16.08.2023 Views

Betra land - 1 Tbl. - október 2015

  • No tags were found...

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Systir, ef til vill er ég sá sem

þú þarft að finna.” Hún

tók í frakkalafið hans og

ríghélt sér í það. „Ert þú

predikarinn sem læknar?

aði sér meðfram röð af sjúkrabílum, þangað

til hann kom að bílastæðunum. Flóðljós

lýstu upp súldina, sem féll á höfuð nokkur

þúsund karla, kvenna og barna, sem stóðu

í hóp við bakdyr samkomusalarins. Bill

fannst hann vera óþekktur, af því að enginn

hér hafði nokkru sinni áður séð hann. Frekar

en að bíða eftir að samkomuþjónarnir kæmu

til að hjálpa sér, reyndi Bill sjálfur að greiða

sér leið gegnum mannfjöldann. Hás rödd

sagði: „Hættu að ýta mér.” „Afsakaðu mig,”

sagði Bill og reyndi að komast áfram. Stór,

grófur náungi sneri sér að honum. „Ég sagði

þér að hætta að ýta,” rumdi hann. „Já, herra

minn,” sagði Bill sauðslega. „Afsakaðu mig.”

Bill hörfaði aftur fyrir mannfjöldann og velti

fyrir sér hvað hann ætti að gera. Samkomuþjónarnir

voru hvergi í augsýn. Hann heyrði

kvenrödd hrópa: „Pabbi, pabbi.” Bill leit í

kringum sig eftir eiganda raddarinnar og sá

unga, þeldökka stúlku, um það bil sautján

ára, vera að þrýsta sér gegnum hóp af hvítu

fólki. Hún var augljóslega blind. Augu hennar

voru hvít af vagli. Þrátt fyrir það, af því

að Jim Crow lögin höfðu aðskilið hvíta frá

svörtum, var enginn nærstaddur viljugur

til að hjálpa henni. Stúlkan var að fálma sér

leið gegnum hópinn í áttina að Bill. Bill færði

sig gegnum fjöldann þar til hann stóð beint

í vegi fyrir stúlkunni. Fljótlega rakst hún á

hann. „Afsakaðu mig,” sagði hún, „en ég er

blind og ég hef týnt pabba mínum. Getur þú

hjálpað mér að finna rútuna frá Memphis?”

Bill leit á röð rútubílanna, sem var lagt við

annan enda bílastæðisins. „Já, ég get hjálpað

þér,” sagði hann. „Hvað ertu að gera

hér?” „Ég og pabbi komum til að hitta lækningapredikarann,”

svaraði hún. „Hvernig

heyrðir þú um hann?” „Ég var að hlusta

á útvarpið í morgun og þeir fengu mann til

að koma, sem sagði frá því að hann hefði

ekki getað sagt eitt einasta orð í mörg ár og

núna getur hann talað. Annar maður sagði

að hann hefði verið á örorkubótum vegna

blindu í tólf ár og nú sér hann nógu vel til

að lesa Biblíuna sína. Það gaf mér von um

sjón mína. Þegar ég var lítil stúlka fékk ég

þessi vögl í augun. Læknirinn sagði mér,

að þegar ég yrði stærri, myndi hann taka

þau, en núna þegar ég er orðin stærri, segir

hann að þau hafi vafið sig utan um sjóntaugina

og hann getur ekki hreyft við þeim.

Þannig að einu möguleikar mínir eru að

komast til lækningapredikarans. En í kvöld

er síðasta kvöldið sem hann verður hér og

við pabbi gátum ekki einu sinni komist nálægt

húsinu. Núna er ég búin að týna pabba

mínum og get ekki einu sinni fundið rútuna.

Góði maður, viltu vera svo vænn að hjálpa

mér?” „Já, stúlka litla, ég skal gera það. En

fyrst langar mig til að spyrja þig um þennan

lækningapredikara, sem þú ert að tala um.

