.” Ég get ekki<br />

hugsað mér betra líf en það líf sem Jesús<br />

gefur.<br />

Við segjum oft að Jesús gefi eilíft líf og<br />

hugsum þá gjarnan um „ævarandi”. Það<br />

er ekki auðvelt að átta sig á lífi sem engan<br />

endi tekur, en eilíft líf þýðir líka líf í bestu<br />

gæðum. Ef það er eitthvað sem við þörfnumst<br />

á okkar tímum og í okkar heimi, þá<br />

er það einmitt eilíft líf – líf í bestu gæðum!<br />

Og Jesús biður okkur að vera móttækileg:<br />

„Verið í mér, þá verð ég í yður!” Biblían<br />

kennir okkur um hið góða líf og Andinn<br />

gerir það mögulegt fyrir okkur að tileinka<br />

okkur þetta líf.<br />

Anne Marie Reinholdtsen<br />

Yfirforingi Hjálpræðishersins á Íslandi.<br />

Engin vopn, sem smíðuð verða gegn mér, skulu verða sigurvænleg, því að réttlæti mitt<br />

er frá Drottni. Jes 54:17.<br />

Allt sem ég geri lánast mér, því að ég er sem tré, gróðursett hjá rennandi lækjum. Sálm<br />

1:3.<br />

Drottinn, þú hefur frelsað mig frá þessari yfirstandandi vondu öld, samkvæmt vilja<br />

Guðs. Gal 1:4.<br />

Engin ógæfa hendir mig og engin plága nálgast bústað minn. Sálm 91:10.<br />

Því að mín vegna býður þú út englum þínum, til þess að gæta mín á öllum vegum<br />

mínum. Sálm 91:11.<br />

Á vegi mínum er líf og enginn dauði. Orðskv 12:28.<br />

Ég er gjörandi orðsins og er sæll í verkum mínum. Jak 1:25.<br />

Ég tek skjöld trúarinnar og slekk öll hin eldlegu skeyti hins vonda. Ef 6:16.<br />

Kristur keypti mig undan bölvun lögmálsins. Ég banna öllum sjúkdómi að snerta mig.<br />

Gal 3:13 og V. MÓs 28. k.<br />

Ég sigra fyrir blóð lambsins og fyrir orð vitnisburðar míns. Op 12:11.<br />

Djöfullinn flýr mig, því að ég stend gegn honum í Jesú nafni. Jak 4:7.<br />

Orð Drottins varir að eilífu, það stendur stöðugt á himnum. Sálm 119:89.<br />

Börn mín njóta mikils friðar, því þau eru öll lærisveinar Drottins. Jes 54:13.


