16.05.2021 Views

Girðir Jarðvegsskrúfu bæklingur

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

JARÐVEGSSKRÚFUR

Vörulisti 2021

GIRÐIR, HEILDSALA EHF

www.girdir.is

Girdir@Girdir.is

Maí 2021 | V1



Um jarðvegsskrúfur...................................................................... 5

Inngangur....................................................................................... 7

Jarðvegsgerðir.............................................................................. 8

Skrúfugerðir................................................................................... 9

G-skrúfur...................................................................................... 10

G76x865x2-4xM16................................................................... 10

G140x1000x3........................................................................... 11

U-Skrúfur...................................................................................... 14

U68x685x1.8mm-71................................................................. 14

U68x865x1.8mm-91................................................................. 15

U76x865x2.5mm-96................................................................. 15

U76x1135x2.5mm-96................................................................ 15

M-Skrúfur...................................................................................... 18

M68x550x1,8-M16.................................................................... 18

M76x800x2mm-M16................................................................. 19

M76x1300x3mm-M16............................................................... 19

M76x2100x3.5mm-M16............................................................ 19

M114x1300x3mm-M20............................................................. 19

Stagfesta...................................................................................... 22

M114x1300x3mm-M20............................................................. 23

Aukahlutir..................................................................................... 24

Vinklar f. M skrúfur 100-160mm............................................... 25

Vinklar f. M skrúfur 120-200mm................................................ 25

M114 95x95 Staurafestingar á M114 skrúfur............................ 25

M16 M-platti fyrir M76-skrúfur................................................... 25

M20 M-platti fyrir M114 skrúfur................................................. 25

Vélar.............................................................................................. 26

Gír fyrir borvél........................................................................... 26

Millistykki fyrir rafmagnsvélar.................................................... 26

GSD-20 Rafmagnsvél............................................................... 27

GSD-30 Rafmagnsvél............................................................... 27

GSD-50 Rafmagnsvél............................................................... 27

Glussarótor og dæla................................................................... 28

Niðursetning................................................................................ 29

Almenn hönnun með jarðvegsskrúfum..................................... 30

Að hanna pall með jarðvegsskrúfum........................................ 31

INNGANNGUR | 3


4 | U-SKRÚFUR


Um jarðvegsskrúfur

Jarðvegsskrúfum er ætlað að leysa af hólmi steyptar undirstöður í flestum

aðstæðum. Hugmyndin að baki þeirra er ofvaxin skrúfa sem þú átt að geta

skrúfað ofan í nánast hvaða jarðveg sem er ef ekki er klöpp eða stórgrýti undir.

Skrúfurnar skiptast í 3 grófa flokka eftir því hvernig haus er á þeim. M-Skrúfur

sem eru með sexhyrndri plötu á toppnum með 6 venjulegum götum í hornum

og einu snittuðu gati í miðju. U-Skrúfur sem eru með stauraskó á toppnum allt

frá 70mm breiðum upp í 120mm breiða. Erfitt hefur reynst að fá U-Skrúfur sem

passa fyrir íslenskar stærðir á timbri fyrr en nú. G-Skrúfur sem eru opnar að

ofan og með þremur til fjórum stilliboltum til að skorða rör af.

Framkvæmdin er einföld, hola er boruð í jörðina þar sem koma á skrúfunni fyrir,

þetta er gert fyrir stýringu og til þess að kanna hvort að jarðvegurinn er móttækilegur

fyrir skrúfunni. Þegar stýriholan er komin þá er skrúfunni komið fyrir og henni

snúið niður með sérhæfðum vélum sem hafa mikla niðurgírun og mikið tog.

Jarðvegsskrúfur eru hagkvæmari, þrifalegri og umhverfisvænni lausn en steyptar

undirstöður. Hagkvæmnin er margföld, það tekur skemmri tíma að skrúfa

niður skrúfurnar heldur en að grafa holu, koma fyrir blikkhólk, moka að hólknum,

hræra steypu, koma fyrir festingu fyrir timbrið eða hlutinn sem á að festa

niður, ferja í burtu umfram jarðveg sem var í holunni og ganga frá landinu.

