Jolabaeklingur_2020_prent

Jólabærinn

Hafnarfjörður 2020



Höfum gaman

saman í Hafnarfirði

- þar sem hjartað slær

Hafnarfjörður hefur líklega aldrei verið jólalegri og hlýlegri

á aðventunni en einmitt nú. Hvít og mild jólaljósin hafa yljað og glatt

okkur íbúa og gesti bæjarins undanfarnar vikur en ákveðið var að setja

ljósin upp í miðbænum mun fyrr en áður. Viðbrögðin voru ánægjuleg

og sannfærðu okkur um að hafi einhvern tíma verið þörf á að lýsa upp

umhverfið þá var það á þessu hausti. Stórkostlegt er að sjá hve bjartur

og fagur bærinn er nú í skammdeginu.

Við leggjum mikið upp úr því að hingað til Hafnarfjarðar sé

notalegt að koma á aðventunni, njóta og hafa gaman saman.

Hafnarfjörður er orðinn sannkallaður jólabær þar sem fjölskyldur

og vinahópar upplifa hlýlega og afslappaða jólastemningu. Það

hefur verið sérlega ánægjulegt að sjá hve margir sækja okkur heim

úr nágrannasveitarfélögunum og sækja í þann jólaanda sem ríkir í

bænum. Jólahúsin í jólaþorpinu og skreytingarnar í kringum það hafa

jafnan mikið aðdráttarafl. Þar er hægt að kaupa listmuni og handverk,

sælkeravörur og annað fallegt í jólapakkana. Og í ljósi aðstæðna

munu nú óvæntir viðburðir skjóta upp kollinum á hinum ýmsu tímum

og stöðum í miðbænum í stað auglýstrar skemmtidagskrár eins og

venja er. Lystigarðurinn Hellisgerði hefur í ár verið fallega skreyttur

og prýddur ljúfum jólaljósum. Við munum geta upplifað sannkallað

jólaævintýri í þessum fallega garði, innan um hraun og kletta í

vetrarbúningi.

Verið velkomin heim í Hafnarfjörð þar sem jólahjartað slær og hlýlegt

andrúmsloft ræður ríkjum.

Með jólakveðju,

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri

3


Innihald

Huggulegasti heimabær

höfuðborgarsvæðisins

Hafnarfjörður er bær sem hefur allt til alls. Undanfarin ár

hefur fjöldi nýrra þjónustuaðila og verslana séð tækifæri til

opnunar og vaxtar í stækkandi samfélagi. Þessi uppbygging

nær ekki bara til miðbæjar Hafnarfjarðar heldur ekki síður til

annarra hverfa bæjarins. Þannig virðist m.a. hugmyndafræðin

sem liggur að baki kaupmanninum á horninu, sælkerabúða

og listsköpunar vera að skila sér í opnun slíkra verslana og

greinilegt að Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar um land

allt kunna vel að meta öðruvísi og einstakar verslanir í bland

við aðra mikilvæga og hefðbundna verslun og þjónustu.

Lykillinn er áhugi og hvatning samfélagsins m.a. með verslun

í heimabyggð. Markaðsstofa Hafnarfjarðar, í samstarfi við

Hafnarfjarðarbæ, hefur lagt áherslu á að kynna Hafnarfjörð

sem heillandi bæ til búsetu, atvinnu og rekstrar.

4


Plastlaust -

beint frá býli

Smákaupmenn í matvöru- og heimilisvörugeiranum hafa sótt

í sig veðrið undanfarin ár með aukinni meðvitund almennings

um umhverfisvernd og plastlausan lífsstíl. Það þykir aldeilis

orðið hipp og kúl að kaupa vörur af litlum framleiðendum og

gjarnan beint frá býli um land allt. Á þessu ári opnuðu þrjár

nýjar og spennandi verslanir með þessar áherslur

í Hafnarfirði.

Matarbúðin Nándin

Við Austurgötu 47 er fjölskyldufyrirtækið

Urta Islandica og í sumar opnuðu þau einnig

Matarbúðina Nándina í húsnæðinu, matvöruverslun

þar sem m.a. er hægt að skila glerflöskum

og -krukkum og jarðgeranlegt efni er notað

í stað plasts. Fjölskylduna hafði lengi dreymt um

að getað orðið plastlaus, enda búin að vinna

náið með íslenskri náttúru í tíu ár og vildu leggja

sitt af mörkum til að verja hana.

