Fæddur Snorri - Þjónustu

Fæddur Snorri - Þjónustu Fæddur Snorri - Þjónustu

24.12.2012 Views

Leiðbeiningar og æfingar fyrir stækkunartæki Lestur, skrift og daglegar athafnir. Heima, í skóla og í vinnu. Arne Tømta och Hanna Sandsdalen Romfo

Leiðbeiningar og æfingar<br />

fyrir stækkunartæki<br />

Lestur, skrift og daglegar athafnir. Heima, í skóla og í vinnu.<br />

Arne Tømta och Hanna Sandsdalen Romfo


SEnior-verkefnið hefur verið styrkt af eftirfarandi norrænum samtökum:<br />

Norges Blindeförbund, Oslo, Norge, www.blindeforbundet.no<br />

Synskadades Riksförbund, Enskede, Sverige, www.srf.nu<br />

Dansk Blindesamfund, Köpenhamn, Danmark, www.dkblind.dk<br />

Ekhagastiftelsen, Stockholm, Sverige, www.ekhagastiftelsen.se<br />

Center for Syn og Kommunikation, Søborg, Danmark<br />

Center for Syn og Kommunikation, Søborg, Danmark, www.syn-kom.dk<br />

Blindrafélaginu, samtökum blindra og sjónskertra á Íslandi<br />

Blindravinafélagi Íslands<br />

Þýðing og framleiðsla á norsku, sænsku og dönsku útgáfunni er styrkt af<br />

Nordisk Utvecklingscenter för Handikapphjälpmedel í Helsinki.<br />

Aðalstyrkveitandi SEniors:<br />

Multilens AB, Mölnlycke<br />

www.multilens.com<br />

Styrktaraðilar SEnior:<br />

Polar Print AB, Sverige och Bojo AS, Norge<br />

Lys og Lupe AS, Danmark<br />

ITECH AS, Denmark<br />

MultiOptikk AS, Norge<br />

LVI, Low Vision International AB<br />

Alcon AS, Norden<br />

Novartis Ophthalmics, Novartis Healthcare AS<br />

Provista AB och AS<br />

Synsamoptikerna, Norden<br />

SEniors övriga samarbetspartners:<br />

Tagarno AS, Norden<br />

TopVision, Danmark<br />

Idéutveckling AB, Sverige<br />

Insyn AB, Sverige<br />

Synsupport AS, Norge<br />

Þýðing og staðfæring á íslensku útgáfunni: Kristín Gunnarsdóttir


Efnisyfirlit<br />

1 Hvernig á að nota heftið?……………………………………………………………… 3<br />

2 Hentugar upplýsingar ……………………………………………………………………… 4<br />

Um hjálpartækið……………………………………………………………………………………………… 4<br />

Staðsetning tækisins…………………………………………………………………………………… 5<br />

Líkamsstaða ……………………………………………………………………………………………………… 5<br />

Stækkunartæki og gleraugu…………………………………………………………………… 6<br />

3 Stillingar …………………………………………………………………………………………………………… 7<br />

Velja stækkun …………………………………………………………………………………………………… 7<br />

Litur eða svarthvítt?……………………………………………………………………………………… 7<br />

Myndskerping…………………………………………………………………………………………………… 8<br />

Ljósmagn og birtuskil ………………………………………………………………………………… 9<br />

4 Les- og vinnuplata (XY-borðið) ……………………………………………10<br />

Hlutverk / hreyfing plötunnar ……………………………………………………………… 10<br />

Handvirk plata ……………………………………………………………………………………………… 10<br />

Rafknúin plata ……………………………………………………………………………………………… 11<br />

5 Daglegar lestraræfingar ………………………………………………………………13<br />

Lestur á samfelldum texta …………………………………………………………………… 13<br />

Efnisyfirlit og blaðsíðutal………………………………………………………………………… 14<br />

Lestur á handskrifuðum texta …………………………………………………………… 15<br />

Leit að sérstökum texta á blaðsíðu………………………………………………… 17<br />

Flett upp í vöruskrám ……………………………………………………………………………… 22<br />

Töflur, myndefni og vinnuteikningar ……………………………………………… 23<br />

Lestur texta á umbúðum ……………………………………………………………………… 25<br />

Teiknimyndablöð / bækur ……………………………………………………………………… 26


6 Skrift ……………………………………………………………………………………………………………………28<br />

Að skrifa með aðstoð stækkunartækis ……………………………………… 28<br />

Útfylling á stundatöflum og eyðublöðum…………………………………… 32<br />

Getraunaseðlar, lottómiðar o.fl. ………………………………………………………… 37<br />

Krossgátur………………………………………………………………………………………………………… 38<br />

7 Val á stækkunartæki …………………………………………………………………………40<br />

Fleiri möguleikar…………………………………………………………………………………………… 40<br />

Skoðun mynda og korta ………………………………………………………………………… 40<br />

Teikna / mála…………………………………………………………………………………………………… 43<br />

Handavinna……………………………………………………………………………………………………… 43<br />

Smærri viðgerðir / samsetning módela / lóðun …………………… 44<br />

Frímerkjasöfnun / myntsöfnun / spil ……………………………………………… 44<br />

8 Aðrar upplýsingar…………………………………………………………………………………45<br />

Gardínur og hjálparlínur ………………………………………………………………………… 45<br />

Ljóssíun ……………………………………………………………………………………………………………… 45<br />

Birtuskil ……………………………………………………………………………………………………………… 45<br />

Fjarmyndavél ………………………………………………………………………………………………… 46<br />

Flytjanlegar lausnir……………………………………………………………………………………… 46<br />

Viðgerð / trygging ……………………………………………………………………………………… 46<br />

Þrif ………………………………………………………………………………………………………………………… 46<br />

9 Prófun ………………………………………………………………………………………………………………47<br />

Leturgerð og stækkun……………………………………………………………………………… 47<br />

Lespróf fyrir lestrarhraða og skilning …………………………………………… 48<br />

<strong>Fæddur</strong> <strong>Snorri</strong> ……………………………………………………………………………………………… 49


1 Hvernig á að nota heftið?<br />

Þetta hefti er fimmta útgáfan af „Kynningarnámsefni í notkun stækkunartækja“.<br />

Fyrir nokkrum árum var þetta hefti sett saman vegna þess að lengi hafði vantað<br />

efni sem hægt væri að nota við prófun og kennslu á stækkunartæki, eða<br />

lestæki eins og það var áður kallað. Við vildum koma efninu í búning sem kæmi<br />

sjónskertum að gagni og öðrum þeim sem koma að stuðningi við sjónskerta.<br />

Fyrstu fjórar útgáfurnar voru prentaðar í samtals 3300 eintökum í Noregi.<br />

Nú hefur heftið einnig komið út á íslensku, sænsku og dönsku og markmiðið er<br />

að þau stækkunartæki sem framleidd eru fyrir sjónskerta nýtist betur í starfi og<br />

leik.<br />

Í heftinu höfum við meðvitað látið hjá líða að nota hugtakið „lestæki“ þar sem við<br />

viljum að tækið verði einnig notað til annarra athafna. Þess vegna höfum við lagt<br />

áherslu á að nota hugtakið „stækkunartæki“ fyrir þessa gerð hjálpartækja.<br />

Heftinu er ætlað að vera grunnnámskeið sem hver nýr notandi þarf að ganga í<br />

gegnum en einnig má nýta heftið sem uppflettirit. Við höfum því búið til ítarlegt<br />

efnisyfirlit sem síðar meir er hægt að nota sem leitarskrá.<br />

Í heftinu eru upplýsingar um hvernig eigi að nota hjálpartækið og einnig hagnýtar<br />

æfingar. Við mælum með því að allar æfingar séu leystar um leið og þær koma<br />

fyrir. Á þann hátt fær notandinn aðstoð við að fara í gegnum fræðilega þáttinn. Til<br />

að geta leyst sumar æfingarnar þarf ýmsa hversdagshluti fyrir utan sjálft heftið.<br />

Það á að koma fram í textanum með viðkomandi æfingu.<br />

Gangi þér vel!<br />

Bærum / Hurdal / Karlstad 2008<br />

Hanna Sandsdalen Romfo Arne Tømta Krister Inde


2 Hentugar upplýsingar<br />

Um hjálpartækið<br />

Stækkunartæki samanstendur venjulega af eftirfarandi hlutum:<br />

1. Myndavél<br />

2. Skjá<br />

3. Les- og vinnuplötu (XY-borði)<br />

Það sem þú vilt skoða er lagt undir myndavélarhlutann. Oftast er það lagt á<br />

plötuna. Myndavélarhlutinn varpar stækkaðri mynd á skjáinn.<br />

Flestir nota stækkunartæki sem hjálpartæki til að lesa eða skrifa en það má nota<br />

við ýmislegt fleira, til dæmis við að skoða myndir eða við handavinnu. Í þessu<br />

hefti reynum við að gefa góð ráð um nýtingu á tækinu til annars en lesturs og<br />

skrifa.<br />

Það getur verið nauðsynleg viðbót að nota stækkunartæki ef þú getur ekki lesið<br />

prentað efni með hjálp sjónglerja (stækkunarglers eða sterkra lesgleraugna)<br />

eða of erfitt er fyrir þig að nota sjóngler svo dugi fyrir lestrarþörf þína. Margir<br />

nota eingöngu stækkunartæki, aðrir nota sjóngler en sumir nota hvorttveggja<br />

við mismunandi aðstæður. Sjóngler er hægt að taka með sér og nota hvar sem<br />

er. Stækkunartækið er erfiðara að flytja en menn hafa meira úthald við notkun<br />

þess, sérstaklega þegar lesa þarf smátt letur í bæklingum, á kortum og ýmsum<br />

eyðublöðum. En eins og með flest annað er einstaklingsbundið hvað hentar best.<br />

Á Norðurlöndum geta sjónskertir einstaklingar fengið stækkunartæki lánuð hjá<br />

hinu opinbera og sér <strong>Þjónustu</strong>- og þekkingarmiðstöðin þín um að úthluta þeim.<br />

Sjónfræðingur og sjónráðgjafi meta þörf þína fyrir sjónhjálpartæki í sambandi við<br />

þau verkefni sem þú þarft að inna af hendi.<br />

Umsókn um stækkunartæki skal fylgja umsögn frá sjónráðgjafa. Sjónráðgjafinn<br />

á að lýsa því hvernig tækið getur nýst þér, leiðbeina um notkun tækisins og<br />

aðstoða við að finna rétta gerð af stækkunartæki sem hentar þér best.