Áhugaverðir netmiðlar<br />

Það er til fjöldinn allur af áhugaverðum netmiðlum þar<br />

sem fólk hefur greiðan aðgang að því að fanga allt það<br />

sem er að gerast í kristilegu starfi á Íslandi. Hægt er að<br />

nálgast fullt af athyglisverðum og uppbyggjandi greinum<br />

og öðru efni tengdu trúnni og tilverunni, auk allra hinna<br />

miklu upplýsinga um samkomur, starfsemi, fyrirlestra,<br />

atburði og uppákomur fyrir alla aldurshópa. Hér er samansafn<br />

af mörgum áhugaverðum heimasíðum. Þetta er<br />

ekki tæmandi listi, en fólk ætti að finna eitthvað við sitt<br />

hæfi. Kíkið á þetta og njótið.<br />

ABC barnahjálp – www.abc.is<br />

Aðventistakirkjan – www.sda.is<br />

Aglow - Alþjóðleg samtök kristinna kvenna – www.aglow.is<br />

Baptistakirkjan í Njarðvík – www.isholf.is<br />

Boðunarkirkjan – www.bodunarkirkjan.is<br />

Félagið Zion, vinir Ísraels – www.zion.is<br />

Fíladelfía – www.filadelfia.is<br />

Fríkirkjan í Hafnarfirði – www.frikirkja.is<br />

Fríkirkjan í Reykjavík – www.frikirkjan.is<br />

Gídeonfélagið á Íslandi – www.gideon.is<br />

Hið íslenska Biblíufélag – www.biblian.is<br />

Hjálpræðisherinn – www.herinn.is<br />

Hvítasunnukirkjan – www.gospel.is<br />

Íslenska Kristskirkjan – www.kristur.is<br />

K.U.F. Kirkja unga fólksins í Fíladeldfíu – www.filo.is<br />

Karmelklaustrið í Hafnarfirði – www.karmel.is<br />

Kaþólska kirkjan – www.vortex.is<br />

Kefas – www.kefas.is<br />

KFUM og K – www.kfum.is<br />

Kirkjunetið – www.kirkju.net<br />

Kirkjulækjarkot – www.eldurinn.is, www.kotid.is<br />

Kristilega fjölmiðlafélagið – www.talrasin.is<br />

Kristin stjórnmálasamtök – www.krist.blog.is<br />

Krossinn – www.krossinn.is<br />

Kærleikurinn – www.kaerleikurinn.is<br />

Lífsvernd – www.lifsvernd.com<br />

Mózaik – www.mozaik.is<br />

Ný kynslóð, róttæk kristileg skólasamtök á Íslandi og<br />

Skandinavíu – www.nykynslod.is<br />

Omega – www.omegatv.is<br />

Óháði söfnuðurinn – www.ohadisofnudurinn.is<br />

Royal Rangers, kristilegt æskulýðsfélag – www.royalrangers.<br />

is<br />

Salt, kristið samfélag – www.saltks.is<br />

Samband íslenskra kristniboðsfélaga – www.sik.is<br />

Samfélag trúaðra – www.biblebelievers.is<br />

Samhjálp – www.samhjalp.is<br />

Samkirkjulegur hópur Þjóðkirkju og fríkirkna – www.alfa.is<br />

Samtök kristinna bifhjólamanna – www.trubador.is<br />

Útvarpsstöðin Lindin – www.lindin.is<br />

Vegurinn – www.vegurinn.is<br />

Vinir í bata – www.viniribata.is<br />

Þjóðkirkjan – www.kirkjan.is, www.tru.is<br />

Útvarpsstöðin Lindin boðar blessun<br />

– fyrir þjóðina alla daga, allan sólahringinn<br />

Er við ferðumst um landið okkar Ísland<br />

sjáum við margar fallegar kirkjur blasa við<br />

okkur á áberandi stöðum í landslaginu.<br />

Þessar kirkjur tala til þjóðarinnar og til<br />

þeirra, er sækja okkur heim, um kristna<br />

arfleifð þjóðarinnar. Frá árinu 1995 hefur<br />

útvarpsstöðin Lindin notið þeirra forrétinda<br />

að vera hluti af þessari arfleifð, með<br />

því að segja frá Guði og fagnaðaerindinu<br />

um Jesú Krist í tali og tónum.<br />

Þegar sagt er frá verki Guðs og valdi og<br />

krafti Hans til að breyta og bæta líf fólks,<br />

þá laðar það menn og konur, drengi og<br />

stúlkur að kærleika, fyrirgefningu og friði<br />

Hans.<br />

„Ég tók á móti Jesú þegar ég hlustaði á<br />

Lindina árið 1995 og líf mitt hefur breyst<br />

algjörlega. Ég hlusta á Lindina daglega<br />

og það hefur orðið mér til blessunar.“<br />

Frásögn hlustanda Lindarinnar.<br />

Hugsjónin<br />

Hugsjón Lindarinnar er að breiða út boðskapinn<br />

um kærleika, von og frið Guðs<br />

til þjóðarinnar og víðar. Lindin leitast við<br />

að gera þetta í gegnum kristilega tónlist,<br />

kennslu sem er grundvölluð á Biblíunni,<br />

prédikunum og vitnisburðum um Guð að<br />

verki í lífi fólks í dag.<br />

Dagskráin<br />

Lindin býður upp á fjölbreytta dagskrá.<br />

Tónlistardagskráin er samsett úr íslenskri<br />

og erlendri lofgjörðartónlist, bæði fjörugri<br />

og rólegri, svo og hefðbundnari sálmum.<br />

Boðið er upp á dagskrá með fjölskyldu- og<br />

hjónaráðgjöf og dagskrá fyrir börn þar sem<br />

notast er við kennsluefni sunnudagaskólanna.<br />

Vikulega er bókaþáttur þar sem kynntar<br />

eru ýmsar kristilegar bækur nýjar og eldri,<br />

íslenskar og erlendar.<br />

Kristnir leiðtogar víðs vegar að á landinu<br />

flytja hlustendum „Boðskap dagsins“ alla<br />

virka daga vikunnar, og viðtöl við fólk með<br />

fjölbreyttan bakgrunn er líka vikulega á<br />

dagskrá.<br />

„Nótt eina gat ég ekki sofið og fann þessa<br />

stöð í útvarpinu, síðan þá hlusta ég hvenær<br />

sem ég get. Dagskráin á Lindinni<br />

hefur hjálpað mér að skilja Biblíuna<br />

miklu betur.“<br />

Frásögn hlustanda Lindarinnar.<br />

Bænalínan<br />

Bæn hefur verið stór hluti af þjónustu<br />

Lindarinnar frá upphafi. Á Lindinni eru<br />

bænastundir þrisvar á dag, yfirleitt í beinni<br />

útsendingu frá mánudegi til föstudags.<br />

Á þessum bænastundum er beðið fyrir<br />

þjóðinni og innsendum bænarefnum hlustenda.<br />

Það er dásamlegt að fá að heyra um það<br />

hvernig Guð svarar bænum.<br />

Sæl er sú þjóð er á Drottin að Guði, sá<br />

lýður er hann hefur kjörið sér til eignar.<br />

Sálmur 33:12<br />

25


Endurkoma Jesú Krists!<br />

Í trúarjátningu kristinna<br />

manna er fullyrðing sem<br />

hefur haft sinn sess frá<br />

upphafsárum trúarinnar:<br />

„...og mun þaðan koma<br />

til að dæma lifendur og<br />

dauða...“ Þá viðurkenna<br />

kirkjugestir að sá sem<br />

píndur var á dögum<br />

Snorri Pontíusar Pílatusar<br />

Óskarsson muni aftur koma og<br />

birtast þá sem dómari<br />

lifenda og dauðra! Það er ekki lítil trú að<br />

geta tekið þetta upp í sig og af hjartans<br />

sannfæringu játað að sá sem var krossfestur,<br />

dáinn og grafinn, reis aftur upp frá dauðum<br />

– reyndar reis hann ekki „aftur upp“ því<br />

hann dó aðeins einu sinni – ætti að koma<br />

á ný til jarðar og blasa við allra augum. En<br />

hvenær ætli þessi atburður verði?<br />

26<br />

Frumkristnin<br />

Í gegnum sögu kristninnar hefur endurkoma<br />

Jesú Krists verið „á næsta leiti“.<br />

Kirkjan hefur boðað komu hans í því ljósi<br />

að „enginn veit daginn né stundina“ og<br />

hann muni birtast sem „þjófur að nóttu“.<br />

Oft hafa ýmis kennimerki samtímans verið<br />

notuð til áminningar að nú sé eitthvað<br />

mikið framundan. Opinberunarbókin ein<br />

og sér hefur þar helst verið höfð í frammi<br />

sem sönnunargagn þess er verða mun. En<br />

ekki er Jesús mættur í sínum „mætti, veldi<br />

og dýrð“.<br />

Forvitni rak lærisveinana til að spyrja<br />

Jesú hver tákn yrðu um endurkomu hans<br />

eða þess að hann stofnaði nýtt ríki hér á<br />

þessari jörð. Prédikun Jesú hafði hljómað<br />

frá upphafi þannig: „Gjörið iðrun því<br />

himnaríki er í nánd“! Þessi hvatning leiddi<br />

til þess að menn breyttu háttalagi sínu,<br />

bættu framferði sitt og áttu því von á byltingunni<br />

miklu að Guð kæmi með sínum<br />

englaher og fjarlægði dauðann og Satan<br />

úr tilverunni. Við þann atburð áttu ekki<br />

allir að eiga sjö dagana sæla heldur aðeins<br />

þeir sem tilbúnir voru og með hreint hjarta<br />

vegna trúarinnar á Jesú.<br />

Sagan segir að á uppstigningardag hafi<br />

lærisveinarnir spurt hvort hann myndi á<br />

þessum dögum stofna ríki sitt. Hann svaraði<br />

þeim því að ekki væri þeim gefið að<br />

vita tíma eða tíðir. Svo sögðu englarnir<br />

lærisveinunum að nú skyldu allir halda<br />

aftur til borgarinnar því að „Jesús þessi<br />

mundi koma á sama hátt og menn sáu hann<br />

fara,“ þ.e. á skýjum himins.<br />

Bæði Pétur og Páll minnast á endurkomu<br />

Jesú en þó ekki alveg eins. Ekki má svo<br />

skilja að þeir hafi verið ósammála heldur<br />

hitt að táknin og fyrirboðar endurkomunnar<br />

eru það margir að hvorugur tók þá alla<br />

með og gerði tæmandi lista yfir breytingarnar<br />

og atburðina sem fylgja.<br />

Páll nefnir t.d. að menn muni rísa upp<br />

frá dauðum. En þeir sem verða á lífi við<br />

endurkomu Jesú muni umbreytast í einni<br />

svipan, á einu augabragði og við þá breytingu<br />

muni dauðinn ekki hafa vald né áhrif<br />

aftur á manneskjuna.<br />

Hvítasunnumenn ásamt nokkrum öðrum<br />

kristnum trúflokkum hafa lagt meiri<br />

áherslu á þessa boðun en t.d. þjóðkirkjan<br />

eða kaþólskir. Stundum hefur kveðið svo<br />

rammt að þessari áherslu að sumir þekktir<br />

stjórnmálamenn hafa verið nafngreindir<br />

sem antikristar. Nöfn þeirra voru útreiknuð<br />

og sáust passa við tölu dýrsins, 666. Fyrir<br />

bragðið hefur öðrum þótt öfgarnar taka út<br />

yfir allan þjófabálk og því ekki á það hættandi<br />

að reyna einhverja umræðu um þessi<br />

atriði. En skoðum nokkra fleiri þætti, byrjum<br />

á því að skoða nokkur atriði sögunnar.<br />

Kirkjusagan og viðhorfin<br />

Eftir tíma postulanna var Ágústínus<br />

kirkjufaðir hafður í stöðu hins eina sanna<br />

leiðtoga og lærisveinar hans reiknuðu út að<br />

endurkoma Krists yrði árið 500. En menn<br />

með þá afstöðu voru af öðrum kristnum<br />

taldir „deliri et insani“ eða með hugaróra<br />

og dellu. En atburðir aldarinnar höfðu undirstrikað<br />

réttmæti kenningarinnar með<br />

miklum jarðskjálftum þann 19. júlí árið<br />

418 og að Vísigotar herjuðu á Rómaveldi.<br />

Barbarar sátu lengi um Rómaborg á þeirri<br />

öld. Það þótti öflugt tákn mörgum kristnum<br />

að Múhammeð lést árið 666 sem sannaði<br />

þar með að hann væri „dýrið“ sem frá<br />

er greint í Opinberunarbókinni.<br />

Spánski munkurinn Beatus frá Liébana<br />

ritar árið 775 e.Kr. 1000 bls. doðrant um<br />

Opinberunarbókina. Ætlunin var að útskýra<br />

viðburði samtímans í því ljósi að þeir væru<br />

„sorgarklæði þessa heims sem brátt verða<br />

umsköpuð til nýrrar veraldar.“ En bókin<br />

átti ekki að verða tímamælir eða klukka<br />

fram til heimsendis, aðeins útskýring á vesöld<br />

mannkyns.<br />

Heimsendahugmyndir skutu upp kollinum<br />

af og til í ljósi mikilla viðburða, s.s.<br />

við árið 1000 og krossferðirnar sem áttu<br />

að opna fyrir komu Krists konungs til<br />

Jerúsalem. Bruninn mikli í London árið<br />

1666 hafði svipuð áhrif, franska byltingin<br />

og Napóleonsstyrjaldirnar voru álitin tákn<br />

síðustu tíma. Margar munka- og nunnureglur<br />

voru settar á laggirnar til að „brúður<br />

Jesú“ gæti gert sig tilbúna við komu<br />

hans og brúðkaups. Þannig hafa menn<br />

lesið myndir Opinberunarbókarinnar samkvæmt<br />

þeim tíma sem menn lifa. Oft var<br />

mikill ævintýraljómi yfir þessum hugmyndum,<br />

t.d. þegar bókin „Ferðir Mandevilles“<br />

var gefin út en hún fjallar um 15 tákn<br />

fyrir dómsdag og sett fram eins og gátlisti<br />

svo allir geti fylgst með viðburðum og<br />

krossað við. Þess vegna eru enn aðrir sem<br />

forðast þennan boðskap í ljósi þessarar<br />

2000 ára sögu mistúlkunar á spádómum<br />

Opinberunarbókarinnar. Þeir jafnvel flokka<br />

boðskapinn um endurkomu Jesú Krists<br />

sem neikvæðan og segja að hann staðfesti<br />

trúarrugl öfgatrúamanna. Öfgatrúarmenn<br />

eru einnig flokkaðir sem „bókstafstrúar“ og<br />

því látnir vera í hópi stórhættulegra glæpamanna<br />

sem eru best geymdir í eingangrun,<br />

jafnvel í Guantanamó á Kúbu.<br />

Vakningar og heimsendir<br />

En sagan hélt áfram og endatímahugmyndir<br />

kristninnar skutu upp kollinum<br />

jafnt og þétt. Trúlega reis viðamesta fylgi<br />

við endatímaspádóma hæst í byrjun 19.<br />

aldar þegar mikil trúarbylgja breiddist<br />

yfir Bandaríkin. Þar fór fremstur í flokki<br />

William Miller (1782 – 1849) sem hafði<br />

tekið hugmyndir Jonathans Edwards (1703<br />

– 1758), ensks prests hjá Púritönum. Sá<br />

hafði reiknað út frá Daníelsbókinni að<br />

líklega kæmi Jesús aftur 1866 af því að<br />

Antikristur fékk að ríkja í 1260 daga. Hann<br />

breytti dögunum í ár og miðaði við upphafstíma<br />

árið 606, þá væri tíma hans lokið<br />

1866. Miller gerðist sporgöngumaður þessara<br />

hugmynda. Þá hafði mikil trúarvakning<br />

farið um Bandaríkin sem varð til þess að<br />

þrælahald var á undanhaldi og lagðist loks<br />

af og kristin gildi voru sett í stjórnarskrá<br />

fólksins. Bandaríkin voru stofnuð án þess<br />

að hafa kóng yfir lýðnum.<br />

Miller og fylgismenn hans yfirfóru<br />

útreikninga Jonathans og eftir nákvæma<br />

skoðun komust þeir að því að um tvo daga<br />

var að ræða sem mögulega endurkomudaga<br />

Jesú Krists. Sá fyrri var 21. mars 1844<br />

og hinn síðari 22. okt. sama ár. Líklega<br />

hefur þessi hreyfing haft víðtækari áhrif<br />

en ætlað er því að t.d. Mormónar þeir sem<br />

komu til Íslands boðuðu fólkinu að hið<br />

nýja ríki hinna Síðari daga heilögu yrði<br />

grundvallað í Utah við Klettafjöllin. Þangað<br />

fór Eiríkur á Brúnum undir Eyjafjöllum til<br />

að taka þátt í hinum mikla undirbúningi<br />

endurkomu Krists sem boðuð var. Halldór<br />

Laxness gerir sögu þessa manns að yrkisefni<br />

í bókinni Paradísarheimt.<br />

Nú vita menn að allir þessir tímaútreikningar<br />

eða túlkunarfræði<br />

Opinberunarbókarinnar hafa ekki reynst<br />

haldbær fræði um endurkomu Jesú Krists.<br />

Samt hefur trúarjátning kristinnar kirkju<br />

ekki breyst því enn er sagt að Jesús muni<br />

„þaðan koma að dæma lifendur og dauða.“<br />

Hvað er verið að boða í kirkjum landsins<br />

varðandi endurkomu Jesú Krists? Í flestum<br />

kirkjum er ekkert verið að boða þennan<br />

boðskap með þunga. Sumir leggja enga<br />

áherslu á þetta atriði.<br />

Er endurkoma Jesú sama og heimsendir?<br />

Endurkoma Jesú er allt annar atburður<br />

en heimsendir. Endurkoman er líkari sumarkomu<br />

þegar náttúran breytist og menn<br />

fá að njóta blíðunnar og dýrðardaga sumarsins.<br />

Þegar menn eiga að baki harðan<br />