Vistvera

Vistvera er krambúð, sem opnaði í verslunarmiðstöðinni

Firði, og selur þar ýmsar neysluvörur,

helst alveg plastlausar, en einnig heimilisvörur úr

náttúruefnum. Þau leggja áherslu á að bjóða upp

á umbúðalausar vörur, eða úr endurvinnanlegu efni

til að draga úr einnota lífsstíl. Hægt er koma með

eigin ílát til áfyllingar.

Gott & blessað

Gott & blessað ehf. við Flatahraun 27 er vefverslun,

smásala og markaðstorg á netinu sem sérhæfir sig í

að selja vörur íslenskra smáframleiðenda og tryggja

þannig aðgengi neytenda að góðum íslenskum

matvælum með beinum og markvissum hætti.

5


Hangikjötsbökur

Í Bretlandi eru handheldar kjötbökur sem kallast „pasties“

vinsælar. Þær eru venjulega blanda af kjöti og grænmeti bökuð

í smjördeigsskel í laginu eins og hálfmáni og byggja á þeirri

hugmynd að nýta afganga og draga úr matarsóun. David

Anthony Noble hjá Pallett Kaffikompaní deilir hér hugmynd að

því hvernig nýta má afgang af íslenskum jólamat í bökurnar.

Gott er hafa nægan lauk og krydd og jafnvel bæta við osti.

Innihald

Innihald:

250 g afgangs kartöflur, soðnar, bakaðar

eða hráar, að eigin vali

200 g hangikjöt (eða hamborgarhryggur,

að eigin vali)

75 g Ora baunir

50 g hrár laukur (eða eldaður,

bæði virkar vel)

3/4 tsk salt

1/2 tsk pipar

5 msk af afgangs jafningi

1 msk hveiti (til að sáldra á vinnusvæði)

1 egg (til að pensla)

Pakki af smjördeigi

Aðferð:

• Skerið kartöflur í litla teninga

og setjið í stóra skál

• Skerið hangikjöt í litla teninga

eða rífið það

• Saxið laukinn fínt og bætið honum við

• Hellið vatni af baununum og bætið þeim

við ásamt salti og pipar

• Blandið öllu vel en varlega saman

• Bætið jafningi við og blandið vel

saman

• Sáldrið hveiti á vinnusvæði og leggið

smjördeig þar á. Notið lítinn disk sem mót

til að skera út tvo hringi úr deiginu

• Vætið brúnir hvors hrings og setjið síðan

helming fyllingar í miðju hvors hrings

• Brjótið aðra hlið hringsins yfir fyllinguna

og búið þannig til hálfmána

• Þrýstið brúnunum létt saman og þéttið

með gaffli

• Skerið þrjár litlar rifur, c.a. 3 cm langar,

í hverja böku og penslið með þeyttu eggi

• Bakið við 200°c (180°c blástur) í 25-30

mínútur eða þar til orðið er gullinbrúnt

• Berið fram með súrsuðu rauðkáli og jafnvel

smá klettasalati fyrir aukna beiskju

Njótið!

6


Jólaþorpið í Hafnarfirði

- síðan 2003

Hafnarfjarðarbær býður jólin velkomin með sínu árlega

jólaþorpi, fullu af gleði, gómsætum bitum og skemmtilegum

jólavarningi. Fagurlega skreytt jólahúsin eru löngu orðin

landsþekkt fyrir fjölbreytta og spennandi gjafavöru, góðgæti,

handverk og hönnun. Óvæntar uppákomur og öðruvísi

jóladagskrá verður undirtónn hátíðarhaldanna þetta árið.

Opið allar helgar á aðventunni frá kl. 13-18.

7


Blómstrandi

bakki

Norðurbakkinn er orðinn ein

af perlum bæjarins og með

fyrirtækjum sem þar blómstra,

er þetta svæði orðin órjúfanleg

tenging við aðra verslun og

þjónustu í miðbænum og hluti af

mannlífinu þar. Lokkandi ilmur

og gómsætt góðgæti í bland við

skapandi hugsun og heillandi

hönnun.