Staðsetning tækisins<br />

Þegar þú staðsetur stækkunartækið í herberginu þarft þú að athuga eftirfarandi:<br />

1. Bein blindandi lýsing er þegar ljósið skín beint í augun á þér. Varastu að<br />

staðsetja tækið þannig að þú horfir á móti sterku ljósi, t.d. frá glugga eða<br />

ljósi sem er á bak við tækið. Þú getur einnig blindast ef ljósið frá skjánum er<br />

of sterkt. Ráðleggingar um þetta eru í kafla 3 og 8.<br />

2. Ljósendurkast verður þegar lampar eða gluggar speglast í skjánum. Hægt<br />

er að koma í veg fyrir þetta með því að draga fyrir gluggana eða slökkva ljós<br />

sem truflar.<br />

3. Birtuskil verða ef þú kemur tækinu fyrir uppi við dökkan vegg. Þá getur<br />

munurinn á skjánum og dökka veggnum orðið of mikill. Best er að tækið<br />

standi við ljósan, mattan vegg.<br />

Líkamsstaða<br />

Það fyrsta sem þú þarft að huga að áður en þú byrjar að vinna með<br />

stækkunartækið er að vel fari um þig og þú sitjir rétt. Þannig getur þú setið<br />

lengur við og komist hjá röngu álagi og sliti á hálsi og baki.<br />

Stóllinn á að vera nálægt borðinu sem tækið stendur á og gott er að sitja vel á<br />

stólnum. Gættu þess að fá góðan stuðning við mjóhrygginn. Við mælum með<br />

góðum skrifborðsstól með stillanlegri hæð og án armpúða. Borð og stóll skulu<br />

vera rétt stillt hvort við annað. Þú skalt hafa fæturna á gólfinu og 90 gráðna horn<br />

á hnjánum.<br />

Það er mikilvægt að borðið sé í réttri hæð - hvorki of hátt né of lágt. Best er ef<br />

miðja skjásins er aðeins undir augnhæð og eins beint fyrir framan þig og kostur<br />

er.<br />

Reyndu að komast hjá því að snúa höfðinu og gættu þess að skjárinn sé ekki<br />

staðsettur það hátt að þú verðir að horfa upp og beygja hálsinn. Á næstu<br />

blaðsíðu er mynd af góðri stellingu.


Mynd 1: Góð setstaða fyrir framan stækkunartækið.<br />

Þó svo að þú hafir fundið góða vinnustellingu er mikilvægt að skipta reglulega<br />

um stöðu og taka hlé öðru hvoru.<br />

Stækkunartæki og gleraugu<br />

Þegar þú vinnur við stækkunartækið er mikilvægt að gleraugun passi fyrir þá<br />

fjarlægð sem þú vinnur við. Með rétt stilltum gleraugum má oft komast af með<br />

minni stækkun, sem gefur betri yfirsýn og gerir þér kleift að vinna lengur.


3 Stillingar<br />

Það er frekar auðvelt að setja upp nýjustu gerðir af stækkunartækjum. Oft er<br />

uppsetningin sjálfvirk en til þess að geta nýtt tækið til fulls er nauðsynlegt að<br />

þekkja stillingarmöguleikana. Þú verður líka að þekkja þær aðgerðir sem eru<br />

sjálfvirkar á mörgum tækjum. Algengustu aðgerðirnar eru því kynntar í þessum<br />

kafla.<br />

Velja stækkun<br />

Hægt er að stjórna stækkuninni á öllum stækkunartækjum. Okkar reynsla er<br />

sú að duglegustu og fjölhæfustu notendurnir nýta þá aðgerð mikið. Þeir stilla<br />

stækkunina miðað við sjón og leturstærð efnisins. Það er mikilvægt að velja<br />

það mikla stækkun að þú getir lesið án of mikillar áreynslu en samt ekki meiri en<br />

nauðsynlegt er svo pláss verði á skjánum fyrir eins mikinn texta og mögulegt er.<br />

Stundum er mikilvægara að hafa góða yfirsýn en að sjá smáatriðin. Með því að<br />

minnka stækkunina sérðu fleiri orð og atriði. Síðan getur þú aukið stækkunina til<br />

þess að sjá smáatriðin, til dæmis dagblaðstexta.<br />

Það er eðlilegt að draga úr stækkuninni þegar þú ert að skrifa eða lesa<br />

handskrifaðan texta. Það er vegna þess að skrifaður texti er stærri en venjulegur<br />

prentaður texti.<br />

Litur eða svarthvítt?<br />

Hægt er að velja um að hafa myndir eða texta í lit eða svarthvítu.<br />

Veldu litstillingu þegar þú ætlar að skoða myndir. Margir vilja líka lit þegar þeir<br />

skrifa. Þá er auðveldara að gera greinarmun á penna, fingrum og blaði.<br />

Sumt prentefni getur verið með bókstöfum í lit á lituðum bakgrunni og þá er<br />

oft auðveldara að horfa á textann í lit, en flestir vilja hafa tækið stillt á svarthvítt<br />

þegar þeir lesa venjulegan texta því þannig næst besti birtumunurinn milli blaðs<br />

og leturs.


Þegar tækið er stillt á svarthvítt getur þú valið um jákvæða eða neikvæða<br />

skjámynd. Ef þú notar jákvæða skjámynd er textinn sýndur eins og hann er í<br />

raun, svartir bókstafir á hvítum grunni. Ef þú notar neikvæða skjámynd snýst<br />

það við - hvítir bókstafir á svörtum grunni. Það er engin regla til um hvað er<br />

best. Sumir kjósa jákvæða skjámynd þar sem þeir eru því vanastir. Öðrum<br />

finnst þægilegra og dempaðra að nota dökkan bakgrunn. Það á oft við fólk sem<br />

er ofurviðkvæmt fyrir ljósi. Með svörtum grunni og hvítum bókstöfum verður<br />

heildarljósmagnið töluvert minna. Ef þú getur lesið með báðum gerðum er gott<br />

að skipta á milli jákvæðrar og neikvæðrar skjámyndar. Mörgum finnst hvíld í<br />

þeirri tilbreytingu og það eykur lesþolið.<br />

Á mörgum stækkunartækjum getur þú valið aðra liti á bókstafi og bakgrunn en<br />

bara svart og hvítt. Lestu meira um það í kafla 8.<br />

Myndskerping<br />

Til að fá skýra mynd á skjáinn verður að stilla tækið. Á nýjustu tækjum er<br />

skerpingin sjálfvirk þar sem tækin eru útbúin sjálfvirkum fókus. Myndin er alltaf<br />

skörp þó að þú skiptir á milli mismunandi þykktar á lesefni. Ef pappírinn er<br />

krumpaður hefur það einnig áhrif á bilið. Samt er hægt að fá skýra mynd en það<br />

getur tekið smástund. Þess vegna borgar sig að láta textann liggja eins sléttan<br />

og hægt er. Það getur þú gert með því að leggja gegnsætt plexígler yfir blaðið.<br />

Þegar þú lest bók getur þú lagt aðra bók undir þynnri helminginn af bókinni sem<br />

þú ert að lesa. Leggðu síðan plexíglerið yfir þannig að blaðsíðurnar hreyfist ekki.<br />

Á sumum tækjum getur þú tekið sjálfvirka fókusinn af. Það getur verið kostur<br />

þegar þú skrifar eða vinnur við eitthvað. Þá sleppur þú við að tækið reyni að<br />

skerpa á marga staði í mismunandi fjarlægð (til dæmis penna og pappír).<br />

Það getur gert myndina flöktandi og óþægilega. Ef þú slekkur á sjálfvirka<br />

fókusnum þarftu að muna að kveikja á honum aftur þegar þú ferð að lesa. Það er<br />

til stillitakki fyrir þetta en líka er hægt að slökkva og kveikja aftur á tækinu. Þá fer<br />

sjálfvirki fókusinn aftur í samband.


Ljósmagn og birtuskil<br />

Á mörgum tækjum er hægt að stilla ljósmagn og / eða birtuskil.<br />

Með því að stilla ljósmagnið er hægt að skýra myndina á skjánum og meðal<br />

annars er hægt að bæta óskýran texta og lélegan pappír. Á mörgum tækjum er<br />

þetta þó sjálfvirkt.<br />

Birtuskil eru skilgreind sem munurinn á því sem þú horfir á og bakgrunnsins;<br />

til dæmis á bókstöfum og hvítum pappír. Þegar þú lest viltu yfirleitt hafa<br />

birtuskilin sem mest en á öðrum stundum getur verið þægilegt að sjá gráan<br />

litablæ. Á nýjum tækjum er oft hægt að fá mikil birtuskil á svarthvítri stillingu<br />

en grái litablærinn kemur fram við litstillingu. Stundum er til sérstök stilling fyrir<br />

„hábirtuskil“ sem þú getur kveikt á þegar þú lest og síðan skipt yfir í litstillingu<br />

þegar þú ætlar að skoða myndir og þarft gráa litblæinn með hin mismunandi<br />

litbrigði.<br />

1. æfing<br />

Leggðu texta undir myndavélina og stilltu stækkunina. Taktu eftir hvað þú getur<br />

fengið miklu meira af blaðsíðunni upp á skjáinn þegar þú hefur litla stækkun<br />

samanborið við að nota mikla stækkun.<br />

2. æfing<br />

Settu ljósmynd undir myndavélina. Prófaðu að skoða myndina með svarthvítri<br />

stillingu og síðan með litstillingu. Skiptu á milli mikillar og lítillar stækkunar.<br />

3. æfing<br />

Leggðu texta undir myndavélina. Horfðu á textann þegar tækið er stillt á lit og<br />

þegar það er stillt á svarthvítt. Prófaðu bæði jákvæða og neikvæða mynd.


4 Les- og vinnuplata (XY-borðið)<br />

Hlutverk / hreyfing plötunnar<br />

Platan eða vinnuborðið, sem einnig er kallað XY-borðið, er staðsett rétt fyrir<br />

neðan myndavélina. Á þessa plötu leggur þú það sem þú ætlar að horfa á.<br />

Platan er á „sleða“ og því getur þú hreyft hana bæði lárétt og lóðrétt. Þú getur<br />

með öðrum orðum hreyft hana frá þér, að þér og til hliðar.<br />

Plöturnar eru svolítið mismunandi með hinum ýmsu gerðum af<br />

stækkunartækjum. Þær geta verið misstórar og bæði handvirkar og vélknúnar.<br />

Þegar þú lest línuna færir þú plötuna til vinstri. Þegar þú lest niður blaðsíðuna ýtir<br />

þú plötunni frá þér. Við mælum með því að þú lesir línuna til enda og fylgir síðan<br />

sömu línu til baka eins hratt og hægt er og flytjir síðan plötuna frá þér niður á<br />

næstu línu. Þá getur þú verið viss um að hlaupa ekki yfir línu ef skyndilega kæmi<br />

stutt lína. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef þú ert háð / ur mikilli stækkun. Þú<br />

hefur minni yfirsýn yfir textann og þá er mikilvægt að nota plötuna kerfisbundið.<br />