Síðan þarf að bíða í einn til þrjá daga eftir að steypan harðni áður en hægt er

að hefja verkið. Þegar notast er við jarðvegsskrúfur er stýrigat borað og skrúfan

skrúfuð niður, hægt er að hefja vinnu, ekkert jarðrask, engin erfiðisvinna við að

bera steypu eða moka holur. Hægt er að notast við skrúfur hvenær sem er árs,

frost úti eða í jörðu er engin hindrun.

| 5


FLJÓTLEGT

ENDURNÝTANLEGT

ENDURVINNANLEGT

ENGIN STEYPA

HAGKVÆMT

ÞARF EKKI

AÐ GRAFA

ALLT ÁRIÐ

GIRÐINGAR OG

STAURAR

PALLAR OG

SKJÓLVEGGIR

BEKKIR

SMÁHÝSI OG

SKÚRAR

BJÁLKAHÚS OG

GUFUBÖÐ

BRYGGJUR

LJÓSASTAURAR

FÁNASTANGIR

UMFERÐASKILTI

BÍLSKÚRAR

BRÝR OG

GÖNGULEIÐIR

AUGLÝSINGASKILTI

BORÐ OG BEKKIR

LEIKTÆKI

SÓLARSELLUR

GEYMSLUHÚSNÆÐI

SÓL OG

REGNHLÍFAR

AÐRAR BYGGINGAR

6 | U-SKRÚFUR


Inngangur

Jarðvegsskrúfur eru nýleg lausn á íslenskum markaði sem hefur verið

að færast í aukana undanfarið. Jarðvegsskrúfa er í grundvallaratriðum

ofvaxin skrúfa sem skrúfast ofan í jarðveginn og læsist þar. Gengjurnar

gefa flatarmál sem skrúfan hvílir á, jarðvegurinn pressar að skrúfunni og

viðnámið við jarðveginn stuðlar líka að burðargetu skrúfunnar.

Auknar vinsældir jarðvegsskrúfa má rekja til minnkandi framleiðslukostnaðar

eftir að sólarsellur fóru að vera vinsælli kostur í orkuframleiðslu en

jarðvegsskrúfur eru kjörinn kostur sem undirstöður fyrir sólarsellur.

Girðir sá sér sóknarfæri á þessum markaði og gekk til samninga við GSP

sem er evrópskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á jarðvegsskrúfum og

er sífellt stækkandi. Það sem heillaði við jarðvegsskrúfurnar var hagkvæmnin

á bak við þær. Þar sem áður þurfti að grafa holur, setja niður hólka og steypa

niður festingar eða staura með tilheyrandi jarðvegsraski, erfiði og tímaeyðslu

var nú hægt að leysa á skotstundu með því að skrúfa niður jarðvegsskrúfu

og undirstaðan er tilbúin til notkunar.

Hlið í girðingu

Hliði komið fyrir upp á heiði með

jarðvegsskrúfum, engin þörf á gröfu bara

batterísverkfæri, 4 skrúfur, timbur og

hliðgrind.

Bekkir

Bekkir verða einfaldari uppsetningu

með jarðvegsskrúfum.

INNGANGUR | 7


Jarðvegssgerðir

Það getur verið miserfitt að koma skrúfum niður eftir því hvernig jarðvegurinn er.

Þegar jarðvegsskrúfur eru notaðar losnar gjarnan um efsta lagið í jarðveginum og

er það mis mikið eftir gerð jarðvegs. Í moldarjarðvegi er þetta mjög lítið og er hægt

að nota styttri skrúfur þar. Í grúsarjarðvegi er þetta mis mikið en mest hætta er á að

efsta lagið losni í sandjarðvegi. Þegar skrúfur eru valdar skal hafa þetta í huga.

Moldarjarðvegur

Auðvelt er að skrúfa niður

skrúfur í þéttan moldarjarðveg

og hald í honum er mjög mikið

bæði upp og niður.

Grúsarjarðvegur

Hér getur verið erfitt að

koma skrúfunum beinum

niður ef jarðvegurinn er of

grýttur. Burður skrúfunnar

niður á við er mjög mikill

en á litlum skrúfum getur

átakið upp á við verið minna

þar sem skrúfan getur

losað um jarðveginn, betra

er að nota 800mm langar

skrúfur eða lengri.

Sandjarðvegur

Í sandi ætti ekki að nota styttri skrúfur

en 800mm. Þegar skrúfur eru settar í

sandjarðveg getur losnað um efsta lagið.

