16.08.2023 Views

Betra land - 1 Tbl. - október 2015

  • No tags were found...

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

EIRÍKUR SIGURBJÖRNSSON

sjónvarpsstjóri OMEGA

Viðar. Mér fannst Axel ólíklegasti maðurinn til

að ympra á þessu við mig, en áreiðanlega hefur

Guð talað gegnum hann. Georg Viðar var laus

úr vítahringnum og byrjaður að predika um

hinn eina sanna veg. Nú skoraði Axel á mig að

koma á samkomu með sér. Ég lenti á samkomu

hjá Fíladelfíu í neðri salnum að Hátúni 2. Ég

beið eftir Axel vini mínum fyrir utan kirkjuna

eins og um hafði verið rætt. Inni fékk ég í hendur

sálmabók. Við fengum okkur sæti og þegar

söngurinn ómaði fann ég að birti til, það var

léttleiki yfir þessu, í salnum og í sálum fólks.

Það var sungið af innlifun og hljómurinn var

fagur. Þarna stóð rauðbirkinn víkingur sem

talaði til okkar blaðalaust. Þetta var öflug ræða

hjá Einari J. Gíslasyni. Ég gleymdi stað og stund.

Allt í einu heyrði ég eitthvað sem ég hafði ekki

heyrt áður, að Jesús hefði allt vald á himni og

jörðu. Ég fann allt í einu að hjá mér vaknaði

von, ég var á réttum stað. Í lok samkomunnar

var kallað fram að þeir sem vildu taka af skarið

og taka á móti Jesú Kristi og hjálpræðinu skyldu

koma upp. Ég ríghélt mér í bekkinn fyrir framan

mig, mér fannst eins og væri togað í mig. Þá

gaf Axel kunningi minn mér olnbogaskot og

sagði að nú væri tími kominn að fara fram. Ég

sagðist ekki vera tilbúinn. Þá var mér enn gefið

merki um að koma fram og nú varð ekkert undan

því komist. Mér fannst öll augu hvíla á mér

þegar ég gekk fram ganginn. Fleiri komu fram

og krupu frammi fyrir öldungum kirkjunnar

sem báðu fyrir okkur. Aldrei á ævinni hafði ég

kropið frammi fyrir Guði og beðið um hjálp. Ég

stóð upp. Ég var í uppnámi og hélt helst að ég

hefði orðið til skammar. Eftir samkomuna var

okkur boðið í kaffi heim til Einars J. Gíslasonar.

Þar sátu prúðbúnir gestir við uppdekkað hringborð,

hlaðið krásum. Einar, þessi mikli guðsmaður,

sat við borðið og bað hvern og einn að

þakka Guði. Ég gat ekki skorast undan og flutti

stutta þakkarbæn.“

Frelsaður

„Kominn heim gat ég ekki merkt neina skýra

breytingu á mér. Ég hafði enn ekki tekið á móti

fagnaðarerindinu, ekki fundið þessa snertingu

sem aðrir voru að tala um. Ég hafði að vísu

tekið fyrsta skrefið. En ég hélt áfram að sækja

samkomur, en var með annan fótinn í heiminum,

hinn í Guðs ríki. Ég náði því ekki árangri.

Svo gerist það að dóttir Einars spyr mig að því

hvort ég væri frelsaður. Þá sagði ég í vandræðum

mínum að ég bara viti það ekki. Þá segir

hún: „Veistu það ekki, þú verður að trúa því.“

Þá segi ég sem svo: „Ég er frelsaður, ég hef tekið

á móti Jesú Kristi.“

Þá fóru hlutirnir að gerast, ég fékk sannfæringarkraftinn.

Svo var það eftir margar

samkomur að ég var að hugsa um að þetta væri

allt sefjun, ég ætti ekki að taka þetta svona

alvarlega, raunveruleikinn væri ekki þessi. Ég

vildi eitthvað áþreifanlegt — sannleikann. Ég

varð að þreifa á Jesú Kristi, einhverju ekta. Ég

hugðist labba út. En bekkurinn var þétt setinn

og erfitt um vik að yfirgefa kirkjuna til að detta

í það og gleyma þessu, það var efst í huga mér

þarna. Ég sat eirðarlaus áfram, tilneyddur.

Þá gerist það allt í einu að einhver í miðjum

sal stendur upp og byrjar að tala svona hljómfagurt

tungumál, og þá skildi ég að þetta væri

tungutalið sem Biblían talar um. Síðan dettur

allt í dúnalogn. Og þá er eins og einhver komi

með útlistun á tungutalinu eða túlkun. Hún

var frá orði til orðs allt það sem ég hafði verið

að hugsa. Þá talaði Guð til mín persónulega.

Það gat enginn þekkt mig á þennan hátt annar

en Guð. Hann vissi hvað ég var að berjast við í

mínu persónulega lífi. „Guð talaði við mig og

álasaði mér fyrir vantrúna,“ segir Eiríkur.

Þetta sama kvöld vissi Eiríkur að hann

mundi upplifa Jesú ef hann stigi skrefið til

fulls. „Ég var spenntur meðan ég beið eftir

þessu tækifæri. Ég var í litlum mannlausum

hliðarsal og var að krjúpa niður þegar nærvera

Guðs kom yfir mig. Ég datt aftur fyrir mig

og um leið kemur Jesús til mín og talar við mig

persónulega, hann ávarpaði mig með nafni

og sagðist ætla að hjálpa mér úr öllum mínum

ógöngum. Allur þessi þungi og allar byrðar

margra ára hurfu mér. Ég var eins og blindur

maður sem fær sjónina, ég sá veröldina í alveg

nýju ljósi. Ég hafði fengið tilgang og fór

að taka virkan þátt í öllu kristilegu starfi. Frá

betra land október 2015

7

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!