16.08.2023 Views

Betra land - 1 Tbl. - október 2015

  • No tags were found...

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Joseph Prince boðar fagnaðarerindi

Forstöðumaðurinn Joseph Prince leiðir New Creation kirkjuna, lifandi og ört vaxandi

kirkju í Singapore, sem yfir 31.000 einstaklingar sækja.Þættir með Joseph Prince eru á

dagskrá Sjónvarpsstöðvarinnar Omega. > 6

Prentað í 117 þúsund eintökum

Betra land

1. tölublað október 2015

Hellti yfir sig

bensíni og reyndi

að kveikja í sér

Áhrifarík frásögn:

Ratna var lamaður

en reis upp úr hjólastólnum

Drengur

læknaðist

Schambach sagði frá þessum

vitnisburði í Chicago Global

School of Ministry. > 12

Maðurinn sem

opnaði dyrnar

William Branham var sá sem

leiddi hina þekktu lækningapredikara

síðustu aldar. > 10

Styðja Putin í

heilögu stríði

Rússneska Rétttrúnaðarkirkjan

styður nú Vladimir Putin í loft- og

landhernaði hans í Sýrlandi. > 9

Tókst að beygja

ýmsar skeifur

Viðtal við Eirík Sigurbjörnsson,

draumurinn um stóra og öfluga

sjónvarpsstarfsemi hefur ræst.> 6


Leiðari

Ágæti viðtakandi,

Það er ánægjulegt að hafa tækifæri til

þess að senda inn á heimili landsmanna

blaðið Betra land, sem við

trúum að eigi eftir að verða til mikillar

blessunar fyrir marga, bæði uppörvun

og trúarstyrkur á þessum tímum sem við

lifum á þar sem mikil óvissa er ríkjandi og

margir hlutir eiga sér stað sem er erfitt að

hafa stjórn á.

Eiturlyf flæða inn í landið og leggja að

velli marga, jafnt unga sem eldri. Það ríkir

ráðleysi um hvernig sé hægt að takmarka

þetta eða stöðva, en Biblían segir: „Og lýður

minn, sá er við mig er kenndur, auðmýkir sig,

og þeir biðja og leita auglitis míns og snúa sér

frá sínum vondu vegum, þá vil ég heyra þá

frá himnum, fyrirgefa þeim syndir þeirra og

græða upp land þeirra.“

Þetta er forskrift sem mun ekki bregðast

og ef við höndlum þetta og framkvæmum

þá munum við sjá stóra hluti gerast á Íslandi

vegna þess að Guð svarar bænum.

Núna næstu daga - þann 30. og 31. október

og 1. nóvember þá verður bein útsending

á Sjónvarpsstöðinni Omega kl. 20-22, þar

sem Rev. Ratna Sajja mun flytja fyrirlestra er

verða mjög áhugaverðir.

Þeir sem eru úti á landsbyggðinni og ná

ekki Sjónvarpsstöðinni Omega, geta sent

okkur tölvupóst á live@betraland.is og við

sendum þeim til baka tengil á vefsíðu þar

sem verður hægt að horfa á þessa dagskrá í

beinni útsendingu. Einnig geta þeir sem vilja

sjá þetta síðar, sent tölvupóst á program@

betraland.is og óskað eftir aðgangi að vefsíðu

með upptökum af þessum útsendingum,

svo þeir missi ekki af þeim fyrirlestrum sem

Ratna mun flytja á Sjónvarpsstöðinni Omega.

Ennfremur er hægt að hringja í gjaldfrjálst

í símanúmer 800 9700 og leggja inn ósk um

fyrirbæn eða ósk um að fá fréttabréf Omega

mánaðarlega.

Útgefandi: Sjónvarpsstöðin Omega Ritstjóri: Guðmundur Örn Ragnarsson Ábyrgðarmaður: Eiríkur Sigurbjörnsson Prentun: Landsprent Upplag: 117.000

Markmið okkar er að halda áfram að gefa út blaðið Betra land með

trúarstyrkjandi og uppörvandi greinum til blessunar fyrir land og þjóð.

Við hvetjum alla

þá sem vilja leggja hönd

á plóginn að senda inn

stuðning:

Reikn. 0113-26-25707

Kt. 630890-1019

Einnig er hægt að hringja

í síma 800 9700

2 betra land október 2015

Þátttaka þín er ómetanleg!


Ég var staðráðinn í því að deyja

Nafn mitt er Rev. Ratna Kumar Sajja.

Ég vil byrja á því að gefa Guði dýrðina

af því að frelsa mig undan strangtrúaðri

fjölskyldu hindúatrúar. Ég

reyndi að standa gegn Guði en náð

hans, sem nær út fyrir allan mannlegan

skilning, leitaði mín og fann

mig þegar ég var týndur.

Ég fæddist inn í efri þjóðfélagsstétt

Kamma í Andhra Prades, á Indlandi,

árið 1964. Faðir minn, Sri. Gowthameswara

Rao Sajja, og móðir mín,

Srimathi Bharathi Devi, voru strangtrúaðir

hindúar. Föðurafi minn var meira að segja svo

ákafur í hindúatrú sinni að hann var í þjónustu

fyrir hindúatrúna og annaðist ýmsar helgiathafnir

og helgisiði.

Hindúar segjast hafa 330 milljón guði og

gyðjur. Foreldrar mínr voru trúfastir sínum

hindúaguðum. Faðir minn var trúræknastur

allra í fjölskyldunni. Hann fór á fætur fyrir sólarupprás

til þess að fara eftir venjum og helgisiðum

eins og því að baða sig í helgri á, fara

með hindúamöntrur og brenna reykelsi. Hann

gerði þetta í von um að geta með því nálgast

guð. Í leit sinni að guði hitti hann margt strangtrúað

hindúatrúarfólk, þar á meðal presta eða

lærimeistara (gúrúa) til þess að komast að því

hvort þeir hefðu nokkurn tíma séð guð, en viðbrögð

þeirra voru ekki uppörvandi.

Móðir mín hélt fast við líkneskin sín og

skreytti þau blómsveigum á hverjum morgni.

Við fórum í pílagrímsferðir til helgra hofa til

þess að þóknast guðum og leita guðdómlegs

velvilja. Foreldrar mínir tóku trúarbrögðin

alvarlega og héldu föstur og vökur af einlægni.

Stéttarkerfi hindúa stendur gegn kristindómi.

Í gegnum aldirnar hafa þeir talið kristið fólk

til stéttleysingja þjóðfélagsins. Meðal strangtrúaðra

hindúa er uppi sú skoðun að stéttleysingi

sé óhreinn. Honum er meinað að fara inn

í hindúahof. Hvorki má snerta hinn kristna

né nálgast hann. Hann þarf að vinna lélegustu

verkin og lág laun sjá til þess að hann

lifir í sárri fátækt. Í huga okkar fjölskyldu var

kristindómurinn trú stéttleysingja. Ef kristinn

einstaklingur snerti eitthvað töldum við að það

yrði óhreint við það. Til þess að hreinsa það aftur,

þurfti að brenna það í eldi og þvo með vatni.

Þótt við værum fáfróð í viðhorfi okkar til

raunveruleikans notaði Guð ýmsar kringumstæður

til þess að leiða okkur til þekkingar

á sér. Á þessum tímum þjáðist amma mín af

blóðlátum og hafði leitað til margra lækna en

illa útbúnir spítalarnir gátu ekkert fyrir hana

gert. Síðasta hálmstrá hennar var að fara til

hvítasunnuprests sem bað fyrir henni og hún

læknaðist fyrir forsjá Guðs almáttugs. Þetta

kveikti trúarneista í lífi hennar en hún mátti

þola alvarlegt mótlæti af hálfu fjölskyldunnar

vegna trúarinnar á Jesú. Synir hennar vildu

ekki snerta hana og töldu að hún hefði orðið

óhrein við það að heimsækja prestinn. Fjölskyldan

gladdist öll yfir lækningu hennar en

líkaði ekki við Jesú vegna allra ranghugmyndanna

sem fjölskyldan hafði um kristindóm.

Í atvinnuleit fluttu foreldrar mínir til Nellore

héraðsins í Andhra Pradesh. Við börnin vorum

þrjú talsins, Prasada Rao Sajja, Santa Kumari

og ég, Ratna Kumar. Þegar ég var þriggja

ára veiktist ég af mikilli hitasótt sem leiddi að

betra líf október 2015

3


lokum til lömunarveiki. Ég bæklaðist frá mitti

og niður. Ef lífið er ferðalag þá er slóði lífsins

langur en hvaða máli skiptir vegalengdin fyrir

hinn fatlaða? Maður getur ekkert gert annað

en að bölva með sjálfum sér en von um bót fær

mann til þess að leggja ýmislegt á sig. Það var

með þessa von að vopni sem foreldrar mínir

fóru með mig til ýmissa þekktra lækna, aðeins

til þess að fá að heyra að fyrir mig væri enga

lækningu að fá. Í örvæntingu og von lögðu foreldrar

mínir í pílagrímsferðir til hinna helgu

hæða Tirupathi og Kalahasthi (sem er mikilvægur

pílagrímsstaður hindúa austur af Tirupathi.)