8 | JARÐVEGSSGERÐIR


Skrúfugerðir

Heiti og stærðir á skrúfum eru eftirfarandi:

ÞVERMÁL

GERÐ

FESTING

JARÐVEGSSKRÚFU LENGD

G 76x864x2-4xM16

Stendur fyrir

stærð stillibolta

Stendur fyrir fjölda stillibolta

í toppi skrúfunnar

Stendur fyrir

þvermál skrúfunnar (mm)

Stendur fyrir gerð

skrúfunnar

Stendur fyrir efnisþykkt í

skrúfunni í mm

Stendur fyrir lengd

skrúfunnar

G skrúfu

M skrúfu U skrúfu Stagfesta

SKRÚFUGERÐIR | 9


G-Skrúfur

G skrúfur eru til að setja rör ofan í

skrúfurnar t.d. fyrir skilti og fl. einnig er

hægt að nota stærri skrúfurnar til að

steypa niður staura í girðingar og fl.

G76x865x2-4xM16

Þetta eru skrúfur

fyrir 2“ rör t.d. fyrir

skilti, staura fyrir

bílahleðslustöðvar,

snúrustaura, girðingastaura

og margt fl.

Hámarks

álag[kN]

Hámarks

tog[kN]

Hámarks

hliðarátak

[kN]

Mold 10,7 8,7 5,3

Grús 14,4 10,9 1,9

Sandur 16,1 10,5 1,5

Ytra ummál

Lengd

Þykkt

Gengjur

Lengd á skrúfgangi

Þyngd

76 mm

865 mm

2 mm

4xM16

400 mm

3,6 kg

10 | G-SKRÚFUR


G76x1500x3-4xM16

Þetta eru langar

skrúfur fyrir 2“ rör t.d.

fyrir skilti, staura fyrir

bílahleðslustöðvar,

snúrustaura, girðingastaura

og margt fl.

Hámarks

álag[kN]

Hámarks

tog[kN]

Hámarks

hliðarátak

[kN]

Mold 19.3 27.1 31.3

Grús 15.2 19.8 19.1

Sandur 10.8 4.9 4.7

Ytra ummál

Lengd

Þykkt

Gengjur

Lengd á skrúfgangi

Þyngd

76 mm

1500 mm

3 mm

4xM16

840 mm

9.2 kg

G114x1300x3-4xM16

Öflugar skrúfur fyrir

allt að 3“ rör t.d. fyrir

skilti, staura fyrir

bílahleðslustöðvar,

snúrustaura, girðingastaura

og margt fl.

Hámarks

álag[kN]

Hámarks

tog[kN]

Hámarks

hliðarátak

[kN]

Mold 10,7 8,7 5,3

Grús 14,4 10,9 1,9

Sandur 16,1 10,5 1,5

Ytra ummál

Lengd

Þykkt

Gengjur

Lengd á skrúfgangi

Þyngd

114 mm

1300 mm

3 mm

4xM16

600 mm

11.6 kg

G140x1000x3-4xM16

Er ætlað t.d fyrir öryggisgirðingar

þar sem

þarf að vera hægt að

stilla staurinn hárrétt

í línu og steypa hann

fastan í girðinguna.

Þessi skrúfa hefur mikla

viðspyrnu í jarðvegi.

Hámarks

álag[kN]

Hámarks

tog[kN]

Hámarks

hliðarátak

[kN]

Mold na na na

Grús na na na

Sandur na na na

Ytra ummál

Lengd

Þykkt

Gengjur

Lengd á skrúfgangi

Þyngd

140 mm

1000 mm

3,5 mm

4xM16

600 mm

10,5 mm

G-SKRÚFUR | 11


G-Skrúfur

12 | G-SKRÚFUR


G-SKRÚFUR | 13


U-Skrúfur

U-Skrúfur eru með U-laga stauraskó

á toppnum til að festa timbur

í. U-Skrúfur henta vel allstaðar þar

sem timbur kemur ofan á eins og

pallar, bekkir, ruslatunnugeymslur,

skjól veggir, smáhýsi, garðskúrar,

gróðurhús og fleira. Þeir taka við

timbri hvort sem það situr lárétt eða

lóðrétt í stauraskónum.

U68x685x1.8mm-71

Þetta eru skrúfur sem

henta undir palla.

Við mælum með að

næsta skrúfustærð

fyrir ofan sé notuð í

úthringinn á pallinum.

