16.08.2023 Views

Betra land - 1 Tbl. - október 2015

  • No tags were found...

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

lokum til lömunarveiki. Ég bæklaðist frá mitti

og niður. Ef lífið er ferðalag þá er slóði lífsins

langur en hvaða máli skiptir vegalengdin fyrir

hinn fatlaða? Maður getur ekkert gert annað

en að bölva með sjálfum sér en von um bót fær

mann til þess að leggja ýmislegt á sig. Það var

með þessa von að vopni sem foreldrar mínir

fóru með mig til ýmissa þekktra lækna, aðeins

til þess að fá að heyra að fyrir mig væri enga

lækningu að fá. Í örvæntingu og von lögðu foreldrar

mínir í pílagrímsferðir til hinna helgu

hæða Tirupathi og Kalahasthi (sem er mikilvægur

pílagrímsstaður hindúa austur af Tirupathi.)

Pílagrímar streyma til Tirupathi alls

staðar að frá Indlandi og það eru aldrei færri

en tuttugu þúsund manns þar í einu. Foreldrar

mínir hétu því að fórna hári mínu ef ég fengi

lækningu. Heitið er mikilvægt í tengslum við

indversk hof og viðkomandi guði. Heitin hafa

á sér ýmsar myndir en tilgangurinn er ætíð

sá að þetta gefi af sér hagsbót og velvilja eða

bæti fyrir einhvers konar misgjörð. Þrátt fyrir

einlæga tryggð og látlausa tilbeiðslu svöruðu

hindúaguðirnir aldrei þessum bænum þeirra.

Ástandið versnaði til muna þegar illur andi tók

að angra föður minn að næturlagi. Andinn kom

eins og æðandi vindur, af miklu afli og lagðist

svo þungt á föður minn að hann náði varla andanum.

Í eyrum hans ómaði: „Ég gleypi þig fljótlega

í mig vegna þess að þú átt eftir að verða

óvinur minn.“ Í vörn gegn þessum illu árásum

hélt faðir minn sig við Anjaneya Dandakam

(helgisiðabók hindúa til tilbeiðslu á Anjaneya.)

Það gerði þó ekkert gagn. Þá gaf „nafnkristinn“

maður honum Biblíu og ráðlagði honum að

nota Biblíuna til þess að verja sig fyrir óvininum.

Þeim til undrunar, þá hætti illi andinn að

angra þau eftir að þau fengu Biblíuna. Sáðkorn

trúar hafði skotið anga í hjarta þeirra.

Amma mín taldi föður minn á að fara með

mig til hvítasunnuprestsins, Bhaktavassala

Rao, sem hafði beðið fyrir lækningu ömmu.

Presturinn lagði hendur yfir mig og bað fyrir

lækningu minni. Hann blessaði olíu og bað en

ekkert gerðist til að byrja með. Foreldrar mínir

fóru með mig heim og móðir mín bar olíuna á

bæklaða fætur mína á hverjum degi og ákallaði

nafn Drottins. Hvern dag sem hún bað, réttist

smátt og smátt úr bognum og bækluðum fótum

mínum og innan þriggja mánaða gat ég staðið

upp úr hjólastólnum og gengið á eðlilegan hátt.

Í dag ber ég engin merki þessa sjúkdóms. Smátt

og smátt tóku foreldrar mínir að hafna tilbeiðslu

líkneskja, þótt ennþá hefður þau enga

þekkingu á hjálpræði eða fyrirgefningu syndanna

og enginn hafði sagt þeim frá slíku.

Þann 4. desember árið 1971 birtist Guð Biblíunnar

föður mínum á stórkostlegan hátt. Það var

sama dag og móðir mín sótti lofgjörðarsamkomu

í Kirkju Guðs í Pamarru á Indlandi. Faðir minn

hafði verið mótfallinn því að hún færi á slíka

lofgjörðarsamkomu og hafði þetta valdið þeim

svolitlu rifrildi en staðfesta, þolgæði og einlægar

bænir móður minnar leiddi til þess að alvaldur

Guð var ekki hljóður. Rétt eins og ljós brýst inn

í myrkur, mætti ríki Guðs á staðinn. Faðir minn

sá skært ljós sem fyllti allt herbergið og heyrði

hljóða, blíðlega rödd segja: „Þú ert vanþakklátur

þrátt fyrir kraftaverkið í lífi sonar þíns.“ Andinn

tók að sannfæra hann um syndir hans. Hann

iðraðist syndanna og varð „ný sköpun í Kristi.“

Þegar hann var að biðja næsta morgun, fyllti

Drottinn hann heilögum anda með tákni þess að

tala öðrum tungum. Á eftir fylgdi boð frá Drottni

um að lækna sjúka, reka út illa anda og vera spámaður

hans. Fljótlega hlýddu þau kalli Guðs og

snéru baki við ábatasömu fyrirtæki til þess að

starfa fyrir Guðs ríki. Himneskur tilgangur Guðs

hefur orðið að raunveruleika með stofnsetningu

hreyfingarinnar „Messiah Fellowship“ (Samfélag

Messíasar).

Þar sem köllun mín og þjónusta í ríki Guðs

tengist því náið að fjölskylda mín skyldi komast

til trúar á Jesú Krist varð ég að byrja á því

að segja frá því sem á undan hefur verið ritað.

Ég fylgdi foreldrum mínum ekki strax þegar

þau gáfu líf sitt Jesú Kristi. Ég taldi, eins og

hindúar flestir boða, að kristindómurinn

væri vestræn trúarbrögð og sá Guð sem kallaðist

Jesús Kristur væri aðeins fyrir stéttleysingja.

Ég staðhæfði við kristið fólk að Indland

væri upprunastaður tveggja stórkostlegustu

trúarbragða heims (hindúisma og búddisma)

og mikilvægt heimili einna elstu trúarbragða

heims (zorastrianisma.) Þar sem Jesús Kristur

fæddist á svo aumum stað sem gripahúsi, notaði

ég það sem rök fyrir því að hann væri óæðri

hindúaguðum sem hefðu fæðst á háleitum

stöðum. Reyndar tilbað ég aldrei líkneski sjálfur

og var mjög þjóðernissinnaður í hugsun. Ég

talaði niður til kristinna, hæddist að þeim og

taldi kristindóminn aðeins tilheyra harijan.

Allt var það til þess að ég var ófær um að leita

sannleikans eins og hefur verið algengt meðal

margra hindúa.

Vinir hafa alltaf verið mikilvægur hluti af

lífi mínu, bæði til góðs og ills. Ég blandaði

Ratna Sajja

Missið ekki af

beinum útsendingum

á Omega með

Ratna Sajja

30., og 31. október og 1. nóvember kl. 20:00 alla dagana

4 betra land október 2015

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!