8


Nýjar verslanir

við Strandgötuna

Á undanförnum árum hefur hver verslunin á fætur annarri ýmist hafið

starfsemi eða flutt í húsnæði við Strandgötuna. Mikil eftirspurn er eftir rými

við þessa vinsælu og fallegu götu í Hafnarfirði. Meira að segja á þessu

óvenjulega ári í ár opnuðu snyrtivöruverslunin GlowUp að Strandgötu

32 og gjafavörubúðin Bæjarbúð í húsi nr. 43. Fyrr voru komnar Ziaja við

Strandgötu 17 og hin skemmtilega Garnbúð Eddu í hús nr. 39.

9


Komdu og upplifðu

Hafnarfjörð

Hafnarfjörður er heillandi og líflegur sjávarbær, með litrík hús staðsett

innan um víðfeðmt hraun og fallega náttúru. Hér kemur hugmynd að

hlýlegum degi (dögum) í Hafnarfirði sem felur í sér upplifun, skemmtun,

útivist og heilan helling af fersku sjávarlofti fyrir alla fjölskylduna.

Sund

Sundlaugarnar eru þrjár og hafa allar sín sérkenni

og sjarma, þannig að auðvelt er að finna laug við

hæfi. Tilvalið að hefja daginn í sundi!

Miðbær

Miðbæinn er ánægjulegt að upplifa fótgangandi.

Njóta jólaljósanna, meðtaka og draga inn

bæjarandann og skoða litrík og falleg hús sem eru

einkennandi fyrir fjörðinn. Ekki gleyma að taka mynd

í Hjarta Hafnarfjarðar og deila undir myllumerkinu

#hjartahafnarfjarðar.

Hafnarsvæði

Afslappandi göngutúr um höfnina er hin besta

núvitund. Stefndu á smábátahöfnina og upplifðu

hljóð, angan og allt það sem fyrir augu ber. Þessi

heillandi gamla höfn er m.a. heimili listafólks og

vinnustofa sem sýna og selja íslenska list og hönnun.

Hellisgerði

Þessi skrúðgarður Hafnfirðinga er sannkallaður

ævintýraheimur sem kallar á opinn hug og trú á

álfa og huldufólk. Heyrst hefur að huldufólkið ætli

að taka jólin alla leið í ár og skreyta með fallegum

ljósum. Teppi, hlý föt og nesti eru staðalbúnaður í

Hellisgerði.

Bakarí eða kaffihús

Mörg skemmtilega ólík kaffihús og bakarí prýða

Hafnarfjörð. Heimabakað góðgæti og ferskir

drykkir er kærkomið að sundferð lokinni.

Verslun og þjónusta

Hlýja, fjölbreytileiki og fegurð einkenna hina

persónulegu, hafnfirsku verslun og þjónustu.

Listir og menning blómstra í bænum með íslenskri

hönnun, handverki og hágæðavöru. A.m.k. ein

heimsókn í Jólaþorp Hafnarfjarðar er nánast skilyrði

á aðventunni.

Söfn

Öll söfn Hafnarfjarðarbæjar eru staðsett í hjarta

Hafnarfjarðar, sjálfum miðbænum. Komdu og

upplifðu sögu, menningu og list eftir leiðandi

listamenn í fortíð, nútíð og framtíð. Kaffi, blöð og

bækur á bókasafni er einnig tilvalið.

Aðgangur er ókeypis á öll söfnin!

Veitingastaðir

Ást og metnaður liggja að baki matseðlum, hráefni,

umhverfi og þjónustu fjölbreyttra veitingastaða

í Hafnarfirði. Endaðu daginn á vel völdum

veitingastað og upplifðu notalega stund með fólkinu

þínu.

Gisting

Dugar ekki dagurinn í öll þessi ævintýri og upplifun?

Gistimöguleikar í Hafnarfirði eru fjölmargir og

mismunandi. Fjörukráin – The Viking Village er

einn þeirra. Vestnorrænt þema og herbergi í anda

víkinga. Rólegt og rómantískt umhverfi fyrir gesti eftir

ævintýri dagsins.

10


11


Inn

Siglandi lífsstíll

í Sæúlfi

Árið 2008 seldu hjónin Markús, formaður Siglingaklúbbsins Þyts og

eiginkona hans, Helena, húsið sitt og bílinn og fjárfestu í skútunni Sæúlfi.