Pílagrímar streyma til Tirupathi alls

staðar að frá Indlandi og það eru aldrei færri

en tuttugu þúsund manns þar í einu. Foreldrar

mínir hétu því að fórna hári mínu ef ég fengi

lækningu. Heitið er mikilvægt í tengslum við

indversk hof og viðkomandi guði. Heitin hafa

á sér ýmsar myndir en tilgangurinn er ætíð

sá að þetta gefi af sér hagsbót og velvilja eða

bæti fyrir einhvers konar misgjörð. Þrátt fyrir

einlæga tryggð og látlausa tilbeiðslu svöruðu

hindúaguðirnir aldrei þessum bænum þeirra.

Ástandið versnaði til muna þegar illur andi tók

að angra föður minn að næturlagi. Andinn kom

eins og æðandi vindur, af miklu afli og lagðist

svo þungt á föður minn að hann náði varla andanum.

Í eyrum hans ómaði: „Ég gleypi þig fljótlega

í mig vegna þess að þú átt eftir að verða

óvinur minn.“ Í vörn gegn þessum illu árásum

hélt faðir minn sig við Anjaneya Dandakam

(helgisiðabók hindúa til tilbeiðslu á Anjaneya.)

Það gerði þó ekkert gagn. Þá gaf „nafnkristinn“

maður honum Biblíu og ráðlagði honum að

nota Biblíuna til þess að verja sig fyrir óvininum.

Þeim til undrunar, þá hætti illi andinn að

angra þau eftir að þau fengu Biblíuna. Sáðkorn

trúar hafði skotið anga í hjarta þeirra.

Amma mín taldi föður minn á að fara með

mig til hvítasunnuprestsins, Bhaktavassala

Rao, sem hafði beðið fyrir lækningu ömmu.

Presturinn lagði hendur yfir mig og bað fyrir

lækningu minni. Hann blessaði olíu og bað en

ekkert gerðist til að byrja með. Foreldrar mínir

fóru með mig heim og móðir mín bar olíuna á

bæklaða fætur mína á hverjum degi og ákallaði

nafn Drottins. Hvern dag sem hún bað, réttist

smátt og smátt úr bognum og bækluðum fótum

mínum og innan þriggja mánaða gat ég staðið

upp úr hjólastólnum og gengið á eðlilegan hátt.

Í dag ber ég engin merki þessa sjúkdóms. Smátt

og smátt tóku foreldrar mínir að hafna tilbeiðslu

líkneskja, þótt ennþá hefður þau enga

þekkingu á hjálpræði eða fyrirgefningu syndanna

og enginn hafði sagt þeim frá slíku.

Þann 4. desember árið 1971 birtist Guð Biblíunnar

föður mínum á stórkostlegan hátt. Það var

sama dag og móðir mín sótti lofgjörðarsamkomu

í Kirkju Guðs í Pamarru á Indlandi. Faðir minn

hafði verið mótfallinn því að hún færi á slíka

lofgjörðarsamkomu og hafði þetta valdið þeim

svolitlu rifrildi en staðfesta, þolgæði og einlægar

bænir móður minnar leiddi til þess að alvaldur

Guð var ekki hljóður. Rétt eins og ljós brýst inn

í myrkur, mætti ríki Guðs á staðinn. Faðir minn

sá skært ljós sem fyllti allt herbergið og heyrði

hljóða, blíðlega rödd segja: „Þú ert vanþakklátur

þrátt fyrir kraftaverkið í lífi sonar þíns.“ Andinn

tók að sannfæra hann um syndir hans. Hann

iðraðist syndanna og varð „ný sköpun í Kristi.“

Þegar hann var að biðja næsta morgun, fyllti

Drottinn hann heilögum anda með tákni þess að

tala öðrum tungum. Á eftir fylgdi boð frá Drottni

um að lækna sjúka, reka út illa anda og vera spámaður

hans. Fljótlega hlýddu þau kalli Guðs og

snéru baki við ábatasömu fyrirtæki til þess að

starfa fyrir Guðs ríki. Himneskur tilgangur Guðs

hefur orðið að raunveruleika með stofnsetningu

hreyfingarinnar „Messiah Fellowship“ (Samfélag

Messíasar).

Þar sem köllun mín og þjónusta í ríki Guðs

tengist því náið að fjölskylda mín skyldi komast

til trúar á Jesú Krist varð ég að byrja á því

að segja frá því sem á undan hefur verið ritað.

Ég fylgdi foreldrum mínum ekki strax þegar

þau gáfu líf sitt Jesú Kristi. Ég taldi, eins og

hindúar flestir boða, að kristindómurinn

væri vestræn trúarbrögð og sá Guð sem kallaðist

Jesús Kristur væri aðeins fyrir stéttleysingja.

Ég staðhæfði við kristið fólk að Indland

væri upprunastaður tveggja stórkostlegustu

trúarbragða heims (hindúisma og búddisma)

og mikilvægt heimili einna elstu trúarbragða

heims (zorastrianisma.) Þar sem Jesús Kristur

fæddist á svo aumum stað sem gripahúsi, notaði

ég það sem rök fyrir því að hann væri óæðri

hindúaguðum sem hefðu fæðst á háleitum

stöðum. Reyndar tilbað ég aldrei líkneski sjálfur

og var mjög þjóðernissinnaður í hugsun. Ég

talaði niður til kristinna, hæddist að þeim og

taldi kristindóminn aðeins tilheyra harijan.

Allt var það til þess að ég var ófær um að leita

sannleikans eins og hefur verið algengt meðal

margra hindúa.

Vinir hafa alltaf verið mikilvægur hluti af

lífi mínu, bæði til góðs og ills. Ég blandaði

Ratna Sajja

Missið ekki af

beinum útsendingum

á Omega með

Ratna Sajja

30., og 31. október og 1. nóvember kl. 20:00 alla dagana

4 betra land október 2015


Fyrir náð Guðs náði ég

að víkja mér undan en

spjótið gekk inn í kvið

vinar míns. „Nafnkristni"

maðurinn snéri spjótinu

miskunnarlaust og leiddi

það til dauða vinar míns.

mér í ofbeldisstjórnmál þjóðfélagsstéttanna.

Ég var ofsafenginn í skóla, jafnvel gagnvart

samnemendum mínum. Ég myndaði með mér

hatur gagnvart stéttleysingjum og áreitti þá út

frá lágri þjóðfélagsstöðu þeirra. Einn daginn

fór ég með klíkunni minni til þess að ná fram

hefndum á kristnum stéttleysingja sem hafði

fótbrotið vin minn. Hann fékk vitneskju um

að von væri á árás okkar og lokaði sig af innandyra.

Þegar við brutum upp hurðina stökk

hann á mig með banvænt spjót að vopni. Fyrir

náð Guðs náði ég að víkja mér undan en spjótið

gekk inn í kvið vinar míns. „Nafnkristni“ maðurinn

snéri spjótinu miskunnarlaust og leiddi

það til dauða vinar míns. Á sama tíma og faðir

minn var farinn að stunda öflugt kristilegt

trúarstarf, var ég í þvílíkri uppreisn og foreldrum

mínum til skammar.

Þrátt fyrir allt lauk skólagöngu minni með

góðum árangri árið 1980 og ég skráði mig í háskólanám

til frekari menntunar. Ég tók þátt í

kosningum til stúdentaráðs en náði ekki kjöri

og nú helltist myrkur yfir líf mitt. Lífið virtist

mér tilgangslaust. Ég hugleiddi sjálfsvíg til

þess að binda endi á þetta. Djöfullinn hvíslaði

stöðugt í eyru mín að það væri enginn tilgangur

með lífi mínu og ég leitaði leiða til þess að

taka mitt eigið líf.

Einn daginn hellti ég steinolíu yfir mig og

ætlaði að kveikja í mér og brenna mig til dauða.

Ég var með eldspýtur (ekki kveikjara) en fyrir

handvömm mína bleytti ég eldspýturnar með

oíunni og gat ekki kveikt í. Og í því kom faðir

minn að mér og kom í veg fyrir að ég fullnaði

verkið.

Það var þungi í hjarta mínu sem ég hafði

aldrei upplifað áður. Ég fór að skynja hversu

syndugur maður ég væri og hrópaði nú til

frelsarans Jesú eftir fyrirgefningu. Kaflaskil

urðu í lífi mínu. Himneskur fögnuður, friður og

blessuð fullvissa um fyrirgefningu syndanna

kom inn í líf mitt. Ég játaði trú mína opinberlega

og fann strax að ég væri kallaður til að

vera boðberi fagnaðarerindisins. Þegar þetta

allt gerðist var enginn „hirðir“ eða prestur til

staðar til þess að móta köllun mína. Eftir miklar

bænir leitaði ég til sr. Moses Choudary sem

hafði vakið athygli mína fyrir brennandi áhuga

hans á að þjóna Guði. Hann hefur sýn og

löngun til þess að þjálfa ungt fólk eins og mig

til þess að boða fagnaðarerindið á fjarlægum

stöðum. Hann hefur verið mér mikil hvatning

í lífinu. Ég þakka Guði fyrir guðsmann eins og

hann sem er óeigingjarn í því að uppfylla köllun

Guðs í lífi mínu.

