16.08.2023 Views

Betra land - 1 Tbl. - október 2015

  • No tags were found...

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Leiðari

Ágæti viðtakandi,

Það er ánægjulegt að hafa tækifæri til

þess að senda inn á heimili landsmanna

blaðið Betra land, sem við

trúum að eigi eftir að verða til mikillar

blessunar fyrir marga, bæði uppörvun

og trúarstyrkur á þessum tímum sem við

lifum á þar sem mikil óvissa er ríkjandi og

margir hlutir eiga sér stað sem er erfitt að

hafa stjórn á.

Eiturlyf flæða inn í landið og leggja að

velli marga, jafnt unga sem eldri. Það ríkir

ráðleysi um hvernig sé hægt að takmarka

þetta eða stöðva, en Biblían segir: „Og lýður

minn, sá er við mig er kenndur, auðmýkir sig,

og þeir biðja og leita auglitis míns og snúa sér

frá sínum vondu vegum, þá vil ég heyra þá

frá himnum, fyrirgefa þeim syndir þeirra og

græða upp land þeirra.“

Þetta er forskrift sem mun ekki bregðast

og ef við höndlum þetta og framkvæmum

þá munum við sjá stóra hluti gerast á Íslandi

vegna þess að Guð svarar bænum.

Núna næstu daga - þann 30. og 31. október

og 1. nóvember þá verður bein útsending

á Sjónvarpsstöðinni Omega kl. 20-22, þar

sem Rev. Ratna Sajja mun flytja fyrirlestra er

verða mjög áhugaverðir.

Þeir sem eru úti á landsbyggðinni og ná

ekki Sjónvarpsstöðinni Omega, geta sent

okkur tölvupóst á live@betraland.is og við

sendum þeim til baka tengil á vefsíðu þar

sem verður hægt að horfa á þessa dagskrá í

beinni útsendingu. Einnig geta þeir sem vilja

sjá þetta síðar, sent tölvupóst á program@

betraland.is og óskað eftir aðgangi að vefsíðu

með upptökum af þessum útsendingum,

svo þeir missi ekki af þeim fyrirlestrum sem

Ratna mun flytja á Sjónvarpsstöðinni Omega.

Ennfremur er hægt að hringja í gjaldfrjálst

í símanúmer 800 9700 og leggja inn ósk um

fyrirbæn eða ósk um að fá fréttabréf Omega

mánaðarlega.

Útgefandi: Sjónvarpsstöðin Omega Ritstjóri: Guðmundur Örn Ragnarsson Ábyrgðarmaður: Eiríkur Sigurbjörnsson Prentun: Landsprent Upplag: 117.000

Markmið okkar er að halda áfram að gefa út blaðið Betra land með

trúarstyrkjandi og uppörvandi greinum til blessunar fyrir land og þjóð.

Við hvetjum alla

þá sem vilja leggja hönd

á plóginn að senda inn

stuðning:

Reikn. 0113-26-25707

Kt. 630890-1019

Einnig er hægt að hringja

í síma 800 9700

2 betra land október 2015

Þátttaka þín er ómetanleg!

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!