Stefna hjá Þyt er að leggja grunn að því að þjónusta við innlenda og

erlenda siglara verði í sérflokki í Hafnarfirði. Fjölmörg fyrirtæki í bænum

gætu komið að slíkri atvinnugrein með einum eða öðrum hætti. Einstök

innsigling og nálægð við alla helstu þjónustu hefur mikið með það að gera.

Naumhyggja

Fjórar káetur eru um borð í Sæúlfi, auk rýmis sem

er bæði eldhús og stofa. Fjölskyldan hefur smám

saman tileinkað sér einfaldan lífsstíl, því vegna lítils

pláss þarf að hugsa á praktískan hátt um stærð á

heimilistækjum, magni af matvöru, borðbúnaði og

að hafa pláss fyrir varahluti og fleira. Jólagjafir hafa

því gjarnan verið umslög með peningum eða hlutir

sem nýtast í skútulífinu.

Jólin um borð

í fjarlægu landi

Fjölskyldan lagði áherslu á siglandi lífsstíl þegar

hvert barn var í 9. bekk. Í siglingunum lærðu

þau sjálfstæði og sjálfbærni með þátttöku í

samvinnuheimi siglingafólks og það veitti þeim

mikinn þroska. Börnin Guðmundur Ísak, Hjörtur Már

og Tara Ósk hafa öll týnst að heiman um 17 ára, en

einkadóttirin er þó enn með annan fótinn þar. Þegar

fjölskyldan sigldi um heimsins höf hélt hún jólin um

borð í fjarlægu landi og þá var skreytt, bakað, notið

samveru og snæddur jólamatur, eins og á öðrum

heimilum. Í dag þiggja Markús og Helena heimboð

til fjölskyldna sinna í Hafnarfirði á jólunum, þótt þau

skreyti skútuna í Flensborgarhöfn.

12


Innihald

Vinsælar

verbúðir

Í húsnæði fyrrum verbúða

við Flensborgarhöfn fer fram

fjölbreytt starf fyrirtækja og

vinnustofa sem hafa sum hver

markað sér sérstöðu og getið sér

gott orð í heimi lista og hönnunar

á Íslandi. Þar fer sköpun, hönnun,

verslun og þjónusta fram í

námunda við sjávarilminn.

13


Innihald

Eitt jólalegasta

hús bæjarins

Við Hellisgötu 34 stendur fallegt, hvítt, steinsteypt hús með rauðum

dyrum. Þar hafa hjónin Sveinbjörn Björnsson og Katrín Danivalsdóttir í

þrjú ár vakið athygli og aðdáun fyrir einstaklega fallegar jólaskreytingar.

Sveinbjörn sér um uppsetningu á yfir 9000 perum. Hann byrjar að setja

upp í október og segir ástríðuna fyrst og fremst liggja í því að gleðja fólk

í skammdeginu. Þau kveiktu reyndar ljósin óvenju snemma í ár, vegna

hvatningar frá Hafnarfjarðarbæ. Smáfuglar eru hjónunum hjartfólgnir og

þau gefa þeim alltaf blöndu af haframjöli og matarolíu og jafnvel eplabita.

Fjölmargar tegundir fugla gæða sér á þessu í garðinum og gleðja um leið

heimilisfólkið.

14


Heilsueflandi

samfélag í St. Jó

Lífsgæðasetur St. Jó að Suðurgötu 41 er skapandi samfélag 18

einstaklinga, fyrirtækja og félagasamtaka sem bjóða heilsueflingu,

snemmtæka íhlutun, forvarnir og fræðslu sem auka með einum

eða öðrum hætti lífsgæði fólks. Einnig svefnjóga, jóga nidra,

líkamsmeðferðir, heilsufarsmælingar, fyrirlestra, námskeið og

jafningjafræðslu af ýmsu tagi. Fyrsta árið hefur gengið vel og með

mikilli útsjónarsemi hefur tekist að aðlaga starfsemina að nýjum

veruleika vegna aðstæðna í samfélaginu og bjóða fjarþjónustu af

ýmsu tagi.

Nýtt og mikilvægt hlutverk

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að viðgerðum

og málun utanhúss, ásamt því að bæta aðgengismál

hússins. Stefnt er að því að opna glæsilegan

aðalinngang frá Suðurgötu á næstu vikum og verður

þá vonandi hægt að bjóða gestum og gangandi í

heimsókn til þess að skoða þetta fallega hús sem

hefur fengið nýtt og mikilvægt hlutverk í að skapa

Hafnarfirði sérstöðu sem heilsueflandi samfélags.