vetur þá er sumarið svo ákaflega eftirsóknarvert.<br />

Sá ljúfi tími hefur verið kallaður<br />

þúsund ára friðarríki Jesú Krists. En líkt<br />

og með áramót hjá okkur þá fáum við að<br />

upplifa mikinn ljósagang og sprengingar á<br />

gamlárskvöldi en svo við nýársdag er meiri<br />

kyrrð yfir hlutunum. Líkur þessu er tíminn<br />

á undan komu Jesú Krists. Skoðum málin í<br />

samhengi við Biblíuna.<br />

Endurkoman er lokaatriði í mikilli sögu.<br />

Ég ætla að sleppa sögunni frá Abraham<br />

til Móse og þaðan til Davíðs. Ég ætla að<br />

sleppa tímabilum í gyðingasögunni sem<br />

greinir frá dómurum og svo konungum<br />

þeirra. Þar átti sér margt stað sem tengist<br />

betur öðrum málum en kjarninn í sögunni<br />

er sá að Guð var að staðfesta tilveru<br />

sína. Gegnum menn og sögu þeirra var svo<br />

margt sem sannaði inngrip Guðs í málin.<br />

Hefjum frekar söguna hjá Esekíel spámanni.<br />

Esekíel var prestur við musteri Salómons<br />

og fluttist sem fangi til Babýlonar árið 597<br />

f.Kr. Í Babýlon opinberaði Guð honum<br />

atburði sem verða undanfari endurreisnar<br />

þjóðarinnar. Það eru kaflarnir frá 36 til 39<br />

er fjalla um Ísrael og sögu landsins. Hæðir<br />

landsins sem urðu berangur verða „ræktaðar<br />

að nýju“ og fá að verða eins og „aldingarður“.<br />

Þjóðin sem hefur verið „dreift<br />

meðal þjóðanna“ verður kölluð heim „úr<br />

gröfunum“ og flutt á Ísraels fjöll.<br />

Í útrýmingabúðum í maí 1945<br />

Varla dylst nokkrum manni hve glöggt þetta<br />

orð er í ljósi útrýmingartilrauna nazista á<br />

þessari merkilegu þjóð. En Esekíel fer frá<br />

þessum raunum og opinberar endursköpun<br />

lands og þjóðar í nærveru Guðs. Þjóðir<br />

heimsins munu standa í gegn endurreisn<br />

lands og þjóðar en samt fá Ísraelsmenn að<br />

endurreisa musterið á Musterishæðinni í<br />

Jerúsalem. Fram að þessu hefur þetta orð<br />

ekki ræst og meðan svo er freistast margir<br />

til að telja þetta dellu. En ég trúi að þessir<br />

atburðir eigi eftir að verða raunveruleiki<br />

í náinni framtíð eða fréttir morgundagsins.<br />

Hafið vakandi huga af fréttunum sem<br />

berast frá Ísrael og Musterishæðinni þessa<br />

páska og fram til haustsins. Það má öllum<br />

mönnum ljóst vera að Ísraelsmenn eru<br />

komnir heim og búa í Landinu helga!<br />

Hornsteinn hins<br />

nýja Musteris tilbúinn<br />

Daníel fjallar einnig um tilveru Ísraels. Hann<br />

gefur þeim tíma. Hann segir að Gyðingar<br />

hafi fengið frá Guði „sjötíu sjöundir“ eða<br />

490 ár. Þessar sjöundir hafa flestar runnið<br />

sitt skeið og voru notaðar í að endurreisa<br />

stræti og torg Jerúsalemborgar<br />

eftir herleiðinguna. Þegar Jesús Kristur var<br />

krossfestur var 69 sjöundum lokið (Dan. 9:<br />

26) þegar hinn smurði verður afmáður og<br />

„hann mun ekkert eiga“. En þá vantar eina<br />

sjöundina og við nánari skoðun þá er hún<br />

ókomin.<br />

Jeremía, Jesaja, Esekíel og Daníel eru því<br />

spámenn sem við lesum saman og berum<br />

saman til að fá þann skilning er snertir<br />

endurkomu Jesú Krists og Guðs verk með<br />

gyðinga.<br />

Tilvera Ísraels er því eitt öflugasta tákn<br />

sem hægt er að benda á sem tengist undirbúningi<br />

komu Krists. Ég ætla að nefna<br />

önnur atriði sem hafa verið hjá okkur undanfarna<br />

áratugi sem tákn til viðvörunar eða<br />

viðvörunarhringingar til samtímans.<br />

Þetta tákn, Ísrael, mun leiða fram mótþróaseggina<br />

sem ætlaðir eru til dóms og<br />

eyðingar. Þessa atburðar er getið í spádómsbók<br />

Jóels, 3. kafla, þar sem greint<br />

er frá þjóðunum sem hafa farið illa með<br />

gyðinga, dreift þeim meðal þjóðanna og<br />

skipt landinu. Að lokum munu þessar þjóðir<br />

ráðast til atlögu og skipta Jerúsalem til<br />

helminga. Í dag eru þessi atriðið kölluð<br />

„pólitískar lausnir“ á vanda Palestínuaraba<br />

og Gyðinga.<br />

Heimsendir og Al Gore.<br />

Veður verða válynd og þjóðir standa<br />

ráðalausar við „dunur hafs og brimgný.“<br />

Nægir hér að minna á jarðskjálftana og<br />

flóðbylgjurnar á annan dag jóla 2004 við<br />

Indónesíu; og fellibylinn Katrínu 29. ágúst<br />

2005 sem er sagður „einn stærsti fellibylur<br />

í sögu Bandaríkjanna,“ DV 30. ág. 2005.<br />

Jarðskjálftar hafa varla verið stærri eða<br />

tíðari en á undanförnum árum, nægir þar<br />

að nefna Kóbe í Japan 1995, en Kóbe þýðir<br />

„Dyr Guðs“. Eflaust má flokka þessa upptalningu<br />

mína til „sértrúaráróðurs“ en því<br />

má svara á þann hátt að ekki hefur mannkynið<br />

setið að öðrum eins mælingum á<br />

náttúrunni eins og okkar kynslóð. Al Gore<br />

sá ástæðu fyrir því að vara við hlýnun jarðar<br />

með fyrirlestrum og myndútgáfu á „an<br />

inconvenient truth“ Hann er ekki í minnsta<br />

vafa um að maðurinn er á brún heimsendis.<br />

Hann boðar mönnum að gera iðrun út um<br />

allan heim.<br />

Skoðum þessi atriði sem vitna um síðustu<br />

tíma!<br />

Vegna náttúruókyrrðar hafa ríki jarðar<br />

ekki þurft að borga jafnmikið fyrir tjón af<br />

völdum hamfara eins og undanfarna áratugi.<br />

Siðleysi meðal manna hefur verið sýnilegur<br />

mælikvarði. Aldrei fyrr hafa siðferðisgildi<br />

kristninnar fallið eins hratt og undanfarna<br />

áratugi. Nægir að nefna frjálsar<br />

ástir, hjónaskilnaði og viðurkenningu<br />

samkynhneigðarinnar sem hljómar vel við<br />

orðin í 2. Þessalónikubréfi 2: 3; fráhvarfið<br />

og hugarfarsbreyting eða „tíðarandi“ er<br />

þannig mælikvarði og tímamælir.<br />

Eitt er þó það atriði sem ætti að opna<br />

augu okkar allra helst en það er endurreisn<br />

„Rómarríkisins“. Þegar farið er í gegnum<br />

Evrópusöguna þá var það draumur konunga<br />

og hershöfðingja að vekja að nýju<br />

rómverskt stórveldi. Karla-Magnús, Karl V,<br />

Napóleon, Mússolíni og Hitler voru allir<br />

með þessa glæsilegu draumsýn.<br />

Innsigli Karla-Magnúsar.<br />

En eftir seinni heimstyrjöldina stofnuðu<br />

Evrópuríkin Evrópusambandið á grundvelli<br />

„Rómarsáttmálans“.<br />

Fáni Evrópusambandsins<br />

Aldrei fyrr hefur Evrópa verið jafn-voldug<br />

og veik eins og undanfarna áratugi. Það<br />

sem vert er að skoða er einmitt sá þáttur<br />

sem er farinn að tengja Evrópu við ófriðarbálið<br />

í Mið-Austurlöndum. Hér komum<br />

við að orðum Opinberunarbókarinnar þar<br />

sem talað er um dýrið; það er sama spá-


Andrew Murray: Kristur kallar<br />

Verið í Kristi<br />

og í kærleika hans<br />

dómsorð og sagt er í Daníelsbók. Þessi<br />

„dýramynd“ hefur verið kirkjunni hugleikin<br />

í margar aldir enda sýnist flestum hún<br />

vera í samræmi við draum Nebúkadnesars<br />

sem sagt er frá í Daníelsbók, kafla 2. Þar<br />

dreymir konung mikið líkneski samsett úr<br />

mismunandi málmum.<br />

Líkneski Nebúkadnesars<br />

Gullhöfuðið var hann, svo komu herðarnar<br />

úr silfri, þá var kviðurinn úr eir og<br />

fætur úr járni. Neðst á fótum breyttist samsetningin<br />

í járn og leir. Þá kom steinn veltandi<br />

að og á fæturna. Við það molnaði<br />

líkneskið en vindur blés sáldrinu í burt.<br />

Steinninn óx og náði yfir alla jörðina.<br />

Daníel gaf konunginum Nebúkadnesar þá<br />

skýringu að hann væri gullhöfuðið. Síðan<br />

er hægt að rekja heimsveldin sem tóku við<br />

hvert af öðru. Öll áttu þau það sameiginlegt<br />

að ráða yfir Gyðingum og Jerúsalem.<br />

En þá má spyrja: „Eru fæturnir<br />

Evrópubandalagið“? Með nokkuð öruggri<br />

vissu má segja: já! Sér í lagi vegna þess<br />

að gyðingaríkið er myndað á sama tíma<br />

og Evrópa gengur í sameiningu EB með<br />

undirritun Rómarsáttmálans. Þess vegna er<br />

Evrópa dýrið, framhald Rómarríkis.<br />

Þessu dýri verður gefið merki sem hefur<br />

þau áhrif að stýra verslun og viðskiptum.<br />

Það lætur alla stóra sem smáa taka merkið<br />

og enginn getur keypt eða selt nema taka<br />

merki dýrsins. Það er ætti því ekki að<br />

koma nokkrum kristnum manni á óvart<br />

þetta efnahagshrun veraldarinnar sem<br />

við upplifum í dag. Er það tilviljun að við<br />

sjáum evruna, e, sem björtustu viðskiptamynt<br />

framtíðar Íslands? Reyndar eru mun<br />

fleiri ríki sammála okkur um það enda fjármálakerfin<br />

mishagstæð eftir stærð.<br />

Biblían segir þetta merki verða sett á<br />

enni eða hönd manna. Þegar það gerist<br />

mun það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir<br />

þann sem það gerir, sjá Opinb. kafla 13. Nú<br />

Heimsendir og Al Gore<br />

er ég líka farinn að lesa Opinberunarbókina<br />

inn í minn tíma.<br />

Gæludýrin okkar eru merkt með kísilflögu<br />

eða vitflögu sem hefur að geyma<br />

allar helstu upplýsingar um dýrið, heilsufar,<br />

eiganda, aldur o.þ.u.l. Slíkar kísilflögur<br />

eru á stærð við hrísgrjón og MasterCard<br />

hafa þegar framleitt yfir 2 milljarða af þessum<br />

flögum. Þær benda á að tæknin er til<br />

sem gerir það að verkum að hægt er að<br />

útrýma peninga- og kortaviðskiptum víða<br />

í heiminum. Þessar flögur hefðu t.d. komið<br />

sér mjög vel 26. des. 2005 þegar flóðbylgjan<br />

skall á Indónesíu og hundruð þúsunda<br />

dóu. GPS-sendingar frá kísilfögum á líkunum<br />

hefðu getað vísað björgunarmönnum<br />

á staðsetningu þeirra. Kísilfögurnar geta<br />

auðveldað lögreglu að finna hryðjuverkamenn<br />

á örskotsstundu. Margt mælir með<br />

því að þetta verði tekið í notkun. Biblían<br />

lýsir einmitt slíku ástandi og tengir það við<br />

undanfara þess að Jesús komi aftur.<br />

Kísilflaga með bankanúmerum og<br />

persónuupplýsingum undir húð handarbaks.<br />

En það síðasta sem ég vil nefna í þessu<br />

sambandi er það atriði sem við köllum<br />

að hafna trúnni. Jesús Kristur átti bræður<br />

og tveir þeirra eiga rit í Nýja testamentinu.<br />

Annar hét Jakob en hinn Júdas (ekki<br />

Ískaríot). Þessi Júdas ritaði okkur speki<br />

um mennina sem koma inn í kristnina og<br />

misnota náð Guðs til taumleysis og hafna<br />

okkar einasta lávarði og Drottni Jesú<br />

Kristi. Það er eitt ljósasta táknið á okkar<br />

tíma um það hve stutt er í endurkomu<br />

Jesú Krists, einmitt sú sterka tilhneiging<br />

að hafna kristninni, hafna siðferðisgildum<br />

hennar, hafna boðskapnum um að það er<br />

samhengi í því sem við gerum og uppskerum.<br />

Tilveran er ekki samhengislaus<br />

heldur samsett órjúfanlegum böndum eða<br />

lögmálum. Síðasta lögmálið er að vegna<br />

höfnunarinnar á Kristi og afkristnunar í<br />

Evrópu skiljum við tómarúm eftir til að<br />

fylla. Sá sem það fyllir mun verða skærasta<br />

von Gyðinga. Biblían kallar hann Anti-Krist<br />

en Gyðingarnir Messías. Evrópubúar munu<br />

væntanlega nefna hann keisara eins og var<br />

gert í Róm. Hann mun opna Gyðingum leið<br />

til að reisa musterið á Musterishæðinni.<br />

Þegar það gerist þá mun hin síðasta sjöund<br />

fara í gang (sjá Daníelsbók 9) og þá eiga<br />

Gyðingarnir ekki lengri tíma en 3½ ár uns<br />

miklir og ógurlegir tímar skella á. Enginn<br />

björgun fæst fyrir þá nema endurkoma<br />

Jesú Krists.<br />

Við stöndum á þessum merkilegu tímamótum<br />

að sjá nýtt alheimspeningakerfi rísa,<br />

frið komast á fyrir botni Miðjarðarhafs fyrir<br />

tilstilli Anti-Krists, Gyðingana reisa musterið<br />

á Musterishæðinni og þjóðir heimsins<br />

fara í eina ægilegustu útrýmingarstyrjöld<br />

í veraldarsögunni. Maðurinn kann ekki að<br />

forðast eyðinguna en þá mun Jesús Kristur<br />

birtast. Enn einu sinni verður Guð að grípa<br />

inn í tilveruna til að bjarga okkur.<br />

Að játa og trúa að Jesús Kristur er sonur<br />

Guðs, frelsarinn, er björgunin frá eyðingu<br />

en inngangan í eilíft líf. Mætti ég bjóða þér<br />

upp?<br />

Guð blessi þig.<br />

Snorri í Betel.<br />

„Ég hef elskað yður, eins og faðirinn<br />

hefur elskað mig. Verið stöðugir í elsku<br />

minni.“ Jóh. 15:9<br />

Blessaði Drottinn, upplýs augu okkar, svo<br />

að við fáum séð dýrðina, sem fólgin er<br />

í þessum dásamlegu orðum! Opinberaðu<br />

fyrir huga okkar hulið djúp kærleika þíns,<br />

til þess að sálir okkar geti fundið veginn<br />

inn þangað og þar fundið eilífan frið.<br />

Hvernig ættum við annars að geta fundið<br />

nokkuð af þeim kærleika, sem er æðri<br />

öllum skilningi?<br />

Áður en frelsarinn segir: „Verið stöðugir<br />

í elsku minni“, fræðir hann okkur um<br />

þennan kærleik. Og það, sem hann segir,<br />

hlýtur að veita okkur kraft til þess að fara<br />

að tillögu hans og gjöra okkur mögulegt<br />

að veita honum viðtöku.<br />

„Eins og faðirinn hefur elskað mig,“<br />

segir hann. En hvernig getum við skilið<br />

þennan kærleika réttilega? Ó, Drottinn,<br />

fræddu okkur um kærleika Guðs! Hann<br />

er Guð sjálfur, en ekki einn af eiginleikum<br />

hans. Hann er kjarninn, sem allir eiginleikar<br />

hans umlykja. Af því að Guð er<br />

kærleikur, þá er hann faðirinn, af því að<br />

kærleikanum er þörf á einhverjum, sem<br />

hann geti sökkt sér niður í og gefist, er<br />

sonurinn. Faðirinn vitnar um það sjálfur,<br />

þar sem hann segir: „Þetta er sonur minn<br />

elskaði, sem ég hef velþóknun á“.<br />

Guðlegur kærleikur er eins og logandi<br />

eldur. Eiginleikar Guðs eru sem geislar út<br />

frá kærleika hans; við þörfnumst stöðugt<br />

einhvers, er geti gefið okkur skilning á,<br />

hvað kærleikur hans er, sá kærleikur, sem<br />

er öllum skilningi æðri.<br />

Þessi kærleikur til sonarins er skýring á<br />

þeim kærleika, sem Guð elskar þig með.<br />

Þú, sem ert endurleystur, ert yndi hans.<br />

Allar óskir hans eru þrá kærleikans eftir<br />

þér, elska sterkari en dauðinn og sem<br />

mörg vötn geta ekki slökkt. Hjarta hans<br />

þráir þig, leitar samfélags við þig og kærleika<br />

þíns. Eins og faðirinn elskar soninn<br />

og enginn getur gengið honum í hans stað,<br />

og eins og Guð gat ekki blessað heiminn<br />

með neinu, sem væri honum kærara, svo<br />

elskar Jesús þig. Líf hans er innlifað þínu<br />