Forstöðumaðurinn Joseph Prince er leiðandi rödd í því að boða

fagnaðarerindi náðar um allan heim. Hann leiðir New Creation

kirkjuna, lifandi og ört vaxandi kirkju í Singapore, sem yfir 31.000

einstaklingar sækja. Joseph Prince hefur haft áhrif á marga með

prédikun fagnaðarerindis Jesú Krists og er þekktur fyrir að kenna

Orð Guðs á ferskan, hagnýtan og opinberandi hátt. Joseph Prince

hefur einnig skrifað metsölubækur og er eftirsóttur sem ræðumaður

á ráðstefnum.

Þættir með Joseph Prince eru á dagskrá Sjónvarpsstöðvarinnar

Omega á eftirfarandi tímum:

Joseph Prince

Þriðjudagur 01:30

Þriðjudagur 21:00

Miðvikudagur 07:30

Fimmtudagur 19:00

Föstudagur 07:30

Laugardagur 01:30

betra land október 2015

5


Tókst að beygja ýmsar skeifur

í lífinu líkt og afanum forðum

Viðtal við Eirík Sigurbjörnsson

sjónvarpsstjóra OMEGA – draumurinn

um stóra og öfluga sjónvarpsstarfsemi

hefur ræst

Stundum rætast stórir draumar. Það

sannaðist á ungum Reykvíkingi árið

1974. Hann átti sér þann óvenjulega

draum að flytja Guðsorð um himingeiminn

inn á heimili fólks, með sjónvarpstækninni.

Þessi ungi maður var nýlega risinn

upp úr mikilli óreglu, hafði frelsast á kristilegri

samkomu og eignast lifandi trú á Jesú

Krist. Fólk hristi góðlátlega höfuðið þegar

hann viðraði hugmyndir sínar. Árin hafa liðið

— og draumurinn hefur ræst. Eiríkur Sigurbjörnsson

er sjónvarpsstjóri Omega, en kristilega

sjónvarpsstöðin nær í dag um land allt og

erlenda systurstöðin Gospel Channel nær til

meira en 80 þjóða. Orðið nær því til þjóða þar

sem hundruð milljóna manna búa. Draumur

Eiríks um sjónvarpsstöð helgaða Kristi rættist

og gott betur. Útbreiddasta sjónvarpsstöð Íslands

varð til, stöð á heimsvísu og stórkostlegt

ævintýri.

Sogaðist inn í hringiðu óreglu

„Ég hafði sem drengur allaf farið með Faðirvorið

og haft mína trú. Þegar ég fermdist var

ég virkilega ánægður með að geta staðfest trú

mína og gerast kristinn maður. Það er svo önnur

saga að mér tókst ekki að lifa í takt við trú

mína og boðskap hennar. Það var ekkert auðvelt

að hafa stjórn á mér. Í mér blundaði einhver

ævintýraþrá, ég vildi kanna heiminn.

Heimurinn hafði margt upp á að bjóða, sem

var óhollt fyrir sál og líkama. Ég sogaðist inn í

hringiðu óreglunnar. Ég var kominn í ógöngur

sem ég gat ekki losnað úr. Tómarúmið hjá mér

6 betra land október 2015

var slíkt að ég vissi aldrei hver tilgangur lífsins

var,“ segir Eiríkur Sigurbjörnsson sjónvarpsstjóri

Omega í viðtali.

Sjöundi áratugurinn bauð ungu fólki upp

á hættulega „menningu“, mikið hömluleysi.

Fíkniefni, áfengi og kynlíf í óhófi ásamt

mannskemmandi tónlist. Þeir sem ekki höfðu

næga ístöðu og létu til leiðast að halda út í

skemmtifíknina og dáðleysið urðu margir fyrir

lífstíðar skemmdum á lífi sínu. Eiríkur segir að

hann hafi á þessum árum verið í stórkostlegri

hættu. Hann hafi viljað hætta, í óreglunni en

tókst það ekki þrátt fyrir ótal tilraunir.

Rammir af afli og góðgjarnir

„Hjá minni góðu fjölskyldu var upplausn á

þessum tíma, pabbi og mamma voru að skilja,

þetta góða fólk. En ég eignaðist yndislega

fósturforeldra, Gróu og Sverri, því bæði eignuðust

foreldrar mínir góða maka eftir að þau

skildu. Það var mikill kærleikur og elska allt

í kringum mig. Pabbi var athafnasamur og

dugmikill maður og gaf mér frjálsan tíma til

að sinna því sem ég vildi. Ég sá ekki nokkra

ástæðu til að sækja skólann, sofnaði yfir bókunum

og sá engan tilgang í að læra algebru

eða landafræði eða neitt af fögunum. Árangurinn

var því ömurlegur og 13 ára gamall

yfirgaf ég skólann feginn að vera laus við

þessa kvöð. Við tók byggingavinna,“ rifjar Eiríkur

upp.

Eiríkur átti sem barn sumarathvarf hjá afa

sínum og ömmu á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði,

Eiríki og Guðrúnu, sem voru mikil sómahjón.

Eiríkur afi var heldur hlédrægur maður og

sýndi helst engum hversu sterkur hann var.

Eitt sinn birtist hann úti á túni í slættinum

með hendur fyrir aftan bak, réttir fram aðra

hendina og sýnir lítt gengna skeifu, sem hann

hélt á. „Á ég að beygja skeifuna fyrir þig,“

sagði hann við konu sína. Þá sagði Guðrún

amma á sínu kjarngóða máli: „Þótt þú sért nú

sterkur Eiríkur, þá réttirðu ekki úr skeifunni

þeirri arna.“ Þá tekur bóndi hennar á skeifunni

og réttir hana, án þess að taka nein ósköp

á. Ekki er að efa að Eiríkur bóndi hefur ráðið

yfir miklu innra þreki og trú á því sem hann

var að gera.

Bræðurnir frá Gestsstöðum Sigurbjörn, faðir

Eiríks og hinir bræðurnir, voru rammir af afli

og mikil góðmenni. Margir fóru á fund Sigurbjörns

í Glaumbæ, með vandræði sín og fengu

oftar en ekki lausn. Um þetta ræddi hann

aldrei við aðra, og ekki krafðist hann greiða í

greiða stað.

Frelsaðist á samkomu í Fíladelfíu

Eiríkur Sigurbjörnsson hefur áreiðanlega erft

sitt af hverju frá forfeðrum sínum, andlegan

styrk og trú á verkefnin sem hann vinnur að

hverju sinni. Það má segja að Eiríki hafi tekist

að beygja ýmsar skeifur í lífinu. Ella væri sjónvarpsstöðin

Omega ekki til í dag.

Eiríkur var eins og fyrr sagði í heldur

vafasömum félagsskap fólks sem dýrkaði

Bakkus og leitaði uppi læknadóp. En tilraunir

Eiríks til að láta af líferni sem hann hafði

innst inni illan bifur á, tókust að lokum. Eiríkur

segir að enginn sé það langt leiddur í óreglu

að hann geti ekki náð sér á strik. Við spyrjum

hann hvernig það bar til að hann leitaði til

Guðs.

„Vinur minn í óreglunni, strákur sem ég leit

talsvert upp til, hafði oft setið inni í fangelsum

vegna afbrota, hann var einskonar leiðtogi

okkar hóps. Eina nóttina segir hann við mig

að trúin á Jesú Krist væri alveg nauðsynleg.

Ég var alveg undrandi á orðum þessa hrausta

stráks, Axels, sem mörgum stóð reyndar

stuggur af, því hann gat verið harður í horn

að taka. Axel hafði séð kunningja sinn öðlast

lifandi trú á Jesú Krist, en það var hann Georg


EIRÍKUR SIGURBJÖRNSSON

sjónvarpsstjóri OMEGA

Viðar. Mér fannst Axel ólíklegasti maðurinn til

að ympra á þessu við mig, en áreiðanlega hefur

Guð talað gegnum hann. Georg Viðar var laus

úr vítahringnum og byrjaður að predika um

hinn eina sanna veg. Nú skoraði Axel á mig að

koma á samkomu með sér. Ég lenti á samkomu

hjá Fíladelfíu í neðri salnum að Hátúni 2. Ég

beið eftir Axel vini mínum fyrir utan kirkjuna

eins og um hafði verið rætt. Inni fékk ég í hendur

sálmabók. Við fengum okkur sæti og þegar

söngurinn ómaði fann ég að birti til, það var

léttleiki yfir þessu, í salnum og í sálum fólks.