Þessi skrúfa á að leysa

palla-steininn af.

80

Hámarks

álag[kN]

Hámarks

tog[kN]

Hámarks

hliðarátak

[kN]

Mold 4,6 3,4 2,9

Grús 8,2 5,3 0,8

Sandur 9,2 5,3 0,5

Ytra ummál

Heildarlengd

Lengd Skrúfu

Efnisþykkt

Skór

Lengd á skrúfgangi

Þyngd

68 mm

685 mm

550 mm

1,8 mm

71 mm

280 mm

2,6 kg

14 | U-SKRÚFUR


U68x865x1.8mm-91

80

Hámarks

álag[kN]

Hámarks

tog[kN]

Hámarks

hliðarátak

[kN]

Mold 5,2 4,6 4,7

Grús 11,9 8 1,5

Sandur 13,3 7,5 1,5

Þessi U-Skrúfa hentar í

úthringinn á pöllum og

veitir aukinn burð innan

í pöllum sé þess þörf.

Hugsuð til að leysa af

stærri pallastein sem

væri í kringum 80 kg

Ytra ummál

Heildarlengd

Lengd Skrúfu

Efnisþykkt

Skór

Lengd á skrúfgangi

Þyngd

68 mm

865 mm

730 mm

1,8 mm

91 mm

280 mm

3,2 kg

U76x865x2.5mm-96

Þessi er fyrir úthringinn

á pöllum en einnig

fyrir staura í girðingar

sem eru festar við

palla. Einnig eru þessar

skrúfur hentugar undir

jarðvegsveggi sem eru

byggðir úr 95x95 timbri.

Ruslatunnuskýli og

hvers konar garðskýli

henta einnig á þessar

skrúfur.

KOMA

FLJÓTLEGA

80

Hámarks

álag[kN]

Hámarks

tog[kN]

Hámarks

hliðarátak

[kN]

Mold 10,6 8,5 5,3

Grús 14,1 10,7 1,8

Sandur 15,9 10 1,5

Ytra ummál

Heildarlengd

Lengd Skrúfu

Efnisþykkt

Skór

Lengd á skrúfgangi

Þyngd

76 mm

865 mm

730 mm

2,5 mm

96 mm

280 mm

2,6 kg

U76x1135x2.5mm-96

80

Hámarks

álag[kN]

Hámarks

tog[kN]

Hámarks

hliðarátak

[kN]

Þessi er fyrir úthringinn

á pöllum einnig fyrir

staura í girðingar sem

eru festar við palla en

gerð er meiri krafa um

jarðfestu. Ruslatunnuskýli

og hvers konar

garðskýli henta einnig

á þessar skrúfur.

KOMA

FLJÓTLEGA

Mold 11,9 9,2 6,8

Grús 18,4 12,9 2,6

Sandur 20,7 12,4 2,2

Ytra ummál

Heildarlengd

Lengd Skrúfu

Efnisþykkt

Skór

Lengd á skrúfgangi

Þyngd

76 mm

1135 mm

1000 mm

2,5 mm

96 mm

600 mm

2,6 kg

U-SKRÚFUR | 15


U-Skrúfur

16 | U-SKRÚFUR


U-SKRÚFUR | 17


M-Skrúfur

M skrúfur eru með platta ofan

á þannig að það er hægt að

bolta ýmsar festingar á þær.

M68x550x1,8-M16

Þessi skrúfa er t.d. til

að festa niður trampolín.

Einnig er hægt að

kaupa ýmsar festingar

ofan á hana t.d. fyrir

færanlegar girðingar í

kringum vinnusvæði.

80

Hámarks

álag[kN]

Hámarks

tog[kN]

Hámarks

hliðarátak

[kN]

Mold 10,2 8,2 4,2

Grús 10,7 10 1,5

Sandur 15,8 10 1,5

Ytra ummál

Heildarlengd

Efnisþykkt

Miðjugat

Lengd á skrúfgangi

Þyngd

68 mm

550 mm

1,8 mm

M16

240 mm

1,6 kg

18 | M-SKRÚFUR


M76x800x2mm-M16

Hér aukast möguleikar á

notkun vegna þess að það er

hægt að kaupa margar gerðir

af plöttum ofan á þessa skrúfu

t.d. er hægt að setja garðljós

og annað garðskraut sem þarf

að festa niður. Þetta er mjög

burðarmikil skrúfa t.d. í þéttum

moldarjarðvegi og grús. Þessa

skrúfu er hægt að nota undir

smáhýsi á skjólgóðum stað,

gróðurhús og fl.