lífi. Þú ert honum dýrmætari en þú færð<br />

nokkru sinni skilið. Þú og hann eruð eitt.<br />

„Eins og faðirinn hefur elskað mig, eins<br />

elska ég yður.“ Ó, sú elska!<br />

Það er eilífur kærleikur<br />

Guðs orð kennir okkur, að Guð hafi<br />

fyrir grundvöllun heimsins fyrirhugað, að<br />

Kristur skyldi vera höfuð safnaðarins. Í<br />

upphafi þráði hann þá, sem faðirinn gæfi<br />

honum. Og þegar hann kom og sagði lærisveinunum,<br />

að hann elskaði þá, þá elskaði<br />

hann þá ekki með jarðneskri, hverfulli<br />

elsku, heldur með eilífri elsku. Í eilífum<br />

kærleika hvíla augu hans á sérhverjum af<br />

okkur, sem leitumst við að vera í honum.<br />

Og hvenær sem þessi elska snertir okkur,<br />

þá reynum við eilífan kraft. Guð segir við<br />

Ísrael: „Með ævarandi elsku hef ég elskað<br />

þig“ (Jer. 31:3).<br />

Það er fullkominn kærleikur<br />

Hann gefur allt og heldur engu eftir:<br />

„Faðirinn elskar soninn og hefur gefið<br />

honum allt í hendur.“ Eins elskaði Jesús<br />

líka sína, allt er þeirra, sem hans er. Og<br />

með því að þörf var á því, þá fórnaði hann<br />

jafnvel kórónu dýrðarinnar fyrir þig. Hann<br />

taldi ekki líf sitt og blóð dýrmætara en<br />

svo, að hann gaf það fyrir þig. Þessi kærleikur<br />

heldur engu eftir fyrir sjálfan sig.<br />

Hann gerir sig eitt með þér, með þeim<br />

hætti sem engin mannleg hugsun fær skilið.<br />

Ó, þú kærleikur, sem elskar eins og<br />

faðirinn og býðst til þess að vera okkur<br />

stöðugur hvíldarstaður.<br />

Það er innilegur kærleikur<br />

Ef við hugsum um kærleika föðurins til<br />

sonarins, þá sjáum við hans takmarkalausu<br />

verðleika til þess að njóta slíks kærleika.<br />

En hugsum við út í kærleika Krists<br />

til okkar, þá er ekkert annað hjá okkur að<br />

sjá en óverðleika og synd. Við hljótum að<br />

spyrja: „Hvernig getur eilífur, fullkominn<br />

kærleikur, sem hvíldi yfir syninum, hvílt<br />

yfir okkur? Getur það í sannleika verið<br />

sami kærleikur?“<br />

Guði sé lof! Við vitum, að það er sami<br />

kærleikur. Eðli kærleikans er æ hið sama,<br />

hversu margvíslegt það er, sem nýtur hans.<br />

Kristur þekkir engan annan kærleika en<br />

þann, sem faðirinn elskaði hann með.<br />

Eymd okkar verður þá til þess eins, að<br />

við skynjum betur dýrð kærleikans. Með<br />

innilegri meðaumkun lýtur hann niður að<br />

veikleika okkar. Með óskiljanlegri þolinmæði<br />

umber hann sljóleika okkar. Með<br />

mildi kærleikans lítur hann á ótta okkar<br />

og fávisku. Það er sú elska, sem faðirinn<br />

elskar soninn með, sem verður svo dýrðleg<br />

fyrir það, að hún lýtur niður að okkur<br />

og er miðuð við þörf okkar.<br />

Það er óbreytanlegur kærleikur<br />

„Því að þótt fjöllin færist úr stað og hálsarnir<br />

riði, skal mín miskunnsemi við þig<br />

ekki færast úr stað“ (Jes. 54:10). Og fyrirheitið,<br />

sem hann byrjar starf sitt með<br />

í hverri sál, er á þessa leið: „Því að ekki<br />

mun ég yfirgefa þig, fyrr en ég hefi gjört<br />

það, sem ég hefi þér heitið“ (1. Mós.<br />

28:15). „Eins og Jesús hafði elskað sína,<br />

þá er í heiminum voru, svo auðsýndi hann<br />

þeim nú elsku sína allt til enda“ (Jóh.<br />

13:1). Og eins og það var eymd okkar, sem<br />

knúði hann niður til okkar af himni, eins<br />

er veikleiki okkar ein ástæðan til þess<br />

að hann heldur okkur föstum. Við getum<br />

þó ekki skýrt það, nema með orðunum:<br />

„Eins og faðirinn elskaði mig, eins hefi ég<br />

elskað yður.“<br />

Er nú þessi kærleikur okkur ekki hvatning<br />

til þess að vera í honum? Við sjáum<br />

gegnumstungnar hendur hans, harmkvælamannsins,<br />

gegnumstungnar sakir kærleika<br />

hans til okkar, fórnarinnar, sem hann<br />

færði til þess að ávinna okkur. Þessar<br />

hendur minna okkur á það, sem hann<br />

hefur heitið að vera okkur, ef við vörpum<br />

okkur heilshugar í faðm hans. Þær laða<br />

okkur til þess að hvíla í kærleika hans. Og<br />

með guðdómlegu valdi, sem er samfara<br />

óumræðilegri mildi, segir hann: „Maður,<br />

eins og faðirinn hefur elskað mig, svo hef<br />

ég elskað þig, vertu stöðugur í kærleika<br />

mínum“. Og svarið við þessu boði getur<br />

ekki verið annað en þetta: „Drottinn Jesús<br />

Kristur, hér er ég. Upp frá þessu skal elska<br />

þín vera einkaathvarf mitt, í þér einum vil<br />

ég vera.“<br />

Þessi kærleikur er mælikvarði samfélags<br />

okkar við Krist.<br />

Kærleikurinn gefur allt og krefst alls. Hann<br />

gjörir það, en ekki vegna þess að hann<br />

unni okkur ekki frelsis, heldur af því að<br />

hann getur ekki gefið okkur af fyllingu<br />

sinni, nema við gefum honum rúm. Því<br />

er eins farið með kærleika Jesú til okkar<br />

og kærleika föðurins til sonarins. Ef við<br />

eigum að vera stöðugir í kærleika hans, þá<br />

verðum við að ganga undir sama lögmál.<br />

Ef við aðeins skildum hvílíkan auð og fylling<br />

fagnaðar hann veitir okkur, að hann gaf<br />

hundraðfalt aftur fyrir það, sem við missum<br />

hans vegna, þá mundum vér hætta öllu<br />

tali um fórn frá okkar hálfu og sál okkar<br />

fyllast undrun yfir þeim óumræðilegu forréttindum,<br />

að við njótum slíks kærleika og<br />

megum um eilífð vera í honum.<br />

Geri efasemdir vart við sig um það,<br />

hvort við raunverulega getum verið í þeim<br />

kærleika, þá vitum, að Guð sjálfur varðveitir<br />

okkur í honum. Allur óverðleiki<br />

okkar getur ekki hindrað það. Almáttugir<br />

armar Guðs umvefja okkur og sleppa<br />

okkur ekki, ef við annars viljum vera stöðugir<br />

þar. Hann bíður aðeins eftir frjálsu<br />

samþykki hjarta okkar, til þess að við fyrir<br />

trúna varðveitumst í honum.<br />

Ó, þú ævarandi elska, sú er faðirinn<br />

elskar soninn með og sem sonurinn elskar<br />

okkur með. Við viljum treysta þér. Við<br />

verðum að treysta þér. Ó, varðveit okkur<br />

ávallt í sjálfum þér!<br />

27


Hann elskar þig eins og þú ert<br />

Jóhannes<br />

Hinriksson<br />

Vilja ekki allir vera elskaðir,<br />

finna frið og tilgang<br />

með lífinu? Margir<br />

hafa leitað og ekki<br />

fundið það sem svalar<br />

hjartanu, eitthvað nýtt<br />

hefur verið reynt en<br />

hjartað er ennþá tómt,<br />

einn sagði: Leitið og<br />

þér munuð gá, en það<br />

var annar sem sagði:<br />

Leitið og þér munuð finna og sá sagði líka:<br />

Komið til mín, hann sagði: Ég vil vera með<br />

þér, eiga samfélag við þig, leiða þig og gefa<br />

þér það sem hjarta þitt þráir.<br />

Hver getur sagt svona og staðið við það?<br />

Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf<br />

son sinn eingetinn til þess að hver sem á<br />

hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.<br />

Jesús kom til þess að þú gætir átt líf og<br />

líf í fullri gnægð, líf sem ekki er háð ytri<br />

aðstæðum, líðan sem ekki er háð efnislegum<br />

gæðum, hann segir: ég vil að þú fáir<br />

að kynnast þínum himneska föður sem vill<br />

fá að elska þig til lífs.<br />

Þú ert hannaður/hönnuð til að eiga samband<br />

við lifandi Guð sem elskar þig, hann<br />

gaf okkur sinn Heilaga Anda sem er yndislegri<br />

en allt, allir sem hafa kynnst nærveru<br />

hans fá þrá til að lifa í þessari nærveru sem<br />

er engu lík.<br />

Allir sem vilja, þeir fá að vera með, prófaðu<br />

að biðja Jesú að koma og leiða þig,<br />

biddu Guð um að gefa þér Heilagan Anda.<br />

Guð er að kalla Íslendinga til sín, suma<br />

er hann að kalla aftur, þú þekktir hann<br />

og gekkst með honum en hefur farið frá<br />

honum.<br />

Fyrir aðra er það í fyrsta skipti sem þeir<br />

gefa Guði tækifæri, ert þú einn af þeim?<br />

Prófaðu í dag, Guð er bara einni bæn í<br />

burtu.<br />

Sr. María<br />

Ágústsdóttir<br />

Jesús segir:<br />

Vertu ekki hrædd,<br />

litla hjörð, því að<br />

föður yðar hefur<br />

þóknast að gefa yður<br />

ríkið. Seljið eigur<br />

yðar og gefið ölmusu,<br />

fáið yður pyngjur er<br />

slitna ekki, fjársjóð<br />

á himnum er þrýtur<br />

ekki, þar sem þjófur<br />

fær eigi í nánd komist<br />

né mölur spillt. Því hvar sem fjársjóður<br />

yðar er, þar mun og hjarta yðar<br />

vera (Lúk 12.32-34).<br />

Fyrir um 70 árum fékk stúlka nokkur<br />

þessi orð Jesú, Vertu ekki hrædd, litla<br />

hjörð, því að föður yðar hefur þóknast að<br />

gefa yður ríkið, sem einkunnarorð á fermingardaginn<br />

sinn. Alla ævi fylgdu orðin<br />

henni, mótuðu hugsun hennar og vörðu<br />

hana gegn kvíða í óumflýjanlegum áföllum<br />

lífsins.<br />

Vertu ekki hrædd, litla hjörð, sagði<br />

Jesús við lærisveina sína og sama segir<br />

hann við okkur í dag. Við þurfum ekkert<br />

að óttast í stormum lífsins þegar Jesús<br />

er með okkur í bátnum, svo vitnað sé í<br />

þekkta frásögn guðspjallanna (Lúk 8.22-<br />

25).<br />

Fólkið sem fylgdi Jesú<br />

Þegar Jesús þjónaði samtímamönnum<br />

sínum var lærisveinahópurinn ekki fjölmennur.<br />

Við heyrum reyndar um sjötíu og<br />

tvo lærisveina sem hann sendi á undan<br />

sér til borganna og staðanna sem hann<br />

ætlaði sjálfur að koma til (Lúk 10.1), auk<br />

þeirra tólf sem með honum voru og störfuðu<br />

í mætti hans (Lúk 9.1-6).<br />

Fleiri hafa án efa verið í hópnum sem<br />

fylgdi honum eftir að staðaldri og margfalt<br />

fleiri komu og hlýddu á orð Jesú við<br />

sérstök tækifæri, eins og sést af mettunarfrásögunni,<br />

þar sem um fimm þúsund<br />

karlmenn voru til staðar, auk ótal<br />

kvenna og barna (Lúk 9.10-17). Einnig<br />

er þess getið hvernig fólk flykktist að í<br />

tugum þúsunda (Lúk 12.1) og það varð<br />

til þess að Jesús varaði við hræsni (Lúk<br />

12.1-3), að þykjast vera eitthvað en meina<br />

svo ekkert með því.<br />

Litla hjörð<br />

Því ekki tóku allir í mannfjöldanum orð<br />

Jesú að hjarta sér, þó fólkið nyti verka<br />

hans og yrði mett fyrir tilstilli kærleika<br />

Guðs. Þannig var það og er enn í dag.<br />

Fólk er tilbúið að þiggja þjónustu sem<br />

sprottin er af kærleikshugun kristinnar<br />

trúar, en vill svo ekki kannast við það afl<br />

sem að baki býr, hjartans miskunn Guðs<br />

vors (sjá Lúk 1.78).<br />

Orðum sínum beinir Jesús til þeirra sem<br />

voru heilshugar í hópi hans. Þetta er kærleiksríkt<br />

og umvefjandi ávarp, litla hjörð,<br />

og enn í dag megum við taka það til<br />

okkar, þó hópurinn hafi vaxið svo um<br />

munar með um þriðjung mannkyns sem<br />

opinbera játendur Krists. Sú litla hjörð<br />

er fjölmennasta fjölskylda á jörð. Ert þú í<br />

hennar hópi?<br />

Gjafir Guðs, gefum áfram<br />

Jesús hvatti tilheyrendur sína til að leita<br />

fyrst ríkis Guðs og þá muni allt veitast<br />

þeim að auki, til að mynda fæði og<br />

klæði (Lúk 12.22-31). Þetta eru líka orð<br />

til okkar. Öll heimsins gæði, það sem<br />

við þurfum til að lifa af frá degi til dags,<br />

eru gjöf frá Guði. Við þurfum að muna<br />

að allt þiggjum við úr hendi hans og þar<br />

er gott að hvíla í öruggu trausti.<br />

En ekki bara það, heldur eigum við líka að<br />

gefa með okkur af sömu gæðum í samræmi<br />

við orð Jesú: Seljið eigur ykkar og gefið ölmusu…<br />

Þannig sýnum við hugarfar traustsins<br />

og kærleikans í verki, að við trúum því að<br />

Guð eigi ávallt til nóg handa hjörð sinni og<br />

Sr. María Ágústsdóttir:<br />

Vertu ekki hrædd<br />

Litast um í Lúkasarguðspjalli<br />

að við séum mikilvægir milliliðir í því að<br />

deila út gnægtum hans.<br />

Samfélag í anda Krists<br />

Samfélag hinna fyrstu kristnu sýndi þetta<br />

hugarfar í verki. Um það lesum við í systurbók<br />

Lúkasarguðspjalls, Postulasögunni:<br />

Menn seldu eigur sínar og muni og skiptu<br />

meðal allra eftir því sem hver hafði þörf<br />

á (Post. 2.45). Þannig samfélag getum<br />

við einnig verið á 21. öldinni, samfélag í<br />

anda Krists, sem setti ekki traust sitt á<br />

veraldlega hluti heldur kraft Guðs. Í því<br />

samfélagi, í trúnni á hinn krossfesta og<br />

upprisna Jesú Krist, er að finna þá pyngju<br />

er slitnar ekki, þann fjársjóð á himnum er<br />

þrýtur ekki.<br />

Og Jesús minnir okkur á að við þurfum<br />

að vera samkvæm sjálfum okkur, líka í<br />

fjármálunum: Ef ekki er hægt að treysta<br />

yður fyrir hverfulum auðæfum, hver trúir<br />

yður þá fyrir sönnum auði? Og ef ekki er<br />

hægt að treysta yður fyrir eigum annarra,<br />

hvernig getur Guð þá treyst yður fyrir því<br />

sem hann ætlar yður að eiga sjálf? (Lúk<br />

16.11-12).<br />

Lestu Lúkas – örugg vörn gegn kvíða<br />

Í Lúkasarguðspjalli er einnig að finna<br />

frásöguna af eyri ekkjunnar. Jesús sá<br />

auðmenn leggja gjafir í fjárhirsluna og<br />

fátæka ekkju sem lagði þar tvo smápeninga.<br />

Hennar verk mat hann meira en<br />

auðmannanna, því hinir allir lögðu í sjóðinn<br />

af allsnægtum sínum en hún gaf af<br />

skorti sínum, alla björg sína (Lúk 21.1-4).<br />

Spurningin til okkar er þessi: Hvað átt þú<br />

til að gefa?<br />

Þannig miðlar Lúkasarguðspjall á margvíslega<br />

hátt visku Guðs inn í aðstæður<br />

okkar. Ég hvet þig, kæri lesandi, til að finna<br />

nú Biblíuna þína eða Nýja testamentið og<br />

láta það vera verkefni daganna framundan<br />

að fylla huga þinn þeim andlega fjársjóði<br />

sem ekki verður frá þér tekinn. Vertu í<br />

hópi þeirra sem leyfa orðum Jesú að hreyfa<br />

við hjartanu. Vertu með í hans litlu hjörð,<br />

heilshugar í fullu trausti til okkar himneska<br />

föður. Það er örugg vörn gegn kvíða.<br />

María Ágústsdóttir er formaður<br />

Samstarfsnefndar kristinna trúfélaga<br />

á Íslandi og héraðsprestur með aðsetur<br />

í Hallgrímskirkju í Reykjavík.<br />

Trúarhjálpin<br />

ÞAÐ SEM ÉG GET Í KRISTI (JÁTAÐU DAGLEGA)<br />

Í krafti Heilags Anda vitna ég um Jesú. Post 1:8.<br />

Ég get sagt öðrum frá Jesú og það geri ég. Matt 28:18-20.<br />

Sem trúaður einstaklingur og í nafni Jesú Krists rek ég út illa anda, tala nýjum tungum<br />