Það var sungið af innlifun og hljómurinn var

fagur. Þarna stóð rauðbirkinn víkingur sem

talaði til okkar blaðalaust. Þetta var öflug ræða

hjá Einari J. Gíslasyni. Ég gleymdi stað og stund.

Allt í einu heyrði ég eitthvað sem ég hafði ekki

heyrt áður, að Jesús hefði allt vald á himni og

jörðu. Ég fann allt í einu að hjá mér vaknaði

von, ég var á réttum stað. Í lok samkomunnar

var kallað fram að þeir sem vildu taka af skarið

og taka á móti Jesú Kristi og hjálpræðinu skyldu

koma upp. Ég ríghélt mér í bekkinn fyrir framan

mig, mér fannst eins og væri togað í mig. Þá

gaf Axel kunningi minn mér olnbogaskot og

sagði að nú væri tími kominn að fara fram. Ég

sagðist ekki vera tilbúinn. Þá var mér enn gefið

merki um að koma fram og nú varð ekkert undan

því komist. Mér fannst öll augu hvíla á mér

þegar ég gekk fram ganginn. Fleiri komu fram

og krupu frammi fyrir öldungum kirkjunnar

sem báðu fyrir okkur. Aldrei á ævinni hafði ég

kropið frammi fyrir Guði og beðið um hjálp. Ég

stóð upp. Ég var í uppnámi og hélt helst að ég

hefði orðið til skammar. Eftir samkomuna var

okkur boðið í kaffi heim til Einars J. Gíslasonar.

Þar sátu prúðbúnir gestir við uppdekkað hringborð,

hlaðið krásum. Einar, þessi mikli guðsmaður,

sat við borðið og bað hvern og einn að

þakka Guði. Ég gat ekki skorast undan og flutti

stutta þakkarbæn.“

Frelsaður

„Kominn heim gat ég ekki merkt neina skýra

breytingu á mér. Ég hafði enn ekki tekið á móti

fagnaðarerindinu, ekki fundið þessa snertingu

sem aðrir voru að tala um. Ég hafði að vísu

tekið fyrsta skrefið. En ég hélt áfram að sækja

samkomur, en var með annan fótinn í heiminum,

hinn í Guðs ríki. Ég náði því ekki árangri.

Svo gerist það að dóttir Einars spyr mig að því

hvort ég væri frelsaður. Þá sagði ég í vandræðum

mínum að ég bara viti það ekki. Þá segir

hún: „Veistu það ekki, þú verður að trúa því.“

Þá segi ég sem svo: „Ég er frelsaður, ég hef tekið

á móti Jesú Kristi.“

Þá fóru hlutirnir að gerast, ég fékk sannfæringarkraftinn.

Svo var það eftir margar

samkomur að ég var að hugsa um að þetta væri

allt sefjun, ég ætti ekki að taka þetta svona

alvarlega, raunveruleikinn væri ekki þessi. Ég

vildi eitthvað áþreifanlegt — sannleikann. Ég

varð að þreifa á Jesú Kristi, einhverju ekta. Ég

hugðist labba út. En bekkurinn var þétt setinn

og erfitt um vik að yfirgefa kirkjuna til að detta

í það og gleyma þessu, það var efst í huga mér

þarna. Ég sat eirðarlaus áfram, tilneyddur.

Þá gerist það allt í einu að einhver í miðjum

sal stendur upp og byrjar að tala svona hljómfagurt

tungumál, og þá skildi ég að þetta væri

tungutalið sem Biblían talar um. Síðan dettur

allt í dúnalogn. Og þá er eins og einhver komi

með útlistun á tungutalinu eða túlkun. Hún

var frá orði til orðs allt það sem ég hafði verið

að hugsa. Þá talaði Guð til mín persónulega.

Það gat enginn þekkt mig á þennan hátt annar

en Guð. Hann vissi hvað ég var að berjast við í

mínu persónulega lífi. „Guð talaði við mig og

álasaði mér fyrir vantrúna,“ segir Eiríkur.

Þetta sama kvöld vissi Eiríkur að hann

mundi upplifa Jesú ef hann stigi skrefið til

fulls. „Ég var spenntur meðan ég beið eftir

þessu tækifæri. Ég var í litlum mannlausum

hliðarsal og var að krjúpa niður þegar nærvera

Guðs kom yfir mig. Ég datt aftur fyrir mig

og um leið kemur Jesús til mín og talar við mig

persónulega, hann ávarpaði mig með nafni

og sagðist ætla að hjálpa mér úr öllum mínum

ógöngum. Allur þessi þungi og allar byrðar

margra ára hurfu mér. Ég var eins og blindur

maður sem fær sjónina, ég sá veröldina í alveg

nýju ljósi. Ég hafði fengið tilgang og fór

að taka virkan þátt í öllu kristilegu starfi. Frá

betra land október 2015

7


þessum degi var eins og ég fengi vernd yfir

mínu lífi. Báðir afar mínir voru lifandi trúaðir

menn, afi í Fáskrúðsfirði fór með bænirnar

með mér á hverju einasta kvöldi þegar ég var

í sveit hjá afa og ömmu. En núna skildi ég að

mér var ætlað að vinna fyrir Guð, það var tilgangurinn.

Og mér fannst að besta leiðin til

að útbreiða fagnaðarerindið væri í gegnum

nútíma fjölmiðla.“

Frelsaður maður með hugsjón — fjölmiðlun

Eiríkur kom frelsaður út í lífið, nýr maður, innblásinn

og átti sér nýjan tilgang. Hann átti þá

hugsjón að senda Guðs orð hringinn í kringum

landið og ná til fólksins. Hann var 23 ára,

með lágmarksmenntun, og fór strax að kíkja á

tæki og upptökubúnað. Myndbandstæki voru

að ryðja sér til rúms en verðið var himinhátt og

fjárráðin lítil.

„Svo gerist það að ég fer í fyrirtæki á Laugavegi,

Faco, og ræddi við Eystein Arason. Hann

var umboðsmaður fyrir JVC. Hann sýndi mér

bæklinga með upplýsingum um myndbandstækni,

upptökutæki og búnað til að klippa og

laga dagskrárefni. Ég sá að þetta voru draumatæki

og góð byrjun. Ég fór til kunningjafólks

míns sem veita forstöðu Hvítasunnukirkjunni

í Keflavík, Kristins Ásgrímssonar og konu hans.

Við skoðuðum bæklinginn saman og lögðum

þetta fram sem bænarefni — að Drottinn mundi

opna okkur dyr að þessum tæknibúnaði þannig

að við gætum farið að framleiða kristilegt efni.

Svo líður tíminn og þá gerist það að mikill vinur

pabba, sem ég þekkti ekki fyrir, Sverrir Sverrisson,

fyrrum skólastjóri á Akranesi, verður á

vegi mínum. Sverrir var einstakur gæðamaður.

Framúrskarandi heiðarlegur Guðsmaður

og jákvæður gagnvart þessari hugmynd. Hann

var til í að starfa með mér, stofna fyrirtæki og

kaupa búnað til að hefja útsendingar. „Við vorum

auðvitað taldir hálfgerðir skýjaglópar að

ætla okkur í sjónvarpsrekstur,“ segir Eiríkur

þegar hann rifjar upp árin 1982 og 1983, þegar

hugmyndir voru farnar að hreyfast.

Alfa útvarpsstöðin vakti úlfúð

Þeir Sverrir og Eiríkur komu á fót kristilegu

útvarpsstöðinni Alfa. „Þetta var fyrsta skrefið.

Það var léttara að koma á fót útvarpsstöð fyrst.

Ég hélt að allir mundu fagna kristilegri útvarpsstöð,

en því miður var það öðru nær. Nú

byrjuðu hremmingarnar, ofsóknir og læti. Allir

vildu komast yfir útvarpsstöðina og hafa hana

undir sínum verndarvæng. Ég fékk engan fjárhagslegan

stuðning frá kirkjunni eða söfnuðum.

Við vorum eins og rekald, en Guð gaf okkur

trúfasta stuðningsmenn úr hinum og þessum

kristnu samfélögum sem höfðu óbilandi trú á

starfi okkar og studdu okkur með mánaðarlegum

framlögum. Þetta útvarpsævintýri var svo

erfið reynsla fyrir mig að ég ákvað að aldrei á

ævinni mundi ég leggja út í rekstur á kristilegri

8 betra land október 2015

Ég sat við skrifborð með

gluggatjöld bak við mig

og blómavasa á borðinu.

Þetta var eins frumstætt

eins og verða mátti. Menn

spáðu þessu ekki vel og

sögðu að stöðinni yrði fljótt

lokað. En starfið hélt áfram

þrátt fyrir bölspár.

sjónvarpsstöð. Þetta virtist vera grýttur jarðvegur.