Það getur verið að þú sért óvön / óvanur því að lesa á þennan hátt en flestir sem<br />

nota stækkunartæki venjast því fljótt.<br />

Það er líka mikilvægt að þú komir því sem þú ætlar að lesa þannig fyrir á plötunni<br />

að þú þurfir sem minnst að færa bókina eða tímaritið við lesturinn. Áður en þú<br />

byrjar að lesa átt þú því að gæta þess að textinn sé staðsettur þannig að þú getir<br />

séð alla blaðsíðuna eða dálkinn aðeins með því að færa plötuna.<br />

Handvirk plata<br />

Þú hreyfir plötuna með höndunum. Þú verður að hreyfa sjálfa plötuna en ekki<br />

bókina eða lesefnið. Það er platan sem á að vinna verkið. Lesefnið á að liggja<br />

kyrrt.<br />

Sumar handvirkar plötur gera þér kleift að stilla viðnámið. Þú getur stillt hversu<br />

létt eigi að vera að hreyfa plötuna eða hvort þú vilt festa hana alveg.<br />

Sumir vilja hafa plötuna svolítið þunga og finnst þá að þeir hafi betri stjórn á<br />

henni. Það er líka kostur fyrir þá notendur sem eru skjálfhentir eða hreyfihamlaðir,<br />

og eiga erfitt með að stjórna handa- og handleggjahreyfingum, að platan sé<br />

0


svolítið stíf. Gott getur verið að hafa plötuna fasta þegar verið er að skoða hluti<br />

sem hafðir eru í höndunum.<br />

Rafknúin plata<br />

Til eru rafknúnar plötur. Þeim er stýrt með fótskemli eða með því að ýta á hnapp<br />

eða pinna. Þetta getur hentað fyrir þá sem vilja skrifa á tölvu samtímis því að<br />

lesa handrit eða skjal í stækkunartækinu.<br />

4. æfing<br />

Hér fyrir neðan eru 10 númeraðar línur án texta. Línunúmerið stendur bæði<br />

í byrjun og lok hverrar línu. Þú átt að finna línu númer 1, fylgja henni eftir að<br />

tölunni 1 í lok línunnar og síðan sömu leið til baka. Þegar þú sérð töluna 1 aftur<br />

ýtir þú plötunni frá þér þannig að lína númer 2 kemur á skjáinn. Endurtaktu sama<br />

ferli með línurnar hér að neðan.


5. æfing<br />

Hér að neðan er norskt þjóðlag í gerð Evert Taube í þýðingu Sigurðar<br />

Þórarinssonar.<br />

Æfingin hefur það hlutverk að vera heppilegt þjálfunarefni fyrir þig.<br />

Lestu ljóðið og einbeittu þér að því að skipta um línu eins og þú gerðir í fyrri<br />

æfingunni.<br />

:,: Sofðu rótt<br />

bráðum syrtir af nótt.<br />

Hér gengu þrír ganglúnir um veginn. :,:<br />

Blindur var þar einn,<br />

en annar haltur er,<br />

og þögull sem steininn hinn þriðji.<br />

:,: Sofðu rótt<br />

bráðum syrtir af nótt.<br />

Þrjú leit ég himintungl á himni. :,:<br />

eitt var stjarna hvít,<br />

annað stjarna rauð,<br />

hið þriðja var helbleikur máni.<br />

:,: Sofðu rótt<br />

bráðum syrtir af nótt.<br />

Þrjú skip leit ég skríða inn á sundin. :,:<br />

Eitt hafði seglin hvít,<br />

annað seglin blá,<br />

en svört voru segl á hinu þriðja.<br />

Þýð. : Sigurður Þórarinsson<br />

Norskt þjóðlag í gerð Evert Taube


5 Daglegar lestraræfingar<br />

Lestur á samfelldum texta<br />

Sem notandi stækkunartækis getur verið að þú þurfir í byrjun að leggja svo mikla<br />

vinnu og einbeitingu í að nota sjálft tækið að þú eigir í erfiðleikum með að hafa<br />

fullt gagn af því sem þú lest. Þú munt smám saman læra að einbeita þér að<br />

innihaldinu þótt það taki tíma. Einn notandi sagði okkur að með daglegri notkun<br />

hefði það tekið þrjá mánuði áður en honum fannst hann geta farið að einbeita<br />

sér meira að innihaldi textans en tæknilegu hliðinni við að stjórna plötunni undir<br />

myndavélinni.<br />

Eitt af því fyrsta sem þarf að þjálfa er lestur á texta, til dæmis skáldsögu eða<br />

smásögu. Það fyrsta sem þú átt að æfa þegar þú lest þannig texta er að hreyfa<br />

plötuna á réttan hátt. Það fórum við yfir í síðasta kafla. Þú átt líka að nota<br />

nokkrar einfaldar reglur við að átta þig á lesefninu.<br />

Þegar þú hefur lesið niður vinstri blaðsíðu í bók eða tímariti, og þarft að finna<br />

byrjun á hægri blaðsíðu, skaltu draga plötuna að þér án þess að hreyfa hana til<br />

hliðanna þangað til að þú ert kominn aftur efst á blaðsíðuna. Síðan skaltu hreyfa<br />

plötuna til vinstri þangað til að þú finnur textann á næstu blaðsíðu. Á þennan<br />

hátt finnur þú textann á hægri síðunni, jafnvel þó að textinn nái ekki niður alla þá<br />

blaðsíðu.<br />

Þegar þú hefur lesið hægri blaðsíðuna í bókinni eða tímaritinu, og þarft að fletta,<br />

er mikilvægt að muna að þú kemur á „ranga“ blaðsíðu þegar þú flettir. Þess<br />

vegna verður þú að hreyfa plötuna til hægri, þangað til að þú kemur neðst á þá<br />

blaðsíðu sem þú ætlar að lesa, og síðan skaltu draga plötuna að þér til þess að<br />

þú farir efst á blaðsíðuna.<br />

Til að athuga hvort að þú sért kominn á vinstri blaðsíðu getur þú sett vísifingur<br />

við upphaf textans og séð hvort hann birtist á skjánum. Þú getur einnig fylgt<br />

vinstri brún bókarinnar með vísifingrinum upp að efra vinstra horni.<br />

Það getur líka verið gott að minnka stækkunina við blaðsíðuskipti. Þá færðu betri<br />

yfirsýn og það verður auðveldara fyrir þig að finna rétt textahorn. Síðan getur þú<br />

aukið stækkunina þegar þú byrjar að lesa textann á blaðsíðunni.


6. æfing<br />

Opnaðu bókina í miðjunni þar sem blaðsíðurnar eru þéttskrifaðar. Lestu neðstu<br />

línurnar á vinstri blaðsíðu, skiptu um blaðsíðu og lestu efstu línurnar á hægri<br />

blaðsíðu.<br />

7. æfing<br />

Lestu neðstu línurnar á hægri blaðsíðu í miðri bók.<br />

Þegar þú ert kominn neðst á blaðsíðuna flettir þú og byrjar á efstu línu á næstu<br />

blaðsíðu.<br />

Efnisyfirlit og blaðsíðutal<br />

Með notkun stækkunartækis getur þú hratt og auðveldlega kynnt þér efni bókar<br />

með því að fara yfir efnisyfirlitið. Lestu upphaf hverrar línu í efnisyfirlitinu.<br />

Þegar þú hefur fundið fyrirsögnina á þeim kafla sem þú vilt lesa fylgir þú línunni<br />

eftir með því að færa plötuna til vinstri þangað til að þú kemur að blaðsíðutalinu<br />

til hægri á línunni.<br />

Með notkun stækkunartækis getur þú líka hratt og auðveldlega fundið tiltekna<br />

blaðsíðu í bók, annaðhvort út frá efnisyfirlitinu eða ákveðinni blaðsíðu í bókinni.<br />

Blaðsíðutalið er ekki á sama stað í öllum bókum. Það getur þess vegna verið<br />

nauðsynlegt fyrir þig að draga úr stækkuninni til þess að fá yfirsýn yfir blaðsíðuna<br />

og síðan leita með því að hreyfa plötuna kerfisbundið upp eða niður blaðsíðuna<br />

til að finna hvar blaðsíðutalið er. Þegar þú síðan flettir upp á blaðsíðunni er best<br />

að þú staðsetjir textann þannig að þú getir séð blaðsíðutalið á hægri blaðsíðu.<br />

Þú þarft ekki að færa bókina eða plötuna meðan þú flettir í bókinni. Láttu bókina<br />

liggja eins flata og hægt er svo blaðsíðutalið verði ekki óskýrt.<br />

8. æfing<br />

Finndu efnisyfirlitið í þessari bók.<br />

A. Finndu á hvaða blaðsíðu kaflinn „Lestur á handskrifuðum texta“ er.<br />

B. Finndu byrjunina á kaflanum.


Lestur á handskrifuðum texta<br />

Það getur verið mikilvægt að geta lesið skrifaðan texta eins og bréf eða póstkort<br />

í stækkunartækinu. Það er ekki alltaf auðvelt og krefst æfingar.<br />

Skrifaður texti hefur alltaf nokkra annmarka og verða þessir annmarkar líka<br />

stækkaðir á skjánum. Útflúr sem þýðir ekki neitt virðist kannski vera hluti af<br />

bókstaf, tákni eða einhverju þess háttar þegar það verður stækkað mikið.<br />

Í þessu sambandi getum við gefið þér eitt ráð og það er að þú notir frekar litla<br />

stækkun, þar sem skriftin er venjulega stærri en prentaður texti.<br />

Ef þú notar mikla stækkun getur þú misst yfirsýn yfir textann.<br />

Ef þú ert í reglulegu bréfasambandi við einhverja mælum við með því að þú biðjir<br />

þá að nota svartan penna, til dæmis tússpenna – sem veitir mikla andstæðu við<br />

hvítan pappír.<br />

9. æfing<br />

Hér að neðan er uppskrift að kanilsnúðum. Lestu uppskriftina.<br />

Kanilsnúðar<br />

25 g ger<br />

75 g smjör eða smjörlíki<br />

2,5 dl mjólk<br />

¼ dl sykur<br />

1 matskeið salt<br />

1 teskeið kanill<br />

um 7 dl hveiti


10. æfing<br />

Hér að neðan hafa tveir ólíkir einstaklingar skrifað sína útgáfuna hvor af ljóði.<br />

Reyndu að lesa ljóðið.