15


Inn

Aldagömul

íhugunarregla

Regla Karmelsystra er aldagömul íhugunarregla, skrifuð árið

1209. Hún varð til í samfélagi einsetumanna á Karmelfjalli í Ísrael.

Þaðan er nafnið komið. Systurnar eru pólskar og mestur tími fer í

bænahald og messur. En þær rækta einnig til jafns sinn innri anda

og stóra og fallega bakgarðinn. Hæfileikar nunnanna eru margs

konar og áhersla lögð á að nýta þá sem best.

Lítil verslun sem er öllum opin

Lítil verslun er rekin innan veggja klaustursins.

Vinna systranna er í heiðri höfð og mikil natni

lögð í handverk sem m.a. er selt í versluninni, þar

sem þær skiptast á að standa vaktina alla daga

frá kl. 9-18, nema sunnudaga. Meðal þess sem

Karmelsystur selja eru kerti, skreytingar, tónlist,

bænir og helgigripir af ýmsu tagi. Vinsælt er að

panta skrautáritun á kerti og gjafakort hjá þeim og

eftirspurn er mest fyrir jólin. Þá hafa þær einnig tekið

þátt í Jólaþorpinu.

16


Innihald

Ástríða fyrir bókum

og börnum

Í Hafnarfirði hefur alist upp fjöldi fólks sem hefur búið til

ógleymanleg verk fyrir börn og ungmenni í tímans rás.

Barnamenning er í hávegum höfð á fjölbreyttan hátt með ýmsum

viðburðum og uppákomum. Bæjarlistamenn Hafnarfjarðar

undanfarin tvö ár eru þekktir fyrir ástríðu sína gagnvart þessum

aldurshópi og fyrir að virkja þessa mikilvægu einstaklinga til

sjálfstæðrar hugsunar, sköpunar og þátttöku á sviði menningar.

Björk Jakobsdóttir (2019)

Hingað til hef ég haldið mig að mestu við skrif fyrir

leikhús en skeiða nú inn á barnabókamarkaðinn með

merina Hetju í forgrunni í hörkuspennandi sögu um

vin okkar og þarfasta þjón frá landnámi.

Bergrún Íris Sævarsdóttir (2020)

Leikur og lestur eru kærkomin truflun, hugleiðsla sem

heilar og gefur hvíld. Það sem eyðir áhyggjunum

er samvera, hvort sem það er bíókvöld með

fjölskyldunni, símtal til vinar, bóklestur eða göngutúr

í náttúrunni.

17


Ný tækifæri

á nýjum stað

Hjónin Stefán Gíslason og Harpa Lind Harðardóttir fluttu fyrirtæki

sitt Willamia nýlega frá Garðatorgi til Gjáhellu. Ný staðsetning

þykir fullkomin fyrir sýningarsal með hágæða húsgögnum,

netverslun og lager. Allt á einum og sama staðnum. Þeim hjónum

finnst umhverfið heillandi og segja ánægjulegt og hvetjandi að

fylgjast með vinnuvélum, framkvæmdum og uppbyggingu út um

gluggana. Rekstur sem þessi á svona stað er nokkuð algengur víða

erlendis þar sem Stefán og Harpa bjuggu um árabil.

Blærinn þróast í takti

við tækifærin

Hellnahverfi, við hlið Vallahverfis, er ört vaxandi

svæði þar sem fyrirtækjum með fjölbreytta starfsemi

fer fjölgandi. Margir myndu kalla það iðnaðarhverfi

en blærinn þar hefur þróast í takti við þau tækifæri

sem fyrirtæki sjá fyrir starfsemi sína þar.

18


Jóla eplakaka

Ævar Olsen matreiðslumeistari á Rif Restaurant deilir hér með

okkur uppskrift að jólalegri eplaköku sem er ómissandi hluti

af jólunum hans heima við.