Þess í stað vildi ég einbeita mér að því

að senda Guðsorð með öflugri stuttbylgjustöð

til Evrópu og þaðan um allan heim. Þetta var

engin smásmíði, 500.000 vatta útvarpssendar,

gríðarleg möstur og annar búnaður. Menn

höfðu ekki trú á þessu verkefni og eftir að ég

hafði skoðað málið í Bandaríkjunum og dvalið

þar um hríð, hafði það gerst hér heima að samfélögin

höfðu tekið Alfa yfir og breytt nafninu

í Stjarnan.“

„Sverrir vinur minn var sérstaklega vel máli

farinn og hjálpaði mér að skrifa fréttabréf og

kynningu. Einn daginn kom til mín sterk sannfæring

að þetta muni allt uppfyllast, það yrði

til kristileg sjónvarpsstöð, en ekki væri víst að

Sverrir lifði það. Erfiðleikar okkar voru skelfilegir,

við vorum í ógöngum með fjármálin.

Sverrir var kallaður heim til Drottins rétt rúmlega

sjötugur vorið 1989.“

Eftir að Eiríkur kom heim með fjölskylduna

frá Bandaríkjunum setti hann á fót teppahreinsunarfyrirtæki,

vann eins og berserkur í

2-3 ár og safnaðist fé. En gamla hugmyndin lét

hann ekki í friði.

Lagt upp í sjónvarpsævintýrið

„Það var að morgni dags þann 8. nóvember

1991 að það kemur til mín sterk köllun frá Guði,

eins og skipun um að stofna sjónvarpsstöð.

Þegar ég fór af stað til að fá upplýsingar um

tíðni og annað hjá Landssímanum þá fannst

þeim eins og geggjaður maður væri á línunni.

En upplýsingarnar streymdu inn og í kjölfarið

fékk ég lítinn 10 vatta sendi frá Austfirska

sjónvarpsfélaginu sem Ágúst Ólafsson rak

í samstarfi við Stöð 2. Ágúst var til í að leigja

okkur annan sendinn sem hann var með. Í ljós

kom að við sendinn vantaði tækjabúnað til að

breyta útsendingatíðninni, svokallaðan „modulator“,

sem kostaði peninga sem auðvitað

voru ekki til. En alltaf lagðist okkur eitthvað til.

Þegar öll sund virtust lokuð, barst hjálpin úr

hinum ýmsu áttum. Söfnuðir virtust ekki vilja

styðja við bakið á hugmyndinni, en það vildi

Ómar Kristjánsson forstjóri og annar maður

til. Landssíminn fékk peningana á borðið fyrir

þetta tæki, en tæknimenn sögðu okkur að það

væri í raun engin trygging fyrir því að sendirinn

kæmi að gagni,“ segir Eiríkur.

Viku seinna var Eiríkur boðaður til fundar

hjá Landssímanum. Hann hljóp út í gamla

Citroen bílinn sinn sem lyfti sér tignarlega að

þessu sinni, og ók í loftköstum niður á Sölvhólsgötu

þar sem hann móttók vondar fréttir —

það var of mikil bjögun í sendinum, hann var

ónothæfur.

„Ég hélt heim alveg niðurbrotinn og ræddi

þetta við konuna mína. En viti menn, eftir hálftíma

hringir síminn. Þá er ég boðaður á annan

fund. Þar er mér sagt að ég hlyti að hafa

verið að biðja fyrir lausn og verið bænheyrður.

Það væri nefnilega allt í lagi, ég gæti notað

sendinn,“ sagði Eiríkur. Tæknimenn höfðu

ekki ýtt á réttan hnapp.

OMEGA fer í loftið

Það var 27. júlí 1992 klukkan 16:45 sem fyrsta

íslenska kristilega sjónvarpsstöðin fór í loftið.

Sent var út á UHF bylgju með 10 vatta sendi.

Það var engin stöð fyrir á þessari hátíðnibylgju

nema OMEGA. Útsendingarbúnaðurinn var í

Bolholti 6 á fimmtu hæð. Dagskrárefnið var á

spólu sem entist í 3 klukkutíma, en þá hófst

sama dagskrá að nýju. Þannig varð Omega

fyrsta sjónvarpsstöðin hér á landi sem sjónvarpaði

allan sólarhringinn.

„Við settum símanúmer neðst á skjáinn og brátt

fór fólk hringja og spyrjast fyrir. Fyrsta sjónvarpsefnið

var gospeltónlist, skemmtileg dagskrá,

sem fólki líkaði greinilega vel. Fljótlega fór

ég að flytja sunnudagsræður í beinni útsendingu.

Ég sat við skrifborð með gluggatjöld bak við mig

og blómavasa á borðinu. Þetta var eins frum-


stætt og verða mátti. Menn spáðu þessu ekki vel

og sögðu að stöðinni yrði fljótt lokað. En starfið

hélt áfram þrátt fyrir bölspár,“ segir Eiríkur og

viðurkennir að rekstur Omega hafi tekið talsvert

á þessi 23 ár sem stöðin hefur starfað. En ævinlega

hafi Guð komið og verndað starfið. Stöðin

hafi notið mikillar blessunar og orðið til góðs.

Stærsta sjónvarpskerfi landsins

„Omega var minnsta sjónvarpsstöðin fyrir 23

árum, en núna er hún langstærst í dreifingu,

við förum um tugi landa og áhorfið gríðarlega

mikið. Fjármagnið sem við höfum fengið

hefur nýst fullkomlega. Við höfum ekki haft

neina fasta styrki frá söfnuðum, kristniboðssjóðum,

ríkinu eða stórfyrirtækjum. Allt eru

það einstaklingar sem styðja við bakið á okkur,

fólk víða um heim,“ segir Eiríkur Sigurbjörnsson.

Omega í dag er mun stærra fyrirtæki en útsendingin

úr Bolholtinu á tíunda áratugnum.

Á Grensásvegi 8 er rúmgott húsnæði þar sem

fjölbreytt starfsemi fer fram. Með árunum tókst

Omega að fá sýningarrétt á ýmsum trúarlegum

sjónvarpsþáttum bestu predikara heims. Má

þar nefna Billy Graham, Benny Hinn, Jimmy

Swaggart, Robert Schuller, David Wilkerson,

Maríusystur og Joyce Meyer svo einhverjir séu

nefndir. Þá hefur einnig verið töluverð innlend

dagskrárgerð.

Það fer ekki milli mála að Omega flytur fólki

betri tíðindi en almennt gerist á sjónvarpsstöðvum.

Eiríkur segir að stöðin sé í góðu sambandi

við áhorfendur og fái góð viðbrögð. Ein

kona sem kom á stöðina sagði frá því að stöðin

og hann hefðu bjargað lífi sínu. Eiríkur sagði

henni að hvorki hann eða stöðin hefði bjargað

henni, þar hefði Guð verið að verki. Þessi

stúlka var nýlega fráskilin, full af beiskju og

vonleysi. Hún gekk með þá hugmynd að svipta

sig lífi þegar hún fann engan tilgang í lífinu.

Hún sagði að hún hefði verið að taka til á stofuborðinu

og rak óvart hendina í fjarstýringu sem

lá á borðinu. Við það breytir sjónvarpið um rás

og Omega birtist á skjánum. Stúlkan horfir þar

á aðra unga konu sem er að vitna. Hún segir frá

svipaðri sögu og því hvernig trúin bjargaði lífi

hennar. Þessi atburður varð til þess að konan

fékk nýja sýn og tókst að rétta af kúrsinn í lífi

sínu. Margar sögur af þessu tagi kunna þeir hjá

Omega. Alltaf er fólk að upplifa góða hluti með

því að fylgjast með stöðinni. Slíkt er starfsfólkinu

mikil hvatning.

„Þessi rekstur er þannig að maður sér aldrei

hvernig næsti mánuður kemur til með að verða,

en alltaf rætist úr. Það er Guð sem kemur og

hjálpar okkur á einn eða annan hátt og ég veit

að hann mun gera það áfram. Sama fólkið er að

styðja okkur ár eftir ár, það eru fleiri hundruð

manns sem sjá til þess að Guðs orð komist inn

á heimili fólks hér á landi og í tugum annarra

landa,“ sagði Eiríkur Sigurbjörnsson að lokum.

Rússneska Rétttrúnaðarkirkjan hefur

tekið höndum saman með Putin og

lýst yfir heilögu stríði í Sýrlandi

Rússneska Rétttrúnaðarkirkjan styður

nú Vladimir Putin í loft- og landhernaði

hans í Sýrlandi. Kirkjan lítur á hernaðinn

sem heilagt stríð í anda fyrri alda

þegar kristindómurinn átti í vök að verjast.

„Baráttan við hryðjuverkaógnina er

heilagt stríð. Og nú í dag er okkar land

(Rússland) sennilega öflugast í heiminum

í stríðinu fyrir Kristindóminn.“ Þetta eru

orð Vsevolod Chaplin, sem er aðaltalsmaður

Rússnesku Rétttrúnaðarkirkjunnar.