Leit að sérstökum texta á blaðsíðu<br />

Í námsbókum og dagblöðum getur verið mikið lesefni á hverri blaðsíðu. Ef þú þarft<br />

að leita að ákveðnum texta er mikilvægt að þú fáir yfirsýn yfir blaðsíðuna með því<br />

að draga úr stækkuninni og leita kerfisbundið á blaðsíðunni með því að hreyfa<br />

plötuna fram og aftur yfir síðuna og frá þér, niður blaðsíðuna þar til að þú finnur<br />

það sem þú leitar að. Svo er hægt að auka stækkunina þegar þú lest textann.<br />

11. æfing<br />

Mynd 2: Kerfisbundin leit á blaðsíðu.<br />

Hér að neðan eru tölur frá 1 upp í 8. Undir hverri tölu stendur orð með smáum<br />

bókstöfum. Staðsetning talnanna er handahófskennd. Með því að velja tölu og<br />

nota aðferðina sem lýst er hér að ofan getur þú lesið hvað stendur í textanum.<br />

1 Hrukkur<br />

7 börnum<br />

2eru<br />

2eru<br />

4 foreldrar<br />

3 arfgengar,<br />

6frá<br />

6frá<br />

8sínum<br />

8sínum<br />

5 fá þær


12. æfing<br />

Á þessari blaðsíðu er samskiptaauglýsing, auglýsing um tilboðsverð á<br />

lambahakki, uppskrift að sagógrjónasúpu, alþjóðlegt tákn fyrir sjónskerta og<br />

vörumerki með vöruupplýsingum og þvottaleiðbeiningum fyrir blússu.<br />

Notaðu þá aðferð sem lýst er í kaflanum til að finna út hvar blússan er framleidd<br />

og hvort einstaklingurinn sem óskar eftir samskiptum hæfir þér.<br />

SAGÓGRJÓNASÚPA<br />

1 l mjólk<br />

1 / 2 dl sagógrjón<br />

1 dl rúsínur<br />

1 msk sykur<br />

1 / 4 tsk salt<br />

Hitaðu mjólkina að suðu. Stráðu<br />

sagógrjónum í mjólkina og hrærðu<br />

í um leið. Láttu grautinn sjóða í 15<br />

mínútur. Bættu við rúsínum. Bættu<br />

við sykri og salti eftir smekk.<br />

Óska eftir kynnum<br />

Ógiftur maður frá akureyri, 60 ára<br />

þrjóskur og þver, óskar eftir kynnum við<br />

geðfellda konu með náið samband í huga.<br />

Svar sendist merkt 1812 sporðdreki


Dagblaðalestur<br />

Prentun á dagblaðapappír er lakari en á bókum og því eru birtuskilin minni.<br />

Það hefur áhrif á myndina á skjánum og þú getur þess vegna ekki búist við því<br />

að fá jafn góða mynd þegar þú lest dagblað og þegar þú lest bók eða tímarit<br />

með góðri prentun og pappírsgæðum. Það er samt vel hægt að lesa dagblöð<br />

með stækkunartæki.<br />

Stilling ljósmagns getur haft mikil áhrif á gæði myndar við blaðalestur.<br />

Ef þú hefur handvirka skerpingu er mikilvægt að opna blaðið og slétta með<br />

hendinni þegar þú hefur lagt það á plötuna svo að það sé ekki óslétt. Ef þú ert<br />

með plexígler (sjá bls. 8) kemur það að notum hér. Það er mjög mikilvægt að<br />

brjóta saman dagblöð sem eru í stóru broti og líka má með góðum árangri brjóta<br />

blöð í smærra broti eins og flest dagblöð eru í seinni tíð.<br />

Sumir geta fengið yfirsýn yfir dagblaðssíðu og lesið fyrirsagnirnar með eða án<br />

lesgleraugna en þurfa að nota tækið við að lesa greinarnar. Ef þú getur ekki<br />

litið yfir dagblaðið án þess að nota stækkunartæki getur verið hentugt að nota<br />

tiltölulega litla stækkun og hreyfa plötuna kerfisbundið þannig að þú fáir góða<br />

yfirsýn yfir blaðsíðuna. Þú hreyfir plötuna eins og sýnt er á blaðsíðu 17 en aðeins<br />

hraðar og yfir stærra svæði í einu. Aðalatriðið er að fá yfirsýn yfir blaðsíðuna en<br />

ekki að fá öll smáatriði við fyrstu leit.<br />

Þegar þú hefur fundið eitthvað sem þú vilt lesa eykur þú stækkunina til að lesa<br />

minni textann. Oft er gott að nota tiltölulega litla stækkun þegar þú lítur yfir<br />

blöðin til þess að fá sem besta yfirsýn yfir dálkaskiptinguna og lesefnið í heild.<br />

En þú skalt ekki nota það litla stækkun að þú verðir að rembast of mikið við að<br />

lesa eða að þú verðir að sitja svo nálægt skjánum að stellingin verði óþægileg.<br />

Ráðið er mjög einfalt; notaðu þá stækkun sem þú þarft og þau gleraugu sem<br />

henta best lestrarfjarlægðinni – en ekki nota of mikla stækkun því þá verður<br />

sjónsviðið of lítið.<br />

Lestur dagblaðstexta í dálkum hefur í för með sér margar og endurteknar<br />

skiptingar á línum og hættu á að hoppa í dálkinn við hliðina á þeim sem þú ert að<br />

lesa. Við slíkar aðstæður getur verið gott að nota pappír sem þú leggur með fram<br />

hægri kantinum á þeim dálki sem þú ert að lesa, þannig að pappírinn hylji næsta<br />

dálk, og flytja síðan pappírinn dálk eftir dálk um leið og þú lest.


Best er þó að lesa dagblaðið án slíkrar hjálpar en þá verður þú að huga vel<br />

að stuttum línum. Hér gildir sama ráð og í umferðinni; miðaðu hraðann við<br />

aðstæður. Þetta er allt spurning um þjálfun.<br />

13. æfing<br />

Lestu söguna í dálkunum hér að neðan. Í sumum dagblöðum er lóðrétt strik á<br />

milli dálkanna eins og sýnt er hér. Það kemur í veg fyrir að maður lesi rangan<br />

dálk.<br />

Kona hringdi í arkitektinn sem<br />

hafði byggt húsið hennar og<br />

kvartaði undan því að húsið<br />

hennar hristist í hvert skipti sem<br />

lest keyrði framhjá í hundrað<br />

metra fjarlægð. „Því trúi ég ekki“,<br />

sagði arkitektinn, „en ég skal<br />

koma og líta á þetta.“ „Bíddu<br />

14. æfing<br />

Hér fyrir neðan er dagblaðsgrein í tveimur dálkum. Lestu hana og reyndu að<br />

halda þig við dálkinn sem þú ert að lesa.<br />

Stari er þéttvaxinn dökkur spörfugl.<br />

Á sumrin fær hann á sig grænan og<br />

fjólubláan gljáa en á veturna<br />

er fjaðurhamurinn ljósdílóttur.<br />

Starinn hóf varanlega búsetu<br />

á Íslandi um 1940 þegar hann<br />

fór að verpa í Hornafirði.<br />

Tveimur áratugum seinna<br />

var starinn kominn til<br />

höfuðborgarsvæðisins þar<br />

sem hann er nú langalgengastur.<br />

Starahreiður eru oft á eða í<br />

mannabústöðum, í holum undir<br />

þakskeggjum, veggjum, hreiðurkössum<br />

og jafnvel í yfirgefnum vinnuvélum<br />

eða skipum. Hann verpir 4-7 eggjum,<br />

stundum tvisvar á sumri. Starinn hóf<br />

varanlega búsetu á Íslandi um 1940 þegar<br />

hann fór að verpa í Hornafirði. Tveimur<br />

áratugum seinna var starinn kominn til<br />

höfuðborgarsvæðisins þar sem hann er<br />

nú langalgengastur.<br />

Nábýli starans við mannabústaði vekur<br />

oft takmarkaða lukku. Ástæða þess er<br />

fuglafló, sem ásækir hann og marga aðra<br />

bara þangað til lest kemur“<br />

sagði konan þegar arkitektinn<br />

var kominn. „Ég hristist næstum<br />

því í hvert skipti úr rúminu.<br />

Leggstu í rúmið og þá kemstu<br />

að því.“ Arkitektinn hló og var<br />

efins en tók áskoruninni. Hann<br />

hafði vart lagt sig í rúmið þegar<br />

fugla. Fló þessi sýgur blóð úr fuglinum<br />

og getur líka lagst á fólk og valdið<br />

óþægindum. Upprunalega koma<br />

flærnar með fuglinum og fjölga<br />

sér í hreiðrinu. Þar verpa þær<br />

eggjum sem breytast í lirfur og<br />

verða eftir í hreiðrinu til vors.<br />

Þá umbreytast þær í fullorðnar<br />

flær sem leggjast á fuglinn þegar<br />

hann mætir til að verpa á ný.<br />

Til þess að losna við staravarp þarf að<br />

fjarlægja hreiðrið og í sumum tilfellum<br />

að eitra. Ef hreiðrið er nýtt, það er ef<br />

fuglinn hefur ekki verið með hreiður<br />

á þessum stað árið áður, þá er yfirleitt<br />

í lagi að fjarlægja það og hætta á fló<br />

er hverfandi. Ef hins vegar um eldra<br />

hreiður er að ræða er nauðsynlegt að<br />

eitra í hreiðrið og svæðið í kring (nokkra<br />

fermetra), láta eitrið liggja í hreiðrinu<br />

í um sólarhring og fjarlægja það síðan.<br />

Nauðsynlegt er að loka síðan vel því<br />

svæði sem hreiðrið var á því fuglinn<br />

byrjar strax á hreiðurgerð aftur hafi hann<br />

aðgang að svæðinu<br />

0<br />

maður konunnar kom heim.<br />

„Hvað ertu að gera í rúmi konu<br />

minnar?“ öskraði maðurinn<br />

reiður. Arkitektinn svaraði<br />

skjálfraddaður: „Þú trúir því<br />

kannski ekki en í rauninni er ég<br />

að bíða eftir lestinni.“


15. æfing<br />

Finndu dagblað og grein sem þér finnst áhugavert að lesa. Gerðu það sama og<br />

við töluðum um í æfingu 13 og 14.<br />

Flett upp í símaskrám, orðabókum og alfræðibókum<br />

Margir þurfa að nota símaskrár og margvísleg uppflettirit. Jafnvel þó að um sé<br />

að ræða þykkar bækur með litlum prent- og pappírsgæðum er samt sem áður<br />

oftast hægt að lesa þær í stækkunartæki. Í framtíðinni koma leitarvélar tölvunnar,<br />

eins og Google og Yahoo, í staðinn fyrir orðabækurnar en sem stendur verðum<br />

við líka að nota prentaðar bækur. Maður getur ekki alltaf haft tölvu til taks og<br />

stundum er auðveldara að fletta fram og aftur í orðabók en í tölvuforriti.<br />

Í flestum prentuðum uppflettiritum er blaðsíðunum skipt í dálka. Til þess að<br />

auðvelda leit eru leitarorð efst á blaðsíðunni sem hægt er að nota til að finna<br />

réttu blaðsíðuna. Kerfi með leitarorði geta verið margvísleg eftir því hvaða<br />

uppflettirit þú skoðar.<br />

Orðabækur og alfræðibækur hafa oftast leitarorð efst á síðu. Orðið til vinstri<br />

segir lesandanum hvaða orð er það fyrsta á blaðsíðunni. Til hægri á hægri síðu<br />

er oftast það orð sem kemur fyrir neðst á þeirri blaðsíðu. Þar sem leitarorðin eru í<br />

stafrófsröð getur þú auðveldlega séð hvaða orð standa á blaðsíðunni.<br />

Þegar þú flettir upp í bók sem raðað er á þennan hátt mælum við með því að þú<br />

veljir leitarorðið á hægri eða vinstri blaðsíðu og staðsetjir það leitarorð þannig<br />

að það sjáist á skjánum þegar þú flettir. Bókin verður að vera kyrr. Þegar þú<br />

hefur fundið réttu blaðsíðuna með hjálp leitarorðsins getur þú byrjað að leita í<br />

dálkunum. Byrjaðu á efsta orðinu í hverjum dálki, þannig er auðveldara að finna<br />

rétta dálkinn.<br />

Símaskrár hafa venjulega gular síður þar sem hægt er að finna samtök, fyrirtæki<br />

og opinberar stofnanir en á hvítu blaðsíðunum er að finna einstaklinga.<br />

Á hvítu blaðsíðunum eru landsvæðin efst á blaðsíðunni og næst fyrir neðan það<br />

er sýnt fyrsta nafnið á vinstri síðu en næst fyrir neðan landsvæðið á hægri síðu er<br />

síðasta nafnið á síðunni. Þegar þú þarft að finna símanúmer notar þú leitarorðin<br />

á sama hátt og leitarorð í öðrum uppflettiritum.


