16.08.2023 Views

Betra land - 1 Tbl. - október 2015

  • No tags were found...

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Ég var staðráðinn í því að deyja

Nafn mitt er Rev. Ratna Kumar Sajja.

Ég vil byrja á því að gefa Guði dýrðina

af því að frelsa mig undan strangtrúaðri

fjölskyldu hindúatrúar. Ég

reyndi að standa gegn Guði en náð

hans, sem nær út fyrir allan mannlegan

skilning, leitaði mín og fann

mig þegar ég var týndur.

Ég fæddist inn í efri þjóðfélagsstétt

Kamma í Andhra Prades, á Indlandi,

árið 1964. Faðir minn, Sri. Gowthameswara

Rao Sajja, og móðir mín,

Srimathi Bharathi Devi, voru strangtrúaðir

hindúar. Föðurafi minn var meira að segja svo

ákafur í hindúatrú sinni að hann var í þjónustu

fyrir hindúatrúna og annaðist ýmsar helgiathafnir

og helgisiði.

Hindúar segjast hafa 330 milljón guði og

gyðjur. Foreldrar mínr voru trúfastir sínum

hindúaguðum. Faðir minn var trúræknastur

allra í fjölskyldunni. Hann fór á fætur fyrir sólarupprás

til þess að fara eftir venjum og helgisiðum

eins og því að baða sig í helgri á, fara

með hindúamöntrur og brenna reykelsi. Hann

gerði þetta í von um að geta með því nálgast

guð. Í leit sinni að guði hitti hann margt strangtrúað

hindúatrúarfólk, þar á meðal presta eða

lærimeistara (gúrúa) til þess að komast að því

hvort þeir hefðu nokkurn tíma séð guð, en viðbrögð

þeirra voru ekki uppörvandi.

Móðir mín hélt fast við líkneskin sín og

skreytti þau blómsveigum á hverjum morgni.

Við fórum í pílagrímsferðir til helgra hofa til

þess að þóknast guðum og leita guðdómlegs

velvilja. Foreldrar mínir tóku trúarbrögðin

alvarlega og héldu föstur og vökur af einlægni.

Stéttarkerfi hindúa stendur gegn kristindómi.

Í gegnum aldirnar hafa þeir talið kristið fólk

til stéttleysingja þjóðfélagsins. Meðal strangtrúaðra

hindúa er uppi sú skoðun að stéttleysingi

sé óhreinn. Honum er meinað að fara inn

í hindúahof. Hvorki má snerta hinn kristna

né nálgast hann. Hann þarf að vinna lélegustu

verkin og lág laun sjá til þess að hann

lifir í sárri fátækt. Í huga okkar fjölskyldu var

kristindómurinn trú stéttleysingja. Ef kristinn

einstaklingur snerti eitthvað töldum við að það

yrði óhreint við það. Til þess að hreinsa það aftur,

þurfti að brenna það í eldi og þvo með vatni.

Þótt við værum fáfróð í viðhorfi okkar til

raunveruleikans notaði Guð ýmsar kringumstæður

til þess að leiða okkur til þekkingar

á sér. Á þessum tímum þjáðist amma mín af

blóðlátum og hafði leitað til margra lækna en

illa útbúnir spítalarnir gátu ekkert fyrir hana

gert. Síðasta hálmstrá hennar var að fara til

hvítasunnuprests sem bað fyrir henni og hún

læknaðist fyrir forsjá Guðs almáttugs. Þetta

kveikti trúarneista í lífi hennar en hún mátti

þola alvarlegt mótlæti af hálfu fjölskyldunnar

vegna trúarinnar á Jesú. Synir hennar vildu

ekki snerta hana og töldu að hún hefði orðið

óhrein við það að heimsækja prestinn. Fjölskyldan

gladdist öll yfir lækningu hennar en

líkaði ekki við Jesú vegna allra ranghugmyndanna

sem fjölskyldan hafði um kristindóm.

Í atvinnuleit fluttu foreldrar mínir til Nellore

héraðsins í Andhra Pradesh. Við börnin vorum

þrjú talsins, Prasada Rao Sajja, Santa Kumari

og ég, Ratna Kumar. Þegar ég var þriggja

ára veiktist ég af mikilli hitasótt sem leiddi að

betra líf október 2015

3

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!