Hámarks

álag[kN]

Hámarks

tog[kN]

Hámarks

hliðarátak

[kN]

Mold 10,6 8,5 15,9

Grús 14,1 10,7 10

Sandur 15,9 1,8 1,5

Ytra ummál

Heildarlengd

Efnisþykkt

Miðjugat

Lengd á skrúfgangi

Þyngd

76 mm

800 mm

2 mm

M16

400 mm

3,8 kg

M76x1300x3mm-M16

Hér höfum við skúfu sem

hægt er að nota undir t.d.

palla sem standa hærra frá

jörðu einnig smáhýsi sem

standa í brekku og þarf að

rétta af. Þessi skrúfa getur

staðið 50 cm upp úr jörðu ef

með þarf.

Hámarks

álag[kN]

Hámarks

tog[kN]

Hámarks

hliðarátak

[kN]

Mold 14,5 10,6 7,4

Grús 23,3 16,2 16,2

Sandur 7,4 3,2 3,8

Ytra ummál

Heildarlengd

Efnisþykkt

Miðjugat

Lengd á skrúfgangi

Þyngd

76 mm

1300 mm

3 mm

M16

640 mm

8,3 kg

M76x2100x3.5mm-M16

Hér höfum við skúfu sem

hægt er að nota t.d. undir

palla sem standa hærra frá

jörðu einnig smáhýsi sem

standa í brekku og þarf að

rétta af. Þessi skrúfa getur

staðið 120 cm upp úr jörðu

ef með þarf.

M114x1300x3mm-M20

Þetta eru mjög öflugar skrúfur

fyrir stærri hús ljósastaura,

hliðbómur, fánastangir og

ýmislegt fleira. Þessar skrúfur

henta einnig til að setja

trégirðingar á sem ekki stýfast

við pall. Þær þola allt að 2 m

háa girðingu í þéttum jarðvegi

Hámarks

álag[kN]

Hámarks

tog[kN]

Hámarks

hliðarátak

[kN]

Mold 29,2 23,6 13

Grús 35,8 27,4 6,2

Sandur 41,5 26,3 6,3

Ytra ummál

Heildarlengd

Efnisþykkt

Miðjugat

Lengd á skrúfgangi

Þyngd

Hámarks

álag[kN]

Hámarks

tog[kN]

76 mm

2100 mm

3,5 mm

M16

880 mm

15,6 kg

Hámarks

hliðarátak

[kN]

Mold 23,7 18,8 13,5

Grús 33,5 24 5,8

Sandur 37,2 23,2 4,4

Ytra ummál

Heildarlengd

Efnisþykkt

Miðjugat

Lengd á skrúfgangi

Þyngd

114 mm

1300 mm

3 mm

M24

800 mm

13,2 kg

M-SKRÚFUR | 19


M-Skrúfur

20 | M-SKRÚFUR


M-SKRÚFUR | 21


Stagskrúfur

M114x1300x3mm-M20

Hámarks

álag[kN]

Hámarks

tog[kN]

Hámarks

hliðarátak

[kN]

Stagskrúfur eru hannaðar til að

gefa gott hald í jarðveginn með

lítilli fyrirhöfn. Tilvalið til að

staga girðingar, binda niður

gáma eða hjólhýsi, staga stór

tjöld og margt fleira.

1000 mm

t=16 mm

t=3 mm

Mold 11.2 8.7 13,5

Grús 15.2 11.3 2

Sandur 18.2 11 1.3

Ytra ummál

Heildarlengd

Efnisþykkt

Miðjugat

Lengd á skrúfgangi

Þyngd

180 mm

1000 mm

3 mm

M24

800 mm

13,2 kg

180 mm

22 | STAGSKRÚFUR


U-SKRÚFUR | 23


Aukahlutir

Vinklar f. M-Skrúfur

120-200mm

Þetta eru stærri

festingar á M-Skrúfur

fyrir Timburdregara

Vinklar f. M skrúfur

100-160mm

Þetta eru festingar

á M-Skrúfur fyrir

Timburdregara

24 | AUKAHLUTIR


M114 95x95 Staurafestingar á M114 skrúfur

Þetta er stauraskór á M 114 skrúfur fyrir

95x95 timburstaura. Einnig hægt að nota

sem stauraskó á steypta veggi.

