16.08.2023 Views

Betra land - 1 Tbl. - október 2015

  • No tags were found...

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

þessum degi var eins og ég fengi vernd yfir

mínu lífi. Báðir afar mínir voru lifandi trúaðir

menn, afi í Fáskrúðsfirði fór með bænirnar

með mér á hverju einasta kvöldi þegar ég var

í sveit hjá afa og ömmu. En núna skildi ég að

mér var ætlað að vinna fyrir Guð, það var tilgangurinn.

Og mér fannst að besta leiðin til

að útbreiða fagnaðarerindið væri í gegnum

nútíma fjölmiðla.“

Frelsaður maður með hugsjón — fjölmiðlun

Eiríkur kom frelsaður út í lífið, nýr maður, innblásinn

og átti sér nýjan tilgang. Hann átti þá

hugsjón að senda Guðs orð hringinn í kringum

landið og ná til fólksins. Hann var 23 ára,

með lágmarksmenntun, og fór strax að kíkja á

tæki og upptökubúnað. Myndbandstæki voru

að ryðja sér til rúms en verðið var himinhátt og

fjárráðin lítil.

„Svo gerist það að ég fer í fyrirtæki á Laugavegi,

Faco, og ræddi við Eystein Arason. Hann

var umboðsmaður fyrir JVC. Hann sýndi mér

bæklinga með upplýsingum um myndbandstækni,

upptökutæki og búnað til að klippa og

laga dagskrárefni. Ég sá að þetta voru draumatæki

og góð byrjun. Ég fór til kunningjafólks

míns sem veita forstöðu Hvítasunnukirkjunni

í Keflavík, Kristins Ásgrímssonar og konu hans.

Við skoðuðum bæklinginn saman og lögðum

þetta fram sem bænarefni — að Drottinn mundi

opna okkur dyr að þessum tæknibúnaði þannig

að við gætum farið að framleiða kristilegt efni.

Svo líður tíminn og þá gerist það að mikill vinur

pabba, sem ég þekkti ekki fyrir, Sverrir Sverrisson,

fyrrum skólastjóri á Akranesi, verður á

vegi mínum. Sverrir var einstakur gæðamaður.

Framúrskarandi heiðarlegur Guðsmaður

og jákvæður gagnvart þessari hugmynd. Hann

var til í að starfa með mér, stofna fyrirtæki og

kaupa búnað til að hefja útsendingar. „Við vorum

auðvitað taldir hálfgerðir skýjaglópar að

ætla okkur í sjónvarpsrekstur,“ segir Eiríkur

þegar hann rifjar upp árin 1982 og 1983, þegar

hugmyndir voru farnar að hreyfast.

Alfa útvarpsstöðin vakti úlfúð

Þeir Sverrir og Eiríkur komu á fót kristilegu

útvarpsstöðinni Alfa. „Þetta var fyrsta skrefið.

Það var léttara að koma á fót útvarpsstöð fyrst.

Ég hélt að allir mundu fagna kristilegri útvarpsstöð,

en því miður var það öðru nær. Nú

byrjuðu hremmingarnar, ofsóknir og læti. Allir

vildu komast yfir útvarpsstöðina og hafa hana

undir sínum verndarvæng. Ég fékk engan fjárhagslegan

stuðning frá kirkjunni eða söfnuðum.

Við vorum eins og rekald, en Guð gaf okkur

trúfasta stuðningsmenn úr hinum og þessum

kristnu samfélögum sem höfðu óbilandi trú á

starfi okkar og studdu okkur með mánaðarlegum

framlögum. Þetta útvarpsævintýri var svo

erfið reynsla fyrir mig að ég ákvað að aldrei á

ævinni mundi ég leggja út í rekstur á kristilegri

8 betra land október 2015

Ég sat við skrifborð með

gluggatjöld bak við mig

og blómavasa á borðinu.

Þetta var eins frumstætt

eins og verða mátti. Menn

spáðu þessu ekki vel og

sögðu að stöðinni yrði fljótt

lokað. En starfið hélt áfram

þrátt fyrir bölspár.

sjónvarpsstöð. Þetta virtist vera grýttur jarðvegur.