Flett upp í vöruskrám:<br />

1. Finndu leitarorðin til hægri eða vinstri í bókinni.<br />

2. Flettu áfram þangað til að þú finnur það leitarorð sem þú leitar að.<br />

Þú átt ekki að færa vöruskrána eða plötuna, aðeins að fletta.<br />

3. Athugaðu hvort að orðið / nafnið sem þú leitar að finnist á opnunni með því<br />

að athuga leitarorðin efst á blaðsíðunni.<br />

4. Leitaðu kerfisbundið efst í dálkunum til að finna réttan dálk.<br />

5. Leitaðu niður á við til að finna viðeigandi orð / nafn.<br />

Símaskrár hafa ekki eins mikil prent- og pappírsgæði og venjuleg bók.<br />

Þú verður því að reikna með minni gæðum á skjánum í samanburði við bók með<br />

miklum prent- og pappírsgæðum. Prófaðu að stilla ljósmagnið.<br />

16. æfing<br />

Taktu fram orðabók eða annað uppflettirit. Sláðu upp orðunum hér að neðan og<br />

athugaðu rithátt og jafnvel merkingu.<br />

— goðafræði<br />

— baldinn<br />

— sjálfsöryggi<br />

— baula<br />

17. æfing<br />

Notaðu símaskrána og finndu símanúmerið hjá einhverjum sem þú þekkir.


Töflur, myndefni og vinnuteikningar<br />

Það getur verið tilvalið að nota stækkunartæki til að lesa töflur eða skoða<br />

myndefni. Dæmi um þetta eru tímatöflur fyrir almenningssamgöngur. Með aðstoð<br />

stækkunartækis getur þú sjálf / ur skipulagt þínar ferðir á sama hátt og aðrir.<br />

Þegar þú þarft að lesa töflur eða skoða myndefni er mikilvægt að þú fáir yfirsýn<br />

yfir töfluna. Þetta gerir þú með því að nota fyrst litla stækkun en auka hana svo.<br />

Ef þú ætlar að skoða vinnuteikningar, í vinnunni eða í sambandi við áhugamál<br />

(til dæmis módelsmíði), notar þú litla stækkun og hreyfir plötuna kerfisbundið<br />

þannig að þú fáir yfirsýn yfir teikninguna áður en þú eykur stærðina til þess að<br />

sjá smáatriðin.<br />

18. æfing<br />

Þú ætlar að fara kl. 8:30 frá Stokkhólmi til Ósló. Notaðu töfluna hér að neðan til<br />

að sjá hvenær lestin kemur til Ósló. Hvenær fer hún fram hjá Karlstad?


19. æfing<br />

Skýringarmyndin hér að neðan sýnir línurit yfir fjölda gullverðlauna á<br />

Ólympíuleikum fatlaðra (Paralympics) á árunum 1976-2000. Finndu út hvaða ár<br />

flest gullverðlaun voru veitt og hve mörg gullverðlaun voru veitt það ár.<br />

20. æfing<br />

Á Paralympics í Sydney árið 2000 vann Svíþjóð 21 verðlaun. Notaðu súluritið hér<br />

að neðan til að sjá skiptinguna milli gulls, silfurs og brons.<br />

12<br />

10<br />

8<br />

6<br />

4<br />

2<br />

0<br />

Guld Gull Silver Silfur Brons


Lestur texta á umbúðum<br />

a. Flatir pakkar<br />

Þegar þú þarft að lesa á flata pakka er það svipað og að lesa í bók. Þú færð<br />

góða og skýra mynd með tækið stillt á sjálfvirkan fókus.<br />

b. Pokar<br />

Ef þú þarft að lesa texta á poka skaltu setja innihaldið í skál eða krukku ef það<br />

er hægt. Þá getur þú slétt úr pokanum og jafnvel lagt plexígler ofan á hann til<br />

að fá sléttan flöt. Sumir pokar eru glansandi og gefa mikið endurkast. Sléttu úr<br />

pokanum eins vel og hægt er og stilltu ljósmagn og birtuskil eftir þörfum.<br />

c. Dósir, meðalaglös o.s.frv.<br />

Þetta er sennilega sú gerð af umbúðum sem er erfiðast að lesa á í<br />

stækkunartæki. Ef textinn er í dálkum niður eftir dósinni er auðveldara að lesa<br />

hann heldur en ef hann fylgir kringlóttu formi dósarinnar, sérstaklega ef dósin er<br />

einnig riffluð. Ef dósin er stór er ekki víst að þú getir skerpt myndina af textanum.<br />

Þegar þú þarft að lesa texta á dós þar sem textinn fylgir kringlóttu formi<br />

dósarinnar kemur þú dósinni fyrir undir myndavélinni og notar minnstu<br />

stækkunina. Fylgdu síðan eftir með venjulegu stillingarferli. Þegar þú ætlar að<br />

lesa snýrð þú dósinni í hendinni um leið og þú lest textalínuna. Til þess að hafa<br />

betri stjórn á hreyfingunni getur verið gott að láta dósina liggja upp að kantinum<br />

á plexígleri, bók eða einhverju þess háttar. Það er einnig gott að halda dósinni<br />

með báðum höndum.


21. æfing<br />

Taktu fram poka eða pakkningu utan af vöru sem þú hefur keypt.<br />

Lestu notkunarleiðbeiningarnar.<br />

22 æfing<br />

Finndu meðalaglas eða niðursuðudós. Reyndu að lesa textann á dósinni.<br />

Teiknimyndablöð / bækur<br />

Ef þér finnst gaman að lesa teiknimyndir getur þú gert það í stækkunartækinu.<br />

Þú þarft kannski að nota mikla stækkun til að lesa textann og skoða smáatriðin<br />

í teikningunum en þú verður að draga úr stækkuninni til að fá yfirsýn yfir<br />

teikningarnar og blaðsíðuna. Þegar þú hefur lokið við að lesa röð af teikningum<br />

hreyfir þú plötuna til baka með fram sömu röð. Farðu síðan niður í næstu röð.<br />

Þetta er sama tækni og við lestur á venjulegum texta.<br />

23. æfing<br />

Á næstu blaðsíðu er að finna teiknimyndasögu.<br />

Notaðu aðferðina sem lýst er að ofan þegar þú þarft að lesa texta og skoða<br />

myndirnar í teiknimyndasögunni.


6 Skrift<br />

Að skrifa með aðstoð stækkunartækis<br />

Stækkunartæki eru ekki eingöngu ætluð til lesturs. Það er hægt að nota þau til<br />

annarra verkefna, þar á meðal til að skrifa. Til að það gangi vel verður þú að æfa<br />

þig og læra nokkur nytsamleg ráð.<br />

Jafnvel þó að þú hafir skrifað mikið áður er frábrugðið að skrifa með aðstoð<br />

stækkunartækis. Áður horfðir þú beint á pennann og blaðið. Nú þarftu að skrifa á<br />

pappírinn sem liggur undir myndavélinni um leið og þú horfir á skjáinn.<br />

Það truflar samvinnuna milli augna og handa sem þú átt að venjast. Þú verður<br />

að æfa þig töluvert áður en þessi samvinna verður góð en eftir dálitla þjálfun<br />

ætti þetta að ganga. Annað sem einnig krefst æfingar er að staðsetja pennann á<br />

pappírinn þar sem þú ætlar að skrifa.<br />

Það er ekki bara æfing sem til þarf ef þér á að takast að skrifa. Það eru einnig<br />

nokkur einföld ráð sem auka möguleikann á því að það takist vel:<br />

1. Veldu minni stækkun en þegar þú lest. Skrifaður texti er, og á að vera,<br />

stærri en prentaður texti. Þú þarft því ekki mjög mikla stækkun. Með því að<br />

minnka stækkunina færðu betri yfirsýn.<br />

2. Haltu svolítið hærra um pennann en þú ert vanur / vön. Þá verður<br />

auðveldara að greina á milli fingra og penna og penninn hallast þá meira.<br />

Það er mikilvægt að velja penna sem dregur skýrar línur sem sjást vel á<br />

skjánum. Kúlupennar er ágætir en einnig tússpennar og blýantar sem eru<br />

ekki of harðir.<br />

3. Margir kjósa að skrifa með tækið stillt á lit. Það er vegna þess að liturinn<br />

verður eðlilegri.<br />

4. Það er smekkur hvers og eins á hvaða pappír er skrifað. Þú getur notað<br />

pappír með eða án lína. Okkur finnst að það sé léttast að nota línustrikaðan<br />

pappír. Það er mikilvægt að nota línur sem eru það greinilegar að þær sjáist<br />

á skjánum. Það er til sérstakur pappír fyrir sjónskerta með 10 mm milli<br />

línanna. Þannig pappír er t.d. hægt að kaupa hjá Blindrafélaginu.


5. Þegar þú byrjar að skrifa getur borgað sig að staðsetja svæðið sem þú<br />

ætlar að skrifa á þannig að það sjáist á skjánum. Til að staðsetja pennann<br />

á réttan stað skaltu færa vísifingur lausu handarinnar með fram vinstri brún<br />

pappírsins þar til þú sérð hann á skjánum.<br />

6. Staðsettu fingurinn þar sem þú vilt byrja að skrifa. Færðu síðan pennann<br />

með skrifhendinni að vísifingri lausu handarinnar þar til að hann er á réttum<br />

stað. Þú getur einnig hreyft pennann í lárétta hringi yfir pappírinn þar til að<br />

þú sérð hann. Eftir nokkra æfingu kemur þú eflaust til með að einfalda þetta<br />

og færa pennann beint á þann stað þar sem þú vilt byrja að skrifa.<br />

7. Hreyfðu plötuna meðan þú skrifar svo að þú sjáir alltaf pennann á skjánum<br />

og það sem þú skrifar.<br />

8. Ef þú hefur plötu með viðnámsstillingu getur verið gott að hafa hana<br />

svolítið stífa, sérstaklega upp / niður (y-öxulinn). Þá er léttara að halda<br />

línunni án þess að pappírinn færist úr stað.


24. æfing<br />

Í þessari æfingu eru hjálparlínur. Í annarri hverri línu er tákn. Þú skalt reyna að<br />

teikna táknið milli auðu línanna hér að neðan. Tilgangurinn er að æfa samvinnu<br />

augna og handar þegar þú horfir á skjáinn en ekki beint á pappírinn.<br />

Þegar þú ert kominn langt niður á blaðið getur verið gott að flytja það upp eftir<br />

plötunni svo að þú hafir góðan stuðning undir hendinni.<br />

0


25. æfing<br />

Á þessari blaðsíðu eru línur með 10 mm bili. Notaðu þessar línur til að æfa þig<br />

í að skrifa samfelldan texta. Byrjaðu á að skrifa nafnið þitt, nafnið á einhverjum<br />

sem þú þekkir, vikudagana, mánuðina eða skrifaðu stutta sögu.<br />

Prófaðu einnig að skrifa á pappír með venjulegum línum og á óstrikaðan pappír.