M16 M-platti fyrir M76-skrúfur

Þetta er ógalvaníseraður

platti á M 76 skrúfur þar

sem hægt er að hanna

sínar eigin festingar.

M20 M-platti fyrir M114 skrúfur

Þetta er ógalvaníseraður

platti á M 114 skrúfur þar

sem hægt er að hanna

sínar eigin festingar.

AUKAHLUTIR | 25


Vélar

Gír fyrir borvél

Millistykki fyrir

rafmagnsvélar

Gír 1:60

Millistykki fyrir

M-Skrúfur

Toppur fyrir borvél

Handfang

Haus fyrir stagfestur

Millistykki fyrir

U-Skrúfur

Haus fyrir M- og U-Skrúfur

Haus fyrir 3 bolta G-Skrúfur

Millistykki fyrir

G76 skrúfur

Haus fyrir G-Skrúfur

Haus fyrir V-Skrúfur

Þyngd

7.5 kg

Taska stærð

38 x 22 x 10 cm

Virkar með öllum helstu borvélum

Gír hlutfall

1:60

Hámarks kraftur

> 4800 N.M

Endar á gír 1“

Millistykki fyrir

G114 skrúfur

26 | VÉLAR


GSD-20 Rafmagnsvél

Minnsta sjálfstæða rafmagnsvélin

Týpa

Volt

Hámarks tog

Hámarks afl

Hámarks spenna

Snúningshraði með

engu álagi

GSD-20

230V

2600 NM

1600W

7 A

122 sn/min

GSD-30 Rafmagnsvél

Miðlungs vélin

Týpa

Volt

Hámarks tog

Hámarks afl

Hámarks spenna

Snúningshraði með

engu álagi

GSD-30

230V

3600 NM

2000W

9A

122 sn/min

GSD-50 Rafmagnsvél

Stærsta sjálfstæða rafmagnsvélin sem

þarf 18A öryggi

Týpa

Volt

Hámarks tog

Hámarks afl

Hámarks spenna

Snúningshraði með

engu álagi

GSD-50

230V

4800 NM

4000W

18A

122 sn/min

VÉLAR | 27


Glussarótor og dæla

Týpa

Vinnuþrýstingur (Nom/max)

Hámarks tog

Þyngd

Snúningshraði með

engu álagi

Glussarótor

16 MPa /20 MPa

4300/8700/11000

Nm

21 / 37,5 / 46 kg

3-15 sn/min

28 | DÆLA


Niðursetning

Þegar búið er að velja réttar skrúfur og ákveða

staðsetningar þarf að ganga úr skugga um að

engar lagnir séu á svæðinu þar sem á að setja

skrúfurnar niður. Yfirleitt er hægt er að nálgast

teikningar af lögnum á síðum sveitarfélaganna

og ef liggur vafi á hvar þær eru, skal láta sóna

eða hnitsetja þær.

Forbora skal fyrir skrúfunni með bor sem er

minni en þvermál skrúfurnar og styttri. Þegar

borað er skal passa það vel að borinn sé

beinn. Þetta ýtir grjóti frá sem oddurinn gæti

strandað á og virkar sem stýrigat til að hjálpa

skrúfunni að fara beint niður. Gott er að nota

svera SDS bora ef ekkert annað er í boði.

Velja þarf réttu vélina til að skrúfa niður, gírinn

getur dekkað flestar skrúfur í mjúkum jarðvegi

en í sumum tilfellum ræður hann ekki við

það að koma henni niður. Þá þarf stærri vél

til að koma henni niður. Passa skal að skrúfan

halli ekki þegar hún er skrúfuð niður og

skal nota hallamál til að passa að hún fari rétt

niður. Ef skrúfan stoppar má prófa að hella smá

vatni niður með henni til að smyrja jarðveginn

og skrúfuna. Fylgjast skal með að skrúfan

forskrúfist ekki, það gerist þegar hún snýst

en fer ekki niður, þá þarf í sumum tilfellum að

færa hana eða gera aðrar ráðstafanir.

