16.08.2023 Views

Betra land - 1 Tbl. - október 2015

  • No tags were found...

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Tókst að beygja ýmsar skeifur

í lífinu líkt og afanum forðum

Viðtal við Eirík Sigurbjörnsson

sjónvarpsstjóra OMEGA – draumurinn

um stóra og öfluga sjónvarpsstarfsemi

hefur ræst

Stundum rætast stórir draumar. Það

sannaðist á ungum Reykvíkingi árið

1974. Hann átti sér þann óvenjulega

draum að flytja Guðsorð um himingeiminn

inn á heimili fólks, með sjónvarpstækninni.

Þessi ungi maður var nýlega risinn

upp úr mikilli óreglu, hafði frelsast á kristilegri

samkomu og eignast lifandi trú á Jesú

Krist. Fólk hristi góðlátlega höfuðið þegar

hann viðraði hugmyndir sínar. Árin hafa liðið

— og draumurinn hefur ræst. Eiríkur Sigurbjörnsson

er sjónvarpsstjóri Omega, en kristilega

sjónvarpsstöðin nær í dag um land allt og

erlenda systurstöðin Gospel Channel nær til

meira en 80 þjóða. Orðið nær því til þjóða þar

sem hundruð milljóna manna búa. Draumur

Eiríks um sjónvarpsstöð helgaða Kristi rættist

og gott betur. Útbreiddasta sjónvarpsstöð Íslands

varð til, stöð á heimsvísu og stórkostlegt

ævintýri.

Sogaðist inn í hringiðu óreglu

„Ég hafði sem drengur allaf farið með Faðirvorið

og haft mína trú. Þegar ég fermdist var

ég virkilega ánægður með að geta staðfest trú

mína og gerast kristinn maður. Það er svo önnur

saga að mér tókst ekki að lifa í takt við trú

mína og boðskap hennar. Það var ekkert auðvelt

að hafa stjórn á mér. Í mér blundaði einhver

ævintýraþrá, ég vildi kanna heiminn.

Heimurinn hafði margt upp á að bjóða, sem

var óhollt fyrir sál og líkama. Ég sogaðist inn í

hringiðu óreglunnar. Ég var kominn í ógöngur

sem ég gat ekki losnað úr. Tómarúmið hjá mér

6 betra land október 2015

var slíkt að ég vissi aldrei hver tilgangur lífsins

var,“ segir Eiríkur Sigurbjörnsson sjónvarpsstjóri

Omega í viðtali.

Sjöundi áratugurinn bauð ungu fólki upp

á hættulega „menningu“, mikið hömluleysi.

Fíkniefni, áfengi og kynlíf í óhófi ásamt

mannskemmandi tónlist. Þeir sem ekki höfðu

næga ístöðu og létu til leiðast að halda út í

skemmtifíknina og dáðleysið urðu margir fyrir

lífstíðar skemmdum á lífi sínu. Eiríkur segir að

hann hafi á þessum árum verið í stórkostlegri

hættu. Hann hafi viljað hætta, í óreglunni en

tókst það ekki þrátt fyrir ótal tilraunir.

Rammir af afli og góðgjarnir

„Hjá minni góðu fjölskyldu var upplausn á

þessum tíma, pabbi og mamma voru að skilja,

þetta góða fólk. En ég eignaðist yndislega

fósturforeldra, Gróu og Sverri, því bæði eignuðust

foreldrar mínir góða maka eftir að þau

skildu. Það var mikill kærleikur og elska allt

í kringum mig. Pabbi var athafnasamur og

dugmikill maður og gaf mér frjálsan tíma til

að sinna því sem ég vildi. Ég sá ekki nokkra

ástæðu til að sækja skólann, sofnaði yfir bókunum

og sá engan tilgang í að læra algebru

eða landafræði eða neitt af fögunum. Árangurinn

var því ömurlegur og 13 ára gamall

yfirgaf ég skólann feginn að vera laus við

þessa kvöð. Við tók byggingavinna,“ rifjar Eiríkur

upp.

Eiríkur átti sem barn sumarathvarf hjá afa

sínum og ömmu á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði,

Eiríki og Guðrúnu, sem voru mikil sómahjón.

Eiríkur afi var heldur hlédrægur maður og

sýndi helst engum hversu sterkur hann var.

Eitt sinn birtist hann úti á túni í slættinum

með hendur fyrir aftan bak, réttir fram aðra

hendina og sýnir lítt gengna skeifu, sem hann

hélt á. „Á ég að beygja skeifuna fyrir þig,“

sagði hann við konu sína. Þá sagði Guðrún

amma á sínu kjarngóða máli: „Þótt þú sért nú

sterkur Eiríkur, þá réttirðu ekki úr skeifunni

þeirri arna.“ Þá tekur bóndi hennar á skeifunni

og réttir hana, án þess að taka nein ósköp

á. Ekki er að efa að Eiríkur bóndi hefur ráðið

yfir miklu innra þreki og trú á því sem hann

var að gera.

Bræðurnir frá Gestsstöðum Sigurbjörn, faðir

Eiríks og hinir bræðurnir, voru rammir af afli

og mikil góðmenni. Margir fóru á fund Sigurbjörns

í Glaumbæ, með vandræði sín og fengu

oftar en ekki lausn. Um þetta ræddi hann

aldrei við aðra, og ekki krafðist hann greiða í

greiða stað.

Frelsaðist á samkomu í Fíladelfíu

Eiríkur Sigurbjörnsson hefur áreiðanlega erft

sitt af hverju frá forfeðrum sínum, andlegan

styrk og trú á verkefnin sem hann vinnur að

hverju sinni. Það má segja að Eiríki hafi tekist

að beygja ýmsar skeifur í lífinu. Ella væri sjónvarpsstöðin

Omega ekki til í dag.

Eiríkur var eins og fyrr sagði í heldur

vafasömum félagsskap fólks sem dýrkaði

Bakkus og leitaði uppi læknadóp. En tilraunir

Eiríks til að láta af líferni sem hann hafði

innst inni illan bifur á, tókust að lokum. Eiríkur

segir að enginn sé það langt leiddur í óreglu

að hann geti ekki náð sér á strik. Við spyrjum

hann hvernig það bar til að hann leitaði til

Guðs.

„Vinur minn í óreglunni, strákur sem ég leit

talsvert upp til, hafði oft setið inni í fangelsum

vegna afbrota, hann var einskonar leiðtogi

okkar hóps. Eina nóttina segir hann við mig

að trúin á Jesú Krist væri alveg nauðsynleg.

Ég var alveg undrandi á orðum þessa hrausta

stráks, Axels, sem mörgum stóð reyndar

stuggur af, því hann gat verið harður í horn

að taka. Axel hafði séð kunningja sinn öðlast

lifandi trú á Jesú Krist, en það var hann Georg

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!