Aðferð:

Innihald

Innihald:

1 bolli af hveiti

1 tsk lyftiduft

1/4 tsk salt

1/2 bolli ósaltað smjör, við stofuhita

2/3 bolli sykur

1 msk flórsykur til að strá yfir köku

2 stór egg

1 tsk vanilludropar

3 msk dökkt romm

3 stk Lady epli

• Hitið ofninn í 175 ° C og stillið ofngrind í miðju

• Smyrjið 9 tommu kringlótt form með smjöri

eða eldunarúða

• Þeytið saman hveiti, lyftidufti og salti

í lítilli skál

• Notið handhelda hrærivél og blandið saman

rjóma, smjöri og sykri uns það er létt og

dúnkennt, í um það bil 3 mínútur

• Bætið eggjum út í, einu í einu. Þeytið vel og

skafið niður hliðar skálar eftir hverja viðbót

• Bætið vanillu og rommi eða appelsínulíkjör út í

• Bætið hveitiblöndu saman við og blandið á

hægum hraða þar til hún er aðeins sameinuð

• Notið gúmmíspaða, brjótið niður söxuðu eplin

og setjið út í

• Skafið deigið á tilbúna pönnu og sléttið toppinn

• Stráið jafnt yfir 1 msk af flórsykri

• Bakið í um það bil 40 mínútur, eða þar til kakan

er gullin og hún bökuð í gegn

• Leyfðu kökunni að kólna á grind

• Tertuna má bera fram heita eða við stofuhita,

látlausa eða með létt-sætuðum og þeyttum

rjóma eða vanilluís.

Njótið!

19


Skapandi samfélag

í gömlu frystihúsi

Við Strandgötu 90 stendur Íshús Hafnarfjarðar í gömlu frystihúsi

sem fékk fyrir 6 árum nýtt hlutverk sem aðstaða fyrir einyrkja og lítil

fyrirtæki í skapandi störfum. Um 40 manns dvelja þar að jafnaði, í

styttri eða lengri tíma, og fjölbreytnin í framleiðslu er mikil.

Gamlir hlutir fá nýtt líf

Í takti við áherslur við endurnýtingu í starfseminni

ber Íshúsið að innan þess glöggt merki að gamlir

hlutir fá nýtt líf og meðal slíkra listamanna með

vinnustofur eru Borghildur Ingvarsdóttir, sem hannar

og saumar fatnað og töskur úr m.a. leðurflíkum

og tjaldbotnum, Gunnar Júlíusson, sem málar

á tunnulok og spýtur, Sóley Þráinsdóttir, sem

gerir hreinlætisvörur úr hrosshárum og íslenskum

skógarafurðum og Úlfhildur Bjarnasen, sem gefur

húsgögnum sem hefðu lent í landfyllingum, nýtt líf

sem einstakir listmunir.

20


Jólatrjáasala

Skógræktarfélagsins

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, stofnað 1946, er með yfir 770

félagsmenn, þrjá starfsmenn og blómlegt starf. Heimild er um

jólatrjáahögg í Undirhlíðum á sjöunda áratug síðustu aldar, en um

1990 hóf Skógræktarfélagið sölu á jólatrjám með því sniði sem er í

dag. Jólatrjáasala félagsins hefur síðan vaxið jafnt og þétt í fjölda

trjáa og umfangi.

Stafafuran er barrheldin

og ilmandi

Félagið heggur fyrst og fremst stafafuru í sínum

skógum og selur við Gróðrarstöðina Þöll. Fyrst seldi

félagið eingöngu tré úr eigin ræktun, en með aukinni

sölu og skorti á trjám hefur félagið einnig keypt

jólatré af öðrum innlendum ræktendum. Stafafuran

nýtur sífellt meiri vinsælda, enda barrheldin og

ilmandi og ein mest gróðursetta trjátegundin

í skógum félagsins.

Rétt meðhöndlað

jólatré endist vel

Rétt meðhöndlað jólatré endist vel, geymt úti og

helst í vatni. Síðan er sagað aðeins af stofninum og

jafnvel tálgað upp á stofninn til auka vatnsupptöku.

Þá er bláendinn settur í sjóðandi vatn í 1-2 mínútur

og svo beint í jólatrésfótinn með köldu vatni. Passa

þarf vel upp á að vatnið klárist aldrei. Sumir láta

nægja að setja heitt vatn í jólatrésfótinn í upphafi.