og þegar ég legg hendur mínar yfir sjúka, verða þeir heilir. Mark 16:17-18.<br />

Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir. Fil 4:13.<br />

Sigurður Júlíusson<br />

starfsmaður Omega<br />

Ég heiti Sigurður Júlíusson<br />

og er 27 ára gamall. Ég<br />

varð þeirrar gæfu aðnjótandi<br />

að Jesús Kristur mætti mér<br />

á stórkostlegan hátt árið 2002. Ég<br />

hafði verið í harðri neyslu og leið<br />

mjög illa á þessu tímabili. Í raun og<br />

veru sá ég ekki fram á að líf mitt<br />

myndi nokkurn tímann breytast. Ég<br />

tók þá ákvörðun um að hrópa á<br />

Guð og spurði Hann: Ef þú ert raunverulega<br />

til, viltu hjálpa mér? Það<br />

sem gerðist var það, að ljós kom inn<br />

í herbergið hjá mér, sem ég sá með<br />

berum augum og ég byrjaði að lofa<br />

Guð með þeim fáu orðum sem ég<br />

kom upp.<br />

Þetta markaði tímamót í mínu lífi<br />

eins og þið getið ímyndað ykkur.<br />

Ég sem hafði ekki verið með það á<br />

dagskránni að frelsast, eins og við<br />

köllum það, byrjaði að segja öllum<br />

frá því sem hafði gerst. Tíminn leið<br />

og hægt og rólega byrjaði ég að<br />

vaxa í þekkingu á Biblíunni<br />

og Guði, þetta var ekki alltaf<br />

auðvelt en eitthvað alveg sérstakt<br />

hafði gerst. Það var eins og<br />

Guð talaði við mig og kenndi<br />

mér hvað ég ætti að gera og hvað<br />

ekki, eitthvað sem hafði ekki verið til<br />

staðar áður.<br />

Guð er raunverulegur vinur og stórkostlegur<br />

faðir, allar frásögurnar af<br />

því sem Guð hefur gert fyrir mig frá<br />

því að ég frelsaðist komast ekki fyrir<br />

nema í langri bók.<br />

Hann hefur læknað mig af heyrnarskemmd<br />

sem mér hafði verið sagt<br />

að væri ólæknandi, skemmd sem<br />

lýsti sér með miklum skruðningi<br />

þegar læti voru í kringum mig.<br />

Hann hefur á yfirnáttúrlegan hátt<br />

komið mér úr skuldum og bjargað<br />

mér úr lífsháska þar sem ég var<br />

nærri drukknaður svo eitthvað sé<br />

nefnt.<br />

En það stórkostlegasta sem Guð gaf<br />

mér var eiginkonan mín og börnin<br />

mín tvö. Ég hafði beðið til Guðs<br />

oft um að gefa mér réttu konuna<br />

sem myndi fullkomna mig og hún<br />

var sannarlega sú eina rétta. Þegar<br />

við kynntumst urðu mikil tímamót<br />

í mínu lífi, ég byrjaði að vinna á<br />

sjónvarpstöðinni Omega og fór að<br />

helga mig Guði meira en ég hafði<br />

áður gert.<br />

Þá byrjaði trúargangan fyrst að<br />

verða raunveruleg, því það er staðreynd<br />

að ef við leggjum líf okkar í<br />

Guðs hendur og helgum okkur frá<br />

heiminum þá getum við verið fullviss<br />

um að Guð mætir okkur. Guð<br />

gerði það svo sannarlega í mínu<br />

tilfelli og það leið ekki á löngu að<br />

Guð talaði til mín að byrja með<br />

sjónvarpsþátt á Omega sem heitir<br />

Ljós í myrkri. Þarna byrjaði ég að<br />

finna fyrir því að ég var að vaxa<br />

hratt og samband mitt við Guð varð<br />

raunverulegra og persónulegra og<br />

ég fór að heyra skýrar frá honum<br />

og finna sterkar fyrir honum á öllum<br />

stöðum í mínu lífi.<br />

Síðan var það fyrir svona tæplega<br />

ári að Guð lagði það á mig að leiða<br />

lítið starf þar sem ég og yndisleg<br />

trúsystkini erum að undirbúa okkur<br />

fyrir vakningu. Það var einmitt í byrjun<br />

<strong>2009</strong> að Guð talaði það skýrt til<br />

mín að það væri að koma vakning á<br />

Íslandi og hann sagði mér að undirbúa<br />

mig og bjóða fólki sem hefði<br />

áhuga á að starfa fyrir Guð að vera<br />

með í þeim undirbúningi. Ég trúi<br />

að Guð sé að fara að mæta okkar<br />

landi mjög fljótlega og að það verði<br />

í gegnum venjulegt fólk eins og þig<br />

og mig, fólk sem er tilbúið að leggja<br />

allt sitt líf í Guðs hendur og lifa<br />

undir leiðsögn hans.<br />

Ég vil bjóða þér, kæri lesandi<br />

og vinur, að koma og vera með<br />

okkur á mánudögum kl. 20:00 að<br />

Grensásvegi 8, ef þú hefur áhuga<br />

á því að vera hluti af góðum hópi,<br />

með það markmið að komast nær<br />

Guði og knýja á um vakningu á<br />

Íslandi.<br />

Ég hvet þig einnig til að skoða<br />

heimasíðuna www.ljosimyrkri.org en<br />

þar er margt fróðlegt að sjá.<br />

Megi Guð blessa þig ríkulega!<br />

28


Það var síðla kvölds á samræðufundi<br />

í Yale-háskóla, að einn<br />

námsmanna spurði: „Hver er<br />

ég?“ Nokkrir aðrir háskólanemar<br />

hlógu, því að þeir skildu ekki,<br />

hve djúp þessi spurning var.<br />

Ég hló ekki. Ég vissi, að háskólaneminn<br />

hafði spurt einnar djúptækustu spurningar,<br />

sem unnt er að spyrja. Sókrates sagði fyrir<br />

löngu: „Þekktu sjálfan þig.“ Í þeirri leit,<br />

að þekkja sjálfan sig, er nútímamaðurinn<br />

jafnvel enn meir ráðþrota en heimspekingar<br />

til forna. Margir hugsuðir nútímans<br />

spyrja, hvort unnt sé að þekkja manninn.<br />

Hvaðan kom ég? Hvers vegna er ég hér?<br />

Hvert fer ég? Hver er ástæða tilveru minnar?<br />

Spurningar þessar sækja á sérhvern<br />

hugsandi mann.<br />

Það var fyrir fáeinum árum, að maðurinn<br />

fór að halda að hann gæti stjórnað heiminum<br />

með vísindalegum framförum sínum,<br />

og hann fleygði Guði út um gluggann. Nú<br />

er komið svo, að manninum er að byrja<br />

að verða ljóst, að hann fleygði sjálfum<br />

sér út líka. Þótt maðurinn hafi náð ljómandi<br />

árangri í vísindum, hefur lítið aukist<br />

skilningur hans á sjálfum sér. Dr. Fred H.<br />

Klooster segir: „Satt er það, maðurinn er<br />

kominn til raunhæfari vitundar um sjálfan<br />

sig, en sú reynsla hefur einungis dregið<br />

skugga yfir gamlar goðsagnir hans og skilið<br />

hann eftir í efasemdum eða örvæntingu.<br />

Ógurleg opinberun ills í iðnaðar þjóðfélagi<br />

og ofbeldisbruggið í heimsstyrjöldum hefur<br />

rústað frjálslyndu goðsögnina um meðfæddan<br />

góðleik mannsins.“<br />

Bölsýnin<br />

Nútímahöfundar útmála bölsýni samtíðar<br />

okkar. Margir hafa gefist upp og<br />

sagt, að engin lausn finnist á vandræðum<br />

mannkynsins. Ernest Hemingway<br />

segir í Death in the Afternoon<br />

(Mannslát síðdegis): „Það er ekki til<br />

lyf við nokkru í lífinu, … dauðinn er<br />

eina lyfið við allri ógæfu.“ Milljónir<br />

manna taka undir orð hr. Hemingways:<br />

„Ég lifi í tómi, sem er eins einmanalegt<br />

og lampi útvarpstækis, þegar rafhlöðurnar<br />

eru tómar og enginn rafstraumur<br />

til að setja í samband við.“ Saga Arthurs<br />

Millers After the Fall (Eftir fallið) er saga<br />

um vonleysi tilverunnar. Þetta er öld andlegs<br />

tómleika, þar sem mannkynið leitar<br />

fullt örvæntingar, en fáir virðast finna.<br />

Þannig er maðurinn orðinn veraldlegur.<br />

Hann er nú í þeirri hættu að hann komist í<br />

ástand andlegrar gereyðingar. Hann neitar<br />

andlegum verðmætum. Hann hefur glatað<br />

trú sinni og afneitar öllum hærri hugsjónum<br />

en þeim að fullnægja fýsnum sínum.<br />

„Nietzsche staðhæfði að Guð dó á nítjándu<br />

öldinni. Nú bæta sumir því við, að<br />

maðurinn hafi dáið á tuttugustu öldinni.<br />

Þar sem afstaðan milli Guðs og manns<br />

er svo náin, þá fer svo, þegar trúin á Guð<br />

dofnar, að þekking mannsins á sjálfum sér<br />

verður einnig ómöguleg.“<br />

Vandræði nútímamannsins eru þau, að<br />

hann veit ekki hver hann er eða til hvaða<br />

mikilvægis líf hans bendir.<br />

Á ferðum mínum úti um heiminn hafa<br />

sum sannindi haft mikil áhrif á mig. Eitt<br />

þeirra er sá sannleikur að maðurinn er<br />

ávallt hinn sami, hvar sem hann er í heiminum.<br />

Vonir hans, draumar, vandamál, erfiðleikar<br />

og eftirþrár er allt í eðli sínu hið<br />

sama, hvort sem hann er í miðri Afríku<br />

eða í miðri Ameríku. Önnur sannindi sem<br />

hafa haft áhrif á mig þegar ég hef athugað<br />

manninn í öllum heimsálfum eru þau, að<br />

maðurinn er í eðli sínu ekkert breyttur<br />

frá því sem hann var fyrir þúsund árum.<br />

Kringumstæður hans breytast, en manneðlið<br />

verður í raun og veru hið sama. Eins<br />

og Goethe sagði: „Mannkynið er alltaf að<br />

taka framförum. Maðurinn er ávallt samur<br />

við sig.“<br />

Þannig er því þá farið, að vandamálið<br />

sem heimurinn stendur andspænis nú á<br />

dögum er mannfræðilegt vandamál. Hvað<br />

er maðurinn? Hvert er markmið tilveru<br />

hans? Það er aðeins ein bók í heimi sem<br />

getur gefið nægjanlegt svar. Sú bók er<br />

Biblían. Eðli mannsins og örlög eru sýnd í<br />

Ritningunum.<br />

Maðurinn var gerður handa Guði<br />

Ritningarnar segja<br />

okkur að Guð<br />

gerði manninn<br />

í sinni<br />

mynd.<br />

Billy Graham<br />

hann. Ef við værum ekki lík Guði, gætum<br />

við ekki þekkt hann.<br />

Adam og Eva voru fullkomin. Prédikarinn<br />

7,29 segir: „Guð hefur gert manninn uppréttan.“<br />

(Ensk þýð.). 1. Mós. 1,31 gefur til<br />

kynna, að maðurinn hafi verið siðferðislega<br />

fullkominn. Í upphafi var hvorki losti,<br />

ágirnd né hatur til.<br />

Maðurinn var að hugarfari, siðferði og<br />

félagslífi líkur Guði. Þess vegna var hann<br />

frjáls líka. Hann hugsaði, hann skildi, hann<br />

var góður, hann gat elskað og hann hafði<br />

valfrelsi. Hvað viðvék siðferðislegu vali var<br />

vilji hans alveg frjáls. Hann hafði hæfileika<br />

til að kjósa ávallt hið rétta. En hann hafði<br />

líka fengið vald til að velja hið illa. Frelsi<br />

Adams sést af boði Guðs: „Af öllum trjám<br />

í aldingarðinum máttu eta eftir vild, en af<br />

skilningstrénu góðs og ills — af því mátt þú<br />

ekki eta, því að jafnskjótt og þú etur af því,<br />

skalt þú vissulega deyja.“ (1. Mós. 2, 16—<br />

17). Ef maðurinn gat ekki gert það sem illt<br />

var, hví var þá verið að aðvara hann? Ef<br />

hann gat ekki annað en syndgað,<br />

hví var þá verið<br />

að refsa honum?<br />

Maðurinn<br />

hafði hæfileikann<br />

til að<br />

Hver<br />

er<br />

ég?<br />

syndga<br />

ekki, og<br />

Núverandi<br />

hann hafði<br />

ástand mannsins<br />

hæfileikann til<br />

er ekki upp-<br />

að syndga.<br />

haflegt ástand hans.<br />

Það er engin fullnægjandi<br />

Ritningarnar segja okkur að Guð<br />

vísindasönnun til fyrir því, að<br />

gerði manninn líkan sér. Það var ekki líkamleg<br />

maðurinn sé kominn „af öpunum.“ Dýrin<br />

líking, því að Guð er andi og hefur voru sköpuð „hvert eftir sinni tegund,“ en<br />