Þegar margir bandaríkjamenn hafa

áhyggjur af aðgerðum Putins í Sýrlandi,

Íran og Írak þá verður ekki annað séð en

að hann hafi trygga bandamenn í Rússnesku

kirkjunni. „Rússneska sambandsríkið

hefur tekið ábyrga afstöðu með að

notað verði herlið til að verja íbúa Sýrlands

fyrir þeim hörmungum sem hryðjuverkamenn

hafa innleitt,“ segir Chaplin

ennfremur.

„Kristið fólk líður miklar þjáningar á

þessu svæði. Prestum er rænt og kirkjur

eru lagðar í rúst. Og þjáningar múslima

eru ekki minni.“

Árið 2012 vakti Rússneska kirkjan

athygli Putins á vaxandi ofsóknum á

hendur kristnu fólki í löndum múslima,

eins og kom fram í tímaritinu Frontpage.

Háttsettur embættismaður Kirkjunnar

kom því á framfæri við Putin að á fimm

mínútna fresti léti kristinn maður lífið fyrir

trú sína einhversstaðar í heiminum. Nú væri

það bón prestastéttarinnar, til Pútins, að

gera það að forgangsverkefni, til framtíðar í

utanríkisstefnu sinni, að vernda Kristið fólk.

„Þetta mun verða að veruleika, efist ekki

um það,“ tjáði Putin yfirmönnum Kirkjunnar,

samkvæmt tímaritinu Frontpage.

Heimildir herma að hinn Rússneski

Patriarch, Kirill, hafi ritað Obama forseta

bréf, þar sem hann biður Obama um að

stöðva stuðning sinn við þau öfl sem ofsækja

kristna menn.

„Ég er sannfærður um að þau lönd sem

mótuð eru af kristinni menningu, hafi

sérstökum skyldum að gegna til að hafa

áhrif á örlög kristinna í mið-austurlöndum,“

skrifar hann samkvæmt tímaritinu

Frontpage.

Það er e. t. v. kaldhæðnislegt, að Putin

hefur tekið við stöðu nútíma krossfara, og

sett Rússland í hlutverk síðasta verjanda

Kristinnar trúar.

Þýdd grein úr Assist News

betra land október 2015

9


Maðurinn sem opnaði dyrnar

William Branham var sá sem

leiddi hina þekktu lækningapredikara

síðustu aldar.

Ævisaga William Branham er nú fáanleg hjá Sjónvarpsstöðinn OMEGA.

Guð hafði ákveðið að nota þennan

guðsmann til að opna dyrnar að

hinu yfirnáttúrulega með þeim

hætti, sem aldrei hafði nokkurn

tíman gerst.

William Branham fæddist 6. apríl 1909

í Bandaríkjunum í Kentuckyfylki. Fæðing

hans átti sér stað í litlum bjálkakofa. Móðir

hans, sem var að hálfu Cherokee indjáni, var

aðeins 15 ára er hún fæddi hann. Frá þeirri

stundu að William Branham kom í heiminn,

fóru tákn og undur að gerast í kringum hann.

Stax eftir fæðingu hans birtist yfirnáttúrulegt

ljós yfir vöggu hans.

Þegar hann hóf skólagöngu sem barn voru

foreldrar hans svo fátækir að þau gátu ekki

keypt skyrtu á hann eins og aðrir foreldrar

gerðu fyrir sín börn. Hver hefði þá getað

ímyndað sér að þessi fátæki drengur ætti eftir

að varða veginn fyrir marga heimsþekkta

lækningaprédikara sem komu fram í upphafi

sjötta áratugs síðustu aldar. William Branham

var öflugri lækningapredikari en nokkur

af sporgöngumönnum hans. En það voru

menn eins og Oral Roberts, A. A. Allen og

Jack Coe.

Hér fer á eftir örlítið brot úr íslenskri

þýðingu ævisögu William Branham:

Bill (William Branham) læddist hljóðlega

út um fjarlægari dyr bifreiðarinnar og hrað-

In Touch

Ministries

Dr. Charles Stanley

Charles F. Stanley er stofnandi In Touch Ministries og hefur einnig skrifað bækur

sem komist hafa á metsölulista New York Times. Kennsla hans nær til milljóna

manna um heim allan. Hann er með hagnýta kennslu sem byggir á Kristi og

biblíulegum grundvallaratriðum til daglegs lífs.

Starfi Charles Stanley er best lýst með þeim orðum sem er að finna í Postulasögunni

20.24: „En mér er líf mitt einskis virði, fái ég aðeins að fullna skeið

mitt og þá þjónustu, sem Drottinn Jesús fól mér: Að bera vitni fagnaðarerindinu

um Guðs náð.“ Hann segir allt byggja á Orði Guðs og verki Guðs sem

breyti lífi fólks.

Þættir dr. Charles Stanley eru á dagskrá Sjónvarpsstöðvarinnar Omega á

eftirfarandi tímum:

Mánudagur 08:00

Þriðjudagur 20:30

Miðvikudagur 11:30

Fimmtudagur 03:30

Föstudagur 05:00

Föstudagur 19:00

Laugardagur 09:30

Sunnudagur 15:30

10 betra land október 2015


Systir, ef til vill er ég sá sem

þú þarft að finna.” Hún

tók í frakkalafið hans og

ríghélt sér í það. „Ert þú

predikarinn sem læknar?

aði sér meðfram röð af sjúkrabílum, þangað

til hann kom að bílastæðunum. Flóðljós

lýstu upp súldina, sem féll á höfuð nokkur

þúsund karla, kvenna og barna, sem stóðu

í hóp við bakdyr samkomusalarins. Bill

fannst hann vera óþekktur, af því að enginn

hér hafði nokkru sinni áður séð hann. Frekar

en að bíða eftir að samkomuþjónarnir kæmu

til að hjálpa sér, reyndi Bill sjálfur að greiða

sér leið gegnum mannfjöldann. Hás rödd

sagði: „Hættu að ýta mér.” „Afsakaðu mig,”

sagði Bill og reyndi að komast áfram. Stór,

grófur náungi sneri sér að honum. „Ég sagði

þér að hætta að ýta,” rumdi hann. „Já, herra

minn,” sagði Bill sauðslega. „Afsakaðu mig.”

Bill hörfaði aftur fyrir mannfjöldann og velti

fyrir sér hvað hann ætti að gera. Samkomuþjónarnir

voru hvergi í augsýn. Hann heyrði

kvenrödd hrópa: „Pabbi, pabbi.” Bill leit í

kringum sig eftir eiganda raddarinnar og sá

unga, þeldökka stúlku, um það bil sautján

ára, vera að þrýsta sér gegnum hóp af hvítu

fólki. Hún var augljóslega blind. Augu hennar

voru hvít af vagli. Þrátt fyrir það, af því

að Jim Crow lögin höfðu aðskilið hvíta frá

svörtum, var enginn nærstaddur viljugur

til að hjálpa henni. Stúlkan var að fálma sér

leið gegnum hópinn í áttina að Bill. Bill færði

sig gegnum fjöldann þar til hann stóð beint

í vegi fyrir stúlkunni. Fljótlega rakst hún á

hann. „Afsakaðu mig,” sagði hún, „en ég er

blind og ég hef týnt pabba mínum. Getur þú

hjálpað mér að finna rútuna frá Memphis?”

Bill leit á röð rútubílanna, sem var lagt við

annan enda bílastæðisins. „Já, ég get hjálpað

þér,” sagði hann. „Hvað ertu að gera

hér?” „Ég og pabbi komum til að hitta lækningapredikarann,”

svaraði hún. „Hvernig

heyrðir þú um hann?” „Ég var að hlusta

á útvarpið í morgun og þeir fengu mann til

að koma, sem sagði frá því að hann hefði

ekki getað sagt eitt einasta orð í mörg ár og

núna getur hann talað. Annar maður sagði

að hann hefði verið á örorkubótum vegna

blindu í tólf ár og nú sér hann nógu vel til

að lesa Biblíuna sína. Það gaf mér von um

sjón mína. Þegar ég var lítil stúlka fékk ég

þessi vögl í augun. Læknirinn sagði mér,

að þegar ég yrði stærri, myndi hann taka

þau, en núna þegar ég er orðin stærri, segir

hann að þau hafi vafið sig utan um sjóntaugina

og hann getur ekki hreyft við þeim.

Þannig að einu möguleikar mínir eru að

komast til lækningapredikarans. En í kvöld

er síðasta kvöldið sem hann verður hér og

við pabbi gátum ekki einu sinni komist nálægt

húsinu. Núna er ég búin að týna pabba

mínum og get ekki einu sinni fundið rútuna.

Góði maður, viltu vera svo vænn að hjálpa

mér?” „Já, stúlka litla, ég skal gera það. En

fyrst langar mig til að spyrja þig um þennan

lækningapredikara, sem þú ert að tala um.