Í tímans rás hefur verið hefð að bjóða upp á heitt

súkkulaði og piparkökur í boði Fjarðarkaupa tengt

jólatrjáasölunni. Auk jólatrjáa býður félagið upp

á kransa, leiðisgreinar og jólavendi úr efniviði

skógarins.

21


Tónlist skapar tilfinningar

og minningar

Fjöldi tónlistarfólks hefur alið manninn í Hafnarfirði og sett svip á

tónlistarsögu bæjarins, margir á landsvísu og jafnvel á heimsvísu.

Litróf hafnfirskar tónlistar er fjölbreytt; m.a. popp, rokk, jazz, blús

og jafnvel kvikmyndatónlist. Sama hvaða tegund tónlistar það er

þá á listin það sameiginlegt að skapa tilfinningar og minningar

í huga og hjarta hvers og eins.

Tónlistarhátíðir hluti

af hefðum bæjarins

Saga tónlistar í Hafnarfirði er löng og merkileg.

Í Hafnarfirði eru tónlistarhátíðir orðnar órjúfanlegur

hluti af menningu bæjarins og laða gesti víða

að. Má þar t.d. nefna Bjarta daga, Hjarta

Hafnarfjarðar, HEIMA hátíðina, Sönghátíð

í Hafnarborg, 17. júní, auk mikils fjölda viðburða

sem m.a. hafa ratað hafa á fjalir Bæjarbíós

undanfarin ár. Í Jólaþorpinu hefur verið lögð sérstök

áhersla á að kalla til hafnfirskt tónlistarfólk á öllum

aldri, allt frá barnakórum og ungum poppstjörnum

og upp í eldri goðsagnir, kóra og Lúðrasveit

Hafnarfjarðar, sem af mörgum er talin sú besta

á landinu.

Kaupum, hlustum,

njótum og styrkjum

Í tengslum við stórhátíðina sem framundan er, sjálf

jólin, vill Hafnarfjarðarbær minna sérstaklega

á íslenska tónlist og tónlistarfólk. Njótum þess að

hlusta á flott og fjölbreytt listafólk á efnisveitum,

kaupum plötur og mætum á tónleika um leið og allt

opnar á ný.

22


Hvetjandi heilsuráð

og Hressleikar

Linda Hilmarsdóttir í HRESS hefur síðan 2009 staðið að

Hressleikunum til að styrkja fjölskyldur í Hafnarfirði sem standa

höllum fæti fjárhagslega. Linda gefur okkur góð heilsuráð sem

hafa nýst henni vel. Hún tók þá ákvörðun að vera glöð fyrir sig

og aðra, þrátt fyrir erfitt ár.

Innihald

• Hreyfum okkur reglulega og munum að allt telur.

Gönguferðir eru dýrmætar og gera mikið fyrir

sál og líkama.

• Reynum að umvefja okkur jákvæðu fólki sem

við treystum og gefa okkur orku.

• Tölum okkur upp. Verum mild við okkur og

klöppum okkur á bakið daglega, því fylgir meiri

gleði og útgeislun. Þakklæti breytir hugarfari.

• Gefum okkur tíma. Horfum á mynd, gerum

ekkert, förum í sund, spilum, leikum eða dekrum

við okkur og förum á kaffihús. Þannig fáum við

meiri orku til að gefa öðrum. Gleymum draslinu

og njótum dagsins.

• Gefum af okkur án þess að búast við einhverju

til baka. Að bjóða fólki í mat er gefandi,

sérstaklega þeim sem kunna að meta það.

Jafnvel panta frá veitingastað. Kveikjum á

kertum og setjum á lága tónlist, það klikkar ekki.

• Verum kát, önsum glaðlega í símann; líka þegar

von er á erfiðu símtali. Tökum vel á móti fólki

sem kemur í heimsókn, sækjum á flugvöllinn eða

bjóðum í bústaðinn.

• Nauðsynlegt er að losa um erfiðar tilfinningar

með þeim sem við treystum. Munum að spyrja

líka þann sem veitir okkur stuðning hvernig hann

hefur það.

• Við lærum mikið af mistökum og erfiðleikum.

Að viðurkenna mistök sín er styrkleiki.

• Látum aldur ekki stoppa okkur af við að læra

eitthvað nýtt. Lesum og tölum við áhugavert

fólk. Komum í veg fyrir stöðnun og verum

óhrædd við að breyta okkur.