ekki líkama. Maðurinn ber mynd Guðs á okkur er sagt að „Guð skapaði manninn<br />

vitsmunalegum og siðferðislegum hæfileikum<br />

eftir sinni mynd“ (1. Mós. 1, 27). Biblían<br />

sínum og með félagseðli sínu. Guð gaf segir okkur ekki nákvæmlega frá því hvers<br />

manninum frjálsan vilja. Maðurinn er ólíkur vegna Guð skapaði manninn. Það er gagnslaust<br />

öllu öðru sköpuðu sem er í þessum heimi.<br />

að brjóta heilann meira um það. Við<br />

Þess vegna er það, af því að við erum gerð vitum það eitt að maðurinn er einstæður.<br />

í Guðs mynd, þá getum við lært að þekkja Eftir því sem við vitum best voru engar<br />

aðrar skapaðar verur í alheiminum sem<br />

bera mátti saman við manninn. Hann var<br />

Trúarhjálpin<br />

kóróna sköpunar Guðs. Dýrið hefur meðvitund,<br />

en maðurinn sjálfsvitund. Dýrið<br />

sérkennir sig ekki. Ef hundur gæti einhvern<br />

tíma sagt: „Ég er hundur,“ þá mundi<br />

hann hætta að vera hundur. Maðurinn er<br />

ÞAÐ SEM ÉG Á Í KRISTI (JÁTAÐU DAGLEGA)<br />

HVERS KONAR andleg blessun í himinhæðum er mín í Jesú Kristi. Ef 1:3.<br />

Allt er mitt. I. Kor 3:21-23.<br />

Guð uppfyllir SÉRHVERJA þörf mína, samkvæmt auðlegð dýrðar sinnar, í Kristi Jesú.<br />

Fil 4:19.<br />

vera með sjálfsvitund og sjálfsákvörðun,<br />

gerð í mynd skapara síns, hæfur til að taka<br />

siðferðilegar ákvarðanir, að velja á milli<br />

góðs og ills.<br />

Félagsskapur Guðs og manns<br />

Í upphafi voru Guð og maðurinn vinir.<br />

Þeir gengu saman og ræddu saman. Þeir<br />

Ég þarf ekki að vera áhyggjuful1ur um neitt, því að Guð hefur boðið mér að varpa<br />

gerðu miklar áætlanir um hvernig þessi<br />

ALLRI áhyggju minni á sig. I. Pét 5:7.<br />

reikistjarna skyldi verða byggð og ræktuð.<br />

Reikistjarnan jörð átti að sýna alheimi<br />

öllum dýrð Guðs. Hún átti að verða miðstöð<br />

framkvæmda Guðs í félagsskap Guðs<br />

við manninn.<br />

Það er alveg augljóst að Guð þráði<br />

samfélag skapaðrar veru, líkrar manninum.<br />

Maðurinn var því skapaður í háum<br />

og háleitum tilgangi, ákvarðaður til hárrar<br />

upphefðar. Maðurinn átti að verða nánasti<br />

vinur Guðs, félagi hans í ræktun og framleiðslu<br />

á jörðinni.<br />

Guð skapaði manninn ekki sem vél,<br />

svo að hann þyrfti ekki annað en þrýsta á<br />

hnapp, til þess að maðurinn hlýddi honum.<br />

Maðurinn var ekki vélmenni. Maðurinn var<br />

sjálfstæð vera. Hann var tiginn, átti sitt<br />

„ég“. Hann gat valið um hvort hann vildi<br />

njóta vináttu Guðs og samfélags eða ekki.<br />

Guð langaði ekki til, að þessi skepna hans<br />

elskaði hann af því að hún væri knúin til að<br />

gera það. Slíkt hefði ekki verið sönn elska.<br />

Hann vildi fá elsku mannsins og samfélag<br />

með því móti að maðurinn kysi sjálfur að<br />

elska Guð.<br />

Því var það, að þegar frá upphafi fór Guð<br />

að reyna elsku mannsins og vináttu. Af<br />

þessari ástæðu setti hann tréð í garðinn.<br />

Hann sagði: „Af öllum trjám í aldingarðinum<br />

máttu eta eftir vild, en af skilningstrénu<br />

góðs og ills — af því mátt þú ekki<br />

eta, því að jafnskjótt og þú etur af því, skalt<br />

þú vissulega deyja“ (1. Mós. 2, 16—17).<br />

Guð gaf það fyrirheit að maðurinn fengi<br />

að launum „lífsins tré,“ ef hann hlýðnaðist,<br />

en við óhlýðni lagði hann dauðarefsingu.<br />

Við þekkjum ekki allt það, sem „tré lífsins“<br />

bendir til, en launin hljóta að hafa verið<br />

langt fram yfir það, sem við fáum skilið.<br />

Ef við trúum frásögu 1. Mósebókar, sem<br />

Kristur trúði áreiðanlega, þá hefur allt<br />

lífið sinn tilgang.<br />

Lífið á tilgang<br />

Eftir eitt uppþot sem námsmenn<br />

gerðu voru nokkrir þeirra spurðir<br />

hvers vegna þeir hefðu gert þetta.<br />

Svörin sum eru mjög fróðleg. „Við<br />

eigum ekkert markmið, ekkert að lifa<br />

fyrir.“ „Lífið á sér engan tilgang.“ Mitt<br />

í hættuástandi heimsins og breytingum<br />

hans eru þúsundir manna, sem berjast<br />

við að finna einhvern tilgang, eitthvert<br />

markmið lífsins. Spurt hefur verið: „Hvað<br />

er markmið?“ Albert Camus sagði: „Hér er<br />

það, sem hræðir mig: Að sjá tilgang þessa<br />

lífs eyðast. Að sjá ástæðu okkar fyrir tilverunni<br />

hverfa. Þetta er óbærilegt. Maðurinn<br />

getur ekki lifað án markmiðs.“<br />

Maður, gerður í Guðs mynd, á sér markmið.<br />

Það er tilgangur, framtíð og markmið<br />

í lífinu. Í bók, sem heitir From Death<br />

Camp to Existentialism (Úr dauðabúðum<br />

til tilvistarstefnu), segir Victor Frankl, en<br />

hann reyndi verstu skelfingar nasista: „Á<br />

öll þessi þjáning, þessi dauði umhverfis<br />

okkur, einhvern tilgang? Sé það ekki, þá er<br />

að lokum engin ástæða til að lifa þetta af.“<br />

Jean Paul Richter sagði eitt sinn: „Aldrei<br />

mun ég gleyma því fyrirbæri í sjálfum<br />

mér, … þegar ég var viðstaddur fæðingu<br />

sjálfsvitundar minnar. Staðurinn og stundin<br />

eru mér ljós í minni. Morgun einn stóð ég<br />

við dyrnar á húsinu og horfði í áttina að<br />

viðarstafla. Á andartaki kom þessi innri<br />

opinberun. „Ég er ég,“ eins og elding frá<br />

himni, glampaði og stóð skínandi frammi<br />

fyrir mér. Á því andartaki birtist mér þetta<br />

Ég … í fyrsta sinni og að eilífu.“<br />

Þetta „Ég“ var skapað í mynd Guðs til<br />

samfélags við Guð. Án Guðs er það vesalt,<br />

tómt, ráðþrota og vonsvikið. Án Guðs á<br />

lífið ekkert markmið. En sé Guð þungamiðjan,<br />

þá er líf, innri styrkur og friður,<br />

djúp fullnægja, ófölnandi gleði, sem þeir<br />

einir þekkja, sem þekkja Jesú Krist. Með<br />

honum geta jafnvel þjáningar og erfiðleikar<br />

lífsins orðið tilefni þeirrar innri gleði sem<br />

hrósar sér af þrengingunum.<br />

„Fráskildir Jesú Kristi vitum við ekki,<br />

hvað líf okkar er, eða dauði okkar, eða<br />

Guð, eða við sjálfir,“ ritaði Pascal. Með<br />

Jesú Kristi getum við vitað þetta.<br />

(Tekið úr bókinni Heimur í báli)<br />

FRJÁLST FRAMLAG TIL VONARLJÓSS • Bænalína – 800 9120<br />

Framlag þitt er ómetanleg hjálp fyrir <strong>Vonarljós</strong>.<br />

Banki: 0113-26-25707 - Kt.: 630890 - 1019<br />

Ps. Fyrir hvert framlag færðu sendan GULLKROSS<br />

29


Um trúna og tilveruna<br />

Viðtal við Friðrik Schram safnaðarprest um sjónvarpsþáttagerð Íslensku Kristskirkjunnar<br />

