16.08.2023 Views

Betra land - 1 Tbl. - október 2015

  • No tags were found...

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

stætt og verða mátti. Menn spáðu þessu ekki vel

og sögðu að stöðinni yrði fljótt lokað. En starfið

hélt áfram þrátt fyrir bölspár,“ segir Eiríkur og

viðurkennir að rekstur Omega hafi tekið talsvert

á þessi 23 ár sem stöðin hefur starfað. En ævinlega

hafi Guð komið og verndað starfið. Stöðin

hafi notið mikillar blessunar og orðið til góðs.

Stærsta sjónvarpskerfi landsins

„Omega var minnsta sjónvarpsstöðin fyrir 23

árum, en núna er hún langstærst í dreifingu,

við förum um tugi landa og áhorfið gríðarlega

mikið. Fjármagnið sem við höfum fengið

hefur nýst fullkomlega. Við höfum ekki haft

neina fasta styrki frá söfnuðum, kristniboðssjóðum,

ríkinu eða stórfyrirtækjum. Allt eru

það einstaklingar sem styðja við bakið á okkur,

fólk víða um heim,“ segir Eiríkur Sigurbjörnsson.

Omega í dag er mun stærra fyrirtæki en útsendingin

úr Bolholtinu á tíunda áratugnum.

Á Grensásvegi 8 er rúmgott húsnæði þar sem

fjölbreytt starfsemi fer fram. Með árunum tókst

Omega að fá sýningarrétt á ýmsum trúarlegum

sjónvarpsþáttum bestu predikara heims. Má

þar nefna Billy Graham, Benny Hinn, Jimmy

Swaggart, Robert Schuller, David Wilkerson,

Maríusystur og Joyce Meyer svo einhverjir séu

nefndir. Þá hefur einnig verið töluverð innlend

dagskrárgerð.

Það fer ekki milli mála að Omega flytur fólki

betri tíðindi en almennt gerist á sjónvarpsstöðvum.

Eiríkur segir að stöðin sé í góðu sambandi

við áhorfendur og fái góð viðbrögð. Ein

kona sem kom á stöðina sagði frá því að stöðin

og hann hefðu bjargað lífi sínu. Eiríkur sagði

henni að hvorki hann eða stöðin hefði bjargað

henni, þar hefði Guð verið að verki. Þessi

stúlka var nýlega fráskilin, full af beiskju og

vonleysi. Hún gekk með þá hugmynd að svipta

sig lífi þegar hún fann engan tilgang í lífinu.

Hún sagði að hún hefði verið að taka til á stofuborðinu

og rak óvart hendina í fjarstýringu sem

lá á borðinu. Við það breytir sjónvarpið um rás

og Omega birtist á skjánum. Stúlkan horfir þar

á aðra unga konu sem er að vitna. Hún segir frá

svipaðri sögu og því hvernig trúin bjargaði lífi

hennar. Þessi atburður varð til þess að konan

fékk nýja sýn og tókst að rétta af kúrsinn í lífi

sínu. Margar sögur af þessu tagi kunna þeir hjá

Omega. Alltaf er fólk að upplifa góða hluti með

því að fylgjast með stöðinni. Slíkt er starfsfólkinu

mikil hvatning.

„Þessi rekstur er þannig að maður sér aldrei

hvernig næsti mánuður kemur til með að verða,

en alltaf rætist úr. Það er Guð sem kemur og

hjálpar okkur á einn eða annan hátt og ég veit

að hann mun gera það áfram. Sama fólkið er að

styðja okkur ár eftir ár, það eru fleiri hundruð

manns sem sjá til þess að Guðs orð komist inn

á heimili fólks hér á landi og í tugum annarra

landa,“ sagði Eiríkur Sigurbjörnsson að lokum.

Rússneska Rétttrúnaðarkirkjan hefur

tekið höndum saman með Putin og

lýst yfir heilögu stríði í Sýrlandi

Rússneska Rétttrúnaðarkirkjan styður

nú Vladimir Putin í loft- og landhernaði

hans í Sýrlandi. Kirkjan lítur á hernaðinn

sem heilagt stríð í anda fyrri alda

þegar kristindómurinn átti í vök að verjast.

„Baráttan við hryðjuverkaógnina er

heilagt stríð. Og nú í dag er okkar land

(Rússland) sennilega öflugast í heiminum

í stríðinu fyrir Kristindóminn.“ Þetta eru

orð Vsevolod Chaplin, sem er aðaltalsmaður

Rússnesku Rétttrúnaðarkirkjunnar.

Þegar margir bandaríkjamenn hafa

áhyggjur af aðgerðum Putins í Sýrlandi,

Íran og Írak þá verður ekki annað séð en

að hann hafi trygga bandamenn í Rússnesku

kirkjunni. „Rússneska sambandsríkið

hefur tekið ábyrga afstöðu með að

notað verði herlið til að verja íbúa Sýrlands

fyrir þeim hörmungum sem hryðjuverkamenn

hafa innleitt,“ segir Chaplin

ennfremur.

„Kristið fólk líður miklar þjáningar á

þessu svæði. Prestum er rænt og kirkjur

eru lagðar í rúst. Og þjáningar múslima

eru ekki minni.“

Árið 2012 vakti Rússneska kirkjan

athygli Putins á vaxandi ofsóknum á

hendur kristnu fólki í löndum múslima,

eins og kom fram í tímaritinu Frontpage.

Háttsettur embættismaður Kirkjunnar

kom því á framfæri við Putin að á fimm

mínútna fresti léti kristinn maður lífið fyrir

trú sína einhversstaðar í heiminum. Nú væri

það bón prestastéttarinnar, til Pútins, að

gera það að forgangsverkefni, til framtíðar í

utanríkisstefnu sinni, að vernda Kristið fólk.

„Þetta mun verða að veruleika, efist ekki

um það,“ tjáði Putin yfirmönnum Kirkjunnar,

samkvæmt tímaritinu Frontpage.

Heimildir herma að hinn Rússneski

Patriarch, Kirill, hafi ritað Obama forseta

bréf, þar sem hann biður Obama um að

stöðva stuðning sinn við þau öfl sem ofsækja

kristna menn.

„Ég er sannfærður um að þau lönd sem

mótuð eru af kristinni menningu, hafi

sérstökum skyldum að gegna til að hafa

áhrif á örlög kristinna í mið-austurlöndum,“

skrifar hann samkvæmt tímaritinu

Frontpage.

Það er e. t. v. kaldhæðnislegt, að Putin

hefur tekið við stöðu nútíma krossfara, og

sett Rússland í hlutverk síðasta verjanda

Kristinnar trúar.

Þýdd grein úr Assist News

betra land október 2015

9

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!