16.08.2023 Views

Betra land - 1 Tbl. - október 2015

  • No tags were found...

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Fyrir náð Guðs náði ég

að víkja mér undan en

spjótið gekk inn í kvið

vinar míns. „Nafnkristni"

maðurinn snéri spjótinu

miskunnarlaust og leiddi

það til dauða vinar míns.

mér í ofbeldisstjórnmál þjóðfélagsstéttanna.

Ég var ofsafenginn í skóla, jafnvel gagnvart

samnemendum mínum. Ég myndaði með mér

hatur gagnvart stéttleysingjum og áreitti þá út

frá lágri þjóðfélagsstöðu þeirra. Einn daginn

fór ég með klíkunni minni til þess að ná fram

hefndum á kristnum stéttleysingja sem hafði

fótbrotið vin minn. Hann fékk vitneskju um

að von væri á árás okkar og lokaði sig af innandyra.

Þegar við brutum upp hurðina stökk

hann á mig með banvænt spjót að vopni. Fyrir

náð Guðs náði ég að víkja mér undan en spjótið

gekk inn í kvið vinar míns. „Nafnkristni“ maðurinn

snéri spjótinu miskunnarlaust og leiddi

það til dauða vinar míns. Á sama tíma og faðir

minn var farinn að stunda öflugt kristilegt

trúarstarf, var ég í þvílíkri uppreisn og foreldrum

mínum til skammar.

Þrátt fyrir allt lauk skólagöngu minni með

góðum árangri árið 1980 og ég skráði mig í háskólanám

til frekari menntunar. Ég tók þátt í

kosningum til stúdentaráðs en náði ekki kjöri

og nú helltist myrkur yfir líf mitt. Lífið virtist

mér tilgangslaust. Ég hugleiddi sjálfsvíg til

þess að binda endi á þetta. Djöfullinn hvíslaði

stöðugt í eyru mín að það væri enginn tilgangur

með lífi mínu og ég leitaði leiða til þess að

taka mitt eigið líf.

Einn daginn hellti ég steinolíu yfir mig og

ætlaði að kveikja í mér og brenna mig til dauða.

Ég var með eldspýtur (ekki kveikjara) en fyrir

handvömm mína bleytti ég eldspýturnar með

oíunni og gat ekki kveikt í. Og í því kom faðir

minn að mér og kom í veg fyrir að ég fullnaði

verkið.

Það var þungi í hjarta mínu sem ég hafði

aldrei upplifað áður. Ég fór að skynja hversu

syndugur maður ég væri og hrópaði nú til

frelsarans Jesú eftir fyrirgefningu. Kaflaskil

urðu í lífi mínu. Himneskur fögnuður, friður og

blessuð fullvissa um fyrirgefningu syndanna

kom inn í líf mitt. Ég játaði trú mína opinberlega

og fann strax að ég væri kallaður til að

vera boðberi fagnaðarerindisins. Þegar þetta

allt gerðist var enginn „hirðir“ eða prestur til

staðar til þess að móta köllun mína. Eftir miklar

bænir leitaði ég til sr. Moses Choudary sem

hafði vakið athygli mína fyrir brennandi áhuga

hans á að þjóna Guði. Hann hefur sýn og

löngun til þess að þjálfa ungt fólk eins og mig

til þess að boða fagnaðarerindið á fjarlægum

stöðum. Hann hefur verið mér mikil hvatning

í lífinu. Ég þakka Guði fyrir guðsmann eins og

hann sem er óeigingjarn í því að uppfylla köllun

Guðs í lífi mínu.

Forstöðumaðurinn Joseph Prince er leiðandi rödd í því að boða

fagnaðarerindi náðar um allan heim. Hann leiðir New Creation

kirkjuna, lifandi og ört vaxandi kirkju í Singapore, sem yfir 31.000

einstaklingar sækja. Joseph Prince hefur haft áhrif á marga með

prédikun fagnaðarerindis Jesú Krists og er þekktur fyrir að kenna

Orð Guðs á ferskan, hagnýtan og opinberandi hátt. Joseph Prince

hefur einnig skrifað metsölubækur og er eftirsóttur sem ræðumaður

á ráðstefnum.

Þættir með Joseph Prince eru á dagskrá Sjónvarpsstöðvarinnar

Omega á eftirfarandi tímum:

Joseph Prince

Þriðjudagur 01:30

Þriðjudagur 21:00

Miðvikudagur 07:30

Fimmtudagur 19:00

Föstudagur 07:30

Laugardagur 01:30

betra land október 2015

5

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!