Hjónin Unnar Erlingsson og Alda Björg Lárusdóttir í<br />

viðtali hjá Friðriki Schram.<br />

– Hvernig stóð á því að þið hjá Íslensku<br />

Kristskirkjunni fóruð að gera sjónvarpsþætti?<br />

„Við gerðum okkur grein fyrir því að<br />

fljótasta leiðin til að ná til almennings<br />

með þann boðskap sem okkur liggur á<br />

hjarta væri í gegnum fjölmiðla og eftir<br />

að sjónarpsstöðin Omega tók til starfa<br />

var mér nokkrum sinnum boðið að koma<br />

þangað í viðtalsþætti veturinn 1995. Eftir<br />

að Ragnar Gunnarsson tók að annast þáttinn<br />

Kvöldljós, bauð hann mér að koma í<br />

þáttinn öðru hvoru. Við urðum vör við að<br />

margir horfðu á þættina og það opnaði<br />

enn betur augu mín fyrir því að kristileg<br />

fjölmiðlun væri framtíðin.“<br />

– Hvert var svo framhaldið?<br />

„Þau sem stjórnuðu útsendingunum á<br />

Omega buðu mér að koma æ oftar í viðtal<br />

og þannig þróaðist það að ég fór sjálfur<br />

að vera með fastan þátt sem sýndur<br />

var í beinni útsendingu. Það var hálftíma<br />

þáttur. Stundum var ég einn og fór þá í<br />

eitthvert fræðsluefni, t.d. um Biblíuna eða<br />

eitthvað gagnlegt fyrir trúarlífið. Í önnur<br />

skipti fékk ég gesti í viðtal, fólk sem sagði<br />

frá reynslu sinni í tengslum við trúna.<br />

Þannig byrjaði þetta.“<br />

– Var þátturinn Um trúna og tilveruna<br />

þá á dagskrá Omega?<br />

„Nei, hann kom síðar.<br />

Þegar mér fannst tími til<br />

kominn að fá heiti á þáttinn,<br />

valdi ég nafnið Á réttri<br />

leið. Við gerðum sérstaka<br />

sviðsmynd sem hæfði<br />

þættinum og tókum upp<br />

nokkra þætti í myndveri<br />

Útvarpsstöðvarinnar Lindin<br />

við Krókháls í Reykjavík.“<br />

– Hvernig gekk það?<br />

„Það gekk vel og Eiríkur<br />

Böðvarsson, tæknimaðurinn<br />

okkar, lagði sig allan fram<br />

um að gera lýsingu og sviðsmynd<br />

þáttarins sem smekklegasta.<br />

Eitt var þó sem olli<br />

svolitlum vanda, það var<br />

þakið á húsinu! Það var ekki<br />

betur hljóðeinangrað en svo að þegar<br />

gerði steypiregn eða haglél, þá heyrðist<br />

varla mannsins mál! En þetta gekk þó allt<br />

vel og þarna nutum við velvildar stjórnenda<br />

Lindarinnar, þeirra Mike og Sheilu<br />

Fitzgerald.“<br />

– En hætti þátturinn Á réttri leið?<br />

„Já, ég ákvað að breikka svolítið umfjöllunarefni<br />

þáttarins og skipta um nafn á<br />

honum, fór að kalla hann Um trúna og<br />

tilveruna. Eftir það fór ég að taka fyrir hitt<br />

og þetta sem tengdist lífi og trú almennt.<br />

Eins hættum við að taka upp í myndveri<br />

Lindarinnar og færðum upptökurnar niður<br />

á Grensásveg í myndver Omega. Það var<br />

einfaldara fyrir mig, vegna þess að þar<br />

var fyrst og fremst verið að taka upp<br />

sjónvarpsefni alla daga og því auðveldara<br />

að taka upp með litlum fyrirvara. Þeir<br />

hjá Omega voru okkur mjög hjálplegir og<br />

skilningsríkir. Þarna fékk ég marga góða<br />

gesti. Ég man til dæmis eftir því að eitt<br />

sinn ræddi ég við séra Jakob Rolland, kaþólskan<br />

prest sem býr hér á landi, og var<br />

umræðuefnið m.a. sparakstur, en hann er<br />

mikill áhugamaður um bíla og vélar.“<br />

– Var ekkert verið að fara út fyrir trúarrammann<br />

með því?<br />

„Nei, nei, ekkert mannlegt er trúnni<br />

óviðkomandi. Eitt sinn fór ég t.d. upp<br />

í Heiðmörk og tók myndir af alls kyns<br />

trjám og gróðri og notaði myndirnar í<br />

þátt þar sem ég fjallaði um vöxt og áföll<br />

í trúarlífinu. Í annað skipti kom viðmælandinn<br />

með fluguhnýtingartæki og sagði<br />

frá hvernig veiðiflugur eru hnýttar. Ég er<br />

áhugamaður um fallega steina og í einum<br />

þættinum sýndi ég steina sem ég hafði<br />

fundið á ferðum mínum hér á landi. Mér<br />

finnst eðlilegt að trúað fólk tali um fleira<br />

en Guð og Jesú! Við erum venjulegt fólk<br />

sem hefur ýmis góð áhugamál ásamt með<br />

trúnni.“<br />

– En gerðuð þið fleiri tilraunir ef svo má<br />

segja?<br />

„Já, mig hafði lengi langað til að gera<br />

þátt þar sem væru fleiri en einn viðmælandi<br />

og taka þá fyrir ýmis mál sem væru til<br />

umræðu í þjóðfélaginu. Út frá þessari hugmynd<br />

varð til þátturinn Í umræðunni vorið<br />

2005. Við gerðum ekki nema nokkra þætti<br />

undir þessu heiti, enda var mikil vinna að<br />

ná saman viðmælendum og eins þurftum<br />

við að undirbúa okkur mjög vel, lesa<br />

blöðin og fylgjast með almennum fréttum<br />

til að þekkja vel til málanna. Fyrsti þátturinn<br />

var t.d. um náttúruhamfarir, slys og<br />

aðrar ógnir út frá spurningunni um hvort<br />

Guð stæði á bak við slíka atburði og væri<br />

að refsa syndugum mönnum. Þetta efni<br />

tók ég upp í kjölfar snjóflóðanna sem<br />

fallið höfðu fyrir vestan þá um veturinn.<br />

Fleiri efni var fjallað um, en eins og ég<br />

sagði, urðu þættirnir Í umræðunni ekki<br />

margir. Nú er mig farið að langa mikið<br />

til að byrja á þeim aftur, ekki síst vegna<br />

allra þeirra atburða sem skekja þjóðfélagið.<br />

Fjöldi fólks er áhyggjufullt um framtíð<br />

sína og samfélagsins og því er eðlilegt að<br />

margir velti fyrir sér hvort Guð hafi yfirgefið<br />

okkur.“<br />

– Ég hef heyrt að þið hafið útbúið ykkar<br />

eigið myndver í kirkjuhúsinu ykkar við<br />

Fossaleyni, hvernig gengur það?<br />

„Það gengur mjög vel og einfaldar upptökurnar.<br />

Þá getum við haft fasta daga til<br />

að taka upp og erum óháð þörfum annarra.<br />

Eins getum við þá haft sviðsmyndina alltaf<br />

uppi og þurfum ekki sífellt að stilla upp<br />

frá grunni. Þar erum við líka með okkar<br />

eigin húsgögn og tæknibúnað og hæg<br />

eru heimatökin, eins og þar segir. Eiríkur<br />

Böðvarsson, okkar aðal-tæknimaður, er<br />

erlendis við kvikmyndanám nú í vetur,<br />

en áður en hann fór þjálfaði hann nokkra<br />

unga menn í upptökutækni og sjá þeir nú<br />

alfarið um upptökurnar. Það er mjög gott<br />

að geta þannig reitt sig á heimafólkið, það<br />

einfaldar hlutina. Þeir hjá Omega voru<br />

allir af vilja gerðir að aðstoða okkur, en<br />

þeir hafa í mörg horn að líta og eftir að við<br />

fórum að taka upp í okkar eigin myndveri<br />

vinnast hlutirnir léttar.“<br />

– En þið sýnið þættina ykkar bara á<br />

Omega, eða hvað?<br />

„Já, Eiríkur Sigurbjörnsson, sjónvarpsstjóri<br />

Omega, er svo elskulegur að sýna<br />

þættina okkar á Omega og höfum við haft<br />

mjög farsælt samstarf við hann um það öll<br />

árin. Það er okkur ómetanlegt að geta sent<br />

þættina út á dreifikerfi Omega. Omega er<br />

samstarfsvettvangur kristinna safnaða um<br />

dreifingu sjónvarpsefnis og það er frábært<br />

að þannig skuli vera.“<br />

– En hvað sérð þú fyrir þér um framhaldið?<br />

„Að halda áfram og auka við það sem er<br />

í gangi. Okkur langar, eins og fyrr sagði,<br />

að taka aftur upp framleiðslu á þættinum Í<br />

umræðunni og halda auk þess áfram með<br />

gamla þáttinn Um trúna og tilveruna. Eins<br />

erum við að vinna að því að endurnýja vefsíðu<br />

Kristskirkjunnar og þar er meiningin<br />

að vista alla okkar sjónvarpsþætti. Þar<br />

verða þeir þá til taks fyrir almenning sem<br />

heimsækir síðuna. Þá ætti fólk að geta<br />

valið þá þætti sem það vill sjá og horfa<br />

síðan á þá á vefsíðunni. Þannig gætu mun<br />

fleiri notið þess efnis sem við framleiðum<br />

en er í dag. Kristileg fjölmiðlun er framtíðin,<br />

bæði útvarpssendingar og sjónvarp.<br />

Við kristið fólk verðum að taka þátt í því<br />

starfi. Boðskapur Jesú Krists er svo mikilvægur<br />

að við verðum að gera allt sem í<br />

okkar valdi stendur til að koma honum til<br />

þjóðarinnar – einstaklingum, fjölskyldum<br />

og þjóðfélaginu öllu til blessunar. Fyrr var<br />

þörf en nú er nauðsyn.“<br />

Fríkirkjan Kefas<br />

Sylvía Rut Gísladóttir<br />

nemi<br />

Ég kynntist Jesú í janúar<br />

2008 þegar ég byrjaði að<br />

syngja í Hvítasunnukirkjunni<br />

í Keflavík.<br />

Upp frá því byrjaði líf mitt að breytast.<br />

Ég vissi ekki hvað hjartað<br />

mitt var tómt fyrr en ég lít til<br />

baka.<br />

Hjartað mitt hefur verið fyllt<br />

af friði og kærleika Guðs.<br />

Í dag veit ég hvað sönn gleði<br />

og elska er.<br />

Ég elska Jesú og ég veit að hann<br />

elskar mig.<br />

Trúarhjálpin<br />

TIL ENDURNÝJUNAR 0G STYRKTAR (JÁTAÐU DAGLEGA)<br />

Gleði Drottins er styrkur minn. Neh 8:10 (e. þýð.). Drottinn er vígi lífs míns. Sálm<br />

27:1.<br />

Sá er meiri, sem í mér er, en sá, sem er í heiminum. I. Jóh 4:4.<br />

30<br />

Fríkirkjan Kefas stendur á fallegum stað á Vatnsenda í Kópavogi,<br />

þaðan sem Elliðavatn, Heiðmörk og Bláfjöll blasa við í allri sinni dýrð.<br />

Páskadagur<br />

Á páskadegi verður fjölskyldusamvera<br />

kl. 11-12 þar sem mikið verður um gleði<br />

og gaman þar sem við fögnum upprisu<br />

frelsarans! Á dagskrá verður fjölbreyttur<br />

söngur og ritningarlestur ásamt því sem<br />

við fáum brúðurnar Mýslu og Músa-Pésa<br />

úr sunnudagaskólanum í heimsókn til að<br />

kanna hvað er í fjársjóðskistunni á þessum<br />

frábæra degi. Að samverunni lokinni verður<br />

léttur hádegisverður sem kirkjugestir<br />

leggja til á sameiginlegt matarborð. Allir<br />

eru meira en velkomnir!<br />

Hugleiðing<br />

Við trúum því að sálmaskáldið hafi hitt<br />

naglann á höfuðið þegar hann velti fyrir<br />

sér í sálmi 121 hvaðan honum kæmi hjálp<br />

og stykur: „Ég hef augu mín til fjallanna:<br />

Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín<br />

kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar.“<br />

Við biðjum þess að sem flestum megi<br />

auðnast sú náð að beina augum sínum að<br />

Drottni, bæði þegar vel gengur sem og nú<br />

þegar harðnað hefur á dalnum hjá okkur<br />

öllum. Eins og börnin í sunnudagaskólanum<br />

syngja um húsið sem byggt var á<br />

bjargi og féll ekki þó stormurinn næddi<br />

og regnið buldi, viljum við einnig að sem<br />

flestir byggi líf sitt á þeim eilífa kletti<br />

sem Guð er. Ef við felum allt okkar í hans<br />

hendur og treystum honum, mun hann vel<br />

fyrir sjá. (Sálmur 37:5)<br />

Ég læt orðið ekki víkja frá augum mínum, því að það er líf og lækning fyrir allan líkama<br />

minn. Orðskv 4:20-22.<br />

Ég læt ekkert skaðlegt orð líða mér af munni, heldur það eitt, sem er gott til uppbyggingar.<br />

Ef 4:29.<br />

Ég neita að gefa djöflinum nokkurt færi. Ef 4:27.<br />

Ég segi sannleikann í kærleika og vex í öllu upp til Jesú Krists. Ef 4:15.<br />

Enginn skal slíta mig úr hendi hans, því ég hef öðlast eilíft líf. Jóh 10:28.<br />

Ég læt frið Krists ríkja í hjarta mínu. Ég tek ekki í mál að hafa áhyggjur af neinu. Kól<br />

3:15 og I. Pét 5:7.<br />

Það, sem ég leyfi ekki, leyfir Guð ekki heldur, og það sem ég leyfi, leyfir Guð einnig að<br />

gerist, hér á jörðinni. Matt 16:19 og 18:18.<br />

Ég trúi og þessi tákn fylgja mér: Ég tala nýjum tungum, hef vald yfir djöflinum og legg<br />

hendur yfir sjúka og þeir verða heilir. Mark 16:17-18.<br />

Ég hef öðlast hlutdeild í fyllingu guðdómsins, í Jesú Kristi, honum sem er höfuð hvers<br />

konar tignar og valds. Kól 2:9-10.


Dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Omega<br />

Sjónvarpsstöðin Omega sendir út fjölbreytta kristilega dagskrá<br />

allan sólarhringinn. Efni er endurtekið á ýmsum tímum og gefur<br />

því möguleika á að fólk nái að sjá alla þætti, hvort sem það horfir<br />

helst að degi til eða nóttu. Oft höfum við fengið vitnisburði fólks<br />

um að ef það hafi átt erfitt með að sofa, hafi Omega þjónustað inn<br />

í líf þess með næturdagskránni. Eins hafa margir upplifað nærveru<br />

Guðs inni í stofu hjá sér þegar Omega var í gangi og ein kona lýsti<br />

því að það hefði verið eins og bjart ljós kæmi út úr sjónvarpinu og<br />

hún varð heil meina sinna.<br />

Þættir stöðvarinnar eru af ýmsum toga og höfða því til breiðs<br />

hóps fólks. Af íslenskri dagskrárgerð má nefna samverustundir<br />

Omega þar sem prédikað er Orð Guðs, Ísrael í dag með Ólafi<br />

Jóhannssyni og ýmsum gestum þar sem fjallað er um málefni<br />

Ísraels út frá biblíulegum sjónarmiðum, Kvöldljós með Ragnari<br />

Gunnarssyni sem fær til sín ýmsa góða gesti, Ljós í myrkri þar sem<br />

Sigurður Júlíusson er með andlega kennslu, Um trúna og tilveruna<br />

þar sem Friðrik Schram fær til sín gesti og fjallar um trúna og tilveruna,<br />

Við krossinn þar sem Gunnar Þorsteinsson leitast eftir því<br />

að svara spurningum áhorfenda og einnig sýnir Omega útsendingar<br />

frá samkomum Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu.<br />

Erlendir þættir eru úr ýmsum áttum, fréttaþættir, fræðsluþættir,<br />

spjallþættir, samkomur og tónlist.<br />

Mánudagur<br />

00:00 The Way of the Master<br />

00.30 Kvöldljós - Ragnar Gunnarsson<br />

01.30 Global Answers<br />

02.00 Fíladelfía<br />

03.00 Samverustund<br />

04.00 Times Square Church - David<br />

Wilkerson<br />

05.00 Ísrael í dag - Ólafur Jóhannsson<br />

06.00 Jimmy Swaggart<br />

07.00 Fíladelfía<br />

08.00 Við Krossinn - Gunnar<br />

Þorsteinsson<br />

08.30 Benny Hinn<br />

09.00 Maríusystur<br />

09.30 Robert Schuller<br />

10.30 Vaknað af værum blundi - Michael<br />

Rood<br />

11.00 Ljós í myrkri - Sigurður Júlíusson<br />

11.30 David Cho<br />

12.00 Blandað íslenskt efni<br />

13.00 Global Answers<br />

13.30 Kvöldljós - Ragnar Gunnarsson<br />

14.30 Um trúna og tilveruna - Friðrik<br />

Schram<br />

15.00 Samverustund<br />

16.00 Fíladelfía<br />

17.00 Blandað efni<br />

18.00 Robert Schuller<br />

19.00 Jimmy Swaggart<br />

20.00 Times Square Church - David<br />

Wilkerson<br />

21.00 In Search of the Lord´s Way<br />

21.30 Maríusystur<br />

22.00 CBN - 700 klúbburinn<br />

23.00 Global Answers<br />

23.30 Freddie Filmore<br />

Þriðjudagur<br />

00.00 Ísrael í dag - Ólafur Jóhannsson<br />

01.00 Maríusystur<br />

01.30 Um trúna og tilveruna - Friðrik<br />

Schram<br />

02.00 Freddie Filmore<br />

02.30 Benny Hinn<br />

03.00 Tónlist<br />

03.30 Tissa Weerasingha<br />

04.00 Blandað íslenskt efni<br />

05.00 David Wilkerson<br />

06.00 Tónlist<br />

06.30 Maríusystur<br />

07.00 Morris Cerullo<br />

08.00 Samverustund<br />

09.00 David Cho<br />

09.30 Ísrael í dag - Ólafur Jóhannsson<br />

10.30 Kvöldljós - Ragnar Gunnarsson<br />

11.30 Við Krossinn - Gunnar<br />

Þorsteinsson<br />

12.00 Billy Graham<br />

13.00 Um trúna og tilveruna - Friðrik<br />

Schram<br />

13.30 The Way of the Master<br />

14.00 Jimmy Swaggart<br />

15.00 Tissa Weerasingha<br />

15.30 T.D. Jakes<br />

16.00 Ljós í myrkri - Sigurður Júlíusson<br />

16.30 Vaknað af værum blundi - Michael<br />

Rood<br />

17.00 Rape of Europe<br />

18.30 Global Answers<br />

19.00 Samverustund<br />

20.00 Um trúna og tilveruna - Friðrik<br />

Schram<br />

20.30 Við Krossinn - Gunnar<br />

Þorsteinsson<br />

21.00 CBN - 700 klúbburinn<br />

22.00 David Wilkerson<br />

23.00 Benny Hinn<br />

23.30 Kall arnarins - Steven L. Shelley<br />

Miðvikudagur<br />

00.00 Tissa Weerasingha<br />

00.30 Global Answers<br />

01.00 T.D. Jakes<br />

01.30 The Covenant (Sáttmálinn - söngleikur<br />

um sögu Ísraels)<br />

03.00 Kvöldljós - Ragnar Gunnarsson<br />

04.00 Billy Graham<br />

05.00 Samverustund<br />

06.00 Kall arnarins - Steven L. Shelley<br />

06.30 Tónlist<br />

07.00 Blandað efni<br />

08.00 Benny Hinn<br />

08.30 Um trúna og tilveruna - Friðrik<br />

Schram<br />

09.00 Fíladelfía<br />

10.00 Global Answers<br />

10.30 David Wilkerson<br />

11.30 Við Krossinn - Gunnar<br />

Þorsteinsson<br />

12.00 CBN - 700 klúbburinn<br />

13.00 Ljós í myrkri - Sigurður Júlíusson<br />

13.30 Maríusystur<br />

14.00 Robert Shuller<br />

15.00 In Search of the Lord´s Way<br />

15.30 T.D. Jakes<br />

16.00 Morris Cerullo<br />

17.00 Blandað íslenskt efni<br />

18.00 Maríusystur<br />

18.30 Tissa Weerasingha<br />

19.00 David Wilkerson<br />

20.00 Ísrael í dag - Ólafur Jóhannsson<br />

21.00 Billy Graham<br />

22.00 Vaknað af værum blundi - Michael<br />

Rood<br />

22.30 Lest We Forget<br />

Fimmtudagur<br />

00.00 T.D. Jakes<br />

00.30 Um trúna og tilveruna - Friðrik<br />

Schram<br />

01.00 Robert Shuller<br />

02.00 David Cho<br />

02.30 Kall arnarins - Steven L. Shelley<br />

03.00 Maríusystur<br />

03.30 Við Krossinn - Gunnar<br />

Þorsteinsson<br />

04.00 CBN - 700 klúbburinn<br />

05.00 T.D. Jakes<br />

05.30 Tónlist<br />

06.00 Kvöldljós - Ragnar Gunnarsson<br />

07.00 Global Answers<br />

07.30 Tissa Weerasingha<br />

08.00 Ljós í myrkri - Sigurður Júlíusson<br />

08.30 Benny Hinn<br />

09.00 Vaknað af værum blundi - Michael<br />

Rood<br />

09.30 Robert Schuller<br />

10.30 The Way of the Master<br />

11.00 T.D. Jakes<br />

11.30 Benny Hinn<br />

12.00 Jimmy Swaggart<br />

13.00 Kall arnarins - Steven L. Shelley<br />

13.30 Fíladelfía<br />

14.30 The Way of the Master<br />

15.00 Freddie Filmore<br />

15.30 Um trúna og tilveruna - Friðrik<br />

Schram<br />

16.00 Samverustund<br />

17.00 CBN - 700 klúbburinn<br />

18.00 Vaknað af værum blundi - Michael<br />

Rood<br />

18.30 T.D. Jakes<br />

19.00 Morris Cerullo<br />

20.00 Kvöldljós - Ragnar Gunnarsson<br />

21.00 Jimmy Swaggart<br />

22.00 Robert Schuller<br />

23.00 Kall arnarins - Steven L. Shelley<br />

23.30 Benny Hinn<br />

Föstudagur<br />

00.00 The Way of the Master<br />

00.30 Vaknað af værum blundi - Michael<br />

Rood<br />

01.00 Global Answers<br />

01.30 Fíladelfía<br />

02.30 Benny Hinn<br />

03.00 Ísrael í dag - Ólafur Jóhannsson<br />

04.00 Morris Cerullo<br />

05.00 Við Krossinn - Gunnar<br />

Þorsteinsson<br />

05.30 Tónlist<br />

06.00 David Wilkerson<br />

07.00 Maríusystur<br />

07.30 Um trúna og tilveruna - Friðrik<br />

Schram<br />

08.00 Freddie Filmore<br />

08.30 Kall arnarins - Steven L. Shelley<br />

09.00 Tissa Weerasingha<br />

09.30 Samverustund<br />

10.30 In Search of the Lord´s Way<br />

11.00 Jimmy Swaggart<br />

12.00 Blandað íslenskt efni<br />

13.00 Við Krossinn - Gunnar<br />

Þorsteinsson<br />

13.30 The Way of the Master<br />

14.00 Vaknað af værum blundi - Michael<br />

Rood<br />

14.30 David Wilkerson<br />

15.30 Robert Schuller<br />

16.30 Tissa Weerasingha<br />

17:00 The Covenant (Sáttmálinn - söngleikur<br />

um sögu Ísraels)<br />

18.30 Kall arnarins - Steven L. Shelley<br />

19.00 Við Krossinn - Gunnar<br />

Þorsteinsson<br />

19.30 Benny Hinn<br />

20.00 Ljós í myrkri - Sigurður Júlíusson<br />

20.30 Vaknað af værum blundi - Michael<br />

Rood<br />

21.00 David Wilkerson<br />

22.00 Um trúna og tilveruna - Friðrik<br />

Schram<br />

22.30 CBN - 700 klúbburinn<br />

23.30 The Way of the Master<br />

Laugardagur<br />

00.00 Freddie Filmore<br />

00.30 Kvöldljós - Ragnar Gunnarsson<br />

01.30 Kall arnarins - Steven L. Shelley<br />

02.00 Tónlist<br />

02.30 Samverustund<br />

03.30 T.D. Jakes<br />

04.00 Blandað efni<br />

05.00 Ísrael í dag - Ólafur Jóhannsson<br />

06.00 Fíladelfía<br />

07.00 Kall arnarins - Steven L. Shelley<br />

07.30 Um trúna og tilveruna - Friðrik<br />

Schram<br />

08.00 Benny Hinn<br />

08.30 Samverustund<br />

09.30 Við Krossinn - Gunnar<br />

Þorsteinsson<br />

10.00 Jimmy Swaggart<br />

11.00 Robert Schuller<br />

12.00 CBN - 700 klúbburinn<br />

13.00 Vaknað af værum blundi - Michael<br />

Rood<br />

13.30 Ljós í myrkri - Sigurður Júlíusson<br />

14.00 Kvöldljós - Ragnar Gunnarsson<br />

15.00 Ísrael í dag - Ólafur Jóhannsson<br />

16.00 Global Answers<br />

16.30 David Cho<br />

17.00 Jimmy Swaggart<br />

18.00 Kall arnarins - Steven L. Shelley<br />

18.30 The Way of the Master<br />

19.00 Samverustund<br />

20.00 Tissa Weerasingha<br />

20.30 Rape of Europe<br />

22.00 Ljós í myrkri - Sigurður Júlíusson<br />

22.30 Morris Cerullo<br />

23.30 Vaknað af værum blundi - Michael<br />

Rood<br />

Sunnudagur<br />

00.00 Lest We Forget<br />

01.30 Ljós í myrkri - Sigurður Júlíusson<br />

02.00 Samverustund<br />

03.00 Tónlist<br />

03.30 Kall arnarins - Steven L. Shelley<br />

04.00 Times Square Church - David<br />

Wilkerson<br />

05.00 T.D. Jakes<br />

05.30 Við Krossinn - Gunnar<br />

Þorsteinsson<br />

06.00 Jimmy Swaggart<br />

07.00 Global Answers<br />

07.30 Fíladelfía<br />

08.30 Kvöldljós - Ragnar Gunnarsson<br />

09.30 Tissa Weerasingha<br />

10.00 Robert Schuller<br />

11.00 Samverustund<br />

12.00 Morris Cerullo<br />

13.00 Um trúna og tilveruna - Friðrik<br />

Schram<br />

13.30 Vaknað af værum blundi - Michael<br />

Rood<br />

14.00 Samverustund Omega<br />

15.00 Tónlist<br />

15.30 Við Krossinn - Gunnar<br />

Þorsteinsson<br />

16.00 In Search of the Lord´s Way<br />

16.30 Kall arnarins - Steven L. Shelley<br />

17.00 David Wilkerson<br />

18.00 Freddie Filmore<br />

18.30 Ísrael í dag - Ólafur Jóhannsson<br />

19.30 Maríusystur<br />

20.00 Fíladelfía<br />

21.00 Robert Schuller<br />

22.00 The Covenant (Sáttmálinn - söngleikur<br />

um sögu Ísraels)<br />

23.30 Ljós í myrkri - Sigurður Júlíusson<br />

31


Á grænum grundum lætur Hann mig hvílast.<br />

Ljósmynd: www.johannes.tv<br />

Persónuleg trúarjátning<br />

Frelsisbæn<br />

„Sá sem trúir á soninn, hefur eilíft líf, en sá sem óhlýðnast syninum, mun ekki<br />

sjá líf, heldur varir reiði Guðs yfir honum.“ (Jóhannes 3:36)<br />

„Syndin kom inn í heiminn fyrir einn mann og dauðinn fyrir syndina, og þannig<br />

er<br />

dauðinn runninn til allra manna, af því að allir hafa syndgað.“ (Róm. 5:12)<br />

„Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að<br />

hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ (Jóhannes 3:16)<br />

Jesús sagði: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið; enginn kemur til föðurins<br />

nema fyrir mig.“ (Jóhannes 14:6)<br />

Það segir í Rómverjabréfinu 10:9. „Ef þú játar með munni þínum: Jesús er<br />

Drottinn - og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum,<br />

muntu hólpinn verða. Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum<br />

játað til hjálpræðis.“<br />

Þú verður að taka afstöðu. Annað hvort vilt þú eignast samfélag við frelsara<br />

þinn og eignast eilíft líf eða ekki. Það er ekki til neinn millivegur hjá Guði.<br />

Það segir í Matteus 12:30. „Hver sem ekki er með mér, er á móti mér, og hver<br />

sem safnar ekki saman með mér, hann sundurdreifir.“ Ef við viljum ekki taka<br />

afstöðu, þá höfum við í raun sagt NEI við því sem Jesús Kristur gerði fyrir<br />

okkur.<br />

Við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér, en orð Guðs segir<br />

svo: „Nú er hagkvæm tíð, nú er hjálpræðis dagur“. (2. Kor. 6:2) Það er enn<br />

tími til að iðrast og snúa sér til Guðs.<br />

Núna er tækifæri til að taka afstöðu með Jesú. Núna hefur þú tækifæri til<br />

að gefa Jesú Kristi líf þitt og eignast eilíft líf. Þú getur farið upphátt með<br />

stutta bæn. Það skiptir ekki öllu máli, hvernig þessi bæn er orðuð. Það sem<br />

skiptir öllu máli, er að það sem þú segir, komi frá hjartanu. Guð veit hvort<br />

okkur er alvara.<br />

Heilagi faðir.<br />

Ég kem til þín í Jesú nafni. Ég bið þig að fyrirgefa<br />

mér syndir mínar.<br />

Ég bið þig að taka við mér og frelsa mig.<br />

Ég trúi því að Jesús Kristur sé sonur Guðs<br />

og Hann sé upprisinn. Ég játa Hann nú sem<br />

Drottinn minn og frelsara.<br />

Amen.<br />

Ég hef tekið á móti Jesú Kristi inn í mitt líf<br />

í dag. Jesús Kristur er minn frelsari, héðan í<br />

frá og að eilífu.<br />

Dagsetning: ________________________<br />

Undirskrift: ________________________

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!