12.05.2020 Views

Fréttabréf FÁSES 2020

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Þýskaland

Lag:

Flytjandi:

Lag / texti:

Violent Thing

Ben Dolic

Borislav Milanov, Peter St. James, Dag Lundberg, Jimmy Thorén,

Connor Martin

Frá sigri Lenu árið 2010 hefur gengi Þýskalands í keppninni verið mjög brokkgengt; Micheal Schulte náði

mjög óvænt 4. sætinu með fallegu lagi um föður sinn sem féll frá ungur og Lena náði einnig 8. sæti

2011 þegar keppnin var haldin í Dusseldorf í Þýskalandi. Þetta eru þó undan-tekningar og yfir höfuð hefur

gengið verið dapurt síðustu ár og þeir ítrekað lent í neðstu sætunum. Á síðasta árið lenti svo

dúettinn S!sters í næstneðsta sæti, fengu engin stig úr símakosningunni og þá var Þjóðverjunum nóg

boðið.

Breytingar voru boðaðar á þessu ári, nú skyldi lagið valið í innherjakosningu af tveimur dóm-nefndum sem

hvor um sig giltu 50%. Önnur dómnefndin var skipuð dyggum aðdáendum en hin svokölluðum

sérfræðingum, 20 manns frá ýmsum löndum sem allir höfðu áður verið í dóm-nefndum fyrir heimalönd sín

í Eurovision í gegnum árin. Þannig átti að tryggja að val lagsins yrði gott.

Fyrir valinu var hinn 22 ára gamli Benjamin Dolić eða Ben Dolic eins og hann kallar sig núna. Hann er

fæddur og uppalinn í Ljúblíönu í Slóveníu. Hann var aðeins 12 ára gamall þegar hann tók þátt í Slovenia

Ima Talent þar sem hann komst alla leið í úrslit. Ben tók þátt í undankeppni Eurovision í Slóveníu EMA árið

2016 með hljómsveitinni D Base með laginu Spet živ en komst ekki í úrslit.

Sama ár flutti Ben með fjölskyldu sinni til Sviss og tók þátt í The Voice of Germany 2018 þar sem hann lenti

í 2. sæti og í framhaldi af því hélt hann tónleika víðsvegar um Þýskaland og Austurríki. Þá var komið að

Eurovisionkeppninni sjálfri. Tónlistarverksmiðjan Symphonix fékk Ben til að syngja fyrir sig lagið Violent

Thing og skemst er frá því að segja að dómnefndirnar báðar heilluðust af þessum unga manni.

Ekki hefur verið

staðfest að Ben

taki þátt í

Eurovision 2021

Hér má finna texta lagsins

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!