Trúir þú því að Guð myndi senda engil og

lækna fólk á okkar tímum?” „Já, herra, það

geri ég.” „Þú meinar að þú trúir því, jafnvel

þótt við eigum svona marga góða lækna og

sjúkrahús?” Bill skammaðist sín dálítið fyrir

að nota sér blindu hennar á þennan hátt,

en hann vildi reyna trú hennar. Hún var

fljót að svara. „Enginn af þessum læknum

getur hjálpað mér. Herra, ef þú tekur í hönd

mína og leiðir mig til lækningapredikarans,

þá get ég fundið pabba minn sjálf.” Bill gat

ekki haldið áfram að þykjast. „Systir, ef til

vill er ég sá sem þú þarft að finna.” Hún tók

í frakkalafið hans og ríghélt sér í það. „Ert

þú predikarinn sem læknar?” vildi hún fá

að vita. „Nei, stúlka mín, ég er bróðir Branham,

guðs þjónninn. Jesús Kristur er sá sem

getur læknað. Viltu nú sleppa frakkanum

mínum?” Hann tók um úlnliði hennar til að

losa sig. Stúlkan hélt í hann af öllum krafti.

Hún hafði náð í hann og hún ætlaði ekki að

láta hann sleppa. „Miskunnaðu mér, bróðir

Branham,” grátbað hún. „Systir, ef þú vildir

aðeins leyfa mér að halda í hönd þína meðan

ég bið.” Bill tókst að losa um aðra hönd

stúlkunnar. Hann fann bylgjurnar frá vaglinu

fara upp handlegg sinn er hann tók að

biðja. „Kæri Jesús, dag einn barst þú þennan

gamla máða kross, sem skrölti eftir götunni.

Blóðið seytlaði niður eftir baki þínu. Hinn

veikburða líkami þinn var að örmagnast

vegna þyngslanna. Þá kom þeldökkur maður,

Símon frá Kýrene að baki þér. Hann tók

upp krossinn og hjálpaði þér að bera hann.

Og nú er eitt af börnum Símonar hér komið

og reikar um í myrkri. Ég er viss um að þú

skilur…” Stúlkan titraði. „Ég fann eitthvað

fara um mig,” sagði hún. „Augu mín eru svo

köld.” Bill fann bylgjurnar í handlegg sínum

hjaðna. Hið djöfullega líf var farið úr vaglinu.

„Systir, lokaðu augunum eitt augnablik.

Þarna kom það. Vaglið er að hjaðna. Eftir

nokkrar mínútur ættir þú að geta séð. Ekki

segja neitt um það. Annars vita allir af mér.

Opnaðu nú hægt augun. Jesús hefur gefið

þér sjónina.” Augu hennar galopnuðust.

Hún leit upp og sagði með andköfum: „Eru

þetta ljós?” „Já, getur þú talið þau?” „Þau

eru fjögur. Er þetta fólk sem gengur framhjá?”

Áður en Bill gat svarað, hrópaði hún

eins hátt og hún gat. Andlit sneru sér í áttina

að henni. Hún hrópaði aftur: „Lof sé Guði! Ég

get séð! Ég get séð! Ég var blind, en nú get ég

séð.” Fólk tók að færa sig í áttina að Bill og

stúlkunni. Einmitt þá kom hópur samkomuþjóna

fyrir hornið. Þeir sáu Bill og komu

honum til hjálpar. Áður en þeir hröðuðu sér

brott, hrópaði maður, sem var með snúinn

fótlegg og studdi sig við hækju: „Ég veit að

þú ert bróðir Branham. Miskunnaðu þig yfir

mig. Ég hef staðið hér í átta daga. Ég á fimm

börn heima og ég er fatlaður. Ég trúi að þú

sért góður piltur. Ef þú biður fyrir mér, þá

mun Guð gera þetta.” Bill sagði: „Réttu mér

þá hækjuna þína, í nafni Jesú Krists.” Fatlaði

maðurinn rétti Bill hækjuna án þess að

hika. Samstundis réttist úr hinum snúna

fótlegg hans og hann gat borið hann. Maðurinn

stappaði með fætinum á malbikið og

hrópaði: „Ég er læknaður! Ég er læknaður!”

Mannfjöldinn þrýsti sér spenntur upp

að þeim. Samkomuþjónarnir fjórir, skýldu

Bill eins vel og þeir gátu og ruddu sér leið

að samkomuhöllinni, meðan fólkið í kring

reyndi að snerta föt Bill þegar hann fór framhjá.

Það skipti fólkið ekki neinu máli, að föt

Bill voru stöguð og bætt.

betra land október 2015

11


Drengur læknaðist,

sem hafði

26 alvarlega

fæðingargalla!

Mig langar til að segja þér frá

einum áhrifamesta vitnisburði

á 20. öld um takmarkalausan

lækningamátt Guðs. Góður vinur

minn, R. W. Schambach varð

vitni að þessari afdrifaríku lækningu.

Schambach sagði frá þessum

vitnisburði í Chicago Global

School of Ministry:

12 betra land október 2015

Mesta kraftaverk sem ég hef séð

með eigin augum gerðist árið

1958. Kona kom á samkomu með

son sinn sem hafði 26 alvarlega

fæðingargalla. Hann fæddist blindur, augu

hans voru hvítleit og enginn vissi hvernig þau

ættu í rauninni að vera á litinn, tungan lafði út

á kinn, handleggirnir voru undnir saman og

olnbogarnir rákust í litla magann. Báðir fótleggirnir

voru bæklaðir og vanskapaðir. Hann

fæddist án fóta en hafði klump í stað þeirra.

Hann gat ekki verið í skóm. Maður setur ekki

skó á klumpa, heldur á fætur. Hné hans snertu

olnbogana og hann var enn í fósturstellingu.

Hann hafði fæðst án kynfæra.

Þetta voru aðeins hinir sýnilegu

fæðingargallar þessa litla drengs. Lungu hans

voru einnig vansköpuð, nýrun hjartað og

fleira... 26 alvarlegir gallar.

Ég mun aldrei gleyma konunni. Hún kom

til Birmingham í Alabama, þar sem samkoman

var haldin og dvaldi í eina viku. Ég var að

prédika á eftirmiðdagssamkomunni og reyndi

að byggja upp trú hennar. Á þessari samkomu

var dreift bænaspjöldum til þeirra sem þurftu

á lækningu að halda, en bænaspjald hennar

hafði ekki enn verið kallað upp. Guð starfar

á margvíslegan hátt og þessa viku sýndi Guð

þjóni sínum nokkuð nýtt fyrir Heilagan anda.

Ég fékk sérstaka umhyggju fyrir drengnum,


Kona, þú ert hérna í kvöld.

Komdu núna með drenginn,

því Guð ætlar að gefa þér

26 kraftaverk. Konan kom

með drenginn.

og hafði aðeins nægilega peninga til að kaupa

bensín og fara heim. Þetta var á þeim tímum

þegar bensínið kostaði 18 sent gallonið (3,8 lítrar).

Fimm dollarar rétt nægðu henni fyrir heimferðinni

frá Birmingham til Knoxville.

„Hafir þú efni á því er engin trú í því!“

Ég mun aldrei gleyma því, þegar guðsmaðurinn

steig út á ræðupallinn síðasta samkomukvöldið.

Hann sagði nokkuð sem ég hafði

aldrei heyrt hann segja áður. Hann sagði, „ég

vil koma samskotunum frá, því ég trúi því að

Guð ætli að gera eitthvað stórkostlegt.“ Hann

sagði við fólkið, „í kvöld vil ég að þú gefir Guði

trúarfórn. Ef þú veist ekki hvað það merkir, þá

þýðir það að gefa Guði eitthvað sem þú hefur

ekki efni á að gefa. Hafir þú efni á því, er engin

trú í því!“

Á sömu stundu og hann sagði þetta, leit ég

á konuna sem sat aftarlega með drenginn sinn,

fjögurra ára, en læknirinn hafði sagt henni að

hann mundi alls ekki geta náð að lifa í eitt ár.

Hún tók barnið, rétti það konu sem var við hlið

hennar og hljóp fram ganginn. Hún varð fyrst

til að ná til gjafakörfunnar og hún fleygði einhverju

í hana.

Ég var á pallinum og stökk upp og leit í körfuna.

Þennan sama dag hafði hún sagt mér hve

mikla peninga hún ætti. Þegar ég leit í körfuna,

gettu hvað ég sá? Tuttugu dollara seðil.

Ég flýtti mér baksviðs og grét eins og barn.

Ég sagði: „Drottinn ég hef reynt alla vikuna að

kenna þessari konu um trú. Jesús, viltu gefa

mér trú eins og ég hef séð þessa konu sýna.“ Ég

veit ekki hvort ég hefði getað gert þetta. Og þú

veist ekki heldur hvort þú hefðir getað gert það,

nema þú værir í svipuðum kringumstæðum.