• Hollt og gott mataræði og góður svefn

eru lykillinn að góðum degi. Horfum ekki í

baksýnisspegillinn. Allir dagar eru nýtt upphaf

og áskorun um betra líferni.

23


Umhverfisvernd

og endurnýting

Sönn og falleg jól snúast um að láta gott af sér leiða og reyna

að gera heiminn að betri stað fyrir okkur öll. Fyrirtækin Terra og

Sorpa, nágrannar í Hellnahverfinu í Hafnarfirði, leggja áherslu á

umhverfisvernd og endurnýtingu í sinni starfsemi. Frábær leið til að

styðja við hringrásarhagkerfið er að gefa notaða hluti í jólagjöf og

tryggja þeim þannig framhaldslíf. Starfsfólk Góða hirðisins finnur

fyrir sífellt meiri eftirspurn eftir notuðum vörum – sérstaklega í

jólapakkann.

Innihald

Hagnýt ráð fyrir heimilið

• Mandarínukassar eru sterkir og endingargóðir

og upplagt er að föndra úr þeim. Þegar notkun

er lokið fara kassarnir í almennt sorp eða á

móttökustöðvar og eru flokkaðir með öðru

timbri. Kassarnir fara ekki í bláu tunnurnar.

• Ónýtum jólaseríum á að skila í ílát fyrir

smáraftæki á endurvinnslustöð. Seríurnar enda

hjá viðurkenndum vinnsluaðilum þar sem efni

sem geta reynst hættuleg umhverfinu eru flokkuð

frá og meðhöndluð með viðeigandi hætti.

• Tilvalið er að endurnýta jólapappír, opna þá

bara gjafir varlega og brjóta pappírinn saman

til geymslu. Það sama gildir um pakkaskraut og

upplagt að safna því saman og nýta aftur.

• Jólapappír og pakkabönd flokkast með

blönduðum pappír og pappa og má setja

í tunnu fyrir endurvinnsluefni.

24


Hafnfirsk jól fyrir

hartnær öld

Hafnfirsk jól fyrr á tímum, eða fyrir tæpri öld, voru að sögn elstu

Hafnfirðinga heldur íburðarminni og látlausari en í dag. Jólatré

voru ýmist smíðuð úr þykkum krossvið eða kústsköftum og vír og

á þau voru sett lifandi kerti. Miklar breytingar urðu á jólaskrauti á

íslenskum heimilum á millistríðsárunum. Jólaskraut einkenndist af

músastigum úr kreppappír, sem hengdir voru horn í horn og einnig

kramarhúsum. Sameiginleg tilhneiging manna var fyrst og fremst

að gera fallegt hjá sér á jólunum og lýsa upp skammdegið.

Kerti og spil

Jólahald á þessum tíma, í kringum 1930,

einkenndist af bakstri, messuhaldi, jólamáltíð og

gjafastund. Jólagjafir voru kerti og spilastokkar

og minni leikföng. Einnig var eitthvað um rauð

epli og smávegis af sælgæti. Um 3000 manns

bjuggu í Hafnarfirði og kirkjurnar voru tvær,

Hafnarfjarðarkirkja og Fríkirkjan í Hafnarfirði.

Frú Bergþóra Nýborg

og Beggubúð

Verslun var töluverð og við Strandgötu 5, aðal

verslunargötu bæjarins, var árið 1906 reist

vefnaðarvöruverslun Egils Jacobsen. Frú Bergþóra

Nýborg tók við rekstrinum árið 1937 og festist nafnið

Beggubúð þá við hana. Vigdís Madsen rak síðan

verslunina frá 1959 til ársins 2000. Tveimur árum

síðar var húsið flutt á svæðið fyrir aftan Pakkhúsið,

gert upp, og varð að verslunarminjasafni árið

2008.

25


Hugheilar

hátíðarkveðjur

- starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar

26


Útgefandi: Hafnarfjarðarbær

Ritstjórn: Olga Björt Þórðardóttir og Árdís Ármannsdóttir

Ábyrgðarmaður: Sigurjón Ólafsson

Hönnun og umbrot: H:N Markaðssamskipti

Ljósmyndun: Andri Þór Unnarsson og Olga Björt Þórðardóttir

Prentun: Ísafoldarprentsmiðja

27


Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!