Mikilvægt er að muna að það má aldrei bakka

skrúfu. Ef skrúfu er bakkað myndast holrúm

undir henni og þá er hætta á að hún sökkvi til

baka þegar álag er sett á hana.

NIÐURSETNING | 29


Almenn hönnun með

jarðvegsskrúfum

Jarðvegsskrúfur hafa mikinn styrk í réttum

jarðvegi þegar kemur að lóðréttu álagi og

togi, en ef á að standast mikið hliðar álag

þá þarf að stífa eða staga. Hægt er að fá

sérstakar stagskrúfur til þess að staga ef

sú leið er farin.

Jarðvegsskrúfur geta farið niður nánast

hvar sem er, þar sem er jarðvegur. Í malbiki

er hægt að kjarnabora fyrir skrúfunum

í gegnum malbikið, ef um hellulögn er að

ræða er nóg að taka upp hellur fyrir skrúfunni

og sníða svo hellurnar að. Ef jarðvegur

er frosinn þá er forborað í gegnum

hann og skrúfað í gegnum frostið.

Hafa skal lagnir í huga þegar staðsetning

skrúfa er ákveðin. Það má staðsetja

skrúfur með mikilli nákvæmni þannig að

ef þörf er að setja undirstöðu upp við lögn

sem ávallt skal forðast er hægt að grafa

sig niður á lögnina og setja skrúfuna niður

meðfram henni og nota lengri skrúfu ef

þörf er. En yfirleitt ef sónun eða útsetning

lagna leiðir í ljós að það er lögn í vegi fyrir

skrúfunni má færa skrúfuna um hálfan til

einn metra og setja hana niður þar.

Velja skal rétta skrúfu fyrir réttan jarðveg,

mjúkur og laus jarðvegur krefst lengri

skrúfa, harður jarðvegur með miklum

burði þarfnast ekki jafn langra skrúfa.

Ef vafi liggur á um hvaða skrúfur henta

er hægt að gera álagspróf á jarðvegi og

reikna út hvaða skrúfur henta hverju sinni.

Góð þumalputtaregla en ekki algild er að í

þéttri mold á að nota að lágmarki 800mm

langa skrúfu en í þéttari jarðvegi má nota

600mm skrúfur til að fá lágmarks burð.

30 | HÖNNUN


Að hanna pall með

jarðvegsskrúfum

Þegar verið er að hanna pall með jarðvegsskrúfum

þá þarf að hafa í huga að nota réttan fjölda

af skrúfum, réttar skrúfur miðað við jarðveg og

álag. Því mýkri sem jarðvegurinn er því lengri

skrúfur þarf að nota og því þyngri sem pallurinn

er því þéttar þurfa skrúfurnar að vera.

Góð þumalputtaregla er að fyrir skrúfur styttri en

700mm má að hámarki vera 140 cm á milli skrúfa

og skrúfur yfir 800mm í lengd og 76mm í þvermál

eða sverari má fara upp að 1,8 metra á milli.

Þó verður að hafa í huga burðargetu dregarans

þegar skrúfur eru settar niður. Hægt er að gera

álagsprófanir á staðnum til þess að finna út

hvaða skrúfu er best að nota, en slíkar prófanir

geta verið kostnaðarsamar.

Í frístandandi veggjum er mögulegt að nota

jarðvegsskrúfur en gæta verður að því að hafa

þá ekki of háa eða of langar einingar án þess

að hafa styrktarbrot í þeim eða styrkingar út

hliðarnar. Þegar farið er með lengri beina veggi

sem ekki eru tengdir við pall þá er æskilegast

að fara með bilið á milli staura niður í 1 metra.

Í frístandandi veggjum er ráðlagt að vera með

M114x1300 jarðvegsskrúfur. Ef veggurinn er

tengdur við pall fær hann feikna styrk úr honum

og þarf þá að hafa minni áhyggjur af hliðarálagi.

Þegar komið er fyrir heitum pottum, garðhúsum og

þess háttar sem fylgir aukið staðarálag á pallinn er

best að koma auka skrúfum fyrir þar undir til þess

að auka burðinn í kring. Pottar geta verið í kringum

2-3 tonn að þyngd og getur verið gríðarlegt punktálag

á pallinn og mælt er með ef kostur er að koma

M114x1300 skrúfum fyrir þar undir.

HÖNNUN | 31


32 | U-SKRÚFUR

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!