Útfylling á stundatöflum og eyðublöðum<br />

Oft er erfitt fyrir fólk með skerta sjón að fylla út stundatöflur og eyðublöð þar<br />

sem textinn er venjulega frekar smár. Það er því tilvalið að nota stækkunartæki til<br />

útfyllingar á þannig blöðum.<br />

Ef þú þekkir ekki stundatöfluna eða eyðublaðið sem þú þarft að sjá eða fylla út<br />

er einnig nauðsynlegt að nota litla stækkun til að fá yfirsýn yfir efnið.<br />

Hreyfðu plötuna kerfisbundið (frá vinstri til hægri, upp og niður) til að fá yfirsýn<br />

yfir allt eyðublaðið eða alla stundatöfluna áður en þú byrjar að skrifa inn á hana.<br />

Auktu síðan stærðina til að sjá smáatriðin og hvað þú átt að skrifa í hina ýmsu<br />

reiti.<br />

Eitt af vandamálunum sem koma upp þegar þú fyllir út stundaskrá eða eyðublað<br />

með aðstoð stækkunartækis er að sjá hvað þú hefur mikið pláss til að skrifa í.<br />

Athugaðu það áður en þú byrjar að skrifa.<br />

Hvernig þú ferð að er lýst í kaflanum um skrifferlið.<br />

26. æfing<br />

Hér að neðan eru nokkrir ferhyrningar. Settu kross í ferhyrningana.


27. æfing<br />

Oft þarftu bæði að lesa og skrifa þegar þú fyllir út töflur. Til að æfa þetta skaltu<br />

leysa verkefnið hér að neðan. Hér sérðu 10 hugtök sem eru algeng í íslensku. Í<br />

punktalínuna vantar nafn á dýri eða hlut. Fylltu út í punktalínuna.<br />

1. Þrjóskur eins og……………………………………… 6. Montinn eins og …………………………………………<br />

2. Liðugur eins og ……………………………………… 7. Heimskur eins og ………………………………………<br />

3. Iðinn eins og …………………………………………… 8. Kænn sem ……………………………………………………<br />

4. Þögull sem ………………………………………………… 9. Sterkur eins og……………………………………………<br />

5. Háll sem ……………………………………………………… 10. Tryggur eins og ………………………………………<br />

28. æfing<br />

Við höfum búið til svolítinn spurningalista sem þú getur æft þig í að fylla út.<br />

Spurningalistinn er á þessari blaðsíðu og heldur áfram á þeirri næstu. Gjörðu svo<br />

vel!<br />

SPURNINGALISTI UM ÞIG SEM TENGIST ÞESSUM ÆFINGUM<br />

1 Kyn:<br />

Kona<br />

Karl<br />

2 Aldur:<br />

0 – 20 ára<br />

21 – 60 ára<br />

60 – 69 ára<br />

Yfir 70 ára


3. Hve lengi hefur þú verið sjónskert / sjónskertur?<br />

0 – 1 ár<br />

1 – 5 ár<br />

5 – 10 ár<br />

Yfir 10 ár<br />

4. Hver var ástæða þess að sjón þín skertist?<br />

Gláka<br />

Breytingar í gula blettinum<br />

Sykursýki<br />

Annað<br />

…………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………<br />

5. a.Getur þú notað önnur hjálpartæki en stækkunartæki við lestur og / eða<br />

skrift?<br />

Já<br />

Nei<br />

b. Ef þú svaraðir já, hvaða hjálpartæki?<br />

…………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………<br />

6. Þegar þú þarft að lesa með aðstoð stækkunartækis þá kýst þú:<br />

Jákvæða mynd (hvítan bakgrunn, svartan texta)<br />

Neikvæða mynd (svartan bakgrunn, hvítan texta)


7. a. Hvað reiknar þú með að geta gert með aðstoð stækkunartækis?<br />

Lesið<br />

Skrifað<br />

Annað<br />

…………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………<br />

b. Ef þú hefur sett kross við lestur og / eða skrift, lýstu því nánar hvað þú<br />

gerir ráð fyrir að lesa eða skrifa<br />

…………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………<br />

…………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………<br />

6. Hve oft heldurðu að þú munir nota stækkunartæki?<br />

Daglega<br />

2 – 3 í viku<br />

1 sinni í viku<br />

Sjaldnar


29. æfing<br />

Þú átt að senda þennan pakka til Jóns Jónssonar, Miðbæjargötu 1,<br />

101 Reykjavík. Fylltu út eyðublaðið með sjálfan þig sem sendanda.<br />

Fylltu út gíróseðilinn hér að neðan og sendu 2000 kr. til Karenar Jensdóttur,<br />

Fjörugötu 3, 999 Fjarðarbæ. Þú ert sjálfur sendandi.<br />

Ef þú vilt æfa þig meira getur þú fyllt út alvörugíróseðla.


Getraunaseðlar, lottómiðar o.fl.<br />

Það þarf nákvæmni til að fylla út getraunaseðil. Notaðu nógu mikla stækkun<br />

þannig þú sjáir reitina svo vel að það verði auðvelt fyrir þig að setja krossinn á<br />

réttan stað.<br />

Þú getur líka í þessu tilfelli notað vísifingur til að auðkenna þann reit sem þú átt<br />

að fylla út og fært skriffærið að fingrinum.<br />

Getraunaseðlar eru oft með rauðum prentlit. Ef þú notar svarthvítt<br />

stækkunartæki með venjulega ljósaperu sem ljósgjafa (ekki flúorljós) getur verið<br />

vandamál að fá góða mynd af getraunaseðlinum á skjáinn.<br />

30. æfing a<br />

Hér að neðan er stækkuð útgáfa af 6 fyrstu leikjunum með tveimur röðum.<br />

Tippaðu á leikina með því að velja 1, X eða 2.<br />

30. æfing b<br />

Hér að neðan eru sýndar í venjulegri stærð 5 raðir fyrir fyrstu 5 leikina. Tippaðu á<br />

alla leikina með því að velja 1, X eða 2.


30. æfing c<br />

Prófaðu að fylla út alvörugetraunaseðil. Fylltu hann alveg út. Upplýsingar um<br />

hvernig fylla á út getraunaseðla eru aftan á seðlinum.<br />

Krossgátur<br />

Þú getur notað stækkunartæki til að leysa krossgátur. Það getur borgað sig að<br />

nota frekar litla stækkun svo að þú hafir eins góða yfirsýn og hægt er en samt<br />

svo mikla stækkun að þú getir lesið það sem þar stendur. Ef þú ert háður / háð<br />

mikilli stækkun mælum við með að þú notir stækkunarstillinguna mikið, m.ö.o.<br />

þá eykur þú stækkunina þegar þú lest en minnkar hana þegar þú þarft að<br />

skrifa. Oft er auðveldara að lesa krossgátu ef stuðningsorðin eru staðsett í sjálfri<br />

krossgátunni.<br />

31. æfing<br />

Í þessari æfingu höfum við sett inn krossgátu. Stuðningsorðin eru staðsett í<br />

krossgátunni.


7 Val á stækkunartæki<br />

Fleiri möguleikar<br />

Ef búnaðurinn á að nýtast við annað en lestur og skrift þarf að ráðgast við<br />

sjónráðgjafa um þá tegund sem hentar þínum þörfum. Margt þarf að taka með<br />

í reikninginn og ekki hentar öllum sama tækið. Miklu máli skiptir að taka tillit til<br />

þess sem fjallað er um hér á eftir í sambandi við verkefnin sem þarf að leysa.<br />

Myndavél: Í sumum tilfellum er mikilvægt að hafa gott pláss undir myndavélinni<br />

svo þú fáir nægilegt vinnurými. Það er kostur þegar unnið er í höndum að hægt<br />

sé að færa myndavélina þannig að þú getir líka unnið niður á hné þér. Þannig<br />

nærð þú betur að komast í góða vinnustellingu þegar þú til dæmis ætlar að<br />

prjóna, hekla eða sauma. Þetta er hægt ef myndavélin stendur á statífi við hliðina<br />

á skjánum eða ef þú getur á annan hátt dregið myndavélina fram þannig að hún<br />

geti „séð“ yfir borðbrúnina.<br />

Skjástærð: Við ýmis verkefni kemur sér vel að hafa góða yfirsýn sem auðveldara<br />

er að framkalla á stórum skjá. Þegar þú vinnur á stórum skjá þarft þú ekki að<br />

nota eins mikla stækkun og þú færð betri dýptarskerpu.<br />

„Stækkunarsvæði“: Yfirsýnin er líka háð stækkunarsvæði tækisins. Tækið á að<br />

geta stækkað nægilega en þarf líka að gefa kost á lítilli stækkun.<br />

Skoðun mynda og korta<br />

Margir hafa gaman af því að skoða ljósmyndir í stækkunartækinu. Þá er best að<br />

hafa tæki sem gefur möguleika á litum. Venjulegar pappírsljósmyndir koma best<br />

út í tækinu. Það er líka hægt að horfa á skyggnur í stækkunartæki en þú verður<br />

að hafa sérstaka ljósaplötu til þess.<br />

Þú átt að nota eftirfarandi stillingar þegar þú horfir á myndir:<br />

1. Ef þú notar venjulega neikvæða mynd þegar þú lest verður þú að skipta yfir<br />

í jákvæða mynd þegar þú horfir á myndir. Ef þú ert með litakerfi er best að<br />

hafa stillt á liti.<br />

0


2. Fylgdu fyrst hefðbundnu stillingarferli og dragðu svo úr stækkuninni.<br />

3. Stilltu ljósstyrk og birtuskil ef þess er þörf. Ef þú ert með litatæki getur líka<br />

verið nauðsynlegt að stilla litina.<br />

Þú getur líka skoðað myndefni í bókum, vikublöðum, tímaritum o.s.frv. í<br />

stækkunartæki. Pappírsgæði og birtuskil skipta máli og það er ekki víst að<br />

auðvelt sé að fá góða og skýra mynd á skjáinn þegar dagblöð eða glanstímarit<br />

eru skoðuð. Margar myndir eru það stórar að það getur verið erfitt að fá yfirsýn<br />

með stækkunartæki, jafnvel þótt þú notir minnstu stækkun. Þegar þú skoðar<br />

ljósmyndir af fólki er auðveldara að sjá vegabréfsmynd en stærri mynd með<br />

mörgum einstaklingum.<br />

Þegar þú skoðar mynd eða teikningu er mikilvægt að þú fáir fyrst yfirsýn<br />

yfir myndefnið með því að nota tiltölulega litla stækkun og hreyfa plötuna<br />

kerfisbundið þannig að þú fáir yfirsýn yfir alla myndina. Þú getur síðan aukið<br />

stækkunina til að sjá smáatriðin. Hafðu hugfast að við mikla stækkun getur þú<br />

oft séð sjálfa uppbygginguna af myndinni (litlir ferhyrningar). Það getur verið<br />

truflandi við túlkun á myndinni.<br />

Þegar þú skoðar landakort er best að byrja með litla stækkun og hreyfa plötuna<br />

kerfisbundið yfir kortið til að fá yfirsýn en auka stækkunina til að sjá smáatriðin.<br />

Í landakortabókum er nafnaskrá. Þar getur þú fundið bæði nafnið og blaðsíðuna<br />

þar sem kortið er staðsett, ásamt bókstaf og tölustaf. Bókstafirnir og tölustafirnir<br />

gera þér auðveldara að finna staðinn á kortinu. Bókstafina er að finna efst og<br />

neðst á blaðinu og tölurnar eru á spássíu vinstri og hægri síðu. Ef þú leggur<br />

pappír eða stiku út frá bókstafnum og tölunni sem stendur á eftir nafni staðarins<br />

í skránni þá afmarkar þú svæðið sem þú leitar að. Þú getur síðan notað sömu<br />

tækni til að leita innan svæðisins.<br />

Líttu á forsíðuna á heftinu – tvær myndir á skjánum<br />

Ef þú þarft að lesa texta og horfa á skjámynd samtímis er hægt að nota<br />

tvískiptan skjá sem sýnir stækkaða skjámynd frá tölvunni og textann á plötunni<br />

samtímis á skjánum. Möguleikarnir eru ekki óendanlegir en margir og tækninni<br />

fleygir stöðugt fram.