Þess í stað vildi ég einbeita mér að því

að senda Guðsorð með öflugri stuttbylgjustöð

til Evrópu og þaðan um allan heim. Þetta var

engin smásmíði, 500.000 vatta útvarpssendar,

gríðarleg möstur og annar búnaður. Menn

höfðu ekki trú á þessu verkefni og eftir að ég

hafði skoðað málið í Bandaríkjunum og dvalið

þar um hríð, hafði það gerst hér heima að samfélögin

höfðu tekið Alfa yfir og breytt nafninu

í Stjarnan.“

„Sverrir vinur minn var sérstaklega vel máli

farinn og hjálpaði mér að skrifa fréttabréf og

kynningu. Einn daginn kom til mín sterk sannfæring

að þetta muni allt uppfyllast, það yrði

til kristileg sjónvarpsstöð, en ekki væri víst að

Sverrir lifði það. Erfiðleikar okkar voru skelfilegir,

við vorum í ógöngum með fjármálin.

Sverrir var kallaður heim til Drottins rétt rúmlega

sjötugur vorið 1989.“

Eftir að Eiríkur kom heim með fjölskylduna

frá Bandaríkjunum setti hann á fót teppahreinsunarfyrirtæki,

vann eins og berserkur í

2-3 ár og safnaðist fé. En gamla hugmyndin lét

hann ekki í friði.

Lagt upp í sjónvarpsævintýrið

„Það var að morgni dags þann 8. nóvember

1991 að það kemur til mín sterk köllun frá Guði,

eins og skipun um að stofna sjónvarpsstöð.

Þegar ég fór af stað til að fá upplýsingar um

tíðni og annað hjá Landssímanum þá fannst

þeim eins og geggjaður maður væri á línunni.

En upplýsingarnar streymdu inn og í kjölfarið

fékk ég lítinn 10 vatta sendi frá Austfirska

sjónvarpsfélaginu sem Ágúst Ólafsson rak

í samstarfi við Stöð 2. Ágúst var til í að leigja

okkur annan sendinn sem hann var með. Í ljós

kom að við sendinn vantaði tækjabúnað til að

breyta útsendingatíðninni, svokallaðan „modulator“,

sem kostaði peninga sem auðvitað

voru ekki til. En alltaf lagðist okkur eitthvað til.

Þegar öll sund virtust lokuð, barst hjálpin úr

hinum ýmsu áttum. Söfnuðir virtust ekki vilja

styðja við bakið á hugmyndinni, en það vildi

Ómar Kristjánsson forstjóri og annar maður

til. Landssíminn fékk peningana á borðið fyrir

þetta tæki, en tæknimenn sögðu okkur að það

væri í raun engin trygging fyrir því að sendirinn

kæmi að gagni,“ segir Eiríkur.

Viku seinna var Eiríkur boðaður til fundar

hjá Landssímanum. Hann hljóp út í gamla

Citroen bílinn sinn sem lyfti sér tignarlega að

þessu sinni, og ók í loftköstum niður á Sölvhólsgötu

þar sem hann móttók vondar fréttir —

það var of mikil bjögun í sendinum, hann var

ónothæfur.

„Ég hélt heim alveg niðurbrotinn og ræddi

þetta við konuna mína. En viti menn, eftir hálftíma

hringir síminn. Þá er ég boðaður á annan

fund. Þar er mér sagt að ég hlyti að hafa

verið að biðja fyrir lausn og verið bænheyrður.

Það væri nefnilega allt í lagi, ég gæti notað

sendinn,“ sagði Eiríkur. Tæknimenn höfðu

ekki ýtt á réttan hnapp.

OMEGA fer í loftið

Það var 27. júlí 1992 klukkan 16:45 sem fyrsta

íslenska kristilega sjónvarpsstöðin fór í loftið.

Sent var út á UHF bylgju með 10 vatta sendi.

Það var engin stöð fyrir á þessari hátíðnibylgju

nema OMEGA. Útsendingarbúnaðurinn var í

Bolholti 6 á fimmtu hæð. Dagskrárefnið var á

spólu sem entist í 3 klukkutíma, en þá hófst

sama dagskrá að nýju. Þannig varð Omega

fyrsta sjónvarpsstöðin hér á landi sem sjónvarpaði

allan sólarhringinn.

„Við settum símanúmer neðst á skjáinn og brátt

fór fólk hringja og spyrjast fyrir. Fyrsta sjónvarpsefnið

var gospeltónlist, skemmtileg dagskrá,

sem fólki líkaði greinilega vel. Fljótlega fór

ég að flytja sunnudagsræður í beinni útsendingu.

Ég sat við skrifborð með gluggatjöld bak við mig

og blómavasa á borðinu. Þetta var eins frum-

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!