Trúir þú því að Guð myndi senda engil og

lækna fólk á okkar tímum?” „Já, herra, það

geri ég.” „Þú meinar að þú trúir því, jafnvel

þótt við eigum svona marga góða lækna og

sjúkrahús?” Bill skammaðist sín dálítið fyrir

að nota sér blindu hennar á þennan hátt,

en hann vildi reyna trú hennar. Hún var

fljót að svara. „Enginn af þessum læknum

getur hjálpað mér. Herra, ef þú tekur í hönd

mína og leiðir mig til lækningapredikarans,

þá get ég fundið pabba minn sjálf.” Bill gat

ekki haldið áfram að þykjast. „Systir, ef til

vill er ég sá sem þú þarft að finna.” Hún tók

í frakkalafið hans og ríghélt sér í það. „Ert

þú predikarinn sem læknar?” vildi hún fá

að vita. „Nei, stúlka mín, ég er bróðir Branham,

guðs þjónninn. Jesús Kristur er sá sem

getur læknað. Viltu nú sleppa frakkanum

mínum?” Hann tók um úlnliði hennar til að

losa sig. Stúlkan hélt í hann af öllum krafti.

Hún hafði náð í hann og hún ætlaði ekki að

láta hann sleppa. „Miskunnaðu mér, bróðir

Branham,” grátbað hún. „Systir, ef þú vildir

aðeins leyfa mér að halda í hönd þína meðan

ég bið.” Bill tókst að losa um aðra hönd

stúlkunnar. Hann fann bylgjurnar frá vaglinu

fara upp handlegg sinn er hann tók að

biðja. „Kæri Jesús, dag einn barst þú þennan

gamla máða kross, sem skrölti eftir götunni.

Blóðið seytlaði niður eftir baki þínu. Hinn

veikburða líkami þinn var að örmagnast

vegna þyngslanna. Þá kom þeldökkur maður,

Símon frá Kýrene að baki þér. Hann tók

upp krossinn og hjálpaði þér að bera hann.

Og nú er eitt af börnum Símonar hér komið

og reikar um í myrkri. Ég er viss um að þú

skilur…” Stúlkan titraði. „Ég fann eitthvað

fara um mig,” sagði hún. „Augu mín eru svo

köld.” Bill fann bylgjurnar í handlegg sínum

hjaðna. Hið djöfullega líf var farið úr vaglinu.

„Systir, lokaðu augunum eitt augnablik.

Þarna kom það. Vaglið er að hjaðna. Eftir

nokkrar mínútur ættir þú að geta séð. Ekki

segja neitt um það. Annars vita allir af mér.

Opnaðu nú hægt augun. Jesús hefur gefið

þér sjónina.” Augu hennar galopnuðust.

Hún leit upp og sagði með andköfum: „Eru

þetta ljós?” „Já, getur þú talið þau?” „Þau

eru fjögur. Er þetta fólk sem gengur framhjá?”

Áður en Bill gat svarað, hrópaði hún

eins hátt og hún gat. Andlit sneru sér í áttina

að henni. Hún hrópaði aftur: „Lof sé Guði! Ég

get séð! Ég get séð! Ég var blind, en nú get ég

séð.” Fólk tók að færa sig í áttina að Bill og

stúlkunni. Einmitt þá kom hópur samkomuþjóna

fyrir hornið. Þeir sáu Bill og komu

honum til hjálpar. Áður en þeir hröðuðu sér

brott, hrópaði maður, sem var með snúinn

fótlegg og studdi sig við hækju: „Ég veit að

þú ert bróðir Branham. Miskunnaðu þig yfir

mig. Ég hef staðið hér í átta daga. Ég á fimm

börn heima og ég er fatlaður. Ég trúi að þú

sért góður piltur. Ef þú biður fyrir mér, þá

mun Guð gera þetta.” Bill sagði: „Réttu mér

þá hækjuna þína, í nafni Jesú Krists.” Fatlaði

maðurinn rétti Bill hækjuna án þess að

hika. Samstundis réttist úr hinum snúna

fótlegg hans og hann gat borið hann. Maðurinn

stappaði með fætinum á malbikið og

hrópaði: „Ég er læknaður! Ég er læknaður!”

Mannfjöldinn þrýsti sér spenntur upp

að þeim. Samkomuþjónarnir fjórir, skýldu

Bill eins vel og þeir gátu og ruddu sér leið

að samkomuhöllinni, meðan fólkið í kring

reyndi að snerta föt Bill þegar hann fór framhjá.

Það skipti fólkið ekki neinu máli, að föt

Bill voru stöguð og bætt.

betra land október 2015

11

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!