32. æfing<br />

Hér að neðan sérðu kort yfir Lófóten. Breiða svarta línan er vinsæl reiðhjólaleið.<br />

Þar sem línan er sýnd með punktum verður að taka ferju. Leiðir skemmtiferðaskipa<br />

eru einnig merktar með punktum. Finndu nöfnin á upphafsstað og lokastað<br />

hjólaleiðarinnar. Reyndu að finna nöfnin á ferjustöðunum.<br />

Svar: Brottfararstaður er Sortland og áfangastaður er Å. Það gengur ferja á milli<br />

Straumsnes og Stokmarknes, Melbu og Fiskebøl. Einnig verður að taka ferju á<br />

milli Leknes og Napp.<br />

33. æfing<br />

Finndu líka nokkrar ljósmyndir og líttu á þær. Veldu bæði litmyndir og svarthvítar<br />

myndir


Teikna / mála<br />

Þú getur teiknað og málað á pappír eða hlut (tréhlut eða postulín) með aðstoð<br />

stækkunartækis. Þegar þú fæst við slíkt er best að hafa lausa plötu sem þú getur<br />

fjarlægt. Hér er mikilvægt að draga úr stækkuninni til að fá yfirsýn yfir það sem<br />

þú ætlar að gera og auka stækkunina þegar þú þarft að vinna með smáatriði. Þú<br />

getur líka notað stækkunartækið til að skoða mynstur.<br />

34. æfing<br />

Gerðu einfalda strikateikningu af húsi, tré og manni.<br />

Handavinna<br />

Hægt er að nota stækkunartæki við handavinnu eins og að prjóna, hekla,<br />

bródera og festa tölur. Við handavinnu kjósa margir að hafa frístandandi<br />

myndavél sem hægt er að hreyfa til og fá þannig bestu mögulega vinnustellingu.<br />

Ef notað er tæki með les- og vinnuplötu getur verið gott að festa plötuna alveg.<br />

Oft er betra að nota litla stækkun við hin ýmsu handavinnuverkefni til að fá góða<br />

yfirsýn.<br />

35. æfing<br />

Taktu fram handavinnuna þína og athugaðu hvort að þú getir notað tækið við<br />

þessa vinnu.<br />

36. æfing<br />

Finndu nál, tvinna, efni og hnapp. Prófaðu að festa hnappinn.<br />

Til að þræða nálina mælum við með svokölluðum nálaþræðara.


Smærri viðgerðir / samsetning módela / lóðun<br />

Smærri viðgerðir á ýmsum hlutum er einnig hægt að framkvæma í<br />

stækkunartæki. Hægt er að lóða og setja saman módel með hjálp tækisins. Í<br />

þessu tilfelli er tækið notað á sama hátt og áður hefur verið lýst.<br />

Frímerkjasöfnun / myntsöfnun / spil<br />

Stækkunartæki gefur þér möguleika á að halda áfram með slík áhugamál.<br />

Þú getur rannsakað smáatriði á bæði frímerkjum og mynt. Smápeningar geta<br />

aftur á móti verið vandamál þar sem þeir eru oft glansandi og gefa mikið<br />

endurkast. Þá getur hjálpað að draga lítið eitt úr ljósmagninu í tækinu.<br />

37. æfing<br />

Hér að neðan eru sýnd tvö frímerki. Horfðu gaumgæfilega á þau og reyndu að<br />

finna út t.d. hvert upprunaland þeirra er og af hverju myndin er. Prófaðu það<br />

sama á alvörufrímerkjum.<br />

38. æfing<br />

Hér að neðan er teiknaður ferhyrningur. Honum er deilt upp í marga þríhyrninga.<br />

Hvað þarf mörg bein strik til að tvöfalda fjölda þríhyrninga. (Svarið er undir<br />

myndinni)<br />

Svarið við æfingu er 38: Tvö strik skáhallt frá horni til horns.


8 Aðrar upplýsingar<br />

Gardínur og hjálparlínur<br />

Sum stækkunartæki eru útbúin með hjálparlínum og / eða gardínum.<br />

Hjálparlínurnar eru oft notaðar sem línustuðningur við lestur og skrift.<br />

Einnig er hægt að nota þær sem stuðning við að lesa reikninga og tölur.<br />

Hægt er að nota gardínuna til að hylja hluta af skjánum þannig að aðeins lítið<br />

svæði eða lína birtist á skjánum í einu. Hægt er að láta gardínuna hylja bæði<br />

lóðrétt og lárétt.<br />

Ljóssíun<br />

Margir notendur stækkunartækja eru viðkvæmir fyrir ljósi eða kjósa af öðrum<br />

ástæðum aðra litasamsetningu en svarthvítt þegar þeir lesa. Á þessu eru til<br />

margar lausnir:<br />

1. Nokkrar tegundir hafa sértaka stillingu þar sem hægt er að velja<br />

mismunandi liti á bókstöfum og bakgrunni. Hægt er að prófa sig áfram og<br />

finna þá litasamsetningu sem hentar best.<br />

2. Það er líka hægt að nota gleraugu með lituðu gleri. Prófaðu þig áfram í<br />

samráði við sjónfræðing eða ráðgjafa til að finna það sem hentar þér best.<br />

Birtuskil<br />

Á nútímalitatækjum er hægt að velja myndina í lit eða svarthvítu, með skörpum<br />

birtuskilum og fáa eða enga grátóna.<br />

Til að skoða ljósmyndir eða vinna við marga hagnýta hluti erum við háð<br />

litaandstæðum og grátónum. Þess vegna verður oft að velja stillingu sem birtir<br />

myndina í lit, jafnvel þó að hún sé í svarthvítu.<br />

Skörp birtuskil eru oft notuð við lestur og skrift. Þannig fæst skýr svarthvít mynd<br />

án margra grátóna. Þessi aðgerð er gagnleg þegar lesa þarf texta með lélegum<br />

prent- og / eða pappírsgæðum, t.d. dagblöð og símaskrár


Fjarmyndavél<br />

Hægt er að tengja myndavél til fjarnotkunar við margar gerðir af<br />

stækkunartækjum. Þetta veitir notandanum tækifæri til þess að fá hluti sem eru<br />

langt í burtu inn á skjáinn, til dæmis töflu í skólastofu. Skjánum er þá skipt upp<br />

í tvo hluta, annan fyrir nærmynd og hinn fyrir fjarlægð. Myndavélin er höfð á<br />

hreyfanlegum fæti þannig að hægt er að skanna alla töfluna.<br />

Flytjanlegar lausnir<br />

Það eru líka til einföld, flytjanleg stækkunartæki. Tilgangurinn með þeim er<br />

að hægt sé að taka þau með á fundi eða í ferðalög. Í slíkum tilfellum hefur<br />

vinnuplatan að mestu verið fjarlægð en í staðinn er notuð handmyndavél sem<br />

er færð yfir textann. Notkun handmyndavélar krefst þjálfunar. Það eru jafnvel til<br />

lausnir þar sem myndavélin er föst á léttum fæti. Flestar flytjanlegar lausnir eru<br />

ætlaðar fyrir nærvinnu, sérstaklega lestur, en það eru einnig til flytjanlegar lausnir<br />

með fjarmyndavél, til dæmis til að geta séð á töflu.<br />

Sum þessara tækja hafa lítinn skjá en önnur eru ætluð til að tengja við sjónvarp,<br />

sem getur nýst vel á ferðalögum. Það eru einnig til lausnir þar sem tengt er<br />

í fartölvu þannig að fartölvuskjárinn er bæði nýttur sem skjár fyrir tölvuna og<br />

stækkunartækið.<br />

Viðgerð / trygging<br />

Ef tækið skemmist við almenna notkun er viðgerðin kostuð af stofnuninni.<br />

Hafðu samband við stöðina eða sjónráðgjafa þinn. Stækkunartæki sem fengið<br />

er að láni hjá stofnuninni er eign ríkisins og þarf þess vegna ekki að tryggja<br />

sérstaklega.<br />

Þrif<br />

Þrífðu tækið reglulega. Skjáinn á að þrífa varlega með skjáhreinsiefni eða<br />

gleraugnahreinsiefni. Það eru til sérstök skjáhreinsiefni fyrir tölvuskjái sem gott<br />

er að nota. Þurrka skal alla aðra hluti tækisins með rökum klút sem vættur hefur<br />

verið í sápuvatni. Vittu klútinn vel áður en þú þurrkar af tækinu.


9 Prófun<br />

Leturgerð og stækkun<br />

Hér að neðan eru nokkrir brandarar í mismunandi leturstærð.<br />

Leturstærðin er gefin upp í sviga í fyrirsögninni. Tilgangurinn með<br />

þessu er að sjá hvaða stækkun þú þarft fyrir mismunandi leturstærð<br />

og hve smátt letur þú getur lesið.<br />

Á spássíunni er reglustika. Með því að mæla hve stór 1 cm á<br />

reglustikunni er á skjánum er auðvelt að sjá hvaða stækkun þú þarft<br />

fyrir mismunandi leturstærð.<br />

Elis i Taserud (20 punktar)<br />

Sögur Münchaussen eru þekktar í mörgum<br />

löndum. Utan við Arvika í Svíþjóð bjó á<br />

árunum 1856 – 1936 maður sem um margt<br />

svipaði til Münchaussen í frásagnarstíl.<br />

Hann hét Elis Eriksson, kallaður ”Elis í<br />

Taserud”. Hér á eftir eru tvær af sögum hans<br />

og fleiri úr öðrum heimildum<br />

Hjólaferð (16 punktar)<br />

Elis i Taserud var að hjóla heim til sín að kvöldi til. Á<br />

leiðinni var hann stöðvaður af lögreglumanni vegna<br />

þess að ekkert ljós var á hjólinu. ”Þú verður að hafa<br />

lukt á hjólinu þegar þú ert á ferð í myrkri”, sagði<br />

lögreglumaðurinn.<br />

Svarar þá Elís: ”Æ það er svo margt sem maður ætti að<br />

hafa. Maður ætti til dæmis að hafa vettlinga.”