„Kona, Guð ætlar að gefa þér 26 kraftaverk!“

Guðsmaðurinn byrjaði að predika. Eftir tuttugu

mínútur sagði hann: „Ég hef verið hrifinn

burt í Andanum.“

Ég hugsaði: „Nú ætlar hann með okkur í enn

eina ferðina!“ Ég var að hugsa um litla barnið

sem mundi enn verða útundan. Guðsmaðurinn

sagði: „Ég kem að stórri byggingu, ég fer inn í

hana, það er sjúkrahús og ég heyri barnsgrát.

Það er fæðingardeild. Barn er nýfætt. Barnið

er drengur fæddur með 12, 14 ... 26 alvarlega

galla!“

Þegar hann sagði þetta, þá mátt þú trúa að ég

lifnaði allur við og sagði við sjálfan mig: „Þetta

er kvöld litla drengsins.“

Predikarinn hélt áfram, „ég heyri í læknunum.

Þeir segja að barnið muni ekki ná eins árs

aldri. En þeir höfðu rangt fyrir sér. Barnið lifir.

Ég sé móðurina setja niður í litla ferðatösku,

barnið er í körfu og aðrar konur eru með henni.

Þau eru að fara í ferðalag. Þau fara inn í gamlan

Ford. Ég sé fylkismörkin milli Tennessee og

Alabama. Bíllinn er að fara inn á bílastæðið.

Síðan sagði hann: „Kona, þú ert hérna í

kvöld, komdu núna með drenginn, því Guð ætlar

að gefa þér 26 kraftaverk!“ Konan kom með

drenginn.

Mér var ekki sögð þessi saga. Ég sá þetta ger-

hann varð mér hjartfólginn og ég þráði að fá

að sjá hann upplifa sérstakt kraftaverk. Þessi

kæra móðir kom til mín eftir hádegi á sunnudeginum

og sagði: „Ég er búin að vera hér alla

vikuna.“ Ég sagði, „ég veit það.“ „Heldurðu að

spjaldið mitt verði ekki kallað upp í kvöld?“

spurði hún. „Ég veit það ekki,“ svaraði ég.

„Mun guðsmaðurinn kalla upp spjaldið mitt?“

Aftur svaraði ég: „Ég veit það ekki.“

Hún sagði: „Ég er búin með peningana. Ég

hef búið á hóteli og borðað á veitingahúsum

alla vikuna. Ég hef farið á allar samkomurnar og

ég á aðeins tuttugu dollara eftir. Fimm dollara

fyrir bensíni og fimmtán dollara fyrir lækninn

á mánudaginn.“ Hún var utanbæjarmanneskja

betra land október 2015

13


Móðir hans stóð á

pallinum með upprétta

arma og tárin runnu niður

kinnar hennar. Hún kom

til að fá sitt einstaka

kraftaverk og Jesús olli

henni ekki vonbrigðum!

ast með eigin augum. Það voru 2.500 - 3.000

manns á samkomunni. Konan setti barnið í

fang predikarans og hann fór að ganga fram

og aftur um pallinn. Ég stóð upp og gekk alveg

að hlið hans. Hann sagði: „Allir loki augunum.”

Ég hugsaði, „ekki ég, góði minn, ég ætla að fara

eftir ritningunni í þetta sinn, ég ætla að horfa á

og biðja. Ég hef beðið alla vikuna eftir þessu!“

Allir sem voru sjúkir

læknuðust fyrir kraft Guðs!

Ég mun aldrei gleyma því fyrsta sem ég sá gerast,

en það var að tungan sem lá út á kinn small

inn eins og teygja. Hún fór nú í fyrsta sinn inn

í munninn eftir fjögur ár. Þegar handleggirnir

fóru að smella í réttar skorður hljómaði það

eins og harðviður væri að hrökkva og brotna.

Fæturnir tóku á sama tíma samskonar viðbragð

eins og hendurnar og handleggirnir.

Það næsta sem ég sá var hreyfing í mjólkurlituðu

augunum. Guð var að lækna augu

hans! Allt í einu hvarf mjólkurliturinn og ég sá

tvö falleg brún augu. Drengurinn hafði fæðst

heyrnarlaus og ég vissi, að ef Guð opnaði augu

hans þá mundu eyrun einnig opnast!

Síðan fyrir framan alla, skapaði Guð fætur!

Ég sá tær myndast. Það minnti mig á leirinn

sem við keyptum þegar við vorum börn. Það

var líkt því að Guð myndaði fót og setti tærnar á.

Móðir hans stóð á pallinum með upprétta

arma og tárin runnu niður kinnar hennar. Hún

kom til að fá sitt einstaka kraftaverk og Jesús

olli henni ekki vonbrigðum!

Drengurinn hafði aldrei gengið, aldrei talað

og aldrei séð móður sína. Predikarinn, bróðir

A.A. Allen setti hann niður. Ég mun aldrei geta

gleymt því. Á pallinum tók hann á rás og ég var

rétt á hælum hans! Ég sá hann hlaupa í faðm

móður sinnar og heyrði hann segja sín fyrstu

orð: „Mamma.“ Þið megið trúa því að eitthvað

yfirnáttúrulegt átti sér stað! Þetta var eins og

keðjuverkun.

Öðru megin á pallinum voru tólf hjólastólar.

Fólkið var ósjálfbjarga. Sumir voru lamaðir frá

hálsi og niður. Án vonar! Þegar Guð læknaði

þennan dreng var eins og yfirliðþjálfi gæfi skipun,

allir í þessum tólf hjólastólum stóðu upp algjörlega

læknaðir fyrir kraft Jesú Krists og fóru

að ganga um!

Sex blindir einstaklingar með stafi (sem

merkir algjörlega blindir) læknuðust og gengu

fram. Um tvær tylftir fólks með heyrnartæki

læknuðust og tóku tæki sín úr sambandi. Fólk

kom með stafi, hækjur og göngugrindur fram

að pallinum. Allt það fólk sem kom sjúkt inn

í bygginguna, gekk út úr henni læknað fyrir

kraft Guðs!

„Þú getur ekki slegið Guð út í gjöfum!“

Seinna fékk ég sérstakt bréf boðsent frá konunni.

Hún skrifaði: „Bróðir Schambach, Guð

gaf þessi 26 kraftaverk, en þú sást ekki allt, eins

og það að hann skapaði kynfæri á drenginn

minn!“

Hún sagði: „Það er enn eitt kraftaverk sem

þú veist ekkert um. Ég sagði þér að ég hefði gefið

allt í samskotin. Guð veit að ég sagði sannleikann.

Þegar þú fórst, kom kona til mín og

heilsaði mér með handabandi. Þegar hún gerði

það, fann ég skrýtna tilfinningu í lófanum.

Þegar konan sleppti hendi minni, þá kom í ljós

að tilfinningunni olli 20 dollara seðill. Annað

fólk kom í röðum og allt vildi það taka í hönd

mína og allir gáfu mér gjafir.

Ég hljóp inn á kvennasnyrtinguna og taldi

alla þessa peninga og þá kom í ljós að ég fór

með meira fé heim, en ég hafði farið með að

heiman!“

Í bréfi sínu sagði þessi kæra móðir: „Er þetta

ekki líkt Jesú! Hann leyfði mér að búa á hóteli í

viku, borða þrjár máltíðir á dag á veitingahúsi,

fara daglega á þrjár samkomur og fá andlega

blessun og fara heim með algjörlega nýjan dreng!“

Eitt sagði hún í þessu bréfi, sem hefur fylgt

mér síðan: „Þú getur ekki slegið Guð út í gjöfum!“

Ratna Sajja

Missið ekki af

beinum útsendingum

á Omega með

Ratna Sajja

30., og 31. október og 1. nóvember kl. 20:00 alla dagana

14 betra land október 2015


Við trúum að maðurinn sé skapaður til þess að eiga samfélag við Guð.

Hvítasunnukirkjan í Keflavík

Forstöðuhjónin

Kristinn Ásgrímsson

Þórdís Karlsdóttir

Samkomur alla sunnudaga kl. 11:00

Allir velkomnir á allar okkar samkomur.

Nánari upplýsingar á: www.keflavikgospel.is

Guð veit allt um þig - Hvað veist þú um Hann?

Hvítasunnukirkjan í Keflavik, Hafnargötu 84


20–22 NÓVEMBER 2015

Jesús frelsar,

læknar

og leysir.

KRAFTAVERK,

TÁKN OG UNDUR …

… munu mæta þér þar.

KOMDU! TAKTU VIÐ ÞÍNU KRAFTAVERKI!

Mattias Lekardal

Stefan Edefors

Fólk mun koma

víðsvegar að bæði

fjær og nær.

Takmarkað sætapláss:

500 – 600 sæti

SAMKOMUSTAÐUR:

Snorrabraut 37, 105 Reykjavík (Austurbæjarbíó)

KRAFTAVERKAKVÖLD:

Föstudag / Laugardag / Sunnudag kl. 20

KENNSLA UM LÆKNINGU OG LAUSN:

Laugardag / Sunnudag kl. 15

Advertising_A4_PRINT_icelandic.indd 1 22.10.15 12:39

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!