12.05.2020 Views

Fréttabréf FÁSES 2020

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Albanía

Lag:

Flytjandi:

Lag / texti:

Fall from the Sky

Arilena Ara

Darko Dimitrov og Lazar Cvetkoski / Michael Blue, Robert Stevenson

og Sam Schummer

Að sjálfsögðu var það albanska forkeppnin Festivali i Kenges (FiK) sem hringdi inn jólin fyrir

júróvisjónþyrsta aðdáendur, en úrslitakvöldið fór fram með pompi og prakt í höfuð-borginni

Tirana þann 22. desember sl. Að vanda var öllu tjaldað til og keppnin hið skæslegasta áhorf, en í

lok kvölds var það hin 21 árs gamla söngkona Arilena Ara, sem stóð uppi sem sigurvegari eftir að

hafa heillað dómnefnd (sem m.a innihélt hann Felix okkar Bergsson) algerlega upp úr skónum

með kraftballöðunni Shaj, og hafði þar með betur en aðdáendauppáhaldið Elvana Gjata, sem

flestir höfðu spáð sigri í undanfara FiK. Elvana veitti samt Arilenu harða samkeppni en einungis

þrjú stig skildu þær stöllur að á endanum.

Shaj fékk smávegis uppskverun sem Albana er von og vísa og hljómsveitarbragur keppninni vék

fyrir poppuðum áhrifum og ákveðið var að henda yfir í enska útgáfu. Á undanförnum 10 árum

hafa Albanir komist upp úr undanúrslitum ca. annað hvort ár, sex sinnum hafa þeir sungið á

ensku og fjórum sinnum á albönsku. Þó hefur lukkan sjaldnar verið með þeim þegar flutt er lag á

ensku og þeir hafa setið eftir með sárt ennið í fjögur skipti af fimm með enskan texta.

Í laginu Fall from the Sky er ekkert að finna upp hjólið því að hér er á ferðinni strang-heiðarleg

albönsk dívuballaða á la Eurovision og Arilena er alveg hreint skínandi söngkona.

Ekki hefur verið

staðfest að

Arilena muni

taka þátt í

Eurovision 2021.

Hér má finna texta lagsins

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!