Afmæli (12 punktar)<br />

Elis var eitt sinn boðið í fimmtugsafmæli til nágrannans. Þangað komu<br />

fleiri en reiknað hafði verið með og þegar Elis mætti þá hafði frúin blandað<br />

kokteil í vatnskönnur, salat í vaskinum og sinnep í sápuskálinni.<br />

Elis virti þetta fyrir sér um stund og sagði. “Ef það verður boðið upp á<br />

eftirrétt þá ætla ég að afþakka.<br />

Viska (10 punktar)<br />

Í viðtali var ráðherra spurður út í hvaða tvo kosti góður stjórnmálamaður þyrfti til að bera<br />

- Réttlæti og visku!<br />

- Hvað meinar þú með réttlæti?<br />

- Halda loforð sín.<br />

- En visku?<br />

- Aldrei að gefa loforð<br />

Kýr á beit (8 punktar)<br />

Listmálari að útskýra mynd sem hann kallaði “Kýr á beit í engi”.<br />

- En það er ekkert grænt í myndinni.<br />

- Nei, kýrnar eru búnar að éta allt grasið.<br />

- Kýrnar? En það eru engar kýr á myndinni heldur.<br />

- Nei, þú hlýtur að skilja að engin belja er svo vitlaus að vera á beit þar sem ekkert gras er að finna.<br />

Myndir (6 punktar)<br />

Þessar konur sem auglýsa eftir kynnum eru bara að blekkja. Þær eru sko ekki að sækjast eftir kynnum, þær vilja bara safna myndum. Um leið og<br />

maður sendir þeim mynd þá hætta þær að skrifa.<br />

Lespróf fyrir lestrarhraða og skilning<br />

Hér eru tveir textar sem eru ætlaðir til að prófa lestrarhraða og lesskilning; bæði<br />

með notkun sjónglerja og stækkunartækja. Textarnir eru prentaðir með 10 pt.<br />

letri. Notandinn á að lesa eins langt og hann getur á 3 mínútum. Síðan á hann að<br />

merkja hve langt hann komst í textanum. Því næst er allur textinn lesinn.<br />

Tölurnar í textanum vísa til lestrarhraða. Þú reiknar út lesin orð á mínútu út frá<br />

tölunni sem stendur neðst í hlutanum sem var lesinn. Bættu síðan við einum<br />

þriðja af þeim orðum sem lesin voru í hlutanum sem byrjað var á.<br />

Ef hlutinn var lesinn á innan við 3 mínútum skal skrá tímann. Fjöldi orða á mínútu<br />

er reiknaður á eftirfarandi hátt:


Fjöldi orða x 60<br />

Notaður tími í sek<br />

T.d.: 525 x 60<br />

150<br />

Eftir textann koma spurningar sem gefa til kynna hvort að lesandinn hafi skilið<br />

innihaldið.<br />

<strong>Fæddur</strong> <strong>Snorri</strong><br />

= orð á mín.<br />

= 210 orð á mín.<br />

Árið fæddist barn í Hvammi í Dölum á vestanverðu Íslandi. Við vitum<br />

ekki á hvaða árstíma þetta var, en skulum ímynda okkur að það hafi verið<br />

snemma vors.<br />

(29)<br />

Og fyrst við erum á annað borð farin að ímynda okkur eitthvað getum við<br />

haldið áfram og sagt að þetta hafi verið snemma morguns. Ljósmóðirin<br />

bankaði fast og lengi á lokrekkjuna þar sem Sturla Þórðarson í Hvammi,<br />

faðir barnsins, svaf.<br />

(69)<br />

Hann var reyndar ekki sofandi en heyrði illa til hennar. Hann hafði troðið<br />

ull í eyrun og vafið brekáni um höfuðið til að reyna að fá svefnfrið. Honum<br />

hafði ekki orðið svefnsamt um nóttina út af hljóðunum í Guðnýju konu<br />

sinni. Þess vegna hafði hann fært sig yfir í þessa lokrekkju sem var dálítið<br />

afsíðis og eiginlega ætluð gestum.<br />

(128)<br />

En hann var orðinn gamall og slitinn og átti hvort sem er oft dálítið erfitt með<br />

svefn. Hann var goði, það er að segja einn af höfðingjunum. Veldi og embætti<br />

goðanna nefndust goðorð. Sturla í Hvammi réð yfir Snorrungagoðorði sem<br />

var kennt við afkomendur Snorra goða Þorgrímssonar.<br />

(175)<br />

Sturla átti í sífelldum deilum við menn út af valdabrölti og vígaferlum.<br />

Hann sá eftir ýmsu sem hann hafði gert áður eða látið ógert og kveið fyrir<br />

öðru sem framundan var. Út af þessu öllu var hann oft andvaka. Loks<br />

þegar hann heyrði bankið skaut hann lokunni frá rekkjunni, leysti brekánið<br />

af höfðinu, vafði því utan um sig neðanverðan, gægðist út og sagði<br />

geðvonskulega:<br />

(239)


– Hvað á þessi fyrirgangur eiginlega að þýða?<br />

En þegar hann áttaði sig á að þetta var ljósmóðirin varð hann strax<br />

spenntur. Hann sá að hún var að segja eitthvað og var glaðleg á svip, allt<br />

hafði því vonandi gengið vel.<br />

(279)<br />

En hann heyrði ekkert í henni út af ullinni í eyrunum. Hann seildist upp á<br />

hillu inni í rekkjunni og þreifaði fyrir sér uns hann fann dálítinn krók sem<br />

gerður var úr ýsubeini og tók að kroppa ullina burt.<br />

(318)<br />

– Nú nú? sagði hann þegar hann hafði náð mest allri ullinni úr betra eyranu.<br />

– Nú verðurðu hissa, sagði ljósmóðirin. Það var ekki stúlka eins og þú hafðir<br />

spáð, heldur drengur. Feitur og pattaralegur.<br />

– Hissa? sagði Sturla. Eins og ég hafi ekki vitað að það yrði annaðhvort<br />

drengur eða stúlka!<br />

(406)<br />

En hann var svo glaður yfir að allt skyldi hafa gengið vel að hann nennti<br />

ekki að vera önugur áfram.<br />

(426)<br />

Hann kláraði að toga ullina út úr hinu eyranu og lét kalla á griðkonu sem<br />

kom strax hlaupandi með fötin hans og klæddi hann í sokka og skó.<br />

(454)<br />

Hann steypti yfir sig kuflinum og flýtti sér inn í svefnhús þeirra hjóna þar<br />

sem Guðný kona hans lá með litla drenginn á brjósti. Hann heyrði ekki<br />

betur en hún væri strax farin að raula eitthvað fyrir hann.<br />

Hún leit upp til hans og brosti.<br />

(499)<br />

– Ég held hann verði skáld þessi. Sérðu hvernig hann sperrir upp augun við<br />

kveðskapinn.<br />

Sturla beygði sig stirðlega yfir rúmið. Hann lagði hramminn á höfuð litla<br />

drengsins og klappaði honum varlega.<br />

– Hér er <strong>Snorri</strong> lifandi kominn. <strong>Snorri</strong> skaltu heita. Velkominn í heiminn<br />

<strong>Snorri</strong> goði, sagði hann og hló.<br />

(547)<br />

0


Reyndu nú að svara eftirfarandi spurningum<br />

. Hvar fæddist <strong>Snorri</strong>?<br />

a) Borg á Mýrum<br />

b) Hvammi í Dölum<br />

c) Stað í Landssveit<br />

. Hverju tróð Sturla í eyrun til að fá svefnfrið?<br />

a) Eyrnatöppum<br />

b) Hálmi<br />

c) Ull<br />

. Hver var höfðingjatitill Sturlu?<br />

a) Sýslumaður<br />

b) Goði<br />

c) Landshöfðingi<br />

. Hvernig vakti ljósmóðirin Sturlu?<br />

a) Hún bankaði í lokrekkjuna<br />

b) Hún hellti yfir hann vatni<br />

c) Hún kleip hann í eyrað<br />

. Hvað hét móðir Snorra?<br />

a) Guðbjörg<br />

b) Guðný<br />

c) Guðrún<br />

Svör við spurningum: 1b, 2c, 3b, 4a, 5b


Við óskum þér til hamingju með<br />

stækkunartækið þitt og vonum að það<br />

geti orðið þér til gagns og gleði.<br />

Til hamingju!


Krister Inde<br />

SEnior-verkefnið við háskólann í Kalmar hefur árið 2008<br />

þróað efni fyrir einstaklinga sem hafa aldursbreytingar í gula<br />

blett augans og faglega ráðgjafa þeirra. Verkefnið er styrkt af<br />

Synskadades Riksförbund, Norges Blindeförbund, Dansk<br />

Blindesamfund, Ekhagastiftelsen och Centrer for Syn og<br />

Kommunikation í Kaupmannahöfn, Blindravinafélaginu og<br />

Blindrafélaginu, samtökum blindra og sjónskertra á Íslandi.<br />

Aðferðir og efni sem kemur út á norrænu tungumálunum er<br />

styrkt af Nordisk Utvecklingscenter för Handikapphjälpmedel í Helsinki. Efnið hefur<br />

einnig verið styrkt af fyrirtækjum sem vinna með sjónskertum á Norðurlöndum.<br />

Verkefnishópurinn fyrir SEnior samanstendur af Krister Inde verkefnisstjóra ásamt<br />

sjónráðgjöfunum Jörgen Gustafsson, Kirsten Kobberø, Gaute Mohn Jenssen, Jytte<br />

Mejlvang, Arne Tömta, augnlækninum Kirsten Baggesen og Kristínu Gunnarsdóttur.<br />

Verkefnahópurinn er norskur-sænskur-danskur hópur sem í samvinnu við Ísland<br />

hefur unnið saman við alla hluta efnisins. Sjónstöðvar og aðrar stofnanir á<br />

Norðurlöndum hafa hjálpað til með prufunotkun og notkunarpróf og hafa miðlað<br />

mikilvægum sjónarmiðum. Í SEnior-röðinni eru eftirfarandi hefti: KOMDU NÆR, LESTU<br />

MEIRA, ALLT MÖGULEGT ásamt handbók um stækkunartæki.© Háskólinn í Kalmar og<br />

verkefnahópurinn fyrir SEnior.<br />

Það má ekki afrita efnið á einn eða annan hátt en það má gjarnan vísa til SEnior-<br />

efnisins þegar um er að ræða AMD.<br />

Vision Enabling Laboratory. www.hik.se/senior<br />

Vision Enabling Laboratory<br />

www.hik.se/senior<br />

© Háskólinn í Kalmar og verkefnahópurinn fyrir SEnior.<br />

Það má ekki afrita efnið á einn eða annan hátt en það má gjarnan vísa til SEnior-efnisins þegar um er að ræða AMD.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!